Lögberg - 14.06.1928, Síða 2

Lögberg - 14.06.1928, Síða 2
Bla. 2 LöGKKRG, FIMTUDAGINN 14. JÚNÍ 1928. >POOOOO»ftOOOO» SOLSKIN Fyrir börn og unglinga * -jopooðooooooooc ...............w^ieftftftftaaoaaaoooooooooooooooogoooooooooooooooooooooooooooocoo*^ FUGLAKVAK. Nú stendur sá tími yfir, að við höfum mikið að gjöra. Við erum að líta eftir heimili fyrir börnin okkar, ungana, sem þið kallið. Við notum hvert tækifæri, sem við getum, að finna heimili fyrir þá, rúm eða hreiður undir húsþökum, þar sem óvinir okkar, kettirnir, geta ekki náð til okkar. Kettir eru okkar mestu óvinir, því þeim dugar ekki að lífláta okkur, heldur hafa þeir ánægju af að kvelja okkur, fara með okkur til kettlinga sinna og láta þá kvelja úr okkur lífið. Við spyrjum: því er þessu svona varið; við sem gerum engum mein? — Góðu drengir, við höfum orðið þess varir, að þið eruð að leita eftir hreiðrun- um okkar og hafið gaman af að brjóta þau niður. Hafið þið hugsað um það, hvað mikinn sársauka það hefir aukið okkur, þá við höfum komið að hreiðri okkar og það hefir alt verið brótið niður og ungarn- ir, bðrnin okkar, limlest á jörðu niðri. Hvernig mundi þinni móður líka verða við, ef hún kæmi að vöggu barnsins síns og hún væri brotin og barnið limlest á gólfinu? Góðu drengir, sá sami guð skapaði ungana okk- ar; sá sami guð skapaði ástina í brjósti smáfugla og og i brjósti móður ykkar. Góðu drengir. Afleiðing fylgir orsök hverri. Það eru óumflýjanleg lög. Llátið iþessa orsök aldrei fá rúm í huga ykkar. Þá þurfið þið ekki að óttast þær hræðilegu afleið- ingar. Góð lexía fyrir sunnudagsskólakennara að inn- ræta börnum miskunnsemi við málleysingja, ekki síður en menn. ívar Jónasson. ins litast um eftir einhverjum bletti á jöríinni, þar sem sorg og gremja niðurbrýtur ekki gleði þína; og svo má fara, að þú hartnær örvæntir og hugsir, að þér sé eigi unt að finna frið og ró, fyr en í gröf- inni. En þá skaltu spyrja sjálfan þig: “hvar er eyj- an góða, bezta landið í heiminum?” Þú sérð hana nú að vísu ekki uppdregna á neinu landabréfi, og kemst ekki heldur út í hana á neinu hafskipi; en eigi að síður er vegurinn þangað beinn og sléttur, og auðfarinn. Jafnvel þó að þú sért sjúkur, þá getur þú samt hæglega komist út þangað, og færð ,þá aftur heilsu þína, glaðværð og fjör, því að loftið þar er svo heilnæmt, og vatnið í uppsprettunum svo styrkjandi. Og jafnvel þó að þú sért fátækur, þá hamlar það þér ekki heldur frá að komast út í eyj- una; og þar getur þú þá líka eignast óvenjuleg auð- æfi í gulli og gersemum. Því í djúpi þíns eigin ólganda brjósts liggur þessi eyja — Hjarta þitt, Auðmýkt heitir meykon- ungurinn, en dætur hennar Elska og Von. Hugrekki heitir hershöfðingin, sem hvarveta varnar, og ávalt sigrar sorg og mæðu, sem eru fornir f jandmenn eyj- arinnar. Hingað skalt þú þá aftur hverfa — þvi að þú áttir þar áður heima á sæludögum æsku þinn- ar — og þú skalt með órjúfanlegri trygð og hollustu gjörast að nýju þegn drotningarinnar i eyjunni. Þá munu dætur hennar veita þér ailar þær unaðsemdir, sem gjörðu þig sælan meðan þú varst ungur, en sem síðan hafa að eins hvarflað jrfir sálu þína, eins og flögrandi draumsjónir; og hershöfðinginn mun með ósigrandi afli hrinda frá þér öllu heimsböli, sem sækja kann að þér. — Smárit dr. P. P. SKYNSEMIN. SANNFÆRINGAR-FESTA. Stephen Girard Í1750—1831) kaupmaðurinn og fjármálamaðurinn stórauðugi í Philadelphia, var enginn trúmaður, og sýndi trúarskoðunum annara litla nærgætni; en hann kunni að meta drenglyndi! og sýndi það stundum á einkennilegan hátt. Einn laugardag skipaði hann verzlunarþjóni sínum að koma aftur daginn eftir til að afferma skip, sem nýkomið var. Það lá ekkert á því, en hann hafði tekið það í sig, að afgreiða skipið eins fljótt og unt væri. Einn verzlunarþjónanna var mjög ákveðinn trú- maður, og hann svaraði husbónda sínum: “Eg hefi ekki lagt það í vanda minn, að vinna ónauðsynja- verk á sunnudögum, og eg get ekki komið.” Girard varð stein-hissa; hann var því óvanur, að honum væri sýnd óhlýðni, og hann var ekki á því að þola það. Hann sagði því manninum unga, að ef hann vildi ekki hlýðnast fyrirskipunum sínum, gæti hann farið úr vistinni. Maðurinn fór. Þrjár vikur var hann á ferð fram og aftur um borgina að leita s«r atvinnu. Móð- ir hans var sár-fátæk, og hann fór að velta því fyrir sér, hvort það hefði nú verið nauðsynlegt að fórna svo miklu fyrir sannfæring sína. Þegar harðast svarf að honum, fékk hann skila- boð frá bankastjóra þar í borginni þess efnis, að honum stæði til boða gjaldkerastaða við bankann, sem hann veitti forstöðu. Hann þá boðið með þökk- um, og varð ekki lítið hissa, þegar honum var sagt nokkru síðar, að Stephan Girard hefði útvegað hon- um stöðuna. Bankastjórinn hafði spurt Girard að því, hvort hann gæti bent sér á góðan mann fyrir gjaldkera, og hann hafði eftir nokkra umhugsun til- nefnt hinn fyrra þjón sinn. Bankastjóra kom það á óvart, að hann skyldi mæla með manni, sem hann hafði sjálfur fyrir skemstu rekið úr vistinni. “Eg rak hann” — svaraði Girard—, “af því hann vildi ekki vinna á sunnudegi. En manni, sem vill missa góða stöðu vegna sannfæringar sinnar, er þér óhætt að trúa fyrir peningum þínum.” —“Sam.” ?•' i ______ ----r--"< BEZTA LANDIÐ í HEIMINUM. Úti í reginhafi er eyja ein lítil, inndæl og um búin. Himinn er þar heiður og fagur árið kring. Dalir eru djúpir og dældóttir, grundir s ar og grösugar, akrar fagrir og frjósamir; al þakið ágætustu aldinum og ylmandi blómum. I eru þar hátignarleg, og fela í skauti sínu ógrj írulls og gersema. Aldrei kemur þar vetur, svc eplatrén og vínviðurinn eru sífrjóf; aldrei ríður þrUma, er grandi eik í skógi, eða ávexti á akri. bhða náttúra ríkir á eyjunni með móðurlegri semi, hvervetna veitandi, en aldrei eyðandi; 0g f: býður hinum sælu eyjabúum í ríkulegum ’mæli sem getur gjört þeim Iífið ánægjusamt; enda nj sérhver sá, sem á heima á þessari eyju, ævara f anæ8ju. íbúar þessaa sannkallaða Enj lands hafa svo mikið frelsi,, að ekkert land á hn inum hefir nokkurn tíma þekt annað eins- og spi Þv. hvorki fyrir þeim ofríki hinna voldugu, né und hinna aumu. Og þó ræður meykonungur e y ir eyjunn. með tveim dætrum dáfríðum; og h vald. Þær „„ svo ’50fd ” að þær gætu, þvert á móti vilja allra keisara og k unga, farið frjalst og tafarlaust yfir öll lönd jarí oTZ’<rZUn?,S Þau’ €f að Þær væru €kki svo spa þær hlfT VT ^ næ?ja Þau ?æði- s þær h3fa he.ma hjá sjálfum sér, 0g me e,n»k„ alla fánýl. 5e8<emd „„ tign En f " . ” e,", Þa;eri5 «™ velJnenr, a5 hann hafi ett. eða megnað að raska með herskildi friði eTi heZ'fð •'‘Wr 'lka yfir he"ni « wrnar to£ herahofðmgí, dtbúinn íuðleE„m hertýanm ™ °e 'eilar fri8ar- hennm er ,id .arnað að koma i„„ , ^ land frel>isins og ^ ar /‘I, r ■°f‘,k0ma a’ frrir Mr' srshnmaður! , Z , ' aS M munt lei,a hér að örugeu h, tt f,nna ekk,; þu m„nt mitt j >tonn]. og >t6r>.é Skynsemin er alt eins opinberun guðs, eins og ritningin; hún er fyrsta meðalið, hið almennasta og eðlilegasta, sem guð hefir opinberað mönnum með veru sína og vilja, sem hann vill kenna þeim með dygð og guðsótta, til þess að gjöra þá hæfilega fyrir þá sælu, sem hann hefir ætlað þeimí bæði í þessu lífi og hinu ókomna. Ef vér hefðum ekki skyn- semina til þess að leiðbeina oss, gætum vér ekki þekt sannleika frá villu, rétt frá röngu, dygð frá lesti, rödd guðs frá rödd lýginnar; ekki gætt tignar vorrar og yfirburða yfir hin óæðri dýr jarðarinnar; án hennar gætum vér ekki þekt, skilið, eða fært oss í nyt nokkra opinberan guðs, hve æskileg og ómiss- andi sem hún væri fyrir oss, og aldrei orðið vissir í trú vorri af lifandi sannfæringu hjartans. Án skynseminnar hlypum vér eftir sérhverju villuljósi, og værum leiksoppur í hendi sérhvers svikara, villu- manns og hneykslara. í stuttu máli: hún er ljós, hún er auga sálarinnar; og hvað dapurt, sljóft og glýjufult, sem augað kann að vera, er þó miklu betra að hafa það, en að vera með ðllu sjónlaus. Ef þú vilt, æskumður, sneiða hjá hinum hættu- legu ógöngum villunnar og hjátúarinnar, ef þú vilt komast áfram leið þína í lífinu óhultur og öruggur, þá skaltu meta skynsemina, eins og aðalágæti mannsins, og láta þér ant um að gæta þeirrar tign- ar, sem hún veitir þér. Þú skalt óhikað hafna öllu, sem stríðir á móti því, er skynsamleg íhugun álítur satt og rétt, hversu álitlegt, sem það kann að vera að öðru leyti. Þú skalt torthyggja alt, sem þú ann- aðhvort ekki getur gjört þér neina hugmynd um, eða þá ekki nema einhverja óskýra hugmynd, svo að þú verður að byggja alt á óljósri tilfinningu, á þínu eigin eða annara áliti, á reikulum hugmyndum í- myndunarinnar. Þú skalt tortryggja alt, sem ekki þolir að láta skoða sig og rannsaka hlutdrægnis- laust og með köldu blóði; alt, sem felur sig í myrkri óskiljanlegrar ráðgátu. En um fram alt, þá vertu tortrygginn í þeim efnum, þar er menn vilja gjöra skynsemina sjálfa tortryggilega fyrir þér, og fá þig til að fara ekki eftir ráðum hennar. Sé það eitt- hvað, í raun og veru skynseminni ofvaxið, sem menn eru að gylla fyrir þér, þá kemur það þér alls ekk. við, og þú þarft ekki, og átt ekki, eins og skynsamur maður, neitt að skifta þér af því. En ef það er nyt- samlegur og áríðandi sannleikur, sem um er að gjöra, þá hljóta menn að geta rannsakað hann, fund- ið ástæður fyrir honum og skilið hann að minsta kosti að nokkru leyti. Þú skalt fylgja sérhverjum ljósgeisla á vegi sannleikans, svo lengi sem þú getur gjört sjálfum þér grein fyrir hverju því fótmáli, sem þú gengur á honum, að minsta kosti getur komist þangað aftur, hvaðan þú gekst út; en hættu þér aldrei út í það myrkviðri, þar sem þú við hvert fót- mál fjarlægist meir og meir réttum vegi, og lendir loks í endalausum ógöngum. Lítill sannleiki, sem þú skilur vel, og sem skynsemin segir þér, að sé veruleg sannindi, er miklu meira verður, og getur betur leiðbeint þér, en nokkur leyndardómsfull speki, sem þú getur ekki fundið vit né skilning í, og þar sem þú þá verður að láta skynsemina ráfa eins og í myrkri. Leitaðu hins rétta, þá getur þú haldið tign þinni óskertri, og villuljós hjátrúarinnar skal aldrei blekkja þig.—Smár. dr. P. P. VAKNA, BARN!— Vakna, barn! Til verka kveður vorið, sem að alla gleður, vekur, lífgar, svalar, seður, sviftir vetrar hörmum braut, klæðir svejt í sumarskraut. Nú er úti inndælt veður, allir fuglar kvaka, yfir tjörnum álftir vængjum blaka. Líttu upp til hárra hlíða, horfðu út á sæinn víða, sjáðu engið, fjallið fríða, fossa, vötn og gróin tún, loftið gyllir geislarún. Finst þér ekki flestalt prýða fósturjörðu þína? Sumargull í sólarljósi skína. Gaman er að vaka og vinna, verkin þörf af hendi inna, vel að lýð og landi hlynna, leiða prýði yfir sveit, margan kalinn rækta reit. iReyndu gæfugull að spinna úr gæðum lands og sjóar. Iðnir finna yndisstundir nógar. Páll Jónsson. LYKLARNIR. Eyvindur er maður nefndur. Hann hafði átt illa æfi í uppvextinum og verið á sífeldum hrakn- ingi bæ frá bæ fram yfir fermingaraldur. Nú var hann kominn yfir tvítugt, en átti þó ekkert til, nema eitt flókatrippi. Oft vr hann að brjóta heilnn um, hvað hann ætti að gera til að verða maður með mönnum. Og loks kom honum snjallræði til hugar. Hann seldi flókartrippið sitt og keypti eintóma lykla fyrir and- virðið. Svo lagði hann land undir fót og fór dagfari og náttfari, þangað til að hann kom að Hálsi til Jóns ríka. Hann var kallaður Jón ríki, af því að hann var svo ríkur, að hann visi ekki aura sinna tal. Hann hafði verið ekkjumaður í nokkur ár, en Ólöf dóttir hans var innanhúss hjá honum og skamtaði fólk- inu. Hún var mesta myndarstúlka. Jæja, þá er að segja frá því, að Eyvindur drap á dyr. Jón ríki kom sjálfur til dyra og spurði gest- inn að heiti. Eyvindur sagði til sín og bað að lofa sér að vera um nóttina, því að dagur var að kvöldi kominn. Jón ríki tók honum fremur fálega, en bauð honum að ganga í bæinn og vísaði honum á rúmbæli við baðstofudyrnar. Þar átti hann að sitja um kvöldið og sofa um nóttina. Enginn talaði orð við hann, en það sem hann fékk til kvöldverðar, var bæði ilt og lítið. Þegar leið að háttatíma, stóð Eyvindur upp af rúmbælinu og bað Jón ríka að tala við sig fáein orð undir fjögur augu. Jón ríki fór með hann út í skemmu og spurði, hvað hann vildi sér. “Mig langar til að biðja þig bónar,’ sagði Ey- vindur. Jón ríki fór að greiða skeggið á sér með fingr- unum og kipti upp fótunum á víxl, eins og hann stæði á logandi glóð. “Eg geri ekki nokkurs manns bón,” urgaði í honum. “Þú ætlar víst að biðja mig að lána þér peninga. Jú, eg kannast við þetta kvabb. Nei, og aftur nei, og sussu nei! Eg læt þig ekki fá einn einasta grænan eyri.” “Ekki ætlaði eg nú að fara að snikja út úr þér peninga. En það var nokkuð annað.” Eyvindur skimaði í allar áttir, eins og hann væri hræddur um, að einhver kynni að standa á hleri. “Eg var hálfgert að hugsa um að biðja þig að geyma þessa lykla fyrir mig í nótt.” Og nú dró Eyvindur stóra lyklakippu upp úr öðrum buxnavasanum. “Nú, það er svona!” sagði Jón ríki. Hann þreif lyklakippuna af Eyvindi, brá henni snöggvast upp að augum sér og lét hana síðan ofan í stóra kistu, sem var 1 skemmunni. “Það er nú skömm að vera að níðast á góðsemi þinni,” sagði Eyvindur. “En eg var hálfvegis að hugsa—” Hann komst ekki lengra, því að Jóri ríki greip fram í fyrir honum og klappaði honum á öxlina: “Að níðast á góðsemi minni! Eg vil ekki heyra þetta. Ef það er nokkuð, sem eg get gert þér til þægðar, þá er það guðvelkomið. Þú getur fengið svo mikla peninga hjá mér, sem þú vilt. Það er gott að eiga skuld sína hjá kónginum. En hvernig læt eg? Þú hefir ayðvitað sand af peningum. Og þó ertu; gangandi, svona langa leið! Varð hesturinn þinn haltur, eða strauk hann frá þér. Nú, það kem- ur í sama stað niður. Eg á sjö reiðhesta. Þeir hafa staðið við stallinn í vetur, enda allir í dágóðum holdum. Þú mátt velja þér hvern þeirra, sem þér geðjast bezt að. Mig munar ekkert um, að láta reið- týgin fylgja með.” “Ekki ætla eg nú að fara að ágirnast hestana þína. Eg var hálfvegis að hugsa um, að biðja þig að geyma fyrir mig þessa lykla líka.” Og nú dró Eyvindur aðra enn þá stærri lyklakyppu upp úr hinum buxnavasanum. Ólöf dóttir Jóns ríka hafði enga hugmynd um það, sem gerðist úti í skemmunni. Henni varð þvi bylt við, þegar faðir hennar kom inn í baðstofuna með ógnarlegu írafári og æddi fram og aftur um gólfið. “Hvað ertu að hugsa, stúlka?” tautaði hann. “Láttu ekki nokkurn lifandi mann sjá þig í þessuní görmum. Farðu undir eins í sparifötin þín og dúk- aðu borðið í gestastofunni fyrir mig sjálfan og unga manninn, sem sat á rúmbælinu þarna áðan. Ey- vindur heitir hann. Sá er ekki á flæðiskeri staddur.” “Og hvað á eg að bera á borð?” spurði ólöf. Hú vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Jón ríki var ekki seinn til svars. “Hugsaðu þér að sýslumaðurinn, læknirinn eða presturinn væru komnir að ’heimsækja mig, og ag þeir sætu allir til borðs með mér. Þú átt að koma með samskonar mat handa okkur Eyvindi, og þó heldur betri, ef unt væri, því að það skaltu vita, að Eyvindur á fleiri lykla en við allir til samans.!” “Nú þykir mér vera komið annað hljóð í strokk- inn,” sagði Ólöf gletnislega: “Áðan sagðir þú mér að gefa honum eitt þunnildi og tólgarmola við, og hálfan ask af grasagraut með undanrenning út á, en nú á ekkert að vera nógu gott handa honum.” “Æ, minstu ekki á það! Og gerðu nú eins og eg segi þér. Það verður ef til vill í fyrsta og síð- asta sinni, sem eg verð fyrir þeim heiðri, að hýsa slíkan gest.” Jón ríki hafði engan tíma til þess að deila lengur við dóttur sína. Hann þurfti að flýta sér fram í gestastofuna, til að tala við Eyvind. Niðurl. næst. Professional Cards DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medlcal Arta Bldg. Oor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Offlce tlmar: 2—3 Phone: 27 122 Wlnnlpeg, Manitobe. COLCLEUGH & CO. Vér leggjum sérstaka iherxlu á. atS aelja meBul eftir forskriftum Uelcna. Hln heztu lyf, itm hœgt er a8 f4, eru notuB eingröngru. J>egar þér kómlB mefi forskrlftlna til vor, megriB þér vera vlss um, aC fá. rétt þaC sem læknirinn tekur tfl. Nðtre Damo and Sherbrooke Phones: 87 669 — 87 650 Vér seljum Giftingaleyfisbréí DR O. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldgr. Cor. Gnaiham og Kennedy Sta. PHONE: 21 834 Ofíioe timar: 2—3. Heimlil: 764 Victor St. Phone: 27 686 Winnipegr, Manitoba. DR. B. H. OLSON 919-220 Medical Arts IUdg Cor. Graham og Kennedy 8ta. Phone: 2J 8S4 Office Hours: 8—6 Heimlll: 921 Sherbume 8t. Winnlpeg:, Manitoba. DR. J. STEFANSSON 218-220 Medical Arts Uldg Cor. Graham og Kennedy Bts. Phole: 21 834 Stundar augrna, eyrna nef og kverka sjúkdöma.—Er aö hiiota kl. 10-12 f.h. og 2-5 e.h. Heimili: 373 River Ave. 11311«. 42 691 DR. A. BLONDAL Medical Arts Bldg. Stundar sérstaklega Kvenna og Barna sjúkddma. Br aö hltta frft kl. 10-12 f. h. og 3—5 e. h. Offloe Phone: 22 208 Helmlll: 80'í Vlctor St. Slmi: 28 180 Dr. Kr. J. Austmann, Wynyard, Sask. DR. J. OLSON Tannlæknlr 218-220 Medical Arts Bld*. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phone: 21 834 Heimllls Tais.: 88 688 DR. G. J. SNÆDAL Tannl.-cknir 814 Somerset Block Oor. Portage Ave og Donald 8t. Talslmi: 28 889 Dr. S. J. Jóhannesson stundar almennar lœkningar 532 Sharburn St. Tals. 30 877 G. !W. MAGNUSSON Nuddlæknir. 609 Maryland Street OÞriðja hús norðan við Sarg.) Prone: 88 072 Viðtalstími: kl. 10—11 f. h. og kl. 3—5 e. h. Dr. C. MUNSON, L. D. S. Dentist 66 Stobart Bldg. 290 Portage Ave. Winnipeg Phone 25 258 Fer til Gimli og Riverton. — Veitið því eftirtekt í bæjar- fréttunum. FowlerQptical^ I F(fwLER n BFTTER I 294 CARLTON ST. NEXT TO FREE PRESS ANDERSON, GREENE & CO., LTD. námaséríræðingar Meðlimir I Winnipeg Stock Ex- change. öll viðsklfti afgreidd fljðtt og vel. Lindsay Bldg. 226 Notre Dame Wpg. Löaailt af stjóm Manitoha-fylkis. Sími: 22 164. Finnið oss 1 sam- bandl við námuviðskifti yðar THOMAS H. JOHNSON H. A. BERGMAN iaL lögfræðlngar. Skrifstofa: Room 811 McArthmr Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 Phones: 26 849 og 26 840 LINDAL, BUHR & STEFÁNSON lslcnzklr iögfræSlngar. 356 Maiu St. Tals.: 24 968 peir hafa elnnig skrifatofur að Lundar, Riverton, Glmli og Plnoy og eru þar að hitta á eftlrfylgj- andl tlmum: Lundar: Fyrsta miðvikudag, Riverton: Fyrsta fimtudag, Gimli: Fyreta miðvikudag, Pineiy: priðja fðstudag I hverjum mánuði J. Rapar Johnson, B.A., LL.B., LL.M. (Harv.) íslenzkur lögmaður. 704 Mining Exchange Bldg. 356 Main St. Winnipeg, Manitoba. Símar: Skrifst. 21 033. Heima 29 014 JOSEPH T. THORSON ísl. lögfræðingur Scarth, Guild & Thorson, Skrifstofa: 308 Great West Permanent Building Main St. south of Portage. Phone 22 768 G. S. THORVALDSON, B.A., LL.B. Lögfræðingur 709 Electric Chambers Talsími: 87 371 Residence Office Phone 24 206 Phone 24 107 E. G. BALDWINSON, LL.B. Barrister 905 Confederation Life Bldg. Winnipeg. A. C. JOHNSON 907 Confedenration IJIe BUg WINNIPKG Annast um fasteignlr manna. Tetc- ur að sér að ávaxta egparlfé fölka. Selur eldsábyrgð og bifrelða ábyrgð- ir. ®trlflegum fyrirspurnum svarað eamstundls. Skrifstofuslmi: 24 263 Heimasfml: 38 383 J. J. SWANSON & CO. LIMITED R e n t a 1 a Insurance R e a1 Estate Mortgagea 600 PARIS BLDG., WINNPSG. Phones: 26 349—26 340 £mil Johnson SKKVIOK EI.KOTRIO Rafmaans Contractina — Allskyns rafmaansdhöld seld oq viO þau p«rl — Ea sel Moffat og CcClarv elda- vélar og hefi þvrr til sýnis d verh- stœSi minu. 524 8ARGENT AVK. (gamla Johnson's byggingin rt8 Young Street, Winnlpeg) Vorkst.: 31 507 Heima:27 888 A. S. BARDAL 848 Sherbrooke 8t- Selur likklstur og annaet um tlt- farlr. Allur úthúnaður «á b«ML Ennfremur selur hann «11«k«mar minnisvarða og legsteina. Skrtfstofu balB. 86 607 Heimllis Tals.: 58 801 Dr. C. H. VR0MAN Tannlæknir 505 Boyd Building Phone 24 171 WINNIPEG. SIMPS0N TRANSFER Verzla með egg-á-dag hænsnaföBur. Annast einnlg um allar tegundlr flutninga. 647 Sargent Ave. Simi 27 240 Holmes Bros. Transfer Co. Baggage and Furniture Moving Phone 30 449 668 Alverstone St., Winmpeg ViðskiftiLlendinga óskað. Giftinga- og Jarðarfara- Blóm með Utlum fyrtrvara BIRCH Blómsali 593 Portnge Ave. Tals.: 30 710 St. John: 2, Rlng 2 I /

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.