Lögberg - 14.06.1928, Side 4
Bla. 4
LÖGBBRG, FIMTUDAGINN 14. JÚNÍ 1928.
Gefið út hvern Fimtudag af The Col-
umbia Pre$* Ltd., Cor. Sargent Ave. &
Toronto Str., Winnipeg, Man.
Talsiman N«8327 o£ N»6328
Einar P. Jónsson, Editor
Utanáakríh til blaðrína:
TtJE (OLUMBIA PRE8S, Ltd., Box 317Í, Wlnnipeg, M»H-
UtanAxkrift rítstjóranK
EDlTOR LOCBERC, Box 3171 Winnipog, ^an.
Verð $3.&0 um árið. Borgiit fyrirfram
Th« •■Lðgrber*'' la prínted and publlsbed by
Tbo Oolumblu Preaa, Umitoi. in tha Columbla
Butidlnc, (»6 SarRent Aye., Wlnntpeg, ManHoba.
Hveitisamlagsþingið í Regina.
1 vikunni sem leið, háðu hveitisamlög Sléttu-
fylkjanna þriggja, þing eitt afar fjölsótt, í höf-
uðborg Saskatohewan-fylkis, Regina. Bar þar,
sem vænta mátti, margt á góma, viðvíkjandi
kornframleiðslunni og markaðsskilyrðum þeim,
sem hún er undirorpin.
A þingi þessu ríkti andi samúðar og bræðra-
lags, og voru allir á eitt sáttir um það, að sam-
lags-fyrirkomulagið hefði reynst bændum næsta
giftudrjúgt, þótt hetur hefði mátt vera, ef bænd-
ur hefðu enn almennara fylgt því að málum, en
raun hefir á orðið, þótt góðs stuðnings hefði
það að vísu orðið aðnjótandi.
✓
Allmargar raddir komu fram á fundi þess-
um hinum fjölsótta um það, að jafnvel í því
falli að hveitisamlögum Sléttufylkjanna auðn-
aðist að koma svo ár sinni fyrir borð, að öll
þau fylki, er canadiska fylkjasambandið mynda,
hölluðust á sömu sveif, hvað samlagssölu korn-
tegunda áhrærir, þá væri þar samt sem áður
tilganginum ekki náð að fullu, því alþjóða
hveitisamlag væri takmarkið, er stefna hæri
að.
Hveitisamlögum Sléttufylkjanna, var hrund-
ið af stofckunum 1923. Voru tildrögin þau, eins
og almenningi þegar er kunnugt, að bændur
voru að verða sáróánægðir með hið eldra fyrir-
komulag, og áttu örðugt með að sjá sér og sín-
um farborÖa sökum óstöðugra markaðsskil-
yrÖa, og sílækkandi verðs á hveiti. Hugðu þeir,
sem og reyndist rétt að vera, að með því að
stofna til samlagssölu, njyndu þeir fá hærra
verð fyrir hveiti sitt, en viðgekst undir hinu
eldra fyrirkomulagi, þar sem langflestir hænd-
ur, að minsta kosti þeir efnaminni, urðu til-
nevddir að demba uppskeru sinni á markaðinn
í einu, hvað sem eftirspurninni leið.
Eins og nú standa sakir, er mælt að um sex-
tíu af hundra^j hveitiræktarbænda í Manitoba,
Saskatchewan og Alberta, teljist til samlags-
ins. Betnr má ef duga skal, því hundrað af
hundraði er markið, sem stefna her að.
Fyrsta samningstímabilið milK hveitirækt-
arbænda og samlagsins, rann út um það leyti,
er uppskera síðasta árs hafði verið seld. Var
meðlimum samlagsins þá gersamlega í sjálfs-
vald sett, hvort þeir heldur vildu hverfa til baka
til gömlu fcornverzlananna, eða halda áfram
við samlagið. Nú hafa þeir, flestir hverjir,
svarað ótilkvaddir, með því að endurnýja samn-
ingana skilyrðislaust. Meiri hluti hveitirækt-
arbænda., hefir lýst trausti á samlagssölu fyrir-
komulaginu, og í þeim efnum, sem öðrum, er
traustið aðal atriðið.
Einhverjir kunna þeir að vera, er kjósa
vildu feigð á hveitisamlagið. En nú er sú stofn-
un komin á það traustan grundvöll, að ekkert
gæti komið henni fyrir kattarnef, annað en þá
innbyrðis óeining meðal meðlimanna sjálfra.
Fvrir slíku mun þó ekki, sem betur fer, þurfa
að gera ráð.
Forvígismenn hveitisamlagsins halda því
fram, og það vafalaust meS réttu, að það sé
samlaginu beinlínis að þakka, að meðalverð
hveitis hafi hækkaS úr $1.00 upp í $1.40. Auk-
in festa hefir komist í markaðinn, en slíkt hef-
ir aftur haft í för með sér aukiÖ traust á hveiti-
ræktinni yfirleitt, og var slíks full þörf.
Öllum þeim hinum mætu mönnum, er til máls
tóku á hveitisamlagsþinginu, eða sendij þangað
skeyti, bar saman um það, hve samstarfstilraun-
irnar á sviði kornyrkjunnar, hefðu horið glæsi-
legan árangur fram að þessu, og hvers vænta
mundi mega í framtíðinni.
Mr. H. W. Wood, forseti Alberta samlags-
ins, lagði á þaS megin-áherzluna, að bændur
reyndust samlagshugmyndinni trúir, því með
þeim hætti einum yrði framtíð félagsskaparins
trygð. Efeki kvaðst hann neita því, að sam-
kepnin væri hluti af náttúrulögunum, en hinu
mætti jafnframt ekki gleyma, að samstarfið
væri líka óaðskiljanlegur hluti náttúrulaganna,
sá hlutinn, er að því stefndi, aS byggja upp, en
forðast vildi jafnframt tortímingarmeðöl blindr-
ar samkepni.
Mr. J. F. Booth, einn af starfsmönnum land-
búnaðar ráðuneytis Bandaríkjanna, lýsti all-
náfc\Tæmlega samvinnu tilraununum innan vé-
banda þjóSar sinnar síðustu tíu árin. Kvað
hann þeim hafa vaxið asmegin með ári hverju,
og væru þær nú, á hinum, ýmsu sviSum, komnar
á traustan grundvöll, þott enn sfcorti mikið á,
að takmarkinu væri náS. Fór hann og um það
nokkrum orðum, hve afar áríðandi það væri, aS
vaka á verði yfir hinum ungu og lítt þroskúðu
samstarfsstofnunum, því ávalt væri um laun-
sátur að ræða af hálfu sérréttinda félaganna, er
stinga vildu nýgræðingnum svefnþom.
Erindi flutti á þingi þessu, landbúnaðarráð-
gjafi sambandsstjórnarinnar í Ottawa, Hon.
W. R. Motherwell. Kvað hann sér vera það ó-
gleymanlegt fagnaðarefni, að rifja upp í hug-
anum sögu samlagstilraunanna í Sléttufylkjun-
um þremur. Saga þeirra væri að vísu ekki löng,
en viðburðarík væri hún eigi að síður, og margt
mætti' af henni læra. Ekki kvað hann samlags-
hugmyndina nú lengur vera einskorðaða við
Sléttufvlkin, heldur hefði hún skotið rótum um
alt þetwk mikla meginland. Öflugt gripasamlag
væri nú komið á fót í Strandfylkjunum eystra,
ásamt jarðeplasamlagi. Mætt óhætt fullyrða,
að stofnanir þessar, hvor um sig, hefSu reynst
mæta vel, og orðið hlutaðeigendum til drjúgra
búbóta. Því sagðist landbúnaðarráSgjafinn
geta bætt við, að samlagssölu fyrirkomulagið
væri á veglegri sigurför um Quebec og Ontario,
bæði hvað viðkæmi sölu hveitis, sem og tó-
baks, liunangs, og ýmsra fleiri framleiðsluteg-
unda. VestriS gullna, liefði skaþað fordæmið,
sem systurfylkin hin nú keptust ViS að fylgja.
ÞaS, sem öllu öðru fremur, einkendi þetta
fjölsótta hveitisamlagsþing, var andi sá, er
stjórnaði orðum og athöfnum þeirra allra, er
til sín létu lieyra. Hvergi nokkurs vstaðar varð
vart beiskju eða kala, sem svo víSa hefir viljað
brenna við, heldur voru tillögur allar bygðar á
grundvelli samúðar og bræðralags.
Samlagstilraunir, sem grundvallaSar eru á
einlægni, geta haft langtum víðtækari áhrif en
svo, að aðeins verði bundin við beinan, fjár-
hagslegan hagnaS hlutaðeigandi einstaklinga,
er 'samlögin mynda. Þær eru flestu fremur
líklegar til að stuðla að glæddum innbyrðis-
skilningi þjóða á meSal, og alþjóðafriði. Er á
því sviSi um óendanlega dásamlegt viðfangs-
efni að ræða, — fegursta viSfangsefni mann-
apna á þessum fagra og dásamlega hnetti, er
þeir nú byggja.
Frá hátíðarnefndinni
í North Ddkota.
Nefnd sú, er stendur fyrir landnámshátíð-
inni miklu, sem haldast á aS Mountain, N. Dak.,
biður þess getið, að hátíSarhaldiS hefjist að
Mountain, sunnudaginn þann 1. júlí næstkom-
andi, kl. 2 eftir hádegi. Eru heiðursgestir allir
vinsamlegast ómíntir um, að vera til taks, er
hátíSin hefst. Tvær ræður fara fram á sunnu-
daginn, sem sé fyrir minni bygÖarinnar og
minni Islands. Ætlast er til að söngsamkoman
fari fram þá að kveldinu.
Á mánuaginn, 2. júlí, hefst hátíÖin að nýju,
kl. 10 árdegis, og er ráðgert að þá fari fram
margskonar skrautsýningar, en að þeim lokn-
um verður mælt fyrir minni landnema. Klukk-
an 2 síðdegis fara fram ræðuhöld á ensku. Taka
þar til máls fulltrúar Bandaríkjaþjóðarinnar
og Norður Dakota ríkis. AS þeim kafla loknu-
um, er ætlast til að fram fari knattleikur, og að
öllu forfallalausu íslenzk glþna.
Guðsþjónustur verða fluttar í kirkjum
prestakallsins, klukkan ellefu á sunnudags-
morguninn.
Vonbrigði.
Mörgum mun hafa farið líkt og mér, að þeir
hafi orðið fyrir vonbrigðum, þegar þeir sáu svar
Heimferðarnefndarinnar, sem birtist 31. maí síð-
astl. Eg fyrir mitt leyti hafði gert mér sterkar
vonir um, að nefndin myndi láta að vilja almenn-'
ings og skila stjórnarstyrknum skilyrðislaust og
byrja svo starf sitt að nýju á alt öðrum fjárhags-
legum grundvelli. Þessar vonir bygði eg að miklu
leyti á viðtali við suma af nefndarmönnum, því þótt
þeir ekki fullvissuðu mig um, að peningunum yrði
skilað, þá gáfu þeir það fyllilega í skyn, að svo
myndi verða gert. Einmitt vegna þess, að eg hafði
þessa von, var eg ásáttur með að ekki var gengið
til atkvæða á fundinum- 1. maí. Ef mögulegt hefði
verið að ná takmarkinu án þess að fella nokkurn
áfellisdóm á heimfararnefndina, þá var það æski-
*legt og hefði gjört samkomulag betra, en hvað
annars hefði orðið. En svo kom svar nefndarinn-
ar, sem kollvarpaði á svipstundu öllum vonum um
samkomulag í þessu máli.
Spursmálið, sem fyrir hefir legið frá því þessu
máíi máli var fyrst hreyft, er ofur-einfalt. Það,
sem kom mér til þeís að mótmæla gjörðum nefnd-
arinnar, var að mér fanst það vera vansæmd fyr-
ir Yestur-íslendinga, að þiggja slíkan styrk, og
gæti valdið móðgun og misskilningi hjá Austur-
íslendingum. Það hefir verjð reynt að konxa mönn-
um til þess að trúa því, að hér væri um árás á
vissa menn og viss málefni að ræða, og mótmælin
gegn stjórnarstyrk væri að eins yfirskyn, þar sem
alt annað lægi á bak við. Þessu ' vil eg sterklega
mótmæla. Eg hratt þessu máli á stað með aðeins
eitt í huga, og án þess að ráðfæra mig við aðra
menn. Hér var ekki um neitt samsæri að ræða,
enga tilraun til þess að gjöra nokkrum manni per-
sónulega til vansæmdar. Þegar því er slegið fram,
að hér hafi eitthvað annað verið “á bak við tjöldin”
en það, sem komið hefir fram í dagsljósið, þá er
það tilhæfulaus getgáta, sem.er slegið fram aðeins
til að reyna að villa monnum sjónir, til þess ef
mögulegt er, að þeir missi algjörlega sjónar á aðal
málefninu.
Fyrst eg neyðist til þess að tala frekar um
um þetta mál, verð eg að fara nokkrum orðum um
sumar af þeim fáránlegu röksemdum, sem fram
hafa verið færðar. þessum stjórnarstyrk til réttlæt-
ingar. Á “stóra fundinum” skýrði einn ræðumaður
frá því, að Thomas heitinn Johnson hefði fengið
i"styrk” frá Ottawastjórninni, þegar hann sótti há-
tíð Norðmanna í Minneapolis 1925. Hér var ekki
um neinn “styrk” að tala. Mr. Johnson var sendur
þangað sem fulltrúi Canada, til þess að flytja
kveðju Canadaþjóðarinnar á hátíðinni. Canada-
stjórn borgaði ferðakostnað hans, en galt honum
ekkert kaup. Samslags’ “styrks” varð séra Björn B.
Jónsson aðnjótandi, þegar hann mætti sem fulltrúi
Manitoba á hátíðinni í Camrose. Síðan hvenær hef-
ir það tíðkast, að fulltrúar þjóðarinnar vinni fyrst
og fremst kauplaust og borgi svo sinn eigin ferða-
kostnað, þegar þeir ferðast sem fulltrúar þjóðar-
innar? — Líka var á sama fundi bent á, að gamal-
mennaheimilið Betel fengi $500 styrk á ári. Betel
er opinber stofnun, sem háð er sömu lögum og aðr-
ar þesskyns stofnanir í fylkinu, þótt styrkur sá, sem
Betel fær, sé tiltölulega minni en það sem viðgengst
í sambandi við aðrar slíkar stofnanir. — Ef heim-
faramefndin vill setja sig á sama bekk og allslaus
gamalmenni, sem enga eiga að, þá væri eg ekki á
móti því, að þeim væri veittur styrkur, en sem betiyr
fer er ekki þannig ástatt fyrir nefndinni. — Líka var
bent á, að Columbia Press fengi $3,000 “styrk” á ári.
Eins og flestir menn vita, þá hafa bæði íslenzku
blöðin hér gjört sig jafnsek í því að þiggja stjóraar-
peninga. En auglýsingar og áskrifta^gjöld eru dag-
blaðanna tekjugreinar, og þess vegna er það ekki
tiltökumál, þótt þauJ noti tækifærin, þegar þau gef-
ast, að selja stjórnum bæði eins mikið af auglýs-
ingum og eins mörg eintök af blöðunum eins og þau
geta, sem svo er útbýtt sem öðrum auglýsingum. —
Ef heimferðarnefndin er ánægð með að selja sig
eins og auglýsingadálka í dagblöðum, getur hún
gjört það, en hún getur ekki þannig selt alla Vést-
ur-fslendinga. —
En stærsta fjarstæðan var, að líkja þessum
styrk, sem nú er verið að ræða um, við hallærislán-
ið í Nýja íslandi forðum. Það var beinlínis skylda
stjórnarinnar að sjá þessum íslenzku innflytjendum
borgið, því stjórain hafði sömu ábyrgð gagnvart
þeim og öðrum nýjum innflvtjendum í þessu landi.
Allir, sem nokkuð þekkja hér kringumstæður, sjá,
hve mikil fjarstæða það er, að leitast við að sanna,
að þetta séu hliðstæð dæmi. Hér ey verið að villa
mönnum sjónir, og ekkert annað.
Þgar maður lítur til baka yfir hinn stutta æfi-
feril nefndarinnar, þá undrast maður, hve mörgum
breytingum stefna hennar hefir tekið. Fyrst taka
þeir fimm menn, sem í nefndinni voru, það upp á
sína ábyrgð, að leita þessa styrks, því til þess höfðu
þeir ekkert umboð frá nokkrum öðrum mönnum eða
félögum. Til hvers átti að verja þeningunum, höfðu
þeir eflaust í byrjun frekar óglögga hugmynd. Svo
var byrjað á ferðalagi út um bygðir íslendinga, og
finst flestum að það hafi verið óþarfi. Næst á að
auglýsa Hudsonsflóa brautina og skipaleið gegnum
Hudsons flóann. Svo þegar sýnt er fram á hvílík
fásinna það var, þá á að auglýsa ísland um allan
heim og vekja eftirtekt allra siðaðra þjóða á Islandi
og hinni merkilegu hátíð. Þessi hugmynd er ekki
frá nefndinni, en er ef til vill sú bezta, sem fram
hefir komið. En ef þetta á að gjöra, þá geta aðrir
gjört það verk miklu betur en nefndin, eins og Vil-
hjálmur iStefánsson hefir svo skýrt bent á í bréfi
sínu til íslenzku blaðanna hér. Svo kemur nefndin
með þá uppástungu, að reisa allra handa mynda-
styttur, bæði á íslandi og í Ameríku. Hvað nefnd-
ina snertir, er þetta ný hugmynd. En hvað Leifs-
myndinni viðvíkur, þá hefir Miss Thórstína Jackson
verið að leitast við að koma þeirri hugmynd í fram-
kvæmd, og á hún þá hugmynd, en ekki heimfarar-
nefndin. Ekki getur mér annað fundist, en að Leifs-
iftyndar hugmyndin ætti að tilhfeyra Bandaríkja-
íslendingum, svo framarlega sem Bandaríkjastjórn
á að leggja til myndina. Mér finst það ekki vera í
verkahring Canada-íslendinga, að skifta sér af því
máli, og ef til vill gæti það orðrð til þess, að spilla
fyrir framkvæmdum frekar en hitt. Hvað viðvíkur
myndastyttu af Thomas H. Johnson, þá er eg öldung-
is samþykkur því, sem H. A. Bergman segir um það
mál í síðasta Lögbergi.
Sem eitt, er sýnir „ hve reikandi nefndin er í
öllum sínum áformum, vil eg geta þess, að rúmum
sólarhring eftir að ú^skurður inefndarinnar birt-
ist í blöðunum, þar sem neitað var að skila stjórn-
arpeningunum eða afsala sér frekara tilkalli til
styrks, komu þrír af nefndarmönnum til mín, og
buðu í umboði nefndarinnar, að hætta við stjórnar-
styrkinn í sinni upprunalegu mynd, ef viss skilyrði
fengjust frá mér og þeim, sem mér fylgja að mál-
um. Eftir töluvert þjark og miklar málalenging-
ar, kom það í ljós, að ómögulegt var að' fá nefnd-
ina til þess að skila aftur stjórnarfénu skilyrðis-
laust. Eg fyrir mitt leyti hefi komist að þeirri nið-
urstöðu, að ef það á að vera vissum skilyrðum bund-
ið að nefndin skili peningunum, þá er bezt að hún
eigi ekkert við það.
Westinghouse
Bezta Rafeldavél í Canada
Til að gera eldhúsið ánægjulegt, spara vinnu og gera full-
komnasta matreiðslu, er bezt að velja Westinghouse rafelda-
vélina. Þær eru allar gljáandi og bví mjög hægt að halda beim
hreinum. Það er engin aska og ekkert ryk, og að öllu leyti eru
þær þægilegar og áreiðanlegar.
Westinghouse félagið hefir í mörg ár verið að fullkomna bess-
ar vélar. Nú getur það lagt hverju heimili til ágætis eldavél.
og verðið er eins lágt eins og það mögulega getur verið.
$15.00 út í hönd
Eru nægilegir til þess að þér fáið Westinghouse raf-eldavél á
heimili yðar og þar með talin víring og uppsetning. — Skoðið
hinar mismunandi gerðir sem fyrst.
Ábyr.ð
55-59
KTWEIN N07W DAMC AVL
Princoss St
AN0 IkOUMOTI AIL
SENIOR SIX — VICTORY SIX — STANDARD SIX
Dodge Bros.
ÆÐSTA ÞRENNING MOTORVAGNA
Lágir að verði — Háir að gæðum.
Fegurð, þægindi, mýkindi, traustleiki og orka, — alt er sam-
einað í þessum nýju Dodge Sixes.
NÚ TIL Á MARKAÐNUM AN BIÐAR
Sendir til vor í vagnhleðslutali daglega. (Sveita umboðsmenn
minnist þess.)
Komið inn á hinar miklu sýningarstofur vorar og skoðið þessa
sérkennilegu býla.
SENIOR SIXES SPORTS MODEL — $2,575
(Með öllu tilheyrandi.)
Ríkmannlegur og fagur bíll, sönn prýði í sjón og yndislegur til
afnota. — Bíll, sem fyllilega jafnast við bá sem í fbrum eru a
skemtivegum álfunnar — vekur á sér eftirtekt — er sérstakur
Honum fylgja tvenn hjól og tvennar aukagjarðir.
SENIOR SIX SEDAN — $2,375.
(Með öllu tilheyrandi.)
Afar 'þægilegur og rikmannlegur bíll. Hlýðir hinni minstu
snertingu, með nægilegum krafti hvernig sem vegxr eru, fer
yfir alt sem fyrir er án þess maður kenni hristmgs eða onota.
Einstakur bíll handa fjölskyldunni.
VICTORY SIX — $1,675 — $1,745.
(Með öllu tilheyrandi.)
Frábreytinn að smíði og lögun—alveg nýr bíll að gerð. Hjól-
grind og vagnklefar smíðað í einu lagi — exni billmn, sem svo
er gerður. Victory er eitt í sinni röð, hratt, þægilegt og moð-
ins, áreiðanlega í því efni tvö ár á undan timanum.
\ * •
STANDARD SIX — $1,375 — $1,475.
(Með öllu tilheyrandi.)
Bezta kaupgildi, er enn hefir boðist í bílum. 1 þessum bil eru
stykki, sem ekki finnast í öðrum bilum en þeim, sem kosta $500
meira. Vagninn allur úr stáli. Þægilegur fynr 5 —ýg'er
það kostur. Með hinum aflmikla Vctory Motor. Grmdin
vel vfir braut. Fóðrun vönduð, iafnt í Standard »sem De Luxe.
Lipur, rennilegur, jafnast að sjón við miklu dyran bila — að
öllu hinn mesti bíll.
Sveitarumboðsmenn
Nú eru þessir bílar komnir og eru til. — Enn nokkur ákjósan-
leg umdæmi óveitt.
ARCHIBALD-MARTIN MDTDRS LIMIIED
Sýningarskálar 696 Portage Ave.
Nefndin hefir ótvírætt sýnt, að henni eru kær-
ari þessir dalir, sem hún á von á að fá frá stjórnum
Manitoba og iSaskatchewan fylkja, heldur en fylgi
og samhugur meiri hluta Vestur-íslendinga. Sum-
um kann að finast, að í þessu felist lítilsvirðing
gagnvart Vestur-íslendingum; eg skal láta menn
sjálfráða, hvað þeim finst um það. í mínum augum
er það stórmenska nefndarinnar, sem ráðið hefir úr-
slitum. Nefndarmenn vilja heldur hmíta á það, að
heimferðarhugmyndín bíði algjört skipbrot, en að
brjóta odd af oflæti sínu með því að beygja sig und-
ir almennings viljann og með því tryggja sér sam-
hug og samvinnu Vestur-íslendinga í heild sinni.
Nefndin hefir kosið að halda í peingana, þrátt
fyrir alt. Verði henni að góðu. En það er mér o-
hætt að segja, að með framkomu sinni hefir hún
mist stóran hluta af þeirri tiltrú almennings, sem
hún kann að hafa haft. Eg fæ ekki betur séð, en að
eini vegurinn til þess að bjarga málinu, sé að taka
til greina bendingar Vilhjálms Stefánssonar, og gjöra
það sem allra fyrst. Heimfararnefndin hefir lýst
því yfir, að þetta mál sé nú allra þjóða mál. Þá ligg-
ur það næst fyrir, að leggja það í hendur á þeim
mönnum, sem færastir eru1 til þess að hafa fram-
kvæmdir sem heppilégar verða. Engir eru eins lík-
legir til þess, eins og eitthvert öflugt flutningsfélag,
til dæmis Cunard félagið. Því fyrr, sem það kemst
í framkvæmd, þess betra fyrir málefnið og þess
meiri líkur til, að hin fyrirhugaða ferð geti
orðið til skemtunar og gagns fyrir bæði Austur- og
Vestur-íslendinga.
B. J. Brandson.
Canada íramtíðarlandið.
Hœnsnarœkt.
Hænsnarækt borgar sig vel, ef
hún er rétt stunduð. Aftur á
móti gæti hún orðið tap fyrir van-
kunnáttu. Þess vegna heyrir
maður svo margan bóndann segja,
að ekkert sé upp úr hænsnunum
að hafa.
Að velja beztu varphænurnar.
Áður en útungun byrjar á vor-
in, ættu allir að velja úr beztu
varphænurnar og hafa þær sér
með óskyldum hana. Beztu varp-
hænurnar fara vanalegast fyrst
niður á morgnana og seinast upp
á kveldin. Annað merki er þetta:
Farðu yfir hænsnahópinn að
kveldi til, þegar þa>i eru sezt upp.
Skoða þú hverja hænu fyrir sig,
Beggja megin við eggjaholið eru
tvö bein, sem kölluð eru: pelvic
bein. Séu beinin þunn og komir
þú þremur fingrum á milli þeirra,
þá er hænan góð varphæna; séu
beinin þykk, og komir þú að eins
einum fingri á milli beinanna, þá
er hænan mjög léleg sem varp-
hæna.
Það tekur frá viku til tíu daga
fyrir eggin að verða frjósöm.
Eftir að útungun er um garð
gengin, ættu allir hanar að vera
teknir og hafðir sér, en ekki leyft
að ganga með hænunum um sum-
artímann. — Margir standa í
þeirri meiningu, að hanar þurfi
að vera með hænunum til þess að
þær geti verpt; en það er mikil
fjarstæða.
Nú eru egg keypt eftir flokkun.
Egg með útungunarefni, byrja að
ungast út í sumarhitanum og
skemmast fljótt; ófrjósöm egg
aftur á móti, geymast fyrir lengri
tíma án skemdar.
Að hanar eru hafðir í hænu-
hópnum víðast hvar á sveitabæj-
umð er aðal ástæðan fyrir því,
hvað mikið er af skemdum eggj-
um á markaðnum.
Hænsnafóður.
Um þetta leyti árs þurfa hænsn-
in ekki eins kröftugt fóður eins
og að vetrarlagi, en grænmeti er
þeim nauðsynlegt; ef þau ekki
hafa aðgang að grasi, þá þyrfti
að rækta fyrir þau kálmeti. Einn'
hnefi af korni, þrisvar á dag fyr-
ir hverja hænu, er mátulegt, eða