Lögberg - 26.04.1928, Side 1

Lögberg - 26.04.1928, Side 1
41. ARGANGUR | Helztu heims-fréttir Canada. Ýmsir af leiðandi mðnnum í- haldsflokksins í sambandsþing- inu, hafa barist gegn því af móði miklum, að þingið afgreiði $8,500,000 'lánsheimild til hafnar- nefndarinnar í Quebec. Hon. P. J. A. Cardin flota og fiskiveiða- ráðherra, hélt uppi svörum af hálfu stjórnarinnar, og lýsti yfir því, að lánsheimildin væri bygð á kröfum hveitisamlagsins can- adiska, um bættar og auknar kornhlöður við Quebechöfn. * * * Þann 18. þessa mánaðar brann til kaldra kola bændabýli nokkurt, skamt frá þorpinu Turtleford í Saskatchewan fylki. Bóndinn á heimilinu heitir James O’Flanag- an. Ráðskona hans, Mrs. Peasley, fórst í eldinm ásamt þrem börn- um sínum. * * * Forsætisráðgjafi Canada, Rt. Hðn. W. L. Mackenzie King, hefir ákveðið að ferðast um Vestur- landið í næstkomandi ágústmán- uði. Gerir hann ráð fyrir að dvelja vikutíma í kjördæmi sínu, Prince Albert í Saskatchewan. Vancouver og Victoria, mun for- sætisráðgjafinn einnig ætla sér að heimsækja á þessu ferðalagi. * * * Iðnráð Winnipegborgar, Board of Trade, hélt ársþing sitt á Roy- al Alexandra hótelinu á fimtu- dagskveldið í vikunni sem leið, við afbragðs góða aðsókn. Til forseta fyrir yfirstandandi ár, var kosinn Mr. Duncan Cameron, fyrrum fylkisþingmaður í Mani- toba. Kvað hann meðlimum iðn- ráðsins hafa fjölgað að mun á liðnu ári, og tjáðist bjartsýnn á framtíð og athafnalíf borgarinn- ur. Ræður héldu einnig fráfar- andi forseti, William Headley Marsh, og Hon. Charles McCrea, námaráðgjafi Fergusonstjórnar- innar í Ontario. Lýsti hann í raeðu sinni all-nákvæmlega náma- rekstri í fylki sínu, og kvaðst þess fullvís, að þegar tekið yrði til þess fyrir alvöru, að hagnýta sér málmauðlegð Manitobafylkis, eins og nú væri þegar byrjað á, myndi hagur fylkisbúa taka risa- vöxnum framfðrum á skðmmum tíma. * * * Samkvæmt fregnum frá Ottawa hefir ríkissjóður Canada varið $1,610,000! til þjóðbandalagsins, League of Nations, frá stofnun þess. * * * Þingmenn Manitobafylkis í sam- bandsþinginu, hafa að sögn á- kveðið að leita á ný á fund inn- anríkisráðgjafans, Hon. Charles Stewart, með það fyrir augum, að fá frestun á undirskrift leigu- samnings við sporbrautafélag Winnipegborgar, um virkjun Sjö- systrafossanna. * * * Bændasamtökin í Ontario hafa nýverið keypt þrjú rjómabú í við- bót við hin fjögur, er þau áður starfræktu. Hafa bændur þar í fylkinu nú umráð yfir öllum full- komnustu smjörgerðarhúsunum. Smjörgerðarhús þeirra 1 Toronto, framleiddi á árinu sem leið, hálfa fjórðu miljón punda af fyrsta flokks smjöri. * * * ' Nýlega lézt í Vancouver, Mr. Arthur Wickson, sá er um fjórð- ung aldar hafði á hendi fram- kvæmdarstjórn Merchantsbank- ans hér í borginni. Var líkið flutt til Winnipeg, og jarðsett í Brook- side grafreitnum. * * * Hon. John Bracken, forsætis- ráðgjafi í Manitoba, hefir svarið embættiseið, sem náma og nátt- úruauðæfa ráðgjafi. Sagði hann um leið af sér símaráðgjafaem- bættinu, og fékk það í hendur Hon. W. R. Clubb, ráðgjafa opin- berra verka. 'Mr. D. B. Hanna, sá er íhaft hef- ir með höndum framkvæmd stjórn- arvínsölunnar í Dntario, hefir nú sagt þeirri sýslan lausri. Eftir- irmaður hans verður Sir Henry Drayton, íhaldsflokks þingmaður á sambandsþingi fyrir West York kjördæmið. Hefir hann lýst yfir því, að hann muni þegar í stað leggja niður þingmensku. Laun framkvæmdarstjóra stjórnarvín- sölunnar, nema tuttugu þúsund dölum um árið. * * * Látinn er fyrir skömmu í Mont- real, Henry Birks, nafnkunnur gimsteina kaupmaður, kominn hátt á níræðisaldur. Starfrækti hann skrautmuna og gimsteina búðir víðsvegar hér í landi, þar á með- al í Winnipeg. * * * Hon. Mary Ellen Smith, ráð- gjafi í fylkisstjórninni í British Columbia, var nýlega á þingi kvenna þeirra, er frjálslyndu stjórnmálastefnunni fylgja, sem haldið var í Ottawa, kosin til for- seta fyrir félagsskap þann hinn nýja, er National Federation of Liberal Women of Canada nefnist. Bandaríkin. Við undirbúnings kosningar, er fram fóru í Illinois ríkinu þann 9. þ.m., fengu þeir Alfred Smith, ríkisstjóri í New York, og Frank O. Lowden, fyrrum ríkisstjóri í Illinois, langtmest atkvæðamagn hvor úr sínum flokki, sem forseta- efni, Mr. Smith sem merkisberi Demokrata, en Mr. Lowden af hálfu Republicana flokksins. — Borgarstjórinn í Chicago, Mr. Thompson, tók mikinn þátt í kosn- ingahríðinni, og veitti að mál- um Crowe ríkislðgmanni og Small núverandi ríkisstjóra, en þrátt fyrir atbeina hans, biðu þessir gæðingar hans tilfinnanlegan ó- sigur. Þykir vegur Mr. Thomp- sons lítt hafa vaxið fyrir afskifti hans af téðum kosningum. — Senator Deneen, Republican, náði senatorsútnefningu á ný, með miklu afli atkvæða. Útnefningu til ríkisstjóra í Jllinois af hálfu Republicana, hlaut Mr. Emerson, með 951,664 atkvæðum, en Small ríkisstjóri fékk að eins 554,124; senator Glenn, Demokrat. náði útnefningu á ný, með 220,311 at- kvæðum, umfram keppinaut sinn, Smith að nafni. — Ríkislögmanns útnefningu, hlaut Mr. Swanson, með 448,506 atkvæðum; gagnsækj- andi hans, núverandi ríkislðgmað- ur, Mr. Crowe, fékk 254,882 atkv. * * * Hvaðanœfa. Flugmaðurinn þýzki, Capt. Her- mann Koehl, ætlar að fljúga flug- vél sinni, “Bremen”, frá New York til Þýzkalands, þegar búið er að gera við hana, og verða þannig fyrstur manna til að fljúga yfir Atlantshafið báðar leiðir og í sama loftfarinu. Flugvélin er mikið biluð og liggur í lamasessi í Greenly Island, en nú er verið að gera við hana og er búist við að hægt verði að gera hana jafn- góða. * * * Eins og allir vita, flytur víð- varpið manni nú, meðal annars, orðréttar ræður úr mikilli fjar- lægð, jafnóðum og þær eru flutt- a.r Sagt er, að þess verði nú ekki langt að bíða, að hinir fjarlægu tilheyrendur geti ekki að eins heyrt ræðumennina, heldur líka séð þá á ræðupallinum, eða að minsta kosti höfuð þeirra og herðar. Hin nýja uppfynding, firðsýn, tekur nú svo að segja daglegum framförum og umbót- um. * * * I^andskjálftar miklir hafa ný- lega verið í Bulgariu og gert á- kaflegan usla og valdið miklu manntjóni. Hvað margt manna hefir farist vita menn ógerla enn, WINNIPEG, MAN„ FIMTUDAGINN 26. APRÍL 1928 NÚMER 17 en sagt er að um hundrað þúsund manna hafi mist heimili sín í þess- um landskjálftum. • * * Frétt frá Los Angeles segir, að nú eigi að búa til nýja kvikmynd, þar sem Mussolini verður aðalper- sónan. Á mynd sú að sýna æfi- sögu hans og sögu Fascistanna. Það er búist við að mörgum leiki forvitni á að sjá þessa mynd, og er það ekki ólíklegt, eftir allar þær fréttir, sem blöðin hafa flutt af þessum manni, árum saman, út um allan heim. Frá Islandi. Bátur ferst með sex mönnum. Vogum, 18. marz. Þrír bátar reru héðan í gær- morgun og var þá gott veður. — Nokkru síðar hvesti skyndilega, og gerði byl og sneru þá tveir bátarnir aftur. Einn báturinn hélt áfram og komst á netin og mun hafa tafist við það og lent í versta bylnum. Annar bátur, af innströndinni, var um líkt leyti við netin og hélt svo 1 sömu átt og sáu þeir þá bátinn á hvolfi, en engan mannanna. Þetta var róðr- arbátur með hjálparvél. Voru sex menn á honum og eru þeir hér taldir; Bjarni Guðmundsson, formað- ur, kvæntur fyrir hálfum mánuði, 28 ára gamalí. Hann var frá Bræðraparti í Vogum. Kristján Finnsson, frá Hábæ í Vogum, ókvæiitur, 37 ára gamall. —Þessir tveir menn, er nú hafa taldir verið, áttu bátinn í samein- ingu. Ingimundur Ingimundarson, fár Reykjavöllum í ÍBiskupstungum, 38 ára gamall, kvæntur, átt5 5 börn. Einar Gíslason, frá Torfastöð- um í Grafningi 17 ára. Ólafur B. J. Gíslason, frá Kiða- felli í Kjós, 24 ára, ókvæntur. Sigurður Guðmundsson, mun hafa verið frá Eyjarhólum í Mýr- dal, 23 ára, ókvæntur. Menn halda, að slysið hafi bor- ið að með þeim hætti, að bátur- inn hafi fest sig í dufli, en ann- ars verður ekkert um það sagt með vissu. Auk bátsins af inn- ströndinni sáu tveir bátar úr Keflavík bátinn, en gátu ekkert aðgætt frekar, vegna þess að byl- urinn var dimmur og vont í sjó- inn,—Vísir. í fyrradag varð það sorglega slys, að Jón Hansson skipstjóra tók út af botnvörpunginum Lord Devenport. Slysafregn þessi var símuð hingað frá Englandi í gær, en slysið mun hafa orðið hér við land, en nánari fregnir eru ekki komnar. — Jón Hansson hafði lengi verið skipstjóri á enskum botnvörpungum 0g átti heima í Ehglandi.—Vísir 22. marz. Seyðisfirði, 24. amrz. Fjársýki og lungnadrep allvíða á Austurlandi, á Seyðisfirði um 70 fjár dautt 1 vetur. Jón dýra- læknir er staddur hér, og athugar veikina, hefir verið í sömu erind- um á Héraði undanfarið. Veikin talin sennilegast smitandi lungna. bólga. í verstððunum hefir verið lítið róið þessa viku, vegna ógæfta. Allmikið hefir snjóað fyrri hluta vikunnar, en síðan þíðviðri og rigningar. Akranesi, 29. marz. Ágætur afli í 3—4 daga. Bátar komu að í fyrradag með fullar lestir og á dekki sumir, en hátt í lest hjá öðrum. Góður afli í gær, en heldur minni en í fyrradag. Undanfarinn hálfan mánuð mis- jafn afli og ekki alt af‘gefið á sjó, en jafnastur og beztur afli síðan á sunnudag. Aðfaranótt sunnudags andaðist hér Sveinn Oddsson, barnakenn- ari, aldraður maður. Hann var hættur kenslustörfum fyrir mörg- um árum. — Vísir/ Silfurbrúðkaup. Á miðvikudaginn í vikunni sem leið, var silfurbrúðkaupsdagur þeirra Mr. og Mrs. J. J. Swanson, að 934 Sherburne St., Winnipeg. Það er ekki ólíklegt, að sumum, sem þekkja þessi hjón í sjón, kunni að þykja þetta dálítið ótrú- legt, því það mun vera leitun á jafn unglegum silfutbrúðhjónum,. eins og þau Mr. og Mrs. Swanson eru.. En hvað sem útliti þeirra líður og aldri, sem vér vitum ekki nákvæmlega um, þá er það víst engu að síður, að þau hafa verið gift í full 25 ár, og var þess ræki- lega og skemtilega minst á heim- ili þeirra á miðvikudagsskveldið, hinn 18. þ.m., af eitthvað um sjö- tíu af skyldmennum þeirra og nán- ustu vinum. Þau eru bæði frænd- mörg í Winnipeg, hann sonur Þor- varðar Sveinssonar og konu hans, en hún ein af hinum mörgu Hjarð- arfellssystkinum. Bæði munu þau uppalin í Winnipeg að mestu og hafa ávalt 'hér verið, síðan þau giftust. Mr. og Mrs. Swanson og börn þeirra og gestir áttu glaða og á- nægjulega stund á heimili þeirra hjóna þetta kveld. Séra Bjðrn B. Jónsson, D.D., stjórnaði samsæt- inu og afhenti þeim hjónum, fyrir hönd gestanna, ímjög vönduð silf- ur kaffi áhöld (iSterling Silver Set), sem minningargjöf. Auk hans tóku til máls J. C. Berg, Mrs. H. Halldórsson, Hannes Pálma- son, Mrs. Paul Thorlakson og Wil- liam Johnson. Á hljóðfæri spil- uðu Miss Violet Le Masseur og Mrs. Lincoln Jo'hnson og Mr. og Mrs. Alex Johnson sungu. Þegar á kvöldið leið, voru mjög rausnarlegar veitingar fram bornar og borðin voru skreytt mörgum og fallegum rósasveigum, sem ýmsir vinir silfurbrúðhjón- anna hðfðu sent þeim. Var einn þeirra frá kennurum sunnudags- skóla Fyrtsa Júterska safnaðar í Winnipeg. 'Hefir Mr. wwanson verið þar skólastjóri í mörg ár og lagt þar við hina mestu alúð, enda leyst það verk prýðisvel af hendi og hefir skólinn tekið miklum vexti og viðgangi undir hans stjórn. Samfagnaðarskeyti bárust þeim Mr. og Mrs. Swanspn mörg þetta kveld frá vinum þeirra, sem ekki gátu verið viðstaddir, en það gátu færri en vildu, því þau njóta mik- illa vinsælda og vir.ðingar bæði í Winnipeg, þar sem þau eiga heima, og annars staðar. Canada framtíðarlandið • Canada er að verða eitt af mestu námalöndum heimsins„ — Vestur-Canada hefir lengi rerið viðurkent heimsins mesta korn- ræktarland og innflytjendur hafa heyrt mest um þá hlið málsins talað. íbúar landsins eru fvrst nú á nokkrum síðustu árunum farnir að kynna sér náttúruauð- Iegð landsins. Norður Canada hefir verið talið óbyggilegt land og þar af leiðandi gagnslaust nema fyrir skóginn, sem hðggva mætti. En nú er svo komlð, að útlit er fyrir, að þessi hrjóstugi landspartur leggi til meiri auð á ári hverju, innan skamms, heldur en akrarnir. Landið kring um Rudsonsfló- ann er grýtt. Er þar að finna hin elztu blágrýtis (granite) jarð- lög. En það er einmitt í þessum jarðlögum, sem málmar finnast. Þetta blágrýtisbelti nær suður í Minnesota og í því hafa fundist þar ,mestu járnnámur heimsins. Það er í þessum hluta heimsins, kring um flóann, sem nú er mest leitað að málmi. Nýjar námur eru alt af að finnast, og svo gera félögin út menn til að kanna þær til hlítar og vinna þær , ef útlit er fyrir því, að það borgi sig. Ontario stjórnin er að gera út tíu .hópa jarðfræðinga, til að kanna ýmsa staði í norðurhluta fylkisins á þessu sumri Eiga þessir sérfræðingar svo að benda fólki á þá staði, sem þeim finst muni vera líklegir til að geyma málma — og það í svo ríkum mæli, að vert sé að leggja fram peninga til frekari könnunar. Ontario og British Columbia framleiða nú meira af málmi held. ur en nokkur önnur fylki, en þess verður ekki langt að bíða, að Que- bec og jafnvel Manitoba, fari einnig að framleiða mikið af málmi. í Sudbury héraðinu í Ontario, er framleitt meíra af “nickel”, en nokkurs staðar annars staðar i heimi. Nemur þessi framleiðsla um $30,000,000 á ári. Cobalt- héraðið hefir ákaflega auðugar silfurnámur. f Temiskaming- héraðinu, og þá sérstaklega í kring um Kirkland Lake, hafa fundist mjög auðugar gullnámur. í Manitolfa hefir gull fundist víða fyrir austan Winnipegvatn. Eru mörg félög að kanna það landsvæði og láta. vinna námur, sem þar hafa fundist. Central Manitoba Mines félagið er nú þegar farið að taka gu'll úr námum sínum. í norðurhluta fylkisins, í Flin Flon héraðinu, hafa fund- ist koparnámur svo auðugar, að að naumast munu aðrar eins hafa fundist áður. Á nú að fara að vinna þessar námur og er nú ver- ið að leggja járnbraut, sem á að tengja Flin-Flon héraðið við Hud- son Bay brautina. Ef námurekst- ur heldur áfram í -austurhluta fylkisins, eins og verið hefir j>essi 1 íðustu ár, þá verður ekki langt þess að bíða, að járnbraut verði lögð norður með Winnipegvatni að ,austan. Þegar maður aðgætir, að þetta er alt rétt að byrja, að mjög lítið af þessu landflæmi, sem virðist víðast hvar hafa málma að geyrna, hefir verið kannað, hlýtur maður að komast að þeirri niðurstöðu, að hér séu mörg góð tækifæri fyr- ir unga, dugandi menn að leita sér fjár. Ný námafélög eru alt af að taka til starfa og þúsundir manna hafa nú atvinnu við nám- ur eða vinnu, Sf'm að rámurekstri lýtur. Þetta hlýtur alt af að aukast, því enn eru stór auðæfi ófundin. Þeir, sem vildu kynna sér þetta betur, geta fengið*allar nauðsyn- legar upplýsingar með því að skrifa til Department of Mines, Ottawa, og biðja um skýrslur, sem1 þeir helzt vildu sjá. Landmæl- ingamenn stjórnárinnar kanna stór héruð á ári hverju og sertija nákvæma skýrslu yfir starf sitt. Þessar skýrslur, eða útdrættir úr þeim, eru svo , sendar þeim, sem um þær biðja. Ontario og Manitoba stjórn- irnar hafa einnig námuskrifstof- ur — Department of Mines. Með því að skrifa til Department of Mines, Toronto, Ontario, mun sá, sem vill, geta fengið upplýsingar viðvíkjandi námum í Ontario. — Skrifstofa Manitoba stjórnarinnar er í Winnipeg, og verður því þang- að að senda beiðni um upplýsing- ar viðvíkjandi námum í Manito- bafylki. Þessi tækifæri, að fá áreiðan- legar upplýsingar, ættu menn að nota sér. En það eru fleiri auðæfi, en málmar í Norður Canada. Hér er fr-.imleUf meira af loðskinnum, en Rfljkkr^öðru landi. Árið 1920 fengu veiðinienn í Canada yfir 21 miljón dala fyrir loðskinn, sem seld voru. Winnipeg er nu að verða mesti loðskinha markaður hér í álfu. í mörg úndanfarin ár hafa ýmsir gefið sig við dýra- rækt, t. d. silfur-tóu rækt (Silver Fox farming). Þetta hefir tekist svo vel, að félög og einstaklingar hafa víða tekið þetta fyrir. Það virðist, að þessi atvinnugrein eigi mikla framtíð, því nú er^farið að gera tilraunir með að rækta ýms önnur dýr, og tekst þetta vel. — Vilji menn setja sig inn í þetta og læra þessa atvinnuð er enginn efi á því, að þeir hafa drjúga pen- inga upp úr því. Loðskinn hækka alt af í verði. Stórbretaland og Bandaríkin kaupa langmest af loð- skinnum sínum frá Canada. Fylk- ið, sem mest framleiðir af loð- skinnum , er Manitoba. — Upp- lýsingar um dýrarækt fást á stjórnarskrifstofum; skal snúa sér til Department of Agriculture í þessu sambandi, hvort heldur skrifað er til Ottawa eða Winni- peg. Útskrifait af Royal College of Music, London, England Björgvin Guðmundsson, A.R.C.M. London, England. Fregnir frá Ottawa. eftir L. B. Bancroft, þingmann Selkirkkjördæmis. í páskafriinu fóru flestir þing- menn heim til sín; var eg einn í þeirra tölu, og dvaldi fram yfir hátíðina á heimili mínu í Teulon. Dag einn veittist mér sú ánægja, að mæta á fiskimannafundi að Gimli, ásamt með Mr. Walker frá Ottawa, umsjónarmanni með fiskiklaki. Gengumst við fyrir fundarhaldi þessu, með það sér- staklega fyrir augum, að leita á- lits þeirra manna, sem bezt eru kunnugir við Winnipeg-vatn um það, hvar hyggilegast myndi að stofna til klaks fyrir hvítfisk og pickerel. Fundarmenn virtust allir á eitt sáttir um það, að Sheep Island, nálægt mynni Ber- ensárinnar, myndi reynast heppi- legasti staðurinn. — Á öndverðu þingi því, er nú situr í Ottawa, flugu þær fregn- ir út, að einstök félög ynnu að því sýknt og heilagt, að fá í hend- ur sínar umráð yfir virkjun Sjö- systra fossanna í Winnipegánni. Þingmenn Manitobafylkis, seytján að tölu, báru þegar saman ráð sín, og ákváðu að vitja á fund innanríkisráðherrans, og Jeita 'hjá honum véfrétta um afstöðu máls- ins. Kvaðst hann geta fyllilega sannfært oss um það, að virkjun téðra fossa til þjóðnýtingar, yrði að sjálfsögðu látin sitja í fyrir- rúmi, ef slíks yrði æskt, annað- hvort af stjórn Manitobafylkis, eða þá Winnipegborg. Eftir að það varð hljóðbært, að Manitobastjórn ætlaði sér ekki að virkja fossana, en hafði gert samn ing um að kaupa orku frá Winni- peg Electric félaginu, þá leituð- um vér aftur á fund innanríkis- ráðgjafans, Hon. Charles Stew- art, og fórum fram á það við hann, að fresta undirskrift leigu- samninganna, þar til fram yfir páska. Kusu þingmenn Manito- bafylkis því næst nefnd manna úr hópi sínum, til þess að fá vissu sína um fullnaðar afstöðu Mani- tobastjórnar, sem og bæjarstjórn- arinnar í Winnipeg til’málsins. Eftirgreindir þingmenn skipuðu sæti í nefndinni: ' J. A. McDiar- mid, frá Suður-Winnipeg; J. S. Woodsworth, þingmaður fyrir Winnipeg North-Centre; J. A. Howden, St. Boniface; E. D. R. Bissett, Springfield, og sá, er lín- ur þessar ritar, sem þingmaður Selkirk-kjördæmis. Eftir því sem yfirverkfræðingi rafkerfis Winnipegborgar, Mr. Sanger, segist frá, þá nemur orka Winnipegárinnar 764,850 hestöfl- um. Við Point du Bois, ræður Winnipeg Hydro fyrir 130,000 hest öflum, en 90,000 við Slave Falls, eða 228,000 hestöflum til samans. Mr. Sanger fullyrðir, að svo fremi að Winnipeg-kerfið geti ekki fengið aukna orku innan tíu ára, þá verði ekki um annað að ræða, en að framleiða orku með gufu og hljóti slíkt að sjálf- sögðu, að verða langtum kostn- aðarsamara. Nokkurn veginn víst má það I teljast, að bæði ráfkerfi Winni- l pegborgar og Winnipeg Electric Railway, leiki hugur á virkjun Sjösystrafossa, þó áhuginn hjá síðarnefndu hafi sýnilega orðið miklu ákveðnari. Til málamiðl- unar, hefir Mr. Sanger stungið upp á því, að Winnipegborgar rafkerfinu skuli veitt orkurétt- indi við Sjösystrafossana hina efri, er eiga yfir 87,000 hestöflum að ráða, en að Winnipeg Electric félaginu sé leyfð virkjun neðri fossanna, með 111,000 hestöflum, ásamt McArthur fossunum, er eiga yfir að ráða 54,000 hestöfl- um. Með þeim hætti næmi orka sú, er þjóðnýtingarkerfið fengi til umráða, 315,000 hestöflum af þeim 764,850 hestöflum, sem fram. leiðanleg eru í Winnipeg ánni. Þingmenn Manitobafylkis, all- ir sem einn, mundu taka þakksam- lega öllum nýjum upplýsingum og tillögum máli þessu til frekari skýringar, hvort heldur þær kæmu frá félögum, eða einstökum mönnum. Samkepnin. Fyrsti maðurinn, sem sendi Jóns Bjarnasonar skóla peninga í sam- bandi við samkepnina um lista- verk Mr. Walters, var Mr. Jón Einarsson, sem heima á í Sex- smith, í Alberta-fylki, í þeim hluta landsins, sem oft er nefnd- ur Peace River dalurinn. Mr. Einarsson hefir einnig sent til- gátur sínar um uppskeruna næsta sumar. Við þökkum Mr. Einars- son fyrir þátttökuna og»vonum að fleiri þúsundir feti í hans fót- spor. Það er gaman fyrir alla og gagn fyrir skólann, að menn taki þátt í þessari samkepni, — yngri og eldri, allir. Stungið hefir því verið að mér, að sumir hikuðu sér við að reyna þetta, vegna þess að þeir hefðu enga hugmynd um, hvað mikil uppskeran hefði verið á síðustu árum. Uppskera síðustu fimm ára er prentuð á tilgátumiðunum sjálfum; en til þess ekkert hik þurfi að vera á neinum í þessu efni, skal hér birt sú fræðsla. Hveitiuppskera í Sléttufylkjun- um síðast liðin fimm ár: 1923 — 452,600,000 bus. 1924 — 235,694,000 bus. 1925 — 382,959,000 bus. 1926 — 383,440,000 bus. 1927 — 418,992,000 bu.s Eg þykist vita, að að þessari samkepni sé nú unnið út um all- ar bygðir Vestur-lslendinga. Gam- an væri, að heyra hvernig gengi. Sendið mér línu, svo eg geti lát- ið góðu fréttirnar berast sem víðast. öllum fyrverandi nemendum Jóns IBjarnasonar skóla sendi eg kæra kveðju mína. Vona eg að þeir láti það ekki bregðast, að gjöra sitt ítrasta til að hjálpa þessu máli áfram. Ef hver ein- asti nemandi ábyrgðist $10.00 bók, safnaðist fyrir þeirra starf, $3,500 í skólasjóð, því þeir eru fullkom- lega 350 að tölu, og meir þó. Væri það falleg upphæð og góður vott- ur um vingjarnlegt hugarþel og áhuga. Hvað er það, sem ekki má Þam- kvæma með góðum og ánægjuleg- um samtökum? Mr. Agnar R. Magnússon, að Riverton, hefir nú gefið $10 í þennan sjóð, og var hann þó áður á þessum vetri bú- inn að gefa skólanum $5.00. Vel er farið á stað. Megum við ekki vænta þess, að nærri því hver einasti fyrverandi nemandi reyn- ist vel í þessu máli? Alt velviljað fólk bið eg að at- huga það, að tíminn til næsta kirkjuþings er orðinn afar stutt- ur. Sá tími verður kominn áður en menn varir. Látið, bræður og vinir, það ekki dragast sem þér ætlið og viljið gjöra, þessu máli til stuðnings. Það má ekki bregðast, að fjár- hagur skólans verði í góðu ásig- komulagi á næsta kirkjuþingi. Eg treysti á drengilegan og fljótan stuðning bræðra vorra. f ,skrifstofu Jóns Bjarnason- ar skóla, 652 Home St., Winnipeg. Rúnólfur Marteinsson. » v

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.