Lögberg - 26.01.1928, Blaðsíða 1

Lögberg - 26.01.1928, Blaðsíða 1
41. ARGANGUR | WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 26. JANÚAR 1928 NÚMER 4 Helztu heims-fréttir Canada. H<on. G. Howard Ferguson, stjórnarformaður í Ontario hef- ir stefnt fylkisþinginu til funda, fimtudaginn þann 9. febrúar næst- komandi. * * * Látinn er nýlega á sjúkrahúsi i Guelph, Ont., Wade Toole, pró- fessor við iandbúnaðarháskóla Ontariofylkis, sérfræðingur í öllu því, er að búpeningsrækt laut. * * * Sameinuðu bændafélögin í Mani- toba, héldu fyrir skömmu ársþing sitt í Portage la Prairie. Var þingið næsta fjölment og fór að bllu leyti vel fram. Af utanfylk- ismönnum, er mót þetta sóttu, voru þeir J. A. Stoneman, forseti alls- herjar bænda samtakanna í Can- ada, og Hon. E. C. Drury, fyrrum stjórnarformaður í Ontario. * * * Félag eitt i Winnipeg, er Luxin Tenebris Club nefnist, hélt ný- lega fund, ásamt með fulltrúum frá mörgum öðrum félögum, til þess að ræða um kjör blindra manna og kvenna í Manitoba, og þá líklegast í landinu yfirleitt. Var á fundi þessum afgreidd í einu hljóði áskorun til sambands- stjórnarinnar, um að koma á fót með lögum föstu eftirlaunakerfi, þeim til styrktar, er orðið hefðu fyrir því óláni, að missa sjónina. Framsögumaður málsins var Hon. T. A. Crerar, forseti United Grain Growers’ félaganna. * * * Hon. L. C. M. S. Amery, nýlendu- iáðherra Breta, var staddur í Win- nipeg á þriðjud. í vikunni sem leið. Fvlkisstjóri tók á móti honum og svo forsætisráðherra fylkisins og fleiri og var honum vafalaust sýnd öll tilhlýðileg virðing. Hann heimsótti fylkisþingið og ávarp- aði það og sömuleiðis hélt hann ræðu í Canadian Club. Eins og eðlilegt var, talaði hann taðallega um brezka ríkið, þess miklu á- hrif í heiminum og sýndi fram á nauðsyn samheldni þess og góða samvinnu. * * * Á járnbrautinni • milli Leth- bridge og Coutts, í Alberta, tvær mílur fyrir sunnan Milk River, vildi það slys til í vikunni sem leið, að nokkrir fólksflutnings- vagnar fóru út af sporinu og meiddust þar meira og minna 30 manns, en þó enginn mjög hættu- lega. Bilaður járnbrautarteinn er sagt að valdið hafi þessu slysi. * * * Þess hefir áður verið getið hér í blaðinu, að um 80 bændur frá Canada fóru til Evrópu fyrir skömmu til að kynna sér sölu landbúnaðarafurða og fleira, sem að búnaði lýtur. Þeir lentu í 'Plymouth á Englandi hinn 15. þ. m. og voru boðnir velkomnir af 'borgarstjóranum. * * * Á sunnudagsmorguninn andaðist að heimili sonar síns í Winnipeg, Frederick William Stevenson, ná- lega 104 ára að aldri, fæddur á Englandi 29. febrúar 1824. Til Canada kom hann með foreldrum sínum þegar hann var átta ára gamall, en til Manitoba kom hann árið 1883. Stundaði hann búskap um langt skeið að Hillview, Man., en síðustu árin hefir hann átt lieima hjá syni sínum. Heilsa hans var góð alt til hins síðasta og síðastliðinn jóladag sótti hann tvisvar kirkju. Nokkrum dögum áður en hann dó, fékk hann slag og náði sér ekki eftir það. * * * 'Einir 50 drengir frá Bretlandi, stendur til að fluttir verði til Manitoba á þessu ári. Brezka stjórnin og sambandsstjórnin í Canada kosta flutning þeirra hingað, en Manitobastjórnin kost- ar að nokkru leyti veru þeirra hér þangað til þeir fá vinnu. Koma þeir fyrst til Winnipeg og tekur búnaðarskólinn á móti þeim og útvegar þeim öllum vinnu hjá bændum í Manitoba, en meðan á því stendur verða þeir í skólanum og fá einhverja tilsögn í bænda- vinnu. Það er ætlast til, að þeir vinni allir bændavinnu og með því augnamiði eru þeir hingað fluttir. Drengirnir eru á aldrin- um 15—17 ára og eíga þeir að fá $120 kaup fyrsta árið auk fæðis og húsnæðis, eins og vanalega gerist. Þeir bændur, sem vilja fá einhvern af þessum drengjum, verða að semja um það við fylk- isstjórnina og geta þeir skrifað Hon. Albert Prefontaine búnaðar- mála ráðherra því viðvíkjandi. * * * Hinn frægi enski leikari, Sir John Martin Harvey, sem veiúð hefir að ferðast um Canada með loikflokk sínum, veiktist í Tor- onto í síðustu viku og var þar gerður á honum uppskurður. Er sagt að hann hafi hepnast vel, en ekki getur hann haldið áfram að leika fyrst um sinn og heitir sá Gordon McLeod, frá London á Englandi, sem leikur í hans stað. * * * Fylkisstjórnin í Manitoba hefir ákveðið að ætla $600,000 til elli- styrks á næsta fjárhagsári. Elli- styrks lagafrumvarpið, er stjórn- in ætlar að leggja fyrir þingið, mun nú hér um bil fullsamið og verður lagt fyrir þingið bráðlega, eða þegar gengið hefir verið frá áfengissölu lögunum, sem mestan tíma þingsins hefir tekið til þessa. Dr. E. C. Pincock hefir fyrir stjórnarinnar hönd, verið að kynna sér það, hve mörg þau gamalmenni eru, sem ber að fá þenna styrk, og sem nú njóta framfærslu á opinberum stofnun- um. Þeir sem styrksins eiga að njóta, eru yfirleitt það fólk, sem orðið er sjötugt að aldri, og öðlast hefir brezk þegnréttindi, á heima í Manitoba fylki og þarf styrksins við, en hann verður $20 á mánuði. Bandaríkin. Frank L. Smith, sem kosningu hafði hlotið sem Senator frá Illi- nois ríkinu, hefir verið neitað um að taka sæti sitt í efri málstof- unni í salmbandsþinginu, sam- kvæmt tillögu frá Senator Reed frá Missouri. Með tillögu þessari greiddu atkvæði 61, en 23 á móti, og var sæti hans þar með lýst autt. Það sem á móti Smith var haft, var það, að hann hefði eytt of miklu fé til kosninganna, sem var $478,548, og einhver grunur um, að eitthvað af því hefði ein- hvern veginn óbeinlínis verið tek- ið af almanna-fé. * * * Eins og margir hafa vafalaust veitt eftirtekt, hefir enskur mað- ur, Moses Cotsworth að nafni, komið fram með þá tillögu, að breyta tímatalinu þannig, að hafa 13 almanaksmánuði og réttar fjórar vikur í hverjum. Er þá einn dagur afgangs, sem á að vera ein- hvers konar aukadagur, og reynd- ar tveir þegar hlaupár er. Willi- am Hale Thompson, borgarstjóri i Chicago, hefir verið spurður um hans álit á þessu máli og það er nú eitthvað annað, en að honum lítist vel á þetta og segir hann, að þetta sé bara eitt af hinum “djöfullegu vélabrögðum” Eng- lendinga til að leggja Bandaríkin undir George konung. En sjálfur ætlar Thompson, hér eftir eins og hingað til, að gera alt sem í hans valdi stendur, til að varðveita þjóð sína fyrir þessari skelfilegu hættu og vonar hann að þjóðin sjái hættuna og komi í veg fyrir hana áður en það sé orðið um seinan. * * * Harry Thaw, sem flestir munu kannast við, kom til Mexico hér um daginn, og þegar hann hafði verið þar að eins einn dag, skip- uðu stjórnarvöldin honum að hafa sig tafarlaust burtu úr ríkinu; leizt ekki á, að af hans veru mundi nokkuð gott hljótast. Hann fór til Texas. * * * Bandaríkjamenn tala mikið um herfilota sinn um þessar mundir. Sumir, sérstaklega þeir, sem sjálfir eru við flotamálin riðnir á einhvern hátt, halda því fast fram, að þjóðinni ríði á að auka flotann, sem mest og hafa hann í sem allra beztu lagi, en segja, að Bandaríkjaþjóðin sé nú ef til vill nær því heldur en nokkuru sinni fyr, að lenda í stríði við þær þjóðir, sem hún á í mestri sam- kepninni við í iðnaðar og verzl- unarmálum. Aðrir mæla fastlega móti þessari stefnu, og er þar einna fremstur í flokki Senator W. E. Borah. Segir hann, að þessi stefna, að stækka flotann, og alt þetta umtal um nauðsynina til þess, sé hið mesta skaðræði, og sé i raun og veru sama sem tilkynn- ing til annara þjóða, og þá Breta sérstaklega, að þeim sé betra að vera við því búnar, að til ófriðar dragi þá og þegar, og hér sé sama sagan að endurtakast, eins og sú er gerðist fyrir 1914, þegar þjóð- irnar hervæddust hver í kapp við aðra. iSkorar hann fastlega á kjósendur Bandaríkjanna, að hefj- ast handa og koma í veg fyrir þessa skaðlegu stefnu, áður en það sé orðið of seint.' Bretland. Jafnvel þótt ekkert yrði úr því, að Bretar, Bandaríkjamenn og Japansmenn gætu komið sér sam- an um takmörkun herflota sinna, þá virðist sú málaleitun þó hafa leitt til þess, að Bretar, að minsta kosti, dragi eitthvað úr fyrirætl- unum sínum um byggingu nýrra herskipa. Vilja þeir láta öðrum þjóðum skiljast, að þeir geri það eitt í þessa átt, sem þeim sé al- gerlega nauðsynlegt, en það sé alls ekki hugmynd þeirra að hlaupa í kapp við aðrar þjóðir um byggingu nýrra herskipa. * * * Byng baron, sem landstjóri var í Canada 1921 til 1926, hefir Bretakonungur nú hafið til greifa- tignar. * * * Hvaðanœfa. Banatilræði var Leopold krón- prinsi i Belgíu sýnt hinn 17. þ.m. þannig, að tilraun var gerð til að sprengja upp húsið, þar sem hann var. Hurð og gluggar brotnuðu, en prinsinn sakaði ekki. * * * í fyrsta sinni síðan 1914, hafa nú franskir ráðherrar þegið heim- boð hjá þýzka sendiherranum í Paris. Briand utajiríkisráðherra og fleiri franskir ráðherrar, þáðu nýlega veizlu hjá Von Hoesch, sendiherra Þjóðverja í Paris. •*■**•> Leon Trotzky er farinn í útlegð til Síberíu. Hefir hann nú orðið alveg undir í viðskiftum sínum við félaga sína, kommúnista á Rússlandi, en kjark sínum og á- ræði heldur hann enn, að sagt er. Segir hann, að kommúnista kenn- ingunum verði nú haldið á lofti meir en nokkru sinni fyr—um alla Evrópu. Hann var mintur á, að Lloyd Geroge hefði sagt, að það væri líkt fyrir honum og Napo- leon. Trotzky varð það eitt að orði, a75 þetta væri ekki í fyrsta sinn, sem Lloyd George hefði rangt fyrir sér. * * * Sá atburður gerðist eigi alls fvrir löngu í Wilhelmshaven á Þýzkalandi, að sjö börn voru að leika sér á ís rétt við ströndina. Með flóði sprakk ísinn í sundur og hröktust börnin á einum jak- anum drjúgan spöl frá landi. Há- setar á snekkju einni, er skamt var í burtu, heyrðu neyðaróp barnanna, stefndu þangað tafar- líiust og björguðu þeim öllum. * * * Stjórnin í Búlgaríu, hefir á- kveðið, að víkja frá sýslunum, öll- um þeim stjórnarþjónum, er upp- vísir hafa orðið að fylgi við Bol- sheviki hreyfinguna rússnesku. * * * Giovanni Giolitti, fyrrum stjórn- arformaður á Italíu, liggur svo hættulega veikur um þessar mund- ir, að tvísýnt er talið um líf hans. * * * Forseti írska frírikisins, William T. Cosgrave, er á ferð í Banda- ríkjunum um þessar mundir. Kom hann ti.l New York í vikunni sem leið og á sunnudaginn var hann í Chicago og fór þaðan til Wash- ington að heimsækja Coolidge for- forseta, og ætlar að vera þar í íjóra daga. Misjafnlega er Cos- grave forseta tekið af löndum hans í Bandaríkjunum, sem við er að búast, því hann á þar sterka meðhaldsmenn og stjórnmála- flokkur hans og hann á þar sömu- leiðis sterka mótstöðumenn. Sjálf- ur segist Cosgrave vera framúr- skarandi vel ánægður með viðtök- urnar, og segist hann aljdrei að ó- reyndu mundi hafa trúað því, að nokkur þjóð gæti tekið eins al- uðlega móti útlendingi eins og Bandaríkjamenn tækju á móti sér. Hann sagði, að þeir, sem þektu Bandaríkjaþjóðina að eins fyrir á- kafa hennar í að græða fé, þeir Kosinn forseti prestafélagsins í WinnipegJ Séra Björn B. Jónsson, D. D., - prestur Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg, hefir nú verið kos- inn í annað sinn, forseti prestafélags Winipegborgar. Er hér um verðskuldaða sæmd að ræða, sem hlýtur að verða þjóðflokki vorum hið mesta gleðiefni. þektu hana eitthvað alt öðru vísi, heldur en hann hefði kynst henni. — Á laugardaginn var Cosgrave haldin veizila mikil í Chicago, og hélt hann þar ræðu, sem var víð- varpað í allar áttir. Sagði hann þar meðal annars, að í sjö aldir hefði írska þjóðxn þráð fult frelsi og sjálfsforræði og látið sig dreyma um það, en það væri fyrst á vorum dögum, að sá draumur væri að rætast, þótt hann rættist máske með minni dýrðarljóma, heldur en sumir hefðu hugsað sér og óskað. Einhver ský væru að vísu enn á frelsishimninum, yfir nokkrum hluta írlands að minsta kosti, en hann tryði því, að sá skýjabakki væri að eyðast, og bráðum myndi verða heiður himinn. George Thompson var lengi tal- inn latastur allra manna, sem sög- ur fara af. Meðan hann var ung- lingur hætti hann alveg að nenna að fara á fætur og lagðist í rúm- ið og var þar í 30 ár, meðan móð- ir hans gat haft ofan af fyrir honum. En svo kom að því, að hún gat það ekki lengur, og varð hún þá að fara á fátækra heim- ili, og þá George þangað með henni, og þar dó hann nýlega, að Lurgan á írlandi. Andlegt líf á Islandi. i. Árið 1880 var afhjúpaður í Moskva minnisvarði skáldsins Pusjkins. “Félag vina rússneskra bókmenta” stofnaði við þetta tækifæri til Pusjkin hátíðahalda, sem stóðu þrjá daga. Ýmsir af snjöllustu rithöfundum Rússa lýstu skilningi sínum og aðdáun á skáldinu í vönduðum fyrirlestr- um. Síðasta daginn talaði Dos- tojewsky. f djúphugsaðri ræðu, sem er jafn frábær að skarplegri íhugun og heitri hrifningu, lýsti liann landnámi Pusjkins í rúss- neskum bókmentum og vék að lok- um að því víðfeðmi rússnpsks mannvits og hjartalags, sem átt hefði einn sinn glæsilegasta full- trúa þar sem hann var. Ræða þessi vakti óhemju fögn- uð. N. N. Strakhof, einn af beztu vinum Dostojewskys og höfundur að merkri ritgerð um hann, hefir lýst viðtökum áheyrenda. Fram- an af ræðunni var eins og menn héldu niðri í sér andanum, svo hljótt var í salnum. “Menn hlust- uðu, eins og ekkert hefði áður verið um Pusjkin sagt, — þangað til hinn fyrsti stormur ákafs lófa- taks glumdi í salnum. En eftir það var eins og áheyrendur gætu engin bönd á sig lagt og gæfu sig fögnuði sínum algerlega á vald. Þeir höfðu fyrir sér mann, sem var gagntekinn hrifningu, og þessi maður tjáði þeim skilning, sem hlaut að vekja heita gleði. Enginn, sem var ekki viðstaddur, getur gert sér hugmynd um það uppnám, sem í salnum varð, eftir lok ræðunnar. Það var bókstaf- lega gert áhlaup á pallinn, þar 3em ræðumenn sátu. Unglingur einn, sem komst alla leið að Dosto- jewsky, féll í yfirlið. Menn föðm- uðu og kystu Dostojewsky.” Vér íslendingar eigum engra slíkra atburða að minnast, hvorki úr bókmenta- né stjórnmálasögu vorri. Að vísu höfum vér engan Dostojewsky átt. En þó að vér eignuðumst stórskáld, sem væri jafnoki hans og flytti hverja ræð- una á fætur annari, fullar guð- móðs og andagiftar, um fyrirrenn- ara sína í íslenzkum bókmentum, þá er það víst, að >það myndi ekki eiga fyrir honum að liggja að kveikja slíkt bál algleymis-fagn- aðar í brjóstum áheyrenda sinna. íslenzk hrifning hefir aldrei verið voldugt og ofsafengið fyrir- brigði. Vér erum yfirleitt ekki auðsnortnir, ekki örgeðja, eigum lítið af næmu og hlýju ástríðu- ríki. Langur, sólarlítill, næðings- samur vetur í fámenni og deyfð hefir sett mark sitt á skaplyndið. Oss vantar það fjör, þær öfgar i blóðið, sem þær þjóðir eru gædd- ar, sem lifa við löng og heit sum- ur í gróðurríkum, ilmandi lönd- um, við alla þá örvun og magnan, sem fylgir fjölmenni. Islendingum er gjarnt að láta sér fátt um finnast, þeir eru þung- ir í vöfum, tómlátir og seinteknir. Fögnuður þeirra kemst sjaldan á það stig, að geta heitið hrifning. Þeir þola þjóða bezt áfengiskraft fegurðar og andríkis, án þess að þiðni í lund þeirra til muna. Þeir gleðjast með hægð og í hófi. Þar við bætist, að gleði þeirra er orð- fá og lætur lítt á sér bera. Framh. á 5. bls. En 1891 gaf hún út fyrstu bók sína, “Gösta Berlings Saga”. Hún hefir ekki síðar skrifað neitt jafn- gott, og þetta verk mun verða les- ið löngu eftir að allar aðrar bæk- ur hennar eru gleymdar. Það væri ánægjulegra að eiga það í góðri íslenzkri þýðingu, en alt hitt til samans, sem þýtt hefir verið af verkum S. L. á vora tungu. “Gösta Berlings Saga” er safn af munnmælasögum, sem S. L. heyrði sem barn heima í Verma- landi, sem lifðu og þróuðust í í- mvndun hennar árum saman uns hún varð að skrifa þær niður. Höfuðpersónurnar eru tólf “kav- aierar“, þ. e. tólf undarlegar æf- intýrahetjur, sem eru sníkjugestir majorsfrúarinnar á Ekeby, voru “ekki skrælnað bókfell, engir sam- anreyrðir peniíigapungar, heldur fátækir menn, áhyggjulausir menn, kavalerar frá morgni til kvölds”, hjátrúarfullir drykkju- svolar, riddaralegir og viltir í lund. Foringi þeirra var Gösta Berling, prestur sem hefir hrökl- ast úr embætti vegna drykkju- skapar, nngt og glæsilega fallegt skáld, — sem yrkir lítið, en gerir líf sitt að skáldskap, sem allar konur elska, og Selma Lagerlöf sjálf þó mest. Hún segir frá æf- intýrum þessara manna, á böllum og gildum. gleðskap þeirra og störfum, lífsást og ástríðum, van virðu þeirra og heiðurstilfinning — lýsir dásamlega lítilli afskektri veröld, þar sem frjálsir menn og baldnir í eðli lifa eins og fuglar himinsins og láta hverjum degi nægja sína þjáning. Hú segir frá þeim eins og barn og eins og kona, er hrifin og ástfangin og aðra stundina slegin undrun og óhug yfir framferði sögumannanna. — Rómantískur æfintýraljómi er yf- ir þessu auðuga, fagra verki, sem er einstætt í bókmentum heims- ins. Af verkum S. L. þykir “Jeru- salem” tilkomumest, og margar af helgisögum hennar eru perlur (þar á meðal “Peningakista keis- arafrúarinnar”, sem Guðm. Finn- bogason ^ þýddi í Skírni fyrir nokkrum árum). 1907 var S. L. kjörin heiðurs- doktor af Uppsalaháskóla og 1909 fékk hún Nóbelsverðlaunin. Stephan G. Stephansson i. Nú er ljóðskáldið ljúfa genginn “langförull” heim, — eftir hálfs aldar hljómleik, í heimsálfum tteim . Greypti stórskálda stuðla i standbjörg síns lands! —Skildu ei grepparnir goðmál sins göfgasta manns? Um sumar, vetur og vor, í öllum veðrum, — og haust, frá “Alberta” um þrjátíu ár barst hans ódauðleg raust, yfir innland og úthöf, og önnur lönd flest, heim á á ættjörð, til íslnads, sem hann elskaði mest. II. Hann var ljóðvandur, listramn, kvað því lífskraft í alt sofandi, veikburða, vitgrant, eða visið og kalt. Leiða sannleik til sigurs, gjöra svartnættið bjart, það var starf hans og stefna, og Stephans helgasta skart. Eins og vordögg, sem vekur sérhvert vallarins blóm, fyltust sæluró sálir við söng hans og hljóm. Stigu lögin hans ljóðdans hjá lækjum og foss, kystu fífil og fjólu beitum föðurlands koss. Fyrir blómrækt í Brag-reit þjóðin blessar hann öll, og við boga-streng brostinn hnýpir bygð hans og fjðll. Þakklát söngelskum syni, syrgir Fjallkonan hann, deyja Andvökur aldrei, meðan íslenzku’ hún kann. III. Hvíldu, ljóðsvanur Ijúfi, eftir landnemans strit. Geymist, í annálum aldar, þitt atgjörvi’ og vit. Syngdu íslenzku’ um eilífð, yfir aldanna hyl. Láttu, í guðmóði, glymja þitt gullhörpu spil. Stórskáld vorra tíma. Selma Lagerlöf. Eftir Selmu Lagerlöf hefir meira verið þýtt á íslenzku en nokkurt annað norrænt skáld, að Björnson einum frátekum. Ann- að höfuverk hennar, “Jerusalem hefir verið þýtt (af Björgu Þ. Blöndal),. Herragarðssagan (af Guðm. Kamban), og Mýrarkots- stelpan (af Birni Jónssyni — báð- ar birtust í fsafold og voru síð- an sérprentaðar), Helreiðin (þýdd at' séra Kjartani Helgasyni), auk ymsra smærri sagna, í tímaritum og víðar. Fyrir fáum dögum komu út tvær jólasögur eftir hana, þýddar af Magnúsi Ásgeirssyni. Hún er því alkunn hér á landi og ekki ástæða til að fjölyrða um verk hennar að þessu sinni. Selma Lagerlöf (f. 1858) var kenslukona fram undir fertugt. Sigrid Undset. Á síðustu árum hefir önnur norræn kona getið sér mikla skáldfrægð og mun óhætt að telja, að hún hafi lagt til tvö mestu verk no|rænna 'bókmenta á síðasta áratug. Sigrid Undset (f. 1882) er dótt- ir eins frægasta fornfræðings og málvísindamanns Norðmanna, hr. Ingvald Undset, og hefir erft á- huga hans á norrænu máli og sögu. Hún tók að skrifa eftir 25 ára aldur, sögur úr daglega lífinu í ósló. Þær bækur, sem hún samdi frama til 1920, vöktu at- hygli og hlutu lof, en skipuðu henni þó ekki í röð fremstu skáld- sagnahöfunda. Hún lýsti lífinu, eins og það kom henni fyrir sjón- ir, án þess að fegra neitt eða hika við að lýsa skuggahliðum þess. Hún skrifar um ungar, fátækar stúlkur, sem vinna fyrir sér á skrifstofum, þrár þeirra, hæfi- 'leika þeirra til að elska, tiltrú þeirra til lífsins, vonbrigði þeirra, kraft þeirra til þess að taka veru leikanum, sorginni. Frægust af þessum bókum varð “Jenny”, blygðunarlaus og hrífandi sönn lýsing á ástarlífi tveggja ólíkra kvenna. önnur er æsandi og töfrandi — en ást hennar grunn stæð og hverful, þolir ekki reynslu hjónabandsins, að eins æfintýrið Hin — Jenny — er ekki töfrandi og eggjandi, ástarhæfileiki henn- ar er fólginn djúpt í sál hennar os þegar hann vaknar, beinist hann með öllum styrk sínum að einum manni, sem verður henni alt lífið. Þegar hann bregst henni, styttir hún sér aldur. 1920—22 gaf S. U. út skáld- söguna “Kristin Lavransdatter” í þrem bindum, 1925 “Olav Auduns- sön i Hestviken” í tveim bindum, 1927 “Olav Audunssön og hans börn” í tveim bindum. Þessar sögur gerast í Noregi á 13. og 14. öld, persónurnar standa ljóslif- andi, skýrar og svipríkar mitt í menningu miðaldanna, kaþólsku kirkjunnar, trúarinnar á himna- ííki og helvíti og óttans við synd og glötun. Kristin Lavransdatter er ung, blóðrík, ástheit kona, gift ólm- huga og glæsilegum höfðingja. Þau unnast af viltum og óstýri- Þórður Kr. Kristjánsson. Ocean Falls, B. C. látum hvötum. Sögu ástar þeirra er lýst með sterkum og hrífandi litum, bæði fyrir og eftir gift- ingu þeirra, í munuð og fögnuði, kvölum og sárum. Það er eins og skáldið hafi stefnt ástinni fyrir dóm sinn og krafið hana sagna um hvað hún gefi mönnunum, af fag- urri og heitri nautn, af vonbrigð- um og andstygð, af lífsfylling og krafti til þess að rísa undir þung- um örlögum. Fær ástin svalað þeirri þrá í mannsbrjóstinu, að finna tilgang í lífinu? Þessi spurning er höfuðviðfangsefni í mörgum verkum S. U. Kristín Lavransdatter er í sögulok göm- ul ekkja, kulnuð og hrjáð gömul kona og hún leitar sál sinni svöl- unar í trúnni á guð. 1 sögulok kemur svartidauði til Noregs. F'ólk er gripið kvíða og skelfingu, sumir verða að grimmum dýrum, aðrir kasta sér út í taumlausan ólifnað, óhugur og trúleysi magn ast. Þá ákveður Kristin að sýna fólkinu hvers guðs rödd í manns brjóstinu er megnug — hún tekur lík konu, sem dáið hefir í pest- inni og enginn vill snerta við, og ber það á bakinu í vígða jörð. Það er hennar síðasta ganga. Hún deyr í þeirri vissu, að hún hafi verið guðs barn, að hreinn og ástríkur sálarstyrkur hafi varðveizt í henni gegn um allar rautnir og syndir. Og þessi trú á sitt eigið manneðli safði snemma vaknað hjá henni óljóst: “Ef ekki er hægt að bæta fyrir það, som maður syndgar í girnd eða reiði, þá hlýtur að verða tómt í himna- ríki.” “Olav Audunssön í Hestviken” er líka ástarsaga, samin af sðmu snild og Kristín Lavransdatter og sómu djúpu lifaþekking og alvöru. Efnið í framhaldi sögunnar, sem út kom í vetur, er oss ekki kunn- ugt. Stílnum á þessum sögulegu skáldverkum, svipar til hins sterka og kjarnmikla firásagnarstíls ís- lendingasagna. Þó er hann fyllri og litríkari, >— persóulegur stíll hlýrrar og auðugrar nútíðarsálar, skapaður undir áhrifum af hrein- leik og tiginni ró sögustílsins, en vermdur af stóru og göfugu kven- hjarta. $. U. er vel að sér í íslenzkum fornbókmentum og hefir þýtt nokkrar af sögunum á norsku. — Vörður.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.