Lögberg - 26.07.1928, Síða 4

Lögberg - 26.07.1928, Síða 4
BIb. 4 LÖGBBRG, FIMTUDAGINN 26. JÚLÍ 1928. Jögbcrg Gefið út.hvern Fimtudag af The Col- umbia Pross Ltd., Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. Talaimart N-6327 og N-6328 Einar P. Jónsson, Editor Otanáakríft til blaSrína: Tt(E C0LUN|BIA PRESS, Itd., Box 3171, Wlnnlpag. I|ai|. Utan&akrift riutjórana: EDfTOR LOCBERC, Box 3171 Wlnnipog, Maa. T'erð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram Tba ‘'LðKberg” la prlnted and publUhed by Tba Oolumblt. Preaa, Lámital, ln tha Columbla Buáldtng, 6»6 Sargant Avo-, Wlnnlpag, ManHoba. Heimferðarmálið ogMr.Thorson í íslenzku blöðunum í síðustu viku, birtist “Opið bréf “ frá J. T. Thorson, sambandsþing- manni, til svars við bréfi Sveinbjarnar prófess- ors Johnson. Þetta opna bréf á að vera vörn fyrir heimferðarnefndina í sambandi við styrk- ibeiðnina margræddu, en tilgangurinn mishepn- ast algerlega, þótt skýr maður og mikils metinn eigi hlut að máli. Meðal annars stendur þetta í bréfi þing mannsins: “Staðhæfingarnar í bréfí Mr. Johnsons, sem eg vil athuga, eru þser, að fjárveitingarnar frá Saskatchewan$tjórninni séu færðar til reiknings í innflutninga dálkana, og að Saskatchewan- stjórnin geti ekki veitt féð í nokkrum öðrum tilgangi en þeim, að eifla innflutninga. ’ ’ “Eftir mínum skilningi,” segir Mr. Thor- son, “eru þessar staðhæfingar algerlega rang- ar.” En það einkennilega er, að þótt leitað sé meði logandi ljósi, finnast þessar staðhæfingar hvergi í bréfi Mr. Johnsons. Hann minnist þar ekki einu orði á Saskatchewan stjórnina. Allar málalengingar ót af þessum ímynduðu staðhæf- ingum, eru því vindhöigg og annað ekki. Mr. Johnson talar um stjómirnar ^Tir höf- uð, en hvergi sérstaklega um Saskatcheawan- stjómina. Þá getur greint á um það, lögfræð- ingana, hvaða vald stjórnir eða þing hafi; en atriðið, sem hér er til nmræðu aðallega, er ekki auglýsing á lögfræðiskunnáttu, heidur í fyrsta lagi þetta: Hefir um nokkum styrk verið heð- ið frá nokkurri stjóm, sem færður sé í innflntn- ingareikningana 1 Og í öðru laigi, ef svo er, væri það þá sæmilegt íslendingum, að þiggja þesskonar styrt? / Þetta er svo auðvelt, og óflókið mál, að ekki þarf um það mörg orð. Geti heimfararnefndin sannað það, eða Mr. Thorson fyrir hennar hönd, að um engan styrk hafi verið beðið, eða engum styrk hafi verið lofað, og þVí engan styrk átt að þiggja, sem færður væri til reiknings í innflutningadálkana, þá er því atriði fullsvarað, annars ekki. En nú vill svo vel til, að Manitohastjórain var beðin um styrk og hún lofaði styrk, sem til innflutningskostnaðar var reiknaður, og þann styrk ætlaði nefndin að þiggja — og ætlar enn að þiggja hann, því hún hefir hvergi lýst yfir því, að hún 'afþakki hann. Hvers vegna kannast ekki Mr. Thorson af- dráttarlaust við þetta? Hvers vegna forðast hann það eins og heitan eldinn, að minnast á Manitobastjórnina — stjórnina í hans eigin fvlki, en fjölyrðir svo mjóg um Saskatchewan- stjómina? Mr. Thorson gefur þœr mikilsverðu skýring- ar, og sannar þær, að stvrjcurinn hafi ekki ver- ið veittur Islendingum sem heild, heldur “ís- lenzka félaginu.” Líklega er þar átt við Þjóð- ræknisfélagið. Þetta sannar það, að féð var ekki veitt í heiðurs skyni við Islendinga, enda sézt það bezt áþví, að Mr. Thorson sýnir það og sannar, að styrkveitingin var lögð að jöfnn við fjárveitingu til hlindrahælis, kostnað við fjár- ráð geðveikra, manna, styrk til skotfélaga, fé sem haft er til vara, ef óvænt slys her að hönd- m, fé til gripakvía og þar fram eftir götunum. Þegar jafn-skýr maður Qg Mr. Thorson get- nr ekki varið málið betur en þetta, þá er því tæpast viðbjargandi. Undirskriftirnar. og heimferðarnefnd Þjóðrceknisfélagsins. Alt frá þeim tíma, er hljóðhært varð um yfirlýsingu þá, er sjálfhoðanefndin sendi til undirskrifta út um íslenzku bygðirnar í Canada og Bandaríkjunum, hefir kurr mikill verið í herbúðum heimferðamefndar Þjóðræknisfé- lagsins. Atti það að ganga goðgá næst, að sjálf- hoðanefndin skyldi dirfast þess að grenslaist eftir vilja almennings í sambandi við styrkfar- ganið margumrædda. Hingað til hefir það nú sjaldan verið talið ámælisvert, að ráðgast við fólkið, er á ferðinni voru mikilvæg mál, er vörð- uðu sæmd þess og heill, og ihéðan í frá, engU síður en fram að þessu, er sjálfboðanefnilin staðráðin í því að láta almenning fá fulla vit-. neskju um fyrirætlanir sínar, — hefir enda ekkert að hylja. Reynt hefir verið í seinni tíð, að telja al- menningi trú nm, að sama sem ekkert hefði orðið úr úndirskriftum, að sumar þeirra hafi verið falsaðar, og að ekki mnndu komið hafa inn nema um þúsund nöfn í alt. Slíkt er blekk- ing og annað ekki. Undirskriftirnar hafa geng- ið frábærlegai vel. A fjórða þúsund nöfn full- veðja manna og kvenna hafa oss þegar bor- ist í hendur, — þar af þúsund úr Winnipeg- borg. í sumum bygðunum skrifuðu því nær all- ir nndir mótmælin gegn stjórnarstyrknum, og þurftu engra eggjana við, því svo voru þeir á- kveðnir í afstöðu sinni. Heimferðarnefndin fordæmdi undirskriftimar, en nú er hún hreint ekki svo lítið upp með sér af þeim eiðsvörnu í Blaine. A nokkrum istöðum hefir heimferðarnefnd- inni hepnast að fá samþykta traustsyfirlýsingu á sjálfa ’sig, en hvergi hefir þá styrkurinn verið nefndur á nafn. Þjóðræknsdeildin í Wynyard mótmælti styrknum opinberlega samkvæmt sím- skeyti því, er Mr. Bildfell las upp á stóra fund- inum 1. maí, þótt hún hinsvegar vildi ekki greiða nefndinni vantraustsyfirlysingu. Ekki var minst á styrkinn í tilögu þeirri, sem samþykt var á Selkirk fundinum og svona kvað það vera um allar jarðir, hvarisem heimfararnefndin leggur leiðir sínar. Tleimfararaefndin, eða þeir úr henni, sem sporgleiðastir em, tala drýgindalega um aukið fylgi við málstað sinn. Er þá óspart vitnað í 'VVynyard, Leslie, Gimli og jafnvel Selkirk fund- inn alræmda. Hví minngst nú ekki þessir háu herrar á frægðarförina til Glenhoro, Brú, og núna síðast til Churchbridge ? Yæri þá ekki hugsanlegt, að fundargemingamir í Heims- kringlu Skiftu vitund um lit? Góð hugmynd. 1 vikunni sem leið, birtist í báðuin íslenzku hlöðunum greinarkorn, “Bending til Vestur- 1 slending'a, ”i nndirskrifað af þremur menta- mönnum íslenzkum hér í borginni, sem sé þeim herrum J. T. Thorson, samhandsþingmanni, T)r. Jóni Stefánssyni, og Walter lögfræðingi Lindal. Gera þrímenningar þessir það að tilögu sinni, að hafinn sé eins fljótt og því verði við komið, undirhúningur undir almenna íslendingahátíð vestan hafs, er haldin skuli 1930 í tilefni af þús- und ára afmæli Alþingis. , 1 upphafi téðrar greinar, komast þrímeim- ingarnir þannig að orði: “Þ<að liggur í augum nppi, að það verður tiltölulega mjögl lítill hluti Vestur-lslendinga, sem ferðast getur til Islands 1930. En engan efa teljum vér á því, að hvern einasta mann, \ sem af íslenzku bergi er brotinn, myndi langa til að geta á einhvern hátt tekið þátt í hátíð til að minnast þúsund ára afmælis Alþingis. Þess vegna finst oss, að það ætti vel við að þeir, sem ekki geta farið heim, stofnuðu til hátíðarhalda hér vestan, hafs.” Uppástunga sú, er hér um ræðir, er að vorri hvggju eigi aðeins réttmæt, heldur beinlínis sjálfsögð. Það stendur öldungis á sama, hversu margir þeir knnna að vera, er fegnir vildu líta ættland sitt á Alþingishátíðinni 1930; þeir verða aldrei nema tiltölulega fáir, sem farið geta. “Þeir, sem heima sitja, — og það verður all- ur f jöldinn, — láta sér að sjálfsögðu engu óann- ara um söguhelgi Alþingis hins foma við öx- ará, en hinir, er nuðveldara eiga með að kom- ast heim. Þess vegna hlýtur þeim að vera það metnaðarmál, að stofnað verði hér til hátíðar- halds, er samboðið sé að öllu leyti þessum mik- ilvæga menningaratburði í sögu stofnþjóð-ar- innar á Próni. Mál þetta er í eðli sínu þannig vaxið, að óhugsandi virðist, að þar geti nokkur ágreiningur komist að. A því sviði ættu allir Vestur-l-slendingar að geta gengið óskiftir til verks, með sameinuðum áhuga og sameiginleg- um þrótti. Ekki dugir það, að kasta höndunum að undirbúningi málsins, heldur verður að beita við meðferð þess allri hugsanlegri forsjá. Æskilegt væri, að hafinn Vrði undirhúning- ur í þessa átt, í samræmi við uppástungu þrí- menninganna, eins fljótt og því yrði við komið, því verkefnið, sem fyrir liggur, er næsta víð- tækt. Oss er það ljúft, að veita máli þessu fylgi, og treystum því, að allir þjóðjæknir íslendingar geri slíkt hið sama. Til heimfararnefndar ÞjóðræknisféJagsirs. Sjálfboðanefndinni íslenzku þætti vænt um, ef heimfararnefnd Þjóðræknisfólagsins vildi svara eftirfarandi spurningum, við fyrstu hentugleika: 1. Frá hvaða félagi eða einstaklingum, fékk nefndin leyfi til þess að biðja um styrk frá því opinbera, eða tók hún það upp hjá sjálfri sér? 2. Til hvers áttu peningamir að notast, þar sem öll flutningafélögin bjóðast til að greiða allan undirbúningskostnað sjálf? 3. Hvaða félag er það, sem Saskatchewan- þingtíðindin geta um, að styrkurinn hafi verið veittur til? 4. Hvers vegna taka ekki Saskatchewan- þingtíðindin það fram, að styrkurinn hafi ver- ið véittur í heiðursskyni ? 5. Hvaða nefnd manna er þ|ð, sem aðstoð- ar fjármálaráðgjafi stjórnarinnar í Saskatehe- wan, segir að hafi beðið um styrk til þess að gera sér (nefndinni) kleift, að ferðast til ís- lands 1930? 6. Hvers vegna lagðist nefndin á móti því á Þjóðræknisþinginu, að ritstjórar íslenzku blað- anna skyldi eiga í henni sæti ? 7. Hvernig getur nefndin nú notað herra Sigfús Halldórs frá Höfnum, til þess að bera blak af sér í þessari deilu, eftir að hafa látið fella það á Þjóðræknisþinginu, að honum sk>rldi bætt í nefndina? 8. Því lætur presturinn þess ekki getið í fundargjömingnum frá Gimli, að ein kona þar í bænum hetfði lofast til að gefa heimfarar- nefrid Þjóðræknisfélagsins þúsund dali, eða fyrirverður nefndin sig nú loksins fyrir allar íbónorðsfarirnar ? Svari nefndin ekki spnrningum - þessum vífilengjulaust, má hún sjálfri sér nm kenna, ef fólk kvnni að líta svo á, að ekki væri alt með feldu um gerðir hennar. Bókmentafélagsritin 1927. Alt af er fengur í ritum Bókmentafélagsins. Bækur iþess fyritf síðastliðið ár, em þar engiru undaritekningí. Miklar að fyrirferð, sérstak:- lega þegar til greina er tekið hið lága verð , þeirra, og það, sem meira er nm vert, drjúgar. að innihaldi. Arið sem leið gaf félagið út, auk Skírnis, tvö hefti íslenzkra Annála, eitt hefti íslenzks Fornhréfasafns og hefti Kvœðasafns, eftir ís- lenzka menn frá miðöldum. Hér er því um auðugan garð að gresja1 fyrir þá, er fróðlejk unna, ek'ki sízt sagnafróðleik. Má geta þess, að í síðara hefti Annálanna byrjar hinn frægi Fitjaannáll. Segir útgefandinn, dr. Hannes Þorsteinsson: “Er Fitjaannáll, eiris og hami kemur nú fyrir sjónir í þessari útgáfu, ekki að- eins fyrirferðarmestur allra íslienzkra annála, heldur jafnvel einhver hinn einkennilegasti, veigamesti og fjölskrúðugasti þeirra allra.” Til munu þeir vera að vísn, er telja Annála þessa og Fórnbréf asafnið æði þurran lestur, en hitt getur engum dulist, að hvorutveggj^i rita þessara eiga mikið menningar- eigi síður en sögulegt gildi. Með þessu hefti Kvæðasafnsins fellur útgáfa þess niður. Fróðlegt hiefði safn þetta eflauist orðið, og er það, sem út kom. En þegar á alt er litið, mun félagsstjórnin hafa ráðið viturlega hvað útgáfu þess snerti. Af ritum þessa árs, sem lendranær, er “Skírnir” auðvitað fjölbreyttastur oð efni og mest- við almennings hœfi. Er hann 240 blað- síður að lesmáli. Birtast þar ritgerðir og ljóð eftir tólf menn, nær alla þjóðkunna; mó segja, að þar sé rúm hvert vel skipað. Jón Helgason biskup ritar all-ýtarlega um Arna stiftprófast Helgason, annan aðal stofn- anda Bókmentafélagsins og fyrsta forseta þess á Islandi. Er hér, sem maklegt er, minst 150 ára afmælis hans. 0g fögur er hún og laðandi myndin, sem biskup bregðnr upp af þeesum mikla gáfu, lærdóms og mannkastamanni. A vorri öld, þegar meðalmensknnni er óspart sungið lof, er það sálarhressing, að lesa nm slíka menn. Dr. Guðmundur1 Finnbogason skrifar um “Bölv og ragn”, íhyglisverða rit- gerð og fjörlega skráða. Ræðir hér um þjóðar- Iöst. Klemens: Jónsson lýsir “Bæjarhrag í Reykjavík kringum 1870”. Er lýsing hans fróðleg og skemtileg. — Jón Eyjólfsson ritar tímabæra grein um “Veðráttu og veðurspár”. Þjóð, sem á eins margt manna á hafi úti árið um kring, sem Islendingar, er sannarlega þörf á að fullkomna sem mest veðurstofu sína og veð urathuganir. Einar Benediktsson er hið eina skálda vorra, sem ljóð á í “Skírai”, að þessu sinni — máttugt kvæði, “Ýmir”. Það er djúp vizka í þessum orðum: “Hve hlásnautt er hjarta, sem einkis saknar”. Og hún er þess virði, að festa sér í minni, vísan sú arna: “Hver laut sínum auði, var aldrei ríknr. öreigi bar hann purpurans flíkur. Sá stærðist af gengi stundiar var smár. Stór er sá einn, er sitt hjarta ei svíkur. Hve þungsóttar urðu langfaraleiðir þess lífs, sem var nanmt á sín bros og tár. Æfi, sem hvergi her harm né sár, himininn rænir — og sjóðinum eyðir.” Prófessor Finnur Jónsson — hann bilar eigi starfsþol, þó sjötugur sé — á hér vísindalega ogi rökfasta grein, “Kjalleklinga-saga”, um kafla í Sturlubók, er hann hyggur ágrip af týndri íslendingasögu. — Þá ritar dr. Sigurð- ur Nordal um “ Tyrikja-Guddu'* ’; er það hin snjallasta greinargerð. Leiðir höf. rök að1 því, að Guðríður (Tyrkja-Gudda) hafi átt drjúgan þátt í andlegum þroska manns síns, séra Hall- gríms, þó ýmsum kunni það kynlegt að virðast. — Einar H. Kvaran skrifar um “Upton Sin- clair og auðvaldið í Bandaríkjunum”, sann- gjama igrein og vel skráða,- sem vænta mátti. En um það, að Sinclair sé tilkomumestur rit- höfundur Bandaríkjanna, síðan er Jack London leið, munu margir þeirra, sem bezt þekkja til og mesta bókmentaþekkingu hafa, verða höf. ósammála. Arni Pálsson bókavörður, skrifar hlýlega minningargrein um Jón heitinn Jacohsson landsbókavörð. Einnig ritar Arni all-langt mál um Georg Brandes; er þar vel lýst þessum and- lega víking Norðurlanda. — Tvær aðrar rit- gerðir eru í heftinu. Hin fyrri um rit Bjarnar Þórðarsonar “Refsivist á íslandi” eftir ólaf Lámsson; hin síðari “Ferill Passíusálma- handrits síra Hallgríms Péturssonar”, eftir Pál Eggert Ólason, prófessor. Báðar eru grein- ar þessar fróðlegar, ritaðar af lærdómi. Loks eru ritdómar. Eigi verður því annað sagf, en að gott matarbragð sé að “Skírai” þetta árið. Eg get eigi hetur gert, en lokið umgetning þessari með fáum orðum úr bréfi merks Vest- ur-lslendings: “Hver einasti þjóðrækinn Is- lendingur ætti að vera félagi í Bókmentafélag- inu.” Það er þjóðrækni af ekki lakasta tagi. Richard, Beck. JÚLÍANNA STEPHENSON, fædd 16. okt. 1894 — dáin 19. júní 1928. (Undir nafni móðurinnar.) 4 Útlendingar vér allir erum, alstaðar hér um þessa jörð. Mótlætis kross á baki berum, bresta stundum á veðrin hörð. Á befir dunið súrt og sætt, og sverðið dauðans margan grætt. Sá/þín, mín dóttir, sæl nú lifir, sefur líkaminn vært og rótt. Vú varst hégómann hafin yfir, herrann þér launar dygða gnótt. Sjúkdómur linnir, þrautin þver, þér hinsta rekkja tilreidd er. Þitt grafarhúsið þig mun býsa, þar muntu hvíla sætt og rótt; þar mun guðlega ljósið lýsa og lifandi verur gæta hljótt að leifum þeirra ljóst með list lifandi trú er settu’ á Krist. Heilnæm er sú í !huga deigum huggun, er trúin veitir mér, að frjálsir síðar flytja megum, frelsarinn góði, í dýrð hjá þér, hvar hósíanna um eilíf ár englanna hljóma raustin klár. Kveðja hinnar látnu. Ástvinum fyrir aðstoð veitta, alúðar þakkir votta ber, er stunduðu mig af þjáning þreytta, þolinmæðdn ei leyndi sér. Alvaldur Guð mig að sér tók, eg er skrifuð í lífsins bók. M. Einarsson. Alt er nú tilbúið fyrir Holt, Renfrews árlegu AUGUST FUR SALE Vér bjóðum sérlega góð kaup á góðum Furfatnaði. 20% til 30% afslattur frá hinu vanalega verði. Af reyslu undanfarinna ára, vita viðskiftavinir Holt Kenfrews hundruðum saman, að þégar Ágúst Fur Salan stend- ur yfir, er rétti timinn til að kaupa Fur. Holt Renfrews stend- ur öðrum betur að vígi, þar sem þeir eru stærstu Fur salar i Canada, og þar sem þessi sala er sérstaklega undirbúin, há má reiða sig á, að það munar um þann sparnað, sem viðskiftavin- ir þeirra verða aðnjótandi. \ / Hér eru nokkur dæmi, sem sanna hið lága verð ELECTRIC SEAL, óskreyttar. Vanaverð $110. $79.50 HíUDSON SEAL, skreytt Al- aska Sable, eða án hesss. Núna!erð$!75:....$295.00 PERSIAN LAMB, skreyttar Alaska Sable. Vanaverðið ^0;..............$325.00 MUSKRAT — Vanaverð $250 , en nú Í1Q5 00 Seldar á ........Í15J,VW Margar fleiri kápur, dýrar og ódýrar, en með tiltöllega sama afslætti. I Færið yður í nyt Vora hægu borgunarskilmála 10% þegar kaupin eru gerð, (þriðjungur verðs, þegar kaupandi tekur við því, sem hann kaupir og hitt eins og þægilegt er. Engar rentur og ekkert sett fyrir geymslu. Viðskiftavinir, sém ekki búa í borginni, ættu að skrifa oss sem fyrst og láta oss vita bvað þeir þurfa. Takið fram hæð og gildleika. Vér) sendum sýnishorn, sem ber getið valið ur, og borgum flutningskostnaðinn báðar leiðir. » / Holt, Renfreu) & Co. LIMITED WINNIPEG Furriers since 1837. Islendingadagurmn í Vatnabygð. Tuttugasta þjóðminningarhátíð Islendinga í Vatnabygð, verður haldin fimtudaginn næstkomandi 2. ágúst, að Wynyard Beach. — Allar ástæður eru til áð ætla, að “dagurinn” verði sérstaklega á- nægjulegur í ár. Að vísu hefir undirbúningsnefndin orðið sam- mála um það, að sneiða í þetta sinn hjá öllu því mikla fjármála- vafstri, er samfara hefir verið hátíðahaldinu, og ósanngjarnlega hefir reynt á fórnfýsi og þolin- mæði sama fólksins ár eftir ár. Hugmynd þeirri, að efna til “dagsins” frekar .af eigin ram- leik, en eigin kostnaði bygðar- manna, hefir alment verið tekið á- gætlega. Reynt verður að haga öllu til í anda íslendingadagsins, eins og upplhaflega — fyrir 20 ár- um sí(San — var til hans stofnað. Að þessu sinni munu fulltrúar frá öllum bygðarhlutunum, —■ frá Foam Lake til Dafoe — koma fram með ræður eða kvæði. Þannig verður þetta þjóðlega minningar- mót vort í ár með sérstaklega heimilislegu sniði, og fyrir því má búast við, að utanbygðarmenn,

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.