Lögberg - 08.03.1928, Blaðsíða 8

Lögberg - 08.03.1928, Blaðsíða 8
Bls. 8. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. MARZ 1928. Gerir stórt brauð eins ogþetta úr RobínHood FLOUR AJBYGGILEG l'ENINGA TRYGGING í HVERJUM POKA Hr. Halldór Sigurðsson, bygg- ingameistari, lagði af stað suður til San Francisco, Cal., síðastlið- ið miðvikudagskveld, þar sem hann ráðgerir að setjast að. Fylgja honum á braut hugheilar árnaðaróskir hans mörgu vina. Mr. Finnbogi Hjálmarsson frá Winnipegosis, hefir verið hér í borginni og nágrenninu, síðan á þjóðræknisþinginu. Hann fór heimleiðis á mánudaginn. Mr. Thorarinn Johnson, er stundað hefir fiskiveiðar að Isle la Crosse í vetur, eins og undan- farandi, er nýkpminn til 'borgar- innar, að lokinni vetrarvertíð. Ungmenna félagið á Mountain gengst fyrir enskri guðsþjónustu, sem haldin verður í kirkjunni þar sunnudaginn 11. marz, kl. 8 e. h. í guðsþjónustu þessari verður að- allega talað til unga fólksins, og er vonast eftir mikilli aðsókn úr hópi hinna yngri, en allir, eldri sem yngri boðnir og velkomnir. Reynt verður að vanda sérstak- lega söng þetta kvöld. — Offur, sem inn kemur við þessa guðs- þjónustu, verður gefið í viðgjörð- arsjóð kirkjunnar. Eru allir beðn- ir að muna það, og styðja þarft fyrirtæki sem bezt. Mr. Olafur H. Paulson, frá Elf- ros, Sask., var staddur í borginni fyrri part vikunnar sem leið. Hann lagði á stað á fimtudaginn áleiðis til Chicago og gerði hann ráð fyrir að dvelja þar fyrst um sinn. Fólk er vinsamlegast beðið að veita því athygli, að barna- og unglinga-söngflokks æfingar hr. Brynjólfs Thorlákssonar, 'fara framvegis fram í Sambandskirkj- unni. Verður næsta æfing hald- in þar í dag (fimtudaginn 8. marz, kl. 7 að kveldi). Verða æfingar allar framvegis haldnar á sama tíma og sömu dögum og undanfar- andi, sem sé á mánudögum og fimtudögum kl. 7 og laugardag- inn kl. 3.30. — Skorað er á for- eldra, að færa sér þessa ágætu kenslu í nyt, eins og framast má verða. Gefið að Betel í Febrúar. Ónefndur ferðamaður í minn- ingum um Sv. sál Sölvas $10.00 Mr. og Mrs. Steingr. Arason, Reykjavík, íslandi .... 10.00 Mrs. Sezelia Johnosn, Van- couver, áheit.......... 10.00 Mrs. G. Elíasson, Árnes, P.O. 45 pd. kæfu; Mrs. Guðbjörg Suðfjörð Lögb. P.O., Sask., fjóra árganga af Sameiningunni í ágætis bandi. —Leiðrétting við síðasta gjafa- lista: Mrs. Björg Johnson, Winni- peg, var sett niður með dollars- merki í staðinn fyrir $2.00—tvo dallara. Innilegt þakklæti, J. Jóhannesson, féh. 675 McDermot Ave., Wpg. Embættismenn St. Arborg. Nr. 37,1.O.G.T., er kosnir voru á fundi stúkunnar þ. 23. jan. s.l., og sett- ir í embætti, þannú6. febr., eru: Æ. T.: B. A. Bjarnason. V. T.: J. F. Bjarnason. G.U.T.: Mrs. J. Magnússon. Rit.: S. A. Sigurðsson. A. R.: O. S. Oddleifsson. F. R.: A. H. Anderson. G. : S. M. Sigurdson. Kap.: Lillian Arnold. Dr.: Mrs. A. H. Anderosn. . A.D.: Olga Benson. V..: J. Magnusson. Ú.V.: E. Thorvaldson. St. U. er séra Jóhann Bjarnason og F.Æ.T.: B. I. Sigvaldason. — Fundardagar 1. og 3. mánud. I hvejum mánuði. hann Ragnheiði Eyjólfsdóttur gullsmiðs Þorkelssonar; eignuð- ust þau fimm börn og eru tvö á lífi, Ragnheiður og Eyjólfur, bæði uppkomin í föðurgarði.—Mbl. Akranesi, 6. febr. Hér hefir aflast vel eftir atvik- um það sem af er vertíðinni, en veður hafa verið vond. Þegar gef- ið hefir, hefir afli verið góður.— Þrír bátar réru i gærkvöldi. Bát- ar hafa fengið hæst 500 potta lifr- ar, en flestir 200—300 potta. Keflavík: Enginn bátur á sjó í dag. Fáir á sjó í gær, þó réru. fjórir bátar í Sandgerði í gær. — Afli hefir verið fremur tregur, 4 til 6 og upp í 8 skpd. á bát á dag. — Gæftir hafa verið heldur slæm- ar. Tveir til þrír bátar úr Njarð- víkunum fór suður fyrir Reykja- nes, í Grindavíkursjó, fengu 9— 10 skpd. hver.—Mbl. Vestmannaeyjum, 7. febr. Tregur afli. Gæftir hafa verið slæmar. Menn hafa þó sótt á sjó daglega, þrátt fyrir vond veður, En ekki hafa aflast nema 1—200 fiskar á dag á bát. — í gær reru margir en fæstir fengu nema 100 fiska. Veltibrim í dag. Fjórir bátar á sjó. Reykjavík, 6. febr. Seint í fyrrakvöld var stúlka á leið heim til sin. Gekk hún suð- ur Tjarnargötu (hún býr sunnar- lega við Tjarnargötu). Þegar hún var komin móts við bústað for- sætisráðherra, kemur maður aft- an að henni og hrifsar í tösku, er stúlkan hafði í hendinni; hank- inn slitnaði úr töskunni, svo ræn- inginn náði fengnum. Stúlkan réðist samstundis að manninum og var nærri því búin að skella honum niður á götuna, en ráns- manninum tókst að komast und- an. Lögreglunni var þegar til- kynt ofbeldisverkið, en ekki hafði hún fundið ofbeldismanninn i gær- kveldi. — f töskunni, sem ráns- maðurinn náði, voru um 40 kr. í peningum, gullúr og eitthvað fleira verðmæti.—Mbl. Mr. Lárus Guðmundsson frá Árborg er staddur í borginni þessa viku. íslenzki söngflokkurinn, Ice- landic Choral Society, er Mr. H. Thorolfsson veitir forystu, söng í háskóla Manitobafylkis síðast- liðið mánudagskveld við hinn bezta orðstír. Létu þar til sín heyra söngflokkar hinna ýmsu þjóðerna hér í borg. fslenzka Stúdentafélagið heldur næsta fund sinn í fundarsal Fyrstu lút. kirkju á Victor St., laugar- dagskveldið 10. marz, kl. 8.30. — Áríðandi mál liggja fyrir fundi. —Til skemtunar sýna nemendur Jóns Bjarnasonar skóla stuttan sjónleik, La Grammar'i, eftir La- biche, sem þeir hafa þýtt úr frönsku á ensku. — öllum ís- lenzkum stúdentum boðið. Afmælishátíð gamalmenna heim ilisins Betel, sem haldin var i Fyrstu lút. kirkju hinn 1. þ.m., undir umsjón kvenfélags safnað arins, var afar vel sótt og var i alla staði hin ánægjulegasta. Samskonar afmælishátíðir hafa vetið haldnar hér í kirkjunni á hverju ári síðan gamalmenna- heimilið var stofnað, en engin þeirra mun hafa verið eins vel sótt eins og þessi. Bendir það, eins og margt fleira, á vinsældir heimilisins, sem alt af fara vax- andi með hverju árinu. Inngang- ur var ekki seldur, en samskot tekin og námu þau $182.75. Þessir nemendur Pálma Pálma- sonar, hafa nýlega tekið “Elemen- tary Theory” próf frá Toronto Conservatory of Music: Ruby Pálmason, 96 stig; Anna Gríms- son, 93 stig, og Pearl Pálmason, 95 stig, og fengu allar First Class Honors. Frá Islandi. Akureyri, 8. febr. Dýralæknirinn er nýkominn heim úr átta vikna ferðalagi um Húntavatns- og Skagafjarðarsýsl- ur, en ferð þessi var farin að til- hlutan ríkisstjórnarinnar, til þess að rannsaka drepsótt í sauðfén- aði. Næm lungnabólga í sauðfé geysar allvíða í Austur-Húnav.- sýslu og á Lækjamóti í vestur- sýslunni. Hafa drepist um tutt- ugu kindur á fjórum bæjum og víða færri. Lungnaormar í ung- fé víða, en í smáum stíl. Sjómannafél. Norðurlands var stofnað hér á sunnudaginn. Um 30—40 stofnfélagar. Dauði Natans Ketilssonar var leikinn í áttunda sinni í gær- kvöldi fyrir fuliu húsi. Kvaran var kallaður fram sem áður. Úr Borgarfirði, 8. nóv. Tíðarfar heldur umhleypinga- samt. Snjóaði talsvert um dag- inn, síðan hlánaði, en snjó tók ekki upp, svo jörð skemdist og er nú víða hagalítið. Ekkert frézt um bráðapest nærlendis upp á síðkastið, en dálítið orðið vart við lungnaormaveiki. Annars eru hér skepnuhöld góð. Heilsufar gott. Fyrir nokkru er látinn bóndinn Eggert Magnússon í Einholtum í Hraunhreppi, ættaður frá Lang- holti í Árnessýslu, bróðir Helga Magnússonar í Reykjavík, og þeirra systkina.. Eggert var myndarbóndi og vel metinn mað- ur. — Mbl. Reykjavík, 3. febr. Kolbeinn Þorsteinsson hús- gagnmeistari andaðist í gærmorg- un. Hann hafði kent lasleika und- anfarið af innvortis meinsemd, og var skorinn upp vegna hennar á föstudaginn. Kolbeinn sál. var 47 ára gamall, ættaður frá Reykí um á Skeiðum. — Kvæntur var . brigði þjóðarinnar og mentun ekki síður en þá andlegu. Því settu þeir leikfimina meðal mest metnu námsgreinanna með minst einum kenslutíma á dag, oftast fleir- um. — Það var því engin tilvilj- un, að Lýðháskólarnir dönsku — með Vallekildeskólann i broddi fylkingar 1884 — tóku Lingsku leikfimina i sína þjónustu og lög- uðu hana eftir sínum staðháttum. Á bak við alt þetta gægðist þó hernaðarandinn fram, sem enn lifír góðu lífi meðal flestra þjóða. Mátti vel finna það á hinum brýn- andi og minningavekjandi sögu- fyrirle trum, en þó fremst á skot- félögunum, sem stofnuð voru um land alt um sama leyti, og höfðu það markmið að gera alla verk- færa menn að sem beztum riffil- skyttum. Þessi félög lifa enn góðu lífi, en hafa þó jafnframt skotfiminni æft og eflt leikfimina nú um mjög langt árabil, svo að þau eru nú jöfnum höndum skot- og fimleikafélög. Nú á næsta sumri hafa félög þessi starfað í 64 ár, og ætla því að halda allsherjar skot- og fim- leika-mót fyrir land alt á Dybböl- virkinu þjóðfræga. Er það á mót-áætluninni að sjá, að þau ætli með þessu að fá yfirlit yfir það, hversu fram hefir miðað á liðnu starfskeiði, bæði i skotfimi og leikfimi. Og til þess að fá samanburðar- mælikvarða á getu sína, bjóða þeir úrvalsflokkum frá öllum Norður- landaþjóðunum að taka þátt í móti þessu, bæði í skot- og leik- fimi. Það er þessi liður mótsins, sem snértir okkur, hvað leikfimina á- hrærir, þar sem heimboðið gild- ir bæði kven- og karlflökka. Er rétt fyrir fimleikafélög okkar að vera viðbúin, ef heimboðskjörin verða aðgengileg. Mótið á að halda föstud., laug- ard. og sunnudag í kringum mán- aðamótin júní og júlí—íþr.bl. RO 8 V TheatreK' Föstud. og Laugard. Raymond Deane í “THE LONE EAGLE” Mynd af glæfraförum í flug ... liðinu, og Ba'by Peggy í.. “Jack and the Bean-Stock” Gaman Æfintýr —FYRIR BÖRNIN— sérstakl. Laugardag e. h. 20 góðir prísar Til sýnis i glugganum til vinstri við innganginn. Komið snemma, bara lOc. Mánud. og Þriðjud. POLA NEGRI í “THE WOMAN ON TRIAL” Alvöruleikur, sem þér mun- uð veita athygli, og halda yður föstum. Gaman Fréttir Miðvd. og Fimtud. BUSTER KEETON í “THE GENERAL” hlátursefni til sprengs. THE WONDERLAND THEATRE Sargent and Sherbrooke Fimtud. Föstud. Laugard. þessa viku: James Oliver Curwoods mikla mynd frá norðrinu “BACK T0 G0DS COUNTRY” sýnd af Renee Adoree og mörgum meðleikendum. Þá er 2. kafli leiksins “HAWK OF THE HILLS” Stan Laurel gamanleikurinn “HATS OFF” sýndur eftir hádegi á laugardag Þrennir Leikir Sýndir næstu viku. Og að auki syngur “CLLFFORD NEEDHAM” hinn vinsæli söngvari. Mánud. og Þriðjud. 12. og 13. LEWIS STONE í ‘The Prince of Headwaiters’ Þjóðhátíð í Daomörk 1928. Árið 1864 tóku Þjóðverjar Suð- ur-Jótland af Dönum; Danmörk minkaði mikið að landrými til. Höfuðorustan stóð um Dybbölvíg- ið á Als, þar sem mjög margir mætir Danir létu lif sitt fyrir (ímyndaða?) hagsmuni fóstur- jarðar sinnar. Eftir það var þessi minningarríki blettur um langt skeið þýzkt land þar til eftir lok heimsstyrjaldarinnar síðustu að Danir fengu aftur megnið af Suð- ur-Jótlandi við almenna atkvæða- greiðslu íbúanna, og þar með Als og Dybbölvirkið Þegar Danir höfðu þannig tap- að út á við, hófu margir dugnað- ar- og hugsjónamenn þeirra á meðal öflugt starf í þá átt, að vinna þjóðarverðmæti inn á við í stað þess tapaða. Þá var hafin heiðaræktin, sameinuð og efld skipaútgerðin, og síðast, en ekki sízt, stofnaðir lýðháskólarnir hver af öðrum, sem mest og bezt hafa stutt hina almennu mentun, er danska þjóðin er hreykin af og það með réttu. Eitt af því, sem lýðháskólarnir settu sér að mark- miði, var að efla líkamlega heil- Sjónleika samkepni Eins og þeim er öllum kunnugt, sem lesið hafa Lögberg síðustu vikurnar, stendur nú yfir hér í borginni sjónleikasamkepni, sem “Samband íslenzkra leikfélaga í Vesturheimi” stendur fyrir. — Leikfélögin sem þátt taka í sam- kepninni, eru fjögur í þetta sinn, leikfélag Árborgar, Sambands- safnaðar i Winnipeg, Geysis- bygðar og Wynyard. Á mánudagskveldið lék leikfél. frá Ár’borg “Syndir annara” eftir Einar H. Kvaran fyrir fullu húsi, og á þriðjudagskveldið lék leikfél. Sambandssafnaðar “Brúðkaups- kveldið,” sem er franskur gaman- Ieikur, þýddur á íslenzku. Sá leikur var- ekki eins vel sóttur, því hann hefir áður verið leikinn hér í borginni nokkrum sinrum undanfarnar vikur, svo margir höfðu séð hann rétt nýlega. f kveld, miðvikudag, leikur leikfél. Geysis-bygðar leik, sem heitir “Stormar”, eftir Stein Sigurðs- i son. Hefir það ekki verið leikið áður hér í Winnipeg, og má þvl vænta, að mörgum sé forvitni á að sjá það. Síðasta kveldið, fimtu dag, leikur leikfél. frá Wynyard “Apann”, sem er þýddur gaman- leikur, og alkunnur vor á meðal og vinsæll. Um þessa sjónleika samkepni ! verður ekkert frekar sagt í þetta sinn, þar sem henni er enn ekki lokið, en vér vonum að geta sagt greinilegar frá henni i næsta blaði. Kostaboð Hin afar spennandi neðanmálssaga Lögbergs, “PEG”, fæst nú á skrifstofu Columbia Press, Ltd., fyrir að eins 75c. Peningar verða að fylgja pöntun hverri. Pantið bókina nú þegar, því ekki er mikið eftir af upplaginu. Aðalfundur Islendingadagsnefndarinnar verður haldinn mánudags- kvöld 12. marz 1928, kl. 8, í efri sal Goodtemplarahúss- ins. Vanaleg fundarmál rædd, ársskýslur lagðar fyrir fundinn, og kosningar nýrra embættismanna. Rætt verð- ur um það, hvort flytja skuli íslendingadaginn 2. ágúst til Gimli, svo og um það, að kjósa nefnd til fleiri ára, og að fá daginn Iöggiltan. Æskilegt væri, að fslendingar í Winnipeg, vildu gera svo vel og fjölmenna á þenna fund, svo málefni íslendingadagsins verði sæmilega afgreidd og nefnd skipuð góðum mönnum. Þeir íþróttamenn, sem ekki hafa fengið medalíur sínar fyrir 1927, sendi nöfn sín og heimilisfang til ritara nefndarinnar, S. Björnsson, 679 Beverley St-. J. J. Samson, forseti. S. Björnsson, rltari. iKhKhkhkhkhkhkhKKhSjKhkhkkhKhKhkhKHKhKhKhKhChKbKhKhKhKhS TIL HALLGRÍMSKIRKJU. Kvenfélagið Djörfung í Riverton, sent af Stefaníu Magnúss. $15.00 E. Helgason, Rossland, B.C. 1.00 Ónefndur frá Baldur...... 2.00 Mr. og Mrs. Thorst. Hall- grímsson, Glenboro .... 2.00 Áður auglýst 223.35 Alls nú 243.35 E. P. J. Góður eldiviður fyrir þetta veður: PINE TAMARAC POPL.4R Fáið vorn nýja Verðlista. ARCTIC Miðvd. og Fimt.d. 14. og 15. JOAN CRAWFORD í “The Taxi Dancer” Föstd. og Laug.d. 16. og 17. JACKIE COOGAN í “The Bugle Call” WONDERLAND. “Back to God’s Country”, heitir kvikmyndin, sem sýnd verður á Wonderland leikhúsinu þrjá síð- ustu dagana af þessari viku. — Þesso leikur fer fram norður í heimskautalöndum og sýnir lífið þar, og er hann ekki síður fróð- legur en skemtilegur. Einnig verður sýndur annar þáttur í framhaldsleiknum “Hawk of the Hills” og gamanleikir þar að auki. Fysrtu þrjá dagana af næstu viku verða aðrar myndir sýndar á Wonderland, og verður skemtiskráin mjög skemtileg og tilberytingar miklar. D. F. EDWARDS Augnlæknir fyrrum ráðsmaður fyrir Bres- lauer og Warren. Hefir nú sína eigin gleraugna- stofu og allan nýjasta útbúnað 205 Curry Block Sími 24 551. Viðtal ókeypis KOL KOL! KOL! ROSEDALE KOPPERS AMERICAN SOURIS DRUMHELLER COKE HARD LUMP iiiiiiiiiiiiiin Thos. Jackson & Soos COAL—COKE—WOOD 370 Colony Street Eigið Talsímakerfi: 37 021 POCA STEAM SAUNDERS ALLSKONAR LUMP C0AL CREEK VIDUR pSE5ESE525E5ESH5E5E5a5E5E5E5ESE525E525E5E5a5E5E5E5E5E5E5E5H5E5E5^S A Strong, Reliable Business School MORE THAN 1500 ICELANDIC STUDENTS HAVE ATTF.NDED THE SUCCESS BUSINESS COLLEGE OF WINNIPEG SINCE 1909. It will pay you again and again to train in Win- nipeg where employment is at its best and where you can attend the Success Business College whose graduates are given preference by thousands of em- ployers and where you can step right from school into a good position as soon as your course ia finished. The Suc.cess Business College, Winnipeg, is a strong, reliable school—its superior service has resulted in its annual enrollment greatly exceeding the combined yearly attendance of all other Business Colleges in the whole province of Manitoba. Open all the year. Enroll at any time. Write for free prospectus. & £ C BUSINESS COLLEGE, Limited 385V2 Portage Ave. — Winnipeg, Maa. ■H5HSH5H5H5H5ESH5H5HSHSHSH5HSH5H5H5H5H5H5H5HSH5H5ESH5HSH5H5H5H5H5H? “Það er til Ijósmynda smiður í Winnipeg,, Phone A7921 Eatons opposite W. W. R0BS0N 317 Portage Ave. KennedyBldg ÞJ0ÐLEGASTA Kaffi- og Mat-sölnhúsið sem þessl borg hefir nokkurn tima haft lnnan vébanda slima. Fj’rirtaka má.ltI(Sir, skyrh pönnu- kökui, rullupyllsa og þjóörteknia- kaffl — Utanbæjarmenn fá sé. ávalt fyrst hressingu á WEVEIj CÆE, 692 Sargent Ave Sími: B-3197. Kooney Stevens, elgandi. Vér seljum NUGA-T0NE fyrir90c og öll önnur meðöl við Iægsta verði. THE SARGENT PHARMACT, LTD. Sargent & Toronto - Winnipeg Sími 23 455 CANADA STÆRSTA ÚT- UNGUN af beztu tegundum hænsna. Reyndar og stjórnar viðurkend- ar tegundir: Barred Plymouth Rocks, White Leghorns, Rhode Island Reds, Anconas, Minorc- as, Buff Orpingtons, White Wy- andottes, White Rocks. Opin- berlega skrásettir 313 eggja- hanar í hænsnabúri voru 1928. Buckeye og Wisconsin Incub- ators og Brooders. ókeypis verðskrá. Alex Taylor’s Hatchery 362 Furby iSt. Wpg. Sími 33 352 Baby Chicks Nokkrar tegundir hænsna, sem verpa eggjum í vor, gefa yður margar varphænur, sem gefa mik- ið af eggjum næsta vetur. Miklir peningar fást fyrir vetrareggin. Við höfum 56 stjórnar viðurkend- ar tegundir, og enn fleiri úrvals- tegundir, sem vér getum valið úr. Útungun með raforku er nýjasta og bezta aðferðin.—Vöruskrá með verðlista og upplýsingum um hænsnarækt A. 74 bls., send gef- ins með hverri pöntun. Hambley Electric Hatchery 601 Logan Ave. Winnipeg. A. SŒDAL PAINTER and DECORATOR Contractor Painting, Paperhanging and Calsomining. 407 Victor St. Phone 34 505 Fiskimenn! Umboðssala á þíðum og frosnum flski verður bezt af- greidd af B. METHUSALEMSON, 700Great West PermanentBldg. Phones: 24 963 eða 22 959 Exchange Taxi Sími 30 500 $1.00 fyrir keyrslu til allra staða innan bæjar. Gert við allar tegundir bif- reiða, bilaSar bifreiðar dregnar hvert sem vera vill. Bifreiðar geymdar. Wankling, Millican Motors, Ltd. Tals. 80 623. Heimili: 88 026 C. J0HNS0N 675 Sargent Ave. Umboðsm. fyrir Hecla Furnace Allar viðgerðir gerðar. Áætlanir gerðar yður að kostnaðarlausu. Rose Hemstitching & Millinary Gleymið ekki að á 804 Sargent Av«. ffust keyptir nýtízku kvenhattar. Hnappar yfirklæddir. Hematitching: og: kvenfatasaumur gerður. Sératök athygli veitt Mall Ordera. H. GOODMAN. V. SI.GURDSON. Blómadeildin Nafnkunna Allar tegundir fegurstu blóma við hvaða tækifæri sem er, Pantanir afgreiddar tafarlaust Islenzka töluð í deildinni. Hringja má upp á sunnudög- um B 6X51. Robinson's Dept. Store, Winnineg

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.