Lögberg - 05.04.1928, Page 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. APRÍL 1928.
Bls. 5.
DODDS
Kl □ N EY ;
PILLS A
THEPp
1 meir en þriðjung aldar hafa
Dodd’s Kidney Pills verið viður-
kendar rétta meðalið við bak-
verk, gigt, þvagteppu og mörgum
fleiri sjúkdómum. Fást hjá öll-
um lyfsölum, fyrir 50c. askjan,
eða 6 öskjur fyrir $2.50, eða beint
frá The Dodds Medicine Co., Ltd.,
Toronto, ef borgun fylgir.
Svar til Sigfúss Halldórs
“Heimskringla” flytur 8. febr.
svar frá Sigfúsi Halldórs gegn
grein minni í “Lðbergi” 2. febr.,
þar sem eg varðist árás ritstjór-
ans á blaðamensku mína. Hann
tekur það fram, að sér myndi hafa
verið ljúft að birta grein mína,
en virðist halda, að eg hafi ef-
ast um það, — og því beiðst rúm3
í Lögbergi. Eg vil láta þess get-
ið, að mér kom ekki til hugar, að
S. H. myndi neita varnargrein
minni um upptöku. Eg leitaði á
náðir Lögbergs af því, að eg þykt-
ist við “fornkunningja minn og
skólabróður”, ritstjóra Heims-
kringlu, og vildi ekki þiggja rúm
til andsvara í blaði hans.
Eg þyktist við hann út af því, að
eg hugði hann hafa fylgst það vel
með íslenzkri stjórnmálabaráttu á
liðnum árum, að honum væri vor-
kunnarlaust að vita, að af póli-
tískum ritstjórum á íslandi væri
eg þess sízt maklegur að mæta'
ámælum hans, þegar hann einu
sinni tók sig til og fann að blaða-
menskunni hér heima. Eg hefi
verið stórorður um stóra bresti
og smánarlega framgöngu — það
er satt—, en eg hefi, fremur öll-
um öðrum íslenzkum blaðamönn-
um, er við stjórnmál fást, gert
mér far um að herma rétt frá
staðreyndum, snúa aldrei út úr
orðum andstæðinganna, forðast
getsakir og dylgjur — yfirleitt
alt það, er mest lýtir opinberar
deilur á íslandi. Þetta viður-
kenna allir óhlutdrægir menn.
er fylgst hafa með blaðadeilum
hér heima, og fjöldi sanngjarnra
andstæðinga minna.
Nú segir S. H. að hann hafi
ráðist á mig af þeirri ástæðu
einnig, að eg hafi lagt til “áþreif-
anlegasta dæmið” um það, er
hann telji “mest lýti á íslenzkri
blaðamensku, en það er, hve ó-
hemjulega persónuleg hún er
yfirleitt.”
Á eg að trúa því, að S. H. mæli
hér af heilum hug? Hafa and-
stæðingar mínir, t. d. Jónas Jón-
asson og Tryggvi Þórhallsson,
núverandi ráðherrar, verið minna
persónulegir en eg? Eða Þor-
bergur Þórðarson? Eg gaf S. H.
tilefni til þess að minnast á hann
—en hann nefnir hann ekki á
nafn. Hvers vegna? Eg skal
halda mér að Þ. Þ., sem einu dæmi
af mörgum. Eg minti S. H. á það,
að Þ. Þ. hefði í “Eldvígslunni”,
bréfi sínu til mín, sem Heims-
kringla prentaði upp með lofl^g-
um og ástúðlegum ummælum,
dróttað fjársvikum að borgar-
stjóra Reykjavíkur og fyrver. fjár-
málaráðherra íslands. Var það
ekki nógu “áþreifanlegt dæmi”
fyrir S. H. til þess að gera að um-
talsefni?
S. H. hneykslast á því, að eg
t lji hvorugan ráðherrann, er eg
nefndi, hafa “flekklaust mann-
orð.” Hann segir, að eftir slíkri
lýsing að dæma “skyldu menn
halda, að þeir væru útsmognir
tukthúslimir.” En allir menn á
íslandi vita hvaða ávirðingar eg
átti við, er eg komst þannig að
orði um ráðherrana. Eg hefi sak-
að þá um að hafa árum saman
gert sig seka um margskonar ó-
heiðarleik í blaðamensku, ósann-
indi, rangfærslur o.s.frv. Eg skal
verja það hvenær sem er, að slík
framkoma setji blett á mann-
orðið.
En — svo eg víki aftur að Þ
Þ., dýrðlingi Heimskringlu ,—,
hlífir hann mannorði þeirra and-
‘stæðinga, er hann ræðst á?
Skyldi maður ekki halda, að þeir
menn, sem sakaðir eru um "svind-
ilbrask”, væru tukthúslimir? Hér
er um þeim mun áþreifanlegra
dæmi að ræða, sem Þ. Þ. gerir
enga tilraun til þess að rökstyðja
sakargiftir sínar, — en eg hefi
margsannað mínar.
S, H. reynir ekki áð verja Jón-
as Jónsson, sem eg hefi áfelst
með þyngstum orðum, en hann
ségir: “En þegar mér er sagt, að
pm helmingur manna á ættjörð
minni, og sjálfsagt röskur helm-
ingur þeirrar stéttar, er eg þekki
allra bezt, vegna þess að eg er
þeirri stétt borinn og barnfædd-
Voniamiip'nn
hjá
MARTIN & CO.
Easy Payments Limited
L.ægsta Verð, Nýjar Gerðir
Mikið úrval af
Karlmannaog Kven-
manna tilbúnum
fatnaði með
HŒGUM SKILMÁLUM
$50.00
út í hönd. Borgist
á 20 vikum jafn-
óðum og fötin eru j
brúkuð.
Komið inn og veljið úr sem fyrst.
Búðin opin á laugardögum til kl. 10 að kveldi.
Winnipeg Piano Building á öðru gólfi
Portage & Hargrave
ur, þeirrar stéttar, er ekki hefir
lakari mönnum á að skipa en
Framsóknarflokkurinn íslenzki,
séu þeir fábjánar og bófar, eða
hvorttveggja, að þeir velji slíkan
mann (þ. e. forhertan lygara) fyr-
ir foringja og framsögumann, þá
þykir mér skörin færast upp í
bekkinn.”
S. H. bregður mér í grein sinni
um óþroska og barnaskap. Eg
veit ekki hvað eg á að segja um
þessa athugasemd hans. Veit
hann epgin dæmi þess, að mönn-
um hafi lánast að komast til vegs
og virðingar meðal annars á ó-
knyttum og lygum — og það hjá
siðmentaðri þjóðum en Islend-
ingum?
Og, svo eg víki enn að hinum
lofi skrýdda Þ. Þ., — hvers vegna
fanst S. H. ekki “skörin færast
upp í bekkinn”, þegar hann sletti
því framan í manninn, sem Reyk-
víkingar höfðu hvað eftir annað
kosið fyrir borgarstjóra sinn, og
foringja stærsta stjórnarflokks-
ins á fslandi, bæði fyrir og eftir
síðustu kosningar, þáverandi fjár-
málaráðherra íslands, að báðir
hefðu “brotist til mannvirðinga
með mangi og svindilbráski”, “fé-
flett náunga sinn” o. s. frv.?
Nei, fornkunningi minn, Sigfús
Halldórs, verður að afsaka, þó að
eg skilji ekki þá skýringu hans á
árásinni á mig, að eg hafi lagt
honum til “áþreifanlegasta dæm
ið” í pistil um ávirðingar í ís
lenzkri blaðamensku. Aðrir hafa
komist margfalt nær því en eg, að
lýsa andstæði'ngum sínum sen^
tukthúslimum — og meðal þeirra
er að minsta kosti einn, sem S. H.
hefir vegsamað fyrir grein, er
flutti blóðugar svívirðingar um
trúnaðarmenn þjóðarinnar, — ó-
rökstuddar með öllu.
Reykjavík, 7. marz 1928.
Kristján Albertsson.
Canada framtíðarlandið.
Loftslag í Alberta er mjög viÖ-
feldið og yfirleitt má svo að orði
kveða, aS veðráttan sé hin ákjós-
anlegasta fyrir landbúnað og allan
jarðargróður. Stundiun verður að
vísu all kalt á vetrum, en þó eigi
sem í hinum sléttufylkjunum.
Sumrin eru hlý og einstöku sinnum
steikjandi hitar. Þó fylgja því nær
undantekningarlaust svalar og
hressandi nætur. Þetta gerir það
að verkum, að kom og annar gróð-
ur jarðarinnar, þrífst vel. Víðast-
hvar er nægilegt regn, þótt fyrir
komi að vísu í sumum pörtum, að
ofþurkar valdi nokkru tjóni.
Suður-Alberta er nafnkunnugt
fyrir Chinook vindana. Þetta eru
þurrvindar, ýmist af vestri eða
suðvestri.
Áhrif Chinook vindanna, eru
afar einkennileg, og ekki kvað síst,
að vetrarlaginu. Landið getur alt
verið hulið fannblæju og frosthæð-
in getur verið talsvert mikil. En
þegar vindar þessir taka að blása,
hlýnar alt í einu veðrið, verður eins
og komið væri fram á vor. Stund-
um kemur það fyrir, undir slíkum
kringumstæðum, að snjó allan
leysir á tiltölulega fáum klukku-
stundum. Hið létta snjófall i suður-
fylkinu, hefir gert bygðarlögin þar
mjög að reglulegri paradís fyrir
griparæktarmenn.
Þótt áhrifa Chinook vindanna
gæti að vísu mest í Suðurfylkjinu,
þá 'ber samt alt fylkið þeirra
nokkra menjar, einkum þó vestur-
hlutinn.
Eitt með þvi fyrsta, sem vænt-
anlegir innflytjendur hafa í huga,
er veðráttufarið. Það er óhætt að
fullyrða að þeir, sem þegar hafa
tekið sér bólfestu í fylkinu, sé und-
antekningarlaust ánægðir hvað
þetta áhrærir.
Vetrarmánuðimir í Alberta, sem
og 5 hinum tveim sléttufylkjum, era
sá tími, sem að jafnaði er erfiðast-
ur og margir bera mestan kvíðboga
fyrir. Frostið verður stundum
f jörutiu stig, en þannig stendur það
sjaldnast nema dag eða svo, og oft
ekki nema fáar klukkustundir i
einu. Yfir höfuð eru vetrarnir
skemtilegir, hreinviðri dag frá degi,
svo að segja undantekningarlaust. f
suðurhlutanm. einus og þegar hefir
verið bent á, koma oft hlýviðri um
háveturinn, svo að líkara er vori.
Stundum liggur þar snjór á jörð
nokkrar vikur í senn, en slíkt er þó
harla sjaldgæft. Chinook vindarnir
fara stundum æði geyst, en valda
þó aldrei tjóni.
f Mið- og Norðurfylkinu fellur
nokkru meiri snjór og liggur að
jafnaði lengur á jörðu. Er þar því
oft langtímum snynan hið ágætasta
sleðafæri og er þá líka óspart not-
að bæði til aðdrátta og skemtiferða.
Mollu eða saggaloft, þekkist ekki í
fvlkinu. Að vetrinum til era sól-
heiðir dagar, engu síður en á sumr-
um. Snjóa leysir að jafnaði fyr í
Alberta, en hinum sléttufylkjunum,
þó byrjar sáning þar venjulegaa
heldur seinna. í suðurhlutanum era
bændur að vísu iðulega teknir að
stunda jarðyrkju í marz-mánuði og
í Norður-Alberta, fer sáning venju-
lega fram það snemma, að henni er
lokið að fullu í maí. Gróðrartím-
inn er ekki langur. Jurtagróður
allur gengur framúrskarandi fljótt
fyrir sér. Veldur þar mestu um hiti
og nægilegt regn. Byrjað er alment
að vinna á nýjum löndum i júní-
mánuði. Er jarðvegurinn um það
leyti gljúpastur og þægilegastur
fyrir plóginn. Sú er venjan, að þá
er sáningu er lokið, taka bændur að
ryðja, eða brjóta ný lönd.
Því hefir verið haldið fram að
jurtagróður og uppskera þrifist
eigi vel á svæðum þeim, er hátt
liggja. Svo er þó í raun og veru
ekki, þegar öllu er á botninn hvolft.
Hinir löngu og sólríku dagar há-
lendisins, flýta fyrir þroska og
gróðri allra uppskeutegunda.
Þegar lengstur er dagur að sum-
arlaginu, er svona hálfrökkvað kl.
tíu að kveldinu, en um klukkan
þrjú fer aftur að roða af nýjum
degi. Meðan blómtíminn stendur
yfir, er loftið þrangið áf gróðrar-
angan. Sýnist landið þá í hvaða átt
sem litið er, eins og fagurgrænn
flosdúkur. Víða getur að líta
skrúðga ranna með villirósum og
kirsiberjum. Grasvöxturinn er það
mikill, að stundum nemur hæð þess
frá tveim fetum. Sumrin eru ekki
löng, eða réttara sagt hitatími
þeirra. Eftir vorregnið, er veitir
jörðinni víðasthvar nægan raka til
framleiðslu góðrar uppskeru, tekur
við sjálfur gróðrarkaflinn, venju-
legast heitur og þur. Þannig lag-
að veðráttufar, er einkar hagstætt,
að því er kornræktina áhrærir, eink-
um og sérílagi þó hveiti.
Er hveiti það, er sprettur undir
sííkum kring'umstæðum, harðgert
og sterkt.—Meira er að jafnaði um
þurka í suðurhluta fylkisins og er
hveitið þar alt af, það sem kallað
er harðhveiti. Lengra norður á bóg-
inn er jarðvegurinn dekkri, þar er
meira um regn, og hafrauppskeran
þar því afarmikil. Er mikið af höfr-
um notað til gripaeldis. Á nýrækt-
uðum löndum helzt grasið að jafn-
aði miklu lengur grænt, en á þeim,
er lengi hafa verið undir rækt.
Jafnvel á allra heitasta kafla sum-
arsins, era næturnar svalar og
hressandi og veita því góða hvíld.
Saggi þekkist varla á þeim tíma
árs og kemur það sér vel fyrir upp-
skeruna og forðar henni frá ryði.
Margir telja haustmánuðina feg-
ursta og skemtilegasta tímabil árs-
ins. í september og október, er
veðrið að jafnaði bjart, heilnæmt
og hressandi. Er sá tími enda mjög
notaður úti við meðal annars til í-
þrótta iðkana. Stundum ber það til,
að haustin era fremur þur, og það
meir en ákjósanlegt er, meö tilliti til
næsta árs uppskera. Mikið er um
veiðifarir að haustinu til, enda nóg
til fanga. Að loknum slætti, er
kornið dregið saman og þreskt um
sömu mundir. Aðeins hið þreskta
kom er látið í hlöður, en stráinu er
hrúgað upp í háa stakka, og það
síðar notað með öðru fóðri handa
hestum og nautgripum.
Árið 1930.
Mikið er talað um heimförina
1930. Ber. býsna margt á góma.
Nú virðist sannfrétt, að frænd-
ur vorir “heima” á íslandi, ætli
að skoða okkur Vestmenn, ef við
komum “heim” 1930, sem útlend-
inga, og er þá ekki mikið varið i
að fara heim einmitt það ár,
þegar tíminn verður að miðast við
áætlun einhvers ákveðins skips,
og ómögulegt verður að finna
kunningja sína nema í Reykja-
vík eða á alþingisstaðnum forna,
nærri Almannagjá.
Einhver sagði það er máske
lýgi, að menn úr heimferðar-
nefndinni, hafi við orð að fara að
“agitera” fyrir þessari glæsilegu
íslandsför 1930. Þeir eru auð-
vitað hver öðrum mælskari, og
ætla eftir sögn, að telja menn á
að fara og jafnvel að lána þeim
fargjaldið; ef þörf gerist, svo þeir
geti létt sér upp 1930, þótt þeii
hvorki hafi tíma né peninga til
slíks. Þetta er af sumum álitið
mjög fallega hugsað; en það eru
tvær hliðar á þessu máli, eins og
flestum öðrum málum, sem eru á
dagskrá.
Eg álít, að þeir, sem ekki hafa
nægilegt fé til fararinnar, ættu
að sitja heima hér vestra. Það er
lítið vit í því, að taka til láns fé til
þess að sjá dýrð frænda vorra
norður í íshafi, þótt “landið sé
fagurt og frítt, og fannhvtíir
jöklanna tindar.” Það er að
minsta kosti álitamál, hvort það
borgar sig að safna skuldum hér
í Vesturheimi, til slíks. Pað virð-
ist nær að gæta bús og barna í
fósturlandinu, fyrir þá, sem því
purfa að sinna, og fjTÍr alla Vest-
menn að búa sem bezt um sig í
nýja landinu og tryggja sér bæri-
lega framtíð, ef unt er, þar sem
menn ætla að dvelja það sem eft-
ir er æfinnar, og þar sem kom-
andi kynlsóð að sjálfsögðu ætlar
sér að dvelja framvegis, hvernig
sem alt tekur sig út á Þingvelli
1930.
Já, mikill er víst undirbúningur
hér, að minsta kosti á orði. í
raun og veru vita menn lítið um
gerðir nefndarinnar, því hún er
þögul sem þorskar sjávarins, ná-
lega hvar sem hún er stödd, en
því meira “spekúlera” sumir um,
hvað hún ætli að gera.
Einhver sagði, að nefndin ætl-
aði að setja á stofn skrifstofu
einhvers staðar, svo menn geti
komið þar og leitað sér upplýs-
inga um ferðina.
Auðvitað þurfa slíkir skrif-
stofumenn að hafa kaup, og hefir
því verið farið fram á, að stjórnin
í Manitoba legði fram svo sem
$1000 á ári í þrjú ár, svo að slík-
um mönnum geti liðið vel eða
bærilega bæði hér, og eins fyrir
austan haf. Stjórnin í Saskatche-
wan á að gera hið sama sem
Manitoba.
Það hefir líka verið gasprað um
það, að ríkisþingið í Ottawa ætti
að lána íslendingum skip ókeyp-
is til ferðarinnar 1930.
Enn fremur segjá sumir nefnd-
armenn, að förin verði mjög glæsi-
leg auglýsing fyrir Manitoba og
Norðvesturlandið, og ætti það því
að borga sig vel, að leggja okkur
til nokkur þúsund dollara til far-
arinnar; en það eru tvær hliðar
á þessu máli, eins og annars
flestum málum. Frændur' vorir
“heima” geta ekki skilið þetta
öðru vísi en svo, að heimfarar-
nefndin samanstandi af nokkurs-
konar vesturfarar “agentum”, sem
komi fram sem landráðamenn við
ísland, og eru orðnir vondir að
sögn. Þeir kalla þetta alt saman
einkennilegt dekur við Vestur-
íslendinga, og þykjast vissir, —
sem að bæði nefndarmenn og
stjórnirnar ætli að maka krók-
inn.
Þeir eru ekki fljótir að sann-
færast þar heima, þegar um slík-
ar sigurfarir er að ræða, sem
þessa svo kölluðu “hreppaflutn-
ingaferð” 1930.
Getur ekki þessi nefnd, sem
saman stendur af mannvali, gef-
Ye Olde Firme
HEINTZMAN & CO. PIANO
óviðjafnanlegt, hvað snertir tónmýkt og tónfegurð, er
Heintzman & Co. Píanóið og því tekið fram yfir önnur
hljóðfæri af helztu listamðnnum og þeim, sem kaupa það,
sem bezt er.
Vorir þægilegu borgunarskilmálar gera kaupin auðveld.
J. J. H. McLEAN £dc"
The West’s Oldest Music House,
329 Portage Are. Winnipeg
SANNFÆRANDI
Stúdentar frá Dominion Business
College, miðdeildinni, unnu fyrstu
verðlaun í vélritunar samkepni,
sem nýlega var háð fyrir alla
Canada, og fjögur verðlaun fyrir
Manitoba. Hjá þeim voru fæst-
I þrjú ár hafa stúdentar frá
Dominion Business College, unnið
sigurmerki í hverri véjritunar-
samkepni, sem þeir hafa tekið
þátt í.
Enginn annar skóli hefir ur.n-
ið sigurmerki, þar sem Dominion
stúdentar hafa kept.
PÁSKA KENZLU TÍMABIL
BYRJAR
MÁNUDAGINN 9. APRIL
WONDERLAND.
Sýndur á Fimtudag, Föstudag og
Laugardag, 5., 6. og 7. apríl.
BÖKUNIN
bregst ekki ef
þér notið
MAGIC
BAKING
P0WDER
Það inniheldur
ekki alúm og er
ekki beizkt á
bragðið.
ið allar þær upplýsingar, sem
þarf, í blöðunum, “Heimskringlu”
og “Lögbergi”, án þess að setja
á stofn skrifstofu með hálaunuð-
um mönnum, á kostnað annara?
Og geta ekki þeir, sem ákveðnir
eru í því að fara “heim”, skrifað
ritara Þjóðræknisfélagsins og sagt
honum, að þeir ætli “heim”? Það
ætti ekki að kosta fleiri þúsundir
dollara.
Jóh. Eiríksson.
WONDERLAND.
Hinn 5., 6. og 7. þ.m. verður kvik-
myndin “On Your Toes” sýnd á
Wonderland leikhúsinu. Þar leik-
ur Reginald Denny, og hann gerir
það svo vel og gerir leikinn svo
skemtilegan, að enginn sem sér get-
ur varist hlátri. Leikur hans er
mjög margbreyttur, en alt ferst
honum jafnvel, hvort sem það er
dans, ástleitni eða áflog.
REGINALD DENNY«*'ONyouRTOes?
TORONTO MINING STOCK
Stobie-Furlong-Mathews)
APRIL 3rd, 1928.
Open High. Cloce
Abana 265 260
Aconda .' 31 31 26%
Amulet 353 335
Bidgood . 101 102 97
Central Man. . . .. 148 160 142
Columbus K...... 3%
Dome ...........1090
Gold Hill ...... 22
Gran. Rouyn ___. 23
3% 3%
1090 1076
22% 22%
23% 23%
Hollinger 1675 1675
Howey 119
H. B. M. & S. .. .1732 1740 1740
Int. Nickel ... 93% 93%
Jack Man 77 76
Kootenay Fl. . 30 30
Macassa 41 40
Noranda 1725 1715
Premier 270 260
Pend Oreille ... 2190 2140
San Antonio ... . . 36 39 37
Sud Basin . 980 1025 1015
Sudbúry Cont. • 48 48 46
Sher. Gordon ... 725 725 715
Teck Hughes ... 875 900 870
Tough Oakes . • 67 67 56%
((
White Seal”
langbezti bjórinn
KIEWEL
Tals. 81 178 og 81 179
Útbúinn til að veita fullkomna
þjónustu í öllu því, sem lýtur að
tilsögn þess er verzlun viðvíkur.
Talsími
37 181
DOÍ
business,
THE MALL — WINNLPEG
SENDA
yður
ágœta
Ort^iojtfioríic
VICTROLA
Beztu söluskilmálar í
Canada.
E. NESBITT LIMITED
Orthophonic Victrolaí, Rccoids and Radio.
Sargent Ave. við Sherbiooke Strœti
TaJsími 22 688