Lögberg - 26.01.1928, Blaðsíða 4

Lögberg - 26.01.1928, Blaðsíða 4
Bls. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. JANÚAR 1928 Jogbetg Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Press Ltd., Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. Talahnan N-6327 ofi N-632S Einar P. Jónsson, Editor Uianáskríh til blaðsins: THE tOLUMBI^ PHE8S, Ltd., Box 317t, THwilpog, M»H- UtanAskrift ritstjórans: EDITOt LOCBERC, Box 317S Wlnnlpog, Han. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram Tho “Lðgharg” 1« prlntsd and publlahed by Ths Columblt. Preaa, LLmlted, ln the Columbta Buildlng, 896 Oartrent AVe., Winnlpeg, Manitoba. Innflutningsmál og framleiðsla. Núna fyrir skemstu, birtist í blaðinu Mon- treal Gazette, greinarkorn eftir Mr. J. A. Hunter, er starfað hefir að heilbrigðismálum í Tuelon-héraðinu í Manitoba síðastliðin tuttugu og fimm ár, einkum og sérílagi meðal fólks af öðrum uppruna en brezkum. Virðist oss efni greinarinnar slíkt, að vel ætti erindi fyrir al- menningssjónir. Er Mr. Hunter manna kunn- ugastur innflutningsmálum og nýbygg.jalífi, og álit hans þarafleiðándi veigameira en hinna, er láta sér nægja pappírsþekkingu eina. 1 upphafi greinar sinnar, víkur Mr. Hunter nokkrum orðum að innflutningí fólks frá Mið- Evrópulöndunum og bendir á það um leið, hve mikinn og giftusamlegan þátt það hafi í því átt að leggja járnbrautir og bvggja upp lanclið. Kveðst hann þess fullvís, að í hópi slíkra inn- flytjenda sé að finna marga menn og margar konur, er fyllilega atandi jafnfætis heztu inn- flytendum frá öðrum þjóðum. Einhverjir kunna vafalaust að verða á annari skoðun, en réttmæt og .sönn mun íran vera engu að síður. Eins og nú standa sakir, mun almenningur nokkurn veginn sammála um það, að aukinn fólksflutningur inn í landið, sé blátt áfram lífs- skilyrði fyrir vöxt þjóðarinnar og viðgang í framtíðinni, þótt eitthvað kunni að bera á milli, hvað hinum mismunandi aðferðum viðkemur. Er gott og gleðilegt til þess að vita, að full- komin þjóðareining hefir nú að lokum náðst, um þetta mál málanna, innflutningsmálið. — Aðeins þröngsýnir menn, amast við auknum fólksflutningi hingað til lands frá brezku eyj- unum. Hefir þaðan jafnan komið margt ágætra manna, er lagt hafa fram til þess sinn góða skerf, að rækta og byggja upp landið. Hinn verður þó ekki á móti mælt, að lélegir innflytj- endur frá Bretlandi sé engu hetri, en samskon- ar lýður annarstaðar frá. Mr. Hunter Ieggur á það sérstaka áherzlu, hve afar áríðandi það sé fyrir stjórnarvöld þau og stofnanir, er innflutningsmálin hafa með höndum, að kynna sér skapgerð og persónuein- kenni hvers einstaks innflytjenda, með það fyr- ir augum, að komast að niðurstöðu um það, fyrir hvaða starf að hann sérstaklega sé bezt fallinn. Tjáist hann sér þess fyllilega meðvit- andi, að í slíkum efnum hafi oft og iðulega eigi slíkrar varúðar verið gætt og æskilegt var. Mr. Hunter telur það illa farið og misráðið, að sjaldan sé um annað talað í sambandi við landbúnað hinnar canadísku þjóðar, en hveiti- ræktina. Telur hann slíkt hinn háskalegasta misskilning ,er gefi erlendum þjóðum villandi skoðanir um hin margvíslegu auðæfi landsins. » Allir innflytjendur séu ekki hneigðir fyrir það sama. Þótt einum falli kornræktin bezt í geð, þá séu aðrir vanir búpeningsrækt eða fiski- veiðum að heiman, og myndu þar af leiðandi fremur kjósa að gefa sig við slíkum störfum, er hingað kæmi, en einhverjum öðrnm. Framtíð hinnar canadísku þjóðar, getur aldrei orðið einvörðungu undir hveitiræktinni komin, þótt hún að vísu hljóti ávalt að hafa djúptæka þýðingu, hvað viðkemur atvinnuveg- um og lífsframfærslu landsmanna. Nýja,r auðsnppsprettur, eru að opnast jafnt og þét't, er á sínum tíma hljóta að seiða til sín miljónir manna og skapa í landinu margfalt fjölbreytt- ara atvinnulíf, en við hefir gengist hingað til. Verða þá líkurnar til þess drjúgum meiri, að sérhver innflytjandi geti komist skjótlegar að þeim starfa, sem hann bezt er fallinn til, og að hann fái þarafleiðandi notið sín betur, enn ella myndi verið hafa. Blandaður landhúnaðnr, einkum og sérílagi í Sléttufylkjunum, er að færa út kvíarnar jafnt og þétt. Bændur eru stöðugt að færa sér betur og betur í nyt leiðbeiningar af hálfu stjórnarvaldanná hvað áhrærir griparækt, og meðferð mjólkur- afurða, þannig, að sem mestan arð megi veita í aðra hönd. Þá er og vert, að minst sé nokkuð á sauðfjárræktina, jafn stórstígum framförum og hún hefir tekið í seinni tíð, bændum og búalýð til hinna mestu hagsmuna. Árið 1926, fjölgaði sauðfé hér í landi um 121,809, og nam heildartalan við lok þess árs, 2,877,363. Við síðastliðin áramót, var tala sauðfjár komin upp í 3,262,706, og liafði fjölg- unin á árinu numið 120,230. 1 norðurhluta Alberta-fylkis, hefir sauð- fjárræktinni skilað drjúgum áfram í seinni tíð, og það svo mjög, að komin mun nú vera nokk- urnveginn til jafns við suður-fylkið. En þar hefir, sem kunnugt er, húpeningsrækt alla jafna staðið í mestum hlóma. Tnnan vébanda Manitoba-fylkis, hefir tala sauðfjár hækkað þó nokkuð á síðastliðnum tveimur árum, og gefið bændum hreint ekki svo lítið í aðra hönd. Bændur i Saskatchewan- fylki, eru einnig farnir að vakna til meðvitund- ar um gildi sauðfjárræktarinnar, og teknir að stunda hana af mikilli alúð. Svína og nautpen- ingsrækt í því • fylki, hefir tekið geysimiklum framförum, jafnvel meiri en í nokkru hinna fylkjanna. Þá hefir og tala hrossa aukist að miklum mun. Af því, sem nú hefir sagt verið, má það ljóslega ráða, hve skilningur canadískra bænda er farinn að glöggvast jafnt og þétt á gildi hins blandaða landbúnaðar, eða með öðrum orðnm, á því, hve óviturlegt það sé, að tengja allar sín- ar vonir við hveitirætina eina, er reynst getur oft og einatt svipul sem sjávarafli. 1 sambandi við grávöru-framleiðsluna, er þess vert að geta, hve tóu- og vatnsrottn-rækt- inni, hefir fleygt fram í Vesturlandinu, á hin- um síðari árum. Mest mun kveða að tóurækt í Alberta-fyllki, þótt allmiklum framförum hafi hún jafnframt tekið, bæði í Manitoba og Sask- atchewan. Vatnsrottu-ræktin, hefir tekið risavöxnum framförum í Sléttufylkjunum þremur, og reynst næsta arðvænleg. Með það fyrir aug- um, að greiða fyrir slíkri framleiðslu sem allra mest, hefir sambandsstjórnin fengið fylkis- stjórnunum til umráða, allmikla mýrlendisfláka í Alberta, Manitoha og Saskatchewan, er þær síðan hafa selt á leigu til athafnamanna, er gefa vildu sig við vatnsrottu-rækt. Sem óhrekjandi dæmi, því til sönnunar, hve áhuginn á vatnsrottu-ræktinni, er jafnt og þétt að fara í vöxt, má geta þess, að um þessar mundi bíða afgreiðslu tvö huridruð umsóknir um mýrlendisfláka í Albdrta-fylki |til vatns- rottu-ræktar, fimmhundruð í Saskatchewan og tvöhundruð og fimtíu í Manitoba. Er fram- ieiðslutegund þessi, þótt enn sé að vísu ung, óyggjandi sönnun fyrir því, ein af mörgum, hve óhemju fjölbreytilegt að atvinnulífið í landi hér getur verið, ef menn vaka á verði og færa sér auðsuppspretturnar í nyt. Náttúruauðlegð þessa lands, er svo mikil og margvísleg, að Ktt tæmandi má kallast. En slík auðlegð, út af fyrir sig, er ófullnægjandi. Til þess að blása í hana lífi, ef svo 'mætti að orði kveða, gera sér hana nothæfa, þarf fólk, hugdjarft atorku fólk, er ekkí lætur sér alt fyrir brjósti brenna. — Mannúðarmál. Það er nú þegar á vitorði almennings, að á síðasta sambandsþingi voru afgreidd lög um ellistyrk, bundin því skilyrði, að stjórnir hinna ýmsu fylkja, tækju að sér að greiða ákveðinn hluta fjárhæðarinnar, og önnuðust jafnframt um að fylkisþingin samþyktu hlutaðeigandi þingsályktnnartillögur í sambandi við málið.— Sú hin frjálslynda stjórn, er um þessar mundir fer með völd í British Columbia fvlki, \arð fyrst til þess að koma auga á manmíðar- LJið þessarar stórmerku nýjungar, og hrinda mólinu tafarlaust í framkvæmd, hvað svo sem kostnaðinum leið. Óx vegur stjórnarinnar mjög af málinu, og þótti flestum, sem hún hefði með afskiftum sínum, skapað fagurt fordæmi. Jafnskjótt og sambandsþingið í fvrra, hafði afgreitt ellistyrkslögin, og þau öðla-st staðfestingu, bar Mrs. R. A. Rogers, eina kon- an, er sæti á í Manitoba-þinginu, fram tillögn til þingsályktunar þess efnis, að skora á Brack- en-stjórnina að sinna málinu umsvifalaust, og afgreiða þar að lútandi löggjöf. Stjórnin daufheyrðist,—og málið varð svæft. í kosningarimmunni síðustu hér í fylkinu, kom ellistyrks-málið mjög við sögu. Tjáðu all- ir flokksforingjar sig fylgjandi framgangi þess, þótt engin fylgdi því jafn röggsamlega fram sem leiðtogi frjálslynda flokksins Mr. Robson. Taldi hann það eitt af megin málun- um, er fyrir kjósendum lægju til úrskurðar. Mun Mr. Robson átt hafa í því sinn drjúga þátt, þótt óbeinlínis væri, að núverandi stjómarfor- rnaður, Mr. Bracken, lýsti yfir því í boðskap sínum til þingsins, að stjórnin myndi hlutast til um, að nauðsynleg löggjöf í sambandi við ellistyrksmálið yrði lögð fyrir þing. Mun nú því mega ganga út frá því sem gefnu, að þetta nauðsynjamál verði í náinni framtíð, leitt til farsællegra lykta. — Styrkþegar geta þeií* einir orðið, menn eða konur, er náð hafa sjötugsaldri, dvalið að minsta kosti tuttngu ár hér í landi og öðlast brezk þegnréttindi. Vafalaust eru það hreint ekki svo fáir Is- lendingar í landi hér, er koma til með að geta notið góðs af lögum þessum. En til þess að svo verði, ríður á að hafa nægileg skilríki við hend- ina, svo sem borgarabréf. — Það eru ávalt einhverjir, er af einhverjum orsökum hafa tapað samböndum við samfélag- ið, og standa uppi einir og ráðþrota þegar kom- ið er fram á síðasta áfangann. Til þess að draga úr einstæðings-beiskju slíkra manna, em ellistyrkslögin ger. Þar er ekki um neina ölmusu að ræða, heldur aðeins um dálítinn við urkenningarvott fyrir vel unríið æfistarf. Almanak. Oss hefir nýlega bori.st í hendur Almanak hr. Óafs S. Thorgeirssonar, fyrir árið 1928, fjölbreytt og skemtilegt aflestrar, að vanda. En sökum annríkis, veitist oss eigi kostur á, að lýsa innihaldi þe&s, sem skyldi. Lengsta og veigamesta ritgerðin, er eftir séra Kristinn K. ólafsson, um Ðakotasögu ungfrú Thorstínu Jackson. Er ritgerðin prúð- mannlega samin og rökföst vel, að því er frek- ast verður séð. En það dylst engum, er með athygli les, að eftir að hafa lesið ritgerð þessa, lækkar gildi Dakotasögunnar að drjúgum mun,^ því svo glögglega er þar fram á sýnt, veilur í heimildum og frásögn. Næst kemur “Frú Bonaparte frá Baltimore,’’ saga þýdd af Dr. Sig. Júl. Jóhannessyni, lipur í framsögn og skemtileg. Safn til landnámssögu íslendinga í Vesturheimi, — Islendingar á Kyrrahafsströnd, eftir frú Margréti J. Bene- diktsson; Höfundur sögunnar “Ben Húr,” þýtt af G. A..; “ Smalaþúfan,” æskuminningar frá Islandi, eftir Finnboga Hjálmarsson; “Hvern- ig Benjamín Franklín kom á gang sögunni um Polly Baker”; “Konur keyptar fyrir tóbak” og margt annað girnilegt til fróðleiks. Almanakið kostar eins og að undanförnu, 50 cents, og fæst hjá útgefanda, Ó. S. Thor- geirssyni, 674 Sargent Ave., Winnipeg. ÞEIR SEM ÞURFA LUMBER KAUPI HANN AF The Empire Sash& Door Co. Limited Office: 6th Floor Bank of Hamilton Chambers Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK Þeir íslendingar, er í Hyggju hafa að flytja búferlum til Canada, hvort heldur er heiman af íslandi eða frá Bandaríkjun- um, sendi skriflegar fyrirspurnir til ritstjóra Lögbergs. Canada framtíðarlandið. Sólskinslandið. Eg var nýlega að lesa rit, sem gefið er út í Ottawa, af innanríkismáladeildinni þar. Ritið fjallar aðallega um afurðir landsins og auðlegð þá, sem jörðin hefir að geyma. Er þar sýnt með tölum og samanburðarsúlnm hversu mik- ils virði Canada selur til Bandaríkjanna árlega' af hverju fyrir sig. Er þar viður og pappír langhæst, og fer sú verzlun árlega vaxandi. 1 Vestur-Canada eru víða miklir skógar; er þar því unninn mikill viður á þessum svæðum; en sérstaklega er nú lögð áherzla á það að vinna pappír úr skóginnm í Vestur-Canada. Er verið að yeisa þar víða pappírsverik- smiðjur, og sumar þeirra afarstórar. Hlýtur það fyrst og fremst að verða hin mesta auðs- uppspretta fyrir landið í heild sinni og í öðru lagi veitir það fjölda fólks stöðuga atvinnu. Mér datt í hug þegar eg var að lesa þetta rit að einkennilegt væri að enginn Islendingur skyldi enn þá hafa tekið rögg á sig og lagt út í starfrækslu einhverra stór-fyrirtækja í sam- "bandj við náttúruauðlegðina í Canada. — sér- staklega í Vestur-Canada, þar sem tækifærin eru flest og Islendingar lang-fjölmennastir. En sleppum því í bráðina, eg eftirlæt það þeim, sem meiri fjármálaþekkingu hafa en eg að athuga þau mál; þetta mætti þó ef til vill verða til þess að heilinn rumska’ði í höfði ein- hvers, sem hefði bein í nefinu til stórræða og framkvæmda á þessum svæðum. Eins og eðlilegt er telur þetta áminsta rit einungis þau gæði landsins, semi að einhverju leyti verða mæld í peningagildi, og bera skýrsl- ur, sem þar eru birtar það með sér, hvílíkur afarauður er þar fólginn í skauti náttúrunnar. Aftur á móti langar mig til þess að fara ör- fáum orðum um eitt atriði, sem mér finst mik- ils virði og sjaldnar er minst á en vera bæri: Það er sólskinið og heiðríkjan í Vestur- Canada. Ef til vill eru engin ein náttúrugæði landsins út af fyrir sig eins mikils virði og sól- skinið. Og það hefir eitt fram vfir alt annað: það kostar ekkert og þess geta allir notið. Ef nemendur í einhverjum skóla, t. d. hér í Winnipeg ættu að nefna eitt sérstakt einkenni á Vestur-Caríada, þá mundi mikill meiri hluti þeirra segja að það væri sólskinið. Og ef rétt- íátur dómari ætti hlut að máli, þá mundi hann telja það svarið réttast. Sólskin og heiðríkja eru þau auðæfi, sem náttúran hefir áreiðanlega verið ríkust af þeg- ar hún mótaði Vestnr-Canada. Þetta hefir miklu meiri og betri þýðingu en fólk alment gerir sér grein fy.rir í fljótu bragði. Það er ekki einungis lausleg skoðun manna, heldur blátt áfram margsannað, að sál og svip- ur fólksins mótast og myndast að miklu leyti af einkennum landsins, sem það býr í. Kemnr þettæ þeim mun betur og glöggar í ljós, sem fólkið er þar lengur mann fram af manni,— eftir því sem það festir þar dý^ri rætur; heyrir landinu nánar til. Eg hefi oft heyrt um það rætt og oft hugsað nm það sjálfur hvernig á því stæði hve bjart- sýnir og vonsterkir menn eru yfirleitt hér í V e.stur-Canada. En þegar vel er aðgætt, þá er þetta eðlilegt. Margur mun hafa veitt því eftirtekt hversu mikil áhrif veður og loftslag hefir á líf og líðan manna; ekki einungis á þeirra líkamlegu heilsu, heldur einnig eða jafnvel öllu meira á sálir þeirra eða hinn innra mann, eða hvað helzt ætti að kalla það. 1 þessu tilliti þarf ekki annað en benda á breytingu þá, sem allir finna á sjálfum sér þegar vorið og birtan heilsa eftir vetrarríkið. Sá, sem ekki finnur þá til reglulegrar endurfæðingar er að einhverju leyti andlega vanskapaður. Sólarljósið—sólskinið—er nú orðið meira virði í vitund manna, en það var. Ekkert hefir fundist sem eins styrki heilsuna og verji veik- indum og sólskinið. Þegar þetta er athugað og þegar það hefir lærst fullkomlega að nota -þetta líknarlyf og þennan lífgjafa með öllum þeim áhrifum, sem honum fýlgja, þá verður sólskinið í Vestur-Canada jafnvel talið mesta auðsuppspretta, sem landið á, því hvað er það sem jafnast á við bjarthugsandi fólk með hraustan líkama og sólskin í sál. Eg hefi oft fundið til þess áður hversu mik- ils virði þetta atriði er og þessvegna datt mér í hug eftirfarandi erindi fyrir mörgum árum: Vesturlandið, landið mitt, landið margra bjartra daga! upp við blessað brjóstið þitt börn þín verma höfuð sitt, sumarklæði sólskinslitt sveipar þína blómgu haga. Vesturlandið, landið mitt, landið margra bjartra daga! Sig. Júl. Jóhannesson. Ferð til Minnesota. Eftir G. J. Oleson. (Framh. frá 5. jan.) Sigbjörn Signrðsson Hofteig má óefað telja í fremstu röð vestur- íslenzkra bænda og leikmanna, alt í senn, hæfileikamaður, atorku og dugnaðarmaður og mannkosta- maður með heilbrigðar hugsjón- ir. Hann er fæddur i Vopnafirði á Austurlandi; fæddur og uppal- inn í fátækt. Misti foreldra sína í bernsku, og mun hafa farið til vandalausra snemma og algjör- lega að spila upp á eigin býti. En það var nokkuð í unglinginn spunnið, og hann fékk allstaðar gott orð og gat vailið um staði, var því á vegum góðra manna. — Hann var í Hofteigi hjá séra Þor- grími, er þar var prestur, þegar hann var í kringum tvítugt; var prestur að mörgu leyhi mætur maður. Þegar Sigbjörn var 19 ára, kendi hann innvortis sjúk- dóms, sem var alvarlegur, væri ekki að gert. Varð það þá fyrir aðstoð og tilhlutan séra Þorgríms að hann fór til Akureyrar til að leita læknishjálpar. Fór hann norður með mönnum, sem ætluðu til Akureyrar og voru fótgang- andi. En þar sem hann var illa haldinn orðinn af meinsemdinni, komst hann að eins ofan í Þing- eyjarsýsíuna austarlega og lagðist þar veikur, og lá vikutíma eða lengur. En með aðstoð góðra nianna komst hann til Akureyrar, og til Finns Jóngsonar, sem þar var þá læknir, var þetta að haust- lagi. Skurðlækningar voru ekki tíðk- aðar í þá daga við innvortis mein- semdum, en sú aðferð notuð, að brenna holundið og stinga svo á n’einsemdinni, þegar búið var að brenna mátulega mikið. Var þetta kvalafult, en reyndist oft vel. Þessa aðferð notaði Finnur við Sigbjörn og byrjaði að fást við þetta strax og brendi hann einu sinni, en varð þá sjálfur fyrir siysi svo uppihald varð um tíma við brennurnar, svo brunasárið greri og brigslaði svo verra var viðureignar, en áður, þegar lækn- ir byrjaði upp á nýjan leik; var hanri að fást við hann allan vet- urinn, svo ekki var það fyr en um vorið, að Ioks var stungið á mein- semdinni eða sullinum, en sem lukkaðist svo vel, að hann losnaði við þenna kvílla. Vel hagnýtti Sigbjörn sér tím- ann þenna vetur á Akureyri. Þar var þá kennari sem Jóhanne3 Halldórsson hét, sem stundaði kenslu; og þótt peningaráðin væru lítil, naut hann nokkurrar kenslu hjá honum, því kennari ilét sér ant um hann, en iSigbjörn fram- gjarn, námfús og ástundunarsam- ur; lærði hann þar að skrifa prýðilega rithönd, og undirstöðu í ýmsum öðrum fræðum. Svo auk þess sem hann fékk bót á heils- unni þenna vetur á Akureyri, auðgaði hann anda sinn að mun og fékk víðtækari sjón yfir lífið. En þetta alt kostaði mikið, en honum tókst von bráðar að end- urgjalda það alt, því hann var hinn mesti dugnaðar og ráðdeild- armaður. Árið 1868 giftist hann Stein- unni Magnúsdóttur óðalsibónda á Skeggjastöðum á Jökuldal. Var hún hinn bezti kvenkostur þar um slóðir, hin mesta myndar- og heiðurs-kona, eins og hún átti kyn tiL Byrjuðu þau búskap á Skeggjastöðum, og siðar að Mý- r.esi; bjuggu þau tíu ár á fslandi áður. þau fluttust vestur um haf. Var það á þeim áratugum, sem mestur vesturfarahugur var um land a/lt og mikill fjöldi manna flutti vestur um haf af Austur- landi. Sigbirni og þeim hjónum farnaðist vel á íslandi, og voru í R.iklum uppgangi, og Sigbjörn hefði óefað brotist fram til vel- gengni á íslandi, sér til sóma þar eis og hér, (því það er í flestum tilfelilum maðurinn sjálfur, orkan sem hann knýr fram, sem skapar farsældina, en ekki eitthvert um- hverfi; gæfan leitar ekki að manni, maðurinn verður að skapa gæfuna. Og maður, sem á afl og orku og trú, hann gerir hinn hrjóstruga reit að aldingarði, en ónytjungurinn gerir aldingarð’nn að eyðimörk. Nú var svo komið, að hann þurftí, ef sæmilegt var að húsa alt að nýju, þar sem hann bjó heima, eða fara af landi burt. Nú varð að hrökkva eða stökkva, ráðasb í ný og stór fyrirtæki, eða byrja nýtt líf í nýju landi, og teningun- um kastaði hann og fór vestur um haf, og rakleiðis til Minnesota. — Fremur fanst mér það á röddinni, að hann hálft um hálft sæi eftir því, að hann fór frá Isilandi; ekki fyrir það, að honum hafi ekki farnast vel hér, heldur vegna þess, að hann er rammíslenzkur f anda, ann fslandi og öllu því góða og uppbyggilega í fari íslenzkrar þjóðar, eins og hann hefir viður- stygð á því gagnstæða eða mein- scmdunum, sem hann mundi vilja vera fyrsti maður að hjálpa til að brenna burtu. Þegar vestur kom, hugði Sig- björn eins og flestir aðrir íslend- ingar, til landhúnaðar; heimilis- réttarlönd voru þá ölil til þurðar gengin, en honum lánaðist að fá keypta kostajörð í Lyon ,County; 160 ekrur var lítill blettur, að nafninu að eins yrktur; fylgdi jörðinni eitthvað af skepnum og áhöldum. Skyldi hann borga fyr- ir $800. Gat hann strax borgað $600; var það stór upphæð frá sjónarmiði íslenzkra frumherja; gjaldfrest fékk hann á afgangin- um. Húsakynni voru því sem næst engin á landareigninni; þó var þar moldarkofi, sem hann bjarg- aðist við til íbúðar fyrst í stað; í þeim kofa fæddist Halldór sonur hans fyrsta haustið, er þau voru rétt sezt á laggirnar, sá hinn sami sem nú hefir tekið við búinu af fóður sínum. Þetta var 1878; hygg eg það réttara en það, sem segir í landnámssögu Minnesota að Sigbjörn hafi komið til bygð- arinnar 1879. >— Sex árum áður en Sigbjörn flutti frá íslandi, dreymdi hann að hann var kom- mn á ókendan stað—hæð nokkra; þekti hann óðara staðinn, er hann sá í draumi, þegar hann fyrsta sinni kom á hólinn, þar sem húsið var og þar sem síðar hefir verið hcimili hans í hartnær 50 ár, og gæfan hefir leitt hann til sigurs. Er það merkilegt, að hulinn kraft- ur virðist svo aðdáanlega leiða suma menn, og hulinn kraftur til- \erunnar bregður upp fyrir sál- arsjón manna myndum og sýnir þeim inn í fjarlæga og hulda heima, sem er óskiljanlegt mann- Jegu hyggjuviti. Veit eg það, að þetta er hreinn sannleikur, því Sigbirni er alt annað gjarnara, en að fara með öfgar. Sagði hunn mér þetta nú að vísu í trúnaði, og vildi lítið halda því á lofti, því þessu mundu sumir ekki trúa, sagði hann. En eg hefi tek- ið bessa leyfi að geta þess hér, því mér fanst þetta merkilegur víðburður og þess virði að ekki gleymdist. Er þetta hreint ekki hið eina dæmi þess, að Sigbjörn hef- ir á margan hátt verið forviti og spakur maður, og gæfumaður hef- ir hann verið mikill. Sigbjörn lagði nú með allri at- orku áherzlu á það, að verða sjálf- stæður maður og nýtur maður hinu nýja fósturlandi, og varð fyrir dugnað og framsýni ’brátt i beztu bænda röð, þrátt fyrir hina margvísdegu örðugleika, sem við var að stríða framan af árum; hann færði- út kvíarnar og bætti við sig jörðum, en gætti þess alla jafna, að tefla ekki um of á tvær hættur, eða reisa sér hurðarás um öxl, enda mun hann lengst af hafa lagt sig fram til að verjast skuld- um. Hefir það í flestum tilfell- um verið farsælasta og happa- tírýgsta leiðin til sigurs. Sigbjörn hefir alla daga verið mentavinur, þó ihann sjáilfur ekki gæti notið mikillar mentunar í æsku; en nú varð það hans stær ta áhugamál, að geta gefið börnum sínum þá mentun, sem kostur var á. Urðu dætur hans allar fjórar ^kólakennarar og elzta dóttir hans Guðný stundaði kenslu til langs tíma og útskrifaðist af mentaskól- anum í St. Peter, Minn. (Gustaf- us Adolphus College) og vann sér mikinn orðstír á mentaferli sín- um. Fullkomna barnaskólafræðlu

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.