Lögberg - 08.03.1928, Page 7

Lögberg - 08.03.1928, Page 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. MARZ 1928. B1&. 7. FUND ARGJ ÖRNIN GUR hins þriðja ársþings Hins sameinaða kvenfélags. Hið þriðja ársþing Hins sameinaða kvenfélags Hins evan- geliska lúterska kirkjufélags Islendinga í Vesturheimi, var sett í fundarsal Fyrstu lút. kirkju í Winnipeg, á mánudaginn 13. Febrúar, kl. 2.30 e. h. Þetta var fjölmennasta kvenfél. þing, sem haldið hefir verið hjá oss, lúterskum Islendingum. Erindsrekar frá hinum ýmsu kvenfél., auk framkvæmdar- nefndarinnar, og hópur kvenna, sem voru gestir, sátu alla fund- ina og sýndu mikinn áhuga fyrir öllum málum, er voru rædd á þeim fjórum fundum, er haldnir voru. Fyrsti fundur.— Forseti, Mrs. Finnur Johnson, setti fundinn með því, að sunginn var sálmur og las svo Mrs. B. B. Jónsson biblíukafla og flutti eftirfylgjandi bæn:— “Himneski, góði faðir, kenn oss að skilja vegi þína og vilja þinn. Hjálpa þú oss, góði Guð, og leiðbeindu okkur í öllum okkar veiku tilraunum til að efla ríki þitt hér á jörðinni. Legg blessun þína yfir þetta litla þing kristinna kvenna. Kenn þeim að sjá vilja þinn og með einlægum hjörtum og með fúsum vilja að reynast köllun sinni trúar. Haltu hendi þinni yfir oss og heimilum vorum öllum, góði Guð, og kenn þú oss, sem viljum teljast kristnar konur, þannig að hegða oss i öllu dagfari, að við aldrei köstum skugga á nafn þitt með breytni vorri, heldur megum verða sönn fyrirmynd. Hjálpa þú oss til þess fyrir þinn son og vora beztu fyrirmynd, Jesúm Krist.” Forseti ávarpaði fundinn og bauð alla erindsreka og gesti velkomna fyrir hönd Framkvæmdarnefndarinnar, og útnefndi Mrs. 0. Stephensen, Winnipeg, og Mrs. 0. Anderson, Baldur, í kjörbréfanefnd. Samkvæmt kjörbréfum þeim, er fram voru lögð, áttu eft- irfylgjandi konur sæti á þinginu, ásamt framkvæmdarnefnd félagsins: — Fyrir hönd Herðubreiðar safn. kvenfél., Lang- ruth, Man.: Mrs. B. Bjarnason; fyrir hönd kvenfél. “Björk”, Lundar, Man., Mrs. Júlíus Eiríksson; fyrir hönd kvenfél. “Framsókn’% Gimli, Man.: Mrs. Ásdís Hinriksson; fyrir hönd kvenfél. “Baldursbrá”, Baldur, Man.: Mrs. O. Anderson; fyrir hönd Fyrsta lút. kvenfél., Winnipeg, Man.: Mrs. Björg John- son, Mrs. Elín Johnson, Mrs. Friðrik Bjarnason og Mrs. C. B. Julius; fyrir hönd Árdals safn. kvenfél., Árborg, Man.: Mrs. Ásgeir Fjeldsted, Mrs. K. J. Sveinsson og Mrs. I. Ingaldson; fyrir hönd Bræðra safn. kvenfél., Riverton, Man.: Mrs. B. Dal- man; fyrir hönd kvenfél. “Sigurvon”, Húsavík, Man.: Mrs. J. Sigurdsson; og fyrir hönd Trúboðsfél. Fyrsta lút. safnaðar, Winnipeg, Man.: Mrs. E. Fjeldsted. Skrifari las bréf frá kvenfél. Ágústínusar safnaðar og frá kvenfél. Immanúel safn., sem lýstu því yfir, að ómögulegt yrði að senda erindsreka á þingið í þetta sinn, en skýrslur félag- anna fylgdu og voru lesnar af skrifara. Tvö félög höfðu beðið um inngöngu í Sam. fél., og var um- sókn þeirra borin upp formlega fyrir þingið. Voru það kvenfél. “iSigurvon,” Húsavík, Man., og Trúboðsfélag Fyrsta lút. safn- aðar í Winnipeg. Var þeim veitt innganga í Sam. fél. og er- indsrekar þeirra skrifuðu undir lög félagsins. Embættismenn lögðu fram ársskýrslur sinar, er sýndu framför í ýmsum málum. Ar»skýrsla forseta. Kaeru félagssyttur I Það mun þykja viðeigandi, aö eg á þessum ársfundi félags vors leggi fram ofurlitla skýrslu yfir starf þess, frá því í sumar, að það hélt sinn síðasta ársfund meðan á kirkjuþinginu stóð. Þið, sem voruð á ársfundinum í sumar kannist allar við, hve tím- inn var takmarkaður og tækiíærið lítið til að ræða áhugamál félags- ins. Tók því félagsstjórnin það fyrir til reynslu að breyta til og hafa ársþingið í Winnipeg í Febrúar-mánuði. Þetta er þá ástæðan fyrir því, að nú erum við hér sarnan komnar, þó upphaflega væri hug- myndin sú, að hafa ársþing þessa félags í samibandi við kirkjuþingið. Saga félagsins er ekki löng. Þetta er þriðja þing þess frá því það var stofnað, en mig langar til að benda á, að þrátt fyrir það liggur eftir það gott verk. Á eg þar sérstaklega við hin ágætu erindi, sem flutt hafa verið á báðum þingunum, sem haldin hafa verið. Annað uin kvenfólagsstarfsemi frá ýmsum hlið'um,” flutt af frú Kirstínu H. Ólafson, Gardar, N. Dak., en hitt “heimilið,” flutt af frú Ingibjörgu Ólafsson, Gimli, Man. Bæði uppbyggileg og lærdóms- rík, og mjög vel viðeigandi, þvi á þessum sviðum liggur aðal starf- semi konunnar. Það hefij stundum verið sagt, að það séu ekki lög eða landsstjórn, sem aðallega valdi gaafumun þjóðanna, heldur séu það konurnar, mæðurnar, heimilin. Nú á tímum heyrir maður svo oft talað um að nú séu hættulegir timar fyrir æskulýðinn, og er þá fulil ástæða fyrir oss, sem heimili og börn höfum, og einnig þær konur, seni á eftir oss koma, að athuga í hverju isú hætta liggur og hvernig hægt sé að spoma við henni. En jafnvel þótt hættan kunni að vera minni en sumir álíta, þá er samt sem áður gott aö hugsa sem vandlegast um málið. Stjórnamefndin kom sér saman urn að taka málið á dagskrá og verja einhverju af tíma þessa þings til að athuga það. Þetta er svo mikið mál, að það sýnisit næstum ofdirfska að leggja út í það. En þótt uppeldismálið sé stórt mál og margþætt, þá skyldi það ekki fæla oss frá að taka það til umræðu og getum vér ávalt hugsað og talað um einhverja hlið þess, þó aðrar kunni að verða útundan. Á þingi félagsins, sem haldið var á Giml* 1926, benti eg á að heppilegt væri að félögin tækju trúboðsmálið á sína dagskrá, þannig að tileinka því máli sémtaka fundi, t. d. þriðja eða fjórða hvern fund eftir ástæðum og hefði fasta nefnd, sem undirbyggi þá fundi. Sú nefnd gæt aflað sér þekkingar á málinu, því nóg er til af ritum því viðvíkjandi og gæti þetta orðið kvenfélögunum yfirleitt til upp- byggingar. Fundarefnið, sem fyrir liggur er oft lítið og verða fund- irnir þá daufir og leiðinlegir. Gasti þetta meðal annars bætt úr því. Þetta geta öll kvenfélög gert, hvað fámenn og fátæk sem þau eru, og þannig aflað sér fróðleiks í þessu máli. Ekki hefi eg heyrt að kvenfélögin hafi tekið upp þessa aðferð, að undanteknu kvenfélagi Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. En nú verður þetta mál tekið fyrir á þessu þingi. Á síðasta þingi hvatti Mrs Marteinsson kvenfélögin til þeiss, að reyna að koma á guðsþjón- usturn á heimilunum, en eins og áður er tekið fram var tíminn þó svo takmarfcaður að efcki var hægt að taka nokkrar ákvarðanir í því máli. Nú verður það tekið fyrir að nýju og m,un Mrs. Marteinsson inn- leiða umræður um málið á öðrum fundi þessa þings. Nú langar mig til að benda erindsrekunum á það, að þegar þær koma heim til félags- systra sinna, þá ættu þær að gefa nákvæma skýrslu, helzt skriflega, um það, sem fram fer á þinginu. Fyrst og fremst eiga félögin heimt- ing á því og svo gætí það leitt til þess, að félögin eignuðust sameig- inleg áhugamál, sem stækkaði sjóndeildarhringinn og yrðum vér þá hæfari til að vinna 'saman að áhugamálum vorum. Því miður eru nokkur kvenféllög, Semi enn standa fyrir utan þenn- an félagsskap, en eg vona að þess verði ekki langt að biða, að þau verði öll meðlimir þessa sameinaða félags. Eitt finst mér að sé öllu öðru fremiur því valdandi að sum kven- félögin sjá litla ástæðu til að tilheyra þessum félagsskap. Astæðan er sú, að frá upphafi virðast flest safnaðarkvenféJög hafa haft að- eins einn tilgang og eitt takmarfc, og það er að afla fjár til safnaðar- þarfa. Þetta er engan veginn óeðlilegt, því söfnuðurnir hafa verið og eru enn, flestir fátækir, og þörfin fyrir peninga er mikil. Þessi peningamál hafa því orðið svo rík í hugum félaganna, að þau hafa svo að segja skygt á alt annað. En kvenfélögin hafa áreiðanlega ástæðu til að gefa sig við öðrum má]um kirkjunnar og kristindómsins, heldur en peningamálunum einum. Þau mega ekki gleyma þeirn dýrmæta sannleika, að ett er nauðsynlegt enn í dag eins oig það var forðum og það er að konurnar og kvenfélögin læri að velja sér hið góða hlutsfcifti og sitji við fætur Frelsarans og læri af honum . Kvenfélögin þurfa að læra að gefa sig meira við hinni and- Iegu hlið kirkjumálanna heldur en þau hafa alt til þessa gert. Það er naumast þörf að minnast þesis hér, því það hefir svo oft verið tekið fram áður, að þessi sameining á ekki að verða byrði á félögun- um svo að nokkru nemi. Þessi 10 cents af meðlim getur naumast kall- ast því nafni. Þó hefir oss enn ekki teki-st að útrýma þeim ótta, en hann hlytur að hverfa, því hann hefir ekki við neitt að styðjast. Stundum hefir verið um það spurt hvernig félagið hugsi sér að verja þeim peningum, sem inn koma. Því miður vex sjóðurinn seint, því tekjurnar eru litlar, eins og fyr er að vikið. En eg má svara þessu þannig, að félagsstjórnin litur svo á, að æsfcilegt væri ef nokfc- ur tök væru á því, að senda hæfa fconu til þeirra safnaða. sem enga prestsþiónustu hafa og kanmske engan sunnudagsskóla til að leið- beina í þe^snm efnum og einnig í uppeJdismlálum. Kannské verðtir þesisi félagsskapur einhverntima fær um að styrkja einhverja efnilega og góða stúlku til að undirbúa sig undir það starf. Eg legg svo mál félags vors í yðar hendur, kæru félagssy9tur og þakka það mikla traust og umburðarlyndi, sem þér hafið sýnt mér, og eg bið góðan Guð að blessa yður og öll störf vor á ókominni tíð. Guðrún Johnson. Því næst lásu erindsrekar ársskýrslur sínar og var að þeim góður rómur gefinn. í skýrslu þeirri frá Langruth, sem lesin var af Mrs. Bjarnason, var getið um lát Mrs. önnu Baker, er hefir í mörg ár svo vel starfað að kirkjumálum, og mintist forseti hennar með mjög hlýjum orðum, og sagði frá því, að hún hefði verið á þeim fundi í Selkirk, Man., þar sem Hið sam. kvenfél. var stofnað. Skýrslur þessar voru meðteknar og var lýst ánægju yfir því, hversu vel þessi kvenfél. störfuðu að hinum mörgu málum á dagskrá sinni, og var sérstaklega talað um, hversu vel málefn-* inu um heimilsguðsþjónustur hefði verið tekið. Skýrt var frá, að forseti hefði ferðast til Argyle og heim- sótt hin ýmsu kvenfél. þar, og féhirðir, Mrs. R. Marteinsson, heimsótt kvenfél. í Riverton, á Gimli, að Húsavík og í Selkirk, til að tala máli Hinna sam. kvenfél. Búist er við, að þetta verði til góðs. Árangur sá að kvenfél. “Sigurvon”, Húsavík, er nú eitt í þessum litla hóp. Skýrt var frá því, að framkv.nefndin hefði ákveðið að leggja fyrir þing, eftirfylgjandi grein, sem viðbót við grundvallar lögin: “Að öllum prestskonum kirkjufélagsins sé gefið sæti á þinginu með öllum þingréttindum.” Var þetta rætt og sam- þykt. <j$| Þó að kvenfél. Selkirk safn. sé enn ekki í tölu Sam. kven- félagann, var þó gestur þaðan, og var henni boðið orðið. Kom þá Mrs. J. Hinriksson fram og þakkaði boðið, og að vilja þings- ins las hún ársskýrslu skrifara þess félags, er sýnir hve vel starfandi það félag er. Mrs. Hinriksson var þakkað og forseti lét þá von sína í ljós, að Selkirk kvenfél. gengi inn í Sambandið áður en næsta þing mætti.. Var svo fundi frestað til kl. 8 að kveldi þessa sama dags og “Faðir-vor” lesið sameiginlega. Annar Fundur:— Fundur var settur með því .að sunginn var sálmur, og las séra R. Marteinsson biblíukafla og flutti bæn. Allir erindsrekar voru á fundi og margir gestir. Miss G. Markússon, meðlimur kvenfél. “Stjarnan”, var á fundi sem gestur, og skýrði fundinum frá því, að skýrsla frá því kvenfél. yrði send seinna til skrifara. Á þessum fundi flutti Mrs. Finnur Johnson erindi, mjög vandað og uppbyggilegt: “Eðli og þarfir barna og unglinga.” Mrs. Johnson var þakkað með hlýjum orðum. Sönglokkur kvenfél. Fyrsta lút. safnaðar skemti með þvl að syngja tvö lög: “Heyrið þér ei klukkur kalla?” og “Fleet- ing Hour.” — Var þessum flokk svo vel tekið af þingheimi, að þær sungu hið fagrai lag, sem öllum íslendingum er svo kært: “Tárið.” Mrs. !S. K. Hall söng af sinni vanalegu list, tvo söngva: “Nú legg eg augun aftur” og “Þey, þey, og ró, ró.” Mrs. R. Marteinsson flutti erindi um “Heimilisguðsþjón- ustu.”. Var þetta fagra erindi flutt í þeim tilgangi, að hvetja til umræðna um það efni. — Eftir að Mrs. Marteinsson var þakkað fyrir erindið, tóku nokkrar konur til máls og mátti heyra, að þetta málefni hefir verið íhugað af ýmsum kvenfé- laganna, og virtist það vera álit flestra, og heimili vor færu mikils á mis við það, að þessi þáttur tilbeiðslu og þakklætis væri svo mjög vanræktur. Var svo eftirfylgjandi áskorun samþykt: “Þingið skorar á öll kvenfél. að taka þetta mál, “heimilisguðsþjónustur”, heim með sér og vinna að því eins vel og þeim er unt í þeirra bygð- arlagi, og komi svo með skýrslu um þetta starf á næsta þing.” Sálmur sunginn og “Faðir-vor” lesið í sameiningu. — Fundi frestað til kl. 2.30 næsta dag. Þriðji fundur.— Fundur byrjaði með sálmasöng. Las svo Mrs. Marteins- son biþlíukafla og flutti bæn. í fjærveru skrifara var Mrs. Ásgeir Fjeldsted, frá Árborg, kjörin í hennar stað. Allir erindsrekar nema einn viðstaddir og margir gestir. Trúboðsmálið, var aðal-mál þessa fundar. Mrs. H. Olson innleiddi málið með mjðg góðu erindi, og mintist þess meðal annars, að hentugt myndi vera að senda hæfan kvenmann út til þeirra staða, sem enga prestsþjónustu hefðu, og hjálpa til þess að stofna sunnudagsskóla og uppfræða börn. — Taldi hún víst, að margar kenslukonur myndu verða fúsar til þess að verja tíma af sumarfríi sínu til þess starfs. Miklar umræður urðu um þetta mál og árangur varð sá, að þrjár konur: Mrs. Marteinsson, Mrs. F. Johnson og-Mrs. H. Olson, voru kosnar til þess að undirbúa áskorun í þessu máli. Var svo eftirfarandi áskorun samþykt á næsta fundi: “Þing Hinna sam. kvenfél skorar á stjórnarnefnd kirkjufélagsins, á næsta kirkjuþing að sinna Heimatrúboðsmálinu meir1 á næstu árum en hefir verið á síðustu árum. Vill þing þetta leyfa sér að benda kirkjufélaginu á tvo vegi, sem því virðast færir í þessu máli: (l)Að útvega einhverja hæfa konu, helzt skólakennara, til að ferðast milli þess fólks, sem lítilla eða helzt engra guðs- þjónusta nýtur, og leiðbeina því í kristindómsmálum og sér- staklega um uppfræðslu ungmenna í kristnum fræðum. Þing- ið lítur svo á, að helzt myndi vera að fá einhverja konu, sem sinnir kenslustörfum, að takast þetta á hendur þann tíma árs- ins, sem hún hefir frí frá störfum sínum. Vill Sam. kvenfél. gjarnan vera kirkjufél. hjálplegt í þessum efnum eftir beztu föngum. (2) Að hlutast til um, að þeir söfnuðir, sem fasta prestsþjónustu hafa, gefi prest sinn eftir svo sem tvo eða þrjá sunnudaga á ári, án þess þó að þeir missi nokkuð af launum sínum, svo þeim gefist kostur á að heimsækja prestslausa söfn- uði, og annað fólk, sem engum söfn. tilheyra. Er þá ekki um annan kostnað að ræða, en ferðakostnað, sem efalaust myndi koma inn við guðsþjónustur sem prestarnir væntanlega flytja. Þingið lítur svo á, að söfn., sem fasta prestsþjónustu hafa, ættu ekki að líða tilfinnanlega við það, og þingið telur vafa- laust að prestarnir séu viljugir að gjöra þetta.” iSöngflokkur kvenfél. Fyrsta lút. safn. söng tvo lög: “Klukknahljóð” og “Oft in the Stilly Night.” Voru svo bornar fram veitingar. Mrs. H. G. Henrickson flutti þá erindi um “Heiðingjatrú- boð, þörf þess og árangur.” Var henni vottað þakklæti og skor- að á konur, að taka þetta mál á sína dagskrá. — Sálmur sung- inn og “Faðir-vor” lesið sameiginlega. — Fundi frestað til kl. 7.30 e. h. Fjórði fundur.— Fundur byrjaði með því að syngja sálm. Dr. B. B. Jónsson las biblíukafla og flutti bæn. • Allir erindsrekar á fundi og fjöldi gesta. Uppástunga, studd og samþykt, að Kvenfél. þingið verði haldið um þetta leyti næsta ár. Svo fóru fram kosningar em- bættismanna, og hlutu þessar kosningu: Forseti: Mrs. Finnur Johnson, endurkosin; vara-fors.: Mrs. H. Olson, endurkosin; skrifari: Mrs. B. S. Benson, endurk.; vara-skrifari: Mrs. H. G. Henrickson; féhirðir: Mrs. R. Marteinsson, endurk.; vara-féh.: Mrs. Ásgeir Fjeldsted. — Meðráðakonur: Mrs. 0. Anderson, Baldur, og Mrs. O. Stehensen. — Yfirskoðunarkonur: Mrs. H. S. Bardal og Mrs. S. Olafsson, Gimli, endurkosnar. Flutti svo Mrs. B. B. Jónsson mjög vandað erindi: “Fram- sókn kvenna”, og talaði hún sérstaklega um áhrif kvenna á kirkju, skóla og heimili. Erindi þessu var góður rómur gefinn og var henni þakkað. Mrs. H. B. Olson söng með snild þrjú lög; Mrs. Björg John- son las kvæði, og söng svo Mrs. Alex. Johnson mjög fallegt lag á ensku.. Forseti lýsti því yfir, að öll starfsmál þingsins væru nú afgreidd og var svo þinginu slitið með því að sálmur var sung- inn og “Faðir-vor” lesið sameiginlega., Báru svo kvenfélagskonur Fyrsta lút. safnaðar fram mjög myndarlegar veitingar, og var þeim þakkað það af Mrs. O. Anderson, fyrir hönd gestanna. Ritari fundarins.. Stóri Jakob. Haustmilda blíðviðrið laðaði vinnuþreyttan borgarlýðinn burt úr rykinu út í skóga og upp til fjalla. Það er jafnan fátt um manninn í Seattleborg á sunnu-, dögum eftir hádegi — menn þá úti við vötnin og í listigörðunum. Eitthvað alveg óvanalegt er nú að gerast í Ballard borgarhlutan- um þennan sunnudag, því nálega tvö þúsund menn eru þar saman komnir, og allur þessi mikli mann- grúi drýpur höfði í samúð og sorg við lík börur eins íslendings. Því- líkt hefir víst aldrei áður skeð hér vestan fjalla, og óvíst það endur- takist í nálægri framtíð. Fleiri hefðu, þó- viljað vera þar en gátu — og þar á meðal sá, er þetta ritar. Mér óaði við, þegar eg sá hann fyrst — eg svo lítill en hann svo voða stór, en eg kyntist honum fljótt og mér fanst eg kynnast honum undarlega vel á jafn- skömmum tíma Viðmótið var að- laðandi, gestrisnin einlæg. Það sópaði að honum á gleðimótum og í gestafagnaði. Hann var söng- maður góður og hrókur alls fagn- aðar. Röddin var þung og þrótt- mikil bassarödd, en jafnframt hreimfögur Hann söng langoft- ast heiðlóu kvæði, vögguvísur ,eða einhvern tilfiningaríkan alþýðu- óð, og hann söng það alt með til- finninga næmleik og óbrigðulum skilningi, mér fanst sál hans tala í tónum lagsins og orðum skáld- anna. Hann var sjálfsagt ægilegur — þessi mikli risi — í augum lög- brjóta, en lang kærast mun hon- um hafa verið að leiðbeina mönn- um og fleiri hafa notið hans leið- sagnar heim til sfn en inn í “stein- inn.” Hann var vinur mannanna og eins þeirra, sem afvega fóru, af því stöfuðu hans miklu vin- sældir., Hann bar höfuð yfir allan al- menning og mönnum varð ósjálf- rátt að spyrja: “hver fer þar?” — "'Stóri Jakob, lslendingurinn’“ var svarið. Hann var stór og hann var góð auglýsing á þjóðerni voru. Menn voru ekki líklegir til að álíta fslendinga dvergvaxna aukvisa, eftir að hafa horft á þenna hermannlega landa. Menn voru líka meir en líklegir til að álíta íslendinga góða drengi, eft- ir að kynnast honum. Að maður- inn hafi vakið eftirtekt fyrir fleira en eitt, sýnir, meðal ann- ars, eftirfarandi blaðagrein úr Seattle dagblaðinu ‘The 'Star” (pll fluttu blöðin mjög lofsamleg- ar greinar um Jakob sál.). Hér kemur lausleg þýðing á því, sem stórblaðið hefir að segja um þenn- an velþekta samlanda vorn: “Jakob Björnsson, sveitarfor- ingi í lögregluliðinu, var lagður til hinstu hvíldar í Evergreen grafreitnum siðastliðinn sunnu- dag (13. nóv. 1927). Lúðrasveit . lögregluliðsins lék klökkvan kveðjusöng við gröfina, en meir en 1500 manns fylgdu honum til grafar. Stóri Jakob, svo var hann al- ment kallaður, af vinum sinum og nábúum í Ballard, var kvadd- ur til Valhallar sinna norrænu feðra, síðastliðinn fimtudag ('10. nóv.). Hann andaðist snögglega af hjartasjúkdómi, hné niður með- an hann var að raka sig, og var þegar andaður er systir hans, Mrs. Grace Ryan, sem um langt skeið hefir verið ráðskona á heimili hans, kom að honum....... Til Amerku kom hann fyrir rúmum 30 árum. Hann gerðist lögregluþjónn Ballard borgar skömmu eftir aldamótin og gekk í lögreglulið Seattle borgar þeg- ar borgirnar sameinuðust árið 1907. Hann var kallaður stóri Jakob og öllum þótti vænt um hann. Að líkams atgerfi og manngöfgi sór hann sig í ætt feðra sinna, hinna fornfrægu víkinga. Mr. Bjarna- son var risi að vexti og rammur að afli. Allir lögbrjótar óttuð- ust hið hermannlega útlit manns- ins, svo fullyrt er, að hann hafi aldrei, eða sjaldan, þurft að beita afli við nokkurn mann, og kunnug- ir fullyrða, að hann hafi jafnvel aldrei talað óvingjarnlegt orð við embættisstörf sín í öll þessi ár. Meðal vina sinna var hann þekt- ur sem hjálpfús maður og hjarta- góður, og öllum börnum var ve) til hans. HJann var söngmaður góður, með djúpa, hreimfagra bassarödd, og mikið eftir honum sózt á gesta- mót og í gleðisamkvæmi.” Mundi ekki álit vort aukast, ef allir íslendingar áynnu sér þvi líkt álit meðal enskumælandi manna? Eg veit, að Jakobs sál. verður nánar getið í íslenzku blöðunum innan skamms. H. E. J. Nú hefi eg þessar bækur: Vitr- anir úr æðra heimi $1,00, í skóla trOarinnar $1.76, Kanamóri, 50c., og “Bjarma” $1.50 árg., 32 blöð, og Kanamóri í kaupbætir eða eldri árg. — S. Sigurjónsosn, 724 Bev- erley St., Winnipeg. BEZTU TEGUNDIR SENT TIL ÞfN 1 DAG KOLA AF ÖLLUM SORTUM Ef þér þarfnist, getum vér sent pöntun yðar sama klukkutím- ann og vér fáum hana. DRUMHELLER — SAUNDERS CREEK — SOURIS — FOOTHILLS — McLEOD RIVER — KOPPERS COKE — POCAHONTAS Kaupið Kolin Ykkar frá Gömlum, Areiðanlegum Viðskifta- mönnum. — Tuttugu og Fimm Ara Þekking Um Það, Hvernig Eigi að Senda Ykkur Hina Réttu Sort af Kolum D. D.WOOD & SONS Tals.: 87 308 ROSS and ARLINGTON STREETS giiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiimiimimiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiic | Samlagssölu aðferðin. | = Sama reglan gildir um rjóma, sem aðrar búnaðar- = 5 a^lirðir. að Jdví meira sem vörumagnið er, þess tiltölulega = :: l*gri verður starfraekslukostnaðurinn. En vörugæðin = = bljóta að ganga fyrir öllu. trjú meginatriði þurfa að = = vera til staðar, ef vara vor á að fá það sæti, sem henni 5 r ber á brezkum markaði, sem sé vörumagn, reglubundnar = — vörusendingar og vörugæði. 1 Með því að styðja yðar eigin SAMLAGSSTOFNUN eru 1 = fyrgreind þrjú meginatriði trygð. = Manitoba Co-cperative Dairies Ltd. | 846 Sherbrooke St. - ; Winnipeg.Manitob* = rmmmmmmmmmmmmmmmmiimmmmmmmmmmmmmmmmmiiH Draumar Winnipeg eru að rætast Winnipeg er aS vaxa. Sannanir fyrir þroska borgarinnar koma hvarvetna í ljós. Winnipeg er á hröðu framfaraskeiði, en þó livergi nærri jafnhröðu og verða mun síðar, er náttúruauðlegð liennar verður betur hagnýtt. Það hlýtur að verða almenningi óhlandið fagnaðarefni, ihve mjög er farið að birta yfir athafnalífinu, svo sem sjá má af hinum stór- mikla námurekstri Manitoba fylkis. Afleiðingin af þessum nýju, stórfyrirtækj- um, er sú, að smásölu og heilsdöluverzlunin hefir aukist til stórra muna. Það munu engar ýkjur, að nú sé greitt margfalt meira fé í vinnu- laun hér í borg, en nokkru sinni áður í sögu borgarinnar. Nýir útvegir eru að opnast jafnt og þétt, er í för með sér hafa bjartari trú á framtíðina. Ný iðnfyrirtæki eru srrfátt og smátt að rísa upp. Hefir hin aukna velgengni Winnipeg- borgar, dregið að sér athygli um alt þetta mikla meginland. Winnipeg tekur feginshendi við straumum nýs starfræksluf jár. Fólkið er að vakna til meðvitundar um þau hin miklu framfara skil- vrði, sem, hér eru fyrir hendi, sé röggsamlega að unnið og fyrirhyggju beitt. Daglaunamaðurinn hefir ástæðu til að fagna yfir j)ví, að örðugleikarnir mestu virðast nú yfirstignir. Með því verður atwnna hans tryggari alt árið í gegn. Ni3 er farið að lýsa af nýrri dagrenning, aulcinnar velmegunar manna á meðal. One 51b Can Proterfs a Car of Wkeat Það sem þessi kanna hefir að geyma, blandað við 40 gallons af vatni, er nóg til að þreinsa 4Ú—-50 bushel af útsæðishveiti, svo ekki sé hætta á, að það skemmist af smut. Þeir sem rækta verðlauna kornteg- undir láta sér ekki detta í hug að sá, án þess að hreinsa sæðið með For- maldehyde. Þeir vita það eina áreið- anlega ráðið til að fyrirbyggja smut. íSmut gerir bush. lOc minna virði og uppskeruna minni. Gróði því marg- faldur »við notkun Formaldehyde, í meiri og betri uppskeru. Þetta því bezta leið til að ávaxt fé yðar. KILLS SMUT lOO per cent Effective ASK YOUR DEALER STANDARD CHEMICAL CO. LTD. N Montreal WINNIPEG Toronto 38

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.