Lögberg - 02.08.1928, Blaðsíða 2

Lögberg - 02.08.1928, Blaðsíða 2
Bls. 2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. ÁGÚST 1928. 5 SOLSKIN LITLI FUGL. Litli fugl, þú kviakar uppi’ á kvisti, kominn íhingað suðurlöndum frá, sendur jafnt og sumardagur fyrsti iSólskinsbama mjúkum vængjum á. Litli fugl, þú segir margar sögur; Suðurlöndin eru björt og hlý; blómin þeirra bæði stór og fögur, byrgja þar ei nokkur kuldaský. Litli vinur, segðu fleira’ að sunnan, synigja fuglar skærra þar en bér ? gera blómin guð þar betur kunnan? grét þar ekkert barn, sem mætti þér? Þaðan burt mér finst ég aldrei færi — fanst þér ekki suðrið töfra þig? Til hvers varstu að koma hingað, kæri? komstu bara til að gleðja mig? Sig. Júl. Jóhannesson. STEINN BOLLASON. (Niðurl.) Risinn öskaði nú af heilum hug', 'að hann væri kominn iheill á húfi heim í bæ, því hann fann ekki betur, en að Steinn væri þegar kominn af stað með hann sjáifan og allan skóginn. Svo fór hann að reyna með öllu móti að ginna Stein til að hætta við þessa fyrirætlun sína, en það var ekki við það komandi; Steinn sagðist nú einu sinni mundi sýna jþeim, hvað hann gæti, þetta væri seinasti dagurinn, og skóginn skyldi hann bera heim fyrir augum þeirra, annars gætu þau hugsað að alt, sem hann hafði sagt, væri tómt skrum. “Heyrðu, Steinn,” sagði risinn titrandi af hræðslu, “heldurðu að þú fengist nú ekki til að láta skóginn vera kyrran, ef þú fengir sjö sinnum sjð sekki af gullpeningum í kaup?” “Niú, jæja, af því að þú ert í rauninni bezta grey, þá held eg að eg verði að hætta vjð það. En þú verður þá að bera heim viðinn fyrir mig líka, því eg get ekki fengið af mér að vera að fést við þessa nurtu.” Nú var vistarárið liðið og Steinn kveið ekki fyr- ir neinu, nema að ráða fram úr því, hvernig hann ætti að fara að koma öllum þessum gullsekkjum heim til sín. Um kvöldið sátu þau, risinn og móðir hans inm í ibaðstofu og töluðu saman, en Steinn stóð á hleri frammi í göngum. “Blessuð, láttu, hann fara,” sagði ungi risinn; “fáðu honum nú peningana, sem eg var ibúinn að lofa honum. Jíá, þótt hann ætti að fá miklu meira, bara við værum laus við hann. Eg er viss um, að hann kemur okkur annars fyrir kattarnef.” En tröljkerlingin var mesti nirfill og sá í skild- inginn. • “Nei, eg gjöri það ekki; þú getur drepið hann í nótt.” “Eg er svo hræddur, móðir mín,” sagði risinn daufur 1 bragði. “Kærðu þig aldrei. Farðu bara, þegar hann er sofnaður, og iberðu með kylfunni þinni í ennið á honum.” Þé var nú það; en Steini kom alt af ráð í hug á réttum tíma. Þegar hann heyrði, að risarnir voru sofnaðir, tók hann trogið, sem svínunum var gefið í, hvolfdi því í rúmið sitt, breiddi úlpuna sína ofan á það, skreið síðan undir rúmið og tók til að hrjóta eins og hann væri steinsofnaður. Nú læddist risinn lafhræddur að rúminu, rak rokna högg í rúmið, þar sem hann hélt að höfuðið á Steini væri, það dundi í troginu. Steinn stundi þung- an undir rúminu, og risinn flýtti sér út úr skálanum. Svo lagaði Steinn til í rúminu og fór ofan í það, en varaðist að sofna um nóttina. Um morguninn stóðu tröllin eins og steini lost- in, þegar þau sáu Stein þarna eins og nýsleginn tú- skilding. “Sæl og blessuð!” “Sæll! Hvernig hefir þú sofið í nótt?” “Eg hefi sofið ágætlegað nema hvað mig dreymdi, að fló væri að bíta mig í ennið, eg held næstum því, að mig klæi dálítið enn þá.” “Það hefir verið eg, þegar eg barði hann með kylfunni,” hvíslaði risinn að móður sinni. Nú þurfti auk heldur tröllskessan ekki meira, það var bezt að losast sem fljótast við þennan pilt. Svo flýttu þau sér i dauðans ofiboði að fylla hvern sekk- inn af öðrum og raða þeim fyrir framan Stein. En nú kom til hans kasta að verða hræddur, því hann »á, að Ihann mundi ekki geta þokað einum þeirra úr stað, auk heldur borið þá alla heim; hann stóð því ráðalaus og starði á sekkina. “Um hvað ertu að .hugsa?” spurði risinn. “Eg held eg megi annars vera hjá ykkur eitt ár enn þá,” sagði hann, “eg skammast mín að koma heim með poka-píslirnar þær arna; eg er viss um, að fólk- ið heima segir -þegar það sér mig: Nei lítið þið nú á, Steinn iBollason er á einu einasta lári orðinn eins mikill væskill og risi.” Nú urðu þau lafhrædd, risinn og risamóðirin. Þau buðu ihonum sjö í viðbót, þrisvar sinnum sjö, já meira að segja sjö sinnum sjö sinnum sjö, ef hann vildi ibara fara strax. “Eg skal nú segja ykkur nokkuð,” sagði Steinn, “eg þykist sjá, að þið viljið fegrin losast við mig, og eg ætla nú að Iáta það eftir ykkur, en vita skuluð þið það, að eg gef ekki um að verða mönnum að athlægi og þess vegna vil eg að risinn iberi heim fyrir mig pokana. Nú ráðið þið hvað þið gjörið.” Varla var hann búinn að sleppa orðinu, fyr en risinn var búinn að hlaða á sig öllum sekkjuum og var tilbúinn að fara af stað með Steini. Þó vegurinn sé ibæði ibreiður og vel ruddur, finst þó ætíð þeim, sem heim er að halda, hann of langur. Þegar Steinn var kominn svo nálægt húsinu sínu, að hann heyrði til barnanna, gekk hann hægar; hann var hálfsmeikur við, að láta risann sjá hvar hann ætti heima, því hann var hræddur um að hann kynni að koma aftur og stela peninguum, en á hinn bóg- inn vissi hann ekki, hvaða ráð hann hefði með að koma sekkjunum heim, ef hann slepti risanum. “Eg er nú í hálfgerðum vandræðum,” sagði hann við risann, “eg á nefnielga hundrað börn og er hræddur um að þau kunni að ráðast á þiig, því þau eru öllsaman svo ófriðargjörn. en ef þú hagar þér dálítið skynsamlega, skal eg reyna að hjálpa þér eins og eg get.” “Hundrað ibörn!” Risinn mikli misti alla sekk- ina, svo varð honum bilt við, en í einhverju ofboðs- fáti tók hann þá alla upp aftur og bar þá heim að húsinu. En nú þótti risanum fyrst taka út yfir allan þjófabálk, því þegar öll þessi hundrað svöngu ibðrn sáu pabba sinn koma með klyfjaðan risa, þustu þau á móti honum, hvert með sinn gaffal og hníf i hönd- unum, þau brýndu hnífana á göfflunum og æptu öll í einu: “Pabbi kemur með kjöt, pabbi kemur með risa- kjöt.” Annar eins aðgangur og þetta gæti skotið sjálf- um kölska skelk í bringu. Risinn henti sekkjunum og þaut af stað sem fætur toguðu; hann varð svo hræddur, að hann sást aldrei framar í mannheimum. Og börnin hans Steins Bollasonar urðu nú ekki matarlaus í langan, langan tíma. — Kveldúlfur. LATA LÍSA. Heima sat hún Lata-Lísa; las í skólabók. Augun neri’ og alla vegu á sér hausinn skók. Sofið hafði sætt og lengi síðastliðna nótt — samt í löngum letiteygjum læddist géispinn hljótt. óánægju andvarp líður ungu brjósti frá: “Þessi lestur — þessir prjónar þrekið reynir á.--------- ó, að ég væri orðin köttur! Ekkert gerði’ ég þá.. Eða fugl. Þá flygi' ég burtu fagran yfir sjá.” Geispinn stækkar. Lata-iLísa legst á handlegg sinn. Langt frá prjónum, lestri saumum Hður hugurinn .... Sofnar brátt . . . En heyrir hljóma: “Hvað mun bíða þín? Ó, þú lata, litla stúlka, lærðu fræðín mín: Ef þú, Lísa, vilt ei vinna, verða kjör þín hörð: Fátækt, örbrigð, harmur, hungur ihlutskiftið á jörð. Breyt um stefnu. Störf þín ræktu. Stæltu vilja þinn. Vak og bið;! Jeg sé hvað setur. Seinna ég þig finn.” Lísa vaknar. — Var mjög hissa; veru enga sá. Lexíuna lærðS’ hún alveg litlum tíma á. Siðan tók hún saumakörfu sína’ og þræddi nál. Bað í hljóði: Guð minn góði: gjör mig hlýðna sál! —Smári. DALÍTIL FERÐASAGA. Það var sunnudagsmorgun. Sólin varpaði geisl- um sínum yfir þorpið. Eimskip lá ferðbúið við hryggjuna, og skyldi það flytja fólk til næsta fjarð- ar á skógarskemtun, sem þar átti að halda.. Menn voru í óða-ðnn að búa sig út til ferðarinnar. Mig greip þá mjög sterkur ferðahugur. Eg gat altaf öf- undað þá, seim koat áttu á að ferðast og skoða lan4< ið. Eg fékk leyfi til að “slást með í förina”, og varð mér það stórkostlegt fagnaðarefni. — Nú var lagt af stað. Allir stóð uppi á þilfari og horfðu til lands. Til beggja handa voru fjöll, þegar siglt var út f jörð- inn; að norðan verðu snarbrött í sjó fram. Eftir stutta siglingu komum við svo inn á fjörð þann, sem förinni var heitið til. Við lögðumst þar við bryggju inni í botni fjarðarins, og svo var haldið af stað inn í skóginn. Við gengum fram hjá húsi einu, og var dálítill skrúðgarður við það. í honum voru nokkur tré, sum meir en mannhæðar há. Varð mér mjög star- sýnt á þau. Unaðslegur er gróður jarðarinnar, og eigi skil eg hvernig þeim er farið, er “telja sér lít- inn yndisarð, að annast blómgaðan jurtagarð”. Á leiðinni inn í ^kóginn urðum við að fara yfir marga smálæki á dálitlu tré. Var það gaman. — Þegar kom- ið var á staðinn, þar sem skemtunin átti að vera, fór- um við í ýmsa Leiki, sungum og spjölluðum. Mér fanst skógurinn fjarskalega fallegur. Sumstaðar er hann lágvaxinn og þéttur, en annars staðar gis- inn og hávaxinn. Þara voru flestir fjarðarbúar sam- an komnir. Virtist mér fólkið alúðlegt, og vör varð eg hinnar íslenziku gestrisni, sem víða er rómuð til sveita. — Dagurinn leið brátt, og þá var farið að hugsa til heimferðar. Við sigldum hægt og gætilega út fjörðinn, en komum við í þorpinu á norðurströnd fjarðarins. Við fórum þar öll í land og var dans- að stundarkorn í barnaskólahúsinu. En svo kom rigning og stormur, og þá urðum við að halda heim- leiðis. Á leiðinni fór sumt af kvenfólkinu að finna til sjóveiki, en eg kendi mér einskis meins. Komum við svo heilu og höldnu heim seint um kvöldið. Og kærar eru endurminningar mínar um þessa ferð. “Ó, ferðalífið frjálsa, hve fagnar önd mín, þá er gyllir hnjúka’ og ihálsa hin hýra sólarbrá.” (Stgr. Th.) —'Smári. — B. B. (14 ára). GÓÐA MÓÐIRIN. Einar litli er 12 ára gamall. Hann er bezta barn og hlýðinn móður sinni, sem honum þykir mjög vænt um; enda vakir hún yfir gæfu hans. Eins og gerist og gengur með börn og unglinga, ber Einar litli ekki skynbragð á að velja sér góða félaga. Slíks er heldur ekki að vænta af æskunni. Þeim fullorðnu veitist það full erfitt. Björn í Hlíð, sem er tveimur árum eldri en Ein- ar, er nú bezti félaginn hans. — Björn er í rauninni góður drengur, en hefir fengið slæmt uppeldi og er því pöróttur. Sigurður sjómaður í Hlíð virðist engu unna eins heitt og vindlingum sínum. Hann “kyssir” þá nótt og nýtan dag, gulur um góma og greipar. Sigurður Ibýður Birni óspart vindlinga, og hefir Björn litli látið tilledðast að reykja, svona rétt ”að gamni sínu”. Hann ætlar svo sem ekki að verða á- nauðugur þræll tóbáksnautnarinnar. Þannig hugsa þeir fleiri. Fyrst í stað segir Björn engum frá því, hve Sig- urður sjómaður sé “góður” við sig og á hverju hann gæði sér helzt. En bráitt kemur að því, að hann vildi láta Einar litla, félaga sinn, verða aðnjótandi þeirra gæða, sem ISigurður veitir honum. Það er skamm- degiskvöld eitt, þegar drenginrir eru að leikjum sam- an. — Dimman hvetur til hins illa, eins og ljósið aftrar því. — Björn byrjar á því að fara mðrgum orðum um gæði og gjafmildi Sigurðar sjómanns. Svo býður hann Einari vindling, sem Sigurður hafði gefið Ihonum, og hvetur hann til að reykja. — Einar þegir um stund, en spyr Björn síðan, hvernig á því standi, að hann láfti undan Sigurði með þessa vit- leysu. “Þetta er engin vitleysa, Einsi minn”, segir Björn. “Fyrst hélt eg, að þetta gæti verið dálítið hættulegt, en ISiggi sýndi mér fram á, að það er með öllu hættulaust. Þótt sumir segi hitt, þá er það bara heimska. Siggi segir, að sér ihafi aldrei orðið ilt af því að reykja, og það er fjarskalega gott, Einsi minn; þú skalt bara finna; og þér að segja, vinur, þá finst mér nú, að maður sé nú þá fyrst orðinn full- orðinn, ef maður reykir.” Björn lagði mikla áherzlu á hið síðasta og bar sig mannalega mjög. “Nú,” bætti Björn við og hækkaði róminn, “en ef það skyldi reynast okkur hættulegt að reykja, þá held eg maður geti hætt því.” — Blessað barnið, og varmennin við, sem leynum börnin ihættunni. “Eg skal segja þér nokkuð, 'Bjössi minn”, sagði Einar, “mamma hefir svo oft beðið mig að reykja aldrei eða drekka áfengi. Hún segir að það sé hættu- legt hfeilsunni, að slíkar nautnir eitri líkamann og sljófi sálina. Hún hefir sýnt mér fram á, hvað það er mikill óvitaskapur, að kaupa sér og sínum and- lega, líkamlega og efnalega eymd fyrir of-fjár, að kappkosta að lenda í vesöld og volæði og sveitast fyrir slíku alla ælfi. Hún segir líka, að flestum reyn- ist það ógerningur, að hætta með öllu að neyta tó- baks eða áfengis, hafi menn á annað borð byrjað á þvi. Mamma ihefir aldrei skrökvað í mig, Bjössi minn, og eg trúi því ekki, að hún segi þetta ósatt, enda hefir hún sýnt mér Ijós dæmi þess.” Birni skildist, að þetta væri alveg satt, sem Ein- ar sagði. “En hvað Einar á gott, að eiga svona skyn- sama og góða móður,” hugsaði Björn litli; “aldrei hefir hún mamma mín sagt mér neitt slíkt. Eg veit heldur ekki, hvort eg hefði ansað því, þó hún hefði sagt mér það.” — ójá, það er nú þegar sambandlið er þannig milli barna og foreldra. Ekki eiga börnin, nema örsjaldan, sök á því. “Siggi hlýtur að vera vondur maður, þar sem hann hefir tælt mig svona,” sagði Björn við Einar, um leið og þeir skildu. — Þannig barg góða móðirin ibáðum drengjunum. — Slíkir menn sem Sigurður þurfa ekki að vera neitt vopdir menn í sjálfu sér, en þeir eru þroskasnauðir kæruleysingjar, sem óska öll- um í sína eigin eymdargröf, sem þeir jafnvel hyggja í einfeldni sinni að sé tindur tignar og göfgi. —'Smári. Þorsteinn Þ. Viíglundsson. SMÆLKI. Spekingur nokkur sat einu sinni að borðum and- spænis þóttafullum herramanni, er vildi gjöra hann að athlægi -borðgestanna méð vandasamri spurningu, er spekingurinn gæti ekki svarað. Herramaðurinn spurði þess vegna: “Getið þér sagt mér, hvað langt er á milli spekings og aula?” — “Breiddin á þessu 'borði,” svaraði spekingurinn með mikil hógværð. — ‘1Sér grefur gröf, þótt grafi,” segir máltækið. — Maður nokkur stórríkur, en stórnískur og virð- ingagjarn, bauð endrum og sinnum gestum til snæðings, en jafnaðarlega voru þeir ekki ihálf-sadd- ir, er iborð voru hafin. Einu sinni sagði hann við gesti sína, að loknum snæðingi: “Herrar mínir, koma yðar hefir glatt mig ósegjanlega mikið. Hve- nær má ég vonast eftir, að þér borðið hjá mér aft- ur?” — “Helzt núna strax, áður en við förum,” svar- aði einn gestanna. Professional Cards DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medlcal Arts BUg. Oor. Graham og Kennedy 9ta. PHONE: 21 8S4 Office tlmar: 2—3 Phone: 27 122 Wlnnipeg, Manitoba. COLCLEUGH & CO. Vér leggjum sérstaka aherzlu á. aC •eija me(5ul eftir forskxlftum liekna. Hln beztu lyf, sem hægt er aB fá, eru notuB eingöngu. Pegar þér komiB meB forskriftina til vor, meglB þér vera viss um, aB f& rétt þaB sem lœknirinn tekur tll. Nótre Dame and Sherbrooke Phones: 87 669 — 87 650 Vér seljum Giftingaleyfisbréf DR O. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bidg Cor. Gnaíham og Kennedy 9ta. PHONE: 21 834 Office tlmar: 2—3. Helmiil: 764 Victor St. Phone: 27 686 Winnipeg, Mjanitoba. DR. B. H. OLSON j| 1 » 220 Modioal Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sta. Pbone: 3» 8S4 Office Hours: 3—5 Helmili: 921 Sherburne St. Winnipeg, Manltoba. DR. J. STEFANSSON 210-220 Medical Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sts. Phole: 21 834 Stundar augna, eyrna nef og kverka sjúkdóma.—Er aB hitta kl. 10-12 f.h. og 2-6 e.h. Heimili: 373 River Ave. Tlals. 42 691 DR. A. BLONDAL Medlcal Arts Bldg. ■tundar sérstaklega Kvsnna og Barna sjökdöma. Br aB hltta frá kl. 10-13 t. h. og 3—6 e. h. Oífioe Phone: 22 208 Heimlli: 80'í Victor St. Siml: 28 18» Dr. Kr. J. Austmann, Wynyard, Sask. DR. J. OLSON Tamila-knir 216-220 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy 8t*. Phone: 21 834 HelmlUs Tals.: 88 621 DR. G. J. SNÆDAL Tamnlæknlr 614 Somcrset Blook Oor. Portage Ave og Donald Bt. Talsínoí: 28 889 Dr. S. J. Jóhannesson stundar almennar lœkningar 532 Sharburn St. Tals. 30 877 G. W. MAGNUSSON Nuddlæknir. 609 Maryland Street QÞriðja hús norðan við Sarg.) Prone: 88 072 Viðtalstími: kl. 10—11 f. h. og kl. 3—5 e. h. Dr. C. MUNSON, L. D. S. Dentist 66 Stobart Bldg. 290 Portage Ave. Winnipeg Phone 25 258 Fer til Gimli og Riverton. — Veitið því eftirtekt í bæjar- fréttunum. Dr. C. J. Houston, Dr. Sigga Christianson-Houston Gibson Block Yorkton, • S*sk. FowlerQptical 294 CARLTON ST. NEXT TO FREE PRESS THOMAS H. JOHNSON H. A. BERGMAN íal. lögfræðhigar. Skrifstofa: Room 811 McArtbor Building, Portage Ave. P.O. Box 1666 PhJones: 26 849 og 26 84» LINDAL, BUHR & STEFÁNS0N íslen/.klr lögfræöingar. 366 Main St. Tala.: 24 963 peir hafa elnnig ekrifabofur a8 Dundar, Riverton, Gimli og Plney og eru þar aB hitta 6. eftlrfylgj- andl timum: Lundar: Fyrsta miðvikudag, Riverton: Fyrsba flmtudag, Gimli: Fyreta mJIBvikudag, Piney: priBja föstudag I hverjum mánuBi J. Rapar Johnson, B.A., LL.B., LL.M. (Harv.) íslenzkur lögrmaður. 704 Mining Exchange Bldg. 356 Main St. Winnipeg, Manitoba. Símar: Skrifst. 21 033. Heima 29 014 JOSEPH T. THORSON ísl. lögfræðingur Scarth, Guild & Thorson, Skrifstofa: 308 Great West Permanent Building Main St. south of Portage. Phone 22 768 G. S. THORVALDSON, B.A., LL.B. Lögfræðingur 709 Electric Chambers Talsími: 87 371 Residence Phone 24 206 Office Phone 24 107 E. G. BALDWINSON, LL.B. Barrister 905 Confederation Life Bldg. Winnipeg. A. G. JOHNSON 807 Oonfederatlon IJfe BUg WINNIPKG Annalst um faateignir manna. Tek- ur að sér að ávaxta aparifé fólks. Sölur eldsábýrgð og bifnedða ábyrgO- lr. Skriflegum íyrírspurnum evarað samstundis. Skrifstofuslnii: 24 263 Heimastml: 33 <28 J. J. SWANSON & CO. IjIMITKD R e n t a 1 6 Insurance RealEstate Mortgagea 600 parÍs bldg., winnpeg. Phones: 26 349—23 340 Emil Johnson SERVIOE FJ TXTTRIO Rafmacms GontrocUng — Allakvn* rafmagnsdhöld seld og viO þau gert — Eg sel Moffat og CcClary elda- vélar og hefi þwr til sýnis d verh- stœtfi mínu. 524 SARGENT AVB. (gamla Johnson’s byggingin vi6 Young Street, Wlnnipeg) Verkst.: 31 607 Heima:27 281 A. S. BARDAL 848 Sherbrooke St. Selur líkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá beML Ennfremur selur hann e.llakanar minnisvarBa og legsteina. Skrifistofu talB. 86 607 Heimllls Tals.: 58 861 Dr. C. H. VROMAN Tannlæknir 506 Boyd Building Phone 24 171 WINNIPEG. SIMPS0N TRANSFER Verzla meB egg-á-dag hænsnafóBur. Annast einnig um allar tegundlr flutninga. 647 Sargent Ave. Simi 27 240 CORONA HOTEL 189 Notre Dame East Verð herbergja frá $1.50 og hækkandi. Símar: 22 935 — 25 237 Glftinga- og JarBarfara- Blóm meB litinm fyrirvara BIRCH Blómsali 583 Portage Ave. Tals.: 10 711 St. John: 2, Ring 2

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.