Lögberg - 09.02.1928, Page 4
Bls. 4
LÖGtBERG, FIMTUDAGINN 9. FEBRÚAR 1928.
l^ogbecg
Gefið út hvern Fimtudag af The Col-
umbia Press Ltd., Cor. Sargent Ave. &
Toronto Str., Winnipeg, Man.
TaJaimari N-6S27 o& N-6328
Einar P. Jónsson, Editor
Utanáakrift til blaðsins:
Tt{E eOLUMBI/\ PRESS, Ltd., Box 3171, Wtnnipsg, U*n-
Utanáskrift ritstjórans:
fOtrOR LOCBERC, Box 317* Wtnnlpsg, M*n.
Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram
The 'Lögberg" ie príntea and publlshed by
The Columblt, Preaa, Llmlted, In the Columbla
Buildtng, 6 96 8argent Ave., Wlnnipeg, Manitoba.
%
St. Lawrence skipaskuröurinn.
Eitt meðal F<?irra mörgu og margvíslegu
viðfangsefna, er canadiska þjóðin hefir með
höndum haft á undanförnum árum, og hefir
enn, er St. Lawrence skipaskurðurinn, eða sigl-
ingaleiðin fyrirhugaða frá ströndum Atlants-
hafs, til vatnanna miklu í Ontario. Hafa for-
ystumenn stjórnmálaflokkanna allra, látið sig
málið nokkru skifta, þótt sitt hafi ef til vill
sýnst hverjum, að því er framkvæmdunum við-
kom. Hnígur nú margt í þá átt, að þeirri
hinni frjálslyndu stjórn, er um þessar mundir
fer með völd í Ottawa, muni auðnast að koma
nýjum skrið á málið, og fá ]>að leyst úr læðingi.
Er mátefni þetta svo umfangsmikið, að ekki er
nema sjálfsagt, að fullrar vajjúðar sé gætt við
undirbúning; þess, og að engu hrapað.
Mál þetta hefir, að því er vér vitum bezt,
sjaldan komið til umræðu í vorum íslenzku
blöðum. Er hér þó vafalaust um að ræða lang-
umfangsmesta fyrirtækið, sem nokkru sinni
hefir ráðist verið í hér í landi, að undanteknum
jámhrautalagningum.
Núna fyrir skemstu, eða rétt áður en hinn
mikilhæfi landi vor, Mr. Joseph T. Thorson,
fór til þings, flutti hann afar merka og fróð-
lega ræðu um St. Lawrence skipaskurðinn, þýð-
ing hans fyrir viðskiftalíf hinnar eanadisku
þjóðar, sem og nágrannaþjóðar vorrar sunnan
landamæranna. Eæðuna hafði Mr. Thorson
ekki skrifaða, nema þá að litlu levti, svo eigi
var unt að fá hana í heild. Var það skaði mik-
ill, því svo margt var það og merkilegt, sem á
henni mátti græða.
Það eru ekki að ein’s íslenzku vikublöðin, er
.saka má um afskiftaleysi gagnvart þessu meg-
in máli canadiskrar þjóðar, því hið sama gildir
um flest önnur blöð Vesturlandsins, þau er vér
höfum séð, að undanteknu blaðinu Manitoha
Free Press, er flutt hefir nokkra smápistla,
málinu til skýringar. Upplýsinga verður því
að leita til Austurfylkjanna, og þá einkum og
sérílagi til Toronto og Montreal.
Meðal stórblaða þeirra austanlands, er sér-
staklega hafa látið mál þetta til sín taka, má
nefna Toronto Daily Star, er flutti í síðastliðn-
um nóvembermánuði hverja ritgerðina annari
merkan, um þessa nýju, fyrirhuguðu siglinga-
leið,_ og notagildi hennar fýrir þjóðir þær er
meginland Norður Ameríku byggja.___
Eins og máhinum nú er skipað', er það eigi
að ems eðlilegt, heldur og beinlínis sjálfsagt,
að almennmgur krefjist um það fullrar vitn-
enskjtí, við hvað sé í rauninni átt, þegar St.
Lawrence skipaskurðinn ber á góma hver
hagnaðurinn kunni að verða fyrir bændur og
búalýð, og hvað kostnaðurinn muni verða mik-
íll, um það er lýkur. MáJið er nú komið á það
stig, að senn verður að skríða .til skarar um
íramgang þess. Er þess því að vænta, að þjóð-
stjorn vor í Ottawa, lýsi yfir við það á þingi því
er um þessar mundir er háð, endurnýjuðu fylgi
og beiti sér fyrir framkvæmdum, unz vfir
lýkur.
. Tilganguririn með St. Lawrence skipaskurð-
mum, er sá, að tengja stórvötnin í Norður-
Ameríku, við hafnarstaðina við strendur At-
lantshafs, með því að epna, skipgengan, tutt-
ugu og fimm feta djúpan farveg, er vpnjulega
stor voruflutnmgsskip geti siglt eftir, tvö þús-
und mílur upp f land, eða freklega það.
, ^ok^uð hefir þegar verið að því gert, að
dypka mnsiglinguna um St. Lawrence fljótið,
og greiða skipagöngum þar með veg. Þó er það
samt ekki nema lútill hundraðs hluti af því
sem enn er ógert og framtíðin krefst, að hrund-
xð verði í framkvæmd.
Verkfræðingum þeim, er fyrir stjórnarinnar
hond, hafa starfað að rannsóknum við St.
Lawrence fljótið, telst svo til, að framleiða
me^þar fimm miljónir hestafla af raforku
Hvað orkuframleiðslunni viðvíkur, er vert
að geta þess, að hinn .beini hagnaður mvndi
ekki gera vart við sig, nema á tiltölulega litlu
svæði, seg.jum einum tíunda hluta af Ontario
og Quehec. En þar hafa líka bækistöð sína,
flest stærstu og umfangsmestu iðnfvrirtæki
landsins. Kostnaðurinn við orkuframleiðsl-
una, mun svara til þriggja fjórðu, en útgjöld
við sprengmgu flúða, dýpkun á fljótinu og annað
það, er að endurbótum siglingaleiðarinnar lýt-
ur, mvndi því að eins nema fjórða hluta alls
kostnaðar við fyrirtækið. Nærliggjandi iðnfélög
mundn greiða svo mikið fé fvrir orku, að ríkis-
•stjomm mundi sama sem ekkert þurfa að legvja
fram að eins hafa vfirumsjón með notkun
og viðhaldi skipaskurðarins. Kostnaðinum við
aflstöðvamar mætti jafna niður á mörg ár,
þannig, að bætt yrði við þær eftir þörfum, um
\
leið og samningar um nýja orkunotkun tækj-
ust. •
Af þessu, sem nú hefir sagt verið, er það
sýnt, að þjóðin þarf ekki að láta kostnaðinn við
fyrirtækið, vaxa sér í augum. Hagnaðurinn
mundi verða svo stórvægilegur, að greiða
myndi á skömmum tíma fyrir fyrirtækið alt að
fullu.
Að því er sérfræðingum þeim, er að máli
þessu hafa starfað, segist frá, mun rafvirkjun-
in við St. Lawrence fljót, framleiða eina þá
allra ódýrustu orku til iðnreksturs, sem hugs-
anlegt er.
Ef til þess kæmif að stjómir Canada og
Bandaríkjanna, sem báðar mvndu að sjálf-
sögðu standa að þessu máli, æsktu tilboða um
raforkuna við St. Lawrence fljót gegn því skil-
yrði, að þeir, sem hlunnindin hlytu, önnuðust
sjálfir um nauðsynlegar endurbætur siglinga-
leiðarinnar, og féllust jafnframt á, að orkan
skýldi seld verða fyrir neðan verð orkn þeirrar;
sem framleidd er við Chippawa skurðinn, þá
mvndi samt sem áður mega ganga út frá því
sem gefnu, að auðmenn og iðjuhöldar, myndu
róa að því öllum árum, að verða hlunnindanna
aðnjótandt, svo að sízt af öllu mundi skortur
verða á fjörugri samkepni.
Andstæðingar St-. Lawrence skipaslcurðar-
ins, og þeir eru sennilega þó noklcuð margir,
láta ekkert tækifæri ónotað til að hræða úr
almenningi kjarkinn. Svo mikla áhættu á fyr-
irtækið að hafa í för með sér, að reglulegur
þjóðarháski geti stafað af. En til hvaða vopna
myndu slíkir herrar grípa, ef til þess kæmi, að
tilboð kæmu fram um það, að hrinda fyrirtæk-
inu í framkvæmd, án þess það kostaði fjárhirzlu
Canada grænan túskilding? Mjmdu þeir ekki
blygðast sín og fara í felur, sem þeir jafnan
gera, er eitthvað óhreint og ómannlegt hafa í
pokahorninu.
Á það hefir þegar verið hent, að orkuframr
leiðslan við St. Lawrence fljót, hlyti að verða
staðbundin, fyrst og fremst, og að þar af leið-
andi væri á því sviði, að eins um óbeinan heild-
arhagnað að ræða. En að því er samgöngu- og
siglingaleiðina snertir, horfir málið nokkuð
öðruvísi við. Þar er um beinan ávinning að
ræða, er grípur djúpt inn í efnalega velfarnan
þjóðarinnar allrar, frá hafi til hafs. Vöru-
flutningar með skipum, hafa ávalt verið ódýr-
ustu flutningarnir, sem kostur hefir verið á, og
mun svo enn verða um langan aldur. Um fim-
tíu miljónir manna, bæði í Canada og snnnan
landamæranna, myndu hagnast stórkostlega
við opnun St. Lawrence skipskurðarins, og can-
adiskur iðnaður taka risavöxnum framföruna
frá strönd til strandar. Bændum m\Tidi spar-
ast árlega mikið fé, í lækkuðum flutningsgjöld-
um á korni og öðrum búnaðarafurðum. Nýjar
siglingaleiðir, mvndu reynast þjóðinni það
notadrjúgar, að jafnvel þótt í sambandi við þæi-
væri ekki framleitt eitt einasta hestafl af raf-
orku, þá mvndi það samt sem áður margborga
sig, að verja til þess miklu fé að opna þær og
gera nothæfar fyrir verzílunarflota þjóðar-
innar.
Verzlunarráðgjafi Bandaríkjanna, Mr. Her-
bert Hoover, sem kunnur er út nm allan hinn
mentaða heim, fvrir hagkvamia þekkingu á sviði
verklegra framkvæmda, hefir fullyrt, að hagn-
aður bænda út af fyrir sig, af opnun St. Lawr-
ence skipaskurðarins, mvndi á einu einasta ári,
jafnast fyllilega á við alt það stofnfé, er nota
'þyrfti til að hrinda fyrirtækinu í framkvæmd!
Vera kann, að hér sé tekið helzti djúpt í árinni.
En um hitt verður ekki deilt, að hagnaður sá,
er siglingaleið þessi hlýtur að hafa í för með
sér, mundi á tiltölulega skömmum tíma, endur-
greiða kostnaðinn við fyrirtækið í heild-
Þess gengur enginn dulinn, að St. Lawrence
slcipaskurðurinn eigi við snarpa og öfluga mót-
spvrnuafli að etja, þótt rökin á þá hliðina sýnist
ekki næsta innviðasterk. .Tafnvel fvlkisstjórn-
in í Ontario, er um eitt skeið barðist fvrir fram-
gangi málsins með hnúum og hnjám, felur sig
nú í eyðimörk afskiftaleysisins, og lætur ekki
frá sér heyra. Er þaðan þ\n tæplegast stvrks
að vænta, máli þessu til framkvæmdar. Þess
hrýnni verður því þörfin fyrir sérhvern þann,
sem sannfærður er gildi fyrirtækisins og trúir
þvi í einlægni, að þjóðin muni margvíslega
blessun hljóta af framgangi þess, að vaka á
verði, og knýja almenningsálitið á sína sveif,
með rökföstum myndugloik í ræðu og riti.
Erá því á árinu 1920, hafa stjórnir Canada
og Baúdaríkjanna, látið í sameiningu sérfræð-
inga sína rannsaka málið frá öllum hliðum, og
hefir álit þeirra mjög gengið fyrirtækinu í vil.
Og núna rétt fyrir skemstu, hefir Bandaríkja-
stjórn farið þess á leit við sambandsstjóm vora,
að hefja tilraunir að nýju, með það fvrir aug-
um, að komast niður á fastan samvinnugrand-
völl, fvrirtækinu til framgangs. Virðist því nú
horfast vænlégar á um framgang þessa nauð-
synjamáls, en nokkru sinni fyr.
En það, sem mest ríður á um þessar mund-
ir, er að málið verði ekki gert að pólitiskum
fótbolta, og framkvæmdir þðss þar með dregn-
ar á langinn, um ófyrirsjáanlegan tíma. Muti
núverandi sambandsstjórn fyllilega til þess trú-
andi, að fyrirbyggja að til nokkurs slíks geti
komið.
Fjárlögin í Manitoba.
Fösifdaginn þann 3. yfirstandandi mánað-
ar, lagði fvlkisféhirðirinn, sem í þessu tilfelli
er Hon. John Bracken stjórnarformaður, fram
fjárhagsáætlun fvrir fjárhagstímabilið, sem
hefst 1. maí næstkomandi. Eftir að nákvæm á-
ætlun hefir gerð verið um tekjur og útgjöld,
virðist svo sem tekjuhallinn muni ncma, segi og
skrifa einni milj. dala. Slíkt er í sjálfu sér eigi
smáræðis fúlga, og hefir vafalaust oft og einatt
þeytt verið upp heilmiklu moldviðri út af því
sem minna er. En nú er svo að sjá, sem þetta
miljón dala “mystery”, trufli ekki sálar jafn-
vægi nokkurs einasta manns. Enda mun í raun
réttri engin ástæða til að fyllast otta, er tekið
er tillit til tekjulinda þeirra hinna mörgu, er
stjórnin bergir af, svo sem vínsölulögunum
nýju, auk þess sem tekjur hennar hljóta árlega
að vaxa að drjúgum mun, eftir því sem náma-
rekstur og stóriðnaður í norðvestur hluta fýlk-
isins, færir út kvíarnar.
Nýr útgjaldaliður birtist á fjárlögum þess-
um, að upphæð sex hundr. þusundir dala. Munu
flestir fagna þeirri fjárveitingu, því í henni er
fólgin fullnæging ellistyrkslaganna. Þá ráð-
gerir og stjórnin, að hækka eitthvað mæðra-
styrkinn, og er það vel. Þvl svo var styrknr sá
skorinn við nögl síðastliðið fjarhagstimabil, að
lítið var meira en nafnið tómt. Enn fremur er
gert ráð fyrir auknum útgjöklum til vegabóta,
hér og þar um fylkið, og sérstök áherzla lögð
á umhætur megin-þjóðvega.
Fvrirtæki þau, sem nú hafa nefnd verið, miða
öll til þjóðþrifa, og mun stjórnin síður en svo
hljóta af ámælisorð, þótt hún leggi fram til
þeirra ríflegan skerf af tekjum fylkisins. Því
mikið veltur að sjálfsögðu ávalt á því, í hvaða
augnamiði þeim er varið.
------------
BLIJE RIBBON
Því að vera í vanda með valið? Notið að eins Blue Ribbon,
og munu þá allir aðiljar ánægðir verða.
Sendið 25c til Blue Ribbon, Ltd., Win-
nipeg og fAiö Blue Ribbon Cook Book,
í ágætu bandi,—bezta matreiðslubók-
in, sem hugsast getur fyrir heimili
Vesturlandsins.
Brjálœði eða hvað?
Síðastliðinn föstudag, flutti síminn þær
fregnir út um allan lieim, að alræðismaður ít-
ölsku þjóðarinnar, Benito Mussolini, hefði látið
nema úr lögum almennan kosningarrétt þar í
landi, með tilstyrk hins svo kallaða ráðuneytis
síns og miðstjórnar Eascistaflokksins. Úr þessu
verða því allir að sitja og standa, eins og þeim
“útvalda” náðarsamloga þóknast—að eins einn
flokkur til í landinu, Fascista flokkurinn, sem
ávalt er reiðubúinn til að segja já og amen við
sérhverju því, er böfuðpaurinn stingur upp á.
Þetta er irú að vísu ekki í fyrsta skiftið, sem
heilög réttindi mannkynsins, hafa verið kistu-
lögð. En að slíkt skuli koma fyrir á þessari
miklu. menningaröld, tuttugustu öldinni, er
þyngra en tárum taki.
Einhverju sinni átti Björn heitinn Jónsson
Páðherra í snarpri sennu við stjórnmála-and-
stæðing sinn, og kallaði hann þá “yfir-vitfirr-
ing” flokksins.
Hvaða nafn ætli framtíðin feli í skauti sínu
Mussolini til hancla, fyrir þrælatök hans á ít-
ölsku þjóðinni?
Ljóð á hvers manns vörum.
Sérhver sá, er les eða hlustar á kvæðið
“Home, Sweet Home”, hefir það þegar á með-
vitundinni, að liöfundur þess muni hlotið að
hafa liðið mikið af heimþrá. Enda var það í
raun og veru tilfellið.
Höfundur ljóðs þessa, John Howard Payne,
var um þær mundir staddur í París, févana og
allslaus, kvalinn af hrennandi heimþrá til ætt-
jarðar sinnar. Varð lionum einhverju sinni
reikað út í skemtigarð nokkurn, þar sem alt
moraði af lífi og ljóshyggju, nema hann sjálf-
ur. Eftir stundar rjátl um skemtigarðinn,
settist hann niður á trébekk, og andaði þar frá
sér þessu ógleymanlega, einfalda ljóði.
Sjálfsagt eru iþeir hreint ekki svo fáir* er
geyma í fersku minni, ljóðið “Robin Adair”.
Tildrögin til ljóðsins eru sögð að vera þessi:
Ungur, írskur læknanemi, komst í kvnni við
tiginborna mey, Carolinu Keppel að nafni.
Tókust með þeim heitar ástir, þegar við fyrstu
samfundi. Læknaneminn var bláfátækur, og
þótti því foreldrum unnustu hans það ekki tak-
andi í mál, að þau gengju að eigast. Þó varð
úr að þau giftust, þrátt fyrir boð og bann. Til-
tölulega skömmu síðar, voru þau kúguð til að
skilja að samvistum, og orti frúin þá þetta
heita ástarljóð: “Robin Adair.”
Stephen Foster, orti mikið af’ljóðum og
vísum, er enn lifa svo að segja á hvers manns
vörum. Einhverju sinni heyrði hann blökku-
mann, er var að taka aktygin af hestum sínum,
raula fyrir munni sér eftirfarandi Ijóðlínnr:
“I’s sick and tired of dis life;
I wish I was back with the ol’ folks
at home.”
Foster spurði náunga þenna, hvar hann ætti
heima. “"Way down on the Swanee River”,
var svarið. Flaug skáldinu þá samstundis í
hug, að þarna vjeri ágætt yrkisefni, og setti
saman ljóðið “Old Eolks at Home”, eða “Swa-
nee River”, og fléttaði inn í það setningar
blökkumannsins.
WiMiam Douglas hét höfundur kvæðisins
“Annie Laurie”. Var kvenhetjan í ljóðinu
yndislega fögur. Giftist hún hermanni,
Ferguson að nafni, er féll í orustu á Frakk-
landi. 1 öðrum lófa hins látna manns, lá falinn
hárlokkur af hans elskuðu konu.
Eftirfarandi setningar úr kvæði því, er
Douglas orti út af atburðinum, hafa því hafÚ
við annað og meira að styðjast, en einbera
ímyndun:
“And for Bonnie Annie Laurie
I’d lay me doon and dee”.—
Skoðanir manna nm það, hvaða skilning
bæri að leggja í orðið “Rye”, í kvæðinu “Com-
in’ Thru the Rye”, hafa verið næsta skiftar.
En nú er það sannað, að þar var ekki um rúg
eða rúgakur að ræða, heldur læk eiun á Skot-
landi. Var lækurinn ekki dýpri en það, að
stikla mátti yfir hann. Við hann var tengd sú
saga, að ef piltur mætti stúlku á leiðinni vfir
stiklurnar, þá , ætti hann heirating á kossi.
Þjóðsögn þessi kemur ljóslega fram, í fyrsta
erindi kvæðisins. —
Ljóð þessi öll, er nú hafa nefnd verið, lifa
að heita má á hvers manns vörum, um allan hinn
enskmentaða heim. Þau eru Ijóð hjartans, og
sannast því á þeim hið fornkveðna, að það
gengur til hjartans, sem frá hjartanu kemur.
ÞEIR SEM ÞURFA_ _
LUMBER
KAUPl HANN AF
The Empire Sash& Door Co.
Limlted
Office: 6th Floor Bank of Hamilton Chambers
Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN.
VERÐ og GŒDI ' ALVEG FYRIRTAK
Þeir íslendingar, er í hyggju hafa aS flytja búferlum til
Canada, hvort heldur er heiman af íslandi eða frá Bandaríkjun-
um, sendi skriflegar fyrirspurnir til ritstjóra Lögbergs.
Ferð til Minnesota.
Eftir G. J. Oleson.
(Framh.)
Árið 1928, er merkisár fyrir
Sigbjörn og heimilið. Þá er 50 ára
afmæli veru þeirra hér í landi og
á þessu heimili, 60 ára afmæli
giftingar þeirra Sigbjörns og
Steinunnar, og 50 ára afmæli hús-
bóndans, Halldórs B. Hofteig. —
Halldór er myndarmaður, þéttur
á velli og þéttur í lund, hagsýnn
og ötull og skynsamur vel, en fá-
látur, slær ekki mikið um sig, en
er það sem hann sýnist og vel það.
Hefir hann unnið síðan hann var
unglingur og er þaulæfður í bú-
skapariðjunni, og mun vera í röð
beztui bænda. Hann hefir fyrir
nokkrum árum bygt sér afargott
og stórt hús; kostaði það rúmlega
$10,000, auk þess sem hann sjálf-
ur vann að byggingu þess, sem
var allmikið; eru óvíða á bænda-
býium vandaðri húsakynni en hjá
Hofteig. Kona hans, sem áður var
nefnd, er hin skemtilegasta og
bezta kona, tíguleg og fríð sýnum
og í alla staði hin myndarlegasta
húsfreyja. Þau hjóiv eiga tvö
börn: dreng, sem Cecil heitir, 10
ára gamlan, og stúlku, Dorothea
að nafni, 7 ára gamla, siðprúð
börn og gæfuleg. Ríkir hinn
mesti einingarandi á heimilinu
milli alls heimilisfólksins, svo eg
minnist ekki að hafa séð siðfág-
aðri heimilisbrag; ef öll heimili í
landinu væru með því sniði og
með þeim anda, þá væri menning-
arástand þjóðarinnar öðru vísi en
nú á sér stað víða.
Við fórum ekki snemma á fæt-
ur þennan fyrsta morgun, sém við
vorum þarna á heimilinu, við
Johnson. Það var sunnudags-
morgun og blíðuveður; við lágum
í rúminu og skröfuðum við frænda
þar til við vorum kallaðir til morg-
unverðar. Bar nú magt á góma,
því Sigbjörn er maður afarskemti-
legur í samræðum, þaullesinn og
stálminningur, og segir skemti-
lega frá, og kennir þar margra
grasa. Hefir hann lent í mörgum
æfintýrum um dagana, enda er
leiðin orðin löng.
Til miðdegisverðar vor okkur
boðið þennan sunnudag á heimil;
Guðnýjar, elztu dóttur Sigbjörns,
og manns hennar Jóhanns A. Jos-
ephsonar á Högnastöðum. Fórum
við þangað ásamt heimilisfólkinu
og nutum hinnar mestu gestrisni
og alúðar. Guðný er fríð kona,
og gáfuð og óefað með allra ment-
uðustu konum meðal Islendinga
þar, og hefir tekið nokkurn þátt í
opinberum málum; þykir hún
nokkuð harðsækin og óvægin, þeg-
ar hún vill halda sínu máli fram;
hún er svarinn óvinur auðvalds
og alls þess í fari þjóðarinnar,
sem miðar að því að niðurbeygja
hinar almennu stéttir mannfé-
lagsins. — Jóhann maður hennar
er vel greindur og lesinn maður,
og skemtilegur heim að sækja;
fanst mér Iiann í fyrstu vera nokk-
uð einkennilegur í skoðunum, og
það mun hann vera, og er það
ekki ókostur; en mér féll hann æ
betur, sem eg kyntist honum be,t-
ur; gæti eg trúað, að hann væri
skáld; hefir hann ljóð íslenzku
skáldanna stöðugt á tungunni og
þekkir þau út 1 yztu æsar. Hon-
um þykir öfugt mannfélags fyrir-
komulagið, en það er við raman
reip að draga, þar sem er mann-
legt eðli. Mannlegt eðli hefir
skapað fyrirkomlagið, en það
brejúist og batnar smátt og smátt
fyrir óþreytandi elju þeirra, sem
rétt hugsa, — það er hin andlega
framþróun. Jóhann er hugsjóna-
maður og bezti drengur, búhöldur
góður og gegn, maður fríður sýn-
um, með einkennilega aðlaðandi,
leiftrandi augnaráð. Fanst mér
vera svipur með augnaráði þeirra
hjónanna. Þau eiga myndarlegt
heimili og fimm mannvænleg
börn; er elzta stúlkan orðin kenn-
ari, eða jafnvel tvær þær elztu,
vil eg þar ekki um fullyrða, en
þeim hefir gengið frámuhalega
vel við námið, eins og móðurinni.
Um kvöldið skemtum við okkur
við samræður heima hjá Sigbirni;.
‘bar þá margt á góma.
Á mánudagsmorguninn fórum
við til Minneota, vorum við þá í
boði til miðdegisverðar hjá Sig-
urði O. Anderson kaupmanni; var
hann okkur eins og bezti faðir,
hvenær sem tækifæri bauðst Sig-
urður er höfuðsmaður þeirra þarna
í Minneota. Hann er einn af þess-
um merkilegustu íslendingum —
sem þó eru sjaldgæfari — sem
allir bera traust til, og virðingu
fyrir. Stór maður og tígulegur,
en yfirlætislaus, jafn við lága sem
háa, kemur alstaðar fram til góðs,
og stjórnast alt af hreinum hvöt-
um. — Dæmi eg ekki þetta fyrir
eigin sjón og eigin raun eingöngu,
heldur miklu frekar fyrir almenn-
ingsorð, sem hann fær undantekn-
ingarlaust hjá ðllum þar syðra,
og öllum, sem af honum hafa haft
náin kynni. Sem verzlunarmaður
hefir hann hlotið mikinn orðstír,
og verzlun sú, sem hann hefir'
rekið þar í fjöldamörg ár, væri til
sóma, þó í stórborg væri. Er það
óefað sú stærsta og umfangsmesta
almenn verzlunarbúð (General
Store), sem íslendingar eiga eða
stjórna vestan hafs. Búðin er úr
múrsteini, 100 fet á lengd, 80 fet
á breidd; hefir búðin feikilegar
vörubyrgðir og öllu svo haganlega
og smekklega fyrir komið, og rúm-
ar því margfalt meira en ella.
Alt er þar gert viðskiftamönn-
um sem þægilegast. Þar eru
biðsalir, bæði fyrir kvenfólk og
karlmenn, og eru þeir alla jafna
allvel skipaðir, því aðsókn er mik-
il að verzluninni. Kjallari minnir
mig að sé undir allri bygging-
unni. Uppi á lofti er stór sam-
komusalur, sem rúmar um 500
/