Lögberg - 26.07.1928, Síða 1
%
PHONE: 86 311
For
Service
and Satisfaction
PHONE: 86311
Séven Lints
41. ARGANGUR
WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 26, JÚLÍ 1928
NÚMER 30
Canada.
Stjórnin hefir undanfarnar vik-
nr haft gufuskipið Montcalm
WOrður í Hudsons flóa til að líta
eftir ísreki, og segja skipverjar,
að þar sé hvergi ís að sjá, hvorki
við innsiglinguna né inni í flóan-
um og sé nú ekkert því til fyrir-
stöðu að skip geti siglt þar út og
inn eftir vild.
* * *
Á sunnudaginn, hinn 15. þ.m.,
voru liðin 8 ár síðan þinghúss-
byggingin í Winnipeg var opnuð
til afnota. Það gerði Sir Jamis
Aikins, sem þá var fylkisstjóri í
Manitoba.
•*■ * *
Það er gert ráð fyrir, að bænd-
Urnir í Manitoba þurfi á svo sem
12,000 kaupamönnum að halda í
haust til að hirða uppskeruna, en
Tiklega fáist helmingurinn af þeim
innan fylkisins, því ávalt er mik-
ið af mönnum í Winnipeg, sem
farið geta út í sveitir og unnið
hjá bændum, ef þeir vilja. Sas-
katchewan bændur þurfa fjörutíu
þúsund kaupamenn og bændurnir
í Alberta tuttugu og þrjár þús-
undir, eða alls þurfa Sléttufylkin
sjötíu og fimm þúsund kaupa-
menn til að hjálpa til við upp-
skeruna. Fyrsti íhópurinn kemur
að austan 13. ágúst til Winnipeg.
Uppskerúhorfur eru yfirleitt mjög
g’óðar, svo iað jsegja altsaða'r 'í
Vestur-Canada, sem til fréttist.
Þó^hefir hagl gert allmikið tjón
á nokkrum stöðum, í ISaskatche-
wan sérstaklega.
* * *
George Exton Lloyd, biskup í
Saskatchewan, hefir skrifað fjölda
mörgum prestum í Vestur-Canada
og vill hann fá þá í lið með sér,
til að koma í veg fyrir eða að
minsta kosti draga mikið úr inn-
flutningi fólks til Vestur-Caanda
frá meginlandi Evrópu. Honum
er afar illa við að þessir “óhreinu
útlendingar” flytjist inn í landið
hópum saman og taki “brauðið frá
börnunum” atvinnu frá Bretun-
nm, því þeir vinni fyrir alt of
litlu kaupi og heimafólkið, þ. e.
fólk frá Bretlandi eða af brezkum
ættum, gangi atvinnulaust fyrir
bragðið og þurfi (hjálpar við, að
vetrinum að minsta kosti. Sjálf-
sagt vill biskupinn helzt að ekkert
fólk flytji til þessa lands nema
frá Bretlandi, en sérstaklega er
honum meinilla við að fólk fljdj-
ist hingað frá meginlandi Ev-
rópu.
* * *
Fyrir fylkiskosningarnar í Brit-
ish Columbia, áttu sæti á þinginu
18 íhaldsmenn, 23 liberalar, 3
verkamenn, 3 utanflokka og eitt
þingsæti var autt. Nú er þingið
þannig skipað, að þar eru 35 con-
servatives, 12 liberals og 1 verka-
maður.
• • •
Á laugardagskvöldið brann korn-
hlaða (Consumers Elevator) 1
Winnipeg, og er skaðiml talinn
nálega $100,000.
» * *
Uppskeruhorfur eru ágætar, svo
að segja alstaðar í Sléttufylkjun-
um. Regn nægilegt, en óvíða of
mikið. Dálítið hefir borið á ryði
á einstaka stað í Manitoba, en
mjög lítið enn sem komið er. Hagl
hefir gert allmikið tjón á nokkr-
m stöðum í Saskatchewan., Hveiti
er víða mjög vel á veg komið og
ér búist við, að uppskera byrji
með fyrra móti.
. * * *
Aðstoðar ráðherra opinb. verka
í Saskatchewan, lætur þess getið,
að samningur hafi verið gerður
vð Standard Construction Co.,
Ltd., Moose Jaw, iSask., um að um-
bæta 13 mílur af fylkisvegi austur
frá Wadena fyrir hér um bil
$23,000.
an sigur. Þegar þetta er skrifað,
eru kosningafréttirnar þær, að í-
haldsflokkurinn hefir fengið kosna
32 þingmenn, frjálslyndi flokkur-
inn 8 og verkamenn að eins einn,
en enn ófrétt úr sjö kjördeildum.
Forsætisráðherrann, McLean, náði
ekki kosningu í Victoria og ein-
hverjir af ráðherrum ihans féllu
einnig í valinn. Frjálslyndi flokk-
urinn hefir setið að ’4þldum þar í
fylkinu-síðastliðin tólf!fcár.
Dr. s\f. Tolmie heitir foringi
íhaldsmífcia. Var hann sam-
bandsþingíhaður og um eitt skeið
einn af ráðherrupum í Ottawa, en
sagði af sér þingmensku til að
takast á hendur forystuna í Brit-
islh Columbia, og tekur hann nú
að sjálfsögðu við stjórninni inn-
an skamms.
* * *
Prófessor J. S. De Lury í Saska-
tnon, hefir verið skipaður prófess-
or við Manitoba háskólann í stað,-
inn fyrir Dr. R. C. Wallace, sem
nú er að verða forseti háskólans
í Alberta.
* * * —"
Árið 1917 voru 23 bankar í
Canada. Síðan hafa þeir svo að
segja árlega verið að sameinast,
eða hinir stærri bankar hafa ver-
ið að kaupa hina minni. Var sagt
frá einni slíkri sameiningu í síð-
asta blaði, Canadian Bank of Com-
merce og Standard Bank of Can.
Er nú svo komið, að þeir eru ekki
orðnir nema tíu og hefir þó ekki
nema einn hætt störfum, eða orð-
ið gjaldþrota. Að vísu teTur
stjórnin 13 banka, en einn þeirra
hefir enn ekki tekið til starfa,
Eastern Bank of Canada í New
Brunswick, og tveir eru að eins
sparibankar, annar í Manitoba og
hinn í Ontario. Eru því í raun og
veru ekki starfandi í Canada nema
10 bankar, eða 13 færri, en þeir
voru fyrir 11 árum.
Almennar fyTkiskosningar fóru
fram í British Columbia hinn 18.
þ.m. Og fóru þær þannig, að í-
haldsflokkurinn vann stórkostleg-
Bandaríkin.
Herbert C. Hoover hefir sagt af
sér embætti sinu sem verzlunar-
ráðherra til að geta tekið þátt i
undirbúningi forsetakosninganna,
þar sem hann er sjálfur forseta-
efni, eins og1 kunnugt er.
* * * !
Miss Amelia Earhart, fyrsta kon-
an, sem flogið hefir yfir Atlants-
haf, og förunautar hennar, Wil-
mer Stultz og Louis Górdon, komu
til New York hinn 6. þ.m. og var
mjög vel fagnað.
* * *
“Það kostar peninga að kjósa
forseta i Bandaríkjunum,” ^fegir
blaðið ‘Wasihington Star”. Að
þetta sé ekki öfmælt, má sjá af
skýrslu þeirri, sem ihér fer á eftir
og sýnir, hve miklum peningum
forseta-efnin, eða stjórnarflokk-
arnir öllu heldur, hafa eytt við
hverja iforsetakosningu síðan árið
1896 r
1896—McKinley, $3,500,000;
Bryan, $675,000.
1900—McKinley, $12,500,000; '
Bryan, $425,000.
1904—Roosevelt, $1,900,000;
Parker, $700,000.
1908—Taft, $1,655,518; Bryan,
$900,000.
1912)—Wilson $1,130,000; Taft,
$1,070,000; Roosevölt, $670,000.
1916—Wflson, $1,958,000;
Hughes, $3829,000.
1920—Harding, $5,319,729; Oox,
$U18,374.
1924—Coolidge, $3,063,952; Dav-
is, $903,908; La Pollette, $221,977.
Hinn nýkjörni ftorseti í Mexico,
Alvaro Obregon, var hinn 17. þ.m.
myrtur í smábænum San Angel,
skamt frá Mexico City, þar sem
vinir hans og fylgismenn voru að
halda honum veizlu. '
Ur bœnum.
Á mánudaginn 6. ágúst, fer sér-
stök járnbrautarlest frá C. P. R.
CAVELL APARTMENTS.
Hér birtist mynd af stórhýsi því hinu mikla, Cavell Apartments,
sem herra Ásmundur P. Jóhannsson er að byggja uoi þessar mund-
ir á Kennedy stræti, rétt norðan við Sargent. Ave.
f stórhýsi því, sem hér um ræðir, eru 30 íbúðir, og kostar bygg-
ingin öll um $150,000. Stórhýsi þetta er alt gert úr steypu, stáli,
höggnum steini og múrsteini. Svo gersamlega er byggingin eld-
tryggj að eigi verður nein eldsábyrgð á hana sett. Hljóðheld er
hún einnig, sem þá er hezt getur. Innanverk alt er úr fyrsta flokks
eik, en stigar allir-af stálLgerðir. Á gólfum í öllum göngum, er nýtt
efni, sem Terazzo nefnist, sem og á eldhúsgólfum. í öllum baðher-
Ibergjum er “Hexagon Tile”, en íbúð hverri fylgja vandaðir raf-
kæliskápar (Frigidaire). í hverri einustu íbúð, er Moffat rafelda-
vél, sú fullkomnasta og toezta tegund, sem til er á markaðinum.
Getið skal (þess og, að í öllum íbúðunum er skrautlegur raf-
“Fireplace”, er eykur mjög á fegurð og þægindi. Vatn alt er hitað
með rafmagni, og er slíkt enginn smáræðis. kiostur. Þá er og í
byggingunni “Incinerator”, er torennir til agna á svipstundu allan
úrgang.
Stál það, er í byggingu þessa fór, nemur um 40 smálestum.
Oavell Apartments, er fyrsta stórhýsið, sem bygt hefir verið af
•íslendingi hér í borg, úr efni því, sem nú hefir verið frá skýrt, og
ein sú allra fullkomnasta toygging slíkrar tegundar, er reist hefir
verið í borginni, að því er umsjónarmönnum bygginga fyrir borgar-
innar hönd, segist frá.
Eigandi þessa vojlduga stórhýsis, herra Ásmundur P. Jóhanns-
son, gerði uppdrætti alla sjálfur, og þefir haft á hendi alla uipsjðn
með verkinu.
stöðvunum í Winnipeg til River-
ton. Þaðan fer lestin aftur kl.
6.55 og kemur til Winnipeg kl. 10.
Þetta eru þeir, sem ætla sér að
sækja Íslendingadaginn í River-
ton, beðnir að athuga.
Látinn á elliheimilinu Betel,
þann 19. þ.m., Björn Magnússon,
Vopfirðingur að ætt; hafði lengi
blindur verið, en að öðru leyti ern
og Ihraustur. Var liann 90 ára, er
hann lézt. Jónas bóndi í Argyle
og Rúnólfur bóndi í Cloverdale,
B. C., eru synir hins látna manns.
Björn var hugrakkur og góður
maður og hafði unnið vel meðan
dagur var. Bjartsýnn var hann
og öruggur trúmaður.
Hinn 17. f.m. voru gefin saman
í hjónaband að Lundar, Mr. Walt-
er Friðrik Breckman og Miss Pál-
ína Dagbjört Kristjánsson. At-
höfnin fór fram í kirkju Lundar-
safnaðar, og samsæti að kveldinu
í húsi foreldra brúðgumans, Mr.
og Mrs. G. K. Breckman. H.J.L.
í lista þeim í síðasta blaði, þar
•
sem talin voru nöfn þeirra ís-
lenzkra læknaskólastúdenta, er
undir próf gengu við Manitoba-
háskólann í vor, féll út nafn Mr.
D. C. M. Hallsons, er lauk annars
bekkjar prófi í læknisfræði.
Dr. Einar T. Skafel frá Pelly,
Sask., dvaldi í toorginni nokkra
daga í vikunni sem leið. Lét hann
vel af hag sínum þar vestra.
Bandaríkjum, þar sem þau hðfðu
verið á ferðalagi um ihríð. Er Mrs.
Tighe ættuð úr Borgarfirði hinum
syðra. Maður Ihennar er stöðvar-
stjóri í þjónustu Canadian Nat-
ional járnbrautarféilagsins.
Mr. Viihjálmur Björnsson, ný-
lega kominp af fslandi, á bréf á
'ekrifstofu Lögbergs.
Kveðjusamsœti í Árborg
Fólkið, er verið var að kveðja,
voru þau Mr. og Mrs. Ámi Ander-
son, sem voru í þann veginn að
flytja til Winnipeg. Fór samsæt-
ið fram að kvöldi þess 1. júlí, og
var haft í húsi Mrs. Ingu Fjeld-
steð, sem er systir Mrs. Anderson.
Fjöldi fólks var þarna saman
kominn. Fyrir samsætinu stóð
kvenfélag Árdalsafnaðar, en í því
félagi hefir Mr. Anderon verið og
unnið með dugnaði undanfarin
ár og verið féhirðir þess um ail-
langt skeið. Heiðursgjöf gáfu
konurnar Mrs. Anderson við þetta
tækifæri, peningaupphæð - nokk-
ura, er fréttaritari yðar veit ekki
hvað mikil var, og skyldi Mrs.
Anderson sjálf velja og kaupa etn-
hvern minjagrip, þann er hún
-helzt kysi. iSamsætinu stýrði séra
Jðhann Bjarnason og fór það fram
með venjulegu fyrirkomulagi, og
skorti sízt góðan fagnað, svo sem
söng, Mjóðfæraslátt og ágætar
veitingar. Mun það hafa staðið
yfir um þrjár stundir, frá kL 9 e.
h. og til kl. 12. — Árni Anderson
hefir unnið við bændaverzlunina
í Árborg í mörg ár og fengið orð
fyrir að vera röskur og lipur
verzlunarmaður. Háfa þau hjón
bæði tekið drjúgan þátt í félags-
íífi bæjarins, bæði í safnaðarlífi
Árdalssafnaðar og starfi Templ-
ara í Árborg. Er Árni þegar ráð-
inn hjá stóru verzlunarfélagi í
Winnipeg og 'hefir enda unnið við
þatf störf síðan snemma í vor. —
Mun þeirra, Mr. og Mrs. Ander-
son, verða saknað úr félagslífi
bæjar og umhverfis. — Utaná-
skrift þeirra verður fyrst um sinn
781 Simcoe St.—(Fréttar. Lögb.).
inn viðbúnað, í samkomuhúsi sínu
í Kandahar. Með þeim var margt
vina frá Wynyard og annarsstað-
ar úr Vatnabyrgðum. Tilefnið var
siltfurbrmðkaup einhverra vinsæl-
ustu hjóna þar í bygð, Jóns B.
Jónssonar og Stefíu Stefánsdóttur.
Sezt var að veizluborðum skömmu
eftir kl. 8. Sátu silfurbrúðhjónin
fyrir miðju háborði og ættingjar
og vinir umhverfis þau. Salur og
borð voru fagurbúin og blómum
skreytt. Konur -bygðarinnar höfðu
tilreitt kveldverðinn af mestu
risnu. Áður en matast var, sungu
menn sálminn “Hve gott og fagurt
og indælt er”, sóknarpresturinn,
iséra Carl J. Olson, las 13. kap I
fyrra bréfi Páls til Korinþumanna
og séra Björn B. Jónsson, D. D.,
frá Winnipeg, bað bæn.
Mr. og Mrs. B. Sturlaugsson,
frá Wynyard, Sask., litu inn á
skrifstofu vora síðastliðinn mánu-
dag. Höfðu verið gestir við há-
tíðarhaldið mikla að Mountain,
N. Dak., en síðar ferðast nokkuð
um Nýja ísland. Biðja þau Lög-
berg að flytja öillum kunningjum
þeirra og vinum, er þau hittu á
ferðalaginu, alúðar þakkir fyrir
góðvild og gestrisni.
E. Thorson, að Weldon, Sask.,
hlaut Graham-Paige bíl þann, er
dregið var um í sambandi við
Norðmannahátíðina miklu, sem
haldin var nýlega hér í borginni.
Utanáskrift séra Jðhanns Bjarna-
sonar er nú 970 Banning St., hér
í bænum. Þetta er fólk beðið að
muna, er bréfaviðskífti þarf að
'hafa við séra Jóhann eða fólk
hans.
Mr. og Mrs. B. Tighe, frá Vans-
ctoy, Sask., ktomu til bor-garinnar
í vikunni sem leið sunnan úr með foreldrum og 9ystkinum hins
Þann 9.#júlí 1928 andaðist að
Keldulandi við Íslendingafljót,
Björn Sigurðsson Olson, ungur,
vænn maður, 26 ára gamall, elzti
sonur Sigurð-ar og Ingibjargar 01-
son, er þar búa. Hafði hann um
nokkurn tíma þjáðst af hjarta-
sjúkdómi og voru allmiklar lækn-
ingatilraunir gjörðar , er, því mið-
ur, urðu árangurslausar. Jarðar-
förin fór fram með húskveðju á
heimilinu og svo með útfararat-
höfn í kirkjunni í Riverton þ. 13.
júlí. Margt fólk viðstatt. Séra
Jóhann Bjarnason jarðsöng. —
Hluttekning einlæg og almenn
unga látna manns í sambandi við
þetta sorgartilfelli.
Mr. Grettír L. Jóhannsson, bók-
ihaldari, ktom heim síðastliðinn
laugardag úr hálfsmánaðar ferða-
lagi um Minnesota ríkið. Dvaldi
hann í St. Paul, Minneapolis, Du-
luth og Detrtoit Lakes.
Látin er nýlega í Mtontanarík-
inu, frú Guðrún Einarsson, syst-
ir Dr. M. B. Halldórssonar hér í
borginni. Var hún sextíu og eins
árs, er hún Tézt, mesta myndar-
kona að dómi þeirra, er til þektu.
Lætur hún eftir eina dóttur barna.
Próf. VALTÝR GUÐMUNDSSON
látinn.
ISamkvæmt -símskej'ti til ís-
lenzka ræðismannsins hér í
borginni, lézt í Kaupmannahötn
mánudaginn þann 23. þ. m., pró-
fessor Valtýr Guðmundsson, sex-
tíu og átta ára að aldri. Banal
meinið var krabbi. Prófes-sor
Valtýr var viðurkendur fræði-
maður og kom mjög við stjóm-
málasögu íslendinga. Á Al-
þingí sat hann frá 1894 til 1909
og einnig frá 1911 til 1914. Rit-
stjórn Eimreiðarinnar hafði
hann á hendi frá 1895 til 1917.
Kveðjajijá Templurum í ^rborg.
Að loknum stúkufundi í Árborg,
þ. 9. júlí s.l., er var vel sóttur, fór
fram kveðjusamsæti í fundaraal
stúkunnar, í sambandi við burtför
séra Jóhanns Bjarnasonar og
fólks hans frá Árborg. Samsæt-
inu stýrði Jóhann B. Jóhannsson,
ungur og lipur hæfileikamaður, er
mikið hefir starfað í stúkunni,
verið æðsti templar all-lengi, en
gegnir nú embætti fjármálaritara.
Flutti hann stutta inngangsræðu
og skýrði frá tilefni samsætisins,
en kvaddi því næst Björn I. Sig-
valdason, oddvita Bifröst sveitar,
til að taka til máls. Hefir Björn
verið einn af helztu mönnum stúk-
unnar, síðan hún var endurreist
fyrir nokkrum árum. Flutti hann
skýra og skörulega ræðu, bæði um
starf og málefni 'bindindismanna
yfir höfuð og um þátttöku séra Jó-
hanns og fólks hans í þeim mál-
um. Mintist hann sérstaklega
elzta sonar þeirra hjóna, séra Jó-
hanns og konu hans, Bjarna A.
Bjarnasonar, er lengi var ritari
stúkunnar, en hefir nú í seinni
tíð verið æðsti templar og auk
þess staðið fyrir fræðslumlálum
stórsfúkunnar. Afhenti hann síð-
an Bjarna peiungaupphæð frá
stúkunni að gjöf, með þeim um-
mælum, að hann keypti fyrir þá
vandaða ferðatösku. Svöruðu þeir
báðir, með sinni ræðunni hvor,
séra Jóhann og Bjarni. Voru þar
næst fram reiddar ágætar veit-
ingar og mun samsætið hafa stað-
ið yfir til kl. u mtólf. — Stúkan í
Árborg hafir starfað með tals-
verðum myndarbrag undanfarin
ár og ætlar séra Jóhann og fólk
hans að vera áfram í stúkunni, þó
þau hafi flutt á burtu úr bænum.
—(Fréttar. Lögb.)
Kátt í Kandahar.
íslenzka bygðin umhverfis smá-
þorpið Kandahar í Saskatchewan
er fögur sveit. Er þar búsæld
mikil, enda ríkir þar andi frjáls-
mannlegrar framsóknar. Bjart er
■ávalt yfir sveitinni, og stafar
birtan af bróðurhug þeim, er teng-
ir bygðarmenn saman og glaðværð
þeirri, sem einkennir þá.
Glatt var á hjalla hjá þeim á
föstudaginn 13. júlí. Komu þeir
þá saman um kvöldið, eftir mik-
Að (kveldveyði isnæddum og
ruddum borðum, tók veizjustjóri,
séra Carl J. Olson, til máls. Flutti
hann heiðursgestunum fagurt er-
indi og afhenti þeim frá veizlu-
gestum og fleiri vinum, silfur-
borðbúnað forkunnar fagran. Þá
mælti Mrs. J. Stephenson fvrir
minni silfurbrúðurinnar og færði
henni fagra gjöf frá kvenfélagi
bygðarinnar, en forseti þess hefir
silfurbrúðurin löngum verið; var
sú ræða skipulega samin og vel
flutt.. Björn Hjálmarsson, B. A.,
talaði fyrir minni silfurbrúðgum-
ans af mikilli málsnild bæði 1
gamni og alvöru. Jón Jónsson frá
Mýiy flutti silfurbrúðhjómmum
kvæði og var það síðan sungið af
öllum veizlugestum. Þá flutti
séra Björn B. Jónsson, toróðir silf-
urbrúðgumans, ræðu. 'Hafði hann
gift silfurbrúðhjónin fyrir 25 ár-
um og sagði nú frá atburðum og
siðumi frá þeirri tíð. Næst talaði
séra Friðrik Friðriks'son frá Wyn-
yard, og fór fögrum orðum um
vinsældir og drengskap þeirra
hjóna. Þá flutti W. H. Paulson
þingmaður snjalla ræðu. Milli
ræðanna sungu þau Mrs. J. Thor-
steinsson^ og Mr. Sveinbjörnsson,
til mikillar skemtunar , en al-
menningur söng á pventuð kvæða-
blöð marga söngva,- bæði enska og
íslenzka. Hafði orðum verið vik-
ið við af miklum ihagleik og
fyndni, svo almenn gamankvæði
voru látin hljóða upp á silfur-
brúðhjðnin sjálf. Varð af því
gleðskapur mikill.
Að loknum ræðuhöldum þeim,
er nú hafa nefnd verið, stóð upp
silfurbrúðurin og þakkaði með
velvöldum orðum hinum mörgu
vinum þeirra hjóna fjrrir auð-
sýnda v^lvild og fyrir gjafirnar
dýrmætu. Flutti svo silfurbrúð-
guminn ítarlegt erindi, rifjaði
upp liðna tíð þar í bygðinni og at-
burði frá llandnámstíðinni þar.
Var ræðu hans tekið svo, að ekki
duldist, hve samúðin er mikil með
þeim sveitungum öllum og hversu
vænt þeim þykir um “J. B.”
Þegar hér var komið, urðu hðfð -
ingjaskifti þar í rikinu. Lét sókn-
arpresturinn af stjórn samkom-
unnar, en völdin tók Björn Hjálm-
arsson. Þótji það eigi geistlegum
manni sæma að stýra því, er á eft-
ir fór. Let nú veizlustjórinn nýi
ryðja borðum og stólurti út í horn
iog toað menn og konur kasta elli-
belg og taka til að stíga dans, svo
sem verið hafði í gamla daga.
Gerðust þeir þá léttfættir bænd-
urnir og húsfreyjurnar ekki síð-
ur. Stóð á palli raddmaður góður
og ‘kallaði af”. Varð af þessu
gleðskapur svo mikill, að jafnvel
prúðustu prestar stóðust ekki
mátið, og gengu í leikinn sumir.
Milli “snúninga” héldu margir
menn stuttar ræður og sagðist vel.
Báru þær allar vott um þá miklu
góðvild og vináttu, sem fóTkið
bar í brjósti hvað til annars. Enn
var mikið sungið og allir voru
glaðir í hjarta. — Að svo gTöðum
góðra vina fundi búa menn Tengi.
Dagur var runninn og bjart
orðið, er haldið var heim. Fór
hver ihópur í sínum.bíl í morgun-
biíðunni syngjandi til síns heima-
húss. Sváfu svo víst allir langt
fram á dag með góðri samvizku,
nema Björn Hjálmarsson — hann
varð að halda á stað austur um
sveitir í inspectors-erindum.
Gestur.
Ásmundur P. Jóhannsson.
Einn þeirra manna, er mest
hefir kveðið að í athafnalífi Vest-
ur-íslendinga síðastliðinn aldar-
jórðung, er Ásmundur P. Jóhanns-
son. Er hann svo mikill atfylgju-
maður á sviði athafnalífsins, að
þar munu fáir til jafns komast,
innan vébanda þjóðflokks vors,
þótt margt sé þar dugandi drengja.
Fer þar saman, sem Ásmundur er,
skörp hagsýni og sjaldgæfur vilja-
kraftur. V
Herra Ásmundur P. Jóhanns-
son, er fæddur að Haugi í Mið-
firði í Húnavatnssýslu, þann 15.
dag júlímánaðar 1875. Flúttist
hann hingað til lands aldamóta-
árið, og settist að í Winnipeg, þar
sem heimili hans hefir.verið jafn-
an síðan. Um seytján ára aldur,
tók Ásmundur að nema tré&míði,
og vann að 'húsabyggingum að
loknu námi, heima á Fróni, þar til
hann fluttist til Vesturheims.
Fyrstu tvö árin vestra," vann hann
við smíðar hjá innlendum mönn-
um, en um haustið 1902, keypti
hann þrjár Tóðir á Victor Street,
og um áramótin ellefu í viðbót, og
bygði hús á þeim öllum fyrir eigln*
reikning. Slíku hélt hann óslitið
áfram, þar til hann tók að byggja
sín eigin stórhýsi. Var með því
í raun og veru lagður grundvöll-
urinn að fjárhagslegri velgengni
hans í landi hér. Árið 1911 bygði
Ásmundur Vingolf Apartments;
1912 Theodora Apartments; 1914
Alloway Court; 1926 Agnes
Apartments, og nú siðast í sum-
ar, Cavell Apartments, þetta vold-
uga stórhýsi á Kennedy Street, er
myndin birtist af hér í blaðinu.
í félagsmálum íslendinga hef-
ir Ásmundur látið mikið til sín
taka. Að ibindindismálum, meðal
Vestur-lslendinga, hefir hann
starfað af kappi miklu, og er hið
sama um þjóðræknismálin að
segja. Sérlhvert það rúm, er Ás-
mundur skipar, er vel skipað, þvl
hann er hvergi hálfur. Síðastlið-
in 'sex ár, hefir Ásmundur átt sæti
í stjórn Eimskipafélags íslands
fyrir Vestur-íslendinga hönd, og
hefir við hvert liðandi ár, verið
lcosinn með auknu atkvæðamagni.
Fimm sinnum hefir Ásmundur
farið til íslands, frá því hann
fluttist vestur, í eitt skiftið með
fjölsky.lduí sína aTIa, árið 1913,
—og. heim fer hann 1930, hvernig
svo sem málum skipast tfl, þvi
Islendingurinn í honum er ger-
samlega ódrepandi.
Kona Ásmundar, er Sigríður
Jónasdóttir frá Húki í Miðfirði,
trygglunduð ágætiskona. Eiga
þau hjón þrjá mannvænlega sonu,
Jónas Waldimar, Kára Wilhelm
og Grettir Leo. Er Jónas kvænt-
ur, en yngri bræðurnir báðir 1
heimahúsum. Heimili þeirra
hjóna er hið prýðilegasta, þar sem
ávalt mætir manni hlý.hugur og
sanníslenzk gestrisni.
Ásmundur P. Jóhannsson er
persónulegur vinur minn, einn af
þeim beztu. Eg varð honum sam-
ferða af fslandi ásamt fjölskyldu
hans, haustið 1913, og hefir á-
valt siðan verið vingott með okk-
ur, og eg þori að segja, engu síð-
ur fyrir það, þótt leiðir okkar í
skoðanalegu tilliti, hafi ekki a-
valt legið saman,
Mér er hlýtt til Ásmundar fyrir
margt, en þó einkum og sérílagi
fyrir það, hve góður fslendingur
hann er og laus við fordild.
Er Ásmundur kom úr íslandsför
um haustið 1924, var silfurbrúð-
kaup þeirra hjóna hátíðlegt hald-
ið í Goodtemplaralhúsinu íslenzka
hér í borginni, að viðstöddu afar-
miklu fjölmenni, sem talandi vott-
ur um hlýihug og vinsældir.
E. P. J.