Lögberg - 24.05.1928, Side 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. MAÍ 1928.
Bla. 5.
I meir en þriðjung aldar hafa
Ðodd’s Kidney Pills verið viður-
kendar rétta meðalið við balc-
verk, gigt, þvagteppu og mörgum
fleiri sjúkdómum. Fást hjá öll-
um lyfsölum, fyrir 50c. askjan
eða 6 öskjur fyrir $2.50, eða beint
frá The Dodds Medicine Co., Ltd.
Toronto, ef borgun fylgir.
skilja. Orðið ‘fiskur’ var einung-
is haft um hertan þorsk (sbr. fisk-
virði). Á sama hátt var orðið
‘korn’ haft um rúg, eins og sjá
má af gömlum ávísunarseðlum
(bevísum). Einn þeirra hljóðaði
svona:
41
“Hér með bið eg faktor N. N. á
N. svo vel gjöra að hjálpa mér um
út í minn reikning svo sem 2 skeff-
ur af korni, 1 skeffu af banka-
byggi, sitt pundið af hverju, 2
potta af brennivíni og 1 kút af
kolum. Dagsetning og undir-
skrift.”
tftilegukörlunum upp í afdölun-
um og tröllunum á fjöllunum og
krökkum þeirra var ekki unt að
veita meiri góðgerð en að gefa
þeim að smakka harðan fisk, sem
svo var oftast launað allríflega.
Gamall og gildur bóndi legst á
líkbörur til þess að forða heimili
sínu frá því að yerða fisklaust
(ajá Þjóðs. J. Á.) og til er gamalt
ýkjukvæði um tóbaksbauk (Minn
er baukur mæta þing). Lætur
höfirndur ýmsa auðmenn og höfð-
ingja bjóða í baukinn, býsna mik-
ið, en árangurslaust þó. Loks
kveður hann sjálfur upp, hvað
hann vill fá fyrir hann. Er það
vafalaust það, sem hann hefir
talið eftirsóknarverðast og dýr-
mætast af þessa heims gæðum, sem
gengið geta kaupum og sölum, og
er þetta:
“Hann á að kosta hafskip bezt,
heilfraktað af dölum,
'Skálholtsstað og skreiðarlestt
og Skák af tönn úr hvölum.”
Þarna er skreiðarlest talin eitt
af hnossunum. Hún var þó ekki
nema 1200 fiska tólfræð, og kom
fyrir að.ménn fengu þetta til hlut-
ar á einni vertíð á spegilfagra
handfærisönglana sína — og áttu
það skuldlaust í lokin — en þeir
þurftu að róa með árunum og
draga fiskinn með höndunum,
þeir máttu ekki sitja í rasshnapn-
um, reykja vindlinga og drekka
sætt kaffi með beinakex' þegar
þeir voru á sjó.
Þá þekti enginn -vélamenning,
hvorki á sjó né landi.
Því hefir verið haldið fram, að
ísiendingar hafi fyr á tímum not-
að harðfisk í brauðs stað, en það
er ekki að öllu leyti rétt. Þeir
höfðu nægilegan manndóm til að
afla sér ýmissa fæðutegunda úr
jurtaríkinu hérlenda og létu sér
enga lægingu þykja að neyta
þeirra. Helztar þeirra voru mel-
korn, heiðagrös, söl og hvanna-
rót, þar að auki ber saman við
skyr, og fræ af heimulu saman
við mjöl til brauða. Sölva og
hvannarót /var beinlínis neytt með
harðfiski í brauðs stað. Svo mun
þetta hafa verið frá því snemma á
tímum og fram á síðasta fjórð-
ung næstliðinnar aldar, og svo
var það fyrst, er eg man — um
1874 — þar sem eg ólst upp.
Eaðir minn, Oddur bóndi Eyj-
ólfsson á Sámsstöðum í Fljóts-
hlíð, lét Benedikt bróður minn
fara á ‘rótafjall’ sem kallað var.
Kom hann með fullklyfja á hesti
af hvannarót í pokum, og voru
nokkrar æði gildar og svo langar,
að nema mundi metra. Hvenær
bezt var að grafa ræturnar upp,
hvernig farið var að því, og hvar
þær voru teknar, get eg ekkert um
sagt, því til þess var eg of ungur,
er hætt var að láta fara á róta-
fjall. Aðeins man eg eftir verk-
færinu, sem notað var við gröft-
inn (rotargreflinum). Hann var
líkur kekkjapál, skaftið þó grennra
Og blaðið miklu mjórra, um 3
þuml. á breidd.
Þá var fulltíða karlmanni skamt-
að í máltíð fjórði hluti. af meðal-
þorski, en kvenfólki og ungling-
um minni fiskstykki og svo sem
hnefafyjli af sölvum eða bútur af
hvannarót. Þegar búið var að
flysja utustu húðina af rótinni,
var hún tárhrein og hvít, bragð-
góð og talin einkar holl. Viðbit^ð
var súrt smér, því nýtt smér var
talið ódrýgra. Þeir, sem ilt áttu
með að tyggja harðan fisk, þó
hann væri ‘lúbarinn’, fengu hann
bleyttan í sýru. Oft voru roð,
sporðar, uggar og þorskhausabein
vandlega hreinsuð, látin saman
við skyrsafnið á sumrin og skömt-
uð svo á veturna með súrskyrinu,
sem þar að auki var drýgt með
skornu káli. Þetta þótti þá gott
og guði þakkað fyrir saðning,
bæði hátt og í hljóði.
Allmiklir efriðleikar voru á því
að afla sér skreiðar, fyrir þá, sem
bjuggu fjarri fiskiverunum. Til
þess þurfti fyrst og fremst að tak-
ast á hendur löng og erfið ferða-
lög, hafa ráð á traustum hestum,
vel útbúnum, og eiga nægan
kaupeyri, ef skreiðin var ekki afli
útróðrarmanna frá heimilinu.
Þetta voru kallaðar ‘skreiðaferð-
ir’, og tímabilið, sem þær stóðu
yfir, ásamt alaðkaupstaðarferð-
inni, hétu ‘lestirnar’.
Mér er ekki kunnugt um, að
ferðum þessum hafi verið að
nokkru lýst, og nú er margt orðið
breytt frá því sem var, þó ekki sé
lengra á að minnast en til 1880—■
’85. Vegir, áhöld, viðskifti og
ferðalag, alt þetta er gjörbreytt
og á sjálfsagt eftir að breytast
enn meira. Þess vegna langar
mig til að lýsa þessum ferðum að
nokkru, eftir eigin reynd, eins og
þær voru á þessum tíma og hafa
að líkindum verið frá fornu fari.
Þegar komið var að Jónsmessu
— eða fyr, ef vel áraði og nægi-
lega var sprottlð til þess, að góð-
ir hagar væru í áfangastððum —
og hross komin í góð hold, var
farið að búast til skreiðarferða
úr Skaftafellssýslu og sveitunum
á Suðurlandsundirlendinu. Var
þá fyrst að aðgæta reiðinga og
laga þá eftir þörfum. Venjulega
voru það melreiðingar, sem not-
aðir voru í langfrerðir. Meljan
var fóðruð að innan með grófu
vaðmáli, en að utan með skinni,
og dýnur eins að utan. í klifber-
um voru ávalt leðuróla-móttök, og
beizli úr taglhári með trétyppi á ig reiðingurinn
taumsendanum með bú- eða fangasem ekki voru
marki eigandans. Reipin voru
oftast ólarreipi úr niðurristri
nautshúð. Svo þurfti að smíða
hestajárn. Þá var smiðja næstum
á hverjum bæ. Skeifur voru ávalt
f jórgataðar, en vef' pottaðar á
hælum og tá. Járnað var með
heimasmíðuðum hestskónöglum;
var fjöðrin á þeim miklu gildari
en á útlendum hóffjöðrum nú;
eigi val- hún klipt þegar járnað
var, heldur að eins lögð út af og
hnykt þannig. Að klippa af fjöð-
ur og ‘hnakkahnykkja’ þótti óhóf,
því naglarnir voru réttir upp, þeg-
ar dregið var undan, síðan eld-
bornir og lagaðir til; mátti svo
nota þá aftur, og hétu þeir þá
‘afturréttingar’. Hlestskónagla-
hausar máttu ekki vera sléttir,
heldur varð að slá þá ávala, svo
að laus nagli gæti ekki staðið á
hausnum, og þannig valdið slysi,
ef fjöðrin vissi upp.
Einstöku maður pottaði hest-
skónaglana, og sá eg það gert.
Var þá hausinn beygður svo, að
hausinn gat verið láréttur í eldin-
lím, er fjöðrinni var haldið með
tönginni, en það var seinlegt verk
og þótti illa svara kostnaði. Það
heyrði eg sagt, að einstöku aust-
anmaður — svo voru Skaftfelling-
ar nefndir í vestursýslum — hefði
haft svo góðan ferða útbúnað, að
öll lest þeirra hefði ‘gengið á
potti og undir hæruhimni, en það
var ofinn dúkur úr hrosshári,
því nær vatnsheldur, sem breidd-
ur var þvert yfir klyfjarnar, ef
regn var, og hlífði það bæði þeim
og reiðingum fyrir vætu. Fimm
eða sex hestar undir klyfjum þótti
hæfileg lest fyrir einn mann.
Væru þeir færri, var lestin kölluð
‘létt’, en ef fleiri voru ‘þung’.
( Komið gat það fyrir, að ekki
væru nógu margir hestar á heimili
eins og nauðsynlegt var til ferð-
arinnar. Voru þá fengnir hestar
til láns annarsstaðar, og kostaði
hesturinn í R#ngárvallasýslu 20
fiska (reiddur), eða að taka ann-
an hest með, til að teyma og búa
uppá að öllu; hét það að taka “hest
á hest”. Þá var tekinn tilkaup-
eyririnn ásamt góðu heyi, til að
gefa í grasleysissveitunum syðra,
og bundið í léttar klyf jar, og einn-
af þeim hestum,
til klyfjar á að
SMART’S
Warm Air Furnaces
FYRIR
KOL:
THE
TROPICf
CANADIAN
AIR
WARMER,
KELSEY.
Spyrjið viðskiftamann yðar eða skrifið oss
eftír upplýsingum,
Canada Foundries & Forgings
The James Smart Plant Ltd.
137 Bannatyne Ave. East, Winnipeg,Man.
heiman, því fremur þótti hætt við
meiðslum undan reiðingnum ein-
um. Svo var nú “nesti og nýir
skór, fullur stóreflis malpoki af
hangiketi (ef unt var) brauði og
osti, helzt veldum, því hann þótti
minna þorstlátur, og nóg af sméri.
Það þótti mesta minkunn, að vera
illa nestaður. Nestið var geymt í
eltum skjóðum, nema smérið. Það
var látið í sterkan trékistil (ferða
dallinn). Var sinn járnkengur í
hvorum gafli hans, og í þá fest ól
nógu löng til að nú út yfir báða
klyfberaklakkana, því dallurinn
var ávalt hafður ofaná milli og
auk smérsins geymt í honum ým-
islegt, sem á þurfti að halda, þar
á meðal ýms smyrsl, og hin ómiss-
andi ‘hankanál’. Ennfremur var
hafður ofaná milli kútur eða leg-
ill fullur af sýrudrykk, en mal-
pokinn og tjaldpoki var jafnan
bundið lauslega ofaná klyf og
látið ríða af baggamun, ef þess
þurfti. Venjulega sammældu sig
til ferðar 2—4 menn eftir tjald-
rúmi og samleið. Var svo tiltek-
inn dagur til að leggja af stað.
Oftast var það fimtudagur, sjald-
an laugardagur, en aldrei sunnu-
dagur..
Hinn tiltekna dag var svo lagt
af stað. Þá er farið var úr hlaði
og örugt, að vel færi hestunum,
tók ferðamaðurinn ofan höfuðfat
sitt og las ferðabænina, faðir-vor
og signingu. Sú bæn, er flestir
lásu þá, og að minsta kosti allir
drengir voru látnir læra undir
fermingu, hljóðaði þannig:
“Góði Guð, þú verndari allra
þeirra, sem á þig terysta! í þínu
nafni áforma eg nú mína reisu.
Vertu mín fylgd og minn vegvís-
ari. Svo kann mig ekkert ilt að
henda. Þér fel eg mig nú og mitt
áform, þú einn kant að farsæla
mín fyrirtæki; vertu mér nú og
jafnan nálægur með náð þinni, og
virztu að greiða hvert mitt spor
mér til heilla. Afvend frá mér
öllum slysum og ólukkutilfellum,
og ber mig á höndum þér, svo eg
steyti ekki fót minn við stein5.
Gef mér farsa^llega að útrétta mín
erindi f þínum ótta og eftir þínu
boði, mér og mínum meðbræðr-
um til nota, og leið mig svo heilan
og glaðan heim aftur; þá vil eg
þakklátur prísa þína gæzku, sem
aldrei yfirgefur þá, er öruggir
fela þér sín efni og í Jesú nafni
setja á þig einan trú og von. —
Amen!”
Bænin eyddi kvíða (ferðahrolli)
lestamannsins og jók honum traust
og öryggi 'gegn væntanlegum
hættum og örðugleikum á ferða-
laginu, bæði vísum og ófyrirsjá-
anlegum. Og hún gerði meira.
Hún vakti innilegan samhug hjá
þeim heimilismönnum, bæði skyld-
um og vandalausum, er heima
horfðu á biðjandi manninn fela sig
forsjón Guðs.
Vegir voru þá ekki öðru vísi en í
slitróttir götutroðningar í ótal
krókum. Eftir þeim va^ oftast
farið. Þótti góðs viti, ef smá-
fugl trítlar götuna á undan lest-
inni, og því betra því lengra. Má
vera að nafnið ‘auðnutitlingur’
stafi af því.
Á suðurleið var venjulega létt á
og því ekki ávalt farið eftir öllum
kiókum þjóðvegarins, heldur sem
beinast, og þá stundum -í sveit-
unum austanfjalls ekki horft í að
fara yfir engjar bænda, ef svo stóð
á, að sjálfsögðu hlutaðeigendum
til mikillar gremju. Urðu stund-
um skærur nokkrar út af þessu.
Og víst er um það, að þá þótti það
ekki kostur á jðrð, að hún lægi í
eða mjög nærri þjóðbraut..
(Meira.)
SKÝRSLA
um þá íslendinga, er fyrir milli-
göngu stjórnarráðsins hafa feng-
iðl verðlaun úr hetjusjóði Carne-
gies:
1922. Verðlaun veitt Þorgeiri
Sigurðssyni frá Hrappstöðum í
Kinn, fyrir að bjarga manni frá
druknun
1923. Verðlaun veitt Sigurði
Stefánssyni frá Haganesi við Mý-
vatn, á 13. ári, fyrir að bjarga
manni frá druknun. — Verðlaun
veitt Ingólfi Indriðasyni frá Tjörn
í Aðaldal í Þingeyjarsýslu, fyrir
að bjarga barni frá druknun.
1924. Verðlaun veitt Friðriki
Jónssyni á Sauðárkróki, fyrir frá-
bæra björgun á manni, er hrapaði
í Drangey. — Verðlaun veitt ólafi
Ingvarsyni frá Minna - Hofi á
Rangárvöllum fyrir að bjarga
konu úr eldsvoða, hlaut sjálfur
mikil meiðsl.
1925. Verðlaun veitt Árna J.
Johnsen, útvegsbónda í Vest-
mannaeyjum, fyrir að hafa fjór-
um sinnum bjargað mönhum frá
druknun. — Verðlaun veitt Sig-
urði Hrólfssyni, á Jökulsáf í Flat-
eyjardal, Þingeyjarsýslu, fyrir
góða frapigöngu við tilraun til að
bjarga úr sjávarháska. — Verð-
laun veitt iPáli Jósúasym, örnúlfi
Hálfdánarsyni og Bjarna Bjarna-
syni, öllum í Súðavík í ísafjarðar-
sýslu, fyrir að hafa bjargað mönn'
um, er voru í lífshættu um borð
í strönduðu skipi.
Áreiðanlega beztu fatakaupin í Winnipeg
Föt tilbúin eftir máli fyrir
$30.00 Tvlinssat $35.00
Englith Whipcord*. Fancy Worsted’s, Serges and Tweeds
MEN’S CLOTHES SHOP
304 Donald Street
Aðeins 50 fet frá Portag®
Established 1882
D.D.Wood&SonsLtd
VICTOR A. WOOD
President
Vér æskjum viðskifta yðar
Hvað snertir byggingavið og alt sem þar að lýtur. — Byrgð-
ir vorar eru svo miklar og margbreyttar, að vér getum gert
alla ánægða.
BYGGINGAVIÐUR
a
K
ik
ín
G
K
G
K
K
K
Cj GLUGGAR og HURDIR og alt efni til að fullgera hús að
3 innan úr eik og birki.
C
K
K
D
Afgreiðsla öll hin bezta.
1 THE BROADBENT LUMBER C0. Limited
Lr
[r Foot of Market Street. Beint austur frá City Hall.
§ SÍMI 28 287
ftSHS25aSÍS^s?b?S
Incorporated 1914
D. J. HOWARD WOOD
Treasurer
DEALERS IN
LIONEL E. WOOD
Secrétary
Building Material, Coal and Coke
MANUFACTURERS OF
Beaver Board, Kenmore Board, Canadian Wall Board, Ten Test
Solid, Fibre Board, Plaster Board, Lamatco Panels.
Sandlime, Brick, Concrete & Tile
Oss er það ánægjuefni ef þér vilduð koma og skoða verksmiðju vora þar
sem vér búum til 50,000 múrsteina á dag.
BUILD WITH BRICK
Það þýðir hagnað, endingu, öryggi, þægindi og f^gurð.
Vér höfum vorar eigin Trucks og og getum því fljótt og vel afgreitt við-
skiftavini vora með litlum fyrirvara.
Phones: 87 308-87 309-87 300
Skrifstofa og Verkstæði
1038 ARLINGTON ST.
Milli Ross og Elgin Avenue.
1926. Veitt verðlaun drengnum
Sigurði iBenediktsyni, Barnafelli
í Þingeyjarsýslu, fyrir að bjarga
móður sinni og bróður úr auð-
sæjum lífsháska, er þau höfðu
runnið frá bænum Barnafelli, er
stendur í bratta miklum upp af
Skjálfandafljóti, á flughálku fram
á hamrabrún við Skjálfandafljót,
og bjargaði Sigurður þeim með
snaræði sínu og dugnaði.
1927. Verðlun veitt Jóhanni
Jóhannssyni oj? Friðleifi Jó-
hannssyni af Upsaströnd. Eyja-
fjarðarsýslú, fyrir að bjarga
stúlku, er var í lífshættu stödd
við að fara yfir á. Verðlaun veitt
Magnúsi Guðbjörnssyni í Reykja-
vík, fyrir að bjarga úr sjávar-
háska. — Mbl. *
Ramsay MaoDonald, fyrverandi
forsætisráðherra Breta, ætlar að
koma til Canada um mánaðamótin
júlí og ágúst og dvelja hér um
tíma. Með honum verða dætur
hans þrjár.
WONDERLAND.
Reginald Denny þessa viku og
The Big Parade á mánudaginn
^ í næstu viku.
Þeir sem koma í Wonderland
síðari hluta þessarar viku, og sjá
Reginald Denny í leiknum “Taht’s
My Daddy”, eiga það víst að njóta
alveg óvanalegrar skemtunar.
Denny leikur éins vel eins og hann
hefir nokkru sinni áður gert, og
jafnvel betur, ef unt væri. Þá má
minna á konurnar, sem leysa sín
hlutverk svo snildarlega af hendi,
Barbara Kent, sem leikur eitt að-
al hlutverkið, og hina fögru Lillii-
an Rich. — Þá er kvikmyndin
“The Big Parade”, sem verður
sýnd fyrst á mánudaginn í næstu
viku. Það er þess virði að koma
og sjá John Gilbert, sem þar ieik-
ur jafnvel betur en nokkru sinni
fyr. Enginn, sem gaman hefir af
kvikmyndum, og það hafa flestir,
ætti að sitja sig úr færi að sjá
þessa mynd.
««
White Seal”
lang bezti bjórinn - Sl
mrm
tim
U VJJ IK
w
u •• i
f)V’hUe Seoí'
KIEWEL
Tals. 81 178 og 81 179