Lögberg


Lögberg - 26.07.1928, Qupperneq 6

Lögberg - 26.07.1928, Qupperneq 6
BU. ft. LÖGBBRG, FIMTUDAGINN 19. JÚLÍ 1928. RAUÐKOLLUR EFTIE GENE STRATTON-PORTER. “Fig á e'kkert nafn," sagði hann, “nema þetta nafn, sem einhver klesti á mig, þegar eg var tekinn inn á barnaheimilið, éins hugsunar- laust óg tilfinningalaust, eins og þegar kettlingi er gefið nafn. Eg hefi sjálfur margoft séð og heyrt, hvernig þetta gengur til, þegar þessir litíu vesalingar eru teknir inn á heimilið. Það, sem þeir kölluðu mig, er í raun og veru ekki frekar mitt nafn, heldur en það er vðar nafn, eða hvers annars. Eg veit ekki hvert er mitt rétta nafn, og eg fæ sjálfsagt aldrei að vita það, en hér eftir ætla eg að verða yðar maður og eg skal með ánægju gegna hvaöa nafni, sem þér kallið mig. Viljið þér ekki gera svo vel og gefa mér eitthvert nafn, Mr. McLean! ’’ McLean hálf-sneri sér við í stólnum, sem hann sat á, og fór að blaða í bókum sínum. Hvað hiann var að hugsa um, verður ekki með vissu, sagt, en það var líklega svipað eins og hver annar góður og göfugur maður hefði hugsað í hans sporum. Án þess að líta upp úr bókunum, sagði hann, og var röddin dálítið hás: “Eg skal segja þér hvað eg skal gera, drengur minn. Faðir minn var ávalt mín fyr- irmynd. og eg unni honum rnest. allra manna. Hann er dáinn fyrir fimm árum, en eg trúi því staðfastlega, að hann mundi vera ánægður með það, að þú bærir nafn hans. Ef eg nú gef þér nafn þess manns, sem eg er skyldastur og sem eg hefi unnað heitast, ertu þá ánægður!” Eaukoll varð svo mikið um þetta, að hann beygði höfuðið niður á við og tárin hrundu niður á óhreina skvrtuna hans. McLean gat vel skilið þetta, því rétt í svipinn var honum sjálfum erfitt um mál. “Grott og vel,” isagði hann, “eg skrifa þá nafnið James Eoss McLean.” “Eg þakka yður innileg'a,” sagði Eauðkoll- ur. “Mér finst að nú þegar tilheyri eg yðúr.” “Þú gerir það,” sagði McLean. “Meðan enginn kemur, sem með órækum sönnunum get- ur sýnt að hann haifi rétt til þín, ]>á ert þú minn drengur. En komdu nú og baðaðu þig og fáðu þér að borða, og farðu svo að sofa.” Eauðkollur gerði eins og honum var sagt, og hann hafði aldrei á æfinni verið eins glaður í huga, eins og hann var nú. II. KAPITULT. Morguninn eftir fékk Eauðkollur hrein og góð föt til að fara í. Hann hafði hvílst vel og hann hafði fengið nóg að borða. McLean út- bjó hann eins og hann áleit að við ætti, og sagði honum nákvæmlega hvernig ætti að fara með skammbyssuna, sem hann fékk honum. Hann sýndi honum sjálfur, hvaða leið hann átti að fara og hann fékk honum verustað hjá Duncan og konu hans, sem áttu dálítið heimili í skógar- rjóðri þar ekki all-langt frá. Duncan hafði komið með McLean frá S-kotlandi og var að einhverju leyti verkstjóri hjá honum. Þegar McLean fór með menn sína til suðurstöðvanna, voru auðæfi Limberlost skóganna skilin eftir í umsjón Eauðkolls. Hitt vissi hann auðvitað ékkert um, að fyrstu vikurar voru hafðar á hon- um sjálfum nákvæmar igætur. Þetta voru mikil uxnskifti fyrir drenginn og þau voru langt frá því að vera án sárSauka. Hann var alinn upp í stórborg og hafði alla æfi vanist afar reglubundnu, en tilbreytingalausu lífi. Nú var hann kominn út í náttúruna í villi- skógum og honum fanst hann vera í stöðugri lífshættu. Hitinn var líka - afar þvingandi. Þungu stígvélin, sem hann varð að hafa, nugg- uðu skinnið af fótunum á honum þangað til blæddi úr þeim. Hann varð stirður eftir gong- una fyrstu dagana og fékk mi’klar harðsperrur, og veitti' honum því mjög erfitt að ganga lang- an veg og ógreiðfæran á hverjum degi. Hann æfði sig á hverju kveldi, með tilsögn Duncans, að fara með skammbyssuna og komst fljótt upp á lag með að hitta flest, sem hann skaut til. Hann bjó sér til barefli með stórum hnúð á öðr- um endanum og skildi það aldrei við sig. Það, sem hann var að hugsa þessa fyrstu daga í skógunum, gat hann ekki sjálfur munað eða gert sér grein fyrir þegar frá leið. Hann varð oft svo hræddur, að honum fanst hjartað ætla að hætta að slá. Þegar hann sá stargresið hreyfast í vindinum, ímyndaði hann sér, að þar væri einhver óargadýr á ferðinni, sem mundu ráðast á sig. Oft var það bara hans eigin skuggi, sem hann varð lafliræddur við eða þá hundurinn hans Duncans, sem þó var mesti meinleysingi. í fymta sinni sem hann varð þess var, að vírinn var slitinn, varð hann að vaða yfir næst- um ófæra keldu til að komast að honum og gera við hann, og tagar hans urðu svo óstyrkar, að hann gat naumast stjórnað hendinni til að gera það, sem gera þurfti. Honum fanst hann vera að sökkva ofan í fenið, og hélt að það mundi gleypa sig með húð og hári. Hann tafðist lengi við að gera við vírinn, og þegar hann var loks- ins búinn, þá var orðið dimt og þá fanst honum skógurinn enn ægilegri en nokkru sinni fyr. Honum fanst hann sjá voðalega stórar nátt- 1 uglur svo að segja á hverju tré, og honum fanst 'öll hol tré vera full af ungum þeirra. Nátt- hrafnar flugu í stórum hópur yfir höfði hans og svo nærri honum, að hann hélt að þeir mundu berja sig með vængjunum þegar minst varði. Villikötturinn misti bráð sína og mjálmaði á- mátlega. Eefurinn lét líka til sín heyra og kall- aði á maka sinn og unga. Eauðkollur skalf af hræðslu og svitinn bog- aði af honum, og fæturnir gátu naumast borið hann áfram. McLean hafði sérstaklega varað hann við eitur slöngum og sagt honum, að hann gæti heyrt til þeirra áður en þær nálguðust hann, og nú fanst honum hann heyra til þeirra í öllum áttum. Alt í einu varð hann þess var, að eitthvað kom á eftir honum eftir skógar- brautinni, og hann var þess fullviss, að það væri einhver ógurleg ófreskja, isem væri að elta sig til að vinna sér grand, og tók til fótanna og hljóp alt hvað af tók þangað til hann var kom- inn að niðurfalli. Svo sterkum tökum hafði hræðslan gripið hann, að hann þorði með engu móti að líta við. En þegar hann var rétt að segja yfir kominn af þreytu og mæði, þá hljóp hundurinn fram með liliðinni á honum. Sá hann nú loks, að hættan var ekki eins óskapleg eins og hann hafði hugsað, og sefaðist nú mikið. Þegar hann kom heim um kvöldið, sagði hann Duncan það eitt, að vírinn hefði verið slitinn, og honum hefði tafist lengi við að gera við hann og því kæmi hann svona seint. Eauðkollur hóf göngu sína daginn eftir í sama mund og hann var vanur, eins og ekkert hefði ískorist. Hann tók á allri sinni stillingu og hugrékki og varðist hættunum sem bezt hann gat og varð ekki fyrir neinum stóróhöppum. Hvort það kom nokkurn tíma í huga hans, að gefast upp, verður ekki með vissu sagt, en hitt er víst, að hann lét það aldrei uppi við nokkum miann, en hélt hiklaust áfram dag eftir dag. Duncan hafði verið til þess settur, að hafa gæt- ur á honum og sagði McLean svo að segja dag- lega alt sem hann vissi mn framferði drengsins. En það var ósköp óljóst fyrir þessum stóra og sterka Sgota, hvað hinn ungi ungi maður í raun oig vera hafði við að stríða. McLean komst því miklu nær, þó mikið vantaði til, að liann skildi það til fulls. Eftir nokkrar vikur fór Kauðkollur að verða öruggari og ánægðari. Hann hafði þó að minsta kosti komist komist fram á þennan dag, og nú átti hann heimili, og hann hafði meira að segja peninga í vasanum, sem hann átti sjálfur, og iþað voru fyrstu peningarnir, sem hann hafði unnið fvrir á æfi sinni. Af þessu fór hann að finna meira. til sjálfs sín, heldur en hann hafði áður gert. Enn þá flýtti hann sér alt sem hann gat, þar sem hann hélt að hætta væri mest, en hann var smátt og smátt að komast yfir það að vera hræddur fram yfir það sem full ástæða var til fyrir hanji, sem daglega var í mikilli hættu sfcaddur. Hann var með lífið í lúkunum, þegar hann fyrst varð var við skellislöngu, en hann herti upp hugann og lét kylfuna ríða að henni og drap hana í einu höggi; þegar þetta hepnað- ist svona vel, þá fvltist hann sigurgleði írans og skar af henni eina skelina til að sýna Duncan og sanna honum, að hann hefði unnið mikinn sigur. Eftir þetta var hann minna hræddur við slöngumar. Hann fór að gera sér grein fyrir þvú, að það væri naumast líklegt, að villidýrin í skógunum myndu ráðast á sig, meðan þau hefðu nóg að éta og hungrið þrengdi ekki að þeim; og ef það samt sem áður kæmi fyrir, þá hefði hann þó æf- inlega skammbyssuna til að verja sig með, og nú kunni hann vel með hana að fara. Hann var farinn að hafa gaman af þessum stóru fuglum, sém honum í fyr-stu höfðu birzt svo voðalegir. Hann veitti því líka eftirtekt, að líka dýrin kunnu að leika sér hvert við annað, og það kunnu fuglarair líka. Ekki á sama hátt og börnin, en tilgangurinn var hinn sami, að auka gleðina og góðvildina hvert til annars, og smátt og smátt fór Kauðkoll að þykja reglulega vænt um þesisi böm skógarins. Aður en fyrsti mánuðurinn var liðinn, var hann farinn að sætta sig við verk sitt, og fyrir enda annars mánaðar var honum farið að falla það beinlínis vel. Það má jafnan treysta nátt- úrunni -til þes sað láta manninn venjast sér í öllum myndum, ef hann sjálfur stríðir ekki gegn órjúfandi lögum hennar. Þar sem nú var þannig ástatt, að Eauðkoll- ur hafði en-gan annan félagsskap heldur en dýr- in og fuglana, þá var það eins eðlilegt og mest gat verið, að hann leitaði sér vina þeirra á meðal. Hann gerði sér far um að hjálpa þeim, sem veikir voru og hjálparþurfar. Hann furð- aði mjög á því, að bæði fuglar og ýms dýr virt- ust s'kilja það mjög fljótt, að hann var vinur 'þeirra, en ekki óvinur, og að kylfan, sem hann bar, var notuð þeim til gagns en ekki ógagns. Það var eins og þeim væri það alveg augljóst, að hann var ekki veiðimaður. Það var ekki nema ofur eðlilegt, þar sem hann var nú hættur að vera hræddur við dýrin og fuglana, einkum fuglana, og var meira að segja farinn að láta sér ant um þá, að hann líka færi að veit-a háttum þeirra eftirtekt. Af öllum þeim aragrúa af fuglum, sem þaraa voru, sér- staklega að haustinu, voru það ekki nema fá- einar allra algengustu tegundir, sem hann þekti, eða vissi nokur skil á. Langflestar fugla- tegundirnar vissi hann ekkert um. En hann var óþreytandi að athuga háttu þeirra og furð- aði stórlega, hve mj'ög þeir líktust háttum mannanna að ýmsu leyti. Þegar fór að hausta að, trén fóru að fella laufin og skógurinn að missa sitt sumarskrúð, þá varð Eauðkollur að sjá á bak vinum sínum, fuglunum, hundruðum og þúsundum saman. Honum fanst hann vera eftirskilinn einmana. Hann reyndi að vera sérlega vingjarnlegur við þá, í þeirri von, að einhverjir þeirra kynnu þó að verða eftir hjá honum. Honum datt í hug ♦ að færa þeim eitthvað að éta, því hann þóttist vita að það væri skortur á fæðu, sem kæmi þeim til að fara burtu. A hverjum degi sá hann stóra hópa taka sig upp og fljúga burtu. Þegar • fyrsti snjórinn féll um haustið, voru ekki orðn- ar eftir nema fáeinar fuglategundir. Þá byrjaði Kauðkollur á því fyrir alvöru, að hæna fuglana að sér. Hann hreinsaði dá- lítinn blett í skóginum og þar dreifði hann því, sem hann hafði til að gefa fuglunum að éta. I m miðjan desember var oyöÖ mjög kalt, og hafði v.indurinn þá feýkt svo að segja öllu fræi af tr^ánum og næstum alt, sem ætilegt var, v-ar farið út í veður og vind, og þegar snjórinn kom var mjög erfitt að finna nokkuð handa fuglun- um að éta. Þeir vöndust tfljótt á að koma á þennan sama stað á sama tíma da-gs og þeir átu það sem þeir fengu, án þess að sýnast nokkra lifandi vitund hræddir við manninn, þó hann stæði þarna rétt hjá þeim, -og eftir nokkrar vik- ur fóru þeir að koma langar leiðir á móti hon- um, og alt af lengra og lengra, eftir því sem meira harðnaði að. -Svo fylgdu þeir honum þangað sein þeir áttu von á að fá matinn sinn, því hann gaf þeim ávalt á sama stað, og þeir voru honum svo nærgöngulir, að h-ann gat næst- um því tekið þá með hendinni, etf hann vildi. Þegar komið var fram í febrúar, voru þeir orðnir svo nærgöngulir, -að þeir jafnvel settust á höfuð hans og axlir, og það var engu líkara, en þeim væri skajii næst að leita í vösum hans. Hann safnaði öllum matarúrgangi, sem hann gat fundið á heimilinu og færði fuglunum það alt Þeir voru af ýmsri stærð og margvúslega litir og honum sáraaði ósköp mikið -að vita ekki meiri skil á þeim, en liann gerði, því hahn vissi ekki einu sinni hvað þeir hétu, nema örfáir. Svona leið veturinn. McLean kom í hverai viku, en ekki á vissum dö-,gum og ekki um sama leyti dags. En það mátti einu gilda hvenær hann kom, þá var Kauðkollur æfinlega þar sem hann átti að vera, og hann var alt af glaður og öruggur og lét það aldrei á sig fá, hve kalt var og vont veður. • Kaupið sitt fékk hann á hverjum mánuði, -og þar sem hann aldrei fyr hafði liaft peninga undir höndum, ]>á vissi liann fyrst ekki vel hvemig hann ætti með þá að fara, eða hvað við þá að gera, en hann fékk fljótt að vita, að bezt væri að geyma þá á bankanum, ef hann þyrfti ekþi á þeim að halda, því þar væru þeir óhultir. Tók liann því það að-eins af kaupinu sínu, sem hann þurfti til að borga fvrir fæði sitt og hús- næði, en lét alt hitt vera kyrt í bankanum. Sjálf- um var honum ekki Ijóst, hvað hann ætlaði sér að gera við þessa peninga, en það jók sjálfstæði hans og kjark, að vita af þessum peningum á bankanum, og vita að h-ann átti þá sjálfur og mátti nota þá eins og hann sjálfur vildi. Eins og hann vissi að MoLean gerði, fékk hann sér dálitla vasabók og skrifaði í hana alt, sem hann tók inn og alt, sem hann lét úti. Og þar sem hann fékk gott kaup, en var mjög sparsamur,' þá óx innieignin furðulega fljótt. Á þesisum vetri naut Eauðkollur meiri á- nægju heldur en liann hafði nokkum tíma áður notið. Hann var frjáls maður og hann vann sitt verk á hverjum degi með trúmensku, hvera- ig sem veður var. Hann var -að verða miklu hraustari heldur en hann hafði áður verið. Hann borgaði sjálfur fyrir alt, sem hann þáði, og hann var þar að auki að safna, peningum. Allir verkamennirnir vissu, að li-ann var sér- staklega un-dir verndarvæng húsbóndáns og gerði það lionum hægra fyrir að ýmsu leyti. Mrs. Dunean 8ýndi honum einstaka nær- gætni og góðvild, sem hann hafði lengi þráð, en aldrei fyr notið. Þegar lxann kom heim kaldur og þreyttur, )>á hafði hún alt af tilbúinn heitan mat handa honum. Hún prjónaði fyrir hann góðan ullarvetling, til að hafa á vinstri hend- inni, og hún bjó svo um ermina á hægri hand- leggnum, að lionum varð ekki kalt á stúfnum. Yið fötin hans gerði hún svo að segja daglega, því þau rifnuðu öft á gaddavírnum. Hún hélt vandlega saman öllum matarl-eifum, svo hann gtæti gefið þær fuglunum. Ekki af því, að hún væri sjálf neitt að hugsa um þessa fugla, eða kærði sig neitt um þá, en hún var sjálf' nógu nærri iskógunum til að skilja, hve þar mundi vera einmanalegt tfyrir unga mann. Þegar Duncan hló að henni fyrir þetta, þá svaraði hún því, að ef Kauðkollur hefði ekki dýrin og fugl- ana, þá væri hann allan daginn einsamall; en það hefði aldrei verið til þess ætlast, að mað- urinn væri einsamall. Drengurinn mundi ganga af vitinu, ef hann hefði ekki fuglana til að tala við og hugsa um. “Hvaða svar heldur þú að fuglarnir gefi honum, þó hann tali við þá!” sagði Duncan hlæjandi. “Hann fær það svar, sem gerir honum glatt í sinni og hjálpar honum til að leysa af hendi það leiðinlega verk, sem hann þarf af hendi að leysa á hverjum degi,” svaraði Mris. Duncan í einlægni. Dunoan fór burtu án þess að svara frekar, en hugsaði um það, sem kona hans hafði sagt, og morguninn eftir gaf hann Eauðkoll dálítið af korni, sem hann annars ætlaði hænsnunum sínum, og sagði honum að þetta gæti hann getfið sínum viltu hænsnum í skóginum. Kauðkoll þótti einstaklega vænt um þetta. “Hænsnin mín,” sagði h-ann. “Því datt mér ekki þetta í hug sjálfum! Þetta er reglu- 1-egt réttnefni. En vilt eru þau ekki. Veiztu það, að mínir fuglar eru miklu gæfari heldur en þínir hérna við húsið?” “Hvaða vitleysa,” sagði Duncan. “Keyndu að láta þína fugla setjast á höfuð- ið á þér og éta úr hendi þinni eða vöisum þín- um?” sagði Eauðkollur. “Þú getur sagt krökkunum svona sögur,” sagði Duncan. “Þau trúa öllu. Eg get aldrei sagt þeim svo ótrúlegar sögur, að þau trúi þeim ekki og vilji fá að heyra meira af því tagi.” DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medlc&l Arts Bld*. Oor. Graham og Konnedy Sta. PHONE: 21 8*4 Offlce tlmar: 2—3 Phone: 27 122 Wlnnipesr, Manltobe. COLCLEUGH & CO. Vér leggjum aérartaka ft.herzlu *. a8 eelja me8ul eftlr forskrlftum laekna. Hln beztu lyf, aem hægt er &B fft, eru notuB elngöngu. Pegar þér komlC meC forskrlftlna tll vor, megiC þér vera vlss um, aC f& rétt þaC >»m læknlrinn tekur ttl. Notre Dame and Sherbrooke Phones: 87 659 — 87 650 Vér seljum Giftingaleyfisbréí DR O. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Gna2iam og Kennedy Sta. PHONB: 21 834 Offloe timar: 2—3. Helmlil: 764 Victor Bt. Phone: 27 586 Winnipeg, Manltoba. DR. B. H. OLSON 21 «-220 Medlcal Arta Rldg Cor. Graham og Kennedy Bta. Phone: 21 8S4 Offlce Hours: 8—5 Helmill:. 921 Sherbume 8t. Winnipeg, Manitoba. DR. J. STEFANSSON 216-220 Medlcal Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy 8t». Phoie: 21 8S4 Stundax augna, eytna nef og kverka sjúkdóma.—Er að htcta kl. 10-12 f.h. og 2-6 e.h. Heimili: 373 River Ave. 'Uals. 42 691 DR. A. BLONDAL Medical Arts Bldg. Btundar sérstaklega Kvenna og Barna sjúkdóina. H>r aC hltta frá kl. 10-12 f. h. og 3—5 e. h. Oífice Phone: 22 208 Helmill: 806 Victor 8t. Síml: 28 180 Dr. Kr. J. Austmann, Wynyard, Sask. DR. J. OLSON TaimlæknJr 216-220 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy 8t». Phone: 21 8S4 Heimills Tais.: 88 626 DR. G. J. SNÆDAL Tannlæknlr 614 Somerset Block Cor. Portage Ave og Donald 0t. Talslmi: 28 889 Dr. S. J. Jóhannesson stundar almennar iœkningar 532 Sherburn St. Tals. 30 877 G. <W. MAGNUSSON Nuddlæknir. 609 Maryland Street (jÞriðja hús norðan við Sarg.) Prone: 88 072 Viðtalstími: kl. 10—11 f. h. og kl. 3—5 e. h. Dr. C. MUNSON, L. D. S. Dentist 66 Stobart Bldg. 290 Portage Ave. Winnipeg Phone 25 258 Fer til Gimli og Riverton. — Veitið því eftirtekt í bæjar- fréttunum. Dr. C. J. Houston, Dr. Sigga Christianson-Houston Gibson Block Yorkton, - Sask. Fowler Qptical p,°n 294 CARLTON ST. NEXT TO FREE PRESS THOMAS H. JOHNSON H. A. BERGMAN ísl. lögfrabClngar. Skrifstofa: Room 811 McArthur Bullding, Portage Ave. P.O. Box 1656 Phones: 26 849 og 26 840 LINDAL, BUHR & STEFÁNS0N fslenzklr iögfræCingar. 356 Main SL Taia.: 24 963 peir hafa elnnig ekrifstiofur aS L.undar, Riverton, Gimli og Piney og eru þar aC hitta á eftlrfylgj- andi tímum: Lundar: Fyrsta miðvikudag, Riverton: Fyrstn. flmtudag, Gimli: Fyreta mitSvlkudag, Piney: priSja föstudag I hverjum mánuCi J. Ragnar Johnson, B.A., LL.B., LL.M. (Harv.) Islenzkur löírmaður. 704 Mining Exchange Bldg. 356 Main St. Winnipeg, Manitoba. Símar: Skrifst. 21 033. Heima 29 014 JOSEPH T. TH0RS0N ísl. lögfræðingur Scarth, Guild & Thorson, Skrifstofa: 308 'Great West Permanent Building Main St. south of Portage. Phone 22 768 G. S. THORVALDSON, B.A., LL.B. Lðgfræðingur 709 Electric Chambers Talsími: 87 371 Residence Phone 24 206 Office Phone 24107 E. G. BALDWINSON, LL.B. Barrister 905 Confederation Life Bldg. Winnipeg. • A. C. JOHNSON 907 Confeiieratlun Llfe Biðg. WINNIPKG Annast um faateignlr manna. Tek- ur að sér að ávaxta spariíé fólka. Selur eldsábyrgð og bifreiða ábyrgC- ir. Skriflegum fyrirspurnum svaraO samstundis. Skrifstofuslmi: 24 263 Heimaslmi: 33 328 J. J. SWANSON & CO. LiLMITED R e n t a 1 b Insurance RealEstate Mort, gagei 600 PARIS BLDG., WINNPKG. Phones: 26 349—28 340 £mil Johnson SERVICB ELEOTRIO Rafmagns Contracting — AUakvns rafmagnsdhöld séld og viO þau gsrt — Eg sel Moffat og CcClary elda- vélar og hefi pvrr til sýnia i verk- stceöi minu. 524 8ARGENT AVE. (gamla Johnaon’s byggingin vlB Young Street, Wlnnipeg) Verkst.: 31 607 Heima:27 288 A. S. BARDAL 848 Sherbrooke 8t. Selur llkklstur og annast um llt- farir. Allur útbúnaður sá b«ML Ennfreimur selur hann allakon&r minnlsvarðla og legsteina. Skrifstofu talis. 86 607 Helmilis TaLs.t 58 Mi Dr. C. H. VROMAN Tannlæknir 605 Boyd Building Phone 24 171 WINNIPEG. SIMPS0N TRANSFER Verzla með egg-á-dag hænsnafóður. Annast einnig um allar tegundlr flutninga. 647 Sargent Ave. Slmi 27 240 ANDERSON, GREENE & CO„ LTD. námasérfræðingar Meðiimir 1 Winnipeg Stock Ex- change. öil viðskifti afgreidd fljútt og vel. Lindsay Bldg. 226 Notre Dame Wpg. Löggilt af atjóm Manitoba-fylkia. Slmi: 22 164. Finnið oss I sam- bandi við námuviðskifti yðar Giftinga- og JarCarfara- Blóm nieð Utlum fyrirvar* BIRCH Blómsali 593 Portage Ave. Tals.: 80 710 St. John: 2, Ring 8

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.