Lögberg - 26.04.1928, Qupperneq 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. APRÍL 1928.
Bls. 3.
Lœknuðu bæði fljótt
og ?el.
Þetta Segir Maður frá Ontario
Um L»odd’s Kidney Pills.
Mr. H. E. Lewis Mælir Sterklega
Með Dodd’s Kidney Pills Við
Öllum Nýrna Sjúkdómum......
Rondeau, Ont., 23. apríl (Einka-
skeyti) —
“Eg hefi reynt Dodd’s Kidney
Pills töluvert og get sagt, að þær
eru fullkomlega eins góðar og af
þeim er látið,’’ segir Mr. Herb E.
Lewis, 77 Cathcart Ave, Rondeau,
Ont. .“Þær taka burtu allar ó-
nota tilfinningar og reynast mér
undra vel. Eg vil líka mæla með
Dodd’s Kidney Pills við öllum
nýrnasjúkdómum.’
Vegurinn til góðrar heilsu ligg-
ur um nýrun. Ef þau eru í góðu
lagi, þá hreinsa þau alla óholl-
ustu úr blóðinu. ÍEf þau eru veik
og óstyrk, þá haldast hin óhollu
efni í blóðinu og sýkja allan lík-
amann.
Dodd’s Kidney Pills eru blátt
iáfram nýrnameðal. Þær styrkja
nýrun og gera þau hæf til að
hreinsa eiturefni úr blóðinu, og
ef blóðið er hreint, þá er líkam-
inn heilbrigður.
Það er ástæðulaust að nokkur
líði af nýrnaveiki, þar sem Dodd’s
Kidney Pills fást hjá öllum lyf-
sölum og hjá The Dodds Medicine
Co., Ltd., Toronto 2.
Atvik og athugasemdir.
frá Foam Lakei, 1927.
Eftir Jón Einarsson.
Það er nú orðið næstum ýkja-
langt síðan einn af vinum Lög-
bergs mæltust til þess við mig, að
eg skyldi senda blaðinu línu við
og við, svo sem eins og í frétta-
skyni. Eg hafði engin góð orð
um að verða við þeirri bón. Eg
hefi aldrei skrifað fréttabréf til
blaðanna, og hefi ekki það upplag,
sem nauðsynlegt er til frétta-
fengs. Börn geta fæðst 1 hrúg-
um og ungt fólk gift sig tugum
saman og saupsáttir grannar bar-
ist og brotið hver úr öðrum, svo
að eigi berist það mér til vitund-
ar, fyr en ef til vill það eru orð-
in of gömul atvik, til þess að
senda þau í “pressuna.”
En eg hefi tekið eftir því, að
héðan úr bygðinni, Foam Lake,
sézt naumast bréfkafi eða neitt
fréttakyns í blaðinu, og mætti
fólk út um veröldina halda, að
hér byggju að eins útlagar og ó-
þjóð, sem ekkert ynni né neinn
menningarbragur væri að og eng-
inn vildi eiga nein mök við á frið-
saman né saupsáttan hátt.
Vegna þess því, að allir aðrir
hafa þagað og útlit er fyrir að
þeir ætli að þegja um það, sem hér
ber við, er það, að eg hygst nú að
sjá að mér og geta hér örfárra at-
vika, sem skeð hafa í næstu
grend við bústað minn. Skal það
þó strax meðgengið, að ekki muni
mál það að öllu leyti líkt því,
er þeir rita, sem vanari eru við að
rita fregnir en eg, og við því býst
eg fúslega, að einhver fetti fing-
ur út í eitthvað er eg tilfæri. Það
sýnist tiú einu sinni vera orðin
býdna algeng regla, að hver, sem
skrifar tíðindi úr bygð sinni, sé
skammaður fyrir verkið, oftast
af þeim, sem miklu ófæarri væru
til verksins, en fréttaritarinn
sjálfur var.
Ekki er tilgangur minn að fara
að guma af þessari bygð fram yf-
ir allar aðrar bygðir, þótt farsæl
hafi hún reynst mörgum, er bú
hafa reist á þessum slóðum við
iíitl efni; né heldur ætla eg að
fimbulfamba um búnaðarleg stór-
virki okkar bænda hér né fram-
kvæmdaleg Grettis-tök okkar í
andlegu áttina; og eg ætla ekki
heldur að skamma neinn af bygð-
arbúum fyrir vanrækslu hans í
verklegum né andlegum efnum.
Um hvern þremilinn getúrðu
þá skrifað? munu margir spyrja.
Fyrir hvað verður þá eiginlega
mögulegt að rífast í þér á eftir?
—Ja, þar kemur gátan! En það,
sem á1 eftir fer , gefur úrlausn
hennar.
Það virðist hafa límst inn í vit-
und hinna stærri manna okkar ís-
lenzka aðals, að í Foam Lake-
bygð dveldu einungis busar þeir,
er engan þátt tækju í mentalifinu
í kring um sig, lítið hugsuðu, og
ekkert vildu heyra *af því, er far-
and-fyrirlesarar og annar fræði-
og skemtilýður hefði að bjóða.
Er nokkuð satt í því, að hér eru
því miður, oft linlega sóttar sam-
komur, eða einkum fyrirlestrar
aðkomandi manna; en það stafar
öldungis ekki af því hjá öllum, að
menn vilji ekki gjarnan hlusta á
erindin; heldur er orsökin oftast
annríki og lúi verkamannsins.
En síðastl. sumar var öldin önn-
ur. 1 sumar hefir hver andans
hetjan á fætur annari “explorað”
Foam Lake bygðina eins og hún
væri einhver aðal-menningarstöð
lista- og rannsóknar-andans. Og
skal nú getið að nokkru ýmiss
þess, er okkur hefir borist á
nefndu tímabili utan að og frá
þjóðkunnari deildum íslenzks
mannfélags hér, vestan Ránar
véa.
Línur þessar hér að ofan, voru
skrifaðar í september s.l. ár, en
nú er komið fram í febrúar 1928.
Hafði eg eigi tök á að bæta þar
meiru við þá að sinni sökum ann-
ríkis eða tímaleysis, eins og það
er venjulega' rangllega -kallað,
þar sem öllum er sami tími léður,
—-og ýmsra annara ástæðna vegna
varð þessi dráttur á skrifinu,
enda gerir það ekki næsta 'mikið
til, í sambandi við efni þau, sem
á verður drepið.
Hið fyrsta af markverðum at-
burðum, er hér skal á minst, verð-
ur þá söngsamkoma sú, er Mr. Sig-
fús Halldórs frá Höfnum og Miss
Hermannson glöddu okkur með í
júnímán. s.l. ár. Því miður vildi
sVo illa til, að samkoma sú hafði
ekki verið auglýst út um bygðir
íslendinga né annara þjóða í
grendinni. Jafnvel allmargir bæj-
arbúar, þar sem samkoman var
haldin OFoam Lake) kváðust ekki
hafa vitað um þessa skemtun fyr
en daginn eftir. Undir kringum-
stæðunum mátti samt heita, að
íslendingar sæktu all-vel í þetta
sinn, og mun enginn, er þar var
viðstaddur, sjá eftir ómakinu né
skildingunum. Það skal hér, ó-
nauðsynlega, meðgengið, að eg
sjálfur hafði illan grun á því, að
hér væri um hugðnæman söng að
ræða. — Mér hafði borist til eyrna
hávært hrós til handa Mr. Hall-
dórs frá Höfnum sem söngmanns
af fyrstu röð að minsta kosti, og
þekking mín af reynslunni hefir
orðið sú, að venjulega sé meira
eða minna athugavert við gum
það flest, er líkist að nokkru
venjulegu fimbulfambi að sniði
til. En hér varð reyndin önnur,
enda eiga flest ákvæði heiðarleg-
ar undantekningar.
Þessi samkoma var háð fleirum
öflum, en tíðast gerast manna á
milli. Alt sýndist að vera “fyrir-
hugað frá upphafi” og sett í
traustar skorður. Skemtandi sá,
er fyrstur kom hér í ásýnd tilheyr-
enda, var læknir þeirra Elfros-
manna, dr. J. Pálsson. Greindi
Dr. Pálsson vel skiljanlega frá
tilgangi samkomunnar og lét fylli-
lega í ljós, að við mættum búast
við að fá hér fult verðmæti fyrir
centin okkar. Fór þá heldur að
glaðna yfir andlitunum, og svo
visusm við þá, að okkur myndi
með öllu hættulaust að hlýða á
söngvarana, þar sem alt var eft-
ir læknisráði fram sett.
lEkki er það tilgangur minn, að
rita hér krítík um söngstykkin
hvert fyrir sig. En yfirleitt tel
eg vel hafi verið frá þeim öllum
gengið. Miss iHermanson hefir
þægilega rödd og látlaust söng-
lang. Hygg eg að hún hafi farið
vel með öll þau lög, er hún söng
hér, sem nokkur voru eftir ís-
lenzk tónskáld, og sum mjög
prýðilega.
Undirspil á samkomu þessari
var viðfeldið og slagharpan ekki
lamin svo heljarlega, að hljómar
hennar kæfðu raddlíf söngvar-
anna, eins og tíðum gerist þar sem
hljóðfæraleikarinn vill láta fólk-
ið vita fyrir víst að hann (eða
hún) sjálfur sé áreiðanlega við-
staddur.
Mr. Halldórs hefir róm mikinn
og sönghæfan, en söng annars
naumast eins stilljlega hér og
honum mun lagið.
Það er æði margt, sem áhrifum
veldur á söngmann í svipinn og
sem áheyrendur yfirleitt hafa
enga hugmynd um. Og þótt söngv-
arinn sé þaulvanur lögunum,
skilji anda þejrra til grunna og
hafi oft og tíðum dregið fram á
tónsvið þeirra flest eða alt, er í
þeim falst, þá eru atvika og kring-
umstæða skilyrðin miklu réðandi
til hnekkis eða stuðnings list-
rænu gildi, þegar á samkomu er
sungið.
En það vil eg fullyrða, að naúm-
ast hafi hér um slóðir verið sung-
ið annað lag, er meiri kæti hefir
valdið en síðasta stykki Mr. Hall-
dórs. Þetta var kvæðið eftir
Grím Thomsen: “Ríðum, ríðum,
rekum yfir sandinn!” Vitanlega
er hvorki kvæðið né lagið bein-
línis mikils um vert (;high class),
en meðferð Sigfúsar á hvoru-
tveggju verður naumast bætt um
af öðrum. Hvorki kvæðið né lag-
ið er eiginlega af þeim flokki, sem
venjulega er kallað spaug — eða
kýmnis eðlis. En þegar Sigfús
söng það og lék, kom mér fyrst
alvarlega til hugar, til hvers lækn-
irinn var hér í raun og veru við-
staddur. Eg gat ekki betur séð
um hríð, en að áheyrendurnir
myndu rifna til stórskemda af
hlátrinum, ef ekki væri í tíma
við gert, og myndi því bráð nauð-
synlegt, að læknirinn yrði fljótur
í handtökum við nálar sínar að
staga saman líkamstuskurnar aft-
ur. En svo réðist leikur, að eigi
þurfti að senda lækninum S.O.S.-
kall að þessu sinni og hafði hann
því sitt aeskulapiska pund sem í
jörð grafið fyrir vikið.
Eins og kunnugt er, eiga Islend-
ingar ekki svo teljandi sé, neina
fyndnissöngva (eomic songs) né
hlægilög, — því miður, og hafa
listir, íslenzkar, í þá átt því lítt
æfðar verið. Bregður manni því
æskilega í brún, þegar svo ber
undir, að íslenzkur rómur lætur
manni kætilega um eyru. Var
hér meistaralega meðfarið óhent
efni, bæði að hljóðfalli og lát-
bragði. Dylst það naumast fjöld-
anum, að Mr. Halldórs muni vera
skapaður leikari í húð og hár.
Og ef svo færi höppum, að “hann
og hans” skemtu hér á gresjum
tíðar, vildi eg hvetja hann til að
auglýsa komu sína vel og vitur-
lega áður en dagur skemtananna
stígur úr rekkju hrannar.
Þótt engum komi það beint við,
né heldur að það hafi áhrif á hin
stærri mál heimsins, má eg geta
þess, að Mr. “Frá Höfnum” er
fyrsti maður þess flokks, þ. e.
lærðra manna, sem eg hefi gert
mér far um að vera “gerður kunn-
ur.” Lágu þar til rök nokkur þau,
er eigi þarf öll hér að greina.
En þess eins má geta — og þess
lét eg getið •— að Mr. “Sigfús”
hafði, að mér var sagt, ritað urn
mig, bráð-saklausan, “botnlausa
skammagrein” í Heimskr., sem eg
til allrar hamingju hefi aldrei
séð né lesið. Þrátt fyrir þær
píslir vil eg láta þess getið, að
aldrei hefi eg mætt í fyrsta sinni
kompánlegri og vinsamlegri
landa, en einmitt honum, og mun
eg hann óskelkaður augum líta, ef
við sjáumst aftur í þessu lífi —
eða öðru. En ef hann þá syngur
fleiri spaugljóð með sömu tökum
og nú, skyldi hann ekki láta bregð-
ast að hafa einhverja læknismynd
með sér, því slíks mun þá meiri
þörfin!
Séð hefi eg fræga söngmenn og
hljóðfæraleikendur geta þess, að
í sjálfu sér sé gersamlega óhæfi-
legt, þótt venjan láti það við-
gangast, að auglýsa skemtiskrána
—“stykkin” sjálf—löngu áður en
sungið er. Kringumstæður ýms-
ar, atvik áfallin í millitíð, hugs-
unarástand mannsins hið breyti-
lega, getur ollað því, að þegar
skemtistundin er komin, sé tón-
valdi svo gersamlega um geð, að
syngja eða leika tilteknu lögin,
að hann nái þar ekki í námunda
við list þá, er honum veittist létt
undir öðrum kringumstæðum.
Væri þá oft heppilegra fyrir
skemtanda, að skifta um efni á
starfskránni, og myndi það jafn-
vel fúslega fyrirgefið af áheyr-
endum. Er þessa getið hér sökum
þess, að fáir aðrir en söng- og
hljóðfærameistarar láta þess gætt
eða vita um það til hlítar, hverj.
um tilfinningbrigðum menn eru
háðir, er þessar listir temja, engu
síður en aðrir.
Þótt seint sé því efni í blek
hrundið, vil eg hér í örfáum orð-
um minnast söngskemtunar þeirr-
ar, fyrir nokkrum árum, er Mrs.
Paul Dalmann veitti okkur Foam
Lake búum; hina fyrstu aðfengna
skemtun af því tagi, sem þó hef-
ir aldrei minst verið í blöðunum
—iþví miður. Eins og kunnugt er,
er Mrs. Dalmann ágætis söng-
kona og allvel æfð, en hefir ekki
hlotið að fullu þá viðurkenningu,
sem henni þó bæri., iSérkennilegt
var það við hennar hljómval, að
hún söng allmörg “Coloratura”-
lög, sem eins og kunnugt er, eru
ekki heiglum hent. Til þess að ná
listinni í þess konar söng, út-
heimtist sönghaf breitt og þjáll
rómur. Hefir Mrs. Dalmann það
hvorttveggju í ríku gildi, litið á
með tilliti til þess, að hún mun
naumast vera talin “professional”
söngkona, þ. e. a. s. kona, sem
ekkert annað gerir um æfina en
syngja hér og þar um heiminn.
Um það leyti, er þessi söng-
skemtun fór fram hér, var “col-
oratura”-sðngur hér um bil fall-
inn úr tízku, enda ekki ýkja-marg-
ir þeim söng vaxnir. En nú lítur
út, sem þessi list sé að verða tek-
in upp aftur, ef dæma má eftir
söngvum þeim, er berast manni
með radio-bylgjum næstum dag-
lega.
Madame Tetrazzini áleit, að
tónskáldin gæfu þessari tegund
laga lítinn gaum sökum þess, hve
fáir væru vaxnir meðferð þeirra;
en þegar sú tíð komi, að meira
verði um söngfólk, er þessi teg-
und listarinnar láti vel, muni
fleiri tónfræðingar kveða lög af
því tagi, aðrir en Donizetti og
Rossini..
Til gamans má geta þess hér,
að þegar Mad. Tetrazzini kom á
fund við Mascagni forðum, spurði
hún hann, hvort hún ætti ekki að
syngja fyrir hann einsöng úr
“Cavalliera Rusticana”, sem hann
hafði sjálfur kompónerað. Var
hún þá í æsku söngfrægðar sinn-
ar. “Getur þú sungið það?”
spurði Mascagni. “Getur þú leik-
ið lagið?” spurði hún. Hann sett-
ist við slaghörpuna, en stóð jafn-
hraðan upp aftur og mælti: “Nei,
einhver annar verður að leika á
hljóðfærið, svo eg geti hlustað á
söng þinn.”
En þetta bendir fyllilega á það,
hve “colorativa”-músík var, jafn.
vel um það skeið talin fárra með-
færi og lítt æfð.
Spaugilega kippir hér til kynja
“Colorature” eða sveifíu-sönglag-
inu og “gömlu lögunum” svo
nefndu á íslandi í fyrri tíð og
fram á daga okkar hinna eldri
mannanna. Kann eg enn nokkur
lög af því tagi, eins og t. d. “í
Babýlon við Eyrarsund’, “Séra
Magnús settist upp á Skjóna”,
nokkur “hymna” lög o. f 1., með ó-
tal ringjum og hljómbrigðum.
Voru Coloraturu-sveiflur þessar
nefndar ýmsum nöfnum, framan
af aðallega “viðhöfn” — ef til
vill í líkri merkingu og “Maest-
oso” meðal sönglærðra manna.
En eftir að “nýju lögin” (sem
mörg voru eldri en hin) byrjuðu
landnám í íslenzkum reit, breytt-
ist þetta lýsingarform, og nefnd-
ist nú “árans hnykkir”, “h. ring-
ir” o. s. frv. En nú mætti ef til
vill flokka það með hinum ný-
fundnu “dint-listum”. — Ekki slæ
eg því út sem sannreynd, að ís-
lendingar hafi kent ítölum og
öðrum þjóðum sveiflusöng hrynj-
andann upphaflega, en meinlaust
ætti að vera að gefa í skyn eitt-
hvað í þá átt.
Talsvert var um dýrðir í Foam
Lake bæ 1. júlí, “Confederation
Day”, sem víða annars staðar.
Var ef til vill mest um vert hér,
hve svonefndir “útlendingar”
lögðu góðan skerf til undirbún-
ings og skemtana þann dag. Var
hér að líta skrúðfarir af ýmsum
litum og gerð, t.am. Red Cross,
The Eastern Star, Boy Scouts,
Girls Guides, United Farmers, o.
fl. Ef til vill fórst engum þjóð-
flokki hér eins vel né “skrúð-
gekk” jafn viðeigandi sem úkran-
íumenn. OByrjaði skrúðför þeirra
með karli og kerlingu, er gengu í
broddi farar. Höfðu þau komið
hér til lands árið 1902. Bar karl-
inn poka á baki, sem aleiga þeirra
hjóna var í, þegar hingað kom.
Þar næst fylgdi uxaæki, þá hestar
fyrir vagni hlöðnhm Úkraníu-
körlum, ungum og eldri; þá ann-
ar hestavagn hlaðinn meyjaskara.
Var alt fólk þetta hlaðið skraut-
litum þjóðbúningum þess í
heimahögum. iSíðast, til að sýna
framför þjóðflokks þessa hér í
landi, voru í röðinni tvö “auto-
mobiles”, ekin og hlaðin af úkran-
íukörlum og konum. Síðar um
daginn söng Úkraníuflokkur nokk-
ur vel æfð lög (án hljóðfæris)
undir stjórn eins af þeirra yngri
mönnum, og þótti skemtun góð.
Hveiti-“Pools” menn höfðu og
skrúðgöngu all-veglega og sögu-
kenda. 1 broddi farar var hinn
góðkunni læknir bæjarins, Dr. W.
E. Somers, klæddur strigafötum,
með rifinn stráhatt á höfði. Ók
hann í lítt veglegum, lágum vagni,
heimagerðum, með gamaldags
plankahjólum, og hesti fyrir, víst
þeim elzta og magrasta, er tök
voru á að finna í grendinni. Var
að sjá að lækninum væri ætlað að
sýna megun bænda fyrir byrjun
hveitisamlagsins og áður en vín-
bann komst á. Stóð flöskustútur
upp úr buxnavasanum, og sýndist
liggja vel á “bóndanum”. Ef til
vill gladdi þessi ferð læknisins
fleiri og meira en nokkuð annað
þann dag; svo vel og náttúrlega
lék hann verkefni sitt.
Smátt og smátt breyttist skrúð.
för “hveitimanna”, unz seinast
voru nýir bílar í förinni.
Annars var nóg um skemtanir
þann dag og lá vel bæði á fólki og
veðrii, En 'ílcki er hér rúm til að
segja frá fleiru, sem við bar til
gleðiauka.
Nokkrum dögum eftir hátíð
þessa, vildi hér til dulrænt atvik,
sem geta mætti til íhugunar og
vísjindalegrar iskemtunar þeim
hinum mörgu, sem nú æfa þau
fræði eða vitna til þeirra í ræð-
um og riti. Jafnvel ýms hinna
hversdagslegu atvika þyrftu að
vera vísindalega krufin til mergj-
ar og þinglýst fyrir 'hinum, sem
tregar skilja djúprænið..
Héðan af heimili var seldur 6-
vikna gamall svíns-unglingur,
svartur í húð og hár, algerlega ó-
mentaður, og að almennu áliti
gersamlega ókunnur landafræði,
og hafði aldrei eitt orð séð né
heyrt um verkfæri það, er “sext-
ant” nefnist og sem lærðir ferða-
menn brúka, þegar þeir kanna ó-
kunn lönd. Með þessu áhaldi
geta þeir ætíð vitað áttir og fund-
ið rétta stefnu, þegar til sólar
Frh. á bl£. 7.
05aS2S2SE5HSHSaSHSE5ÍL52
n)
MARTIN & CO.
sasasasasasasasasasaa
I ENDALOK VORFATASöLUNNAR
Dragið ekki að kaupa
Vér sendum hvaða kápu, alfatnað eða kjól
í búð Vorri fyrir
^þegar kaupin eru gerð, og af-
gangurinn á 20 vikum, jafn-
framt og fötin eru notuð.
tg Verð — Þér munuð hiklaust
■’] telja það gjafverð.
^ Gæðin — eins og ávalt. Hver
W flík ábyrgst.
Mikið úrval af karlmanna al-
fatnaði og kápum.
Kápur
$19.75 til $49.50
Alfatnaður
$29.50 til $49.50
Kjólar
$12.95 til $29.50
ki
M
Fox Chokers
$29.50 til $49.50
Mikið Orval af karlmanna alfatnaði og k&pum, $19.75 til $45.00.
Búðin opin á laugardagskveldum til kl. 10.
MARTIN & CO.
Easy Payments Limited
L. HARLAND, ráðsmaður.
l-a
^ PORTAGE and HARGRAVE, Second Floor, Winnipeg Piano Bldg. jíl
^íHsasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasa^a
wiiiiiwiiiiiiiiiiiiiroiiiiiiiiw
VERULEGT METNAÐARMAL
■inHim’iii
imiHiiiiiHimiiiii
Samlagsbóndinn igletur vel látið sér finnast mikið til um þennan félagsskap, sem hann
hefir hjálpað til að byggja upp. Á fáum árum hefir hann myndað félagsskap um sölu
korntegunda í samlögum, sem er stærri en nokkur samskonar félagsskapur í heimi. Byrjað
var án þess að eiga nokkra kornhlöðu í sveitunum eða við hafnirnar, en nú eiga Hveiti-
samlögin þrjú í Vesturlandinu yfir níu hundruð kornhlöður í sveitunum, sem þau tsarfrækja,
og eru að byggja nokkur hundruð í viðbót á þessu ári, og þegar næsta uppskeran kemur á
markaðinn, hafa Samlögin kornhlöður við hafnirnar, sem halda meir en þrjátíu og tveim
miijónum mæla.
Canada Hveitisamlagið er nú viðurkent sterkatsa aflið á hveitimarkaðnum, ekki að-
eins i Canada, heldur um allan heim. Það hefir.sýnt öllum bændum í Canada, að þannig
vinna þeir sjálfum sér mest gagn, að þeir hjálpi hver öðrum.
Bóndinn, sem ekki tilheyrir Hveitisamlaginu, á engan heiður skilinn fyrir gagnsemi
þess, því það er hans hveiti í höndum óvinanna, sem notað er til að halda niðri prísum
Hveitisamlagsins. Bóndinn, sem ekki tilheyrir Hveitisamlaginu, getur máske einhvern
tíma verið svo heppinn, að fá hærra verð, heldur en iSamlagið borgar, en að jafnaði getur
hann aldrei fengið eins hátt verð.
Þegar Samlagsbóndinn meðtekur verðskuldað lof fyrir að hafa hjálpað bændunum í
Vestur-Canada frá gjaldþroti, þá verður sá bóndi, sem fyrir utan stendur, að drjúpa höfði,
því það, sem hann hefir gert, á engan heiður skilið.
Bóndinn, sem ekki tilheyrir Samlaginu, getur þó gert eitt, sem honum er til sórna,, og það
er, að kannast við, að hann hafi verið á rangri leið og koma nú fram og undirskrifa samn-
inga við Hveitisamlagið, sem gilda í fimm ár, og byrja í ágúst í sumar. Þá gerir hann það,
sem rétt er gagnvart sjálfum sér, atvinnufrein sinni og nábúum.
Manitoba WheatFool Saskatchewan Wheat Pool Alberta Wheat Pool
mitoba.
Regina, Saskatchewan.
Calgary, Alberta.
WINNIPEG,
MAN.
hti^mtvTWj (Litmpmuu
INCORPORATED 21?? MAY 1670.
%
WINNIPEG,
MAN.
Á fimtudaginn hinn 26, apríl byrjar hin mesta útsala sem búðin
hefir nokkurn tíma haldið.
Byrjar 26. Apríl
Endar 12. Maí
Það verða undraverð kjörkaup í öllum deildum í búðinni. L.esið auglýsingu í
blöðunum, Fyrsta daginn 41/2 bls. af kjörkaupum. Þrjár og fjórar bls, eftir
það á hverjum degi. Missið ekki af kjörkaupunum. Beztu kjörkaup á árinu