Lögberg - 12.01.1928, Side 3

Lögberg - 12.01.1928, Side 3
X. LöGBERG, FIMTUDAGINN 12. JANÚAR 1928. Bls. 3. Hún brúkaði þær til að hreinsa blóðið. Þetta Segir Kona Ein í Manitoba um Dodd’s Kidney Pills. Miss EHa Scott Þjáðist af Kýlum og Bólum á Handleggnum. 'Carman, Man., 9. jan. (einka- skeyti):— “Eg get ekki nógsamlega lofað Dodd’s Kidney Pills,” segir Miss E. Scott, sem er góðkunn kona^ í Carman. “Þær hafa hjálpað mér svo vel. Einu sinni hafði eg 13 kýli og handleggirnir á mér voru baktir af bólum, af því eg var j?á svo veikluð. Eg hefi notað all- mikið af Dodd’s Kidney Pills^ og 'þær hafa bygt upp heilsu mína. Og nú líður mér vél. Eg mæli a- valt með Dodd’s Kidney Pills við aðra.” Dodd’s Kidnev Pills styrkja og græða nýrun. Þeirra hlutverk er að hreinsa óholl efni úr blóðinu. Ef nýrun eru ekki heilbrigð, þá geta þau ekki unnnið sitt verk og þessi ó-hollu efni verða kyr í blóð- inu og valda miklum veikindum. Séu nýrun heilbrigð, þá er blóð- ið það líka og heilsan í góðu lagi. Tjallablóln., Kvæði eftir J. K. Jónatansson. Prentuð hjá “The Maple Leáf Press”. Winnipeg. 1927. Þetta er ekki stór bók, að eins 183 blaðsíður, og höfundurinn fiemur Jítið þektur; en bókin er þess virði, að henni sé gaumur gefinn, bæði vegna þess að efni hennar er nokkurs virði — hún hefir boðskap að flytja — og ekki síður sökum hins, að búningur og framsetning hugsanna er miklu betri en alment gerist hér vestra. Höfundur segir frá því í einu kvæðinu, að, hann sé ekki skóla- genginn maður; tækifærin hafi ekki borist né boðist til mikillar mentunar. Hann segir: t ‘‘Eg lærði að vera klakaklár, og kann því lítið annað.” En þessi höfundur kann annað. Hann kapn mörgum hagyrðingum betur, að klæða göfugar hugsan- ir í allgott rím og sumstaðar á- gætt, þótt því miður finnist á því margir galiar, sem eðlilegt er. Hann kann að taka klæði ís- lenzkrar tungu og sníða úr því og sauma lagleg föt við hæfi hugs- ana sinna. íslendingar hér vestra — og jafnvel heima ilíka —■ eiga fjölda af ljóðabókum og kvæðakverum, sem lítið er varið í yfir höfuð að tala. En væri þar ekki um eins tilfinnanlegan skort á formi og búningi að ræða, þá hefðu marg- ar þessar bækur talsvert erindi til lesendanna, því margar flytja þær fagrar og göfugar hugsanir. En þær (hugsanirnar) tapa sér oft eða týnast með öllu vegna þess, hve afkáralegur er búningur þeirra. Skáldskapur er tvenskonar. í fyrsta lagi nokikurs konar andlegt] málverk; þar sér ská'ldið mynd, j sem það verður hrifið af og reyn-l ir að sýna þjóð sinni sömui myndina. Þess konar skáldskap-; ur krefst listar, — gildi hans erj svo að segja einvörðungu fólgið í| listinni sjálfri. í öðru lagi verður skáldiði gagntekið af eimhverri stefnu; | einhverri hugsjón; einhverju, sem það vill leggja lið og berjast fyr- ir, eða það fyllist gremju og reiði á móti einhverju, sem það sér eða veit af, og kallar ljóðagyðjuna sér til liðs í baráttunni. Þegar þann- ig er ástatt, eru venjulega ekki gerðar eins harðar kröfur til list- arinnar. Þessa tegund skáldskap- ar virða sumir litilS; en fyrir mitt leyti hefi eg þá skoðun, að sá svíki þjóð sína, svíikist um skyldur sín- ar, sem þegið hefir gáfu listar og Ijóða, en nota hana ekki eða beita henni góðum málum til varnar og til sem mestra áhrifa. Sumir telja búninginn lítils virði; en það er misskilningur; flestir fyrirverða sig fyrir það, að senda börn sin frá sér í tuskum og tötrum; þeir viilja búa þau bærilega, ef föng eru á. Hví skyldu menn ekki leggja eins mikla rækt við búning sinna and- legu barna — ljóðanna? Höfundur “Fjallablóma” notar ljóðadis sína til starfs og styrktar fyrir þau málefni, sem hann ann. Það kemur glögt í ljós, að hann er jc.fnaðarmaður, friðarmaður og trúmaður. Fyrir öllu þessu berst hann í Ijóðum sínum. Þótt búningur Ijóða hans sé nukiu fullkomnari en í meðallagi, er því samt ekki að neita, að num er þar talsvert ábótavant. rí^'i8íe«,|1SrUS1tU gallar á bú«inKÍ eða nmi íslenzkra ijóðp eru >esgir. 1. Fleiri stuðlar fen tveir í stöku linunni, t. d. “Hvar fagnað verður fæðin? frels. arans, á fundi vina, í dýrðarríki hans ” 2. Fleiri en einn höfuðstafur í jofnu lmunni, t. d.: “Eg veit það eitt, eg verða að stikla fossa, Ef vil eg eitthvað komast upn á við’.’ P 3. Áherzlulaust atkvæði í byrj- un ljóðlínu, ýmist vantar eða því er ofaukið, t. d.: a) — “Ef eg finn á auðnu brest, og ami’ er mér í geði, þá í sannleik syng eg mest, sjálfum mér til gleði.” Hér er áherzlulausu atkvæði (og) ofaukið í annari ljóðlínu og hefði það ekkert raskað neinu, þótt því væri slept. b) ^- “Mitt engilhreina, blíða barn eg ber í örmum mér; lífsins máttur líknargjarn, alt líf þess fel eg þér.” Hér vantar áherzlulaust atkvæði fyrir framan þriðju ljóðlínu, og hefði verið auðvelt að laga það, þar sem þetta er ávarp til forsjón- arinnar og segja: “Ó, lífsins rnáttur”, eða “Þú, lífsins máttur” o.s.frv. Þessir gallar eru afar algengir í íslenzkri ljóðagerð, og þótt þeir komi fyrir hjá höfundi “Fjalla- blóma”, þá er það langtum sjaldn- ar en hjá flestum öðrum. í einu kvæðinu er þetta: “Sem örfa um taugarnar íslend- ings blóð, svo yljar það hjartað og sál.” Kér er ruglað saman taugum og æðum; blóðið rennur eftir æðum, en ekki taugum. Til þess að læra að forðast galla svipað þeim, sem hér hefir verið bent á í ljóðagjörð, var hér í Win- nipeg stofnað Hagyrðinga“félag- ið“ svokallaða fyrir réttum 25 ár- um, og er það sannfæring mín, að það ihafi orðið að talsverðu liði; að minsta kosti veit eg að það var mér talsverður gróði í þessu til- liti. Hér skal ekki ritað lengra mál að sinni, að eins tekin nokkur sýn- ishorn af góðum visum í bókinni, sem hljóta að lærast og lifa. Vorvísa í Winnipegosis: Fanna breiðan firrist grund, flestar leiðir þána; eyg'ló seiðir líf í lund, loft i heiði blána. Úr kvæðinu “Áramóta ferhendur.” Oft á lífið litið til, að lána sumum guðs í heim; öðrum gengur alt í vil— ójafnt skift er gáfum þeim. Sólsetur í Winnipeg. Að húsabaki sólin sest, siðustu geislar dvína; þeir hafa’ altaf allra bezt yljað sálu mína. Frelsi er fé betra. Sízt eg vildi’ að iðu áls og undirdjúpum sveima; betra’ er eins og fuglinn frjáls að fljúga’ um loftsins geima. Andi minn sé alt af frjáls, enga beri hlekki; gimsteina og gull um háls girnist eg því ekki.” Úr kvæðinu “Hugsjónadísin.” “Um mannsandans víðlenda veldi því víðar sem hugurinn fer, v?ð bjarmann frá íslenzkum eldi eilífðin brosir við mér.” ‘ Þótt heimurinn haldi oss freðin, samt heilaga eigum vér glóð. Eg hvergi í heiminum kveðin veit hjartkærri ættjarðarljóð. Til E. P. Jónssonar, við lestur “öræfaljóða.” “Æskuvonin, við mér skín, vermist af því kinnin; þökk fyrir lipru Ijóðin þín; ljúfu íslands minnin.” “óhó'pp.” “Óláns disir elta mig, að mér hrís þær draga; um mannheimsís á armóðs stig enn í prísund flengja mig.” “Við vatnsburð.” “Hretið stranga hýlur skjól, ihölda svanga þreytir ról, kaldan vanga vatnar sól, vont er að ganga’ upp þenna hól.” Hér sér skáldið auðsjáanlega n,ynd, eða réttara sagt finnur hana, sem hann vill skýra og tekst það vel. Það er ekki einungis hinn líkamlegi kuldi, sem nístir kinnar hans, eða hóllinn einungis í venju- legum skilningi, sem vatnsberinn kvartar yfir. Það er kuldinn og sólahleysið, hungrið og erviðleik- arnir á leiðum hins starfandi manns, undir því fyrirkomulagi, sem nann á við að búa. Myndin er vel skýrt dregin í fáum dráttum. “Þögn og mælgi.” “Annað hvort er almenn þögn, eða allir tala í einu, svo að enginn heyrir, ysið fram úr hófi keyrir.” Úr “Ferhendum.” “Oft við lítið Ijóðablað lettist hugar raunin; ef þau gleddu annan, það___ yrðu tvöföld launin.” “Samkeppnin”. “Samkeppninni lof hann Ijóðar langt í fornöld sækir rðk, þo ofurkapp og ágirnd þjóðar efli lífsins þrælatðk.” “Sléttubönd.” “Daga góða, ljóma lönd lítur mærin smáa; haga gróða, blóma bönd bítur ærin gráa.” Hér hafa verið tekin fáein dæmi einungis til þess að sýna þeim, er ekki hafa séð, hvernig bókin er. Höfundur er ungur enn og hefir nógan tíma til þess, ef honum end- ist aldur, að fullkomna sig og forðast helztu og algengustu ljóða- lýtin, sem hér hefir verið bent á. Sig. Júl. Jóhannesson. Ríkisskuldir Isla ds. Það mun vera nokkuð almenn skoðun ennn þann dag í dag með- al alþýðu manna hér á landi, að ríkisskuldir íslands séu tiltölulega niiklu minni en flestra eða allra annara rikja. í sjálfu sér er þessi skoðun eðlileg, og ber þar einkum tvent til. í fyrsta lagi var ísland skuldlaust land langt fram yfir aldamótin síðustu og ekki um nein- ar landssjóðsskuldir að ræða við útlönd. Það eru ekki nema nítján ár siðan landið tók i fvrsta sinn lán erlendis. En eftir að lagt var út á skuldabrautina hefur hvert lánið rekið annað svo ört, að almenning- ur hefur tæpast fylgst með. Lands- reikningana sjá fáir, en aftur á móti skortir ekki allskonar meira og minna óljósar frásagnir um fjár- haginn um það leyti sem þingkosn- ingar fara fram. Sumt þessara frásagna setur almenningur þá stundum í samband við kosninga- æsingar, sennilega ekki altaf að ó- sekju, og tekur ekki meira en svo mark á þeim. í öðru lagi höfum vér íslendingar. aldrei haft neitt af þeim miklu útgjöldum að segja, sem hjá öðrum þjóðum fara til her- mála. Víða eru þau útgjöld hæsti gj'aldaliðurinn á rekstureikningi þjóðabúanna. Allir hafa heyrt get- ið um hinar gífurlegu hernaðar- skuldir eftir ófriðinn mikla. En einnig þau ríkin, sem að vísu hafa ekki átt í ófriði undanfarið, en halda uppi varnaskvldu, verja ár- lega háuni upphæðum til hermál- anna. Þannig fór alt að því % af tekjum danska ríkisins árjð tq?6 til hermálanna. Sama ár voru út- gjöld Norðmanna til hermála sam- kvæmt fjárhagsáætluninni nál. i-o hluti af öllum tekjum ríkisins það ár. Búlgara Tékkóslóvaka 1-5. Einna 1-6, Frakka 1-6. Svía 1-5. Spánver ja 1-4, Svisslendinga 1-4 og Englendinga 1-7 hluti af árstekjun- um. Þó-að hlutföll jiessi séu ekki algerlega nákvæm. vegna þess hve mismunandi aðferðum er beitt við uppgerð á tekjum og gjöldum hinna ýmsu ríkja, ættu þau að vera nægi- lega trygg til þess, að vér gætutn fengið nokkra hugmvnd utn hern- aðarkvaðirnar. Hvernig mundi nú ástatt um íslenzka ríkið, ef það hefði orðið að greiða svo sem fimta hluta af árstekjum sínum til þess að halda úti her og flota? Það er ekki ólíklegt að ríkisskuldirnar væru þá ærið mikið hærri en þær eru. Vissulega megum vér hrósa happi yfir því„ að vér höfum aldrei lagt út á þá hálu braut að koma hér upp her og flota, heldur lýst yfir ævarandi hlutleysi í ófriði. En meðal attnars af þeirri ástæðu ætti oss að vera það vorkunnarminna en öðrum þjóðum að reka þjóðar- búskapinn skuldlítið eða skuldlaust. Eins og nú er ástatt eru þó ríkis- skuldir fslands við útlönd hlut- fallslega meiri en sumra þeirra ríkja. sem veria verða árlega mörg- um tugum miljóna til hermála. Samkvæmt skýrslu þeirri, sem birtist í j úlíhefti Hagtíðindanna 1927, nárnu fastar og lausar skuld- ir íslenzka ríkisins, bæjarfélaga i og einstakra manna og fyrirtækja í landinu, við útlönd 31. desember 1026 fjörutíu og fjórum miljónum, níu hundruð sjötíu og fiórum þús- undum íslenzkra króna. Ekki er þessi upphæð nákvæm, og telur hagstofan. að hún muni vera og lág. Með því að skifta unnhæð- inni jafnt niður á alla landsmenn koma um kr. 450.00 á hvert manns- barn í landinu. En auðvitað er ekki nema nokkur hluti af þessu fé ríkisskuldir. í því eru einnig fald- ar skuldir banka, kaupmanna, kaupfélaga, útgerðarmanna og bæj- arfélaga við útlönd. Ríkið eða þegnarnir bera ekki ábyrgð á öðru en opinberu skuldunum — ekki beinlínis. En að vísu koma afleið- ingarnar niður á þjóðinni t heild, geti einstaklingarnir ekki staðið í skilum við hina erlendu lánar- drottna. Þær koma fram í því, að traustið á landinu og þjóðinni rýrnar. Hún fær orð á sig erlend- is fyrir óreiðu i fjármálum, og lánstraustið hverfur. Vér skulum hér ekki gera ráð fyrir neinu sltlcu, enda er það vonandi ástæðulaust. En hverjar eru þá sjálfar ríkis- skuldirnar? Með ríkisskuldum eigum vér þá aðeins við lán ríkis- sjóðs, en sleppum öllum lánum ibæjarfélaga, einstakra manna og fyrirtækja, jafnvel þótt ríkið sé í ábyrgð fyrir sumum slíkum lánum bæjarfélaga og fyrirtækja við út- lönd, og beri því skylda til að greiða ])au, ef illa fer. Það er því öðru nær en öll þessi síðarnefndu lán séu ríkinu óviðkomandi, þótt þeirra sé ekki nánar getið hér. Til þess að komast að raun um, hverjar ríkisskuldirnar sjálfar séu, leitum vér í þá heimildina, sem vafalaust er áreiðanlegust, en það r Landsreikningurinn 1925. Hann ’æfur verið endurskoðaður af hin- um þingkosnu endurskoðendum og samþyktur af alþingi 1927 sem réttur. Samkvæmt honum eru ríkisskuldir íslands 31. des. 1925, kr. 11,832,141,37. Eftir því sem bezt verður séð af reikningnum eru kr. 3,768,257.46 af skuld þess- ari fólgnar í innlendum lánum rík- isins en kr. 8,063,883 91 eru skuld- ir við útlönd (England kr. 2,676,- 896.00 og við Dani kr. 5.386,987.- 91). Sama ár greiðir rikið í vexti af lánum yfir eina miljón króna eða um sextánda hlutann af öllum tekjum rikisins það ár. Ef skuld- um íslenzka rikisins við útlönd 31. des. 1925 er deilt- jafnt niður á landsmenn, koma rúmar 80. kr. á hvert mannsbarn i llandinu. Til áamanburðar er fróðlegt að athuga ríkisskuldir Sviþióðar við útlönd. 31. des. 1925 námu þær kr. 330.- 100.000.00 Sviþióð er land með meir en ^ex miljónir íbúa. Þar koma þvi ekki nema nál. 57 kr. á hvert mannsbarn, ef þessum 339 mi.ljónum og too þúsundum króna er deilt niður á landsmenn. Sum riki skulda útlöndum alls ekki neitt. Svo er um Bandarikin * i Norður-Ameriku og Svissland Svissneska rikið skuldaði allmikið fé i Ameriku, en í árslok 1925 hafði það innlevst bessa skuld með bví að taka ný innlend lán. og brevtti þanttig öllum ríkisskuldun- um i innanlandsskuldir. Likt hafa Hollendingar farið að. Árið 1922 tóku þeir 150 miljónir flórinur að láni erlendis, og árið 1924 tóku þeir aftur lán erlendis. sent nam 40 miljónum dollara. En báðttm jtessutn stórlánum hafa ]>eir nú að mestu brevtt í innlend lán, svo að skuldir hollenska ríkisins við út- lönd eru nú þvi sem næst engar. Yfirleitt virðist stefna sú. .að rik- isskuldirnar séu sem mest innlénd- ar, en ekki við útlönd. í flestunt ríkjum Evrópu eru itmlendu skttld- I irnar mun meiri en skuldirnar við útlönd. Undantekning er Finn- land. Ríkisskuldir Einnlands voru 31. des. 1925: 2,475,3000.000 finsk mörk, sem skiftust þannig niður: Skuldir við útlönd: 1.714,000,000 mörk; innlendar skuldir: 761.300,- 000 ntörk. önnur undantekning er ísland og þar er munurinn mjög líkur og hjá Finnum. Skuldir Finnlands við útlönd eru rúmlega 2l/rj sinnum meiri en innanlands- skuldirnar, en islenzka ríkið skuld- ar útlendingum rúmlega 2,1 sinn- um meira en innlendum lánar- drottnum. Samkvæmt því, setn að framan er sagt. eru skuldir fslands erlend- is hlutfallslega meiri en sumra annara ríkja. sem margfalt eldri eru og hafa öldum sarnan haft byrðir að bera, sem vér höfutn aldrei haft neitt af að segja. En ef vér tökum bæði hinar útlendu og ittnlendu ríkisskuldir fslands og berurn þær saman við ríkisskuldir annara ríkja í heild, verður útkom- an nokkur önnur og hagstæðari fyrir oss. Þá verður ísland með lægstar ríkisskttldir allra Norður- landaríkjanna fimm. Næst er Finnland, þá Svíþjóð, þar næst Danmörk og skuldugastur er Nor- egur. Þrátt fyrir allar hinar ntörgu lántökur eru ríkissrkuldir ís- lands ekki ennþá orðnar hlutfalls- lega eins háar og hinna ríkjanna á Norð'urlöndum, og veírða vonandi aldrei. En aftur á móti er það at- hyglisvert, hve skuldir íslands við útlönd eru mikið hærri en hinar innlendu skuldir þess. Eins og að líkindum lætur verða skiftar skoðanir um það, hve ráð- legt sé fyrir fátæka og fámenna þjóð eins og íslendinga að taka mikil lán erlendis. Mest er undir því komið, til hvers lánin eru not- uð, hvort þau ganga til þarflegra fyrirtækja eða eru aðeins eyðslu- lán, sem ríkið hefur tekið undan- farið, verður vonandi hægt að segja með sanni, að þau hafi geng- ið til nauðsynlegra og þarflegra fyrirtækja, og ef til vill hefðu framfarirnar hér á landi iSÍðustu árin ekki verið eins miklar, ef þessi lán hefðu aldrei verið tekin. En þaðvirðist liggja í augum uppi, að meiri gætni þurfi að viðhafa um erlendis lántökur smáríkja en hinna fjölmennu ag auðugu. Möguleik- arnir eru fleiri hjá stórþjóðinni til bess að hamla eegn áhrifum skulda- bvrðanna en hiá kotþjóð með fjör- litlu viðskiftalifi og fábreyttum at- vinnuvegum. Eitt misstigið spor í fjármálum getur komið smáþjóð- inni á kaldan klaka, þótt samskon- ar spor hjá stórþjóðinni verði henni aðeins stundarhnekkir. Væri ekki ráð fyrir oss að athuga að- ferðir Svisslendinga og Hollend- inga, reyna að losa oss sem mest viö erlendu lánin, breyta þeim í innlend lán? Sparsjóðsfé í ís- lenzkum bönkum nemur nú meir en 30 miljónum króna. Næsta ó- líklegt er, að landsmönnum þætti verra að eiga fé sitt inni hjá ríkinu í bönkunum, einkum ef rikið greiddi eitthvað hærri vexti en bankarnir. Og leiðin þessi virðist hep])ilegri fyrir hag almennings og velferð ríkisins, ef hægt er að koma henni við, en hin leiðin, að greiða úrlega út úr landinu svro hundruð- um þúsunda skiftir í væxti af út- lendum lánum ríkisins. Að vísu er það kunnugt, að trúin á skuldirnar er orðin rik hjá sumum meðlimum þjóðfélagsins, og að þeir eru til, sem ekki eru ýkjahræddir við að taka ný og ný lán erlendis á ábyrgð þessara fáu sálna, sem mynda kon- ungsríkið ísland. En þeir menn eru fáir, sem betur fer. Flestir keppa að því að reyna að standa í skilum og skulda sem minst, helst ekkert. Svo er það um einstakl- ingana, og vilji flestra landsmanna mun vera sá, að svo sé það einnig um hið unga íslenzka ríki. En það er ekki tilgangurinn hér að rök- ræða, hvernig slíkt megi verða Til- gangurinn var aðeins sá að greina frá í sem styztu máli. hve miklu ríkisskuldirnar nemi. Þjóðin þarf að Vita hvað hún skuldar. því henn- ar er að greiða. Hún þarf að muna, að það er sambandsþjóðin, Danir, sem nú eiga stærsta hönk- ina upp á bakið á íslendingum. Nz-. 5. —'Eimreiðin. er hann hefði ekki herbergi ti'l að bjóða þeim inn í? Sama á við Dýraverndunarfélagið. Það varð strax í vandræðum, af því það vantaði hús. Það er í vandræð- um enn og út úr vandræðum lagði það í að ta'ka stórt peningalán til að geta slegið eign sinni á Tung- una, sem kostaði 40 þús. krónur, því að ekki átti félagið einn eyri til. '— Nú var ekki nóg, þótt búið væri að ná í þessa eign, það þurfti að breyta og endurbæta fenaðarhúsið, því það var í megn- asta ólagi,, laga t. d. alla bása, steypa gólf, þilja alstaðar á milli og enn fremur setja í lúkur og stalla. Eg vil ekki lengja tímann með þvi að tína alt upp er gera þurfti, en fljótt yfir að fara, þá eru það nm 20 þús. kr., sem búið er að kosta til viðgerðarinnar á fénað- arhúsinu, fyrir utan vatn og raf- magn, sem búið er að leiða þar inn. Það er þó fjarri því, að alt sé fullkomið, þó þetta, sem eg nú hefi talið upp, sé um garð gengið, því að nú eru t. d. þökin á hús- unum, auk margs annars, er nauð- synlega þyrftu viðgerðar við. Svona gengur það kol'l af kolli, þegar farið er að klastra við gam- alt og ónýtt. Allur þessi mikli kostnaður og fyrirhöfn á rót sína \ ULUST ® ^ TT«* n að rekja til hinnar sorglegu stað- Hallgrímur Pétursson. Þú ríki andans reistir fagra borg, þá raunatárin brendu þína hvanna. öldur Hvalfjörðs yrkja kvæði um sorg, á ægisandinn skrifa þína harma. Þú gafst ei upp, þó gatan væri þröúg, þú gjörvalt lífið skýrum dráttum málár. Hinn aldni fjörður vmur dánar söng og endui'kallar stunur þinnar sálar. R. J. Davíðsson. reyndar, að samtök hefir vantað j meðal landsmanna til að styrkia I Dýraverndunarfélagið. Hvernig getur staðið á því tómlæti, sem j almenningur hefir sýnt dýravernd-l Get- Fyriirlestur. haldinn á íþróttamóti við Þjórsár- tún þann 1. júlí 1927. Fyrst eg er nú hingað komin íj dag og hefi fengið leyfi til að tala í nokkrar mínútur, og með því líka eg býst við því, að þetta verði í síðasta sinn, að eg verði* 1 * * * * * * á skemtisamkomu hér við Þjórsár-! tún, langar mig að nota tækifær- j ið og tala nokkur orð fyrir áhuga- máli minu, dýraverndunarmálefn-1 inu. Eg hefi verið hér þrisvar sinn- um áður og reynt, meira af vilja en mætti, að tala máli Dýravernd- unarfélagsins okkar, en þó eink- um byggingarsjóðs þess, sem mér befir verið sérstaklega falið að gangast fyrir samskotum í. í fyrsta sinn, er eg talaði hér, lýsti eg aðallega starfsviði og til- gangi félagsins, en mæltist einn- ig til, að Ungmennafélögin tæki dýraverndunarmálefnið á dag- skrá sína. Má vel vera, að þau hafi lagt því eitthvert lið, þótt ekki hafi eg orðið þess vör enn þá. Annað sinn, er eg var hér, tal- aði eg máli byggingarsjóðsins. Þá var í ráði, að við héldum hluta- veltu honum til eflingar og mælt- ist eg þess vegna til við tilheyr- endur mina að þeir sendu okkur muni á hlutaveltuna. Beindi eg þá máli mínu sérstaklega til kven- fólksins, en árangurinn varð sá’ sami og í fyrra sinnið, enginn bafði lepp í skó eða vetling á hönd, ullarlagð, eða yfir höfuð neitt, er missast mætti til að senda okkur. í þriðja sinni talaði ‘ég ennþá máli sjóðsins og fór bónarvæg að áheyrendum mínum um að styrkja hann með líilsháttar fjárframlagi, og er mér ljúft að geta þess, að nokkrir úr hópnum urðu við bón minni. Persónulega þekti eg gef- endurna ekki, en guð þkkir þá. Eg er nú búin að starfa í 13 ár f.yrir málefni þetta og hjartanleg- asta áhugamál mitt er það, að bygging Dýraverndunarfélagsins komist í framkvæmd, því að ó- inögulegt er að félagið geti starf- að svo að komi að fullum notum, á meðan það ekki hefir húsnæði nógu stórt og með meiri þægind- um en nú er. Hvernig ætti lækn- irinn að taka á móti sjúklingum, ef hann hefði ekki viðunandi húsakynni til að taka á móti þeim í, og hvernig ætti veitingamaður- inn að taka á móti gestum sínum, unarmálefninu hér á landi? ur máske nokkrum dottið í hug, að við, sem tekið höfum okkur fram um að standa fyrir þessu rauðsynjamálefni, getum af eig- in ramleik komið upp slíkri bygg- ingu sem þeirri, er Dýraverndun- arfélagið verður að koma upp til ag geta framfylgt sinni góðu köll- un og starfað ósleitulega í þarfir dýranna? Nei, það getur varla verið að nokkrum detti slíkt í hug. Mér verður á að hugsa, að al- ir enningur geri sér ekki grein fyr- ir hve mikilsvert það er, að þetta komist í framkvæmd. Það er ekki ætlast til, að miðlað sé miklu af litlum efnum. Það voru ekki nenta tveir smápeningar, sem fá- tæka ekkjan lagði í fjárhirzlu musterisins, en frelsarinn sjálfur, sem stóð í musterinu þegar það skeði, hefði* vissulega ekki fært það í dæmisögu, hefði hann ekki ætlað okkur að breyta eftir þvi. Það er líka eftirbreytnisverð dæmisagan um ríka manninn, sem Jesús talar um í Lúkasarguðspj. 16. kap. Hann varð of seinn til að gera gott af þeim auðæfum, sem drottinn hafði lánað honum. Hann slepti síðasta tækifærinu, er Lazarus skreið heim að húsdyr- um hans, aðfram kominn af lang- varandi svengd. Mátturinn var alveg að þverra, svo að hann gat ekki nemft skriðið og þess vegna allur í sárum. Hann lá við dyra- tröppur ríka mannsins þegar hann kom heim, en hann leit með fyrir- litningaraugum á aumingjann þar sem hann lá og rendi upp á hann biðjandi vonaraugum.— Það veit enginn, hvenær síðasta tækifærið býðst. Nú vil eg gefa ykkur öllum tæki- færi, sem eg veit fyrir víst, aði guði er þóknanlegt að þið sinnið. j Gefið fáeina aura í byggingarsjóð. Dýraverndunarfélags fslands; með‘ því eflið þið stórkostlegt velferð-j Hafið þér heyrt um Peps? Pepstöfl- urnar eru búnar til sam- kvæ’mt strangvísindalegum reglum og skulu notaðar við hósta, kvefi, hálssárindum og brjóstþyngslum. Peps innihalda viss lækning- arefni, sem leysast upp á tung- unni og verða að gufu, er þrýst- ir sér út í lungnapípurnar. Gufa þessi mýkir og græðir hina sjúku parta svo að segja á svip- stundu. Þegar engin önnur efni eiga aðgang að lungnapípunum} þá þrýstir gufa þessi sér\ viðstöðu- laust út í ’hvern einasta af- kirna og læknar tafarlaust. — Ókeypis reynsla. Klippið þessa auglýsingu úr blaðinu sendið hana með pósti, ásamt 1 c. frímerki, til Peps Co., Tor- onto. Munum vér þá senda yð- ur ókeypis reynsluskerf. Fæst hjá öllum lyfsölum og í búðum 50 cent askjan. ?€|>S armál. Sleppið nú ekki tækifær- ir.u, mbnið að verða ekki of sein, eins og ríki maðurinn. Eg hefi oft tekið við litlu og það með þakklátum hug. Af því eg veit, að hér er saman komið fólk úr mörgum sóknum eða prestaköllum, kemur mér til hugar, að fara þess á leit, að söfn- uðirnir vildu halda með sér fundi við kirkjurnar og eins þegar menn hittast annars staðar, að þeir vildu ræða um lítilsháttar sam- skot í umræddan sjóð. Eg vona, að ekki þyrfti að sjá mikið á eign- um fólks, þótt kæmi t. d. 50 aur. til 1. kr. frá hverju heimili, en það mundi aftur á móti muna sjóð- inn miklu. Margt smátt gerir eitt stórt. Okkur, sem barist höfum fyrir þessu, hefir enn ekki tekist að safna nema 14,000 kr., en þar eð áætlað er, að 100— 150 þús. kr. þurfi til byggingarinnar, veitir ekki af, að eitthvað bætist við. Það er innileg von mín, að þessu, sem eg þer fram í dag, verði sint. Áreiðanllegt er það, að sá er sæll, sem er brautryðjandi til bless- unar.. Formaður og ritari byggingar- sjóðs Dýraverndunarfélags Is- lands., Ingunn Einarsdóttir, Bjarmalandi, v. Reykjavík. Naut ei nætur-hvíldar Mr.. August Mitchell, McMillan, Mich., segir: “Eg naut ekki hvild- ar, þegar eg fór í rúmið. Eftir að hafa unnið allan daginn, gat eg naumast gengið heim. Eg varð máttlaus í fótunum og hafði bein- verki og eg var ósköp magur. — Nuga-Tone herír gert mig að nýj- um manni og nú finst mér eg vera ungur aftur og nú gengur ekkert að mér.” Reyndu þetta alþjóðar heilsulyf ef þú ert veiklaður og magur og máttfarinn eða hefir nýrna- eða blöðrusjúkdóma Nuga-To,ne veit- ir einnig endurnærandi svefn, bætir matarlystina og meltinguna og styrkir allan líkamann. Það fæst hjá lyfsalanum og það verð- ur að gera þér gagn, eða það kost- ar þig ekkert að öðrum kosti. Les- ið tyrgginguna, sem prentuð er á pakkana. HUGSIÐ NO UM tHKHKHKKKHKHKHKHKHKHKHKHKH>l>lKH>IKH>lKH>iKHKHK«i 0 T S Œ Ð I Gerið yt5ur nö greTn fyrir, hvaC þér þurfiC fyrir áriC. Pantið nú meðan ekki er of mikið að gera til að afgreiða yður strax. Hugsið um gæði útsæðisins og munið að McKenzie útsæði er gott. Ef þér þurfið hafra til útsæðis, þá höfum vér besta hafra, sem til eru í landinu á öllu verði. X McKENZIE CATALOGUE Pallegri og betri en nokkru sinni fyr. Hinn nýi fallegl McKenzie verðlisti er tilbúinn . Nýjar tegundir nýjar leiðbeiningar viðvikjandl gárðrækt. ómissandi fyrir bændur og garðyrkjumenn. Verðið með heim fyrstu að fá einn þeirra—skrifið og biðjið um hann strax T dag. Færið yður I nyt> 32 á.ra reynslu vora í Vestur-Canada viðvtkjandi út- sæði. Verðlisti vor fæst fyrir ekkert. Stœrsta útsœöishús i Vestur-Canada. A. E. McKENZIE CO., LTD. BRANDON, MOOSE JAW, SASKATOON, EDMONTON, CALGARY. {h>iKh>i>iKKh>iKh«h>i>iKh>i>í>i>i>iKhKKh>i>i>i>i>j>iKHKh>^^ BEZTU TEGUNDIR SENT TIL ÞÍN I DAG KOLA AF ÖLLUM SORTUM Ef þér þarfnist, getum vér sent pöntun yðar sama klukkutím- ann og vér fáum hana. DRUMHELLER — SAUNDERS CREEK — SOURIS — FOOTHILLS — McLEOD RIVER — KOPPERS COKE — POCAHONTAS Kaupið Kolin Ykkar frá Gömlum, Áreiðanlegum Viðskifta- mönnum. — Tuttugu og Fimm Ára Þekking Um ÞaÖ, Hvernig Eigi að Senda Ykkur Hina Réttu Sort af Kolum D.D.W00D & S0NS Tals.: 87 308 ROSS and ARLINGTON STREETS

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.