Lögberg - 26.01.1928, Blaðsíða 6

Lögberg - 26.01.1928, Blaðsíða 6
Bls. ft. LöGBERG, FIMTUDAGINN 26. JANÚAR 1928 Ljónið og Músin. Eftir Charles Klein. (Saga sú. sem hér birtist í íslenzkri þýðingu, kom fyrst út árið 1906 í New York). Hann einsetti sér að ræna hann mannorði sínu; fá almenning til að trúa því, að það væri svo langt frá að hann væri heiðarlegur maður, að hann einmitt væri hinn mesti bragðarefur og fjárdráttarmaður, sem nokkurn tíma hefði í dómarasæti setið. Heiðarleg aðferð eða ó- lieiðarleg, um það var ekkert að segja. Frá hans sjónarmiði var þetta fyllilega asfakan- legt. Hann hugsaði sem svo: “Þessi maður er mér til óhagnaðar og tjóns, og því verð eg að koma honum úr veginum hvað sem það kost- ar. ” Þó hann til þess þyrfti að eyðileggja mannorð, strangheiðarlegs manns, þá bar að- eins að líta á það eins og hverja aðra nauðsyn- lega sjálfsvörn. Hann liafði því gengið að þessu með yfirlögðu ráði og ráðið hafði hepn- ast jafnvel enn betur, en hann hafði gert sér vonir um. Það var eins með Rossmore dómara, eins og svo marga aðra embættismenn ríkisins, sem skipa vandasamar og ábyrgðarmiklar stöður, að hann var enginn efnamaður og launin voru naumast stöðunni samboðin. Að vísu voru þau tólf þúsund dalir á ári, en fyrir mann í hans stöðu voru tekjurnar lítið meiri heldur en hann nauðsynlega þurfti. Heimili hans var í New York borg, og þótt hann ekki bærist mikið á, þá lifði hann góðu lífi og bjó í stóru og fal- legu húsi, með konu sinni og dóttur þeirra, Shirley, sem hann hafði veitt ágæta mentun og sem þegar hafði sýnt heilmikla rithöfunds hæfi- leika. Mentun dóttur hans hafði kostað mikið íé, og það varð ekki gert af litlu að búa í New York ,eins og siður var heldra fólksins þar og tekjur hans höfðu að mestu leyti gengið í þetta. Samt hafði hann lagt dálítið fyrir og þegar hann gat lagt fyrir einn fimta hluta af árstekj- um sínum, þá fanst honum að vel gengi. Það var langt frá að honum þætti nokkuð fyrir því, þó hann væri enginn efnamaður. Því fylgdi að minsta kosti sá kostur, að það þurfti engar til- gátur um það hvar hann hefði fengið það litla sem hann átti. Ryder var vel kunnugt um efnahag Ross- more dómara. Þeir höfðu oft sézt, en þó Ryder hefði reynt að koma sér í kunningsskap við hann, þá hafði það þó haft lítinn árangur. Jefferson, sonur Ryders hafði kynst Miss Shir- ley Rossmore og fundist mikið til um hana, en faðir hans hafði gert það sem hann gat til að koma í veg fyrir að þar tækist nokkur frekari kunningsskapur. Sjálfur hélt hann áfram að reyna að komast í meiri kunningsskap við Ross- more og einu sinni benti hann honum á hvernig hann gæti ávaxtað peninga sína betur en láta þá liggja á bankanum með litlum rentum. Dóm- arinn játaði þá fyrir honum að hann hefði lagt fyrir nokkur þúsund og að hann vildi gjarnan leggja 'þá peninga í eitthvert arðsamt og gott fyrirtæki. Hér sá Ryder sér leik á borði og það var ekki hætt við að hann léti tækifærið ónotað. Hann fann fljótt að í þessum efnum hafi dóm- arinn litla þekkingu og hann lagði sig fram um að skýra fyrir honum hvernig hann gæti ávaxt- að peninga sína, án þess að leggja út í nokkra minstu hættu og hann gerði það svo alúðlega og góðlátlega að Rossmore fann ekki annað en að Ryder vildi sér alt hið bezta, og honum þótti þá í svipinn, mjög fyrir því, að atvikin hefðu hagað því þannig, að þeir hefðu lengi verið andstæðingar í opinberum málum. Ryder réði honum fastlega til að kaupa hutabréf í félagi, sem kallað var “Alaskan Mining Co.M Nýtt fvrirtæki, sem áreiðanlega ætti sér mikla fram- tíð. Ryder sagðist hafa góða og gilda ástæðu til að ætla að þessi hlutabréf mundu hækka í verði áður en langt liði, en rétt sem stæði væru þau ódýr. Rossmore dómari keypti all-marga hluti í félaginu, en nokkrum dögum seinna fékk hann eingarskírteini fyrir helmingi fleiri hlutum, heldur en hann hafði borgað fyrir og þótti hon- um það kynlegt. Jafnframt fékk hann bréf frá skrifara félagsins, þar sem þetta var skýrt að nokkru en ekki svo ljóst, að honum væri fylli- Jega ljóst hvernig á þessu stæði. Þessir auka- hlutir áttu ekki að vera til sölu fyrst um sinn, en voru nokkurs konar hlunnindi, sem hann ætti að njóta eins og þeir, sem stofnað höfðu fé- lagið og lögðu fyrstir fram peninga til þess. Þetta bréf var fult af allskonar orðatiltækjum, sem hann skildi ekki til hálfs, en honum fanst að félagið væri að gera sér einstaklega vel til. Ef hann hefði verið dálítið betur að sér í við- skiftafræðinni, þá hefði hann kannske hugsað á annan veg. Hann hefði þá skilið að nú hafði hann í sínum vörzlum $50,000 virði af hluta- bréfum, sem hann hafði ekkert borgað fyrir, en farið með eins og sína eign. En hann hugsaði lítið um þetta og gleymdi því fljótlega alveg. En Rossmore dómari var Ryder einlæglega þakklátur fyrir þær góðu og óeigingjörnu leið- beiningar, sem hann hafði látið honum í té og alt það ómak, sem hann hafði haft fyrir sér í þessu sambandi og skrifaði hann Rvder tvö bréf út af þessu. í fyrra bréfinu þakkaði hann honum kærlega fvrir þann greiða, sem hann hafði gert sér og í því síðara spurði hann hvert þetta félag væri nú áreiðanlega fullkomlega traust, því í það hefði hann nú lagt aleigu sína. 1 síðara bréfinu bætti hann því við, að hann hefði fengið hlutabréf, sem hljóðuðu upp á helmingi meiri peninga heldur en hann hefði látið af hendi, en þar sem hann væri allra mesta barn í fjármálum, þá hefði hann ekki skilið livernig því væri varið. En skrifari félagsins hefði skrifað sér og sagt sér að við þetta væri ekkert að athuga og efaði hann ekki að það væri alt rétt. Þessi bréf geymdi Ryder vandlega. Eftir þetta tók félagið ýmsum breytingum. Nýir menn komu inn og náðu þar yfirráðum. Það skifti um nafn og hét nú ekki lengur “Alaskan Mining Company,” heldur “Great Northwestern Mining Company. ” Svo kom það fyrir að það lenti í málaferlum og var mál- inu skotið til hæstaréttar, þar sem Rossmore dómari átti sæti, og var málið þannig vaxið að þar var um stórkostlega fjárupphæð að ræða, og reið því félaginu á mjög miklu að vinna mál- ið. Rossmore dómari hafði að mestu leyti gleymt félaginu sem hann var hluthafi í. Hann mundi að vísu að það var eitthvert námafélag í Alaska. Hitt kom honum ekki til hugar, að þetta væri nú einmitt sama félagið eins og það sem hann hafði lagt í aleigu sína. Nafnið var alt annað og honum datt ekki í hug annað en hér væri um alveg óskylt félag að ræða. Hann rannsakaði málið vel og samvizkusamlega og eftir því, sem hann áleit rétt vera, kvað hann upp úrskurð, sem var alveg félaginu í vil. Hér var um stórmál og vandamál að ræða, og það var töluvert um þetta talað um tíma. En þar sem þetta var nú úrskurður lærðasta og mest virta dómarans í öllum Bandaríkjunum, þá ef- aði enginn að dómarinn væri réttur. En það leið ekki á löngu þangað til miður góðgjamar greinar fóru að birtast í blöðunum út af máli þessu. Eitt blaðið spurði blátt á- fram hvort það væri satt að Rossmore væri hluthafi í “Great Northwestern Mining Com- pany,“ og gaf í skyn að ef svo væri, þá væri það ekkert ‘undarlegt hvernig dómurinn hefði fallið. Blaðamenn fóru á fund dómarans og spurðu hann hvað hæft væri í þessu, hvort hann væri hluthafi í félaginu eða ekki og neitaði hann því ákveðið. Blaðið, sem fyrst hreyfði þessu máli svaraði neitun dómarans þannig, að hér væri ekki rétt með farið, því bækur félags- ins sýndu, að á þeim tíma að félagið var nefnt “Alaska Mining Company,” þá hefði Rossmore dómari lagt fé í það, og það sæist ekki að hann hefði selt sína hluti. Þegar Rossmore las þetta, datt alveg ofan yfir hann og honum félst ákaf- lega mikið um. Blöðin hefðu ekki farið með ósannindi. Það var hann, sem hefði gert það. En það vissi hamingjan að hann hafði gert það óafvitandi. Shirley dóttir hans, sem var hans besti vin- ur, og gleði lífs hans, var þá í Evrópu. Hún hafði farið þangað eftir að hafa unnið mánuð- um saman við að semja og gefa út skáldsögu, sem þá var nýprentuð. Kona hans hafði enga þekkingu á fjármálum og var auk þess óhraust og ístöðulítil og var hún honum í þessum efn- um enginn styrkur. En sínum margreynda trygðavin, Stott fyrrum dómara, sagði Ross- more frá þeim vandræðum, sem hann væri nú kominn í. Stott hristi höfuðið gremjulega og sagði: “Þetta er samsæri! Og það er John B. Ryder, sem er potturinn og pannan að því. ’ ’ Rossmore trúði því ekki að nokkur maður gæti fengið sig til þess að reynast öðrum manni svona ódrengilega. En þegar blöðin héldu á- fram að flytja sögur um þetta, þá gat hann ekki komist hjá að trúa því, að Stott hefði rétt fyrir sér og hann sá að hér var verið að vinna hon- um sjálfum feykilegt tjón. Eitt blaðið sagði hreint og beint, að bækur félagsins sýndu að Rossmore dómari ætti $50,000 meira virði af hlutum í félaginu, heldur en hann hefði nokk- urntíma borgað fyrir, og spurði svo hvort þetta mundi vera þóknun fyrir dóminn, sem hann hefði dæmt félaginu í hag. Jafnvel þótt Ross- more væri mesta barn í fjármálum ,þá sá hann nú fyllilega þá ógnar hættu, sem hann var kom- inn í. “Guð minngóður hjálpi mér!” hrópaði hann og grúfði sig svo ofan í hendur sínar, við skrifborðið sitt. í heilan dag lokaði hann sig inni á skrifstofu sinni og talaði við engan mann. John Ryder sat hljóður og afskiftalaus í forseta stólnum og rifjaði upp í huga sínum alt, sem gerst hafði í þessu máli og sem nú hef- ir verið skýrt frá. Hann hafði unnið sitt verk og hann hafði gert það vel, og í dag kom hann á þeiman fund til að segja félögum sínum hvernig komið væri. Ræðumaðurinn, sem Ryder hafði ekki sýnst blusta á, og naumast sýna tilhlýðilega kurteisi, var þagnaður og það var alveg hljótt í herberg- inu, nema hvað vindurinn og regnið gerðu nokkurn hávaða þegar ofviðrið lamdi glugga- rúðurnar. Allir horfðu á forsetann. Hvað skyldi hann nú taka til bragðs til að afstýra vandræðunum? Fundarmenn skoruðu á for- seta, hver af öðrum að taka til máls. Senator Roberts hvíslaði einhverju í eyra hans. John Ryder sló nokkur högg í borðið með forseta hamrinum og stóð svo á fætur til að á- varpa félaga sína. Það varð svo hljótt, að það var eins og allir héldu niðri í sér andanum og það hefði mátt heyra ef títuprjónn hefði dottið á gólfið. Allra augu hvíldu á forsetanum. Það var eins og loftið þarna inni væri þrungið af rafmagni og að ekki þyrfti nema lítinn neista til þess að þar stæði alt í ljósum loga. John Ryder var reglulegur snillingur í því að dylja hugsanir sínar og tala öðruvísi en hann hugsaði, og hann var vel máli farinn. Hann talaði liðlega og örugglega og glaðlega. Þeir hefðu allir, sagði hann, hlustað með mikilli athygli á það, sem þeir hefðu sagt, sem talað hefðu á undan sér. Það leyndi sér ekki að hér væri mikil hætta á ferðum, en þeir hefðu nú stundum fyr komist í hann krappann og þó ekki orðið mikið að sök, og það væri miklu lík- legra að þeir félagar mundu heldur ekki stranda á þessu skeri. Það væri áreiðanlegt að almenningur væri félaginu óvinveittur, eins og öllum öðrum gróðafélögum og eitt ráðið til að vinna félaginu tjón væru þessar málshöfð- anir gegn því. Þessi ofsókn gegn félaginu hlyti að verða því til mikils skaða og draga til- finnanlega út ágóða hluthafanna og það því frekar, se mekki yrði hjá því komist, að eyða miklum peningum í Washington. Allir litu á Senator Roberts, en hann virtist okki veita því neina eftirtekt, en var í óða önn að leita að einhverju í stórum skjalabúnka, sem lá fyrir framan hann á borðinu. Ryder hélt á- íram að tala. Hann sagði að sín reynsla væri sú, að svona uppþot kæmu altaf fyrir annað veifið, en þau entust sjaldan lengi. óvönduð blöð og tímarit gerðu þessar árásir á félagið, í þeim tilgangi, vafalaust, að hafa eitthvað upp úr því. Lík- legast yrðu þeir félagar að fara ofan í vasa sinn og þægjast þessum blöðum eitthvað dálítið, og mundu þau þá ekki hafa mikið ilt að segja um félagið eftir það, heldur hið gagnstæða. Hvað viðvíki þessu sérstaka máli, sem hér væri um að ræða, þessu Auburndale máli, þá hefði verið hægt að koma í veg fyrir að illa hefði farið. Félagið hefði beitt áhrifum sínum, en það hefði komið komið að engu haldi. Það sem gera þyrfti væri því að koma í veg fyrir, að slíkt kæmi fyrir aftur, og eini vegurinn til þess væri að koma þeim manni úr veginum, sem að þessu væri valdur. Fundarmenn veittu því, sem Ryder var að segja engu minni athygli heldur en leikhúss- gestir veita því, sem fram fer, þegar leikurinn er að komast á hæsta stig. Allir gerðu þeir sér nú einhverjar vonir um að eftir alt og alt hefði Ryder nú fundið einhver ráð til að komast út úr vandræðunum, og það leyndi sér ekki að þeim var meira í mun að heyra hver væru þau ráð, sem hann nú sæi, en þeir hefðu sjálfir ekki getað séð. Stjórnarnefnd félagsins ,hélt Ryder áfram í ísköldum róm, hefði líklega heyrt og líka séð í blöðunum, hvað sagt væri um Rossmore dóm- ara og samband hans við Gireat Northwestern félagið og afskifti hans af málum félagsins. Ef til vill hefðu þeir ekki trúað því, sem sagt væri. Það væri naumast von að þeir hefðu gert það. Hann hefði ekki trúað því sjálfur, en hann hefði kynt sér málið nákvæmlega og sér þætti fyrir að þurfa að segja, að þessi ákæra á Rossmore dómara væri á rökum bygð, enda neitaði hann henni nú ekki lengur. Fundarmenn létu ánægju sína í ljósi, mjög ótvíræðlega. Þetta var þá alt satt, sem þeir hefðu ekki þorað að trúa! Þvílíkt lán fyrir þá félaga. Það væri ekki einu sinni það, að Rossmore dómari væri hluthafi í félagi þessu, sem hann hefði látið vinna mjög þýðingarmikið mál, heldur hefði hann líka tekið við stórgjöf frá félaginu, fimmtíu þúsund dala virði af hluta- bréfum, sem hann hefði ekkert borgað fyrir, nema ef vera skyldi, eins og sumir segðu, að hann hefði beytt valdi sínu, sem dómari í hæsta rétti, félaginu í hag. Þetta væru ljótar aðfarir og óafsakanlegar, enda reyndi Rossmore dóm- ari ekki að afsaka þær opinberlega. En það sem hann hefði aðallega að tilkynna félögum sínum á þessum fundi, væri það, að neðri máJ- stofa Sambandsþingsins tæki nú að sér að rann- saka þetta mál. Fögnuðurinn hjá þessum mönnum, sem svo gjaman viidu auðga sjálfa sig á óverðskuld- uðum óförum annara, varð svo mikill að þeir réðu sjálfir ekki við hann. Hann braust út í háværum “húrra” ópum og þeir klöppuðu saman höndunum af miklum ákafa. Einn þeirra stóð á fætur og heimtaði að fundurinn greiddi John Ryder þakklætisatkvæði. Ryder neitaði því mjög ákveðið, hann ætti ekkert þakklæti skilið, enda væri öðru nær, en að hér væri um nokkurt gleðiefni að ræða. Það væri þvert á móti mikið hrygðarefni, að sjá þennan æruverða dómara nú alt í einu glata trausti sínu og virðingu, vegna þess að fjár- græðgin hafi í eitt skifti leitt hann í gönur. Þeim bæri miklu fremur að finna til með dóm- aranum og sérstaklega með fjölskyldu hans, sem vafalaust væri saklaus af þessu máli. 1 þetta sinn hefði hann lítið meira að segja. Þessi rannsókn færi fram nú þegar, og það væru allar líkur til að skorað yrði á efri mál- stofuna að hlutast til um að Rossmore dómara yrði vikið úr embætti. Það væri naumast nauð- synlegt að taka það fram, að ef þetta færi eins og út liti fyrir, þá yrði dómurinn í Auburndale málinu ónýttur og málið tekið fyrir að nýju. Ryder settist niður og fundarmenn svo að segja flugust á til að komast að honum og geta tekið í hendina á honum og þakkað honum fyrir það hve vel hann hefði gert nú eins og áður. Ryder gaf alls ekki í skyn að hann ætti nokk- urn hlut í því, hvernig komið var. Hann hafði miklu fremur talað í þá átt, að sér þætti slæmt hvernig farið hefði fyrir þessum mótstöðu- manni sínum. En þessir ráðsmenn vissu full- vel, að það voru hin djúpsettu ráð Ryders, sem þeir áttu það að þakka, að nú horfðist svo væn- lega á með þetta sameiginlega áhyggjuefni þeirra allra. Fundinum var slitið og fundarmenn fóru í óttina þangað sem lyftivélin var. Úíti var hellirigning og svo dimt uppi yfir, að það var eins og væri hálf rökkvað, nema hvað elding- arnar lýstu upp borgina við og við. Ryder og senator Roberts urðu samferða niður í lyftivélinni og út, og þegar þangað kom spurði Roberts í hálfum hlióðum: “Haldið þér að þeir trúi því virkilega að Rossmore hafi verið hlutdrægur í þessum dómi?” Ryder horfði út á strætið þar sem vagn hans beið eftir honum, en sem sást varla vegna þess hvað dimt var og svaraði kæruleysislega: “Ekki þeir; þeim er alveg sama. Alt sem þeir þurfa að trúa er það, að hann sé kærður fyrir embættisafbrot. Maðurinn er hættuleg- ur og það mátti til að boma honum úr veginum. Það gerir minst hvernig að því er farið. Hann er óvinur okkar—óvinur minn, og eg gef ekki túskilding fyrir óvini mína.” Hann sagði þetta óendanlega harðneskju- lega og nú voru augu hans dimm eins og nóttin og rétt þegar hann var að sleppa orðinu, reið ein þruman hjá og braut flaggstöng, sem þar var og féll hún niður rétt við fætur þeirra. “Er þetta góðs viti eða ills?” sagði Roberts og reyndi að hlæja, þó honum væri ekki hlátur í hug, því hann var ákafilega hræddur við þrumu veður, þó hann reyndi að láta ekki á því bera og kannaðist ekki við það. “Það er ills viti fyrir Rossmore,” sagði Ryder kuldalega um leið og hann steig upp í vagninn og lokaSi vagnhurðinni, og þessir tveir menn keyrðu hratt í áttina til Fifth Avenue. III. KAPITULI. Ef maður vildi velja sér einhvern einn stað í þessum heimi, og sitja þar og horfa á mann- lífið í sem allra flestum myndum, þá mundi naumast annar staður hentugri heldur en að setjast framan við veitingarhúsið Café de la Paix í París. Lítil borð með marmaraplötum og tágarstólar eru þar fleiri en tölu verði á kom- ið. Þarna getur maður setið tímunum saman, án þess að það kosti svo sem neitt og maður er naumast ónáðaður af þjónunum, sem þar er þó nóg af og þykir yfirleitt vænt um að þeim sé réttur skildingur. Ef sá, sem þarna kemur er nokkuð gefinn fyrir það, að kynna sér mann- eðlið, þá er þarna ágætt tækifæri til þess, með því að virða fyrir sér þann ógna fjölda fólks, sem þarna á leið um. Fólkstraumurinn virðist aldrei taka enda og stundum verður þröngin svo mikil að fólkið rekur sig á borðin eða stól- ana og veltir þeim um. Sumir fara til hægri, aðrir til vinstri og það er eins og enginn sé að flýta sér, eða eigl eiginleg*a nokkurt erindi, annað en að sýna sig og sjá aðra, og njóta lífs- ins. París, drotning stórborganna! Glöð og kát og skínandi fögur, leikvöllur þjóðanna og hið fyrirheitna land þess, sem sækist eftir skemt- unum; hin fagra borg! París, þar sem söng- dísin býr, dálítið léttúðarfull, ávalt ginnandi, kjassandi, laðandi. Þar hafa ótal pólitísk leyniráð verdð brugguð og miljónir glæpa framdir. Blóð sjálfra íbúanna hefir runnið í stríðum straumum og atað borgarstrætin og hin afar fögru minnismerki borgarinnar. Inn- an takmarka hennar hefir hinn ósvífni, þýski sigurvegari átt náttból. En þessa sjást nú engin merki og Parísarbúár eru kátir og fjör- ugir og þeir gleðja sig við fegurðina og njóta lífsins eins og best þeir kunna. Alla Bandaríkjamenn langar til að koma til Parísar en flestir þeirra verða að sætta sig við þá von, að þeir fái að koma þar við, þegar þeir fara af þessari jörðu til betri heimkynna. Margir þeirra geta þó látið það eftir sér, að ferðast til Parísar og dvelja þar um tíma, með- an þeir enn eru góðir oig gildir Bandaríkja- borgarar. Flestum Bandaríkjamönnum fellur París vel í geð, sumum jafnvel svo vel, að þeir setjast þar að fyrir fult og alt. Samt má taka það fram, að þegar þeir eru að dást að París, þá eiga þeir ekki við Frakkana yfirleitt. Reynd- ar þykir oss ekki mikið til neinna útlendinga koma, sem kemur til af því að vér þekkjum þá ekki, en það er ekki nema kaups kaup, því þeir gjalda oss í sömu mynt. Útlendingurinn dáist að vísu að Ameríkumanninum fyrir dugnað hans og hagsýni í verklegum efnum og því hve hygginn hann sé í allri kaupsýslu. En hann ber litla virðingu fyrir list vorri og vísindaþeldt- ingu. En er það ekki í raun og veru gott, að hver þjóð um sig heldur að hún sé nágrannaþjóðum sínum fremri ? Ef svo væri ekki mundu þær verða öfundsjúkar og afbrýðisamar og skæla eins og krakkinn, sem alt er látið eftir, skælir af því að hann getur ekki fengið tunglið til að leika sér að. En það er minni hætta á þessu, þegar hver þjóð heldur að náigrannaþjóðin sé lakari heldur en hún sjálf og þetta marg um- talaða bræðralag milli allra þjóða, er ekki mik- ið anað en orðin tóm. Englendingurinn, sem aldrei efast um að hann sé töluvert nær því heldur en aðrir, að vera skapaður í guðs mynd, gerir heldur lítið úr Frakkanum, en Frakkinn hlær aftur að Þjóðverjanum og Þjóðverjanum þykir lítið til Italans koma. Bandaríkjamað- urinn efast alls ekki um sína eigin yfirburði, fram yfir allar aðrar þjóðir, þó hann fari held- ur hægt með það og í hjarta sínu lítur hann neð meðaumkun á þær allar. Bandaríkjamaðurinn, sem hugsar fyrst og fremst um að græða peninga og er altaf önnum kafinn, hefir það sérstaklega út á Frakkann að setja, að hann láti of mikið eftir sér, njóti lífs- ins um of, og það sem er naumast heiðaregt frá sjónarmiði Bandaríkjamannsins, að honum hætti jafnvel við að leika sér á þeim tímum sem hann á að vera áð vinna. Frakkinn svarar því aftur, að þrátt fyrir það, að hans vestræni bróð- ir sé öðrum mönnum hyggnari í því að græða fé, þá eigi hann enn mikið eftir að læra, hvað snert- ir listina að lifa. Þótt hann hafi vel lært að græða peninga, þá sé langt frá að sálarlíf hans sé eins ánægjulegt eins og það ætti að vera og •gæti verið. Hann haldi sjálfur að hann sé að njóta lífsins, en viti í raun og vex*u ekki hvað lífið er. Frakkinn viðurkennir að ekki sé rétt að kasta þungum steini á Bandaríkjamanninli

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.