Lögberg - 14.06.1928, Blaðsíða 5

Lögberg - 14.06.1928, Blaðsíða 5
LÖGBERG, PIMTUDAGINN 14. JÚNl 1928. Bla. &. DODDS '/ KIDNEY Jheuma^ THEP® í meir en þriðjung aldar hafa Ðodd’s Kidney Pills verið viður- kendar rétta meðalið við bak- verk, gigt, þvagteppu og mörgum fleiri sjúkdómum. Fást hjá öll- um lyfsölum, fyrir 60c. askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodds Medicine Co., Ltd. Toronto, ef borgun fylgir. 20 pund af korni á dag fyrir hverjar 100 hænur. Helzt ætti kornið að vera af fleiri en einni tegund, t. d. einn þriðji af hverju: höfrum, byggi og hveitikorni. Hænsni fá leið á sömu kornteg- und til lengdar. — Þeir sem hafa nóg af skilvindumjólk og hleypa henni í ost með sýru, geta sparað sér korn, því í mjólkinni er mikið eggjahvítuefni. ‘— Annað, sem hænsnin ættu alt af að hafa að- gang að, er grófur sandur (grav- el) og nógar skeljar (muldar). Sandurinn hjálpar meltingunni og er nauðsynlegur. Úr skeljunum myndast eggjaskurn. • Hænsnalús og maur. Hænsni, sem eru lúsug, verpa ekki til lengdar, Til þess að eyði- leggja lús, er lúsasmyrsl (blue ointment) einna bezt. Taka skal hænurnar að kveldinu, og maka smyrslin undir báða vængina, undir stélið og ofan á hausinn Cvið hauslús), að eins lítið á hvern stað. Þetta eyðileggur lús. En það er meiri vandi að losast við hænsnamaur (mites). Þessi maur skríður á hænsnin á nótt- unni og sýgur úr þeim blóð, en heldur til í rifum og smugum á daginn* Maurinn magnast ákaf- lega fljótt í hitanum að sumrinu, og getur valdið því, að hænur hættuvalveg að verpa. Til þess að losast við maur, verður að sprauta hænsnahúsið með steinolíu eða sterku kreolin- vatni. Taka skal alt út úr hús- inu, sem lauslegt er, svo sem hreiður, hænsnaprik o. s. frv.. Svo skal sprauta í allar rifur og smug- ur, sem sjáanlegar eru. Þetta verður svo að endurtakast eftir vikutíma, þega^ mauraeggin ung- ast út. Bezt er að sprauta hænsnahúsið áður en maurinn magnast. Veiki í hænsnum. .. Þeir sem hafa léleg hænsnahús, missa oft hænsnin úr veiki, eink- um á vorin. Ekki er til neins að reyna að lækna hænu, sem verður veik; betra að eyðileggja hana sem fyrst, því oft smitar hún heil- brigðar hænur. Tæring er mjög almenn í hænsnum, sem hafa slæmt húspláss, saggasamt og kalt. Þetta er merkið: Hænan hættir að verpa, smá-tærist upp þar til hún drepst. Ef þú kryfur hana, þá munt þú sjá ljósleit^ depla á lifrinni og innýflunum. Missir þú margar hænur úr þessu, er þér bezt að losa þig við allak hópinn, því þessi veiki er mjög smitandi, ef hún kemst í hænsna- hópinn. Stundum vill til, að hænsni sem fóðruð eru á höfrum og byggi, hætta að éta fyrir það, að þau hafa úttroðinn sarp, einkanlega ef þeim er gefið mikið bygg. Þetta má kalla uppþembu. Þetta má lækna með því að skera upp sarp- inn og hreinsa alt úr honum, sauma svo fyrir aftur með nál og tvinna. Verður þá hænan jafn- góð. Þetta orskast af .því, að neðra opið á sarpinum hefir stíflast. Hænsnahús. Allir ættu að hafa serstakt hús fyrir hænsnin sín, en ekki að hafa þau innan um gripi eða hross, sem víða tíðkast. Húsið mætti byggja eftir fjölda hænsnanna, sem þú hefir. Það þarf ekki að vera fallegt eða dýrt, en verður að vera bjart og loftgott; nægi- legir gluggar þifrfa að vera á því, og ættu að snúa í suður. 1 staðjnn fyrir gler, má brúka lér- eft í suma þessa glugga; það mundi gera húsið loftbetra. Það, sem mest er um vert, er að húsin séu björt og loftgóð, trekklaus og laus við raka. Kuldinn að vetr- inum gerir hænsnunum ekkert til, ef þau hafa nóg af strái að rusla í, þá vinna þau sér til hita. Góðar varphænur. Það eru ekki góðar varphænur, sem verpa að eins að sumrinu. Það gerir hvaða hæna sem er. Það er hennar eðli. En hænur, sem verpa í vetrarkuldanum í Mapitoba eins vel og á sumrin, þær mætti kalla góðar varphæn- ur. Þessum góðu varphænum er nú sem óðast að fjölga, en hinar lélegu að fækka, sem betur fer. Sá sem byrjar á hænsnarækt, verður að hafa góðan stofn, ann- ars gæti það orðið honum stór- skaði. Bezt er að byrja með lít- ið, en auka ef vel gengur. Hænsnategundir. Til varps eru Leghorn hænsni í fremstu röð. Það má segja, að þau séu reglulegar hænsnavélar. En ókostur er einn við leghorn- hænsni, að þau eru mjög óstöðug að vilja liggja á. Þau eru heldur smá, vigta frá 4 til 6 pund hver hæna, en verpa furðustórum eggjum. Þeir sem hafa leghorn- hænsni, þurfa að hafa aðrar hæn- ur til að liggja á að vorinu, eða þá útungunarvélar, sem er ómiss- anlegt fyrir alla, sem stunda hænsnarækt að nokkrum mun. J. A. Yfirlýs sing. Vér undirskrifaðir viljum hér með láta í ljós opinberlega ástæð- ur vorar fyrir því, að við geng- um af fundi þeim, sem hald- inn var á laugardagskveldið 9. júní, af mönnum þeim, sem sam- tök höfðu í því að heimferðar- nefndin tæki ekki á móti pening- um frá stjórnarvöldum til undir- búnings fyrir heimförina 1930, og að þeim peningum, sem fengnir voru, yrði skilað. Fyrst og fremst viljum vér láta í ljós, að það er vor skoðun nú, og hefir alt af verið, að íslending- ar vestan hafs ættu ekki að þiggja nokkra peninga frá hér- lendum stjórnum í sambandi við undirbúning hér vestra til þátt- töku þeirra í hátíðahaldinu fyr- irhugaða á Islandi árið 1930. En einnig er það álit vort, að í sambandi við þetta hátíðahald hafi hin íslenzka þjóð svo frábær- lega einstakt tækifæri til þess sýna og sanna, að hvað miklu leyti forfeður vorir hafa lagt til í grundvöll þann, er menning flestra þjóða nútímans byggist á. Þess vegna, þrátt fyrir afstöðu vora á fjárveitingarhlið málsin'1, hefir okkur aldrei dulist það, að bæði væri það æskilegt og óhjá- kvæniilegt, ef þátttaka okkar ís- lendinga hér vestra ætti að verða með þeim hætti, sem hátíðahald- inu er samboðið, og þessi við- þurður í sögu Islendinga verð- skuldar, að vér allir sem heild gætum starfað og hugsað í sam- einingu að því máli. Er það því okkar afstaða, að við viljum ekk- ert gera, er bilið geri breiðara, heldur sá vegur valinn, sem til einingar mætti draga. Vér höfum leitað þess milli- vegs, er báðir gætu stefnt inn á, án þess að íslendingum væri van- sæmd að, og ^inst oss að síðasta tilboð það, sem heimferðarnefnd- in gaf, nái þeim tilgangi. Tilboðið hljóðar þannig: Winnipeg, 8. júní 1928. “Heimfararnefndin lofast til þess, að veita ekki móttöku meira fé, frá stjórnum í Canada, til und- irbúnings heimfararinnar, en hún hefir þegar tekið á móti. 2. Stjórninni í Saskatchewan sé tilkynt, að ýmsra orsaka vegna sé ekki hægt að nota fé það, sem nú hefir verið afhent heimfarar- Okkur finst, að greinarmun sé hægt að gera á lofuðu og fengnu fé, og að engin minkunn innifel- ist í því að farið sé fram á það við Sask. stjórnina, að hún verji fénu, sem hún er búin að af- henda, á einhvern hátt í sambandi við hátíðahöldin 1930. Ef það er minkunn, þá er hún ekki svo óg- urleg, að eigi sé þolandi, ef með því móti verði aðal málefninu borgið. Þessi millivegs-tilraun okkar virðist hafa að öllu leyti mishepn- ast, þar sem því var lýst yfir á ofangreindum fundi, að fundur- inn gæti ekki þegið neitt tilboð frá heimfararnefndinni, nema það eitt að því fé, er nefndin væri búin að taka á móti, væri algjörlega skil- yrðislaust skilað aftur. Tilboðið þarf því eigi að ræða, því þessi afstaða varð ekki á annan veg skilin en svo, að engar bendingar mætti gefa umræddri stjórn um það, að hún notaði féð í sambandi við hátíðahöldin. En með því að það er vort álit, að engin vansæmd sé unnin okk- ur sem þjóðflokki, þó nefnd væri skipuð til að gefa slíkar bending- ar, og þótt að Sask. stjórnin verði peningunum samkvæmt tilmælum téðrar nefndar, þá gátum við ekki fallist á afstöðu fundarins, er með engu ihóti vildi taka nokkra tilhliðrunarsemi til greina. Þeirri viðleitni okkar var vísað frá og þar með okkar skilningi á málinu. Þess vegna sjáum vér okkur ekki fært að fylgjast leng- ur m,eð þeim í þessu máli. Sam- félag okkar yrði þeirra málstað ekkert til styrktar, er okkur virð- ist nú vera kominn fram fyrir það er fyrir okkur vakti. W. J. Lindal. Peter Anderson. A. Blöndal.. Frank Fredrickson. DANAKMINNING. Þann 18. apríl síðastl. lézt hér á spítala (eftir holdskurð), ein af okkar ágætu íslenzku konum — Hólmfríður Rósa Olafson, ekkja Páls Olafsonar frá Litladalskoti í Skagafirði, kennara við Hóla- skólá. Hún var dóttir Jóhanns Jóhannssonar frá Vindheimum í Skagafirði, og Arnfríðar, fyrri konu hans; fædd á Steinstððum, í sömu sýslu, 24. okt. 1874. Er foreldrar hennar fluttu til Ame- ríku — í stóra hópnum 1876 — var hún tekin til fósturs af Eyjólfi Jóhannessyni og Guðbjörgu konu hans, á Vindheimum. Hún gift- ist 1892, en misti hinn valinkunna mann sin árið 1991. Flutti hún þá vestur til ættfólks síns; dvaldi fyrst í N. Dakota, siðan í Winni- peg — og í Seattle nærfelt 20 ár. Hólmfríður sál. stríddi með “þreki og dygð” fyrir börnum sínum, prúð og höfðingleg og um leið blíðleg í allri framkomu — enda var hún vel gefin, sem hún “átti kyn til.” Á síðari árum tók hún þátt í félagsskap hér, glöð og ósérhlífin. En ef að var gáð, gat manni komið til hugar, að hún hefði áður fyrri gengið bratta brekku, — en aldrei nefndi hún slíkt, né hefdur að hún kendi sér meins. Því vissi maður naumast af, fyr en hún var hnigin. Það komust til fullorðinsára tvö afhent nefndinni til þess sem ákveðið var í fyrstu. En farið sé fram á það við stjórnina í Sask., að hún verji fé því, sem um er að ræða, í sam- bandi við hátíðahöldin 1930. 3. Að fimm matina nefnd sé sett til þess að athuga og ákveða, hvernig þeim skuli varið og til- kynni heimfararnefndinni úr- skurðinn, og hlíta honum í öllu. 4. Tveir af þessum mðnnum skulu kosnir af heimfararnefnd- inni, tveir af andstæðingum nefndarinnar, sem í sameiningu velji sér oddamann. Heimfararnefndin gerir þetta tilboð, en að sjálfsögðu með þeim skilningi, að verði því hafnað, þá skoðar hún sig ekki bundna af neinu atriði þess.” Ef einhver misskilningur gæti átt sér stað um orðalag í tilboði þessu, var mjög auðvelt að fá þáð leiðrétt, þar sem enginn efi var um kjarna tilboðsins. I Island úti og inni. íslendingasögurnar á dönsku. “Politiken” skýrir frá því, að nú só trygð útgáfa dönsku þýðing- anna á íslendingasögunum, því að Carlsbergsjóður hafi heitið að leggja fram 10 þús. krónur og sátt- málasjóðurinn leggi fram fimm þúsund kr. Býst blaðið einnig við því, að útgáfan fái opinberan styrk. Þeir Bröndums prófessor og Gunnar Gunnarsson skáld sjá um (útgáfuna og hefir Gunnar trygt sér aðstoð dr. Jóns Helga- sonar. Blaðið hefir einnig átt tal við Hans Kyrre, ritara útgáfumanna, og segir hann að Jóhannes Lar- sen, málari, hafi gert 150 teikn- ingar í sögurnar á íslandi í sum- ar sem leið, og jafnframt hafa Í ýrnsir rithöfundar- unnið að þýð- ingum.—Thöger LaVsen hefir lok- ið við að þýða Eyrbyggja sðgu og Laxdæla sögu; Knud Hjortö hefir þýtt Gunnlaugs sögu Ormstungu; Tom Krjstensen hefir þýtt Kór- máks sögu og er talið, að hann hafi þýtt sumar vísurnar snildar- lega. Hans Kyrre hefir þýtt Víga- Glúms sögu. Búist er við því, að Ludvig Holstein hafi lokið þýð- ingu Njáls sögu í haust og Jo- hannes V. Jensen Vínlandssögun- um (Eiríks sögu rauða og Græn- lendingaþáttar, Þorfinns sögu Karlsefnis?) og Egils sögu Skalla- grímssonar. — Tjtgáfan verður sérstaklega vönduð og búist er við að hún verði í þrem stórum bindum. Formáli 'verður fjrrir hverju bindi. Gunnar Gunnars- son ritar lýsing Islands, Johannes V. Jensen ritar um sögulegt gildi sagnanna, og Vilhelm Andersen skrifar um hver áhrif sögurnar hafa haft á norrænar bókmentir. —Mbl. Hellmuts Lotz dr. phíl. heitir þýzkur gerla- og húsdýrafræðingur, frá Hessische Landes-UniVersitát í Giessen. — Dveldur hann á Hvanneyri um þessar mundir til þess að rann- saka hina svonefndu ‘Hvanneyr- arveiki’ í sauðfé og reyna að finna varnir við henni. Hafa menn haldið, að vejki þessi stafaði af votheysfóðrun. Dr. Lotz hefir gert sér rannsóknarstofu á Hvann eyri, fengið þangað talsvert af rannsóknaráhöldum og á von á fleirum seinna. — Fóðurtilraunir eru gerðar, kindur sem veikjast og drepast, krufðar og rannsakað- ar vísindalega. Er hér um allmerkilegt mál að ræða fybir landbúnaðinn.—Mbl. The Long Potato Loaf Nýtt Brauð með Nýju Bragði sam/kvæmt þeirri stefnu vorri, aS búa til sem flestar tegundir af brauði, þá höfum vér nú bætt The Long Potato Loaf viS hinar mörgu tegundir af Speirs-Pamell brauSunum. HiS nýja brauS, The Long Potato Loaf, hefir nýtt og sérstakt bragS, líkt og brauS- iS, sem amma ySar bjó til fyrir mörgum árum, og kartöflurnar gera brauSiS saS- samara, og eru þess valdandi, aS brauSiS heldur sér lengur óskemt. Speirs-Parnell vagn fer fram hjá húsi yðar á hverjum degi. Símið 86 617 — 18, og þá kemur liann til yðar á morgun. Aðeins gerð hjá peirs ParneJl Bí»KÍU8 , SKEMDIR AF VATNI Vér höfum enn margar tegundir af ágætum skóm, er skemst hafa ofurlítið vegna þess, að þakið lak þar sem skórnir voru treymdir. Þessir skór verða að seljast. Þeir eru ekki alger- lega gefnir, en mismunurinn á upphaflega verðinu og því verði, sem þeir eru nú seldir fyrir, er svo mikill, að gætinn kaupandi finnur, að hér er um kjörkaup að ræða. v skemdirnar eru litlar, í mörgum tilfellum blettir á sólunum. / Gætið þess, að að eins ofurlitlir af fjórum börnum Hólmfríðar sál, — Ingibjörg hjúkrunarkona við Firlands spítalann hér-í grend og Páll, Financial Secretary hjá Hawaiian Steamship Co., Seattle. Bæði eru þessi systkini afbragðs- vel gefin og vel látin, og höfðu bygt upp fagurt heimili með móð- ur sinni hin síðustu árin Af systkinum hinnar látnu eru þessi á lífi: Eggert, fyrrum rit- stjóri Heimskr., í Vanc., B. C.; Árni, bóndi að Hallon, N. D.; Mrs. Arnfríður Anderson og Mrs. Guð- rún Sumarliðason í Seattle, Wash. Með þeim öllum er ástúðlegt mjög — en sérstaklega lágu saman leið- ir þeirra Hólmfríðar sál. og Guð- rúnar.—En allir, sem þektu sakna hennar — og seint mun þeirra minst sem vert er, mæðranna sem einar stríddu, og eftirlétu kjör- landinu slíkt eftirdæmi og af- komendur. Jakobína Johnson. PS.—Blöð á íslendi eru samlega beðin að geta konu þessarar. vin- um lát daníel grímsSon attatiu og fimm ára. í fyrstu þá eg fremur smár fh,wðl °Æ^æIdj * íteiminn, Þ* v^rst buinn átján ár að ybbast til við heiminn. ™L*rfaJA sætum meðalmenn. niæoir timans bára. Haa sjóa siglirðu enn, sjotiu og fimtán ára. Eins og ég er ferða fár, f.lpr og krafta snauður, þu getur lifað átián ár eftir að ég er dauður. Líkt og stáli studdur náll, starfið bolir l€ní?ur: þú hugsar eins og Halli og Njáll og hlærð sem ungur drengur.’ Þér geðjast haustsins glímutök og gleðst við hita á vorin, munu skóla regin rök rita öldungs spbrin. Eg veit það, gamli vinur minn. þo vel þer hlífi skeggþð, að oft var glettinn gjósturinn gegn um jarðlífs hreggið. Hár í skógi bolur beinn býr að rótum sínum; þú stendur loksins eftir einn af alsvstkinum þínum. Njóttu andans orku’ og máls, öllu fögru’ að sinna; stattu lengi’ á ferli frjáls í faðmi barna þinna. Þegar við höldum hinst á stað, himininn annast sína, sár er fótur. sanna það, og sjónina fæ eg mína. Friðrik Guðmundsson. * * * Til Daníels Grímssonar, í til- efni af 85 ára aldursafmæli: Þér skaut oní lífs vors ljónagröf, en langt er sú stund að baki, því höggdofa Ijónin höfðu töf að hremma þig grimmu taki, þú varst líka sólhlý sumargjöf og sælu og ástarvaki. Og enn ertu’ í lífs vors ljónagröf og ljónin eins spök og kiðin, og líf þitt er sólhlý sumargjöf. Hevr samfagnaðs mjúka kliðinn. Þú þarft ekki leita handar um höf, því hér áttu kærleiks friðinn. Er ljónagrafar upp Ijúkast hlið munu ljónin sinn góðvin trega, þú bregður þér heim á sælla svið og syngur þar alla vega. Til heilla með ellina’ og afmæilð, vér óskum þér hjartanlega. Friðrik A Friðriksson. # * * Til afa, frá barnabörnum hans, 22. apríl 1928: Elsku, hjartans afi minn, okkur langar reyna, í bernsku lífs með bros á kinn, að birta stöku eina. Búið til yðar eigin Sápu og sparið peninga Alt iem þér þurfið er úrgansfeiti og GILLETTS HREINT ■ VC OG.GOTT LY E. | Upplýsingar eru á Kverri dó« Faest í mat-J vörubúðum. 'qWN, Allir vita að æskan er ofur lítið glettin; í upphafinu enginn sér endaloka sprettinn. Oss ei finnast örlög grimm aldurs slíka línu, fyrst áttatíu ár og fimm eru að baki þínu. Áður hljópstu óra veg, ei gafst hót hvar lenti, þá kom grefils gigt og þig greipum heljar spenti. öll vér stöndum undrandi, er oss segja vinir, að ungur sértu’ að útliti eins og flestir hinir. Að endingu það ósk er vor, á lífs svelli hálu: öll ófarin æfispor unga geymi sálu. Kristján Pétursson. BÚA TIL BJÓR sem er allra beztur. Hop Flavor eða Plain.. Hjá viðskiftavini yðar eða skrifið oss. $1.75 Endist Jengur— martinsenour 100% HREINT MÁL Er hagkvsemara vegna þess a8 ÞaS þarf minna af 100% hreinu máli.— Eitt gailon er nög á 400—450 ferfet, endist lengur, upplitast ekki, spryngur eöa flagnar; kostar minna aS mála meS þvf. PantiS Martin- Senour mál, ábyrgst 100% hreint mál. 179 NOTRE DAME Slml: 27 391 EAST Gráir Kvenskór Hér um bil 100 pör af skóm, mjög fallegum og vel gerðum og eins og tízkan krefur, pumps eða hneptar gerðÍD Til- þúnir hjá Craft og Newport. Vanaverð er $11 og $12 ............................... $7.95 Sérstök Ferð til Reykjavíkur S.S. “CALGARIC” (16,000 smálestir) fer frá Montreal 21. júní. Ekkert lestarpláss, aðeins káetur. Verð $125.00. Hringið upp eða skrifið— WHITE STAR LINE 224 PORTAGE AVE., WINNIPEG. Finnið næsta umboðsmann vorn að máli. Ljósleitir Skór Um 60 pör, með einni ristól eða án hennar. Vanaverðið er $8 og $10 Seldir nú á ... $5.95 Ljósleitir Ristar Skór Með ristólum eða böndum. — Um 70 pör. Vanaverðið er alt að $8.00 Nú seldir á..... $4.95 Með þessum skóm höfum vér látiÖ mikið af öðrum skóm, er vér seljum með mjög aðgengilegu vérði. KendalFs Smart Shoes 365 Portage Avenue Tals. 86 084 I!— Þér þurfið á RAFORKU að halda í nýja heimilinu áður en þér flytjið í nýja húsið. Talsímið 848 715 svo vér getum verið tilbúnir Wintiipeg Electric Company “Your Guarantee of Good Service.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.