Lögberg - 08.03.1928, Blaðsíða 5

Lögberg - 08.03.1928, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. MARZ 1928. BU. S. 1 meir en þriðjung aldar hafa Dodd’s Kidney Pills verið viður- kendar rétta meðalið við bak- verk, gigt, þvagteppu og mörgum fleiri sjúkdómum. Fást hjá öll- um lyfsölum, fyrir 50c. askjan, eða 6 öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodds Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. Canada framtíðarlandið. Lake Winnipegosis, er annað stærsta stöðuvatnið í Manitoba. Lega þess er við upptök þeirra vatna og fljóta, er að vestan falla í Winriipegvatn. En það eru Wat- erhen áin, Waterhen vatnið, Ma- nitoba vatn, Fairford áin, Lake St. Martin og Dauphin áin. Tvær járnbrautir renna um bæ- inn Winnipegosis, sem er miðstöð fiskivéiða á þessu vatni. Fiskurinn, sem veiddur er í Lake Winnipegosis, er hvítfiskur, pikk- ur og gedda (pike). Er sérstak- lega á orði gæði pikksins (yel- lows) í þessu vatni. Á Banda- ríkja markaði, er sagt að þessi tegund fiskjar sé betur borguð úr Lake Winnipegosis en nokkru öðru vatni. Sumarvertíðin er frá því að ísa leysir til 15. ágúst. Er þá hvítfiskur mest veiddur. En ekki má veiðin fara fram úr 1,000,000 punda á vertíðinni. Pike má þó veiða upp til fyrsta laugardags- ins í októbermánuði.. Aðal fiski- veiðin á þessu vatni er þó að vetr- inum. Stunda hana hér um bil 250 manns, og er vetrarveiðin vanalega tveim-þriðju meiri en sumarveiðin. Árið 1924 var sum- arveiðin 954,800 pund og seldist fyrir |$54,703. pEn vetrarveiðin var 3,869,500 pund og var metin á $193,205. — Alls fiskaðist því á árinu 4,824,300 pund, sem í peningum námu $247,908, á vatni þessu. Manitobavatn er þriðja stöðu- vatnið að stærð í fylkinu og er mikilsvert, sem veiðivatn. Það er milli stórvatnanna Winnipeg- vatns og Winnipegosis vatns, og er tengt við bæði þessi vötn með ám og fljótum. Á essu vatni er eingöngu fiskað að vetrinum. Samgöngur eru greiðari út að vatni þessu, en nokkurra hjnna stærri vatna. Og beggja megin við það, er landið vel setið. Hefir þetta hvort- tveggja mikla þýðingu í þá átt, að draga fiskimenn að vatni þessu. Enda kveður nú svo mik- ið að aðsókn manna til fiskiveiða á Manitobavatni, að nærri allur helmingur þeirra er fiskiveiði stunda að vetrinum til i fylkinu, leita nú þangað. Árið 1924 voru gefin út 779 veiðileyfi og vetur- inn 1925 jukust þau um 200. Auð- vitað verður veiði hvers manns minni, er þeir hnappast saman út á þetta eina vatn. En eigi að síður er hagur þeirra oft engu minni en annnars staðar af fiski- veiði. Veldur því það, að bæði er útbúnaður við veiði á þessu vatni m,iklu ódýrari, en á hinum vötn- unum, og svo eru járnbrautirnar nálega hvar sem er við hendina að flytja fiskinn til markaðar. Svo þegar til alls kemur, borgar veiðin sig á þessu vatni tiltölrlega mjög vel. Á siðastliðnum árum hefir ný ÞEIR SEM ÞURFA LUMBER KAUPl HANN AF The Empire Sash& Door Co. Limited Office: 6th Floor Bank of Hamilton Chambers Yard: HENRY AVE. EAST. - . WINNIPEQ, MAN. VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK Þeir íslendingar, er í hyggju hafa að flytja búferlum til Canada. hvort heldur er heiman af íslandi eða frá Bandaríkjun- um, sendi skriflegar fyrirspurnir til ritstjóra Lögbergs. Ye Olde Firme HEINTZMAN & CO. PIANO ÁÖur en þír takið þi þýðingarmiklu ákvörðun að velja piano fyrir heimili yðar. þá heyrið fyrst Heintzman & Có. Ágaetustu hljóðfseri ( Canada. Ef þér búið ekki í borginni, þá skrifið oaseftir upplýsingum og verðlista. J. J. H. McLEAN L00 The West’s Oldest Music House, 329 Portage Are. - Winnipeg Hið nýja heimili Dominion Busi- ness College er algerlega útbú- ið öllu því, er þarf til að gefa fullkomnustu verzlunai'kenslu. í átján ár hafa verkveitendur í Winnipeg tekið stúdenta frá Dominion skólanum fram yfir aðra. Það borgar sig að ganga á góðan kóla. DOU BUSINESS; THE MALL — WINNIPEG TELEPHONE 37 181 BLUE ribbon Powder Því að vera í vanda með valið? Notið að eins BJue Rfbbon, og þá munu allir aðiljar ánægðir verða. Sendið 25c til Blue Ribbon, Ltd., Win- nipeg og fáið Blue Ribbon Cook Book, f ágætu bandi,—bezta matreiðslubók- in, sem hugsaat getur fyrir heimili Vesturlandsins. aðferð verið tekin upp í sambandi v,ið fiskiveiði á Manitobavatni. Er hún sú, að senda fiskinn fersk- an eða ófrosinn til markaðar. Er fiskurinn látinn í ís eða snjó, og fluttur í kælivögnum með járn- brautum. Er hiti svo jafn í kæli- vögnunum, að fiskurinn hvorki frýs né þiðnar. Kostar auðvitað miklu meira að senda fiskinn með þessum hætti, en samt þykir það vel borga sig, svo miklu auðveld- ara er að ^elja hann nýjan. Það hefir komið fyrir, að pikkur hefir selzt í heildsölu á 40—50 cents pundið I New York, sem þannig hefir verið sendur. Fiskitegundirnar í Manitoba- vatni eru eftir þýðingu taldar sem markaðsvara, sem hér segir: Pikkur, byrtingur, .hvítfiskur, gedda, Yellow Perch, og Mullet. Svo mikið, sem fiskað hefir ver- ið S vatni þessu, er engin þurð á fiski þar. Árið 1924 nám vetrar- veitðin 4,855,800 pundum. Mark- aðsverð hennar var $312,317. Dauphin vatn. Á því er að eins fiskað að vetrinum Er það við hjartarætur eins hins elzta og bezta búnaðarhéraðs í fylkinu. Hefir vegna þeirrar legu verið svo að segja takmarkalaust fisk- að í því 1 síðast liðin 35—40 ár, enda er nú farin að minka þar veiði. Vatnið er fremur grunt og í það falla ekki aðrar ár, er fisk- ur gæti gengið eftir, en Mossy- áin, er í Winnipegosis-vatnið rennur. Árið 1924 veiddust þar 152,000 pund af ýmiskonar fiski, svo sem pikk, geddu, gullaugum, byrtingi og Mullet. í peningum nam veið- in $9,289. Lake St. Martin er ekki stórt vatn og fiskviði er þar ekki stund- uð nema að vetrinum. Vatnið má heita hluti'af Fairford- og Dauph'- in-ánum og er því partur af þeim vbtnaklasa, er tengir Winnipeg- vatn og Manitobavatn saman. Fyr á tímum var í Lake St. Mar- tinvatni meiri hvítfiskveiði, en í nokkru öðru vatni S hlutfalli við stærð þess. Seinni part sumars, virtist sem hvítfiskur úr Winni- pegvatni færi upp eftir Dauphin- ánni og inn í Lake St. Martin til að hrygna. Kom sá fiskur þá ekki aftur til Winnipegvatsnins fyr en í desembermanuði eða janúar- mánuði. En þetta hefir breyzt á síðutsu fimm eða sex árum, hvað sem því veldur, og hvítfiskiveiði í Lake St. Martin er nú orðin lít- il. Árið 1924 veiddist þar ýmis- konar fiskur, er alls nam 113,200 pundum og seldist á $8,130. Þá hefir nú verið minst á veiði- vðtn þau, sem eru í þeim hluta fylkisins, er kallaður hefir verið eldri Manitoba. En á mörg fleiri má benda, er veiði er nú rekin í með miklum hagnaði. Skal á þau minst síðar. WALKER. Næstu tíu daga, frá 8. þ. m. að telja, sýnir leikflokkur Mrs. Bran- don Thomas, tvo kýmnileika í Walker leikhúsinu. Heitir hinn fyrri “Lord Richard in the Pantry”, með Cyril Maude í aðal- hlutverkinu, og “Big Fleas”. Eru báðir leikirnir skemtilegir með afbrigðum, og leiknir af úrvals- leikendum. — Þess verður heldur ekki langt að bíða, að Sir John- Martin Harvey, sýni list sína á Walker leikhúsinu. Dánarfregnir Þann 15. febr. andaðist á heim- ili sínu, Flatatungu, í grend við Árnes P. O. Man., Mrs. Anna Sig- fúsdóttir Hallgrímsson. Hún var fædd 10. apríl 1842 í Gljúfrárkoti á Skíðadal, í Svarfaðardal í Eyja- fjarðarsýslu. Voru foreldrar hennar Sigfús Jónsson og Anna Jónsdóttir. Fóstruð var hún upp af hjónum á Hrísum í Svarfaðar- dal. Anna giftist 27. sept. 1865, Sigurbirni Hallgrímssyni; reistu þau bú á Mýrarlóni, bjuggu síðan í Lögmannshlíð, en fluttu þaðan til Canada 1874. Dvöldu þau eitt ár í Ontario, en komu til Gimli 1875, í fyrsta hópi ísl. landnema. Nokkrum árum síðar námu þau land í Flatatungu og bjuggu þar æ síðan. .— Þeim varð sjö barna auðið; lifa tvær dætur: Guðrún Helga (Mrs. Anderson), í Poplar Park, og Hallgríma Friðrika, sem hefir verið aðstoð aldraðra for- eldra sinna. — Barnabörn önnu heitiinnar eru 21 á lífi, en barna- barnabörn 25. Höfðu þau hjón verið í hjónabandi meira en 62 ár. Er hinn aldraði maður, sem eftir er skilinn, við furðu góða heilsu, og fylgist með því, sem er að gerast, er enn léttur á fæti, þótt elli sé tekin að beygja hann. Anna heitin var þrekkona, og hafði unn'ið mikið og vel, vel greind að náttúrufari. Þrotin var hún að heilsu hin síðustu ár, og naut þá hjúkrunar Friðriku dóttur sinnar Anna var jarðsungin þ. 18. febr. og fór kveðjuathöfn fram á heimili hennar og frá lúterksu kirkjunni í Árnesi. Var margt manna viðstatt, þrátt fyrir óblítt veður þann dag. Sigurður Ólafsson. Stórstúkuþing Templara Það var haldið í G. T. húsinu á Sargent Ave., Winnipeg, þann 27. og 28. febrúar mánaðar. Fulltrú- ar mættu frá þessum stúkum; “Heklu”, “Skuld”, “Hope of Elm- wood” og “'Britannia” í Winnipeg. En úr sveitunum frá stúkunni "■afold” í Riverton, “Vonin” á Gimli, “Einingin” í Selkirk, “Fram- þrá” á Lundar og frá stúkunni “Arborg” í samnefndum bæ. þessu: 1) Að farið sé fram á, að fylk- isstjórnin skipi mann, er umsjór og eftirlit hafi með bindindis- fræðlslu. 2) Þingið lýsir vanþóknun sinni á því, að “Cash and Carry” að- ferðin var leyfð í sambandi við vínsölu og að ekki voru hömlur lagðar á að auglýst sé áfengi í blöðum. 3) Að lögleitt sé að banna ung- lingum, eða drengjum innan 21 árs, að keyra vínflutninga vagna. 4) Að rannsakað sé frekar, hvort umboð fylkisstjórnar sé svo tak- markað í framleiðslumálum, að það geti ekki látið sig varða til- búning öls og víns. (Hafa fram- kvæmdir í þá átt, að stöðva víns- tilbúning oft strandað á því, að framleiðsla öll (jnanufacturing) sé lögum samkvæmt í hðndum sambandsstjórnar og þá vínfram- leiðsla éins, en ekki fylkisstjórn- ar.) 5) Að vinna að því, að fræða almenning uml bindindismál og glæða hugsjónir hans fyrir því velferðarmáli, unz takmarkinu er náð «g áfengissukkið er gert landrækt. í framkvæmdarnefnd stórstúk- unnar voru þessir kosnir fyrir komandi ár: S.Æ.T.: A, S. Bardal. iS. Kansl.: G. P. Magnússon. S. Rit.: Miss F. Long. S.V.T.: Gunnl. Jóhannsson. F.S.Æ.T.: S. Mathews. S. Gjk.: Hjálmar Gíslason. S. Kap.: W. R. Wood. S. Dr.: J. C. Bessason, Selkirk. S.G.Kosn.: J. Halldórss,, Lundar S.G.Ungt.: G. K. Jónatansson. S.G.Fræðslm.: B. A. Bjarnason, Arborg. S.V.Alþj.Æ.T.: H. Skaftfeld. Að kvöldi hins 29. feb. fór fram upplesturs samkepni, að tilhlut- an stórstúkunnar. Tóku 5 stúk- ur þátt i samkepninni. Heiðurs- peninginn hlaut ungfrú Fríða Sól- mundsson frá Gimli. En allar þóttu stúlkurnar hafa leyst verk sitt vel af hendi. Á þinginu var þéim stórtemplar A. S. Bardal og W. R. Wood sér- staklega þakkað fyrir þeirra ó- trauða starf í þarfir bindindis. V*r þess getið, að hinn fyrver- andi hefði mætt á hástúkuþingi í rBandaríkjunum í sumar fyrir hönd stórstúku Norðvesturlands- ins, sem hann veitir forstöðu, og fyrir hönd Goodtemplara á ís- landi. Kostaði hann ferð þessa sjálfur og þáði ekki eyri að ó- makslaunum úr handraða stúkn- anna. Var og á orði haft, að hann hefði ekki nýlega upp á þessu tekið. S. E., a.rit. st.st. Fregnir frá Ottawa. eftir L. B. Bancroft, þingmann Selkirkkjördæmis. Umræðum, um fjárlaga frum varpið, er enn éigi lokið, þótt far- ið muni nú nokkuð að síga á seinni hlutann. Á meðal þeirra, er til máls tóku, var C. _H. Cahan, íhaldsflokksþingmaður frá Mont- real. Gerði hann breytingar til- lögu við frumvarpið, þar sem hann lýsti yfir óánægju sinni út af því, að stjórnin gerði engar ráð- stafanir til þess, að auka at- vinnu í landinú, né heldur tryggja canadiskum vörum sæmilegan markað heima fyrir. Næst tók til máls iB. W. Fansher, progressive þingm. fyrir Lambton kjördæm- ið, er einnig flutti breytingartil- lögu, og lét í ljós óánægju sína yfir því, að stjórnin skyldi lækka tekjuskattinn, taldi lækkun vernd- artollanna alt of lága og veittist mjög að þeirri ráðstöfun, að sölu- skatturinn skyldi eigi verið hafa afnuminn með öllu. Flestir þeirra íhaldsmanna, er til máls tóku, voru frá Ontario. raun varð á. Annars hafa um- ræðurnar verið svo mjög á víð og dreif, að ýmsa hefir furðað á því, að þær gæti í raun og veru snúist allar um sama fjárlagafrum- varpið. Tekjuskattur sá, er sambands- stjórnin jafnar niður, er með tvennum hætti, sem sé tekjuskatt- ur einstaklinga og tekjuskattur viðskiftastofnana. Árið 1927, nam tekjuskattur einstaklinga, er sambandsstjórninni féll í skaut, $18,000,000, um leið og tilsvar- andi skattur frá verzlunar og við- skiftastofnana, hljóp upp á $29,000,000. Samkvæmt fjárlaga- frumvarpi því, er hér um ræðir, er tekjuskattur einstaklinga lækk- aður um tíu af hundraði. Er skoð- un núverandi fjármálaráðgjafa slík, að sá skattur skyldi afnum- inn sem tekjugrein sambands- stjórnarinnar, en í stað þess gætu fylkin eftir vild, aflað sér tekna með slíku móti. Ekki er þó ó— hugsandi, að um þá uppástungu g ti orðið næsta skiftar skoðanir. Samkvæmt núverandi fjárlaga- frumvarpi, hefir verndartollur hækkaður verið á tveimur fram- leiðslutegundum, að ráði toll- málanefndarinnar, en lækkaður á tuttugu og sjö, svo sýnt er, að sporin eru hreint ekki svo fá, er stjórnin hefir stigið í rétta átt, með ákvæðum hinna nýju fjár- laga. Flestar hinna föstu nefnda, eiga afar annríkt um þessar mundir. Sá, er línur þessar ritar, á sæti í akuryrkju og innflutningsmála- nefndinni, auk þess sem hann er jafnframt meðlimur þeirrar nefndar, er um fiskiveiðar fjall- ar. — FUNDARGERÐ Sveitarráðsins í Bifröst. Annar fundur var haldinn 1. febrúar 1928 í Árborg, Man. Við- staddir voru: B. I. SigvaJdason, oddviti; G. Sigmundson, M. Woj- chychyn, B. J. Lifman, J. Sigurd- son, O. Meier, og Steve Spdanyk. Sigurdson skýrði frá, að hann hefði talað við John Burak við- víkjandi börnum hans, sem væru hjá St. Benedict systrunum og sveitin gæfi með. Mr. Burak hafði sagt, að ástæður sínar væru þannig, að hann gæti ekki haft ofan af fyrir börnunum. Gunnar Einarsson, Hnausa, og Björn Bjarnason, Geysir, keyptu N.E. 24-22-3E. af sveitinni fyrir $200 út í hönd og borguðu auka- kostnað. Frank Dolinsky óskaði að mega vera á S.E. 24-21-2E. Hann hafði tekið hér um bil þrjú járnbraut- arvagnhlöss af við af landinu. Sveitarráðið ákvað, að hann borg- aði $15 fyrir hvert vagnhlass, eða hann yrði að fara burtu. Wm. Holyon, að N.E. 15-24-lE. skýrði frá, að Manitoba Farm Loans As- sociatjon þiundi borga sveitinni $500 fyrir áfallinn skatt og ann- an kostnað á fyrnefndu landi. Þar sem sveitin hafði þegar beðið um eignarbréf fyri landinu, var á- kveðið að taka ekki ákvörðun fyr en það kæmi. E. P. Garland fór fram á það fyrir Riverton Manufacturing Co. að gamla brúin í Riverton sé tek- in burtu, þar sem hún sé ófær til notkunar og hindri bátaferðir um ána. Sigurdson og Lifman lögðu til, að gefa félaginu leyfi til að rífa brúna sveitinni að kostnaðar- lausu og skyldi efnið úr henni tilheyra sveitinni. Leyfi frá lög- manni sveitarinnar þyrfti félagið að fá áður brúin væri rifin.—Sþ. Odviti skýrði frá, að G. O. Ein- arson hefði sagt lausri stöðu sinni sem innköHunarm. skatta. Nokkrar umsóknir komu fram, en niðurstaðan var sú, að V. Jóhann- esson skyldi skipaður innköllun- armaður fyrir $100 um mánuðinn og 2% af þeim peningum, sem hann sjálfur innheimti. Oddviti skýrði frá, að hann hefði samið við Lögberg og Farmers Life um að birta útdrátt úr fund- argerðum sveitarráðsins, og skyldi hvort blað fá $50 á ári fyrir það. Samþykt var að verja til þess $100 á ári. Móti því greiddu þó atkv. þeir Sigmundson og Lifman. Gddviti vakti máls á ákvörðun þeirri, sem gerð hafði verið á síð- asta fundi því viðvíkjandi, að borga skólunum að eins eftir því, sem skattarnir borguðust. Hann hélt, að hér væri of langt gengið og þetta væri ekki framkvæman- legt. Var tilkynt, að þetta mál yrði tekið til umræðu á næsta fundi. Fátækrastyrkur var veittur: Mike Kalenchuk $30, Ladies Aid Soc. of Silver, Man., $25, Salva- tion Army $50, Can. Nat. Inst. for the Blind $25, Bréf voru lesin frá búnaðar- deild fylkisstjórnarinnar viðvíkj- andi auSum löndum og annað þar sem tilkynt var, að Mr. Cummings (of Land Settl. B'oard) yrði í Ár- borg 9. febr. og óskaði að eiga tal við svaitarstjórnina. Var odd- vita og skrifara og Mr. Lifman falið að eiga tal við hann. Skrif- ara var falið að tilkynna búnað- ardeildinni, að sveitin sé fús til samvinnu við hana viðvíkjandi byggingu eyðilanda. Gddviti skýrði frá, að hann hefði samið við lögmann sveitar- innar um eignarbréf, sem sveitin þyrfti að fá fyrir löndum, sem væru að verða hennar eign og mundu verða yfir 50 á þessu ári, og tæki hann að eins $20 fyrir hvert eignarbréf. Þetta sparaði sveitinni mikla peninga. Lifman og Sigurdson lögðu til að aukalög nr. 292 séu nú lesin í annað og þriðja sinn og þar með élamlþykt.—ISamþ. Á móti þvi greiddu atkvæði Wojchychyn og Spadanyk. Sigmundson og Lifman lögðu til að aukalög nr. 293 séu nú lesin í annað og þriðja sinn og þar með samþykt.Samþ. Sömu tveir menn greiddu atkvæði á móti. Lifman og Sigurdson, sveitar- ráðsm., var falið að útvega efni og byggja brú á Section línu norðan við 6-23-2E. Wojchychyn var falið að byggja brú á town- ship línu norðan við 35-21-2E — Lifman var falið að byggja brýr á tveimur stöðum, (á Hamrlik og Jacobs línum). Umsóknir um Soldiers Taxa- tion Relief kom frá Mrs. I. Fjeld- sted. E. S. Sigurdson og A. Hib- bert og voru þær teknar til greina. Oddvita og skrifara var falið að mæta fyrir sveitarinnar hönd á fundi, sem þingnefnd fylkis- þingsins héldi viðvíkjandi skulda- bréfum sveitarinnar. Eftirfylgjandi útborganir voru samþyktar: Word 1,$21.55; Word 4. $4.02: Ward 5, $32.50: Ward 6. $7.88; Stationery, $52.03; General Expense, $27.00; Postage and Ex- cise, $12.50; Legal Exp., $79.30; Hospitals, $568.25; Village of Ar- borg, $17.05. — Total, $822.08. Næsti fundur ákveðinn í Ár- borg 7. marz 1928. TORONTO MINING STOCK Stobie-Furlong-Mathews) MARCH 7th. 1928. Abana Open High. Cloce 298 290 Aeonda 38 37 Amulet 450 433 Bidgood 75 75 Central Man. ... 155 155 153 Columbus K. .. ■ 4% 4% 4% Dome 1160 1140 Gold IIill 30% 28 Gran. Rouyn .. . 24 24 23% Hollinger .1715 1715 1705 Howey 140 140 H. B. M. & S. .. .1710 1740 1740 Int. Niekel .... . 84% 85% 85% Jaek Man 75 75 Kootenay Fl. .. . 35% 37 35 Macassa 40 40 Noranda 1984 1985 Premier 275 270 Pend Oreille .... 1920 1865 San Antonio .... 39 36 Sud Basin .. 950 950 . 920 Sudbury Mines . 23% 23% 23 Sher. Gordon .. 750 745 Teck Hughes .. .. 900 910 905 Tough Oakes . . .. 62 63 61 Wakenda 13% 13% W. Dome Lake . 13% 13% 13% Auk fulltrúa frá þessum stúk- um og stórstúku-nefndar, sótti íjöldi annara Goodtemplara þing- ið. Má af aðsókn þeirri ráða, að áhugi manna sé óvanalega vel vakandi fyrir bindindi. Skýrslur framkvæmdarnefndar stórstúkunnar báru það og með sér, að ötullega hafi unnið verið að Templaramálum á árinu. Nýj- ar stúkur voru stofnaðar og dauð- ar vaktar upp; Félaga tala hafði mikið aukist á árinu. Á sviði ungmenna hefir meira verið unn- ið en áður að Goodtemplaramál- um og með bezta árangri. Nýr og einbeittur áhugi virðist einn:g hafa vaknað fyrir fræðslu og út- breiðslustarfi. Nokkur af þeim málum, er þingið samþvkti voru fólg;o < Fordæmdu þeir undantekningar- laust stjórnina fyrir lækkun þá á verndartollum, er fjárlagafrum- varpið gerði ráð fyrir. Spáðu þeir því, að af slíku tiltæki myndi það leiða, að baðmullar og ullarverksmiðjur flestar yrðu með því neyddar til að hætta viðskift- um. Við slíkar fullyrðingar væri nú samt líklegast ekki úr vegi að nota frádráttartöfluna, því þær hafa ávalt og á öllum tímum kom- ið fram, er um lækkun verndar- tolla var að ræða. Hinir og þess?r utanflokkaþing- menn frá Ontario og Alberta, hafa 'ýt’ð í ljós megna óánægju yfir ’mVkun tekíuskattsins, og þyrlað -''^’iframt urm beilm’khi mold- 'k-’ yf’> b-r? ak >',í”-*-oiiarn- •o—i oi-i-- en SENDA yður ágœta Orfhgjyþonic VICTROLA Beztu söluskilmálar í Canada. E. NESBITT LIMITED O thophonic Victrola*, Reco»d»aruI Radio. Sargent Ave. við Sherluooke Strœti Talsími 22 688

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.