Lögberg - 14.06.1928, Blaðsíða 1
Helztu heims-fréttir
41. ARGANGUR |
Canada.
Eins og getið var um hér í blað-
inu fyrir ekki all-löngu, varð kona
nokkur, Mrs. Alice du Guay að
nafni, manni að bana á heimili
sínu að Chestnut St., hér í borg-
inni. Maðurinn hét Ross New-
man og leigði herberki þar í hús-
inu. Konan var sökuð um mor&„
en nú hefir lögregluréttur fríkent
hana af þeirri ákæru, og úrskurð-
að, að hér hafi að eins verið um
sjálfsvörn að ræða.
* * *
í síðastliðnum aprílmánuði komu
alls 26,983 innflytjendur til Can-
ada. í sama mánuði í fyrra vorn
þeir 35,441. Samt hefir komið
fleira fólk frá Bandaríkjunum,
heldur en í fyrra, en miklu færri
frá Bretlandi og öðrum Evrópu-
löndum. Af þessum nálega tutt-
ugu og sjö þúsund innflytjendum,
sem komu í aprílmánuði, voru
450 Norðmenn og 690 Svíar.
» * *
Það var komið eitthvað mjög
nærri því, að þeir, sem vinna á
strætavögnunum í Toronto gerðu
verkfall í vikunni sem leið. Það
var einhver ágreiningur milli
þeirra og félagsins út af kaup-
gjaldi og vinnutíma. Eftir lang-
ar og heitar umræður, sem þeir
héldu á laugardaginn, komust
þeir að þeirri niðurstöðu, að gera
ekki verkfall, heldur leggja á-
greiningsmál sín í gerð og hlíta
þe'm úrskurði, sem gerðardómur
kynni að kveða upp, og það hefir
félagið gert líka. Þessu verka-
mannafélagi hefir verið illa við
það að hafa blaðamenn á fundum
sínum og rekið þá út, ef þeir
hafa þar komið, en í þetta sinn
höfðu tveir af þeim falið sig bak
við stórt hljóðfæri, sem þar var.
EÍ þegar fundarmenn urðu þeirra
varir, réðust þeir þegar á þá og
léku hart og sluppu blaðamenn-
irnir nauðlega úr höndum þeirra,
bláir og blóðugir, og urðu þeir að
fara á spítala til að láta binda
sár sín. Að því loknu gátu þeir
þó farið heim, en reyna þetta lík-
lega ekki j annað sinn.
* * *
Blaðið Free Press flutti á laug-
ardaginn var aðra almenna
skýrslu um uppskeruhorfur í
þremur Sléttufylkjunum, á þessu
sumri. Horfurnar eru enn sem
komið er, mjög góðar. Rigningar
nægilegar langvíðast, og þótt tíð-
in hafi verið frekar köld, þá hefir
hún samt verið mjög hentug fyr-
ir gróðurinn. Hveiti er nú al-
ment sprottið 4—6 þumlunga og
rótin er sterk. í einstaka stað
hefir orðið að sá í annað sinn
vegna þess, að of þurt hefir verið
og moldin hefir fokið og hveitið
með, sem sáð hafði verið. Má
heita, að lokið sé nú sáning á öll-
um öðrum korntegundum, og er
töluvert meira sáð af byggi og
höfrum heldur en í fyrra, og
hveiti sömuleiðis. Skýrslan seg-
ir, að yfirleitt séu uppskeruhorf-
ur með bezta móti%
* * *
Á laugardaginn í vikunni sem
leið, bar Hon. R. B. Bennett,
leiðtogi íhaldsmanna, fram yfir-
lýsingu þess efnis, að þingið lýsti
óánægju sinni yfir stjórnmálun-
um, eða meðferð stjórnarinnar á
landsins fé. Þótti stjórnin alt of
eyðslusöm. Fyrverandi flokks-
leiðtogi, Hon. Hugh Guthrie,
studdi þessa yfirlýsingu, en hún
fékk heldur lítinn byr á þinginu,
og þegar til atkvæða kom, var
hún feld með 79 atkvæðum gegn
38 atkvæðum. íhaldsmennirnir
fylgdu leiðtoga sínum , en aðrir
ekki. Litið var á þessa yfirlýsingu
eins og nokkurs konar van-
trausts yfirlýsingu, og sýnir því
þessi atkvæðagreiðsla, að stjórn-
in hefir fult traust þingsins.
* * *
Hinn 7. þ.m. andaðist að heim-
ili sínu, 280 Roslyn Road, Winni-
Peg, John Stanley Haugh, K. C.
Hann var fæddur 29. september
1856 í Ontario, en kom til Mani-
toba 1882, og hefir síðan stundað
lögmensku og þótt einn með merk-
ustu lögmönnum í Winnipeg. Hann
var um langt skeið meðlimur í
stjórnarnefnd Almenna spítalans
í Winnipeg og formaður þeirrar
nefndar frá því 1921 og þangað til
árið sem leið, að hann varð að
segja af sér vegna heilsubilunar.
Bretland.
Þeir verða að vera varasamir
með það sem þeir segja, prestarn-
ir á Englandi, og þeir verða að
gæta sín að tala ekki ljótt, því
annars mega þeir búast við að
verða settir af embætti, um stund-
arsakir að minsta kosti. Einum
af prestum Ensku kirkjunnar, sem
Oswald Hayden heitir, varð það
á, að blóta heldur mikið, og bisk-
upinn, sem yfir hann er settur,
hefir’vikið honum frá embætti um
tveggja ára tíma, og á hann sjálf-
sagt að nota þann tíma til að
venja sig af þeim slæma sið, að
tala ljótt.
Hvaðanœf a.
í vikunni sem leið flugu tveir
Bandaríkjamenn og tveir Ástral-
íumenn alla leið frá vesturströnd
Ameríku, Californíu, til Ástralíu.
Tíminn, sem þeir voru á flugi,
var 83 klukkustundir, og þeir
félagar flugu alls 7,351 mílu. —
Loftskipið, sem þeir flugu í, heit-
ir “Southern Cross”. Viðkomu-
staði höfðu þeir félagar tvo á
þessari löngu leið. Fyrst flugu
þeir til Hawaii eyjanna, og hafa
menn áður flogið þá leið. Þaðan
flugu þeir í einni lotu 3,138 míl-
ur til Suva eyjar, sem er lengsta
flug yfir haf, sem enn hefir flog-
ið verið. Þaðan flugu þeir til
Brisbane á Ástralíu, en þá eiga
þeir eftir 500 mílur til Sydney. —
Með viðstöðum voru þeir átta daga
á leiðiimi. Á síðasta áfanganum
lentu þeir í miklum stormi, en
yfirleitt gekk ferðin vel alla leið-
ina.
Frá Islandi.
Borgarnesi, 22. maí.
Samband ungmennaféalga í
(Bargarfirði, hafa leigt, eins og
kunnugt er, svæði til íþróttaiðk-
ana og leikmóta, nálægt Ferju-
koti, á hörðum bökkum, sem á-
gætlega eru fallnir til slíkra iðk-
ana. Veitingaskála, um 20 álna
langan, hefir sambandið reist á
svæðinu. — íþrótta námsskeið
verður haldið þarna að líkindum
í næsta mánuði, en ráðgert er að
halda íþrótta námsskeið áður en
mótið verður haldið, til þess að
æfa væntanlega keppendur. Um-
getið íþróttasvæði hjá Ferjukoti
hefir samband ungmennafélaganna
leigt til 50 ára. — Samband ung-
mennafélaganna á, eins og kunn-
ugt er sjóð, sem verja á til endur-
reisnar alþýðuskólanum.' Sjóður-
inn hefir aukist um 6,000 kr. í vet-
ur og er nú um 7,000 kr. Alment
vona Borgfirðingar, að skólinn
verði endurreistur í Reykholti,
sögustaðnum fræga.
Netum var lagt í Laxveiðiárn-
ar aðfaranótt s.l. mánudags. —
Veður heldur svalara undanfarið.
Sæmilegur gróður kominn víðast
hvar. Á stöku stað er farið að
hleypa út kúm. — Efni er stöðugt
verið að flytja upp að Ferjukoti,
til brúargerðarinnar. — Heilsufar
gdtt í héraðinu. — Tvö íveruhús
úr steinstyepu er verið að reisa í
Borgarnesi. Hvorttveggja húsið
lítið. — Kolaskip er væntanlegt
hingað bráðlega með 300 tortn af
kolum. Enn fremur er von á
timburskipi til Kaupfélagsins.
Stykkishólmi, 22. maí
Afli góður á þilskipin, er þau
fyrst komu jnn fyrir tæpum hálf-
um mánuði, frá 40 og upp í 67
skpd.
Þ. 29. apríl lézt Guðmundur Jón
WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 14. JÚNÍ 1928
NÚMER 24
Skúlason bóndi í Flatey, merkis-
maður, sægarpur og aflamaður.
Hann var 55 ára. — í nótt andað-
ist hér í Stykkishólmi Þorvaldur
Jóhannsson, fyrverandi skipstjóri.
Hann arfleiddi Framfarasjóð
Stykkishólms að 5,000 kr.—Mbl.
Reykjavík 17. maí.
Símskeyti frá Helsingfors herma
að svö finsk herskip hafi komið á
móti konungsflotanum út við
landhelgislínu, er Kristján 10.,
konung Dana og íslendinga, bar
þar að landi í heimsókn til Finn-
lands. Svaborgar-vígið sendi
drynjandi stórskotakveðju. Re-
lander forseti gekk um borð í kon-
Ungsskipið “Niels Juel” úti í
skerjagarðinum. Höfuðborgin var
skrýdd dönskum, íslenzkum og
finskum fánum og á landgöngu-
brú voru greniþaktar súlur og á
þeim skjaldarmerki íslands, Dan-
merkur-og Finnlands. Þegar kon-
ungur gekk á land, var leikið
“Kong Christian” og “Ó, guð vors
lands,” en vígin og herskipin
sendu falbyssukveðjur. Formað-
ur borgarstjórnarinnar, Tulen-
heimo prófessor, flutti fagra ræðu
til að fagna gestunum. Mintist
hann þar hinnar íslenzku þjóðar,
“sem tekist hefir að vernda dýr-
mætar minningar og skapa sjálf-
stæða andlega og efnalega menn-
ingu, er vekur aðdáu vora.”
Konugur þakkaði og síðan var
gengið til hallarinnar, en sjóliðar
skipuðu heiðursfylgingu báðum
meginn vegarins alla leið.—Mbl.
ísafirði, 21. maí.
Ágætis afli í veiðistöðvunum við
Djúp; sömuleiðis á fjörðunuA’—
Hafís talsverður hér úti fyrir.
Togarar segja í dag isinn 10 sjó-
mílur út af Djúpi oð þrjár mílur
frá Straumnesi, Esja sá nokkra
jaka hjá Horni í gær.
Góðviðri undanfarið. Jörð álíka
gróin hér og eftir miðjan júní. —
Galdra-loftur leikinn hér undan-
farin þrjú kvöld og þótti vel tak-
ast. — Mbl.
Keflavík, 14. maí.
Vertíðin hér má heita hin á-
kjósanlegasta. Hafa gengið 19
bátar héðan, sem eru eign kaup-
túnsbúa hér og munu hafa aflað,
minst rúmlega 400 skippund og
það upp eftir, nokkuð margir, sem
hafa rúmjega 500 skpd. — Er fisk-
urinn því nær allur verkaður hér
og því nóg atvinna hér, þótt nokkr-
ar aðkomandi stúlkur hafi verið
teknar hingað til fiskiverkunar.
Slys hafa engin orðið, og verð-
ur ekki fullþökkuð sú vernd, er
yfir þessu kauptúni hefir verið
gagnvart 'þeirii, um lengri tíma.
—Einn aðkomubátur sökk hér á
höfninni um miðjan apríl, af ó-
þektum ástæðum og hefir ekki
verið tekinn upp ennþá; telja
menn að vélin sé eyðilögð fyrir
að hafa legið svo lengi í sjó, enda
þótt báturinn komi einhvern tíma
upp á yfirborðið aftur.
Útgerðarmenn allir í Keflavík
nota bryggjur Elínmundar ólafs,
og hafa frá honum aðgerðapláss
og að mestu hús til fiskigeymslu
og beitingar, en verst við það er,
að staðurinn er í miðju kauptún-
inu og.veldur því miklum óþverra
á götunum, en nú er Elínmundur
að útbúa uppsátur — Dock — fyr-
ir vélbáta, sem er eitt hið mesta
framtíðar og nauðsynjamál fyrir
Keflavík, og liklegt að útgerðin
færist líka nær þeim stað, enda
verið að hugsa upp fleiri aðferð-
ir til þess að færa útgerðina til
hliðar.
Húsnæði og aðhlynning sjó-
manna er öll í íbúðarhúsum hér og
hjá útgerðarmönnum sjálfum og
munu þeir því hafa hann talsvert
betri, en þeir sem verða að liggja
í útihúsum.
Komið hefir til tals að byggja
stórskipabryggju á inanverðu
Vatnsnesi og er það eitt hið mesta
nauðsynjamál fyrir öll 'Suðurnes.
—íshús eru tvö hér í kauptúninu
og hið þriðja í Njarðvík, en það
var ekki starfrækt á síðasta ári;
voru hin tvö með fullar 1600 tu.
af frosinni síld, en þó vantaði
mikið til og varð að talsverðum
baga, enda þótt mikil beita væri
fengin annars staðar frá.
Hrogn hafa verið seld hér ný
fyrir kr. 0.12 líter, og var aðal-
kaupandi Edvald Jacobsen í Nor-
egi. En Keflvíkingar hafa sjálfir
reist sér nýtízku lifrarbræðslu-
stöð og láta bræða þar alla lifur;
hefir lýsi selst við háu verði og
munu bátar nú hafa undir 6,000
kr. fyrir það, þeir sem vel hafa
fiskað.
Vegir eru nú komnir í öll héruð
I sýslunnar, sem eiga að teljast
færir bifreiðum; eru þeir upphaf-
lega bygðir af sýslu- og ríkisstjóðs
fé til samans, en nú hefir ríkis-
sjóður tekið að sér eingöngu veg-
inn frá Keflavík til Hafnatfjarð-
ar. En sá galli er á því, að hann
má teljast lítt fær bifreiðum meiri
hluta ársins, enda er hann mjög
mikið notaður, þar sem flestar
vörur og alt fólk er flutt eftir
h’onum, og það er ekki ofmikið
sagt, að um hann fari 15 til 50
bifreiðar á dag alt árið, og mun
það sá eini vegur út um land, sem
notaður er allan veturinn. — Má
það teljast frámunalegt athuga-
! leysi, að ekki skuli betur að hon-
J um hugað. — Talið er, að bezt og
ódýrast yrði viðhald á honum með
því, að að horum væri keyrður á
sumrum ofi.aíburður, á ýmsum
stöðum og vissir menn fengnir til
þess að gæta hvers kafla að vetr-
inum og gera við hann um leið og
og eitthvað bilar. Er sú aðferð
almenn í öðrum löndum og hefir
gefist vel og hefir mikið minni
kostnað í för með sér en með því
lagi sem nú er.
Sama má segja um símasamband-
ið hingað að það er í hinu megn-
asta ólagi. Að eins ein lína hér
til afnota frá Hafnarfirði, fyrir
Keflavík, Leiru, Garð og Sand-
gerði, og verða menn oft að bíða
tímum saman eftir afgreiðslu og
margir frá að hverfa. Eru hér
nú 27 talsímanotendur, en sagt er
að átta bíði cítir a'o fá talsímatæki
og sumir þeirra búnir að bíða í
hálft ár, en skiftiorðið hefir ekki
rúm fyrir fleiri númer; má sjá,
að þetta hvorttveggja skapar stór
óþægindi, auk þess sem Landsím-
inn missir tekjur við það.
Eitt vantar okkur tilfinnanlega
hér í Keflavík, og það er daglegt
lögreglueftirlit. Er það nauð-
syn við mörg tækifæri, enda mörg
ár síðan samin var reglugerð urn
lögreglu og fleira hér, en stjórn-
arráðið hefir hingað til dauf-
heyrst við þeim kröfum, sem þó
hafa verið margítrekaðar. Vænta
menn að hin nýja stjórn geri okk-
ur ekki svo afskifta í þeim grein-
um, og við fáum lögreglu nú inn-
an skamms tíma. — Mbl.
Borgarnesi, 11. maí.
^hingað-*fyrir nokkrum dbgum, ai
allega með efni til Hvítárbrúa
innar, ca. 400 tonn. Hefir talsve:
af efni verið flutt upp að brúa
stæðinu þegar. Til flutninganr
er notaður prammi mikill, se
mótorbátar hafa dregið upp
Hvítá. Hefir verið farið með f
tonn á prammanum í ferð.
Tuttugu og þrír ménn vinna n
að undirbúningi að brúarlagnin;
unni Líklega vinna 30—40 men
við haná, er á líður, og verði
brúarsmíðinni lokið í haust, að þ
er talið er. Árni Pálsson verl
fræðingur er hér staddur til ef
irlits með flutningunum og bri
arsmíðihni.
Einmunatíð og almenn velmeg-
un. Heilsufar gott. Heybirgðir
miklar.—Mbl.
Seyðisfirði, 15. maí.
Garðavinna byrjaði snemma 1
ár. Var byrjað að setja í kartöflu
og rófnagarða í maíbyrjun. —
Þorskafli góður, síldarvart öðru
hvoru, mokfiski sagt á Hvalbak.
Barnaskólaprófi lokið, uppsögn
skólans fer fram. á morgun. —
Kenslu nutu 75 börn í vetur.
Sauðburður byrjaður. öndveg-
istið,—Mbl.
FINNUR PRÓF. JÓNSSON
lætur af embætti.
Finnur Jónsson prófessor hélt
seinasta háskólafyrirlestur sinn á
fötudaginn, 11. maí. öll sæti í
f
salnum voru skipuð stúdentum og
auk þess voru þar prófessorarnir
Vilhelm Andersen, Hans Brix,
Bröndum Nielsen, Arup og Ham-
erich. Kennarastóllinn var rós-
um skreyttur og er prófessorinn
kom inn, var honum tekið með
fagnaðarópum, en ungur stúdent,
Alf Henriques, hafði orð fyrir
félögum sínum, færði honum
þakkir þeirra og fagran silfurbik-
ar með blómum. v
Prófessorinn þakkaði með hjart-
næmum orðum og flutti síðan
seinasta fyrirlestur sinn. Að hon-
um loknum þakkaði Hans Prjx
prófessor dr. Finni fyrir hönd
hinna eldri kennara, það fordæmi,
sem hann hefði gefið í 40 ár,
skarpskygni hans, , nákvæmni og
ást á mentagrein sinni, dug hans
og djörfung þegar á þurfti að
halda, t. d. í því að ráðast á hinar
hæpnu kennjngar Sophus Bugge.
Síðan talaði Vilhelm Andersen,
sem er einn af lærisveinum Finns
og mælti: “Þér hafið orðið góð-
ur Dani, jafnframt því að vera
góður íslendingur. Vér þökkum
yður líka fyrir það. Þér hafið
haldið, við sambandi norrænnar
menningar og það samband má
aldrei bila.”
Finnur prófessor tók í hönd
samverkamanns 'síns og þakkaði
síðan öllum enn á ný hjartanlega.
Og i seinasta 'sinni gekk hann úr
kenslustólnum og fylgdu honum
innilegar árnaðaróskir gamalla
og nýrra lærisveina hans.—Mbl.
Villiljós.
>Sá maður mundi vinna mikið
þarfaverk, sem gæti komið mönn-
unum í skilning um það, að þeim
væri holt og gott að nota sína
eigin skynsemi meira en þeir
gera, og vera ánægðir með að
fylgja, henni.
Segðu fólki, eins og það gerist
svona upp og ofan, að það ætti að
éta minna, ganga fimm milur á
dag og draga andann dýpra en það
gerir. Flestir mundu bara glápa
á þig með opinn munninn og dytti
ekki í hug að fylgja þessum ráð-
um. Segðu því þar á móti, að nú
sé fundið nýtt undra meðal, sem
lækni alla mannlega sjúkdóma,
og þá mun þig ekki skorta til-
heyrendur, sem trúa þér eins og
nýju neti.
Reyndu að segja einhverjum,
að hann verði sæll bæði þessa
heims og annars, ef hann fylgi
boðorðunum, eftir því sem hann
veit og getu^bezt. Þú getur reitt
þig á, að þonum þykir það leiðin-
leg kenning, og hann vill ekki á
þig hlusta. En ef þú segir hon-
um frá einhverri nýrrri leið að
hliðum himnaríkis, sem einhver
spekingurinn sé nú nýbúinn að
finna, þá hikar hann ekki við að
hlaupa tuttugu mílur til að fá
einhverjar frekari upplýsingar
um það.
Segðu samverkamanni þínum,
að ef hann sé iðjusamur og ráð-
vandur og trúr og noti skynsemi
sína, þá muni það leiða til þess,
að hann með tíð og tíma hefjist
til virðinga og velgengni. Honum
dettur ekki í hug að hlusta á þetta
því síður að leggja trúnað á það.
En ef þú segir honum frá ein-
hverju glæfralegu gróðafyrirtæki,
þá er hann, áður en þig varir, rok-
inn til og búinn að selja það sem
hann getur við sig losað og verð-
mætt er, og jafnvel að veðsetja
húsið sitt, til þess að leggja pen-
ingana í þetta gróðafyrirtæki.
Við ekkert eru menn eins önn-
um kafnir, eins og það, að skifta
um það, sem gamalt er fryir annað
nýtt — eitthvað nýtt. En vér
þurfum ekki nærri eins mikið á
nýrri þekkingu að halda, eða nýj-
um uppfyndingum, eða nýjum
gróðafyrirtækjum, efe nýjum vís-
dómi, eins og vér þurfum á því að
haída að kunna, og hafa stillingu
til að færa oss í nyt gamla og
þaulreynda þekkingu. En þeir
eru svo undarlega fáir, sem það
gerar Margir ana áfram, eins og
þeir hvorki h> yri né sjái, en ef
þeir rekast á einhverja skrum-
auglýsingu, þar sem þeom er lof-
að gulli og grænum skógum, án
svo að segja nokkurrar fyrirhafn-
ar, þá hlaupa menn eftir þeim og
;a5E5ESHSH5H5ESZ5ESHS25S5H5H5a5H5E5H5H52SB5Z5ZSZ5ZSE5HS25B5H5H5HSZS2£H5i
Starfskrá Kirkjuþingsins.
er haldið verður í kirkju Melanktons safnaðar í Upham N. Dak.,
dagana 20.—24. júní 1928:
Miðvikudaginn 20. júní. kl. 11 f.h.—Þingsetningar guðs-
þjónusta og altarisganga. Forseti prédikar.
Kl. 3—6 e.h.—Starfsfundur. Skýrslur embættisamnna og
nefnda.
Kl. 8 e. h.—Fyrirlestur: dr. B. B. Jónsson.
Fimtudaginn 21. júní, kl. 9—12 f. h. — Starfsfundur.
Kl. 2—6 e. h. — Starfsfundur.
Kl. 8 e.h. — Fyrirlestur: séra Jóhann Bjarnason.
Föstudaginn 22. júní, kl. 9—12 f.h. — Starfsfundur.
Kl. 2—6 e. h. -— Starfsfundur.
Kl. 8 e.h. — Trúmálafundur. Umræður: “Siðferðis-
kenning Krist í Matt. 5, 38-48 í sambandi við Matt. 7,
12. Málshefjandi: séra Sigurður ólafsson.
Laugardaginn 23. júní, kl. 9—12 f.h..—Starfsfundur.
KL 2—6 e. h. — Starfsfundur.
Kl. 8 e. h. — Ungmennamót.
Sunnudaginn 24. júní verða tvær íslenzkar guðsþjónustur
í kirkju Melanktons safnaðar. Séra Jónas A. Sigurðsson og
séra G. Guttormsson, prédika. —í kirkju norska safn. í Upham
verða tvær enskar guðsþjónustur. Séra Carl J. Olson og séra ■-
H. J. Leó prédika. ' 3
Ungmennamótið á laugardagskvöldið er undir umsjón ung- ^
lingafélags Melanktons safnaðar. V
K. K. ÓLAFSON, Cj
forseti kirkjufélagsins. K
a^SZ5Z5Z5ZSH5Z5H5ZSZ5ZSHSZ5Z5ZSZ5ZSZ5HSH5H5Z5ZSZ5Z5Z5H5Z5H5Z5H5Z5H5ZSZ?
halda að þeir hafi himin höndum
tekið. Hvað lang-flesta af dtfs
snertir, þá fer lífsspeki, reynsla
og þekking hinna vitrustu og
beztu manna fyrir ofan garð og
neðan hjá oss og svo virðist oft,
sem vér metum reynslu þeirra og
lífsspeki ekki neins og höfum ekk-
ert af henni lært..
Og þetta kemur mest til af því,
að þær Mfsreglur, sem mest er um
vert, eru svo einfaldar og óbrotnar
að oss þykir ekkert til þeirra
koma. — American Magazine.
0r bœnum.
íslendingar á Lundar og í
grend eru vinsamlegast beðnir að
fjölmenna á fiskimannafundinn,
sem haldin verður þar í bænum
klukkan 2 e. h. á fimtudaginn þ.
14. þ.m.
Gift voru 2. þ.m. í Nelson, B. C.,
Miss Ágústa Polson, dóttiij Mr. og
Mrs. A. G. Polson, 118 Emily St„
Winnipeg, og Dr. John Milne Jack-
son, sonur Mr. W. Jackson, Alex-
ander, Man. |Framtíð^rheimili
þeirra verður að Nakusp, B. C.
Á mánudaginn voru staddir í
borginni þeir preátarnir séra K. K.
Olafson, séra N. S. ThorlaksoR,
séra Jónas A. Signurðsson og séra
Jóhann Bjarnason.
Mr. C. B. Johnson frá Glenboro,
kom til borgarinnar mánudaginn
og fór heim næsta dag.
Vinnukona óskast að 548 Agnes
Str., Winnipeg. Mrs. L. J. Hall-
grímsson.
/
Mr. Frank Jóhannsson frá Hall-
son, N. Dak., var staddur í borg-
inni fyrri part vikunnar.
í South Cypress voru, hinn 30.
f.m„ greidd atkvæði um bjórsöl-
una, sem fór þannig, að óvinir
bjórsins urðu í töluverðum meirl
hluta. í þessu héarði er Glen-
boro bær og nokkur hluti Argyle-
bygðar, og þar sem atkvæða-
greiðslan fór á sama veg í hinum
hluta bygðarinnar, eins og áður er
getið hér í blaðinu, þá er ekki ann-
að sjáanlegt, en að Argyle bygð
verði “þur” fyrst um sinn.
Dr. B. J. Brandson lagði af stað
suður til Minneapolis, Minn., síð-
astliðið þriðjudagskvöld, til þess
að sitja læknaþing, sem haldið
verður þar í borginni næstu daga.
Er hann væntanlegur heim um
helgina.
Messuboð. — Foam Lake kl.
1 (fast time). Leslie kl. 4 (sl. t.),
Elfros kl. 7.30 (;sl t.) á ensku, sd.
17. júní. Allir hjartanlega vel-
komnir. C. J. O.
Miss Rósa Hermannson og Mr,
Sigfús Halldórs frá Höfnum leggja
af stað um næstu helgi vestur til
Vatnabygða og ætla þau að halda
þar nokkra samsöngva, ásamt Mr.
Björgvin Guðmundssyni, sem nú
er þar vestra. Samsöngvarnir
byrja um miðja næstu viku (fyrst
í Mozart á miðvikudaginn), en
verða nánar auglýstir þar vestra,
eins vel og föng eru á, og er fólk
beðið að gefa því gætur. Flest
lögin, \ sem sungin verða, eru
eftir Björgvin Guðmundsson, sem
nú er nýkominn frá Englandi, eft-
ir söngnám sitt þar, sem hann
lauk með ágætis vitnisburði, og
munu nú margir hlakka til að
heyra ný lög eftir hann.
Vega- og brúarlagninga í
sumar á tslandi.
(Eftir sögn vegaipplastjóra.)
Fjárveitingar til vega- og brú-
argerðar efu í ár með mesta móti
og verður sennilega unnið fyrir
um eða yfir 1 milj. krónur. Til
brúargerða verður varið um 300
þús. kr. Er áformað að gera um
20 nýjar brýr og er Hvítárbrúin í
Borgarfirði þeirra langmest. —
Helztu framkvæmdir eru þessar:
Unnið verður að Norðurlands-
veginum í þessum sveitum: í
Norðurárdal 1 Borgarfirði, og er
búist við að vegurinn komist
fram fyrir Sveinatungu, verður
þar jafnframt gerð brú á Sand-
dalsá. í Húnavatnssýslu verður
haldið áfram nýja veginum fyrir
vestan Víðidalsá, og þó hæpið, að
lokið verði í ár við allan kaflann
vestur á svonefndan Múlaveg, en
þaðan er akbra'ut á Hvammstanga.
— í Skagafirði er áformað að
ljúka við veginn yfir Vallhólm-
inn og verður þá komin akbraut
að nýju brúnni yfir Héraðsvötn á
þjóðveginum skamt fyrir utan
Akra. í Vallhólminum verða
bygðar tvær brýr, yfir Húseyjar-
kvísl og Affalli. |
í Eyjafirði verður unnið að ak-
veginum inn Þelamörk, sem verð-
ur fullgerður inn undir Bægisá.
Þá verður og lagt kapp á, að
koma Vaðlaheiðarveginum upp
undir Steinsskarð.
í Axarfirði verður fullgerð brú-
in á Brunná. — í Hróarstungu
eystra mun akvegurinn komast
langleiðis að Jökulsá, hjá Foss-
völlum. — í Vopnafirði verður
byrjað á akvegi úr kauptúninu inn
í Hofsárdalinn. — Á Fljótsdals-
héraði verður bygð brú yfir Gríms
á á Völlum, 50 metra bogabrú úr
járnbentri steypu.
Byrjað hefir verið á brú yfir
Hvítá í Borgarfirði, hjá Ferjukoti,
og verður reynt að fullgera hana
í haust. Er það mikið mannvirki
og kostar nálægt 200' þús. kr.
Vestur í Hnappadalssýslu verða
gerðar brýr á Laxá og tvær smá-
ár og jafnframt fullgerður ak-
vegurinn vestur undir Hjarðar-
fell.
Áformað er að byrja þegar í
þessum mánuði á nýjum akvegi
til Þingvalla úr Mosfellsdalnm
um Gullbringur, norðan Leirvogs-
vatns og þaðan á núverandi Þing-
vallaveg nokkuð fyrir austan svo
nefndar Þrívörður nyrst á Mos-
fellsheiði. Er svo til ætlast, að
þessi nýi vegur, sem er um 15
km. verði fullgerður á næsta ári.
Biskupstunguvegurinn verður
fullgerður norður fyrir Vatns-
leysu, en að Geysi kemst hann
ekki fyr en 1930 eða 1931.
Mbl.