Lögberg - 08.03.1928, Blaðsíða 3

Lögberg - 08.03.1928, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. MARZ 1928. • Bls. 3. Fékk nýrnaveiki upp ur skarlatssótt. Kona í Nova Scotia Mælir Sterk- lega með Dodd’s Kidney Pills. Mrs. E. Young Tók Út Miklar Kvalir í Nýrunum. Halifax, NJS., 5. marz (einka- skeyti)— “Eg get með góðri samvizku mælt með Dodd’s Kidney Pills við alla t>á, sem þjáðir eru af nýrnaveiki,” segir Mrs. E. Young, að 101 Barrington stræti. Þegar eg var fjórtán ára gömul stúlka, fékk eg skarlatssótt. Upp úr henni fékk eg nýrnaveiki. Eg leið miklar kvalir. Læknishjálp kom að engu haldi. Eg gat ekki gengið. Nábúi okkar sagði: “Þvi ekki að reyna Dodd’s Kidney Pills?” 'i Fósturforeldrar mínir útveguðu mér þær og eg tók úr þremur öskjum. Mér batnaði og eg hefi ekki íundið til veikinnar síðan. Alíir, sem hafa veik nýru, ættu að nota Dodd’s Kidney Pills. Eg mæli ávalt með þeim við þa, sem hafa bakverk, sem orsakast af veikum nýrum.” Það er ástæðulaust að þjast aí nýrnaveiki, þar sem Dodd’s Kid- ney Pills fást hjá öllum lyfsölum og hjá The Dodd’s Medicine Co., Ltd., Toronto 2. Ferð til Minnesota. Eftir G. J. Oleson. (Niðurl.) Við litum inn á skrifstofu Min- neota Mascot, sem Gunnar B Björnsson hefir gefið út nú um fjórðung aldar. Gunnar er nú fluttur frá Minneota og seztur að í St. Paul; hefir hann virðulegt stjórnarembætti, er í skattanefnd ríkisins (Tax Gommission), en blaðið á hann enn og prentsmiðj- una, og gefur út; eru synir hans stjórnendur blaðsins nú og ferst vel úr hendi. Gunnar skrifar stöku sinnum ritstjórnargreinar, en að öðru leyti starfrækja þeir bræður útgáfuna. Er Hjálmar ritstjórinn kornungur, en hæfur Injög; hefir hann hina prúð- mannlegustu framkomu og ein- kennilega gáfulegt höfuð; er auð- séð að í þeim kolli býr nokkuð. — Valdimar, sá hinn sami sem vann mælskusamkepnina í St. Paul fyr- ir nokkrum árum, stundar nú nám, en Björn er á skrifstofunni með Hjálmari. Allir eru þeir bræður fallegir og gæfulegir drengir. — Mascot hefir alla tíð verið eitt allra myndarlegasta smábæjarblað, sem hægt er að finna um þvert og endilangt þetta land, og það heldur enn sama strikinu. — Á skrifstofunni kynt- umst við líka Mr. Kristni John- son, sem um langt skeið hefir starfað við’ blaðið, og mun eiga einhvern hluta í því, rnjög liðleg- ur og alýðlegur maður. Séra G. Guttormsson sáum við að eins í svip; hann var í Minne- apolis þegar við komum suður, var því messufall þennan sunnudag, sem við áttum þar viðdvöl. Séra Guttormur unir hag sínum vel og íslendingar allir þar syðra hafa á honum miklar mætui-. Þá góðu og skemtilegu drengi, Bjarna Jones og Pétur Jökul, hefði eg haft gaman af að sjá, en því gátum við ekki komið við. Einn- hefði eg haft gaman af kynnast manni, sem svo vel skrifaði í blöð- in á fyrri árum, en sem nú hefir hefir hengt upp hörpu sína eða Þá leikur á hana í einrúmi, en eg á við hr. G. A. Dalman; en það írat ekki látið sig gerast. Nú kvaddi eg Stefaníu móður- systur mína (sem enn lá veik í ruminu) og mann hennar og svo alla kunningjana, sem við náðum í. en síðast þá Anderson bræður. Að forníslenzkum höfðingjasið leysti Sigurður okkur út með gjöf- um; gerði hann ekkert endaslept við °kkur, sá góði drengur. Tók- Járnefni er Nauðsynlegt Fölu og Taugaveikluðu Fólki. ^^rnefni, sem tekið er úr skepn- m, er sama eðlis og það, sem áui-?1?nnmuin °£ hefir undraverð jjf™ á heilsufar hans. T. d. eyð- Pfð Þreytuverkjum, leti og hug- ysi, gerir hörundið áferðarfall- inn °g i'tfagurt; eykur matarlyst- tau og úætir meltinguna; styrkir breVnar og veitir manni meira 0B ’ yeitir endurnærandi svefn betHenr heiisona að öllu leyti líða vef sterkari og iætur manni ev?fUi?a",I'one hefir þessi efni og u þau tekin með mestu ná- æmni úr heilbrigðum skepnum. ^essi efni samlagast blóðinu mik- o betur heldur en önnur járn- ?In!> sem notuð eru. Nuga-Tóne netir hka í sér phosphorus, sem er alveg nauðsynlegt fyrir heil- ann og taugarnar og önnur efni, sem nauðsynleg eru til viðhalds goðri heilsu og styrkja hana. Ef heilsan er slæm og þú ert tauga- slappur og þér líður ekki vel, þá faðu Nuga-Tone og reyndu það í nokkra daga, og efjiú ekki sérð og Dnnur mikinn mismun á sjálfum Per til hins betra, þá skilaðu af- ganginum og fáðu aftur peninga Þma hjá lyfasalanum. um við hattinn ofan I virðingar- skyni við Minneota þorp, þegar við keyrðum af stað og báðum því allrar blessunar í komandi tíð. Seinni hluta dagsins keyrði Halldór frændi með okkur til Montevideo, sem er um 40 mílur norður; þar býr Kristjana dóttir Sigbjörns, gift Sigurði Gunn- laugssyni. Hafa þau átt þar heim- ili nokur ár, eða síðan þau hættu búskapnum að Clarkfield. Veðrið var inndælt og vegurinn eins og fjöl. Sigbjörn, þó gamall sé, slóst í för með okkur og varð ekki meint af. — Montevideo er allstór og myndarlegur bær, er sumt af hon- um bygt í dalverpi, en nokkur hluti hans uppi á hæðarbráninni. Kristjana frænka er lík systr- um sínum, hin myndarlegasta kona, og hin mesta búkona. Hún var ein heima af sínu fólki; Sig- urður var úti í bygð og sáum við hann aldrei í ferðinni; börnin sum eiu orðin fullorðin og komin að heiman, en sum voru á sk'la. Dóttir hennar elzta, Grace, hefir um átta ára skeið kent við æðri Mentastofnun í Minneapolis, sá eg hana árið 1919, er hún kom til Glenboro með röður sínum; hún er nú gift, en heldur samt áfram kenslustarfinu. önnur dóttir Kristjönu dvelur á ítalíu, er hún sönghæf með afbrigðum og hefir vakið mikla athygli, og er alment talið, að hún muni vinna sér mik- inn orðstír á sviði sönglistarinn- ar, ef henni endist aldur. Um hana var skrifað ítarlega í Lög- bergi á síðastliðnu hausti og skýrt frá hlutverki sem hún þá var ný- búin að leysa af hendi, afar vanda- sömu, henni til mikils sóma. — Alls eiga þau hjón sex börn. Þegar heim kom frá Montevi- deo, fór eg að heimsækja þá einu systurina, sem eg hafði nú enn ekki séð; það er yngsta dóttir Sig- björns, Margrét ISigurbjörg (Mrs. Anton 0. Kompelien), gift norsk- um manni og býr þar í nágrenn- inu við föður sinn. Reka þau ekki búskapinn í stórum stíl, en líður vel og eru ánægð með sitt hlut- skifti. Hún tók á móti okkur með opnum örmum; hafði eg sérstaka ánægju af að kynnast henni, því hún er svo bjartsýn og andinn svo frjáls. Þau hjón eiga sex börn, og leggja þau um fram alt alla rækt við það að koma börnunum til manns, sem kostur er. Eru tvær elztu dætur þeirra mjög sönghæfar og söngelskar, sú elzta Marjorie Kompelien, hefir nú um skeið verið í St. -Olaf söngflokkn- um í Northfield, Minn., sem hefir mikinn orðstír fengið í Banda- ríkjunum. Ferðaðist hún með flokknum um stórborgir Banda- ríkjanna frá hafi til hafs s. 1. ár. Og síðan við vorum á ferðinni syðra, er hún orðin sólóisti söng- flokksins og er flokkurinn nú sem stendur í leiðangri um Austur- og Mið-Suðurríkin; fékk eg ný- skeð bréf frá henni, er hún þá stödd í Grand Rapids, Mich., og lætur hún vel yfir leiðangrinum. —Önnur dóttir þeirra er við nám á miðskóla í Montevideo, og er sagt, að hún einnig hafi merkilega söngrödd. — Við kvöddum þau Kompelien hjónin og þökkuðum alúðarviðtökur og óskuðum þeim allra heilla. Um kvöldið á vökunni brugðum við okkur yfir að Högnastöðum til að kveðja Jóhann og Guðnýju. Höfðum við lofað þeim að koma aftur áður en við færum. Áttum við þar hina hlýjustu og ánægju- legustu stund um kvðldið, sem við minnnumst lengi; við skröf- uðum og drukkum kaffi, og héld- um svo heim, þegar langt var lið- ið á vöku. Um morguninn (föstudagsmorg- un) vorum við árla á fótum, því nú skyldi heim halda; var alt heimafólkið komið á fætur á und- an okkur. Við kvöddum og þökk- uðum, en gátum ekki þakkað eins og skyldi, því þarna höfðum við lifað eins og kongar og var alt gert til þess að gera okkur sem á- nægjulegastar stundirnar. — Crr garði leysti Sigbjörn okkur báða með gjöfum; munum við lengi geyma það til minja um þessa skemtiför. Árni Josephson kom á tilteknum tíma og dóttir hans Lena, sem slóst í ’förina norður. Lögðum við á stað er því nær albjart var orðið, hugfangnir, glaðir og hryggir í senn, með blessunar- óskir yfir heimilið, sem svo vel hafði farið með okkur, og bygð- ina, sem svo alúðlega breiddi faðminn á móti okkur. Við héld um til Madison, drukkuin kaffi hjá dætrum Árna, héldum svo I norður þjóðveginn No. 6 og bar lítið til tíðinda annað en það, að Árni vildi vera að smástanza og fá sér kaffi og ost (ost-sandwich- es), en osturinn var óvíða til í matsöluhúsunum. Komumst við til Fargo, er farið, var að skyggja og héldum þaðan vestur á bóginn til Valley City og gistum þar um nóttina; leið okkur að öllu leyti vel. Árni vakti okkur snemma um morguninn og lögðum við af stað áður birti, sáum við því aldrei Valley City í dagsbirtu, þótti okk- ur það skaði, því bærinn stendur í djúpum dal, sem sagður er undra fagur. — Við héldum vestur veg- inn, sem leið lá til Jamestown, en áður en við náðum þangað, kom ólag á vélina, sem þó ekki tafði ferðina að neinu ráði, en við ótt- uðumst að af mundi verra stafa, svo við fórum til vélameistara þar og báðum hann að gera við vél- ina á meðan við snæddum morg- unverð. iStóð' ekki á löngu, að bíllinn væri til og við lðgðum af stað; en brátt kom í ljós, að ekki hafði maðurinn komist fyrir mein- semdina, svo við snerum aftur og sögðum “betur má ef duga skal”. Var hann nú ekki lengi að finna hvað að var og laga það. Á með- an vjð töfðumst þarna, sendi eg skeyti heim; héldu allir, er frétt- ist um skeytið frá Jamestown, að við mundum vera komin á vitfirr- ingahælið þar, en það reyndist nú á annan veg. — Veðrið um nóttina og morguninn var guðdómlegt, hreinviðri og blíða og blakti ekki hár á höfði, og voru menn alstað- ar að plægja, en það leyndi sér ekki er á daginn leið, að við vor- um að sækja mót norðrinu, þvi veðrið fór kólnandi, og þegar við komum að landamerkjalínunni, er aðskilur ríkin, var ekki lengur plógþítt, og norðanátt var orðin bitur. Á tollhúsinu var engin viðstaða. Bandaríkjamegin voru þeir fegnir að losast við okkur, en Canada megin var enginn sérstak- legur fögnuður að fá okkur aftur á sveit okkar. Vegurinn versnaði strax eftir að við komum af möl- borna veginum sunnan landamær- anna, því rignt hafði mikið, og versnaði eftir því sem lengra dró inn í Canada. Alt var líka frosið og óþjált. Við lögðum upp frá Crystal City er skyggja tók, komust norður hjá Glenora, mistum þá allan vind- inn úr einni gjörðinni, stóðum því uppi vindlausir í kolniðamyrkri, og ljóslausir, því Johnson gleymdi luktinni suður í Minnesota; samt þæfðum við nú í myrkrinu og kuldanum, og kuldinn var bitur, en komum gjörðinni á endum í lag og héldum á stað; þunglega sóttist okkur þó róðurinn, því veg- irnir voru eins og istórgrýti og svo fraus vatnið í bílnum, en það gat-eg fljótlega þítt og haldið á- fram og til Baldur, en þaðan voru 14 mílur heim. Lögðum við nú alt kapp á að komast heim sem fyrst, en vegur- inn var ekki greiðfær, því versti spottinn af allri leiðinni var frá Baldur til Glenboro. Við símuð- um frá Crystal City, að við mund- um verða komin heim kl. 6 e.m., en hún var orðin 9, er við náðum heim til Árna Jóesphssonar, og var þar veizlu slegið upp á móti okkur. Árni hafði lagt svo fyrir, að beztu alifuglunum yrði slátr- að og þeir matreiddir. Skipaði Árni mér að sækja fólk mitt, til þess að hjálpa til að gera fuglun- um skil og öðru góðgæti, og dugði ekki annað en hlýða honum. Alt var í bezta lagi er heim kom, fagnaði eg öllu í senn, að hafa farið, haft svona skemtileg* og góða samfylgd, skemtilega og upp- byggilega viðdvöl, og nú að vera kominn heim heill á húfi og finna alt eins og það átti að vera. En það mátti lítið tæpara standa, Canada andaði kalt á móti okkur, því nú var fyrir alvöru að kólna og veturinn að ganga í garð. Við sátum veizluna hjá Árna í bezta yfirlæti fram um miðja nótt. Fáa eiga þau hjón sína líka að risnu og höfðingsskap, og þekkingu á því að láta gestum sínum líða sem bezt. Nú voru hjónin og heimafólkið kvatt og gestrisni þökkuð og Árna góð sam- fylgd. Fylgdi eg Johnson heim t’l hans og vorum við léttir í lund eftir ferðina, og bundum við fastmælum, ef alt færi skaplega, að verða samferða til íslands árið 1930. Og nú fó reg heim, heim, heim! * * * Bygð íslendinga 1 Minnesota er óefað í fremstu röð íslenzkra bygða vestan hafs; er hún ein elzta bygðin, og sú bygð hefir verið nánu menningarsambandi För sérgœðingsins. Á sólskinstímum æskunnar dreymir margan mann um mikilleik þess valds, sem í framtíð krýnir hann; leitar því úr átthögum yfir fjöll og dali, þótt illhleypur slíkar þær margoft sálu kali. Honum fanst alt heima svo ömurlegt og autt, af öllu sönnu lífi svo gersamlega snautt. Hans æska og fjör gat lengur ei unað við þau kjör, sem aðeins hæfðu þrælum, er væru’ á grafarför. Hann skildi því við átthagann og æsku sinnar spor, og öruggur tók skrefin á braut, með dug og þor. — Var of-stór fyrir ráðin, sem reynsla’ og móðir gaf, og ræddi’ um slíkt með léttúð—flæktur í heimskutraf. Leiðin hans lá fyrst eftir förnum, breiðum veg, þars fram með stóðu hallir; sú dýrð var furðuleg, svo honumdvaldist ofmjög við glaum og glys og skraut. en gætti síður hins, hvernig tíminn leið á braut. Hann lenti næst í skógum með skugga og allskyns feikn, sem skráðu á stofna trjánna hin furðulegust teikn. En honum gramdist tálmun og töfra kyngivald, þó táður og þyrnum rifinn hann komst með ekkert gjald. Þá skógur loks var genginn stóð hann eyðimörku á, þar augum vart má trúa; því hyllingar þau sjá. Efans vald er máttugt, nú uggir hann hverja sýn frá endurrisi sólar þar til mánasilfrið skín. Svo tóku við urðir, svo örðug gjörðist leið, hann einnig mætti nokkrum, sem sorfnir voru af neyð og hjálpar beiddust, uppgefnir leiðum lífsins á. Hann leit ei við en stjakaði nokkrum þeirra frá. iLoks kom hann að giljum, sem ginu myrk og há, þars ginnhvítir fossar sér steyptu brúnum frá, og efst upp undir tindinum hófst hrika-kletta breið, en hæzt bar ríkissetrið, er lengi hafði’ hann þreyð. Hversu lengi tók að klifa, eg get hér ekki greint, því gátur þessa mannlífs, þær ráða margir seint, en um síðir fann hann veldið, þess vald og okurmátt, frá vestri alt það náði að morgunsólar átt. Nú leit hann fyrst til baka á gjörvöll gengin spor, hvert gagn hann hefði unnið—þá hafði’ hann siglt úr skor — Og leiðin hún var aðeins hans eigin hvata hlaup, og ánægjan að síðustu bara drukkið staup. Frá vöggunni til grafarinnar árum hafði hann eytt í endalausa baráttu að sigra — ekki neitt. Já, lífið það var harmleikur heimskunnar við tál, sem háð var til þess aðeins að kvelja líf og sálí Hve feginn vildi’ hanni gefa sinn auð og okurvald, með öllu skrauti’ og prjáli, sem hangir um konungsfald, að mætti’ hann heima standa við móður sinnar kné, og mæli litlum skifta um bræðra’ og systra vé. Að mætti’ hann létta sorgir og sólskin flytja þeim, sumar tæta’ úr vetri, er kólga fylti geim, sjálfs sín hvötum stilla svo> hóf að hugsun hver að hálfu væri s m æ 1 i n gjans, er þunga dagsins ber. Meðan vegir voru ekki mölborn-j ir, var jafnan illfært í rigninga- i tíð, og er enn, þar sem ekki er möl-1 borið; en nú eru allir aðalvegir,! þvert og endilangt um bygðina, j afar breiðir og vel gerðir; eru j menn haldnir á brautum viðast | hvar ársins hring til þess að j hirða veginn, hefir Minnesota rík-1 ið fengið mikið frægðarorð fyrir sitt mikla og aðdáanlega vega- kerfi, sem á tiltölulega fáum ár- um hefir verið afrekað; og stend- ur það einna fremst í tölu rikja Bandarikja sambandsins á þessu sviði, eru þó flest ríkin farin að leggja mikla við vegagerðir, sem er óhjákvæmilegt á þessari bif- reiðaöld. Minnesota íslendingar eru ekki eftirbátar íslendinga á öðrum stöðum með gestrisnis anda, er hann auðvitað viðast einkenni Is- lendinga, sérstaklega í sveitum og smærri bæjum; og engin íslenzk bygð hygg eg eigi eins margt stór- menni á ýmsum sviðum í hlut- föllum við fólksfjöllda, eins og íslenzka bygðin í Minnesota (það er vestan hafs), og það er sann- arlega álitlegur hópur, sem æðra námsskeið hefir stundað af ekki fjölmennari hópi en íslendingum þar syðra, og eftirsókn eftir mentun og andlegri menningu, er óefað meiri meðaí íslendinga þar syðra, heldur en á sér stað alment meðal fólks vors hér norðar. landamæranna. Félagar mínir og eg sendum okkar hjartans þakklæti til allra, sem greiddu veg okkar og sýndu okkur alúð, og það voru allir, sem við kyntumst. Við óskum ykkur farsældar, árs og friðar og ósk- um bygðinni ykkar allrar bless- unar og frama í framtíðinni. Megi hún halda áfram að vera um langan aldur ljós íslenzkrar menningar, íslandi til sóma og hinu nýja fósturlandi ykkar, Ban- daríkjunum, til gagns og bless- unar. * # # Vegurinn til gæfu nær að vöggu sérhvers manns, er varðaður móður ráðum um lendur heimaranns. Tak því eigi veginn, sem: bendir burt í geim, því brotsjóar mannlífsins sigla ei skipum heim. Egill H. Fáfnis. við umheiminn. Ágætismenn og atorkumenn margir voru það, sem fluttu til Monnesota, enda voru það flest Austfirðingar; margir að vísu komu með nokkur efni, miðað við efnahag íslenzkra vest- urfara, og hafa Minnesota íslend- ingar máske verið jafn-efnaðast- ir allra vestur-íslenzkra nýlendu- manna; en feikna erfiðleika áttu þeir við að stríða framan af ár- um; sértsaklega var ill yfirferð- in í bleytutíð, því jarðvegurinn er svo gljúpur og límkendur, og feikna afreksverk hafa margir þeirra unnið. Bygðin er fögur og björguleg og mannvirki mikil hjá bændum, bæði hvað húsakynni snertir, uppþurkun á landi, sem er óhjákvæmilegt víða, og er í sambandi við það afar kostnaður, eru skurðir grafnir um landið og pípur lagðar, sem flytja vatnið burt af ökrunum. Eftirmáli.—Ýmsar villur hafa slæðst inn í þessa kafla, allskon- ar. Skaðlegust er villan í blað- inu 26. jan., þar sem getur um læknirinn á Akureyri; er hann nefndur Finnur Jónsson, en á að vera Jón Finnsson; þannig var það áreiðanlega í handritinu, en prentararnir hafa snúið því við, því þeir eru svo vanir við Finn Jónsson. Einnig þar sem vitnað er í landnámssöguna, sem segir frá, að iS. S. Hofteig hafi komið til Minnesota 1879; leiðrétting á þessari villu stóð í síðasta árs Almanaki, sem mér var ekki kunn- ugt um, er eg skrifaði greinina. j Bið eg hlutaðeigandi velvirðingar lyfsölum á þessu. — Einnig í Lögb. 9. feb., er Sigurður Anderson nefndur S. O. Anderson, á að vera S. A. Anderson. í b'.aðinu 23. feb. er ekkja K. S. Askdal nefnd Sólvör, á að vera Salvör; og máske ýmis- legt fleira. Ort til Mr. og Mrs. Þórður Bjamason, Selkirk, Man. (Flutt í silfurbrúðkaupi þeirra 7. febr. 1928.) Ykkur, silfurbrúðhjón blíð beztu heillaóskir færum; ykkur styðji alla tíð eilíf drottins verndin fríð, hreki sérhvert harmastríð, hans þið vefjist armi skærum. Ykkur, silfurbrúðhjón blíð, beztu heillaóskir færum. Fjórðungs aldar farið skeið fe’.st hér nú að ykkar baki. Þið hafið kannað þyrnileið, en þýðum stefnt að lífsins meið, brotist gegn um böl og neyð, björgum lyft með Grettis taki. Fjórðungs aldar farið skeið felst hér nú að ykkar baki. Þið hafið stundað dygða dáð drengskap með og gæfu hlotið. Fögru kærleiksfræi sáð, fátækra á götu ^tráð, gjöfum býtt með gleði og náð, guðs miskunnar ætíð notið. Þið hafið stundað dygð og dáð, drengskap eflt og virðing hlotið. Lifið svo í lukku og frið, langa sæludaga hljótið! öll við biðjum alheims smið ykkur veita styrk og lið ófarið um æfisvið, aðstoð hans og hjálpar njótið. Lifið svo með lukku og frið, lífsins sæludaga hljótið. Margrét J. Sigurðsson. Nýjasti kj örkaupastaðurinn í Winnipeg —Hugmynd vor með Bargain Basement, er að hafa á boðstól- um góðar og ábyggilegar vörur fyrir lægsta verð. — (1) Með þetta fyrir augum, er sölukostnaður, flutnings- kostnaður og allur annar kostnaður, gerður eins lítill og mögulegt er. Engar útsendingar, engar C.O.D. pantanir, engar símapantanir. Engum vörum skift. Engar póst- pantanir. — (i2) Mest of þessum vörum er tekið úr söludeildum vor- um í búðinni. Með þessu er átt við, að hér eru engir afgangar eða úr- gangsvörur á boðstólum. Vér spörum viðskiftavinum vor- um mikla peningá. —Með því að koma daglega í Bargain Basement, sparið þér yður hér mikið fé. VINNU-SKYRTUR handa karlmönnum og drengjum. Mikill sparnaður. Hyggielgt að koma snemma að morgn inum, það er vor ráðlegging. Biáar karlmanna khaki Chambray skyrtur Áfastur kragi. Stærðir 16, 16% og 17.... 49c .... KARLM. CHAMBRAY VINNU-SKYRTUR Rúmgóðar; Að eins bláar. Gott efni, áfastur kragi. tvöfaldir saumar. Stærð 14% til 17.. KARLM. SKYRTUR ÚR DOMET FLANNEL Khaki eða gráar; rúmgóðar, gerðar úr sterku efni; mjög vel gengið frá saum- um; áfastir kragar, hneptar Stærðir 14% til 17 ... JJ)1.ZU . 75c Tveir hneptir vasar. STERKAR SKÓLASK. DRENGJA Gráar, ýmsar gerðir. Hneptar ermar; áfastur kragi. Þola vel misjafna með- ferð. /»q Stærðir 121/2 til 14 ...........0»/C KARLM. KHAKI VINNU-SKYRTUR Sérstaklega haldgott efni; vel rúmgóðar; mjög vel gengið frá öllum saumum. Áfastur kragi, sem má færa út.. qq Stærðir 14% til 17 .......... OI/C KARLM. STERKAR SKYRTUR, gráar eða khaki. Blönduð ull og bómull. Áfastir krag- ar; vel saumaðar og víðar. Stærðir Uy til 17 ......... 98c FALLEGIR HÚSKJÓLAR fyrir konur og stúlkur Aðeins $2.95 Gerðir úr ull, Jerseys og ljómandi nýmóðins fataefni. í einu eða tvennu lagi. Hent- ugir stúlkum og eldri kon- um. Ljósir, brúnir og fleiri litir. Stærðir 16 til 44. SENDIBRÉFA EFNI. 10c Alveg sérstaklega lágt verð 18 sendibréfa efni, með samstæðum umslögum í fall- egum öskjum. Sumar ark- irnar eru gljápappír, sumar hafa fallega borða á röðun- um. Litir hvítir, bláleitir, rauðleitir, o. s. frv. KARL. SKÓR, HÁIR og LÁGIR, $2.95 Fallegir skór, úr svötru og brúnu leðri. Ekta leðursól- ar. Sumir með Goodyear- bryddum sólum og togleður hælum. Allar stærðir. HÚSSKÓR FYRIR KONUR 85c. Gerðir úr bómullar Broad- cloth. Margir litir, bláleit- ir, rauðleitir, 1 jósleitir, iog grænleitir o.s.frv. Litlir, meðallagi og stórir.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.