Lögberg - 09.02.1928, Blaðsíða 7

Lögberg - 09.02.1928, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. FEBRtJAR 1928. Bla. 7. Norðurljós — Aurora Borealis - Eftir Jón Eyþórsson.. Furðu fáir íslenzkir rithöfund- ar hafa þreytt þá málraun, að lýsa «1 hlítar norðurljósum í óbundnu máli. Er annað tveggja, að það þyki sem að bera í bakkafullan lækinn að lýsa fyrirbrigði, sem svo er hversdagslegt á landi hér, eða þá að flestir hafa fundið, hve aflvana orðin verða samanborin við þessa vafurloga himinsins. Tíðræddara hefir ljóðskáldun- um orðið um norðurljósin, sem von er að. Allir kunna vísu Sigurðar Breiðfjörðs: v Norður loga ljósin há, lofts um boga dregin. Himinvogum iða á, af vindflogum slegin. Hún er ekki mjög skáldleg, en hún hefir óefað átt sinn þátt í því, að viðhalda þeirri hugmynd, að norð- urljósin bærðust fyrir vindi. Þetta er þó misskilningur, sem síðar mun sýnt fram á. Grímur Thomsen lætur norður- ljósin vera jóreyk undan hófum hins áttfætta fáks óðins, er hann fer á kostum eftir vetrarbrautinni eg treður tungla krapa. Gullfögur og sönn er lýsing Hannesar Hafsteins í kvæðinu Landsýn: Hafið var síbreitt af hrynjandi .fossum, oimininn kvikur af norðljósa blossum. ^Jograndi kögrar af litglæstu' , ^ IJósi ■yftust og sviftust á blásala hvel. omdrandi straumar frá ókunn- um ósi olguðu, geystust og hurfu 1 himindjúpt haustnætur þel. En þróttmest er hrifningin í norðurljósakvæði Einars Bene- diktssonar: Veit duptsins son nokkra dýrð- legri sýn, en drotnanna hásal í rafurloga? Sjá grundu og vog undir gull- hvelfdum boga! Hver getur nú unað við spil og vin? Sjálf moldin er hrein eins og mær við lín; mókar í haustsins visnu rósum. Hvert sandkorn í loftsins litum skín, og lækirnir kyssast í silfur- ósum. Við útheimsins skaut er alt eld- ur og skraut af iðandi norðurljósum. Erá sjöunda himni að Ránar rönd stíga röðlarnir dans fynr opnum tjöldum, en Ijóshafsins öldu.r með fjúk- andi földum falla og ólga við skuggaströnd. Það er eins og leikið sé huldri hönd. hringspil með giltrandi sprotum og baugum. — Nú mænir aTt dauðlegt á lifsins lönd frá lokuðum brautum, frá myrk- um haugum, og hrímklettar stara við bljóðan mar til himins með krystalsaugum. Hið djúpskygna skáld kveður upp úr með það, að norðurljós séu "rafurlogar”. Er það merkilegt vegna þess, að sú skýring á upp- runa norðurljósa er nú vísinda- lega staðfest. En um þær mundir, sem kvæðið var ort, voru vfst ekki margir, sem gerðu sér grein fyrir uppruna norðurljósanna. En ættum vér að lýsa norður- ljósum fyrir einhverjum, sem ald- rei hefði þau augum litið, mundu þessar ljóðrænu lýsingar ekki nægja. Vér snúum oss þá að lýs- ingum í óbundnu máli. Elzta lýsingin, sem til mun vera í norrænum bómentum, er í Kon- ungsskuggsjá. Er hún rituð í Noregi laust eftir 1200. — Sonur spyr föður sinn, hvað það muni vera, er Grænlendingar kalli norð- urljós. Segist faðirinn ekki vera um þá hluti fróðastur, “og hefi eg þá menn fundið iðulega , er lang- ar stundir hafa á Grænlandi ver- ið. og þykjast' þeir þar eigi sann- fróðir um vera, hvað það er„ En þó er svo um þann hlut, sem um Er matarlistin slæm? S^uS*^ SThjáft verT íj þá^h^fði fg Inn> matarlvsHn^ osn*að við verk- og nýt góðrar eg sef vel ur að öflu leítrwdar’„OK mér líð‘ Þúsundir mann*etuiY síðustu 35 dána og hvenna hafa, ?egja. Sumir vo’rn SfTU sö?,u að ir og máttfarnir a taH»aveiklað- af meltingarleysí 0Um,r „ Wáðust gasi í maganum u/írm*gaveikl. °,ífr?rt. .* domum, og feneu bót ™ie ri sJuk- Nuga-Tone gaf beim 8,ín.na- una og þrekið. Lét þeim^fin^611^" að þeir væru aftur ungir 0S þa angða. Nuna-Tone verhur r.!* gera hið sama fyrir bie nn„ að þarftu ekki að borga fyrir í,^ £'oslð at,yrgðina. sem prentuð er bx™1^11? í hverri flösku. Fáðu rdrag. 8ku fra iyfsaJanum strax flesta aðra þá, sem menn vita eigi til sanns, að vitrir menn færa í ætlan og getur og geta slíks um, sem þeim þykir þá vera vænlegast og sannlegast. En þessi verður náttúra og skipun á norðurljósi, að það er æ þess ljósara er sjálf er nóttin myrkvari, og sýnist það jafnan um nætur en aldrei um daga og oftast í niðamyrkrum en sjaldan í tunglsskini; en það er svo tilsýndum, sem maður sjái mikinn loga langa leið af miklum eldi. Þar skýtur af í loft upp að sjá hvössum oddum, misjöfnum að hæð og mjög ókyrrum, og verða ýmsir hærri og bragðar þetta ljós alt tilsýndum svo sem svipandi logi. En meðan þessir geislar eru hæstir og bjartastir, þá stendur þar svo mikið ljós af, að þeir menn er úti verða staddir, þá mega þeir vel fara leiðar sinnar svo og að veiðiskap, ef þeir þurfa. Svo og ef menn sitja í húsum inni og er skjár yfir, þá er svo ljóst, að hver maður kennir annan, sá sem inni er staddur. En svo er þetta ljós brigðilegt, að það þykir stundum vera dökkvara, svo sem þar gjósi upp svartur reykur á milli eða þykkur myrkvi, og er þá því lík- ast, að ljósið kæfist í þeim reyk sem það sé búið að slokkna. Og sem það kóf tekur að þynna, þá tekur það ljós annað sinn að birt- ast, og það kann að verða stundum að mönnum sýnist svo sem þar skjóti af stórum gneistum, svo sem af sindrandi járni því, er nýtekið verður úr afli. En þá er nóttin líður og dagur nálgast, þá tekur þetta ljós að lægjast, og er þá sem það hverfi alt í þann tíma er dagur birtist.” Þannig hljóðar hin látlausa og sannfróða lýsing Konungs skugg- sjár. En mjög er það undarlegt, að höfundur hennar (þ. e. faðir- inn) talar aðeins um norður’jós á Grænlandi eftir annara sögusögn. Er Konungsskuggsjá þó rituð norðarlega 1 Noregi, þar sem norð- urljós eru algeng; höfundur auk þess athugull mjög og stórlærður í náttúrufræði á sínum tíma. Þá hefir Jónas Hallgrímsson lýst norðurljósum — en því mið- ur á dönsku. Af því að þátturinn mun ekki hafa verið þýddur á ís- lenzku fyr, þykir mér ekki fjarri að birta hann hér í heild sinni eftir; Landfræðisögu Þ. Thorodd- sens; en þar er hann prentaður á frummálinu (IV. B. bls. 280-82).. “Kvöldið var yndisfagurt, blæja logn og alheiður himinn. Lestin okkar var komin norður á Gríms- tunguheiðí, og sáum við þaðan hilla undir gnípurnar á fjallgörð- um þeim, sem kvíslast norður úr héiðasléttunum, alt í sjó fram. Fja'llgarðar þessir eru allmiklu hærri heldur, en heiðarnar um miðbik landsins, og milli þeirra liggja dalir þeir og flatlendi, sem bygð eru; en heiðarnar eru aðeins notaðar sem bithagi fyrir fé og hesta, sem rekið er “á fjall” að vorinu. — Bláhvít þoka lá í dala- drögunum, en hún náði ekki svo hátt sem við vorum staddir. tJt- sýnin var opin norður yfir fjalla- klasann, þar sem gnípurnar gnæfa í fjarska upp úr þokuhaf- inu, eins og séiðandi töframynd. Fegurst var þessi sýn, meðan birt- unni var að bregða og kvöldbjarm- inn háði baráttu við náttkomuna. Eftir að sólin var horfin af há- sléttunni, þar sem við vorum staddir, glóðu þessir fjallatindar í kveldbjarmanum. En smám sam- an færðist rökkrið upp eftir þeim, og þeir slokknuðu sem kyndlar hver af öðrum og gnæfðu þá sem svartir klettar í þokuhafinu, unz þeir runnu saman í dökka óskýra heild. Máninn var lágt á lofti, fölur og drungalegur. lagði daufa skímu af honum í gegn um þoku- móðuna, og gerði hún fjallasýnina aðeins enn þá óskýrari. En þetta stóð ekki á löngu. Þegar alnátt- að var orðið, var eins og stjðrnu- skinið glæddist. Hlutir, sem í námunda voru, tóku aftur að verða greinilegri. Stafaði þetta að nokkru leyti frá sjálfri jörðinni; náttfallið hafði breyzt í hvíta héluhúð við næturkuldann og glitraði nú í stjörnuskininu. Um kl„ 11 komu í ljós tvær bjartar rákir á norðurloftinu. Það var fyrsti boðberi um norðurljósin. — I Fyrst í stað mintu þessar rákir á [ bleikföl blikifböndu, en smám sam- an risu fleiri lýsandi bylgjur, sem ! svifu hraðfara í ýmsar áttir. Og 5 skömmu síðar varð hreyfing þeirra | hægari, og björt ljósþykni mynd- | aðist í norðvesturátt um 10t—14 bogastig frá Norðurstjörnunni. j Síðan greiddist hún í sundur um ! miðbikið, og varð af lýsandi baug- ur, sem sendi geislatungur í allar áttir, svipaðar helgibjarma þeim, er stundum sjást um ásjónur dýr- linganna, á gömlum tréskurðar- myndum — svo kyrrar voru geisla- tungur þessar. Eg mintist þess, að hafa séð eitthvað svipað, sem átti að vera norðurljós, í gamalli danskri myndabók; en þá fanst mér það hlægilegt, því að eg trúði því ekki, að þau litu nokkru sinni þannig út í raun og veru. Þessi sýn varaði og að eins skamma stund. Brátt myndaðist hin al- genga flögrandi bylgjuhreyfing. Ljósblikið breiddist skyndilega út eins og kveikt væri á eldfimri loft- tegund, og mestalt norðurloftið varð sem í bjðrtu báli. — Oft hefi eg séð magnaðri norðurljós, eú fegurri minnist eg þeirra varla. Hinar síkviku bylgjur í öllum lit- brigðum græna, eldgula og rauða ljóssins geystust um himininn á alla vegu. Aðalhreyfingin kvísl- aðist þó út frá þeim stað, þar sem eg fyrst sá hringinn, og virtist mér móta ofurlítið fyrir honum innan um allar þessar hvíldarlausu hreyfingar. En af því að sam- ferðamenn mínir gátu ekki fallist á það, þótt eg vekti athygli þeirra, sak eg ekki fullyrða það. Má vera, að ímyndunin hafi leitt mig í gönur. Að hálftíma liðnum tók þessi loftsýn að förlast, litskraut- ið fölnaði, hreyfingarnar urðu hægari, og skinið varð dauft með köflum eða hvarf með öllu. — í þann mund var máninn kominn hærra á loft og skin hans skærara, svo að norðurljósanna gætti síð- ur. Alla nóttina sáust þau þó öðr- um þræði. Loks slokknuðu þau fyrir dagsbirtunni. En ekki skal eg fortaka, að þau hafi ekki einn- ig verið á loftinu eftir þann tíma sem ljósbleik og þunn ský; var mér nær að halda það. Annars er vert að geta þess, að næsta kvöld breyttist veðrið snögglega. Vindurinn hljóp í norðvestur, — fyrst með hellirigningu og síðan með kulda og fjúki. Hélzt sú veðr- átta með fáum upprofum í marg- ar vikur og breytti þannig svip- Iega sumri í vetur fyrir öllum í- búum Norðurlands.” Þessi lýsing Jónasar á auðsjá- anlega við það gervi norðurljósa, sem nefnd hefir verið “norður- ljósahjálmur.” Eg get ekki stilt mig um að taka hér upp nokkrar línur úr annari lýsingu á norðurljósahjálmi eftir Norðmanninn Sophus Trombolt. Eftir að hafa snildarlega lýst flögrandi norðurljósum með ýms- um blæbrigðum, segir hann: — “Þá birtist undrursamleg sýn. Um alt loftið kvislast geislatungur, sem allar hverfa að einum depli (segulskautinu) og mynda voldug- an Ijóshjálm yfir allt himin- hvolfið, svo fagran, að engin orð megna að lýsa og enginn pensill að mála. Alt það litaskraut, sem til er í hinu sjöþætta litrófi regn- bogans, hefir mælt sér mót, til þess að skreyta þennan dýrðlega geislahjálm. Þar getur að líta grænan lit sem smaragð, rauðan sem rúhín og bláan sem safír. Á einu leitinu leika glógrænir logar lausum hala; á öðrum rísa vold- ugar geislasúlur, er renna sem stoðir undir hina háglæstu hvelf- ingu. Og þarna er eins og him- ininn sé tjaldaður hárauðu hýja- líni, en að tjaldabaki lýsir af drif- hvítum geislatungum. Það er norðurljósahjálmurinn. — Fegurri sýn fær mannlegt auga aldrei litið; sá sem ekki hefir séð hana eigin augum, getur ekki gert sér nokkra hugmynd um þennan töfrandi sjónleik, sem engin lýs- ing er samboðin.” Hjálmurinn er efalaust feg- ursta, en sjaldgæfasta gervi norð- urljósa. Oftast líta þau út sem þunnir faldar (kögrar), er virðast hanga .beint niður og sviftast í ó- tal hlykkjum um loftið. Stund- um sjást þau sem bogi á norður- loftinu, stundum sem geislastaf- ir, er geysast beint upp á háloftið, og stundum að eins sem óreglu- bundin ljósflögur. Norðurljósin sjást tíðast á mjóu helti, sem liggur umhverfis norð- urskaut og segulskaut jarðar. Mið- depill hringsins er í Norðvestur- Grænlandi, því nær miðja vegu milli segulskautsins og norður- skautsins. Liggur beltið frá Finn- mörku í Noregi um sunnanvert Is- land, suðurodda Grænlands, Norð- ur-Canada, Alaska og síðan með norðurströnd Síberíu til Finn- merkur. Sunnan og norðan við þetta belti verða norðurljósin sjaldgæfari, en þau geta einnig sézt á allsuðlæg- um stöðum, t. d. Mið- og Suður- Evrópu; i hita'beltinu sjást þau aldrei. Um suðurhálfu jarðar er einnig suðurljósabelti af sama tagi, en það er lítt rannsakað. (Meira). Merk fornritaútgáfa. Vér skýrðum frá því í vor, að fyrir forgöngu Jóns Ásbjörnsson- ar hæstaréttarlðgmanns, hefðu nokkrir menn hér í bæ bundist samtökum um að efna til nýrrar, vandaðrar útgáfu á íslenzkum fornritum og væri ráðgert að byrja á sögunum. Nefnd manna hefir verið kosin til þess að ann- ast framkvæmdir í málinu: Jón Ásbjörnsson, Matthías Þórðarson þjóðminjavörður, ólafur Lárusson prófessor, Pétur Halldórsson bók- sali og Tryggvi Þórhallsson for- sætisráðherra. Hefir nefndin nú sent út ávarp, þar sem hún eggjar menn að styrkja fyrirtækið með fjárframlögum, og fer það hér á eftir: Nokkrir menn í Reykjavík hafa bundist samtökum um að efna til nýrrar útgáfu íslenzkra fornrita og kosið oss, sem undir ritum, í nefnd til þess að undirbúa málið. Til útgáfu þessarar á að vanda eftir föngum. Fyrir hverju riti verður saminn inngangur, er skýri stöðu, þess í bókmentunum, heim- ildargildi þess og listargildi og ýmislegt annað, sem lesendum má verða til leiðbeiningar. Einstök atriði verða jafnóðum skýrð neð- anmáls: vísur, torskilin orð, og orðatiltæki, fornir siðir og menn- ing; athugasemdir verða gerðar um söguleg sannindi og tímatal, vísað í aðrar heimildir til saman- burðar o. s. frv. Hverri sögu munu fylgja fleiri eða færri landabréf eftir þörfum, til skýr- ingar helztu viðburðum, enn frem- ur ættartölu-töflur og myndir af sögustöðum, fornum gripum og húsum. Ritin verða gefin út í jafnstór- um bindum, h. u. b. 30 arkir hvert, í heldur stóru 8 blaða broti. Sér- stök alúð verður lðgð við að velja góðan pappír og svipfallegt letur. Svo er til ætlast, að 2 fyrstu bind- in komi út vorið 1930, en síðan 1 eða 2 bindi árlega. Fyrst verða gefnar út íslendingasögur, Sturl- unga og Eddurnar, og þá Kon- ungasögur, Fornaldarsögur o. s. frv. Mun nánari áætlun um það birtast síðar. trtgáfu ritanna verður skift milli ýmissa fræði- manna, en svo hefir til talast, að Sigurður prófessor Nordal hefði aðalumsjón með útgáfunni, og er- um vér þess fullvissir, að hún sé þar í ágætum hðndum. Það mun varla geta orkað tví- mælis, að þörf sé á blíkri útgáfu, enda hefir verið vakið máls á þeirri þörf úr ýmsum áttum. Það þarf ekki að skera utan af því, að fornritin hafa jafnan verið dýr- asta eign Islendinga, á þeim er| reist menning vor heima fyrir og orðstír vor út á við. Það er átak- anlegasti vottur íslenzkrar fátækt- ar, sem til er, að vér skulum ekki eiga sæmilega útgáfu þeirra allra og alls enga af sumum. Það er ekki vansalaust fyrir þjóð vora, að vönduðustu útgáfur þeirra skuli vera erlendar. Ekkert get- ur verið ofgert, sem stuðla má að því, að þjóðin leggi meiri rækt við þau, lesi þau með meiri alúð og betri skilningi. Slík útgáfa sem þessi, er smám saman yrði í eigu allra fræðimanna, er íslenzk- ar bókmentiri standa erlendis, myndi og betur en nokkurar for- tölur brenna inn í hug þeirra eignarrétt íslendinga á þessum ritum. En oss er að vonum sárt um ásælni annara þjóða í því efni. Svo er til ætlast, að útgáfufyr- irtæki þetta eigi sig sjálft. Til samtaka vorra hefir verið stofn- að með frjálsum framlögum, og hafa þegar fengist loforð um c. 8,000 kr. Er tilætlun vor sú, að afla fyrst i stað með samskotum nægjanlegs fjár til að gefa út a. m. k. tvö bindi skuldlaust, og því að eins að það takist, verður ráð- ist í fyrirtækið. En útgáfukostn- aðinn áætlum vér 12—15 þúsund kr. á hvert bindi. öllu andvirði seldra bóka verður varið til þess að halda útgáfunni áfram. Til þess að unt verði að hafa útgáfuna svo ódýra, að hún geti orðið almennings eign, munum vér leita styrks úr ríkissjóði, en þó ekki fyr en safnast hafa með frjálsum samskotum a. m. k. 25 þús. krónur. Að síðustu, þegar lokið er út- gáfu merkustu fornrita vorra, og allur kostnaður greiddur, verður afgangurinn lagður í sérstakan sjóð. Þeim sjóði verður síðan varið til þess að endurnýja útgáf- una o. s. frv., til þess að gefa út mestu merkisrit síðari alda með sama hætti. Trtgáfa þessi á að verða metn- aðarmál fyrir oss íslendinga. Til þess að standa straum af henni, þarf allmikið fé, er fást verður með almennum samskotum. Er það mikilsvert, að sem flestir styrki þau og sem ríflegast. Fyr- ir því heitum vér hér með á lið- sinni yðar til þessa máls. Samskotunum veitum vér und- irritaðir viðtöku, hver í sínu lagi og svörum spurningum um útgáf- una, ef þess er óskað.” —Vörður. Islenzkur þjóðbúningur, karimanna. heitir bæklingur, sem nýkominn er áj markaðinn, eftir Tryggva Magnússon listamann. Eins og nafnið bendir til, ræðir bæklingur þessi um íslenzkan þjóðbúning, búning þann, sem feð- ur vorir klæddust á sðguöldinni. Á síðari öldum hafa íslenzkir karlar klætt sig að hætti annara Evrópumanna. Hafa þeir elt tízk- una, án þess að gefa því gætur, hvers konar búningur væri hent- ugastur á landi hér. — Ullin hfir verið seld óunnin út úr landinu. Erlendar þjóðir hafa unnið úr henni dúka og klæðnað, er íslend- ingar hafa svo keypt dýrum dóm- um. TVyggvj Mágnússon listamað- ur, höfundur þessa bæklings, hef- ir gerst forgöngumaður að því, að íslendingar tækju upp fornbún- inginn, þó með nokkrum smávægi- legum breytinugm. Hafa nokkr- ir ungir menn í Reykjavík tekið búning þennan upp sem hátíða- búning, og bendir margt til þess, að almennur áhugi sé að verða fyrir því um land alty að búning- ur þessi verði gerður að þjóðbún- ingi. Er það engum vafa undir- orpið, að fátt mundi setja jafn- þjóðlegan blæ á Alþingishátíðina 1930, eins og það, ef almenningur mætti þar í íslenzkum búningum. Hugmynd forgöngumannanna er ekki eingöngu sú, að koma hér upp hátíðabúningi, heldur og hvers- dagsbúning. En rétt er að láta höfund bækl- ingsins hafa orðið um stund.— Hann segir á bls. 11: “Hugmyndin með þvi að taka upp þjóðbúning er ekki aðallega sú, að breyta til um búning og fá sér fallegri föt og vera þjóðlegur o. s. frv. og eftn síður það, að setja sig að neinu leyti á það menning- arstig, sem forfeður vorir stóðu á á sðguöldinni. En vér getum tek- ið þá oss til fyrirmyndar, miðað við þeirra tíma. Aðalatriðið í þessari hugmynd er það, að fá hentugri og ódýrari klæðnað, en við notum nú (auðvitað spillir það engu, þó hann sé líka fall- egri), og ekki sízt það, að því verði komið við að nota meira íslenzka dúka til klæða, því það væri bein- línis þjóðþrifamál, og vér gætum í því efni verið meira sjálfum oss nógir framvegis en hingað til. ls- lenzku dúkarnir eru, að minsta kosti, í föt með þessu sniði, eitt hið álitlegasta og haldbezta efni, sem völ er á. En hvort sem notað væri í klæði þessi íslenzkt efni eða útlent, þá verða þau, jafnvönduð, miklum mun ódýrari, og ekki ein- ungis það, heldur er hægt að nota þau betur. út.” Á öðrum stað segir hann, að búningurinn geti orðið svo dýr og ódýr, sem menn vilja. í bæklingnum er nákvæm lýs- ing á búningnum, og allmikið af myndum. Er auðvelt að sníða og sauma búninginn, ef menn hafa bæklinginn við hendina. Frágangur bæklingsins er ágæt- ur, myndirnar eru fallegar, skýr- ar og greinilegar, eins og vænta mátti, þar sem Tryggvi hefir gert þæf úr garði. Menn þurfa að fá sér bækling þennan sem fyrst, því að enginn vafi er á því, að eftirspurnin eft- ir hbnum verður mikil.—Island. Frá Islandi. Reykjavík, 7. janúar. “Skuggsjá” heitir leikur, sem Leikfélag Reykjavíkur sýnir um þessar mundir. Höfundurinn er Sutton Vane. Var 1 fyrra sýndur hér leikur hans “Á útleið” og þótti mjög frumlegur og sérstæður. Má svipað segja um þennan leik og fjallar hann um samband þessa heims og annars. Aðalefnið er för nokkurra persóna inn í jarðlífið, gegnum það og aftur yfirum til sama staðar. Er brugðið upp myndum úr lífi þeirra. Og er leik- EPS Meðalið undraverða, sem maður and- ar að sér til að lækna vetrar | Kvef og Hósta \j/ )\ Handhægt meðal, töflur vafðar i silf- £ j urpappír. Hættuminni og áhrifa- J meiri en meðalablanda. urinn skörp ádeila á sumar stétt- ir manna, eigi sízt á dómara og heimshyggjumanna ýmissa stétta. Enda verður árangurinn af jarð- vistinni enginn og að því er virð- ist verri en engin fyrir suma. — Virðist leikurinn óskynsamlega bygður en einstakar < sýningar hans góðar og er hann afgbrigði- lega vel settur á leiksvið. Um meðferð hlutverka verður ekki dæmt bér. Hún mun hafa tekist misjafnlega, en sum hlutverkin eru þó talin vera prýðilega leikin. Hallbjörn Halldórsson lætur af ritstjórn Alþýðublaðsins nú um áramótin, «n við tekur Haraldur Guðmundsson alþm.. Hallbjörn tekur við forstöðu Alþýðuprent- smiðjunnar. Þá hefir og Kristján Albertsson látið af ritstjórn, en við tekur Árni Jónsson frá Múla. Enn hefir heyrst, að Jóni Bjðrns- syni hafi verið sagt upp starfi við Morgunblaðið. Kristsmynd kvað páfinn ætla að ge)fa hinni nýreistu Landakots- kirkju. Er hún gerð úr sedrus- viði og eftir spænskan ljstamann, Campanya frá Barcelona. Sigurður Kristjánsson bóksali hefir nú um áramótin selt Her- bert M. Sigmundssyni framkæmd- arstjóra bókaverzlun sína og for- lag, hús og lóð. Verzlunin verð- ur rekin áfram undir nafni Sig- urðar. “Helsingjar” heitir ljóðabók ný- komin út, eftir Stefán frá Hvíta- dal. SENT TIL ÞÍN t DAG BEZTU A AFÖLLUM TEGUNDIR B I A SORTUM Ef þér þarfnist, getum vér sent pöntun yðar sama klukkutím- ann og vér fáum hana. DRUMHELLER — SAUNDERS CREEK — SOURIS — FOOTHILLS — McLEOD RIVER — KOPPERS COKE — POCAHONTAS Kaupið Kolin Ykkar frá Gömlum, Areiðanlegum Viðskifta- mönnum. — Tuttugu og Fimm Ára Þekking Um Það, Hvernig Eigi að Senda Ykkur Hina Réttu Sort af Kolum D. D.W00D & S0NS Tals.: 87 308 ROSS and ARLINGTON STREETS INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS Amaranth, Man........ Akra, N. Dakota .... Árborg, Man.......... Arnes, Man........... Baldur, Man.......... Bantry, N.Dakota .. .. Beckville, Man....... Bellingham, Wash. .. . Belmont, Man......... Bifröst, Man......... Blaine, Wash......... Bredenbury, Sask..... Brown, Man........... Cavalier, N. Dakota .. Churchbridge, Sask. .. Cypress River, Man. .. DoIIy Bay, Man....... Edinburg, N. Dakota .. Elfros, Sask............ Foam Lake, Sask. .. . Framnes, Man......... GarSar, N. Dakota .. ., Gardena, N. Dakota .. Gerald, Sask......... Geysir, Man.......... Gimli, Man........... Glenboro, Man........ Glenora, Man......... Hallson, N. Dakota .. Hayland, Man.........*. Hecla, Man........... Hensel, N. Dakota .. ., Hnausa, Man.......... Hove, Man............ Howardville, Man. .. Húsavík, Man......... Ivanhoe, Minn. .... Kristnes, Sask....... I-angruth, Man....... Leslie, Sask......... Lundar, Man.......... Lögberg, Sask........ Marshall, Minn....... Markerville, Alta. .. Maryhill, Man........ Minneota, Minn. .. . Mountain, N. Dakota . Mozart, Sask......... Narrows, Man......... Nes. Man............. Oak Point, Man. .. . Oakview, Man......... Otto, Man............ Pembina, N. Dakota .. Point Roberts, Wash. Red Deer, Alta....... Reykjavík, Man....... Riverton, Man........ Seattle Wash......... Selkirk, Man......... Siglunes, Man........ Silver Bay, Man...... Svold, N. Dakota .... Swan River, Man. .. Tahtallon, Sask...... Upham, N. Dakota .. Vancouver, B. C. .. . Víðir, Man........... Vogar, Man........... Westbourne, Man. .. , Winnipeg, Man........ Winnipeg Beach. Man Winnipegosis, Man. .. Wynyard, Sask........ .......B. G. Kjartanson. .. .. B. S. Thorvardson. .... Tryggvi Ingjaldson. .......F. Finnbogason. ...........O. Anderson. ........Sigurður Jónsson. .......B. G. Kjartansou. . .. Thorgeir Símonarson. ...........O. Anderson .... Tryggvi Ingjaldson. . .. Thorgeir Símonarson. ..............S. Loptson ...........T. J. Gíslason. .. .. B. S. Thorvardson. ..............S. Loptson. .... Olgeir Frederickson. .......Ólafur Thorlacius. .... Jónas S. Bergmann. Goodmundson, Mrs. J. H. .. Guðmundur Johnson. .... Tryggvi Ingjaldson. .... Jónas S. Bergmann. .......Sigurður Jónsson. ..............C. Paulson. . .. Tryggvi Ingjaldsson, ...........F. O. Lyngdal .... Olgeir Fredrickson. .... .. .. O. Anderson, .. .. Col. Paul Johnson. ..........Kr. Pjetursson. .. .. Gunnar Tómasson. ......Joseph Einarson. .......F. Finnbogason. ...........A. J. Skagfeld. .......Th. Thorarinsson. . .. ,.......G. Sölvason. ................B. Jones. ..........Gunnar Laxdal. .......John Valdimarson. .. . ’. .. .. Jón Ólafson. ...........S. Einarson. .............S. Loptson. .................B. Jones. ...........O. Sigurdson. ..........S. Einarson. .................B. Jones. .......Col. Paul Johnson. ...........H. B. Grímson. ...........Kr Pjetursson. ...........F. Finnbogason. ..........A. J. Skagfeld. .........Ólafur Thorlacius. .............S. Einarson. ...........G. V. Leifur. ..........S. J. Mýrdal. ...........O. Sigurdson. ...........Árni Paulson. .......Th. Thorarinsson. ...........J. J. Mýrdal. . • • .......G. Sölvason. ...........Kr. Pjetursson. .......Ólafur Thorlacius. .......B. S. Thorvardson. .............J. A. Vopni. ..............C. Paulson. ........Sigurður Jónsson ...........A. Frederickson. .. .. Tryggvi Ingialdsson. ..........Guðm. Jónsson. .. .. .. Jón Valdimarsson .. .. Olgeir Frederickson. .............G. Sölvason. . .. Finnbogi Hjálmarsson. ...........G. Christianson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.