Lögberg


Lögberg - 24.05.1928, Qupperneq 2

Lögberg - 24.05.1928, Qupperneq 2
I/ÖGHSÖRG, FIMTUDAGDíN 24. MAÍ 1928. Sérstök deild í blaðinu SÓLSKIN Fyrir börn og unglinga i ',^,',',',',','^,',',',','^',',',',',',','^',^'ié.',',',',',',','t',f. FYRSTI DANSINN. Smásaga eftlr Bergstein Kristjánsson. Ekki ætla eg að segja þér frá honum af því að hann væri mjög frábrugðinn öðrum samskonar sam- kvæmum, sem enn í dag eru tíðkuð. Að vísu veit eg, að þeir dansar, sem þá voru tíðkaðir, þættu nú úreltir og erfiðir. Það þætti erfitt nú að dansa vals með þeim hætti, að draga fæturna eftir góifinu, eða ræl á þann veg, að snúast í honum eins og snælda. En þetta og fleira af sama tagi eru smámunir, sem eg ætla að hlaupa yfir; hitt er mér minnisstæðast, að á þessum dansleik lá nærri, að hin sárasta sorg væri kveðin að einu heimilinu, sem átti meðlim sinn þar. ÍBjöm frændi minn kom til okkar um nýárs- leytið í þeim erindum að sækja kindur; hann átti heima í næstu sveit og var langt að bænum hans. Hann beiddi föður minn að lána mig, sem þá var á 15. ári, til að hjálpa sér við kindurnar, og lofa mér svo að vera um þrettándann heima hjá honum mér til skemtunar. iFaðir minn lét þetta eftir, því alt af var kært með þeim feðrum okkar Bjöms, enda voru þeir náskyldir. Björn var í mínum augum fyrirmynd ungra manna. Hann sýndi mér það takmark, sem eg átti að keppa að sem fulltíða maður. Glaður var hann í viðmóti, fríður sýnum, ljóshærður, bláeygður og limaður vel. Hann var vel búinn, í gráum fötum einhneptum og skarð í jakkanum; eða skyrtan! þessi drifhvíta skyrta, sem hann hnepti að sér með dýr- indis hnöppum gullroðnum. Slíka hnappa var eg sannfærður um, að eg gæti aldrei eignast, fyr en eg væri orðinn maður til að stunda sjóróðra og koma heim með mikinn afla. Stífaðan kraga hafði hann um hálsinn og stórt bindi úr silki, sem mikla kunnáttu þurfti til að hnýta; það kallaði Björn herrahnút. Eg átti nú líka kraga, sem eg fékk þeg- ar eg var fermdur, en hálsknýtið mitt var fest með hringju og enginn vandi að láta það á sig. Þegar eg kom heim til Björns, varð eg þess vís, að ekki átti að skemta sér þar heima um þrettánd- ann, heldur átti að efna til skemtunar í þinghúsi sveitarinnar, og þar átti að halda almennilegt “ball”. Eg hafði aldrei verið á dansleik. Foreldr- ar mínir sögðu, að óhætt væri að eg kæmist fram- yfir, áður en eg kyntist þeim. En eg kunni ofur- lítið að dansa; það höfðu eldri systkini mín kent mér. Þegar á dansinn kom, varð eg þess vís, að fleir- um en mér þótti mikið koma til Björns; hann var þar einn helzti herrann, og voru þar þó margir ung- ir og efnilegir menn. Það var nærri húsfyllir á samkomunni og fólkið var glatt í anda og dansaði af miklu fjöri, og söng nokkur lög á milli til að hvlla sig, en enginndrykkjuskapur var þar eða önnur ó- siðsemi. iEg var, sem nærri má geta, oftast úti í horni, og dansaði lítið, nema þegar Björn kom mér í dansinn, og það vissi eg að var af persónulegri vináttu, en ekki verðleikum mínum, því þessar stóru og fallegu stúlkur höfðu öðru að sinna, en smá- mennum á mínu reki. Þegar klukkan var að ganga sjö, kom Björn til mín og settist hjá mér. Hann var blóðrjóður og sveittur og augun glömpuðu af fjöri og kæti. “Eg er nú alveg uppgefinn,” sagði hann, “og ætla nú að hvíla mig, og svo þarf eg að kynna þér fólkið dá- lítið. Þessi háa og Ijóshærða stúlka, það er hún Dísa á Fjalli, hún er afar lagleg, og við hana hefi eg dansað mest, og eg held henni líki það vel; en eg geri það nú helzt til að stríða honum Halla á Brekku, því hann er alveg dauðskotinn í henni; það er hann, sem nú er að dansa við hana; en annars hefir hún aldrei stanzað í alla nótt.” “En hvaða stúlka er þetta,” spurði eg, “þessi rauðhærða 1 peysufötuum, mér sýnist eitthvð fyrir- mannlegt við hana, en hún dansar lítið.” — “Ó, hún Rósa á Gili,” anzaði Björn. “Já, hún hefir nú altaf dálítið við sig, stelpan sú; en hún dansar svo sem ekki vel og er sjaldan á skralli, og við látum hana bara bara sitja, þegar nóg er af öðrum betri; þessi alvörublær á henni er svo þvingandi, við piltarnir köllum það ‘piparbragð'.” — “Er hún gömul?” spurði eg. — “Nei, hún er 18 ára”, svaraði hann, “en það er piparbragð að henni samt.” Meðan Björn hafði látið þessa dælu ganga, hafði hann verið að reykja sígarettu, og bauð mér auðvitað líka. Því boði fanst mér lítilmannlegt að hafna, þótt eg ekki fyr hefði smakkað tóbak, því aldrei . hafði mér þótt Björn eins glæsilegur og þá er hann hafði sígarettu í munninum. Þegar eg hafði lokið við sígarettuna fanst mér heimurinn ekki eins glæsilegur og áður; mér sýnd- ist rökkur i kringum mig og eg fann til ónota drátta um brjóst og maga; mig þyrsti mjðg eftir hreinu lofti og vatni, og er eg hafði nokkra stund strítt við þetta, fór eg út að Ieita vatnsins. Það stóð nokkra stund á því, að eg fyndi vatnið, en samt tókst mér það að lokum; og alt af smá-elnaði mér sóttin, þar til loks að eg seldi upp þarna við lindina. Eftir það skánaði mér nokkuð, en máttfarinn og daufur í bragði labbaði eg aftur inn í húsið; en langaði nú sízt af öllu að verða á vegi Björns frænda, svo hann byði mér ekki aðra sígarettu, því eg hafði megnan viðbjóð á þeim. Eg tróð mér því inn í horn á hús- inu og settist þar á bekk, og þaðan sá eg að Björn var aftur farinn að dansa með sama fjöri og áðury Eg húkti nú þarna í horni minu hálfsofandi, en alt í einu hrökk eg upp af mókinu við það, að alt fólkið þyrptist í þann enda hússins, sem eg var í, eins og sauðfé, sem verður fyrir stygð í rétt, og heyrði fólkið hrópa upp yfir sig: “ó, 6! almátt- ugur! O! ó!’-’ og gegn um þyrpinguna sá eg, að Dísa á Fjalli lá endilöng á gólfinu, náföl í andliti og sem liðið lík. Aldrei gleymi eg þessari sjón, þessi fagra og gjðrfulega stúlka liggjandi þarna í duaðans hættu. Fléttumar hennar ljósu og gildu lágu í rykugu gólfinu. En alt fólkið horfði á þetta ráðalaust og örvita af hræðslu. Bjöm rauf fyrstur þögnina; hann þreif í öxl eins félaga síns og mælti: “Við förum eftir lækni.” Þeir þjóta út, taka hesta sem einhverjir gestanna áttu og þutu á þeim út í myrkrið. En allir vissu, að þetta var örþrifaráð, ekki mundu þeir koma með læknir fyr en eftir 4—5 klukkustundir, og þá var alt um seinan. Þegar þeir voru ný-gegnir út, tók ein stúlka sig úr hónum, það var Rósa á Gili; hún var óstyrk og barðist við feimnina, en gekk þó rakleitt þangað sem Dísa lá og fór að stumra yfir henni. Hún leysti -tfrá mitti hennar, og neri brjóstið og ennið. Loks leit hún up og sagði í óstyrkum róm: “Sækið þið vatn!” Því var óðara hlýtt, og hún vætti brjóst Dísu og höfuð. en ekkert dugði, stúlkan lá sem dauð væri eftir sem áður. Þegar Rósa hafði stumrað þannig yfir henni góða stund, sá hún að önnur ráð yrði að taka. Hún reis þá up frá Dfsu, en titraði af áreynslu og geðshræringu og mælti: “Tveir karl- menn þurfa að koma hér”. Þeir komu hikandi. “Takið þið Dísu á milli ykkar og berið hana hér um gólfið á þann veg, að höfuðið snúi niður.” Þeir hlýddu þessu, en þó með nokkurri tregðu, og þegar þeir höfðu borið Dísu þannig litla stund, opnaði hún augun, og greinileg lífsmörk sáust. Þegar þess varð vart að Dísa væri að lifna við, fékk Rósa meiri djörfung í sínum ráðstöfunum, enda fann hún nú að allir treystu henní og dáðu snilli hennar. — Hún lét nú búa Dísu rúm í einu horni hússins, úr kápum og sjölum. Dísa hrestist nú smátt og smátt, en mjög var hún máttfarin; hún var nærð á heitu vatni og hjúkrað eftir föngum. Þeir Bjðrn'komu með læknirinn með birtunni um morguninn. Hann lýsti því yfir, að það hefði verið alt of seint til að geta orðið til hjálpar, ef Rósa hefði ekki tekið eina ráðið, sem hugsanlegt hefði verið til bjargar. Hann lagði það fyrir, að tveir af piltunum skyldu fylgja Dísu til næstu bæja, og urðu þeir Björn og Halli til þess. Eitthvað fanst mér fólkinu þykja broslegt við það, að þeir skyldu einmitt veljast til þessarar ferðar, en vel má vera, að það hafi brosað ag ánægju yfir því að vera laust úr þessari klípu, og af þakk- læti fyrir það, að þetta hafði endað svo vel. Eg gat farið þeim til mín af samkomunni, enda langaði mig mest til þess; eg fékk samfylgd tveggja nágranna minna, sem þar voru. Við gengum eftir dalnum og hlupum við fót; það var að byrja að koma fjúk, og vindurinn, sem gnauðaði á tindum fjallanna, sagði til þess, að ó- veður væri í nánd. Vökunóttin og alt, sem við hafði borið, olli því, að eg hafði höfuðerk og suðan í vindinum breyttist fyrir eyrum mínum í annarlegt hljóð, sem loks varð að orðnm — orðin, sem eg að vísu hafði oft heyrt en aldrei skilið eins vel og nú — mér heyrðist hann gnauða í sífellu: “Lífið er al- vara — lífið er alvara!” Afmælis-staka. Nú eru liðin átta ár af æfibrautu þinni. I Fjölgi störf og fækki tár fyrir Siggu minni. B. EIRÍKUR HRINGJARI. Sá atburður skeði eitt sinn 1 fjölmennri borg, að þangað kom að kvöldi dags vagn, er tvær hefðar- . frúr sátu í; en vagninum stýrði maður nokkur að nafni Eiríkur, ómerkilegur bóndadrengur. Hann hafði aldrei áður að heiman farið, og fátt séð af furðuverkum manna. Daginn eftir, þegar Eiríkur var búinn að hvíla sig eftir ferðina, hugsaði hann sér að nota tímann til að sjá sig um í þessari hinni stóru borg, svo hann hefði frá nokkru að segja, er hann kæmi heim aftur. Han fer þá, og gengur fram og aftur um stræt- in, stendur og starir í öðru hvoru spori, og þykir mikið um dýrðir. Loks kemur hann að dómkirkj- unni, sem var allra kirkna prýðilegust í borginni. Hann skoðar hana alla utan, en nægir það ekki, svo hann kaupir af lyklaverðinum fyrir nokkra skild- inga, að mega fara upp í turninn og horfa yfir borg- ina. Og nú er Eiríkur úr sögunni fyrst um sinn. Dagur var að kveldi kominn, og alt var með kyrð og spekt í borginni, þangað til menn alt í einu vita ekki fyrri til, en allur borgarlýðurinn er kom- inn í uppnám. Klukkum var hringt í öllum kirkjum, eins og vant var, þegar einhver voði var á ferðum, t. a. m. eldsbruni eða upphlaup. Hvert mannsbarn hljóp út úr hú^unum, og svo var mannþröngin mikil á strætunum, að eigi varð áfram komist. Hermenn- imir hlupu til vopna og söfnuðust saman á torgun- um. Brunaverðimir æddu með vatnsbyssurnar hver um annan þveran aftur og fram um strætin, því all- ir vildu ná í verðlaunin, sem stjórnin hafði heitið hverjum þeim, er fyrstur kæmi til að slökkva hús- bruna. Embættismennirair hlupu berhötfðaðir upp á gildaskálann, “Gæsina góðu”, og gerðu út menn í allar áttir til að vita hvað um væri að vera, og hvar helzt væri eldur uppi 1 borginni. En það var alt árangurslaust, því hvergi þóttist nokkur maður verða var við eld eða nokkurn voða. Það hlaut þó einhver orsök að vera til þessa hins mikla ótta, og uppnáms í borginni, og var nú farið að grafast eftir henni. Allir þóttust þá muna það, að fyrst hefðu þeir heyrt til stóru klukkunnar í dómkirkjunni, og svo hefðu hinar klukkuraar smátt og smátt tekið undir. Yoru þá ýmsar getgát- ur um hvað valda mundi; og kendu sumir um dag- blöðunum, sem þá voru að brýna fyrir borgarlýðn- um, að hann skyldi ekki trúa því, að hann hefði fæt- ur úr gleri, svo honum væri émðöú 123456 123456 ur úr gleri, svo honum væri þess vegna óhætt að hlaupa. En þeir voru þó fleiri, sem kendu um stóru klukkunni í dómkirkjunni. og varð það úr á endan- um, að allir streymdu þangað. Var ákefðin svo mikil, að margir tróðust undir. Þá loksins dettur lyklaverðinum í hug, að hann um daginn hatfi hlejrpt upp i turninn manni nokkr- um, ekki munað eftir honum og læst hann inni. Voru þá hermenn sendir upp í turninn með hlöðnum byssum og brugðnum sverðum. Þegar þeir eru komnir upp, sjó þeir hvar Eiríkur liggur úti í horni, hálfdauður úr hræðslu og hungri. Það dynja þegar yfir hann óttalegutsu formælingar og hræðilegustu hótanir; hann er tekinn höndum, vafinn og reyrður böndum og dreginn fyrir fógetann. Þegar hann fer að spyrja Eirík um syndir hans og afbrot, segir Eiríkur í hjartans einlægni, að hann hafi farið upp í turainn að gamni sínu, því sig hafi langað til að horfa svo hátt niður fyrir sig; en þegar hann hafi orðið þess var, að búið var að loka hann inni, hafi honurn tilí allrar lukku komið til hugar að taka í stóru klukkuna, ef einhver kynni að heyra hring- inguna, því hann hafi ekki þorað að liggja úti í kirkju um nóttina fyrir myrkfælni. Já, mikill ólánsmaður ertu, segir fógetinn, þú hefir ekki tekið nema í stóru klukkuna, sem aldrei en vant að hringja, nema þegar einhver ósköp ganga á! Og þetta ráð, sem þú hefir álitið svo einfalt og saklaust, hefir nú sett allan borgarlýðinn í upp- nám, gjört 35,000 sálir öldungis hringlandi. Nú var farið að spyrja Eirík, hvernig stæði á ferðum hans, og sagði hann eins og var, að hann hefði komið til borgarinnar með tveimur heiðurs- frúm. Síðan voru þær sóttar og leiddar upp á ráðstofu, og voru þær, eins og allir aðrir, á glóðum. Þeim bregður heldur en ekki í brún, er þær sjá þ«r Eirík sámferðamann sinn innan um alla höfðingja borgarinnar, og vita þær ekki, hvað þær eiga að hugsa um þetta alt. Þegar sögusögn þeirra bar í öllu saman við það, sem Eiríkur hafði sagt, vag hann látinn laus og dæmdur sýkn saka. Nú varð svo mikið háð og spott úr öllu þessu, að frúrnar og Eiríkur héldust ekki við í borginni. Þau flýttu sér því burt, og sagði Eiríkur við konurn- ar: einu sinni hefi eg áður hringt, og heyrði enginn, svo eg varð að sverja það fyrir fógetanum! Nú r eg hringdi í öðru sinni, urðu allir vitlausir! Eg skal ekki hringja næsta daginn! En kallaður var hann upp frá þessu til dauða- dags: Eiríkur hringjari. — Smár. dr. P.'P. DÆMISÖGUR. (iStgr. Thorst. þýddi.) Hundurinn, haninn og refurinn. Hundur nokkur og hani voru orðnir beztu kunn- ingjar og tóku sér gönguferð á hendur. Nú bar svo til eitt sinn að þeir voru staddir í skógi nokkrum, er náttmyrkrið datt á, og flaug haninn þá upp í tré og kúrði þar milli greinanna, en hundurinn svaf niðri við rót trésins. Þegar nótt var liðin og ljóm- aði af degi, tók haninn að gala með hvellum og gjall- andi rómi, eins og honum er títt. Refur nokkur var þar í nánd, og erhann heyrði hanann gala, þá kom honum til hugar, að nú gæti hann fengið feita krás þar sem haninn var. Færði hann sig þá nær, stað- næmdist skamt frá trénu og ávaraði hanann þess- um orðum: “Sannarlega ertu afbragðs fugl og öll- um skepnum hinn þarfasti. Æ, komdu nú ofan, svo við getum sungið saman morgunversin okkar og glatt okkur í sameiningu.” — “Heilla vinur!” svar- aði haninn, “viltu þá ekki vera vso góður, að ómaka þig að rótinni undir trénu og kalla á hringjarann, svo hann hringi bjöllunni?” Refurinn fór sem til var vísað, en í því stökk hundurinn fram og beit hann til bana. Þeir, sem egna snöru fyrir aðra, veiðast oft í henni sjálfir. Faðirinn og dætur hans. • Maður nokkur átti tvær dætur, og hafði gift aðra þeirra garðyrkjumanni, en hina leirkerasmið. Eftir nokkurn tíma heimsótti hann garðyrkjumann- inn og spurði dóttur sína hvernig henni liði. — “Hvernig nema vel!” svaraði hún, “okkur gengur alt að óskum, og það er að eins eitt, sem eg bið um og þrái, og það ex, að hellirigning komi út lofti til að vökva plönturnar í garðinum okkar.” — Eftir það fór hann til leirkerasmiðsins og spurði hina dóttur- ina, hvernig henni liði. Hún svaraði: “Það er ekki nokkur sá hlutur, sem okkur þykir á vanta, og það er eg að vona, að blessaður þurkurinn og sólskinið núna megi haldast, svo að leirkerin okkar þorni.” “Hamingjan komi til!” sagði faðirinn, “ef þú vilt hafa sólskin og hún systir þín rigningu, þá veit eg sannarlega ekki, hvers eg á að biðja.” Úlfurinn og hafurkiðið. Geit nokkur stóð fyrir dyrum úti með hafurkiðl- ing sínum og sá alt í einu til úlfs. “1 hamingju bæn- um,” sagði geitin, “forðaðu þér inn, því þetta er okkar versti óvinur, og varastu,- þegar eg er komin út í hagann, að Ijúka upp fyrir nokkrum, því úlfur- inn getur breytt sér alla vega til.” — Nú sem geitin var farin út í hagann, þá læddist úlfurinn að dyr- unum, og gerði sér up geitar róm og bað um að lok- ið væri upp fyrir sér. En hafurkiðlingurinn horfði út um rifu, sem var á hurðinni, sá að svik bjuggu undir og kallaði til úlfsins: “Eg lýk ekki upp fyrir þér, því hún móðir mín hefir bannað mér að hleypa inn nokkru dýri, sem ekki hefði skegg.” Tóan og sjónleiks-gríman. Einu sinni hafði tóa stolist inn í hús leikara nokkurs, og var að rusla þar í dóti hans þangað til hún datt ofan á eina afbragðs fagra sjónleiks- grímu. “ Fallegt er höfuðið," sagði hún, “skaði að enginn er í því heilinn.” Professional Cards DR, B. J. BRANDSON 216-220 Medlcal Arta Bldc. Oor. Grahtun og Keranedy Bta. PHONE: 21 834 Offlce tlmar: 2—3 Phone: 27 122 Wlnnlpes, Manltoba. COLCLEUGH & CO. Vér leKKjum sérstaka therzlu & aB aelja meCul eftlr forakrlftum Uekna. Hln beztu lyf, aem hægt er aB fá, eru notuB elngöngu. Pegar þér komlB meB forakrlftlna til yor, megiB þér vera vlss um, aB f4 rétt þaB aem læknlrinn tektir til. Nötre I>»me and Sherbrooke Phones: 87 65» — 87 680 Vér seljum Glftingaleyflsbréí 294 CARLTON ST. NEXT TO FREE PRESS ANDERSON, GREENE & CO„ LTD. námaséríræBingar MeBlimir í Winnipeg Stock Ex- change. öll viBskiítl afgreidd fljðtt og vel. Lindsay Bldg. 226 Notre Dame Wpg. Löggilt af atjóm Manitoba-fylkla, Slml: 22 164. FinniB oss I sam- bandl við námuviSskifti yBar THOMAS H. JOHNSON H. A. BERGMAN íaL lögfræðingar. Skrlfstafa: Room 811 McArtbur Building, Pontage Ave. P.O. Box 1666 Phones: 26 849 og 26 840 LINDAL, BUHR & STEFÁNS0N fslenxldr lögfræðingar. 366 Main St. Tals.: 24 963 Peir hafa einnig ekrlfadofur aB Dundar, Riverton, Gimll og Plney og eru þar aS hitta & eftirfyigj- andi tlmum: Lundar: Fyrsta miðvikudag, Riverton: Fyrsta fimtudag, Gimll: Fyrerta miSvikudag, Piney: PriSja föetudag 1 hverrjum mAnuBi J. Rapar Johnson, B.A., LL.B., LL.M. (Harv.) Islenzkur lögmaður. 704 Mining Exchange Bldg. 356 Main St. Winnipeg, Manitoba. Símar: Skrifst. 21 033. Heima 29 014 JOSEPH T. THORSON ísl. lögfræðingur Scarth, Guild & Thorson, Skrifstofa: 308 Great Weat Permanent Building Main St. south of Portage. Phone 22 768 G. S. THORVALDSON, B.A., LL.B. Lögfræðingur 709 Electric Chambera Talsími: 87 371 Residence Office Phone 24 206 Phone 24 107 E. G. BALDWINSON, LL.B. Barrister 905 Confederation Life Bldg. Winnipeg. A. C. JOHNSON 007 Confederation Life Bldg. WINNIPKG Annast um faateignir manna. Tek- ur aS sér aS ávaxta spariíé fölka. Selur eldsábyrgS og bifnedSa ábyrgB- lr. Skriflegum fyrirspurnum svaraB samstundis. Skrifstofusími: 24 263 Hedmaslml: 33 388 J. J. SWANSON & CO. H.MITED R e n t a 1 s Insurance Real Eitate Mortgagea 600 PARIS BLDG., WINNPBG. Phones: 26 349—26 840 Emil Johnson SERVIOE ELECTRIO Rafmagna ContracUng — Allakvn* rafmagnadhöld aeld og viö þau gart — Eg ael Moffat og CcGlary elda- vélar og Hefi þwr ttl aýnia A verk- atœOi minw. 824 SARGKNT AVK. (gamla Johnson’s byggingin vlS Young Street, Wlnnipeg) Verkst.: 31 607 Heima:37 288 A. S. BARDAL 848 Sherbrooke St. Selur ltkkistur og annast um tU- farir. Allur ðtbúnaBur sá tmUL Ennframur selur hann sllsltetiar minniítvarBta og legsteina. Skrlístofu talB. 86 607 Helmilia TaLs.: 88 SM Dr. C. H. VR0MAN Tannlæknir 606 Boyd Building Phone 24 171 WINNIPEG. SIMPS0N TRANSFER Verzla meB egg-á-dag hansnaföBur. Annast einnig um allaf tegundir flutninga. 647 Sargent Ave. Slmi 27 240 Holmes Bros. Transfer Co. Baggage and Furniture Moving Phone 30 449 668 Alverstone St., Winnípeg Viðskiftilaleadinga óskað. Giftinga- og J&rSarfara- Blóm nieð Mtlum fyrlrvara BIRCH Blómsali 503 Purtage Ave. Tals.: 30 700 8t. John: 2, Rlng t

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.