Lögberg - 14.06.1928, Síða 6
BIs. 6.
Ljónið og Músin.
Eftir Charles Klein.
(Saga sú, sem hér birtist í íslenzkri þýðingu,
bom fyrst út árið 1906 í New York).
sons, og hann flýtti sér til New York, sem mest
hann mátfti, og var nú þarna kominn og dóttir^
hans með honum.
Þegar Ryder kom inn í skrifstofuna, var
Roberts þar fyrir og gekk um gólf. Hann var
glaður og ánsogður, því honum fanst, að nú
væri sá mikli dagur kominn, að hann ætti að sjá
sínar langþráðu vonir rætast.
“Komið þér sælir, Roberts,” sagði Rvder,
þegar hann kom inn, mjðg glaðlega. “Þér
hljótið að eiga brýnt erindi, fyrst þér farið frá
Washington einmitt nú. Þessu Rossmore máli
veitir víst ekki af, að allir okkar vinir séu þar
viðstaddir. ”
“Þér talið rétt eins og þér vitið það ekki,”
sagði Roberts brasandi, “að eg er hér sam-
kvæmt tilmælum sonar yðar, til þess að eiga tal
við ykkur báða.”
“Tala við mig og son minn,” sagði Rvder
og var eins og hann vissi ekki, hvaðan á sig
stæði veðrið.
Roberts skýrði hvernig þessu væri varið og
sýndi Ryder bréfið frá Jefferson. Rvder las
það, og virtist vera mjög ánægður með það.
“Þetta er ágætt,” sagði hann. “Þar sem
drengurinn vill tala hér við okkur báða, þá get-
ur það ekki þýtt annað en það. að hann hefir
nú fallist á að fvlgja mínum ráðum.”
“Það var það, sem eg hélt liika,” sagði
Roberts. “Mér þótti slæmt að fara frá Wash-
ington rétt núna. En Kate er dóttir mín. og
mér er annara um hana, heldur en nokkurn tíma
'þetta Rossmore-mál. Þar að auki hefir það
lengi verið mín kærasta ósk, að hún giftist
Jefferon syni yðar.”
“Þér getið verið rólegur nú,” sagði Ryder.
“Þetta er víst nokkurn veginn fullráðið. Jeff-
erson hefði ekki beðið vður að koma, nema hann
væri ráðinn í því, að láta að mínum vil ja. Hann
rkemur hingað rétt strax. En hvernig gengur
með Rossmoret-málið?”
“Það gengur nú ekki eins vel, eins og vera
mætti,” sagði Roberts. “Hann hefir töluvert
fvlgi. Það er sagt, að hann sé veikur maður,
og það eru margir, sem kenna í brjósti um
liann. Sumir af senatorunum frá Vesturfylkj-
unum, eru töluvert fjölorðir um, að auðvaldið
ráði of miklu á þinginu. En þegar til kast-
anna kemur, jtó ræður nú sá flokkurinn, sem
mannfleiri er. ”
“Það þýðir, að Rossmore dómari verður
settur af,” sagði Ryder.
“Með svo sem fimm atkvæða mun,” svar-
aði Roberts.
“Það er ekki nóg,” hvaraði Ryder. “Við
verðum að hafa að minsta kosti tuttugu at-
kvæði yfir. Þér verðið að sjá um, að það verði
engin vitleysa úr þessu. Maðurinn er skaðræð-
isgripur fyrir fr,jáls viðskifti. Þetta verður að
hafa framgang.”
Hurðin var opnuð og Jefferson kom inn.
Þegar hann sá að Roberts var að tala við föður
ftans, staldraði hann við augnablik.
“Komdu inn, Jeff, ” sagði faðir hans góð-
látlega. “Þú vildir tala við Senator Roberts,
eða var það ekki?”
“ Jú. KomiS þér sælir, senator, ’ ’ sagði Jeff-
erson og sneri sér að Roberts.
“Eg fékk bréf frá yður, ungi maður, og hér
er eg nú kominn,” sagði Roberts, einstaklega
vmsamlega. “Eg get mér til um það, hvað þér
viljið tala við mig um. ”
Náttúrlega um það að giftast Kate,” sagði
Rvder eldri. “Það þykir mér vænt um, góði
drengurinn minn, að nú ert þú farinn að líta á
hiutina likara því, sem eg geri, heldur en þú
þu hefi r gert hingað til. Eg virði það við þig.
Þu hasittir við að fara burtu, þegar eg bað þig
að vera kyrran, og nú ætlar þú að giftast, eins
og mer er þóknanlegt.”
°n lofaði honum að tala út, en sagði
svo stilblega:
Eg held þið misskiljið það, hvers vegna
eg bað Senator Roberts að koma til New York.
Það var okki viðvíkjandi giftingu minni og
Miss Roberts, heldur giftingu hennar og ann-
ars manns.”
“Hvað ertu að segja?” hrópaði Rvder eldri.
“Giftist einhverjum öðrum!” sagði Roberts.
Hann hélt að sér hefði kannske misheyrst, en
grunaði samt, að hér væri eitthvaÖ ilt á seiði.
“Hvað eruð þér að segja?”
Jefferson tók úr vasa sínum eftirrit af bréf-
inu, sem hann fann í stiganum, oig rétti það föð-
ur stúlkunnar.
“Dóttir yðar er rétt að því komin að hlaupa
burtu með skrifara föður míns. A morgun yrði
of SPmt að eiga nokkuð við þetta. Þetta er á-
stæðan til þess, að eg bað yður að koma. Lesið
þetta.”
Roberts tok við bréfinu og las. Hann varð
fölur í andliti og hendurnar skulfu eins og
hrísla í vindi. Allar þær miklu vonir, sem hann
hafði gert sér um glæsilega framtíð dóttur
sinnar, höfðu nú hrunið til gninna og orðið
að engu, fyrir þau heimskupör, sem dóttir hans
hafði nú gert sig seka í. Eina huggunin var
sú, að þetta hefði þó getað farið enn ver, heldur
en orðið var. Þessi aðvörun gat þó orðið til
þess, að hægt væri að koma í veg fvrir það, að
enn meira hneyksli yrði úr þessu. Hann sagði
ekkert, en rétti bréfið þegjandi til Rvders
eklra.
Hinn mikli fjármálamaður var ekki vanur
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. JÚNÍ 1928.
4
að eyÖa mörgum orðum þegar fljótlega þurfti
að ráða fram úr einhverju vandamáli. Eftir að
hann hafði lesiÖ bréfið, þagði hann ofturlitla
stund. Svo hringdi hann, og þjónn kominn.
“Segðu Bagley, að eg vilji finna hann.”
Þjónninn hneigði sig og fór.
“Hvaða þrjótur er þessi Bagley?” spurði
Roberts gremjulega.
“Englendingur — af háum stigum — á ekk-
ert,” var sú stuttorÖa igrein, sem Ryder gerði
fyrir honum.
“Hann er þá líkur öðrum Englendingum,
sem hingað koma,” tautaði Roberts. “Við
leggjum til peningana, þeir ættgöfgina. Fari
hún til f jandans, sú ættgöfgi; eg kæri mig ekki
um, að hún blandist í mína ætt.” Svo sneri
hann sér að Jefferson og sagði: “Hver sem
tilgangur vðar kann að hafa verið, þá hlýt eg
að þakka yður þessa aðvörun. Eg held það
hefði alveg eyðilagt mig, ef stúlkan mín hefði
fariÖ burt með þe-ssum óþökka. Auðvitað verð
eg, eins og nú er komið, að gefa upp alla von
um það, að þér verðiÖ nokkurn tíma tengda-
sonur minn. Þó yður kynni' að finnast, að þér
hefÖuð einhverjar skyldur að rækja í þeim efn-
um, þá leysi eg yður hér með undan þeim. ’ ’
Jefferson hneigði sig, en sagði ekkert.
.Ryder eldri veitti syni sínum nánar gætur
og það leyndi sér ekki, að hann horfði á hann
með ánægju. I raun og veru hafði hann ekki
langað til, að sonur sinn ætti Kate Roberts, og
þar sem Roberts óskaði þess nú ekki framar,
þá var hann fyrir sitt leyti fyllilega ánægður
með það, að ekkert yrði úr þessu hjónabandi.
Hann var áð hugsa um, hvaða þátt sonur sinn
ætti í því, að þetta hefði nú alt komist upp, og
það á svona þægilegan hátt, og þaÖ gladdi hann
að máske væri Jefferson miklu gáfaðri og meiri
maður, heldur en hann hafði nokkurn tíma
haldið.
Rétt í þessu kom Bagley inn. Honum brá
nokkuð að sjá Roberts þar. En eins og hans
líkar taldi hann sjálfum sér trú um, að hann
gæti mætt hverju sem að höndum bæri. Það
var heldur ekki líklegt, að til þess kæmi, að hann
nú þyrfti að gera nokkra grein fyrir fyrirætl-
unum sínum.
“ Vilduð þér finna mig?” sagÖi hann við
húsbónda sinn.
“ Já,” svaraði Ryder og leit á hann þannig,
að Bagley grunaði þegar, að eitthvað mundi ilt
undir búa.
“Hvaða skip fara á morgun til Englands?”
‘‘A morgun?” hafði Bagley upp eftir hon-
um. , ,
“Eg sagði á morgun,” sagði Ryder í dálítið
hærri róm.
“ ViS skulum nú sjá,” sagði Bagley hikandi.
“Það er nú White Star, North German Lloyd
og Atlantic Transport—”
“MunduÖ þér kjósa eitt félagið öðru frem-
ur?”
“Nei, alls ekki.”
«Þá farið þér um borð í eitthvert skipið í
kveld. Það verður búið um það, sem vður til-
heyrir og sent yður, áður en skipið fer í fyrra-
máliÖ.” _
Fitzroy Bagley, þessi höfðingjasonur fra
Englandi, vissi enn ekki hvað um var aÖ vera.
Hann skildi ekki, að hann væri umsvifalaust
rekinn úr vistinni, rétt eins og vinnukonan,
þegar húsmóðirin rekst á hana vera aÖ kyssa
lögreglumanninn. Honum fanst endilega, að
Ryder ætlaði að senda sig til Englands í ein-
hverjnm erindagerðum, og þaÖ stóð nú einmitt
þannig á, að honum var mjög óþægilegt að fara
burtu rétt núna.
“En, heyriÖ þér,” stamaði hann út úr sér.
“Eg er hræddur um — eg er hræddur um—”
“ Já, eg tek eftir því,” sagði Ryder hvast,
“að hendurnar á yður skjálfa.”
“Eg á við—”
“Já, þér eigiÖ við, að þér hafið öðru að
sinna. ”
“Nei, nei, en—”
“Ekkert, sem þér ætliÖ að gera, klukkan ell-
efu á morgun?” spurði Ryder.
“Þar sem dóttir mín er annars vegar?”
bætti Roberts við.
Nú fór Bagley loksins að skilja, og hann
varð náfölur í andliti, samt hélt hann að þessir
menn mundu naumast vita alt eins og það var,
svo hann svaraÖi eins stillilega eins og hann
gat:
“Nei, eg hefi ekkert sérstakt að gera kl. 11
á morgun, alls ekki.”
Rvder hringdi.
“Kannske stúlkan hafi búist við að sjá yður
á þeim tíma. við skulum spyrja hana.” Við
þjóninn, sem inn kom, sagði Rydar: “Segðu
Miss Roberts,að faðir hennar vilji finna hana
hérna.”
Þjónninn fór, og Roberts fór að yfirheyra
Bagley, sem farið var að líða miÖur vel út af
þessu öllu saman.
“Svo þér hélduð, að dóttur minni mundi
ekki líða sem bezt og að skemtiferð til Buffalo
mundi verða henni til ánægju? Bg get sagt
vÖur meÖ sanni, að sú ferð verÖur yður ekki til
ánægju.”
Bagley brást alveg stórmenskan í þetta sinn.
Hann var í standandi vandræðum og vissi ekk-
ert hvað hann átti að segja, en reyndi þó að
stama út einhverjum afsökunum til mála-
mynda.
“Voruð þér ekki að hugsa um að strjúka
með dóttur minni og giftast henni?” sagði Ro-
berts með þrumurödd.
“Strjúka með dóttur yðar! Ósköp eru að
heyra þetta. En þetta er ójafn leikur, þrír á
móti einum. Mér þvkir ósköp mikið fvrir þessu
öllu saman—”
Rétt í þessu kom Kate Robertfí inn. Hún
var mjög glaðleg og sýndist vera í bezta skapi.
En þegar hún gætti þess, hve faðir hennar var
þungbúinn, en vinur hennar Fitz aumingja-
legur, þá fór henni ekki að lítast á blikuna, og
hana grunaði fljótt, að hér væri eitthvað ilt í
efni.
“Vildir þú nokkuÖ tala við mig, pabbi?”
spurði hún og reyndi að vera einarðleg.
“Já, Kate,” svaraði faÖir hennar alvarleg-
ur. “Við vorum hér að tala við Bagley og um-
talsefnið var nokkuð, sem þér kemur við. Get-
ur þú ímyndað þér hvað það er?”
Aumingja stúlkan leit ýmist á föður sinn
eða Bagley, eða Ryder, og vissi ekki hvað hún
átti að segja.
“'Svo það er þá satt,” sagði faÖir hennar,
“að þú hafir ætlað að giftast þessum manni án
minnar vitundar?”
Hún leit niður fyrir sig og sagði:
“Eg býst við, að þú vitir þetta alt saman.”
“Hefir þú nokkuð meira að segja?” spurði
Roberts.
“Nei.” svaraði Kate. “Þetta er alt satt.
Við ætluðum að gifta okkur án þess þú vissir
af því. Er það ekki rétt, Fitz?”
“Kærðu þig ekkert um það, sem Bagley seg-
ir,” sagði faðir hennar. “En finnur þú ekkert
til þeirrar vanvirðu, sem þú hefir gert mér
með þessu?”
“Æ. vertu nú ekki vondur, pabbi minn,”
sagði Kate. “Jefferson kærði sig ekkert um
mig. og eg vildi ekki verða piparmev. Bagley
á fallegan ikastala á Envlandi, og einhvern tíma
á hann sæti í efri málstofu brezka bingsins.
Hann getur sagt þér þetta alt saman.”
“Hann segir mér ekkert. Hann fer á stað
til Englands í kveld, svo hann hefir ekki tíma
til þess. ”
“Fer á stað til Englands í kveld?”
“ Já, og þú ferð með mér til Washington nú
strax.\”
“Verið þér sælir, Ryder. Þessi leikur er
nú á enda og mér þykir vænt um, að úr honum
varð ekki enn átakanlegri sorgarleikur. Næst,
þegar eg vel mér tengdason, vona eg að verða
hepnari í valinu. ”
Roberts tók í hendina á Jefferson, og fór svo
út úr herberginu, og dóttir hans með honum.
Ryder stóð upp, rétti Bagley bankaávísun
og sagði:
“Hér hafiÖ þér kaupið yðar. Verið þér
sælir. ”
“Eg — eg —” stamaÖi Bagley alveg ráða-
laus.
“Verið þér sælir,” sagði Ryder aftur og
sneri við honum bakinu, en Bagley sá þann kost
vænstan, að hafa sig burt.
I
XV. KAPITULI.
Það var komið fram í desember og efri mál-
stofa þingsins var aftur farin að halda þing-
fundi. Jefferson hafði ekki gleymt loforði sínu
og svo sem tveimur dögum eftir að Bagley fór
svo skyndilega af heimilinu, hafði hann fært
Shirley þessi tvö margumtöluðu bréf. Hún
spurði hann ekki, hvernig hann hefði náð þeim.
Hún hugsaði ekki um annað en það, að nú hefði
hún loksíns þessi bréf, sem væru svo afar-
áríðandi fyrir málstað föður hennar. Hún
sendi Stott þau með fyrstu póstferð og fékk
aftur bréf frá honum, þar sem hann viÖurkenn-
ir að hafa fengið bréfin og getur þess jafn-
framt, að hann fari þegar með þau til Wash-
ington. Hann sagði jafnframt í bréfinu, að
þetta mál mundi nú fljótlega verða útkljáð, og
hann skyldi láta hana vita daglega, hvernig
gengi.
Þegar Shirley nú vissi, að ekki mundi líða
á löngu þar til úrskurður félli í þessu máli, einn
veg eða annan, þá varð hún afar áhyggjufull
út af því, hvernig það mundi nú fara, því henni
fanst, að á því riði líf föður síns, og einnig öll
sín eigin velferð og lífsgleði. Hún var nú bráð-
um búin með æfisögu Ryders, og innan skamms
mundi hún fara af heimili hans. Hún átti al-
varlegt tal um þetta við Jefferson, sem ein-
hvern veginn hafði lag á því að sjá hana tölu-
vert oft, án þess að foreldrar hans vissu, eða
grunuðu hið minsta, að hann þekti þessa ungu
og gáfuðu stúlku nema svona rétt í sjón. Þeim
liafði veizt létt að finnast og talast við eins og
þau vildu, eftir að Bagley fór og gat ekki leng-
ur njósnað um alt, sem gerðist í húsinu. Shir-
ley færði fram allar ástæður, sem hún gat látið
sér detta í hug, til að sannfæra Jefferson um,
að það tæki engu tali, að þau yrðu nokkubn
tíma hjón. Hún sagðist ekki með nokkru móti
geta orðiÖ konan hans. Kringumstæðurnar,
sem hún hefði ekkert vald yfir, væru því til fyr-
irstööu. Það væri þeim báðum fyrir beztu, að
skilja þetta nú, áður en lengra væri haldið, því
ef þau giftu sig, mundi það verða þeim til óláns
alla æfi. Jefferson lét ekki sannfærast af þess-
um fortölum. Hann hafði ótal ástæður fram
að færa fyrir sínu máli, og hann varð jafnvel
stundum svo stórorður, að SJiirley næstum of-
bauð, því hún hafði aldrei fyr hevrt hann tala
þvílíkt, og hún var hálf-hrædd við ákafa hans.
En vanalega endaði samtalið með löngum og
heitum og ástúðlegum koss.
John Ryder hafði engu minni áhyggjur út
af syni smum heldur en aður. Það var nú út-
séð um, að Kate Roberts mundi verða konan
hans, en hættan á því var engu minni eftir en
áður, að hann mundi einhvern daeinn taka sig
til og giftast Miss Rossmore. Hugsunin um
betta gerði hann svo æfan osr ergilesran. að kona
hans varð alvarlega hrædd um, að hann mundi
algerlega missa vald á skapsmunum .sínum.
Fyrst eftir að Baglev fór af heimilinu, sáust
beir feðgarnir oftar en áður, og það bar ekki á
bví. að beim bæri míkið á milli. Rvder eldra
duldist þó ekki. að sonur hans gekk með ein-
hverjar áhyggjur, sem hann sagði honum ekki (
ÞEIR SEM ÞURFA_ _
LUMBER
KAUPI HANN AF
The Empire Sash& Door Co.
Limited
OfHce: 6th Floor Bank of Hamilton Chamberi
Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN.
VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK
Þeir íslendingar, er í hyggju hafa aS flytja búferlum til
Canada, hvort heldur er heiman af Islandi etSa frá Bandaríkjun-
um, sendi skriflegar fyrirspurnir til ritstjóra Lögbergs.
Hve mikill yrði skaðinn ef eldsvoði
bœri að höndum?
Eldsábyrgð kostar aðeins lítið en hún er trygging gegn miklu tjóni
Látið oss annast eldsábyrgð yðar.
Peningar til láns gegn fasteignaveði I borginni eða^útjaðra borgum með
lægstu fáanlegum rentum.
HOME SECURITIES LIMITED
468 MAIN STREET :: WINNIPEG.
Phone: 23 377 LEO. JOHNSON, Secretary.
^JIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII'H
| Samlagssölu aðferöin. |
Sama reglan gildir um rjóma, sem aðrar búnaðar- =
E afurðir, að því meira sem vörumagnið er, þess tiltölulega ^
= Iaegri verður starfrækslukostnaðurinn. En vörugæðin =
E hljóta að ganga fyrir öllu. Þrjú meginatriði þurfa að ^
E vera til staðar, ef vara vor á að fá það sæti, sem henni 5
E ber á brezkum markaði, sem sé vörumagn, reglubundnar =
= vörusendingar og vörugæði.
Með því að styðja yðar eigin SAMLAGSSTOFNUN eru ^
E fyrgreind þrjú meginatriði trygð.
Manitoba Co-operative Dairies Ltd.
= 846 Sherbrooke St. - ; WinBÍpeg.MaDÍtoba E
fílMllllllllllllllllllllMIIHIIllMlllllllllMHIIIIIllllHIMIIIHIIIHIIMMMIMIIHIIIIIIIIIIIIIIlíS
frá, og grunaði hvað það mundi vera, sem að
honum gengi. Hánn efaðist ekki um, að sonur
sinn vissi hvar stúlkan væri niður komin, þó
honum sjálfum hefði ekki hepnast að finna
hana. Ellison hafði alveg gefist upp við að
leita að henni. Hann hafði sagt, að hann gæti
með engu móti fundið hana, 0g það væri engu
líkara, en að jörðin hefði gleypt hana. Hann
þekti !son sinn að því, að hann var lítið gefinn
fyrir að láta undan og hann gat svo vel trúað
honum til að giftast stúlkunni án þess að láta
sig nokkuð vita um það, fyr en alt væri um garð
gengið. Hitt vissi hann ekki, að Shirley Ross-
more var ekki þannig innrætt, að henni hefði
nokkurn tíma getað dottið í hug að giftast
manni leynilega. Ryder var ekki svo næmur
fyrir því, sem sæmilegt var 0g heiðarlegt, að
hann gæti látið sér detta í hug, að nokkur stúlka
væri svo vönd að virðingu sinni, að hún léti sér
slíkt fyrir brjósti brenna, ef það væri hagur
fyrir hana að gera það. Og hann hugsaði um
það nótt og dag, hvernig liann gæti komið í veg
fvrir, að sonur sinn giftist dóttur síns skæð-
ast óvinar.
Því meira, sem Ryder hugsaði um þetta,
þess meira þótti honum fyrir því, að það skvldi
ekki vera einhver önnur stúlka, sem líklegt væri
að Jefferson gæti orðið óstfanginn af og gifst.
Hún þurfti ekki að vera rík, því sjálfur hafði
hann áreiðanlega nógan auð handa bæði sjálf-
um sér og syni sínum. Hann óskaði þess af
heilum huga, að hann þekti einhverja stúlku
svipaða Miss Green, sem hann gæti komið í
kynni við Jefferson, gáfaða og áhugasama og
skemtilega. Slíka stúlku þyrfti Jefferson að
fá.^ Því lengur, sem hann hugsaði um þetta,
því sannfærðari varð hann um að Miss Green
væri ákjósanleg tengdadóttir, og ef það kæmi til,
þá þyrfti ekki lengur að óttast þessa Rossmore
stúlku.
Jefferson varð með hverjum deginum meira
og meir aórótt í skapi. Hann vissi, að nú nálg-
aðits sá tími, að Shirley færi burt af heimilinu.
Ef málið gengi á móti föður hennar, þá óttaðist
hann alvarlega, að hann mundi tapa henni fyr-
ir fult og alt. En jafnvel ]>ótt dómarinn yrði
fríkendur, þá efaðist Jefferson mjög um, að
hann mundi nokkurn tíma gefa samþykki sitt
til þessa ráðahags, en vissi hins vegar fullvel,
að án hans sámþykkis giftist Shirlev aldrei.
Það staðfestist því í huga hans, að hann skvldi
enn einu sinni tala við föður sinn og segja hon-
um afdráttarlaust, að h^nn ætlaði sér að gift-
ast Miss Rossmore, hvernig sem málið færi og
hvort sem honum líkaði hetur eða ver.
Hann þurfti ekki lengi að bíða eftir tækifær-
inu. Eitt kveldið sat Rvder eldri einsamall í
.skrifstofu sinni og var að lesa. Kona hans
hafði farið í leikhúsið með vinkonu sinni. Shir-
ley var í sínum heúbergjum, og var hún nú að
ljúka við bókina, sem hún var að semja. Jeff-
erson gekk því hiklaust inn til föður síns oc:
ávarpaði hann:
“Má eg tala við þig, ofurlitla stund?”
Það var heldur óvanalegt, að Jefferson
kæmi á fund föður síns, og gamla manninum
'þótti vænt um að hann -skvldi koma til að tala
við sig. Hann lagði frá sér blaðið, sem hann
var að lesa, 0g sagði mjög góðlátlega: