Lögberg - 09.02.1928, Page 6
BIs. ft.
LöGBERG, FIMTUDAGINN 9. FEBRÚAR 1928.
LjóniÖ og Músin.
Eftir Charles Klein.
(Saga sú, sem hér birtist í íslenzkri þýðingu,
kom fyrst út árið 1906 í New York).
Kunningsskapur sonar hans og dóttur Ross-
more dómara, hafði ekki farið fram hja hinu
glögga auga Ryders eldra, og það hafði valdið
honum töluverðrar áhyggju og óánægju, að
hann vissi vel, að sonur hans var all-tíður gest-
ur í húsí dómarans. Hann var svo sem ekki í
miklum vafa um hvað undir mundi búa og hon-
um fanst að hér væri að koma fram það, sem
hann kallaði “veiklun” \ skapgerð sonar síns.
Hann hafði kalíað son sinn fyrir sig og sagt
honum hreint og beint, að það næði engri átt,
að hann giftist dóttur dómarans. Til þess
væru tvær ástæður: fyrst og fremst sú, að Ross-
more væri sinn skæðasti óvinur, og þar að auki
hefði hann fastlega vonað, að hann, einka son-
ur sinn og einka erfingi að öllum sínum auð,
mundi elcki velja sér konu án síns samþykkis.
Hann sagði syni sínum, að sér fyndist það ekki
nema rétt og sanngjarnt, að hann réði nokkru
um kvonfang sonar síns og það því frekar, sem
hann þekti unga stúlku, sem hann vissi að væri
honum miklu hentugra konuefni, heldur en Miss
Rossmore. Það væri Kate Roberts, hin fríða
dóttir síns gamla og góða vinar, Senator Ro-
berts. Sagði hann, að þetta væri ekki að eins
mjög góður ráðahagur í sjálfu sér, heldur einn-
ig frá öllu sjónarmiði, sérstaklega æskilegur
fyrir báðar fjölskyldurnar. Jefferson hlustaði
á föður sinn ineð mestu stillingu og þegar hann
hafði lokið máli sínu, sagði hann, með mestu
hógværð en þó einarðilega og alvarlega, að það
væri bara einn galli á þessari ráðagerð, og hann
væri sá, að hér væri sinn eigin vilji alls ekki
tekinn til greina. Hann hefði engan hug á Miss
Roberts, og hann byggist ekki við, að hún kærði
sig mikið um sig. Það tæki engu tali, að þau
yrðu nokkurn tíma hjón. Ryder eldri varð æf-
ur við þetta svar; brá syni sínum um að hann
nú, eins og æfinlega, setti sig upp á móti sínum
vilja og samtalið endaði með því, að hann hót
aði að gera hann arflausan, ef hann giftist Miss
Rossmore, án síns samþykkis.
Jefferson var að rifja upp fyrir sjálfum
sér þessar endurminningar, þegar hann alt í
einu heyrði kvenmannsrödd, sem hann kannað-
ist vel við, og hann var ávarpaður á ensku:
“Helló! Mr, Ryder.”
Hann leit upp og sá tvær konur, aðra unga,
hina miðaldra, sem brostu til hans, þar sem þær
sátu í keyrsluvagni, sem staðnæmst hafði 'þar
úti á strætinu. Jefferson stökk á fætur, setti
um koll borðið, sem hann sat við, og næstum
því líka tvo Frakka, sem þar sátu, og flýtti sér
sem mest hann mátti út að vagninum, með hatt-
inn í hendinni.
“Komið þið sælar! Hvaðeruð þið að fara?
Þú ætlaðir að borða með mér miðdegisverð í
dag, Miss Rossmore, og Mrs. Blake líka. Eg
var rétt að fara á stað til að sækja ykkur.”
Mrs. Blake var systir móður Miss Rossmore
og nokkuð yngri. Maður hennar var dáinn
fyrir fáum ái’um og hafði eftirskilið henni tölu-
verðar eignir. Þegar hún frétti, að frænka sín
væri á leið til Evrópu ,þá hafði hún afráðið að
fara til Parísar og hitta hana þar og vera með
henni um tíma. Þær héldu til á gistihúsi, sem
ekki var all-langt frá því gistihúsi, þar sem
Jefferson hafðist við.
■Shirley sagði honum, að frænka sín hefði
þurft að láta gera eitthvað við fötin sín, en sig
langaði mikið til að fafa út í listigarð nokkum,
sem hún tiltók, ogj hlusta þar á hljóðfæraslátt.
Kannske vildi hann vera svo vænn, að fara
með henni þangað ? Svo gætu þau fundið Mrs.
Blake í gistihúsinu og farið svo öll saman til
miðdegisverðar.
Jú, hann var vel ánægður meÖ þessa uppá-
stungu. Hann hljóp aftur þangað sem hann
hafði setið, og borgaði þjóninum fyrir það, sem
hann hafði þegið, en gaf sér engan tíma til að
taka við býttunum og þótti þjóninum það und-
arlegt í meira lagi; svo flýtti hann sér út í vagn-
inn til Shirley.
Lítil ítölsk stúlka, óhrein og illa til fara,
hafði veitt því eftirtekt, að þessum unga Ame-
ríkumanni mundi að minsta kosti ekki standa
á sama um yngri konuna, sem í vagninum sat,
og kom hún því .fast til hans og rétti blómvönd
upp að andlitinu á honum, og þó hann sklidi
hana ekki vel, þá fanst honum hún segja, að
blómvöndinn ætti hann að kaupa handa fallegu
stúlkunni. Jefferson tók við blómvendinum og
lét hann í vagninn, og fylti lófa litlu stúlkunn-
ar með silfurpeningum. Jefferson spurði Shir-
ley, hvert hann ætti að segja keyrslumanninum
að halda, en Mrs. Blake sagði að bezt væri fyrir
sig að fara hér út úr vagninum, því saumakon-
an sín væri þar rétt hjá, og svo gæti hún bara
gengið heim til gistihússins. Jefferson hjálp-
aði henni því út úr vagninum og fylgdi henni
nokkuð á leið, og þegar hann kom aftur, hafði
Shirlev þegar sagt keyrslumanninum hvert
halda ðkyldi. Hann fór því upp í vagninn, og
þau héldu á stað.
“Segðu mér nú,” sagði Shirley, “hvar þú
hefir alið manninn og hvað þú hefir verið að
gera í allan dag.”
Jefferson breiddi feldinn yfir fætur stúlk-
unnar og hann gerði það einstaklega vand-
lega, og var kannske dálítið lengur að því, held-
ur en hann nauðsvniega þurfti. 0g varð hún
því að endurtaka spurninguna.
“Hvað að gera,” sagði hann brosandi. “Eg
hefi verið tvent að gera: Bíða eftir því, óþol-
inmóður, að klukkan yrði sjö — og að lesa það,
sem sagt er um bókina þína.”
IV. KAPITULI.
“Segðu mér nú, hvað blöðin segja um bók-
ina,” sagði Shirley, þegar hún var búin að koma
sér þægilega fyrir í vagninum og þau voru
komip á stað. Það leyndi sér ekki, að henni
var töluvert áhugamál að fá að vita þetta.
Henni hafði verið mikið áhugamál að ná í blöð
að “heiman”, því lienni fanst að mikið væri
undir því komið, hvemig blöðin tæku þessari
fyrstu bók sinni. Hún vissi, að bókin hafði
sumstaðar fengið mikið lof, og útgefendurnir
höfðu skrifað henni að salan færi dagvaxandi,
en hana langaði mikið til að sjá, hvernig rit-
dómarar' dæmdu um hana.
Eins og við mátti búast, hafði það haft tölu-
verð áhrif á hana, hve vel þessari fyrstu bók
hennar hefði verið tekið og hve mikla eftirtekt
hún hafði vakið. Hún hafði sagt frænku sinni,
í gamni þó, að þetta líklega kæmi sér til að hafa
alt of mikið álit á ájálfri sér, en í alvöru óttað-
ist hún nú samt ekki, að svo mundi fara. Hún
skildi, að það var efni bókarinnar, sem hér réð
allra mestu um, en ekki hennar eigin list á með-
ferð efnisins, og annað það, að bókin kom út á
þeim tímum, þegar allir voru að hugsa um og
tala um stórgróða félögin og stórgróða menn-
ina. Hafði ekki einmitt Roosevelt forseti ný-
lega sagt, að þjóðfélaginu bæri máske nauðsyn
til að takmarka auðsafn einstakra manna, svo
gífurlegt sem það væri orðið; og var ekki John
Burkitt Ryder einmitt auðugastur þeirra allra?
En hvað sem þessu leið, þá var það mjög á-
nægjulegt, live afar vel bókinni var tekið.
Þótt Shirley Rossmore væri óneitanlega
myndarleg og höfðingleg stúlka, þá varð þá
naumast um hana sagt, að hún væri reglulega
falleg. Til þess voru andlitsdrættirnir ekki
nógu, reglulégir, og hún var ekki munnfríð.
Svipurinn allur benti á viljafestu og sjálfstæði.
En það var eitthvað í andlitinu, sem meira var
um vert heldur en jafnvel kvenleg fegurð, því
það leyndi sér ekki, að hér voru miklar gáfur
og göfug sál. Hún átti ekki eitt af þessum
fríðu andlitum, sem engu sálarlífi lýsa og ekk-
ert fyrirheit gefa. Slík andlit vísa enga leið
að sálarlífinu, og oft er ekkert sálarlíf að finna,
hvernig sem, leitað er. óneitanlega eru þau
fögur á að líta, en ánægjan af að honfa á þau,
varir ekki lengi, því þau eru alt af eins, til-
breytingarlaus, sálarlaus. “Fegurðin er að-
eins á yfirborðinu, ” sagði einhver vitringur,
og aldrei ihefir sannara orð sagt verið. Fríð-
leikskonan, sem er bara fríðleikskona og ekkert
annað hefir svo mikið að gera við það eitt, að
hugsa um sína eigin fegurð og vekja eftirtekt
annara á henni, að hún hefir naumast tíma eða
löngun til að gefa sig við öðru, sem meira er
vert. Skynsgmir menn láta sér vanalega fátt
um finnast þ^r konur, sem ekki hafa annað sér
til ágætis, en fegurðina eina. Þeir geta haft
gaman af kunningsskap við þær, en þeir kæra
sig ekki um þær fyrir eiginkonur. Góð hús-
móðir er meira metin af eiginmanninum, held-
ur* en fríðkvecndið, þegar til lengdar lætur.
Shirley var ekki fríð, en það gat ekki hjá
því farið, að henni væri veitt eftirtekt. And-
litið vaú gáfulegt og bar ljósan vott um hæfi-
leika og sterkan viljakraft, en jafnframt góð-
látlegt og gat enginn látið sér detta í hug, að
henni stæði á sama um líðan meðbræðra sinna
og systra. Hún var ljós yfirlitum, augun brún
og greindarleg og augnahárin dökk og löng,
augnabrúnirnar fallega bogamyndaðar og hún
hafði fallegt nef. Hún greiddi hárið vel frá
enninu, og ennið var stærra en í meðaWagi og
vel lagað. Munnurinn var vel lagaður og
drættimir í kring um hann báru vott um mikið
viljaþrek. En hún gat brosað einstaklega fall-
ega, og þegar hún gerði það, þá mátti sjá, að
tennurnar voru jafnar, hvítar og fallegar. Hún
var nokkru betur en í meðaWagi há og heldur
grannvaxin, og bar sig ágætlega, og öll fram-
koma hennar bar þess vott, að hún væri af góðu
fólki komin og vel uppalin. Föt hennar voru
öll úr*ágætis efni, og fóru eins vel og bezt mátti
vera, en þó ekki íburðarmikil eða skrautleg, og
einhvern veginn var því þannig varið, að það
gleymdist fljótlega, hvemig hún hafí5i verið
klædd, þegar maður sá hana síðast, en, mynd
hennar sjálfrar var skýr í huga manns..
Þau fóm engan veginn skemstu leiðina,
þangað sem ferðinni var heitið, því Shirley
vildi nota ferðina til að sjá nokkra staði í borg-
inni, sem hún hafði heyrt eitthvað um, en ekki
fyr séð, og Jefferson undi sér ágætlega þar sem
hann sat í vagninum við hlið hennar, og kærði
sig ekkert, þó það drægist dálítið í tímann að
þau kæmust þangað, sem þau ætluðu sér að
fara. Það var eins með þennan ökumann, eins
°S 8eSJa má um flesta stéttarbræður hans í
París, að það var ekki annað sjáanlegt, en að
hann vissi minna en ekki neitt 'i þeirri list, að
keyra hesta.. Hann skeytti því engu, að halda
hestunum þeim megin á strætinu, sem vera bar,
heldur lét þá álpast eins og verkast vildi, vmist
til hægri eða vinstri, og var mesta furða, að
hann skyldi ekki hvað eftir annað reka sig á
a ra, sem voru á ferðinni, og brjóta sinn vagn
eða annara vagna. Það var ekki nærri laust
við að Shirley væri hálf hrædd á þessari
glæfra ferð, en Jefferson fuWvissaði hana um,
að öllu mundi vera óhætt, því það kæmi mjög
sjaldan fyrir, að keyrslumenn yrðu fyrir síys-
um, þó ókunnugum fyndist þeir keyra bæði ó-
varlega og vitleysislega.
“Segðu mér nú,” endurtók Shirley, “hvað
það er, sem blöðin segja um bókina mína. ”
Ó, þau bara segja öll, að hún sé mesta bók-
in, sem út hafi komið á þessu ári. Það er aðal-
efnið í öllu því, sem eg hefi séð um hana skrif-
að.”
“Nei, er það virkilega! Blessaður segðu
mér alt, sem þau segja um hana.” Hún var nú
ekki að hugsa um annað, en bókina, og það, sem
um hana var sagt, er hún tók utan um solbrenda
hendina á Jefferson, sem lá ofan á ábreiðunni.
Hann reyndi að láta ekki á neinu bera, en hjart-
að sló nú samt örara og blóðið rann hraðara,
er hann sagði henni sem bezt hann kunni frá
öllu lofinu, sem á bókina hennar væri borið.
“Þetta er ágætt,” sagði hún mjög ánægju-
lega. “Heldurðu að faðir þinn hafi lesið
bókina?”
Jefferson glottii við. Hann hafði nokkuð í
huganum, sem honum þótti vænt um að hafa
tækifæri til að segja, og hann svaraði glettnis -
lega:
“Eg býst við, að hann sé búinn að lesa hana
núna. Eg sendi honum eintak af henni.”
Hannj hafði ekki fyr slept orðinu, en hann
iðraðist eftir að hafa sagt þetta, því hann tók
eftir, að Shirley roðnaði við.
“ Svoí þú sendir honum eintak af bókinni,”
sagði hún með töluverðum hita. “Þá getur
hann getið sér til, hver höfundurinn er.”
“Nei, það getur hann ekki,” svaraði Jeffer-
son rólega. “Hann hefir enga hugmynd um,
hver bókina sendi, því eg sendi hana í póstinum
og hún bar það ekki með sér, frá hverjum hún
kæmi. ’
Það glaðnaði yfir Shirlev við þetta. Hún
taldi það mjög áríðandi, að því væri haldið
leyndu, hver höfundurinn væri, og þar sem hún
væri dóttir eins af dómurunum í yfirréttinum,
þá yrði hún að fara mjög varlega, því það vildi
hún sízt af öllu, aðl hún gerði nokkuð, sem föð-
ur sínum gæti verið til óþæginda. Það var mjög
vel til fallið af Jefferson, að senda Rvder eldra
bókina, og nú brosti hún mjög góðlátlega til
sonar hans og spurði:
“Hvernig veiztu, að faðir þinn fékk bókina?
Honum er sendur mesti sægur af bréfum og
pökkum allskonar, sem hann sér aldrei.”
“Hann fékk hana með skilum,” sagði Jeff-
erson hlæjandi. “Eg var oft heima í húsinu,
áður en eg lagði af stað, og einn daginn sá eg
hannj sitja með bókina inni í lestrarherberg-
inu.”
Þau hlógu bæði eins og krakkar, þegar þeim
hefir hepnast að leika einhverjar smá-brellur,
og Jefferson horfði í hvtíu, fallegu tennurnar
og hann var að hugsa um, hve aðdáanleg þessi
kona væri, og sú hugsun varð alt af ríkari og
ríkari í huga hans, að þessa konu hefði náttúr-
an ætlað til að vera sinn förunaut á lífsleið-
inni. Enn hélt hún sinni mjúku hendi um hend-
ina á honum og honum fanst að í gegn um
handtakið gæti hann fundið þær tilfinningar til
sín frá hennar hlið, sem hann óskaði eftir. En
það var alt misskilningur. Shirley leit að eins
á Jefferson sexn góðan vin og fólaga, sem hún
treysti vel og sagði fleira en nokkrum öðrum,
en lengra náðu tilfinningar hennar til hans alls
ekki. Alt í einu leit hann til hennar og sagði:
“Hefirðu nýlega frétt að heiman?”
Það var eins og hún yrði sérstaklega glöð
við þessa spurningu, því hún minti hana á það,
sem henni var kærast af öllu, heimilið hennar
og foreldra og föðurlandið, og henni fanst að
nú skorti ekkert á ánægju sína, annað en það,
að hún gæti ekki skroppið heim nær sem henni
sýndist. Það hafði verið henni mikið fagnað-
arefni, hve vel þessari fyrstu bók hennar hafði
'verið telrið, og svo hafði hún haft hina mestu
unun af ferðalaginu og dvöl sinni í París, ekki
sízt vegna þess, að þar hitti hún Jefferson
Ryder, sem henni féll bezt allra manna, að föð-
ur sínum undanteknum. Henni fanst hún nú
njóta alls, sem hún þráði, annars en þess að
vera heima. Það var ekki, nema mánuður síð-
an hún fór frá New York, en samt sem áður
hafði hún nú sterka heimþrá. Mest saknaði
hún föður síns. Henni þótti líka mjög vænt um
móður sína, en móðir hennar var dálítið van-
stilt kona, og henni hafði aldrei hepnast að
vinna ást og virðingu dóttur sinnar eins full-
komlega, eins og föður hennar hafði hepnast
það. Ef svo mætti að orði komast, þá hafði
hann verið leikbróðir hennar, þegar hún var á
barnsaldri; félagi hennar, þegar hún var ung-
iings stúlka, og vinur hennar og leiðtogi, eftir
að hún varð fullorðin. Rossmore dómari var
fyrirmyndar maður og fyrirmyndar faðir, í
augum dóttur sinnar. En spumingu Jeffer-
sons svaraði hún þannig:
“Eg fékk bréf frá pabba í vikunni sem leið.
Hann segir, að alt sé Kkt og það var, þegar eg
fór, en hann sakni mín mikið; mamma sé lasin,
eins og vant er.”
Hún brosti og Jefferson brosti líka. Bæði
vissu þau fullvel, að í raun og veru gekk ekki
mikið að Mrs. Rossmore. Hún var ein af þess-
um konum) sem fanst hún alt af vera veik, og
ef það kom fyrir, að hún fann’ hvergi til, þá
leið henni allra verst, því þá var hún svo hrædd
um, að nú væri eitthvað alvarlega rangt við
heilsu sína, eða mundi bráðum verða.
Þau hóldu áfram ferðinni góða stupd og
veittu eftirtekt því, sem fyrir augu bar, sem
bezt þau gátu, en það yrði of langt mál að lýsa
því öllu hér. En þess verður þó að geta, að
framan við eina bjórsölustofuna tóku þau eftir
storum hop af stúdentum, þeir mundu jafnvel
skifta hundruðum, sem þar sátu og voru allir
að drekka bjór, og Shirley virtLst þeir ganga að
því þannig, eins og það væri eina markmiðið,
sem þeir hefðu í þessu lífi. Henni fanst, að
þessir piltar væru til í alt, nema það sem þeir
áttu að gera, að læra. Þeir voru, að því er
Shirley fanst, mjög einkennilega og afkáralega
klæddir, ekki allir á einn veg, en með ýmsu
móti, alir öðruvísi en aðrir menn.
Shirley hló hjartanlega að þessari sjón, og
þótrti slæmt, að hún skyddi ekki hafa með sér
myndavélina sína, svo hún gæti tekið mynd af
þessum einkennilegu náungum og sýnt vinum
sínum heima hvernig) þeir litu út. .Tefferson
sagði henni, að þessir menn væru svona útlits,
vegna þess að þeir væru að reyna að líkjast
stúdentum eins og þeir hefðu verið einhvern
tíma á miðöldum. Engum þætti mikið til þeirra
koma, nema þeim sjálfum. Shirley ofbauð,
hve mikið þeir reyktu af vindlingum og hve
mikið þeir drukku af einhverju, sem hún vissi
ekki hvað var, en sem Jefferson sagði henni að
væri áfengi.
“Hvenær lesa þessir menn og hvenær sækja
þeir fyrirlestra?” spurði Shirley.
“Það eru nú ekki allir stúdentar, sem stunda
námið af miklu kappi,” sgaði Jefferson hlæj-
andi. “Flestir þessara manna eru aðkomandi
og hafa líklega aldrei séð París áður, og eru nú
að gleðja sig. Nú eru þeir að læra hvað lífið
er. Þegar þeir eru búnir að lifa svona um tíma,
kannske nokkuð lengi, þá fara þeir ef til vill að
líta í bækur sínar, það er að segja, ef þeirra
eigið líf er þá ekki um það leyti f jarað út, eða
peningar þeirra alveg þrotnir. Þig mundi stór-
furða, ef þú vissir, hve margir þessara manna,
sem eru sendir til háskólans með ærnum kostn-
aði og oft meiri sjálfsafneitun af foreldranna
hálfu, heldur en ókunnuga getur grunað, snúa
aftur heimleiðis eftir fárra mánaða dvöl í París,
stór-skemdir eða eyðilagðir á sál^ og líkama, og
án þess að hafa nokkurn tíma sótt fyrirlestur,
eða gert nokkuð í námsáttina, annað en að inn-
ritast við háskólann.”
Shirley þótti vænt um, að hún þekti enga
slíka menn, og ef hún skyldi einhvern tíma gifta
sig og eignast syni, þá myndi hún af öllu hjarta
biðja guð að varðveita þá og sig frá slíku ó-
láni og niðUrlægingu. Sjálf hafði hún töluvert
glöggva hugmynd um það, hve foreldrar legðu
stundum mikið í sölurnar til að kosta börn sin
til náms. Sjálf hafði hún notið háskólament-
unar ;Og það hafði verið miklu til hennar kost-
að. Margir gerðu lítið úr því, að konur stund-
uðu liáskólanám, en alla æfi skyldi hún vera
föður sínum þakkllát fyrir að hafa gefið sér
kost áj slíkri mentun. Mentunin hafði stórum
stækkað sjóndeildarhring hennar og þroskað
þær gáfur, sem hún hafði þegið af náttúrunnar
hendi. Þegar ’hún hafði lokið háskólanámi sínu,
hafði faðir hennar gefið henni kost á að leggja
fyrir sig það sem hún helzt vildi kjósa. Hún
hafði litla löngun til að taka verulegan þátt í
félagslífinu, en hins vegar gat hún ekki til þess
hugsað, að vera iðjulaus. Hún hugsaði sér um
tíma að verða kennari, en hafði ekki verulega
löngun til þess og fann, að sig mundi skorta til
þess þolinmæði, þegar til lengdar léti. Hins
vegar féW henni vel að rita og hafði fengið verð-
laun fyrir ritgerðir sínar í háskólanum, og vildi
hún nú reyna hvað hún kæmist á þeirri leið.
Hún skrifaði fjöldann allan af ritgerðum um
ýms efni, og sendi þær til margra tímarita, en
þær komu allar aftur með hógværum afsökun-
um fyrir því, að ritstjórinn teldi ekki æskilegt,
að birta þær. En hún hélt áfram engu að síður.
Hún vissi sjálf, að hún var vel pénnafær. Þetta
hlaut að koma af því, að hún skrifaði ekki um
þau málefni, sem ritstjórunum geðjaðist að.
Hún ’breytti því um umtalsefni, og loksins kom
að því, að hún fékk bréf frá ritstjóra tímarits
eins, semj þó þótti heldur lítilfjörlegt. Hann
vildi taka ritgerð hennar, og eins margar aðrar
ritgerðír frá henni, eins og hún gæti skrifað.
Nú fóru fleiri tímarit að prenta ritgerðir henn-
ar og sögur, og það var ekki að eins, að þau
væru viljug að prenta það, sem hún skrifaði,
heldur gerðu þau sér töluvert far um að ná í
það, og það ekki hvað sízt helzltu tímaritin.
All-lengi hafði hún haft mikinn áhuga á því að
skrifa skáldsögu, og nú var “The American
Octupus” undir rithöfundsnafni því, sem hún
hafði valið sér, komin út.
Yagninn stöðvaðist framan við listigarðinn
Luxemburg, því þangað var ferðinni heitið.
Innan við girðinguna sáu þau fallega og prýð-
isvel hirta grasfleti, gosbrunna og vel klædd og
hreinleg börn, sem þar voru að leika sér, og til
þeirra barst fagur og tilkomumikill hljóðfæra-
sláttur.
Jefferson fór þegar út úr vagninum og
hjáHpaði Shirley til að komast út. Þar sem hún
hafði leigt vagninn, vildi hún fá að borga fyrir
keyrsluna, en við það var ekki komandi af hálfu
Jeffersons.
Hann spurði því ökumanninn, hvað hann
skuldaði honum. ökumaðurinn var þrekvax-
inn náungi, rauður í andliti, með kænleg augu,
ekki ósvipuð augum kattarins. Hann hafði þeg-
ar ráðið við sig, hvað hann ætlaði að setja þess-
um útlendingum fyrir keyrsluna, og hann efaði
ekki, að það mundi vel hepnast að hafa tvöfalda
borgun út úr þeim, við það sem lögin leyfðu, því
þessi piltur og stúlka mundu fráleitt vita hvað
rétit væri í þessu efrti. Hann sagði því hiklaust
og ófeiminn að keyrslan kostaði tíu franka, og
hélt jafnframt upp sínum tíu fingrum til að
útskýra hvað hann ætti við.
Jefferson var rétt að því kominn, að rétta
honum tíu franka, þegar Shirley skarst í leik-
inn. Hún vildi ekki láta fara svona með sig.
Samkvæmt lögunum átti keyrslumaðurinn
heimtinig á vissri borgun og honum bar hvorki
meira né minna. Hún sagði því, ag það á betri
frönsku, heldur en Jefferson átti ráð á: “Þér
biðjið um tíu franka. Eg réði yðurjog síðan
eru réttir tveir tímar. Fyrir það eigið þér
fjóra franka.” En við Jefferson sagði hún:
“Gefðu honum einn franka að auki, það verða
alls fimm frankar.”
Jefferson gerði eins og Shirley sagði, og
rétti ökumanninum fimm franka, en honum datt
ekki í hug, að gera sig ánægðan með þessi mála-
lok og steig út úr vagninum og gerði sig líkleg-
an til þess að framfylgja því, með ofböldi, sem
Jhann vildi koma þessu Bandaríkjafólki í skiln-
ing um að hann hefði rétt til. Hann hélt að
hann ,ætti hér við Englendinga, og hann talaði
ómjúkum orðum við þau Jefferson og Shirley,
þegar hann fann, að þau þrjózkuðust við að
borga honum það ,sem hann vildi hpfa:
1