Lögberg - 05.04.1928, Page 3

Lögberg - 05.04.1928, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. APRIL 1928. Bls. 3. Gat unnið betur eftir að hafa notað þær. Þetta Segir Kona í Ontario, Eftir Að Hafa Notað Dodd’s Kid- ney Pills. Mrs. C. Shank Þjáðist af Bak- Verk og Magnleysi. South Cayuga, Ont., 2. apríl — (;Ei nkaskeyti) — “Hefði eg ekki notað Dodd’s Kidney Pills, mundi eg áreiðan- lega hafa þurft að liggja í rúm- inu,” segir Mrs. C. Shank, góð- kunn kona í South Cayuga. “Eg var mjög máttfarin og hafði enga löngun til að hafast nokkuð að. Annars hefi eg mikið að gera, því eg hefi þrjú börn að líta eftjr. Eg var svo þreytt, að eg gat ekki unn- ið. Eftir að hafa notað Dodd’s Kidney Pills fékk eg aftur löng- un til að vinna. Ég hefi mikla trú á þeim og hefi þær alt af við hendina. Eg get mælt sem bezt með Dodd’s Kidney Pills við bak- verk. Eg veit hvað þær hafa gert fyrir mig.” . .. .. . Á veturna er heilsan oft ekki góð. Kuldinn og vindurinn dreg- ur úr lífsaflinu. ’ Nema þú hafir eitthvað til að vega upp á moti því, átt þú á hættu að fa kvef, gigt. gripne og fleira þess konar. Dodd’s Kidney Pills varðveitir heilsu þína. “Stormar” Þegar ný bók kemur út, sem eitthvað kveður að, er hennar venjulega getið og fólki skýrt frá efni hennar, gildi og stefnu. Eg hefi verið að vonast eftir því, að íslenzku blöðin fylgdu þessari reglu í sambandi við hina nýju bók “Stormar”, sem er leik- rit og var nýlega sýnt hér í bæn- um í leiksamkepninni. 'Sérstaklega finst mér þessi leikur verðskulda það, að hans sé minst, sökum þess, að hann er fyrsti og eini leikurinn, sem enn þá hefir verið leikinn meðal Vest- ur-íslendinga, þar sem baráttan er sýnd milli gömlu og nýju stefn- anna. Með öðrum orðum: þettá er fyrsti leikurinn, vor á meðal, sem sýnir lifandi fólk með öllum þeim sálar einkennum, sem mest ber á nú á dögum. Höfundurinn heitir (Steinn Sigurðsson, og ér hann mér alls ókunnugur. Efni leiksins er í fáum orðum þetta: Maður, sem Ásdal hbitir, sezt að í litlum kaupstað á íslandi við fjörð einn í dalmynni. Hann er hinn mesti dugnaðar- og at- orkumaður; hvetur til starfa og frámkvæmda og gengst fyrir þeim sjálfur. Hann græðir á tá og fingri og heldur heimili sitt rík- mannlega. Aðallega græðir hann á verzlun og skipaútgerð. Hann er kvænt- ur og éiga þau hjón eina dóttur, sem Júlía heitir. Ásdal kaup- maður hefir veitt fjölda fólks at- vinnu, borgað því afar lágt kaup, en alt af reynst því áreiðanlegur með það litla, sem hann hefir lofað. Og meðan fólkið hafði nægilegt til þess að fullnægja allra brýnustu þörfum. var það auðsveipt og möglaði ekki. Svo koma afskapleg harðindi og alt fyllist af hafís; fiskiveiðar bregðast með öllu; skip Ásdals farast í siglingum og hann kemst í basl og kröggur vegna þess, að hann hefir lagt á of mikla hættu —ætlað sér of mikið; treyst of vel tilviljun og hamingju: t. d. hefir hann hvorki vátrygt skip né vörur. Loks kemur þar, að hann getur ekki staðið í skilum með kaup verkafólks síns. Hann lætur eng- an vita af þessum kröggum; ætlar að leyna konuna sína þeim, í þeirri von, að alt lagist; en svo verður hann að segja henni sann- leikann. Hún er ágætis kona og reynist manni sínum sannur verndarengill, þegar til erfið- leikanna kemur. En hann biður hana að láta dóttur þeirra ekki vita hvernig komið sé. Hún lof- ar því. Þegar sultur og klæðleysi fer að sverfa að verkafólkinu og það fær ekki borgað kaup sitt, fer því að óróast og það heldur að Ásdal ætli að svíkja sig. Því dettur ekki annað í hug, en að hann hafi fulla vasa fjár; því það veit ekkert um kröggur hans. Hitt vissi það, að hann hafði gert út skip, sem ekki var sjófært; það hafði farist og nokkrar fátækar fjölskyldur þannig mist fyrirvinnu sína. Slær nú í harða sennu milli Ás- dals og verkafólksins. Foringi þess heitir Hörður, ákveðinn, mælskur og óvæginn. Eru þeir Hörður og Ásdal látnir leiða sam- an hesta sína með hinni mestu á- kefð og ósanngirni á báðar hlið- ar, því hvorugur skilur afstöðu hins. Ásdal finst, að hann hafi verið bjargvættur og frelsari fólksins í héraðinu; mannað það og lyft því í öllum skilningi; bendir hann á ýms fyrirtæki, sem hann hefir gengist fyrir og vel hafa hepnast; ber saman hag fólksins, þegar hann kom í héraðið, við það, sem nú er og finst, að hann hljóti ekkert nema vanþakklæti í stað viðurkenningar; hann sér það svona; hann skoðar alt með aug- um gamla tímans, ekki af neinni vísvitandi mannvonsku, heldur af hinu, að hönd hins nýja tíma hef- ir ekki tekist að leiða hann inn í hið mikla musteri skilningsins. Hörður verkamannaforingi aftur á móti heldur því fram, að alt starf og allar framkvæmdir Ás- dals hafi átt rætur sínar í eigin- girni og eftirsókn eftir auði, virðingu og sællífi. Finst honum hann hafa skamtað verkafólki sínu úr hnefa, notað það eins og hver önnur vinnudýr til þess að græða á því; haldið í því lífinu, með svo lágum launum, að það að eins gæti haldið kröftum á sama hátt og skepnur, sem fóðr- aðar eru til þess að þær tóri og geti unnið gagn þeim sem þær eigi, en hagnaðinn af öllu hafi Ásdal haft sjálfur. í stuttu máli: Hörður skoðar Ásdal, sem misk- unnarlausan harðstjóra, er engu hlífi og um ekkert hugsi nema eigin hag. Ásdal skoðar Hörð sem uppreisnar- og æsgingamann, er enga sanngirni þekki — þarna mætast “stormarnir”: báðir sterk- ir, báðir ákveðnir í því að brjóta alt sem fyrir verður. Hörður á son, sem Baldur heit- ir. Hann er leynilega trúlofaður Júlíu dóttur Ásdals, og reynir því að miðla málum, en hlýtur þess vegna fyrirlitningu föður síns og allra verkamanna — er grunaður um ótrúmensku. Hann á í af- skaplega miklu sálarstríði. Ann- ars vegar er stefna hans og skyld- ur við stétt sína og stöðu. Hins vegar ást hans til Júlíu. Þessi öfl togast á og ætla bókstaflega að slíta hann í sundur. Hann ræður það þó af, að segja sundur með sér og Júlíu, fremur en að draga hana inn í verkamannhreif - inguna með sér á móti öllu henn- ar fólki. Honum finst, að með því móti hlyti hún að verða ó- hamingjusöm. En hún ann hon- um hugástum og tekur þetta afar- nærri sér. Ásdal kaupmaður fær að síð- ustu tvær fréttir samtímis. önn- ur er sú að Júlía, sem alt af hafði verið augasteinninn hans, sé glöt- uð—sé trúlofuð syni Harðar. Það var dýpsta glötun, sem hann gat hugsað sér fyrir barnið sitt. — Hin fréttin er sú, að skipið, sem hann hafði bygt á allar viðreisn- arvonir sínar, hafi farist í haf- ísnum. Honum verður svo mikið um þetta, að hann fær hjartaslag og deyr. Hann er þar úr sögunni. Ekkja Ásdals er einkar göfug kona að öllu leyti. Hún kemur því til leiðar, að Baldur og Júlía dóttir hennar giftast, og verður hann — eftir því sem bezt verð- ur skilið — nokkurs konar miðl- unarmaður milli hinna tveggja stefna: gomlu stefnunnar, sem í engu vil slaka til, og hinnar nýju. sem alls krefst. Einkennilegar persónur auk þeirra, sem nefndar hafa verið, koma fram í leiknum, svo sem Bóas verkamaður, hlægilegur bjálfi. Petrínella lausakona, mesti skapvargur og flagð, og Tryggvi, vinnumaður á heimili Ásdals, nokkurs konar tvífættur hundur, sem kaupmaðurinn á með húð og hári. Geysisbúar eiga beztu þakkir fyrir það að sýna þennan nýja og merkilega leik og leika hann eins vel og þeir gerðu. Sig. Júl. Jóhannesson. Útdráttur. Mikið er nú á dögum rætt um þessi svo kölluðu “Bjór lög”, sem nýlega hafa öðlast gildi hér í fylk- inu. Tiltölulega munu þeir þó fáir, sérstaklega íslenzkir lesend- ur út um bygðir, sem að hafa haft tækifæri á, að kynna sér þau til hlítar. Mér kom því til hugar, að það gæti orðið mörgum til bæði gagns og gamans, ef helzta og mest varðandi hluta þeirra yrði snúið yfir á íslenzkt mál og svo blöðin íslenzku beðin að flytja þá þýð- ing til lesenda sinna. Sú þýðing af lögunum, sem hér fer á eftir, er að mun saman- dreginn útfdráttur, en þó ekki svo, að þau tapi sér í neinu, né sé slitin út úr samhengi og sam- iþandi, heldur einungis til að gera það styttra mál og skiljanlegra og losna við sumt af þeim óþörfu fjölyrðingum, sem svo oft ein- kenna laga ákvæði. Það er mjög nauðsynlegt fyrir hvern borgara, að vita sem mest um þau lög, sem hann lifir undir. G. P. M. Yfirlit yfir hin nýju áfengis- lög Manitoba. Áfengislög Manitobafylkis, sem innleidd voru á þinginu í febrúar mánuði 1928, og, sem nú hafa öðl- ast gildi, nema í burt hin svo- kölluðu “Manitoba bindindislög” frá árinu 1916, ásamt öllum við- aukum við þau. Einnig hin svo- kölluðu “Stjórnaráfengissölulög” (Government Liquor Control Act) frá árinu 1923, ásamt öllum við- aukum við þau. En í þeirra stað koma lög, sem færa út og breyta stjórnar vínsölukerfinu, sam- kvæm atkvæðagreiðslunni þann 28. júní 1927. Lög þessi hin nýju eru, að miklu leyti lík löguuum frá 1923, með nokkrum viðaukum, svo sem lög viðvíkjandi (hér set eg ensku nöfnin, svo fólk eigi hægra með að átta sig á við hvað er átt, því að ensku nöfnin eru mest eða aðal- lega notuð af almenningi, er um þessa hluti er talað): (1) “Beer Parlor Licenses”, (2) “Club Lic- enses, (3) “Canteen Licenses, (4) Banquet iPermits”, ((5) “Cash and Carry”. Þau endur innleiða og löggilda opinbera áfengisdrykkju og það, sem kallað var ,‘Treating system”, er þýðir það, að mega gefa náunganum með sér; þetta hvorttveggja hefir verið bannað síðan í júní 1926. Þau banna öl- gerðarhúsum að selja beint til þeirra, er stjórnarleyfi hafa til öl eða vínkaupa, en það hefir þeim verið leyfilegt síðan 1923. Með 2,198 atkvæða meiri hluta 1 kosn- ingunum þann 28. júní 1927, var beðið um, að ölgerðarhúsunum væri leyfilegt að halda áfram þannig lagaðri sölu. Nú verða öl- gerðarhúsin að selja beint til vín- söludeildar stjórnarinnar, og frá henni verða þau, að hafa leyfi til þess, að flytja bjórinn til kaup- enda. Þessi lög binda enda á það fyrirkomulag, að sveitirnar fái helming af ágóða af vínsölunni eins og fyrirkomulagið var í lög- unum frá 1923. Allur ágóði skal nú ganga í fylkissjóð. Atkvæðagreiðsla um algert vín- bann (Local option) má fara fram innan sex mánaða frá þeim tíma, sem þessi lög öðlast gildi, í þeim 23 sveitum, er meiri hluta at- kvæða greiddu gegn breytingu á lögunum við kosningarnar 28. júní 1927. Þessar sveitir, ef engin slík atkvæðagreiðsla fer fram innan sex mánaða eins og að ofan er getið, falla*eftir þann tíma af sjálfu sér inn með öllum hinum sVeitunum, sem engínn þannig löguð atkvæðagreiðsla getur farið fram í, fyr en 1931. Engin vín seld í vínsölubúð stjórnarinnar skal afhenda und- ir vanalegum leyfum, þar til: (ö) Að kaupandi hefir gefið inn skriflega pöntun; (b) Hefir fram lagt lejrfi sitt til yfirskoðunar af deildinni; (íc) Hefir borgað að fullu fyrir það vín, sem hann hefir beðið um; (d) Dagsetning sölunnar, teg- und af víni og hvað mikið af því hefir verið skráð á leyfið. Undanþága er þó gerð á þessu hér að ofan og gert leyfilegt, að kaupa bjór án þess, að framvísa leyfinu og láta setja á það hvað mikið hefir verið keypt. Yín keypt samkvæmt vanalegu leyfi, skal einungis flutt til, haft, geymt, gefið og notað á þeim stað, sem tekið er fram í leyfinu. Leyfilegt skal vera, að auglýsa víntegundir einungis eftir að stjórnardeildin hefir samþykt slíkt auglýsingaform. Bjórsöluelyfi má veita hótelum, samkvæmt eftirfarandi ákvæðum: (1) í borgum, ef þau hafa 24 svefnherbergi; (2) í bæjum og þorpum, sem telja 1,500 til 1,700 búa, og hafa 20 svefnherbergi. (|3) I bæjum og þorpum, sem hafa 500 til 1,500 íbúa, og hafa 15 svefnherbergi, (4) í þorpum, sem telja 200 til 500 íbúa, og hafa 10 svefnher- bergi. . í öðrum plássum, ef þau hafa ekki færri en 8 svefnherbergi. Leyfi í Winnipegborg skal vera eitt fyrir hverja 4,000 íbúa. í plássum eitt leyfi fyrir 500 og annað leyfi fyrir næstu 500, þriðja leyfi fyrir 2,000, fjórða leyfi fyr- ' ir 3,000 og þar eftir eitt leyfi fyr- ir hverja 4,000 íbúa. Sérstök ákvæði fyrir leyfi til hótela í sumarbústöðum. Beiðni um björsöluleyfi verður að sendast beint til vínsölunefnd- ar stjórnarinnar, sem svo verður að auglýsa umsóknina í blaðinu “Manitoba Gazette” og í einhverju héraðsblaði. Hver sem er, hefir heimild til þess að mótmæla slíkri umsókn eða beiðni um leyfi. Ef mótmæli koma fram, skal vínsölu- nefnd stjórnarinnar heyra slík mótmæli þar, sem öllum er leyfi- legt að vera viðstöddum, og skal nefndin þar hafa sama rétt og sama vald sem héraðsréttur — (County Court). Staðir þeir, sem bjórsala er leyfð í, skulu vera þannig, að inn um þá sjáist utan af stræti, þá er þau eru lokuð fyrir sölu, eða eftir þann tíma, sem þau mega selja dag hvern. Ekki er leyfilegt að veita eða selja körlum og konum bjór í sömu stofu, heldur skal vera sér- stofa fyrir hvert kyn. Ekki má vera í stofum þessum það sem nefnist “bar”, heldur að eins smá- borð og stólar kring um þau. Ekki má neyta bjórs, sem keypt- ur er í þessum stofum, annars- •staðar en þar á staðnum. Engir.n innan lögaldurs, Indíáni, eða sá, sem er undir neyzslubanni, má vera inni í þessum bjórsölum. Enginn innan lögaldurs, né held- ur neinn kvenmaður, má ganga um beina í þessum stofum. Engin fæða, eða annar drykkur en bjór, skal seljast í stofum þessum. Enginn dans, leikir eður hljóð- færasláttur skal fara fram í þess- um stofum. Sala er leyfileg að eins frá kl. 10 fyrir hádegi til kl. 11 eftir há- degi, og skulu stofur þessar lok- aðar alla kosninga daga, sunnu- daga og þá aðra adga, sem vín- sölunefnd stjórnarinnar kann að fyrirskipa. Áfengi bjórsins, skal ekki vera yfir 9 per cent. Gæði skulu vera samkvæmt fyrirmælum vínsölu- nefndarinnar. Verð á hverju 8 únzu glasi af bjór, skal ekki vera yfir 10 cents, en merkurflaskan ekki yfir 20 cents. Framfylging þessara laga skal vera í höndum sveita- og bæjar- lögreglumanna, og annara eftir- litsmanna, sem kunna að verða skipaðir samkvæmt fyrirmælum þessara laga. Dómsmáladeild fylkisins, fylk- islöggæzlumenn og aðrir eftirlits- menn, er heimilað eftirlit í hvaða sveit sem er innan fylkisins. Hver sem er, má leggja inn klögun og sækja málið undir þesum lögum. Hvaða löggæzlumaður og eftir- litsmaður sem er, hefir fult vald til þess að sjá um, að þessum lög- um sé fram fylgt. Það er skylda hvers löggæzlu- manns, að rannsaka, ef grunur leikur á, að einhver hafi brotið gegn þessum lögum, og honum er gert aðvart um það, eða hann finnur það út sjálfur. Löggæzslumenn og aðrir eftir- litsmenn hafa heimild til þess, að fara inn í öll hús og aðra staði en prívat íbúðarhús, í þeim tilgangi að leita og rannsaka undir þessum lögum, ef þeir álíta það nauðsyn- legt. Þeir hafa heimild til að taka fastan hvern þann, sem þeir hafa hugboð um að sé að brjóta þessi lög, og það án þess að hafa í höndum fasttöku-heimildarskjal frá nokkrum löggæzlurétti á þeim tíma, sem þeir sjá nauðsynina fyrir því að framkvæma slíka handtöku. Þeir mega einnig taka og fastsetja vín, sem er í flutn- ingi, ef þeir hafa grun um, að það sé ekki að einhverju leyti í samræmi við tilgang þessara laga. Þeir hafa einnig heimild til, að leita í flutningstækjum eftir víni, ef þeir hafa grun um að þar sé haft vín í ólöglegum tilgangi, og fastsetja alt vín þannig fundið. Hegningar og sektir. Fyrir fyrsta brot, gegn 128. gr. þessara laga: (Hafa til sölu, bjóða til kaups eða selja): (1( $100.00 $300.00 sekt og fangelsi fyrir tvær vikur til tveggja mánaða; ef sekt- arfé er ekki borgað, þá skal bætt við tveggja mánaða fangelsisvist. (,2) Fangelsi fyrir 4 mánuði án tækifæris að borga peningasekt. Lögregludómari má fella á burt fangelsisvist, en ekki peningasekt, ef honum finst málið liggja þann- ig fyrir. Fyrsta brot gegn 50, 52 (auka- grein 2) og 129 eða 132. grein, (sem fjalla um ólöglega opnun á bögglum, sem inni halda vín og flutning á víni: ('l) sekt $200 til $1.000, eða ef sekt er ekki borg- uð, þá fangelsisvist um þrjá mán- uði, eða (2) sekt $100 til $300 og fangelsi um tveggja vikna bil til tveggja mánaða; ef sekt er ekki borguð, þá tveggja mánaða fang-! elsisvist í viðbót, eða (3) fangels- isvist til fjögra mánaða án tæki- færis að borga peninga sekt. -— Annað og þriðjg brot gegn ofan- nefndum greinum varða við alt til 12 mánaða fangelsis. Félög, sem verða sek fundin um brot gegn ofannefndum greinum úr þessum lögum, skulu sæta fyrir fyrsta brot: eitt þúsund dollara sekt. Fyrir annað brot: sekt, er nemi frá þrjú þúsund til fimm þúsund dollurum. Þriðja eða fleiri brot gegn þessum greinum, I skal varða við sekt er nemi ekki \ minna en fimm þúsund dollara peningasekt. Ef slíkir lögbrjótar hafa á síð- ustu þremur árum verið fundnir sekir um brot gegn svo kölluðum “Manitoba bindindislögum”, þá skulu þeir sæta fjögra mánaða fangelsisvist án nokkurs tækifæris að borga peningasekt. Lögregludómari getur gefið þær fyrirskipanir til löggæzlumanna, að hann skuli loka me ðlás eður á annan hátt hótelj, matsöluhúsi eð- ur öðrum húsum hvar í þessi lög hafa verið brotin tvisvar sinnum síðustu tólf mánuði og hlotið sekt- ardóms úrskurð fyrir. BÓLU-HJÁLMAR og mynd Ríkarðs Jónssonar. Mbl. hefir snúið sér til Sigurðar Péturssonar frá Hofsstöðum í Skagafirði, og spurt hann um út- lit Bólu-Hjálmars. — Er Sigurð- ur, sem kunnugt er, greindur mað- ur og greinagóður. Þegar Hjálm- ar dó, var Sigurður kominn yfir þrítugt. —Eg man vel eftir Hjálmari, segir Sigurður, því þegar hann var á ferð, gisti hann alt af á Hofstöðum hjá föður mínum. Eg get staðfest lýsingu Hann- esar Hafsteins á Hjálmari, það GRAIN f PROFITS* Betra korn og hærra verð fæst sé alt smut eyðilagt. Pundskanna af Standard Formal- dehyde nægir í 40-50 bush. af hveiti. Þér getið reitt yður á hreint útsæði, auk þess flýtir Formaldehyde þroska hveitisins. Sáið sama dag og þér hreinsið útsæðið. Hreinsið áhöldin öll með Formaldehyde-. blöndu. Standard Formaldehyde er ágætt fyrir hafra, bygg og annað korn. Sömu- leiðis kartöflur og garðávexti. ^^STAN DARft^l k^BMALDEHYD|J| Selt í 1 p. og 5 p. könn. og stórslött- um hjá öll. Kaupm. KILLS SMUT sem hún nær, og bætt við hana sem hér segir: Andlitið neðan augna var frem- ur þunt, borið saman við ennið. Skeggkragi samlitur hári, var á kjálka og höku, eins og þá var sið- ur. Hálsinn langur og höfuðið hátt, einkum ennið. óvanalega mikil hæð af öxl upp á hvirfil. Mynd hefi eg séð eftir Ríkarð Jónsson, er á að vera af Hjálm- ari, og finst mér hún svo ólík, sem frekast má verða, og myndi eng- um, er vel man Hjálmar, detta í hug, að hún væri af honum.— IBSENS-HÁTIÐIN. Norska utanríkisstjórnin hefir boðið Blaðamannafélagi íslands að senda fulltrúa á Ibsens-hátíð- ina. Á fundi félagsins í gær var Þorsteinn Gíslason kosinn til þeirrar farar. Enn fremur hefir norska stjórnin boðið Sig. Nordal á hátíðina. Hefir Mbl. ekki frétt með vissu, hvort hann eigi kost á sökum annríkis að taka þessu | boði. Indriði Einarsson fer fyr-1 ir hönd Leikfélags Reykjavíkur.— Óvíst er enn, hverjir aðrir ís- lendingar verði viðstaddir þessa merkilegu hátíð. Hátíðahöldin í ósló standa dagana frá 14.—20.1 marz, en í Björgvin dagana 22. og 23. marz.—Mbl. 1. mar. Mæður, sem reynslu hafa, segja, að Zam-Buk sé bezta með- alið til að græða sár og hör- undskvilla barna, vegna þess: Að það er jurtameðal—engir eitraðir litir. Að það varnar sóttkveikju— kemur í veg fyrir, að ígerð hlaupi í skurði eða brunasár. Að það er græðandi—dreguir úr alla verki. Græðir ávalt. Jafn gott fyrir fullorðnS. Selt í öllum búðum og hjá lyfsölum. Miladi’s The House of Quality A111 * ;1 PÍSKA 3ALA Ensemble Suits Sérstakt verð $19.75 til $49.50 Sérstakir Kjólar »23.75 til »39.50 Ljómandi fallegar KÁPUR fyrir vorið Sérstakt verð »13.75 tii »49.50 Ef þér greiðið litla niðurborgun er fötunum haldið fyrir yður 3« Portage LIMITED

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.