Lögberg - 28.06.1928, Side 7
LÖGiBEtRG, FIMTUDAGINN 28. JtTNÍ 1928.
BbL 7.
Pegar þér
pakkið niður
fyrir sumarið er vissara að
hafa meðal við sólbruna, pöddu-
stungum, þymirispum og sár-
um. Zam-Buk hefir ávalt reynst
besta meðalið. Takið það með
50c askjan, hjá öllum lyfsöl-
um og í búðum.
Hrer er höfuudur Njálu ?
Framh. frá bls. 3.
sínum (Njálss. kap 117.) Að sá
ráða’hagur hafi tekist, þarf sízt
að efa, þótt sagan segi hér ekki
lengra frá. Því ófyrirsynju mun
þessa bónorðs ekki hafa verið get-
ið. Og að Daði faðir Guðrúnar,
sem átti Amór Ásbjarnarson, hafi
verið sonur Starkaðar á Stafa-
felli og þá ÍRannveigar dóttur
Marðar Valgarðssonar, væri held-
ur engin ástæða til að vefengja.
Með þeim tengdum er líka Kol-
beinsnafnið komið inn í ætt Ás-
birninga, sem ekki ,/hefir verið
neitt fánefnt í ætt Svínfellinga.
Kolbeinn hét son Flosa og Kol-
beinn Egilsson var bróðursonur
hans. Og bróðir Flosa var Kol-
beinn, er Ólafur Tryggvason hélt
í gisling. Ekki er 'heldur ólík-
legt, að Starkaður hafi verið son
hans. Að eiginnafn Daða
hafi verið upphaflega Kolbeinn,
en Daði verið auknefni af dáður,
væri ekki ólíklega tilgetið. Og
því hafi Kolbeinn son Arnórs Ás-
bjarnarsonar borið nafn móður-
föður síns. — Af því, sem hér er
sagt að framan, verður það ljóst,
á hvern hátt Kolbeinn ungi er
kominn frá Valgarði á Hofi. Verð-
ur þá sú ættfærsla rakin þannig:
1. Valgarður. 2. Mörður. 3. Rann-
veig. 4. Daði. 5. Guðrún. 6.
Kolbeinn (:gamli). 7. Tumi. 8.
Arnór. 9. Kolbeinn ungi.
Það virðist auðsætt, að sá höf-
undur Njálu, sem fjallað hefir um
þau atriði sögunnar, er snert hafa
þessa forfeður Kolbeins unga,
hafi verið í meira lagi hlutdrægur
i frásögnum, í því að færa þeirra
hlut frá borði, og — eins og helzt
Htur út fyrir, — einmitt fyrir þá
sök, að Kolbeinn ungi er frá þeim
kominn, er verið hefir megnasti
mótstöðumaður höfundarins, sem
reynt hefir að hefna sín á Kol-
beini á þann lúalega hátt, að ó-
frægja ættfeður hans; en farið þó
svo varlega í sakirnar, að nefna
ekki aðra ættniðja Valgarðs, en
Kolbein unga, þó vel hefði mátt
tilnefna fleiri merka menn, er frá
honum voru komnir og nafn
kunnir hafa verið. Og vel hefði
mátt nefna Brand biskup Jónsson
d. 26. maí 1254), er var einn hinn
ágætasti maður sinnar samtíðar
og þótti hinn merkasti maður
löngu éður en hann varð biskup.
En hann var þremenningur við
Kolbein unga frá Kolbeini gamla
Arnórssyni, sem var dóttursonur
Daða Starkaðarsonar, sem áður
er getið. OAð Daði hafi verið son
ur Rannveigar dóttur Marðar Val-
garðssonar, er sýnt hér áður).
(En eins og getið er til hér að
framan, verður Snorri líklegri til
en nokkpr annar að vera 'höfund-
ur þeirrar sögu, sem orðin er til
fyrir þessa forfeður Kólbeins
unga, Valgarð, og þá sérstaklega
Mörð, sem ekki gat þó hafa orðið
til í efnisþráð fyrri hluta sög-
unnar. Hann er alt of ungur, til
þess að koma þar við sögu, sem
hér skal sýnt verða.
Aldur Marðar Valgarðssonar
verður að miða við útför Rúts,
sem ekki hefir getað verið fyr
en árið 963. Því þá finnur hann
Harald konung gráfeld í Víkinni
í Noregi, er þá hafði þar aðsetur.
En þar var hann ekki ráðandi fyr
en það ár, eftir tímatali Ara fróða,
sem er hið eina ábyggilega, sem
við höfum.
Nú er Rútur utan tvo vetur, og
fær þá Unnnar sumarið 965, en
þau eru saman þrjá vetur. Hefir
hún þá skilið við hann sumarið
968. Næsta sumar, 969, heimtar
Mörður faðir hennar fé hennar
af Rúti. Ári síðar lætur hann
kyrt um fjárheimtuna. En það
sumar hefir hann þó verið á lífi.
Má ráða það á svari því, er Njáll
ætlar Rúti að svara Kaupahéðni:
“Enn málið mátti þó upptaka á
öðru; þingi, ef hann hefði þrek
til haft.” Hefir Mörður gígja því
ekki andast fyr en seint á því ári,
liklega veturinn 970—71. Á
skemmri tíma en tveim árum hef-
ir Unnur vart getað eytt þeim
mikla arfi, er hún hefir hlotið
eftir föður sinn, er munað hafi
svo miklu, að hún 'hafi komist í
fjárþröng, þar sem hún er líka
eini erfinginn. Því mun það hafa
verið sumarið 973, sem Gunnar
Bækir fjármál hennar á hendur
Rúti. En Valgarður hefir þá
fengið Unnar það haust. Verður
því að telja, að Mörður Valgarðs
son sé fæddur 974. Hér verður
ekki miklu umþokað, því ðllu síð-
ar getur það ekki heldur hafa ver-
ið; það takmarkast af aldri Rann-
veigar dóttur hans, sem gift er
Starkaði á Stafafelli árið 1012.
En það er líka hæfilegur tími.
Þegar Mörður er fyrst nefndur
í sögunni, er gefin út sú auglýs-
ing af honum, að hann hafi verið
illgjarn og slægur. Og til þess
að gefa henni sannfærandi kraft,
er það tekið fram, að “þá er hann
var fullkominn að aldri, var hann
illa til frænda sinna og einna verst
til Gunnars.” Nú getur Mörður
ekki talist fullkominn að aldri,
þegar Gunnar er veginn, sem tal-
ið er að hafa verið haustið 990.
IHefir þá Mörður verið í mesta
lagi sextán ára. Þegar bruninn
verður í Kirkjubæ, sem verið hef-
ir sjö árum fyr, Sumarið 983, er
hann fyrst talinn koma við sög-
una, og er þá endurtekin hin fyrri
lýsing á honum. En þá er hann
ekki eldri en níu ára. Þá er þess
getið, að hann hafi búið á Hofi,
en Valgarður 'þá verið utan faðir
hans, en móðir hans önduð. En
frá því er hann látinn koma óslit-
ið við söguna, þar til Gunnar er
veginn. Og er hann jafnan sótt-
ur að öllum ráðum af óvinum
Gunnars. Og 1 síðustu atförinni
að Gunnnarii er hann talinn hafa
verið. Þó má telja víst, að til
þeirrar farar hafi valdir verið
fulltíða menn, og þeir hraustir.
aldur eða yngri, og verið utan að
mestu leyti frá því, þar til hann
fær Unnar. Lætur það nærri
þeirri tímalengd, sem Njála gerir,
að hann hafi verið utan. En svo
mun hann okkuru síðar hafa kom-
ist að Hofslandi og goðorði Hofs-
verja, eftir Arngeir Sæbjarnarson
frænda sinn. En það hefir verið
fyrir árið 981. Því við það ár er
miðað það höfðingjatal, sem gert
er um miðja söguöldina. En þar
er Valgarður talinn meðal mestu
höfðingja á landinu. Og vart
mundi hinn fjölfróði höfundur
Kristnisögu hafa tekið hann í það
höfðingjatal, ef hann þá hefði
stöðugt verið ytra á því tímabili,
sem tilfært er í Njálu.
Einsog sannað er af réttfærðu
tímatali, að Mörður er alt of ung-
ur til þess að koma hér við þau
söguatriði, er snerta Gunnar, þá
fær það ekki dulist, að honum er
skotið inn í söguna án þess hann
geti komið henni við, líklega helzt
í þeim tilgangi, að gera hitt sann-
sögulegra, sem sagt yrði af hon-
um síðar. En við því gæti nú
horft nokkuð á annan veg. Því
þessar frásagnir, sem hér um
ræðir og engan sannsögulegan
stað hafa haft til að byggja á,
verða meir til þess að veikja en
styrkja sannleiksgildi þess, sem
síðar verður af honum sagt í sög-
unni. Og þótt þeir, sem mest vilja
gera úr sannsögugildi Njálu, en
finna því veikan málstað í þessu
atriði, hafi viljað slengja þeim
klækibrögðum yfir á Valgarð, sem
Merði eru hér eignuð, þá er held-
ur engin ástæða til þess, því af
eögunni verður engin engin slík
ályktun dregin eða nokkurs staðar
frá. Svo þurfti engan ráðslyng-
an höfðingja til þess að hafa gef-
ið þau ráð, sem Merði er gert að
hafa gefið Otkeli. Um það mætti
Skammkell hafa verið einfær. En
að ráðið, að halda Þorgeiri Ot-
kelssyni til fíflinga við Ormhildi,
hefir nokkuð mikinn iSturlunga-
aldarblæ. Svo hefði ekki Þorgeir
Starkar^on þurft að sækja að ráð
til annara. Því sagan getur þess,
að Njáll hafði legorðssök að
sækja á hendur honum, fyrir eina
fjöruga frænku sína.
Það má telja vísast, að Njálu-
höfundurinn hafi hér ekki séð sér
fært að ganga í berhögg við um-
mæli Kristnisöguíhöfundarins um
höfðingskap Valgarðs, með þau
klækiráð, sem Merði eru gerð.
Það fyrsta stórmál, sem sagan
getur að komið hafi fyrir í hérað-
inu, eftir að Mörður hafi náð full-
tíða aldri, er víg Þráins. Þó er
Marðar hér að engu getið. Sting-
ur það nokkuð mikið í stúf við
það, sem honum er áður gert í
sögunni, er hann var á barnsaldri,
frá níu til sextán ára, að láta
hvert málið af öðru svo mjög til
sín taka, sem honum voru þó óvið-
komandi.. En, — líklega — til
hefir samið, og fær þau löggilt.
En Höskuldur fær eitt hinna nýju
goðorða og giftist Hildigunni. —
Þetta getur nú verið nógu góður
skáldskapur: merkur atburður,
sem steypist í höfuð öllum þing-
heimi, sem óvæntur sendiboði af
himni ofan.
Og það má teljast merkilegt, að
Ari fróði skuli hafa algerlega
gengið fram hjá þessari hjúskap-
arstofnun, er hafði þessi djúptæku
áhrif á eitt hið merkasta atriði í
stjórnarsögu íslands á söguöld-
inni, .— fimtardómssetrainguna.
Hann minnst slíks ekki einu orði
í íslendingabók sinni. Hann nefn-
ir ekki heldur Njál þar sem hann
þó minnist á lagaskipun fimtar-
dómsins; og má það engu' síður
merkilegt þykja, hafi Njáll einn
átt frumkvæði þeirra laga; því
kunnugt hefði Ara átt að vera um
það, ef svo hefði verið; ekki sízt
þar sem leggur bók sína fyrir Sæ-
mund prest hinn fróða, er sjálf-
sagt má kunnugra hafa verið um
Njál, en nokkurum öðrum fræði-
manni þeirra tíma. Annað hvort
er Njáli gert hér rangt til, að
geta hans ekki að neinu, eða hann
hefir ekki átt eins mikinn hlut að
máli og saga hans gerir, — og er
hið síðara öllu líklegra.
Það getur enginn vafi leikið á
því, að Skafti lögsögumaður Þór-
oddsson hafi átt mestan þátt í
lagaskipun fimtardómsins, þar
sem Ari nefnir heldur engan ann-
an í sambandi við það atriði. Þó
má vera, að Njáll hafi ef til vill
átt einhvern hlut að því með hon-
um og aðrir vitrir menn að semja
þau lðg, t. d. Eiður Skeggjason, er
kallaður var Laga-Eiður, líklega
barið viðurnefraið af því lágasmíði.
Og Skafti er í Grettissögu og
Landnámu kallaður Laga-Skafti.
Bendir það til þess, að hér hafi
hann átt töluvert mikinn hlut að
máli. Og eftir því sem Ari segir
af stjórn hans og skörungskap,
hefir hann borið ægishjálm yfir
sína samtíð. ÚFrh.)
ast var í ári, en færri þó en úr
flestum nálægum bygðum, sem eg
þekki. Þessi síðustu ár, hefir
lítið verið um burtflutning, en
nokkrir hinna yngri manna hafa
byrjað Ibúskap. Það er tvísýnt,
h.vort burtfiutningurinn Ihefir
orðið bygð þessari til nokkurs
tjóns, þegar á alt er litið. Hér
var orðið helzti þéttbýlt, eftir
landkostum. Land er hér slitr-
ótt og sundur skorið af víkum og
flóum. Gripalönd eru hér al'lgóð,
en lítið um akuryrkjulönd. Það
þarf því hver bóndi að hafa land-
rými mikið, sem ætlar að lifa á
griparækt. Allmargir bafa því
keypt lönd á seinni árum og stækk-
að bú sín.
Mikið er talað um félagsskap
nú á dögum, en þó virðist svo, sem
hægra sé að koma á sundrung og
óvild meðal okkar íslendinga; það
sýna dæmin alt of sorglega í Win-
nipeg.
Samvinnufélög til gripasölu og
fisktsölu, eru nú á dagskrá. Marg-
ir hyggja gott til, ef þau kæmust
í framkvæmd, en aðrir eru tor-
trygnir. Þó hefir myndast vísir
til félagsskapar um gripasölu hér
í bygðinni, sem ætti að blómgast.
Fiskisölufélagið er enn ekki mynd-
að, en (bráðlega er von á þeim
Skúla Sigfússyni, og Páli Reykdal,
til að halda fund hér. Eg hefi ný-
lega skrifað um það mál, og fer
því ekki um það fleiri orðum.
Með framförum má það telj-
ast, að byrjað er á að endurreisa
sögunarmylnu og fiskikassa verk-
smiðju þá, er brann í fyrrasumar
að Hayland. Sá heitir Ole Lar-
son, sem í það hefir ráðist. Hann
er sænskur að ætt og uppruna
frá Jám’beralandi, sem kallað var
í fornöld (nú Jerna). Hingað
kom hann ungur ög dvaldi fyrst
allmörg ár í Bandaríkjunum, en
fluttist hingað fyrir 16 árum og
tók hér land. Ole er dugnaðar
verið sú, að ganga sem mest nak-
inn. Af yfirborði líkamans er nú
orðið nálega helmingurinn ber
eða fatalaus að heita má. Ermar
eru að mestu úr sögunni, fætur
og fótleggir eru klæddir til skrauts
en ekki hlýinda, og kjólar flegnir
alt hvað af tekur.
Fyrst má spyrja, hvort slíkur
búningur sé nægilega heitur. —
Margir láta í veðri vaka, að það
sé hann, — því ihðrundið herðist,
kulvísin fari af manni, en loft og
ljós hafi greiðan aðgang að hör-
undinu, og sé það til heilsubóta.
Þá sé það og ekki lítil meðmæli,
að fagur líkami sjáist sem bezt.
Hvað síðasta atriðið snertir þyk-
ir R. konum gleymast, að fæstar
eru allskostar fagrar eða vel
vaxnar, svo að fataleysið lýtir
fleiri en prýði. Hins vegar kom-
ist það upp í vana, eins og alt
annað, að sjá Ihálfnaktar konur'
og þá finnist karlmönnum litt til
um það. Annars telur R. það
vafalaust, að búningurinn sé of
kaldur, nema yfir hásumarið,
þegar miðað er við Þýzkaland.
Það sé . jafnvel mörg dæmi þess,
að stúlkur hafi kalið á fótum svo
þær hafa mist fleiri eða færri
tær. Aðrar fá kuldabólgu í fæt-
ur. Þegar um slikt er að ræða,
hljóta allir að vera sammála um,
að búningurinn sé of kaldur. Það
liggur í augum uppi, að hann er
of kaldur á leggjum og fótum, ef
nokkuð er að veðri, en fótakuldi
yfirleitt óhollur. Ef setið er inni,
þarf að hita húsin meira en ella,
til þess að svo klæðlitlu fólki sé
notalegt. Upp úr herðingunni
vill R. ekki leggja mikið, segir
að hún sé frekast æfing í að una
við það að vera kalt, og kvef sé
engu fátíðara hjá fáklæddu kon-
unum en áður gerðist, hins vegar
sé talið, að fleiri stúlkur deyi á
20—26 ára aldri síðustu árin en
vænta mætti. Annars sé það mis-
farið, þá er það víst, að skjóllít-
ill búningur hentar hálfu ver Is-
landi en Þýzkalandi.
Þá bendir R. á annað atriði:
að búningurinn sé að nokkru leyti
óþriflegur og jafnframt óhent-
ugur. Nærfötin, sem eiga að
taka við öllum óhreinindum af
líkamanum og vera auðþvegin,
hylja ekki líkamann þar sem hann
er ber, og þar liggja þá ytri föt-
in, sem aldrei eru þvegin, að beru
hörundinu. Þau eru þá einskonar
skyrta, sem aldrei er skift. Silki-
sokkar hlifa fótleggjum lítt, og
hverskonar ryk, bleyta og óhrein-
indi ganga auðveldlega gegn um
þá. Við þetta bætist, að þeir eru
rándýrir og eyða stórfé fyrir
hverri þjóð.
Um næfurþunnu, hælaháu skóna
er auðvitað engin deila. Þeir eru
bæði| kaldi* og að ðllu óhentugir,
auk þess sem þeir aflaga fótinn.
—Lesb. Mbl.
G. H,
er
legar frásagnir. Sama má segja
um Valgarð, að hann verið hafi
langdvölum ytra, og látið son sinn
ekki eldri en níu vetra taka við
búi og héraðsstjórn, nær heldur
engri átt að geti verið rétt. Sé
anrs nokkur hæfa fyrir þessum
utanförum Valgarðs, sem Njála
getur um, þá hefir það ekki getað
átt sér stað, fyr en Mörður er full-
tíða að aldri, og hefir fengið Þór-
kötlu dóttur Gizurar hvíta, sem
tæpast hefir þó verið fyr en 994,
þó Njála geri það átta árum fyr,
sem er langt frá því að geta borið
sig. Því þá hefir Mörður að eins
verið tólf ára, og hún a. m. k. ekki
eldri, sem ráða má af aldri Gizur-
ar föður hennar. Þó er ólíklegt,
að Valgarður hafi verið mikið í
förum eftir það, því þá er hann
orðinn nokkuð aldraður, líklega
nær sextugu. Hitt mætti vera
öllu líklegra, að hann hafi farið
Þetta eru í meira lagi tortryggi- þggg ag bæta fyrir misgerð sona
sinna í vígi Þráins, — sem verið
hefir saklaus veginn, að því er sjá
má af sögunni, — býður Njáll
Höskuldi syni hans fóstur, sem
þá hefir verið tólf vetra, eftir þvi
sem sagan tilfærir um lát Hösk-
uldar Dalakollssonar, sem mun
þó hafa verið nokuru fyr en segir
í Njálu. Því er öllu líklegra, að
Höskuldur hafi verið með Njáli
til þess að læra af honum lög, og
því hafi hann orðið honum svo
ástfólginn, sem sagan segir. En
þvo leitar Njáll honum ráðahags
við Hildigunni, sem verið hefir
hinn mesti kvenskörungur, og vill
að honum sé fengið mannaforráð.
En til þess verður að breyta
stjórnarskipun landsins, — setja
hærri dómstól í landinu — fimt-
ardóm — og fjölga goðorðum.
Njáll knésetur æðsta embættás-
mann landsins, — lögsögumann-
inn,— og skipar fyrir um hin nýju
utan nokkuð ungur — um tvítugs- fimtardómslög, er hann sjálfur
Fréttabréf.
frá Vo'gar, 26. maí 1928.
“Veturinn góður en vorið svalt”.
Svo var kveðið forðum heima á
gamla landinu, og það getur vel
átt við hér á þessu ári. Annars
er breyting á tíðarfarirau til batn-
aðar þessa síðastliðnu viku.
Vetrartíðin mátti kallast í bezta
lagi yfirleitt; að sönnu voru frost
með meira móti fram að hátíðum,
en stillingar og staðviðri meiri en
mörg ár undanfarin. Aftur var
tíðin í jan. og feibr. óvanalega
mild, og marz og apríl í betra lagi.
Þó voru kuldar nokkrir í apríl og
fyrri hluta þessa mánaðar. Snjór
var hér sama sem enginn undan-
farinn vetur, en ísa leysti seint af
vötnum, enda var hann óvanalega
þykkur, vegna snjóleysis og frosta
fyrri hluta vetrar.
Gróðurlaust mátti kalla fram
um miðjan þenna mánuð, enda
kom aldrei deigur dropi úr lofti
fyr en fyrir viku síðan, og þá ekki
nærri nóg, því jörð er orðin helzt
of þur. Þó má nú kalla, að kom-
inn sé góður bithagi, eru þó frost
flestar nætur. Gripahöld alment
góð og heybirgðir nægar,
Heilsufar manna í góðu lagi
síðari hluta vetrar, en mjög var
kviHasamt fram yfir miðjan vet-
ur. Þó hafa engir dáið, svo eg
viti, hér í nálægum sveitum, nema
nokkrir gamlir Indíánar, sem fáir
kannast við.
Lítið er hér um framfarir, eða
framkvæmdir til umbóta. Menn
muna vel afturkastið, sem í öllu
varð fyrir fáum árum, og eru því
varasamari með að leggja í kostn-
að að nauðsynjalausu. Þó hefir
efnahagur bænda hér lagast all-
mikið þessi síðustu ár. Nokkrir
fluttu burtu héðan, meðan harð-
maður með afbrigðum, og herfir j jafnt) hversu menn þoli kulda,
unnið mikið að byggingum, sér-jog SUmum geti hann oðrið að
staklega að steinsteypu og grjót-1 heilsutjón. Hversu sem þessu
hleðslu. óskandi væri, að viðj
fengjum marga slíka innflytjend-
ur frá Norðurlöndum, fremur en
úrkastið úr öreigalýð ensku stór-
borganna.
10. júní.—Tíðin óvanalega köld
enn þá, þó hefir rignt öðru hverju
síðan eg byrjaði þetta bréf. tJt-
lit með grasvöxt í bezta lagi, þrátt
fyrir kuldana. — Engar nýjungar
síðan.
Guðm. Jónsson.
BCA TIL
BJÓR sem er allra beztur.
Hop Flavor eða Plain..
Hjá viðskiftavini yðar
eða skrifið oss.
$1.75
Nýja tízkan.
Ef nokkur sérfræðingur er til í
öllum heilbrigðismálum er snerta
fatnað, þá er hann sennilega próf.
Rubner í Berlín. Hann hefir ver-
ið brautryðjandi í >ýmsum rann-
sóknum viðvíkjandi fatnaði og
fatadúkum.
Rubner hefir nýskeð skrifað
all-langa grein um nýju tízkuna
og má vera, að einhverjum þyki
fróðlegt að heyra álit þessa fræði-
manns.
Að sjálfsögðu hefir R. augun
opin fyrir þeim framförum, sem
orðið hafa á síðari öldum í bún-
ingi manna og fatagerð. Minnist
hann t. d. á hve prjón hafi reynst
betur en ofnir dúkar í nærfötum
o. fl., hversu fundist hafi hentug-
ir búningar fyrir ferðamenn bvo
og vinnuföt. Hins vegar spyrji
tízkan sjaldnast hvað hentugt sé
og holt, að hún fari að mestu eft-
ir því, hvað stóriðnaðurinn í fata
gerð telja sér gróðavænlegast.
Tídcuna elti svo allir, hvort sem
hún er ill eða góð, hvað sem það
kostar. í öllu öðru verða menn
þó að taka nokkurt tillit til þess,
sem hentugt er, t. d.. í húsagerð.
Hvað kvenbúningana snertir,
þá hefir stefnan á síðustu árum
Westinghouse
Bezta Rafeldavél í Canada
Yður leiðist ekki í eldhúsinu, ef þér hafið þar fallega og gljáandi
Westinghouse rafeldavél. Engin hætta úr því á ryki, óhreinindum,
reyk eða eldsvoða.
Skoðið Westinghouse vélina nú þegar, og veitið því athygli, hve áferð-
arfalleg hun er, hve auðvelt er að halda henni fagurgljáandi, og hve
auðug hun er af beim þægindum, er sérhver húsmóðir þarfnast.
Fyrirmynd sérhvers heimilis. Skoðið vélina í dag!
$15 út í hönd WínnmpftHiiriro
Bendir Westinghouse eldavélina. ▼▼ UUM|JV.^IU)UiUj
á heimili yðar ásamt frágangi og
vírleiðslu. Afgangurinn í vægum
mánaðar borgunum.
4
0RUGGARI og STERKARI BYGGINGAR
Það kostar minna að byggja járnvarðar byggingar. Fer ekk
ert til ónýtis. Þarf ekki að borga há vinnulaun.
Bárujárn fyrir þak og klæðningar. Vér byggjum ávalt fyrir
skemdum, eða gerum fyrir þeim.
VÉR BÚUM EINNIG TIL
Ceilings Hog Troughs Tanks
Conductor Pipe Implement Sheds Troughs
Eavetrough Metal Lath Ventilators
Garages Shingles Well Curb
Granaries Stock Troughs Weathervanes
Upplýsigar og verðlisti ókeypis.
WESTERN STEEL PR0DUCTS, Limited
WINNIPEG
Calgary. Edmonton. Rigina. Saskatoon. Vancouver.
McDONALD-DURE LUMBER CD.
gg Limited
Sash, Door, Mouldings
Interior Finish
Sérfrœðingar í öllu sem að harðvið-
argólfum lýtur, og aðeins um bezta
efni að ræða.
>
Balsam Wool, Insulation
Talc. 37 056 812 WaU Street
EIN FJÖL EÐA VAGNHLASS
HAFIÐ ÞJER VINI í GAMLA LANDINU
SEM VILJA KOMA TIL CANADA?
FARBRÉF
TIL of FRÁ
TIL
ALLRA STAÐA
1 HEIMI
Ef svo er, og bér viljið hjálpa þeim til að komast til
Iæssa lands, þá.finnið oss. Vér gerum allar nauðsyn-
egar ráðstafanir.
ALLOWAY &CHAMPION, Rail Agents
UMBOÐSMENN FYRIR ALLAR EIMSKIPALÍNUR
667 Main Street, Winnipeg. Sími 26 861
eða hver annar Canadian National Railway umboðsm.
FARÞEGJUM MŒTT VIÐ HAFNARSTAÐINN OG LEIÐBEINT TIL ÁFANGASTAÐAR
CANADIAN NATIDNAL RfllLWAYS
i