Lögberg - 24.05.1928, Blaðsíða 3

Lögberg - 24.05.1928, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. MAí 1928. Bls. 3. Hefir losnað við þennan óþolandi bakverk. Ástæðan Til Þess að James Reid Hrósar Dodd’s Kidney Pills. Maður í Alberta Bilaði í Nýrunum Við að Lyfta Þungum Staur, En Læknaðist Af Dodd’s Kidney Pills. Styal, Aita., 21. maí (Einka- skeyti) — Einn af mörgum þar um slóðir, sem aldrei þreytast á að hrósa Dodd’s Kidney Pills, er Mr. James Reid, sem þar er góðkunnur mað- ur. Hann segir: “Eg bilaðist í nýrunum við að lyfta staur, um vetrartíma, fyrir eitthvað 15 ár- Um. Eg reyndi Dodd’s Kidney Pills og þær reyndust mér vel. Eg brúkaði úr eitthvað sex öskj- um í það sinn og bakið varð smátt og smátt jafngott. Eg get mælt með þeim við alla, sem er ilt í bakinu.” Það þarf alt af líta eftir nýrun- um, ef góð heilsa á að haldast við ov hættulegum sjúkdómum að vera afstýrt. Nýrun eru mest áríð- andi liffæri líkamans. Þau hreinsa Öll óholl efni úr blóðinu, sem valda sjúkdómum. Þegar þau eru veik, þá stíflast blóðrásin og mað- Urinn veikist. Dodd’s Kidney Pills fást alstað- a rhjá lyfsölum og hjá The Dodds Medicine Co., Ltd., Toronto 2, •Ont. ANNAR ÚTBREIÐSLUFUNDUR Goodtemlara, 8. apríl 1928. Þessi fundur tókst mjög vel að öllu leyti. Hafði verið kosin sex manna nefnd til að' sjá um fund- inn, og var hún vel valin. For- maður nefndarinnar var B. M. Long, sem hefir starfað að bind- indismálum í 40 ár, og hefir ætíð feynst einhvar hinn einlægasti og þrekmesti bindindisfrömuður, sem bindindismenn hafa haft á að skipa. Ritari nefndarinnar var Einar Haralds, og gerðu þeir tveir formaður og ritari nefndarinnar, mest það, sem þurfti að gera í sambandi við nefndar starfið. Fundurinn var betur sóttur, en nokkur annar útbreiðslufundur, sem eg hefi verið á, og leið okkur sem unnum bindindismálinu, mjög vel að sjá svo marga, sem virtist líða vel undir ræðum þeim, sem fluttar voru og öðru því, er til skemtana var á fundinum. Formaður nefndarinnar, B. M. Long, stýrði fundinum og bauð menn velkomna. Hann gat þes , að hann ætlaði ekki að halda neina inngagsræðu', en byrja strax á skemtiskránni. Fyrstur var kallaður fram Thor Johnson, sem ætíð er reiðu- búinn að syngja fyrir okkur bind- indismenri, og syngur svo ágæt- lega, ókeypis. Þar næst talaði séra Rúnólfur Mlarteinsson—annar þeirra ræðu- manna, sem valdir höfðu verið fyrir fundinn. Hann kvað rétt og nauðsynlegt, að gera sér grein fyrir, hvar við stöndum í bindind- ismálunum, á hvaða sviði sem væri. Ræðumaður benti á, að þrátt fyrir drykkjuskap, sem átt hefði sér stað síðan á dögum Nóa, hefðu þó ýmsir, svo sem Grikkir og Gyðingar, bent á siðspillandi °g eyðileggjandi áhrif vínnautn- arinnar. f sambandi við vínbann, kvað hann á ýmsu hafa gengið á liðna tímanum; til dæmis hefði vínbann um eitt tímabil náð yfir svo sem «inn af hundraði íbúa ríkisins; þar næst yfir fjörutíu og fimm af hundraði, og nú sem stæði næði það yfir svo sem sjö af hundraði. Hann kvað því helzt líta svo út, sem margir álitu holl- ast að drekka sem mest og væri sjálfsagt að athuga slíkt og eðli- legt væri fyrir hvern og einn að fylgja því, sem honum þætti rétt- ast. Ræðumaður kvaðst ekki ætla að dæma um áhrif áfengis og vín- banns sjálfur, heldur tilfæra það sem sér mikið merkari maður segði um víndrykkju og bann. Þennan mann kvað hann vera Sir Wilfrid Grenfell, hinn fræga líkn- arstarfsfrömuð frá Labrador, sem hefði á liðinni tíð ferðast um öll ríki Bandaríkjanna fyrir sunnan línuna, og kynt sér málið. Kvað han mjög mikið tillit tekið til þessa manns, og myndi óhætt að treysta hans dómi. Sir Wilfrid Grenfell segist svo frá, að engin þjóðfélagshreyfing í Bandaríkjunum, sem átt hafi sér stað á liðinni tíð og miðað til góðs, kæmist 4 hálfkvisti áhrifalega við hin blessunarríku áhrif vínbanns- ins á meðal allra stétta yfirleitt. Að hann hafi helzt ekki mætt drukknum manni í Bandaríkjunum síðan bannið komst á. Að hann hafi séð ógurlegar myndir áhrifa ölæðist, svo \ sem: sex menn drepa konur sínar í ölæðinu, með meiru. iSéra Rúnólfur Marteinsson end- aði ræðu sína með því, að benda mönnum á, að hér í umhverfi voru, hefðum vér komið á stjórn- ar vínsölu samkvæmt vilja meiri hluta manna, og yrðum vér því að hlýða ákveðnum lögum í því efni skilmálalaust, meðan þar að lútandi lög væru í gildi. Séra Rúnólfur er einlægur bind- indismaður og djarfur bindindis- frömuður. Hefir hann um fleiri | tugi ára starfað óselitilega að Good Templara málum, skipað hæstu stöður í því félagi, látið mikið til sín taka löngum, þar sem greiða þurfti götu, og mun hann ekki skilja við málið, hvað sem á móti blæs. Þá voru kallaðar fram tvær l-'tlar stúlkur, mjög ungar, sem spiluðu “duette”.. Okkur var það nýtt að sjá svona litlar stúlkur skemta í slíku fjölmenni, og þótti okkur gaman að. — Forsetinn hiafði orð á því, hvað stúlkurnar væru ungar og kvað myndi sann- ast á þeim í framtíðinni málshátt- urinn: “Það sem ungur nemur, gamall temur.” Þar næst talaði séra Guðmund- ur Árnason, annar þeirra manna, sem valinn hafði verið sem ræðu- maður á fundinum. Byrjaði hann ræðu sína með því að geta þess, að fyrir svo sem 20 til 30 árum hefði það verið móðins að ganga í “bindindi”. Hefði sumum þótt nóg um og kveðið svo að orði: að “nú vildu allir strákar og stelp- ur ganga í bindindi.” Ræðumað- ur kvað þetta algerlega breytt, því nú væri móðurinn í hinum svo kölluðu “parties” og víðar, að drekka áfengi, og þætti “fínt”. Þess vegna kvað hann þá skoðun ríkjandi, að það væri fremur nið- urlæging en nokkuð annað, að ganga í Good Templara félögin. Hann kvað bindindismenn í lið- inni tíð hafa lagt áherzlu á: ('l) Að koma mönnum í bindindisfé- Það er tvent að muna Viðkomandi THE DOMINION BUSINESS COLLEGE -----------1------------------ Dominlon Businesa College hefir öll skilyröi til þess aB veita fullkomna uppfrœBslu í verzlunarsökum, og þar nýtur hver nemandi persönulegrar tilsagnar. 2Verzlunarmenn I Winnipeg kjósa fremur nemendur frá Winnipeg Business College en aSra, sökum þess aB þeir vita aB "Dominlon-stúdentar" eru ábyggilegir og vel aB sér. lagsskap; (2) að útmála, hvað væri ljótt að drekka; (3) að sýna fram á eyðilegginguna í ýmsum myndum; (4) að fræða menn vís- indalega um það, hvað áfengi í raun og veru væri; (5) um það, hvernig ætti með lögum að út- rýma áfengi. Hann kvað bindindismálunum miða fremur seint áfram, og þætti sér líklegt, að gott væri að breyta dálítið til með fræðsluaðferðina, til dæmis leggja áherzlu á að fræða menn vísindalega um mál- ið, hafa áhrif á meðvitundina og sannfæra menn um (1) að áfengi byggi hvorki upp líkama manns eða sál á nokkurn hátt; (2) að það sé þess vegna heimskulegt að neyta áfengis; (3) að það sé fjár- hagslega og siðferðislega hróplega rangt, gagnvart sér og sínum, að neyta mikils áfengis. Ræðumaður kvað vínbann hafa reynst mjög misjafnlega; en ekki væri enn hægt að draga alger- lega ábyggilegar ályktanir, þar sem bindindismálið væri í raun og veru að eins 40 til 50 ára gam- alt. Hann benti á, að í Banda- ríkjunum væri bann lögboðið, þannig, að slík lög væru í raun og veru partur af stjórnarskrá Ban- damanna, og væri því ekki líklegt að bannið yrð' úr lögum numið fyrir sunnan línuna og myndi mönnum því gefast kostur á að sjá 1 framtíðinni, hin raunveru- legu áhrif algerðra bannlaga. Séra Guðmundur vék þá aftur að því, að fræðslan í bindindis- málum yrði að öllum líkindum haldbezt og affarasælust og myndi fræðslan, ef hún væri af réttri tegund, ef til vill bjarga málinu með tímanum. Hann kvaðst ekki viss um, að bann — lagabann ■— myndi nokkurn tíma útrýma á- fengi; en tækifærið gæfist að fylgja nákvæmlega því, sem væri að gerast í bannlöndum öllum. Séra Guðmundur er einlægur bindindismaður og áhrifamaður í >eim efnum. Hefir hann starfað að bindindismálum í 30 til 40 ár, og látið til sín taka í ræðu og riti. Hann er fjölhæfur maður og fróð- ur, og eru ræður hans löngum skýrar og áhrifadrjúgar. Þá sungu þau Miss Bjarnason, Miss Sigurjónsson, Mr. Melsted og Mr. Sigurjónsson, “quartette”, og var okkur nýtt að fá slíkt ó- keypis, og þótti gott að hlusta á hinar samstiltu raddir. Þá las Stefán Einarsson upp sýnishorn af blaði stúkunnar Heklu. Las hann fyrst ritgerð nokkra, sem fjállaði um áhrif á- fengis á þrjár deildir “cella” í mannsheilanum. Var ritgerðin vísindalegs efnis og fróðleg mjög og góð í alla staði. Hún sýndi ljóslega að áfengið ræðst fyrst á þær frumur í heila mannsins, sem fíngerðastar eru, þroskast síðast og hafa á hendi stjórn allra hreyfinga líkama mansins og sál- ar. — Þá las Mr. Einarson upp skrítlur nokkrar og voru þær svo vel valdar og hlægilegar, að sum- ir sem á hlýddu tárfeldu af hlátri. Þökk sé öllum þeim, sem skemtu og gestum líka. Jóhannes Eiríksson. Páll Jóhannsson frá Merkigili í Skagafirði. ÆFIMINNING. þá er altaf tækifæri að fá egg til út- son á Bergstöðum og Þorsteinn ungunar send að, frá vel þektum ! Gíslason í Steinnesi. Þá flutti og mönnum og félögum, sem stunda haensnarækt, og hafa aðeins það 'bezta að* ibjóða. Egg ungast út sæmilega vel, þótt þau séu send nokkur hundruð mílur. Unga ný- komna úr eggjunum, má einnig flytja langar leiðir, og reynist vel. Þá söng Miss Margrét Back- man “solo”. Hún syngur mjög vel og er á meðal þeirra, sem ætíð eru reiðubúnir að skemta ókeypis með yfirburðum sínum. Að endingu talaði forsetinn, Mr, B. M. Long. Kvaðst hann hafa verið Good Templari í 40 ár, og hefði það aldrei borið sig upp á sker, jafnvel ekki á meðal kunn- ingja sinna, sem væru sjálfir drykkjumenn eða tækju sér glas einstaka sinnum að minsta kosti. Hann kvað reynslu fyrir því, að bezt væri að taka aldrei fyrsta glasið, einmitt til þess að forðast ofnautn; því, ef maður tæki fyrsta glasið, væri svo hætt við að mað- ur tæki annað, þriðja, fjórða og fimta glas, og svo meira. Hann sagði, að við bindindismenn, ósk- uðum að fá fleiri menn og konur til þess að vera með okkur, ganga í stúkurnar. Hann kvað það mjög skemtilegt fyrir foreldra að ganga svo til hinztu hvíldar, að þau væru sér þess meðvitandi, að hafa stuðlað að þv,í að börnin, hin komandi kynslóð, hefði ekki leiðst út á braut áfengisnautnar. Porsetinn hvatti því ungt fólk til þess að “taka aldrei fyrsta staup- ið,” heldur koma í bindindisfé- lögin, og hann hvatti foreldra til þess að sjá um, að börn þeirra eldust upp við bindindi og bezt væri að allir skipuðu sér undir merki Good Templara. Fundur þessi var mjðg ánægju- leguri fyrir bindindismenn og gesti. Föstudaginn 22. júlí síðastlið- inn, árla morguns, andaðist Páll Jóhannssoi^, bóndi að Edfield, Sask., á almenna sítalanum í Win- nieg. Nýrnaveiki varð honum að bana, (en eigi krabbamein, og ranglega er skýrt frá í Heims- kringlu 11. jan. þ. á,, vegna mis- minnis undirritaðs). Hann fæddist 27. október árið 1859, að Merkigili í Austurdal í Skagafjarðarsýslu. Faðir hans hét Jóhann Jónsson, bóndi að Merkigili, en móðir hans Guðrún, sunnlenzk að ætt. Er þeim, er þetta ritar, ókunnugt um föður- nafn hennar. iNíu ára gamall fluttist Páll með móður sinni suður á land, og vann síðan fyrir sér á ýmsum stöðum þar syðra. Árið 1887 fluttist hann til Vesturheims og settist að ná- lægt Hallson, N. D. Ári síðár kvæntist hann Guðbjörgu Jóhanns- dóttur, frá Breið í Tungusveit. Dvijldu þau í Hallson 7 ár, og eft- ir það 5 ár í Swan River bygð. Fyrir nálægt 20 árum settust þau að í Foam Lake bygð þar sem nú er kallað Edfield, og bjuggu þar alla æfi síðan. Húsfreyja Guðbjörg lézt siðast- liðinn 19. febrúar. Hafði samlíf þeirra hjóna löngum verið fyrir- myndar ástúðlegt. Páll var aldrei mjög heilsuhraustur maður. En eftir missi konu sinnar var eins og honum hjrrfi alt þrek og löng- un til að lifa, og beið hann burt- fararinnar að eins fáa mánuði. Tíu börn þeirra hjóna eru öll á \ífk nema hið fyrsta, sonur, Jó- hann að nafni, er dó á 3. ári. Hin eru: Páll, járnsmiður að Mozart, kvæntur Björgu Bergþórsdóttur Björnssonar, er vestur fluttist frá Borgarfirði austur; þá Jóhann Vilhjálmur, heima; þá Kristinn ólafur, búsettur að Mozart, og kvæntur önnu Jónsdóttur Jó- hannssonar, er vestur fluttist frá Þórshöfn í Norður-Þingeyjars.; þá Árni Thieodór, bóndi að Kuroki, kvæntur Eupjhemiu W?atson; þá Guðrún, gift A. Gravelle, búsett að Debden; þá Guðbjörg Sigur- laug, gift A. Klebeck, búsett að Edfield; þá Oddný Ingibjörg, gift Óskari Guðmundssyni í Debden; þá Helga, gift O. Klebeck, búsett að Foam Lake; þá Pálína Marfa, heima. Páll heitinn var maður fremur lágur vexti, en samsvaraði sér vel og hafði verið fríður sýnum. Hann mun verið hafa í alla staði einlægur og góður maður, og vel greindur. — Hann hafði yndi af lestri, og var frjálslyndur í skoð- unum. Þótt kynningin yrði ekki mikil, varð sá er þetta ritar, þess var, að Páll átti fagra útsýn ör- yggis og trausts út yfir gröf og dauða. Jarðsetningin fór fram mánu- daginn 25. júlí, og aðstoðaði und- irritaður. Á eftir húskveðjunni flutti hérlendur öldungur, Mr. Miller að nafni, nágranni þeirra hjónanna til margra ára, mjög innilegt ávarþ þakkar og virðing- ar í minningu þeirra. Fóður fyrir ný-útkomna unga. Varast skal að gefa ný-útkomn- um ungum nokkurt fóður, fyr en eftir 36 til 48 kl. stundir frá því að þeir koma úr eggjunum. í ung- unum er eggjarauða, sem þeir €ins þurfa að melta, og verða að fá tækifæri til þess. Þetta er mjög á- ríðandi. Eftir 24 kl. stundir skal fyrst gefa þeim sand, og hreint vatn að drekka í grunnum ílátum. Best er að byrja meö að gefa þeim hart gerbrauð, íbleytt upp í súrri mjólk eða áfum. Lítið í einu en oft á dag, þriðja hvem kl. tíma. Súra mjólk má gefa þeim, en aldrei til skiftis súra og ósúra mjólk. Það gæti orðið þeim til tjóns. Fyrstu dagana skal gefa þeim hart brauð bleytt í súrri mjólk, svo má fara að gefa þeim malað hveitikorn eft- ir 3 til 4 daga og hætta við brauðið Harðsoðin egg má líka brúka með brauðinu, en aðeins lítið. Hveiti- korn er bezta fóðrið fyrir unga— fyrst malað, svo heilt þegar að þeir stækka. Hafrar eru lítils virði sem ungafóður. Bygg og hafra- mél má brúka þegar þeir stækka. Nóga súra mjólk ættu þeir altaf að hafa, og vatn að drekka. Að velja egg til útungunar. Egg, sem Ibrúkuð eru til útung- unar ættu að vera hrein. Egg með hmfóttum skumi eða egg, sem em ljót í laginu. Of stór egg eða of smá ættu ekki að notast. Hrein egg á meðal stærð ungast bezt út. Sumir velja úr öll hnöttótt egg en týna úr þau aflöngu í þeirri von að fá fleiri hænu-unga, en hana, en það er ekkert nema hjátrú. En ef að hænurnar þínar eru nýfarnar að verpa, þegar þú ferð að láta þær unga út, þá máttu eiga von á fleiri hönum en hænum. Séu hænurnar aftur á móti búnar að verpa í lengri tíma, koma vanalegast fleiri hænu- ungar en hana-ungar úr eggjunum. J- erindi Eggert Levy, hreppstjóri á Ásum. Allmargir af munum þeim, sem grafnir voru upp á Bergþórshvoli í sumar, hafa nú verið settir á Þjóðminjasafnlð, og eru þar til sýnis. Á meðal þeirra er eftir- mynd af stóra leirkerinu, sem fanst dýpst í gröfinni. Kerið var úr brendum íslenzkum leir, og var ekki unt að ná því upp og flytja það. En eftirmyndin er úr gipsi. Bæjarstjórn Akureyrar hefir nýlega samþykt 1000 kr. framlog á ári í 5 árin næstu til stúdefrita- garðsins. Í JamesRichar dson s Sons 367 Bankameiui, sem ávaxta peninga. Main Sltreet WINNIPEG STOCKS AND BONPS Meðlimir Montreal Stock Exchange Víðtæk þekking og auðfengnar upplýsingar gera oss mögulegt að láta í té nákvæmar upplýsingar viðvíkjandi sölu verðbréfa á hvaða peningamarkaði sem er. Vér erum viljugir að gefa yður allar upplýsingar viðvíkj andi þeim verðbréfum, sem þér hafia, eða hafið í hyggju að kaupa. — Ágætlega vel trygð verðbréf er hægt að kaupa með manaðar nið- urborgunum, samkvæmt samnmg- um við oss. Sími 24 831. (Private Branch Exchange) Frá Islandi. Reykjavík, 14. apríl. Trúmálafundur var haldinn á Blönduósi 6., 7. og 8. f.m. Mættu á honum menn úr öllum sveitum Austur-Húnavatnssýslu og fáein- ir úr vestursýslu Fyrirlestra fluttu þar nrestarnir Björn Stef- ánsson á Auðkúlu, Gunnar Árna- MALDEN ELEVATOR COMPANT, LIMITKD SUðrnarioyfi og 4byrg8. ABalakrtfotofa: Orain Exchange, Wlnnlpeg Stocks - Bonds - Mines - Grains V6r höfum skrifstofur f öllum helztu borgum f Veetur-Canada, og einka ilmasamband viB alla hveltl- og stockmaflcaBi og bjóOum pvf viD- skiftavinum vorum hina beztu afgreiBslu. Hveitikaup fyrlr aBra eru höndluB meB sömu varfærni og hyggindum, eins og stocks og bonds. LeitiB uppiýsinga hjfi. hvaBa banka sem er. KOMIST 1 SAMBAND VIÐ RÁÐSMANN VORN A pEIRRI SKRIFSTOFU, SEM NÆST TÐUR B3R. Prince Albert Tofield Edmonton Kerrobert Til aB vera viss. skrlflB fi. yöar Bills oí lading: "Advise Malden Elevator Company, Limited. Grain Exchange, Winnipeg. Winnipeg Regina Moose Jaw Swlft Current Saskatoon Calgary Brandon Rosetown Oull Lake Assiniboia Herbert Weybum Biggar Indian Head CANADIAN MINES HIN vfBtæka og fullkomna þekking vor fi. þessum félagsskap stendur þeim til boSa, sem kynna vilja sér canadískan n&ma- iSnaB. Holl og skynsamleg ráB, eru þeim meS ánægju gefin, sem kynnu aB vilja Jeggja fé 1 þessi fyrirtæki. ViStal eBa bréfa- viBskifti framboBin. Stobie Forlong Matthews SérfræBingar I n&ma-hlutabréfum. LIMITED MININO EXCHANGE BLDG. 356 MAIN ST SOUTH. PHONE: 89 326 Einka simaaambönd. ___ Friðrik A. Friðriksson. Hænsnarækt. Árlega eykst hænsnarækt í þessu landi, en við Islendingar gefum því lítinn gaum, flestir búendur hafa nokkur hænsni til heimilisnota, og hjá flestum fara ekki hænurnar að verpa fyr en komið er fram á vor. Eru aðgjörðarlausar allan veturinn át. Þetta er mjög algengt og oft sjálfum manni að kenna. Slæmt húspláss, lélegt fóður, ill hirðing o. s. frv. Við þurfum að hafa hænsni sem verpa að vetrinum, þegar gott verð er á eggjum. Þá er fyrst upp úr þeim að hafa og það geta allir, sem vilja. Útungun. Það tekur hænu-ungann 5 til 6 mánuði, frá því að hann kemur úr egginu, og þar til hann er orðinn að hænu, sem byrjar að verpa. Þessvegna þarf að unga út eins snemma að vorinu og hægt er. Áður en menn fara að safna eggj- um til útungunar, ætu menn að velja úr bestu hænurnar, og hafa þær sér með óskyldum hana. Að taka egg úr hópnum (upp og ofan) ætti enginn að gjöra. Eða nota hana, sem er skyldur hænunum. Þetta er þó mjög algengt. Ef þú álítur ekki hænurnar þínar nógu góðar til að ala upp unga frá þeim, MARTIN & CO. Vér bjéðum yður mjög lágt verð og ágœtis úrval af Kvenkápum, Alklœðnaði og Kjólum MEÐ VORUM ÞŒGILEGU BORGUNARSKILMÁLUM Aðeins lítil niðurborgun; afgangurinn vikulega eða mánaðarlega, meðan fötin eru notuð. Kápur Efni: Charmeens, Poiret, Twills, Tri- cotines, Failles, Tweeds og Kashas »15.95 til »49.50 Hið sífelt góða og gilda “PRINCE OF WALES” SNIÐ $19.75 til $39.50 Alfatnaðir Charmeens, Poiret, Twills og Kashas $29.50 til $49.50 0 Kjólar Double Fujis, Craysheen og Printed Silks, e reinmitt það rétta fyrir hinn 24. FOX CHOKERS »3.95 til $19.75 LEATHERETTE SLICKERS með Prince of Wales Wool Georgettes, Flat Gráar, Grænar, Rauðar, kápu. Crepes og Kashas Bláar, Svartar. $25.00 til $45.00 »12.95 til 29.50 $9.75 til $12.95 MIKIÐ ÚRVAL AF KARLMA NNAFATNAÐI OG KAPUM $19.75 TIL $45.00. Á öðru gólfi Wpg Piano Bldg. MARTIN Easy Payments Limited OPIÐ A LAUGARDÖGUM TIL KL 10 E.H. Portage og Hargrave L. HARLAND, Manager.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.