Lögberg - 02.08.1928, Blaðsíða 6
BU. «.
IiöGMMRG, FIMTUDAGINN 2, ÁGÚiST 1928.
RAUÐKOLLUR
EFTIR
GENE STRATTON-PORTER.
“Ef þú vilt ibara koma með mér einbvern
daginn, þá skal eg sýna þér hvort þetta er ekki
satt,” svaraði Rauðkollur.
“Jæja (])á, ’ ’ sagði Duncan, “eí fuglarnir
eru svona spakir og óhræddir við þig, þá er þér
velkomið að færa þeim komlúku á hverjum
degi, það siem eftir er vetrarins.”
Rauðkollur varð afar glaður við þetta og
hoppaði upp í loftið af ánægju. “Þú ert ósköp
góður, Duncan. En hvenær ætlar þú að koma
með mér og sjá ? ’ ’
“Eg skal koma á sunnudaginn,” svaraði
Duncan, “og þegar eg sé það sjálfur, að fugl-
arnir í Limberlost skógunum séu eins gæfir eins
og tamin hænsni, þá skal eg trúa þér, en ekki
fyr.”
Eftir þetta kallaði Rauðkollr fuglana alderi
annað en hænsnin sín og Duncan tók það eftir
honum. Næsta sunnudag fór Duncan með
Rauðkoll út í skógana, og kona hans og börn
líka, og þar sáu þau þá sjón, sem þau gleymdu
aldrei og þreyttust aldrei á að tala um, og sem
hafði þau áhrif á þau, að þeim ávalt síðan þótti
vænt um alla fugla, nema ef til vill fálkann og
ugluna.
Fuglahópurinn, beið eftir Rauðkoll á sama
stað, eins og vant var, og þeir voru honum svo
nærgöngiulir, að þeir sópuðu héluna af treyj-
unni hans með vængjunum. Það var eins og
hver fugl um sig gerði það sem hann gæti til að
reka hina fuglana burtu frá honum, svo hann
'kæmist sem næst honum sjálfur, því allir voru
þeir að hugsa fyrst og fremst um sjálfa sig,
eins og gengur.
Þegar hann kom þangað, sem hann var van-
ur að göfa fuglunum, setti hann niður fötuna,
sem hann hafði í matarúrganginn frá húsinu
og tók svo sóp, sem hann hafði búið til úr
vængjum, sem hann hafði fundið í Skóginum og
sópaði snjóinn vandlega á dálitlum bletti, og
dreifði svo þar því, sem hann hafði í fötunni.
Fuglarnir létu ekíki' á sér standa að grípa það,
sem þeir gátu náð með jiefinu og flugu svo burt,
Sumir færðu sig aðeins fáein fet, og átu þar
það, jsem þeir náðu, en aðrir fóru lengra burtu
og enn aðrir settust upp í trjágreinarnar. Gékk
þetta góða stund, þangað til alt var uppétið,
sem í fötunni var. Þá tók Rauðkollur húfuna
af sér, og tók svo korn, sem hann hafði í vasa
sínum og lét það fyrst í hana, áður en hann
drevfði því út meðal fuglanna. En meðan hann
var að þessu, pettust fuglarnir á axlir hans og
handleggi og akstaðar þar sem þeir gátu tollað
utan á honum. Þeir virtust engan grun hafa um
nokkra hættu, en voru hins vegar svo áfjáðir, að
auðséð ,var að þeir höfðu annað hvort engar
kurteysisreglur lært, eða höfðu þá gleymt þeim
í svipinn.
“Það er svo sem ekki um að villast,” sagði
Duncan, “að eg hefi haft rangt fyrir mér. Mað-
ur .verður að trúa því, sem maður sér með eig-
m augum. Við verðum að segja húsbóndanum
tra þessu, svo hann geti komið og séð þetta, því
það «r sjaldgæf sjón. Alt hulið snjó, og fugl-
armr yrðu sjálfsagt hungurmorða, éf Rauðkoll-
nr gæfi þeim ekki að éta. En nú er hann búinn
að venja þá, svo að þeir eru gæfari heldur en
hænsnin okkar. Hann er meoti greindarpiltur.
Eg hefi ekki séð hans líka um mína daga. Þetta
er falleg 'sjón. Það ,er alveg greinilegt, að eg
hefi taipað þessari þrætu við Rauðkoll.”
Þegar Rauðkollur var búinn að tæma húf-
nna sína og snþa við vasanum, svo hann var
viss um að þar var ökkert korn eftir, þá veifaði
hann hendinni til fuglanna, eins og hann væri
að kveðja þá og hélt svo sína leið eftir skógar-
brautinni.
Viku seinna voru meiri frost heldur en kom-
ið höfðu nokkum tíma áður þann vetur. Rauð-
kollur var vel klæddur ogþegar hann var búinn
að borða morgunverð, fór hann út í eldhúshorn
eítir fötunni með matarleifunum. Þá fann hann
þai heilmikið af heitu, soðnu korni. Hann sneri
sér að Mrs. Duncan og einstaklega glaðlegt bros
lék um varir hans:
, “Hefir þú útbúið þetta fyrir þína fugla eða
mínaf” spurði hann.
‘Það er handa þínum fuglum, Rauðkollur
minn,’’ sagði hún. “Eg var að hugsa, að í þess-
um kulda mundu fiænumar þínar ekki verpa
vel, nema þær ’fengju eitthvað heitt að éta við
og við.’’
Duncan hló og fór inn í næsta herbergi til að
sækja pípuna sína. Riauðkollur horfði á Mns.
Duncan og nú vaknaði enn einu sinni í brjósti
hans þráin eftir móðurkærleikanum, sem hann
hafði oft hugsað um en aldrei notið.
“Það vildi eg, að þú værir mamma mín,
Mrs. Duncan, ’ sagði hann.
Hún reyndi að hlæja, eins og maður hennar,
þó henni reyndar væri ekki ldátur í huga. “Eg
er sjálf móðir,’’ sagði hún, “og því skil eg móð-
urkærleikann, sem vill breiða sig vfir alt, sem
er veikburða og einmana og þarf líknar við.
Guð bleesi þig, drengur minn; eg vil gjarnan
vera mamma þín. ”
Hún lagði um hálsinn á honum grófgerða
ullartrofilinn, sem hún hafði .sjálf prjónað og
gefið honum, og hún togaði húfuna enn betur
ofan fyrir eynin á honum, en hann greip um
hönd hennar, hiarða og skorpna, og kysti hana
hvað eftir annað. Svo flýtti hann sér út, því
hann vildi ekki láta á því bera, að tárin
streymdu niður kinnar hans. En þau tár komu
be.int frá hjartanu, því nú hafði hann í fvrsita
sinni á æfinni fundið ofurlítinn smekk móður-
kærleikans.
Mrs. Duncan fór að gráta og gekk inn til
bónda síns og fleygði sér beint í fang hans.
“Aumingja drengurinn,” sagði hún, “hann
hefir aldrei átt mömmu, eins og aðrir drengir
og allir drengir þurfa að eiga. Ósköp kenni eg
í brjósti um liann. ’ ’
Þessi stóri og grófgerði maður faðmaði
konu sína að sér með öllum þeim innileika, sem
hann átti til í eigu sinni.
“Þú ert góð kona, Sarah mín, “sagði hann.
“Þú ert einstaklega góð kona. Þú talar stund-
um alveg eins og þú værir engill frá guði, Eg
vildi eg gæti talað eins og þú, en þegar eg ætla
að segja eitthvað fallegt, iþá vefst mér alt af
tunga um tönn og það verður eikkert úr því, og
enginn heífir neina ánægju, af að hlusta á það.
En það er alt öðru máli að gegna með þig, góða
mín. Sástu sjálf, ihvað þú gladdir drenginn
hjartanlega? Sástu engilbrosið á andlitinu á
honum? Aldrei hefir mér þótt vænna um þig,
heldúr en núna, og eg vildi ekki skifta kjörum
við konunginn, þó eg ætti kost á því.”
Hann slepti tökunum og horfði' á konu sína
og sagði:
“Þú ert ágæt, Sarah mín! Þú ert alveg fyr-
irtak! ’ ’
Duncan fór út til að sinna störfum sínum,
en Sarah istóð einsömul á gólfinu í bjálkakofan-
um sínum, sem að eins var tvö herbergi, og hún
leit á hendurnar á sér, sem voru fyrst og fremst
stórar og kræklóttar og þar að auki harðar og
þrútnar og sprungnar af vinnunni, sem hún
þurfti að leysa af hendi daglega. “Þetta eru
fallegar hendur, eða hitt þá heldur,” sagði hún.
“En þær voru nú samt kystar rétt áðan, og það
af slíkum manni! Aldrei hefir Guð skapað
betri mann. Duncan vildi ekki iskifta við kon-
unginn. Eg vildi heldur ekki skifta við drotn-
inguna, þó hún eigi marga silkikjóla og de-
manta eins stóra eins og hesluhnetur, og hafi
hundrað gesti á hverjum degi. Mér þykir svo
vænt um þenna. koss, að eg skal aldrei glevma
honum. Eg á hann sjálf og hann þvæst aldrei
af í þvottavatninu, eða hvernig sem eg vinn
með höndunum. Guð minn góður! eg hefi
aldrei verið glaðari en nú.”
III. KAPITULI.
Rauðkollur komst vel og slysalaust gegn um
vetrarmónuðina, þó kaldir væru. Hann var
glaður og ánægður. Lengi hafði hann þráð
frelsi og kærleika; og umhyggjusemi. Hann
hafði verið ósköp einmana á barnaheimilinu,
og einhvern veginn er því svo varið, að það er
ekki nærri því eins einmanalegt úti á eyðimörk-
um eða í eyðiskógum, eins og innan um fjöld-
ann í stórborgunum, þar sem enginn kærir sig
hót um mann og öllum stendur rétt á sama,
hvort maður lifir eða deyr.
Allan veturinn hafði Rauðkollur nóg að
gera við að halda girðingunum í lagi og svo að
líta eftir “hænsnunum” sínum og verja þau
hungri. Svo komu fyrstu vormerkin og lét þá
snjórinri (fljótt undan síga. Græni liturinn fór
fljótt að láta á sér bera, og það var eins og
allur skógurinn væri að vakna af vetrardvalan-
um. En jafnframt var nýtt líf að vakna í
brjósti hins unga manns.
Rauðkoll fanst hann eitthvað svo undarleg-
ur, en gat enga grein gert sér fyrir þaim breyt-
ingum, sem á sér væru orðnar. Duncan og kona
hans veittu því eftirtökt, að hann var eitthvað
öðru víisi, en hann hafði verið og þeim kom
saman um, að það væru áhrif vorsins, sem því
væru valdandi. Honum hafði aldrei liðið eins
vel. Hann var hreinn og heitur og blóðið sauð
í æðum hans. Það var eins og hann væri sí-
hungraður, en aldrei þreyttur. Allan veturinn
hafði hann á hverjum einasta degi gengið þess-
ar sjö mílur meðfram girðingunni, hvernig sem
veður var. Jafnan hafði hann haldið á kylf-
unni í hendinni og sveiflað henni í kring um
sig alveg óspart, og á þann hátt fengið mikla
líkamsæfingu jafnframt ganginum. Yerk hans
var því þannig vaxið, að það var mjög heilsu-
samlegt og ga(f honum mikla líkamsæfingu alla
daga og/ á kveldin baðaði hann sig, fékk nóg af
góðum mat að borða, og svaf í herbergi, sem
enginn ofnhiti komst að. Hann var orðinn*
miklu feitari og hörundsfallegri, og hafði safn-
að meiri kröftum heldur en nokkur maður hefði
getað látið sér til hugar koma.
Og nú var Lumberlost skógurinn ekki nærri
því eins voðalegur eins og hann hafði verið áð-
ur. Nú var Rauðkollur orðinn honum vanur og
hann hafði farið um hann allan og mátti segja
að hann þekti þar hvern krók og kyma. Hann
vissi hvað tjarnirnar voru djúpar, og hann
hafði gert sér grein fyrir hæð trjánna. Hann
vissi hvar undirskógurinn var svo þykkur, að
það var næstum ómögulegt að komast um hann,
og vissi um öll fen og foræði, sem ekki voru
fær nema fuglinum fljúgandi. Hann var með
öðrum orðum öllum skóginum nauða kunn-
ugur.
Hljóðin, sem hann hafði heyrt sumarið áður,
voru nú ekki eins hravðileg í eyrum hans, því nú
vissi hann hvernig á þeim stóð og hvaðan þau
komu. Fuglarnir fóru aftur að koma í stórum
hópum og honum fanst þeir vera gamlir vinir
sínir og hann fagnaði komu þeirra. En hjá
honum vaknaði áköf löngun til að vita meiri
skil á þeim, hvað þeir hétu, hvar þeir hefðu
verið og hVort hann ,gæti hænt þá að sér, eins
og fuglana, sem verið höfðu hjá honum allan
veturinn. Og ef þeir hændust að honum, hvort
þeir mundu þá yfirgefa hann aftur, eins og
hinir fuglarnir gerðu, sem hann hafði fætt all-
an veturinn, því nú skeyttu þeir honum lítið,
síðan þeir þurftu þess ekki lengur við, að hann
gæfi þeim mat. Margir þeirra voru nú líka
önnum ’kafnir við að búa til hreiður sín. En
Rauðkoll fanst hálfvegis þeir vera vanþakklát-
ir, en hann veitti þeim nánaú gætur, engu að
• síður, og áreiðaidega hefði honum þótt vænt
um, ef hann hefði vitað, að margir þeirra bygðu
hreiður sín meðfram skógarbrautinni, a'f því
þeir fundu, að í hans nálægð var þeim óhættara
en annarsistaðar.
Breytingin, sem verður á skógunum á hverju
vori, er mikil og dásamleg, og Rauðkollur veitti
þeirri breytingu eftirtekt með mestu athygli, og
honum fanst ósköp mikið til um vorgróðurinn
og lífið, sem var alt í kringum hann. Þrátt fyr-
ir einveruna og hættuna, var hann alt af ör-
uggur og glaður og hafði alt af nóg að gera, að
veita hinu margbreytilega lífi í skógunum stðð-
uga eftirtekt, og reyna, sem bezt hann gat, að
, gera sér grein fyrir því.
En samt sem áður fann liann æði sárt til ein-
verunnar og í brjósti hans leyndu sér þrár, sem
hann ekki gat gert sér grein fyrir.
Það var kominn SÓImáriuður. 'Sólmár.iiður
í skógunum, Sólmánuður í hugum og hjörtum
mannanna.. Rauðkollur gekk sinn sama veg
meðfram girðingunni á hverjum morgni og sló
við og við í vírinn með spítunni, sem liann hélt
á í hendinni til að rejoia hannn. Hljóðið til-
kynti vinum hans í skóginum komu hanis, þv; það
barst langar leiðir á undan honum.
Ekki gat Rauðkollur að því gert, að honum
þótti misjalfnlega vænt um fuglana, þó hann
að vísu ætti þar enginj olnbogabörn. Sérstak-
lega ]>ótti honum mjög mikið varið í lítinn,
gulleitan fugl, með svörtum vængjum. Hann
sat á vírnum svo að segja á sama stað á hverj-
um morgni og hann sýndist vera svo hugrakk-
ur og eitthvað svo skrítinn, að Rauðkollur hafði
sérlega mikið gaman af honum. En í raun og
veru gerði þesisi litli fugl þetta í sérstökum til-
gangi, þó Rauðkollur vissi það ekki. Hann var
að leiða athygli lians frá viðargreininni, sem
var þar rétt uppi yfir honum og því, sem hún
hafði að gevma. Hann gerði alt, sem honum
datt í hug til þess að hæna þennan litla fugl að
sér. Dag eftir dag hafði liann setið þarna á
vírnum og sungið alt hvað af tók í hvert ski'fti,
sem Rauðbollur gekk þarna fram hjá, og ekki
flogið, fyr en hann var kominn rétt að honum,
og þá að eins fært sig fáein fet, og alt af hafði
honum hepnast að halda athygli Rauðkolls frá
viðartgreininni. En liljóðið í vísunum var eitt-
hvað svo undarlegt þenna morgun, að litli fugl-
inn gat ómögulega sldlið, hvað ]iað þýddi, og
því var hann ekki eins hugrakkur eins og vana-
lega og flaug lengra burtu en hann var vanur.
Rauðkollur tók alt í einu eftir því, að þarna
var eittbvað undarlegt, sem hann kannðist ekki
við, og fór hann þegar að athuga það. Það var
silkiorms hýði, en óvanalega stórt. Sá endinn,
sem upp sneri, var að opnaist og það var eins
og þarna væri eitthvað að stríða við að komast
út í sólarljósið, en ætti afar örðugt með það.
Rauðkollur stóð þarna góða stund og reyndi að
• skilja hvað það væri, sem hér væri að gerast,
en gat ekki gert sér grein fyr.ir því.
“Þarna er eitthvað að reyna að komast út,”
tautaði hann fyrir munni sér. Skyldi eg geta
hjálpað nokkuð! Það er líklega bezt fyrir mig
að láta það vera. Ef eg hefði ekki komið, þá
hefði enginn verið til að hjálpa, og það er líka
ekki ætlast til, að menn hjálpi. Það yrði lík-
lega bara til tjóns. Hér er nýtt líf að fæðast í
heiminn!”
Rauðkollur starði á þetta og undraðist stór-
lega. Hýðið opnaðist og eitthvað skreið út úr
því og fikraði sig svo smátt og smátt upp eftir
trénu. Það var hvítt, eins og nýfallinn snjór,
en fór smátt og smátt að taka á sig margskonar
liti. Rauðkollur sá, að þetta var alt af að taka
einhverjum breytingum, og hann varð æ for-
vitnari að sjá hvað úr þessu ætlaði að verða,
en gat þó ekki gert sér grein fyrir því. “Það er
að verða fugl úr þessu,’ sagði hann við sjálfan
isig. “Það eru að koma á það vængir. ” Rauð-
koílur efaði .ekki, að þetta myndi fljótt fljúga
sína leið og hverfa sér sýnum.
“Eg veit ekki, hvað þetta er,” sagði hann,
“en skelfing langar mig mikið til að vita það!
Þetta hlýtur að vera eitthvað stóAastlega
merkilegt. Ekki getui* það verið fiðrildi, þyí
það er alt of stórt til þess. ó, eg vildi að eiú-
hver væri hér, sem gæti sagt mér hvað þetta
er. ”
Hann veitti þessúm fugli, eða hvað það nú
var, eftirtekt enn um stund, en sá að þetta
mundi ekki duga, því hann yrði að halda áfram
ferð sinni. “Eg vildi eg mætti vera hérna hjá
þér, lengur. En þó eg væri hér í allan dag, þá
yrðir ]>ú aldrei fallegri heldur en ]>ú ert nú, og
eg yrði engu fróðari um, hver þú í raun og
veru ert. Eg ibýst við, að einhver viti þó öll
skil á þér. Auðvitað eru einhverjir, sem vita
það. McLean hefir sagt, að það séu til menn,
sem þekki hvert lauf, hvert blóm og hvem fugl í
Limberlost skógunum. Hamingjan góða!
Ósköp langar mig til að einhver kæmi, sem gæti
útskýrt þetta fyrir mér!”
Litli guli fuglinn með svörtu vængjunum,
var aftur seztur á vírinn og farinn að svngja,
því þarna var nú rnaki hans og hreiður rétt
fyrir ofan höfuðið á manninuiú, og það reið á
því að koma í veg fyrir að hann liti upp og
kæmi auga á það. Hann færði sig því sem næst
manninum og söng og var einstaklega glaðleg-
ur, eins og vild.i hann segja: “Horfðu á mig,
horfðu á mig!”
‘ ‘ Horfa á þig! Eg held eg svo sem sjái þig, ’ ’
sagði Rauðkollur. “Eg sé þig á hverjum degi,
en hvaða gagn hefi eg af því? Þó eg sjái þig á
hverjum degi árið um kr.ing, þá veit eg svo sem
ekkert meira uúi þig fyrir það. Eg sé bara lít-
inn, gulan fugl með svarta vængi, ósköp falleg-
an, en eg veit svo ekbert méira. Hvað ert þxi
að gera hér? Áttu maka? Hvað heitirðu? Eg
svo sem sé þig, það vantar ekki, en það gerir
mér lítið gagn, þar sem eg veit engin skil á
þér og enginn er til að segja mér neitt um þig.”
Rauðkolur sló harkalega í vírinn og fuglinn
ÞEIR SEM ÞURFA _
LUMBER
KAUPl HANN AF
The Empire Sash& Door Co.
Llmited
Offlce: 6th Floor Bank of Hamilton Chambers
Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN.
VERÐ Og GŒDI ALVEG FYRIRTAK
Þeir íslendingar, er í hyggju hafa a« flytja búferlum til
Canada, hvort heldur er heiman af íslandi eÖa frá Bandaríkjun-
um, sendi skriflegar fyrirspurnir til ritstjóra Lögbergs.
Mllllll IIIII lllll IIIIMIIIIIIIIIIIIIIIII11111M111II lllll II llllllll IIIIIIIIII llim II 1*1 II lllllllllim^
| Samlagssölu aðferðin. |
= Sama reglan gildir um rjóma, sem aðrar búnaðar- =
I afurðir, að því meira sem vörumagnið er, þess tiltölulega |
E lægri verður starfrækslukostnaðurinn. En vörugæðin ^
1 hljóta að ganga fyrir öllu. Þrjú meginatriði þurfa að |
= vera til staðar, ef vara vor á að fa það sæti, sem henni =
E ber á brezkum markaði, sem sé vörumagn, reglubundnar s
E vörusendingar og vörugæði. E
Með því að styðja yðar eigin SAMLAGSSTOFNUN eru |
E fyrgreind þrjú meginatriði trygð.y
Manitoba Co-operative Dairies Ltd.
| 846 Sherbrooke St. - ; Winnipeg.Manitob* |
jSlllllllllllllllllllllllllIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIMIIIHMHIIIIIIIIMIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIs'S
REYNIÐ EKKI AÐ KOMAST AF
ÁN ELDSÁBYRGÐAR
Eldurinn tekur ekki vilja manneins til greina og hann blður ekki eftir þvl að
þér séuð við honum búnir.
Látið oss annast eldsábyrgð yðar.
Peningar til láns gegn fasteignaveði I borginni eða útjaðra borgum með
lægstu fáanlegum rentum.
HOME SECURITIES LIMITED
468 MAIN STRBET :: WINNIPEO.
Phone: 23 377 LEO. JOHNSON, Secretary.
varð hræddur og flaug' burtu, en jafnframt
flaug aunar lítill fugl af eggjum og var lireiðr-
ið í viðargrein rétt fyrir ofan höfuðið á honum.
“Nú sé eg því þú ert svona þaulsætinn hérna;
Þú átt hérna konu og börn. Og það svo nærri
höfðinu á mér, að það lá nærri að eg hefði lugl
á húfunni minni, án þess að vita nokkuð um
það.”
Rauðkollur hló að sinnni eigin fyndni og fór
svo að skoða: hreiðrið og þaS sem í því var.
Fuglinn, sem af eggjunum flaug, flögraði alt í
kring um hann og bar sig heldur illa. “Hvað
ert þú eiginlega að gera hér?” sagði Rauðkoll-
ur, þegar hanri tók eftir því, að þessi fugl var
öðruvísi á litinn heldur en liinn, sem sat á vírn-
nm. “Það er bezt fyrir þig að hafa þig burtu
héðan. Þetta er hreiður þessa litla, gula vinar
míns, sem alt af situr á vírnum, og þú hefir ekk-
ert við hans hreiður að gera. Mig furðar nú
samt ekki, þó þig langi til að sjá það, því hreiðr-
ið er svo fallegt og eggin líka. En ef þú hefur
iþig ekki burtu, þá skal eg láta spítúna ganga á
þér.”
Hann færði aig fjær, og þá flaug fuglinn
istrax á eggin aftur, og guli fuglinn settist líka
rétt hjá hreiðrinu, eins og hann væri að gæta
að, hvort það væri nú alt í röð og reglu . Það
leyndi sér ekki, að þossir tveir fuglar áttu þetta
hreiður sameiginlega.
“Ja, nú er eg öldungis hissa,” sagði Rauð -
kollur. “Þau eiga hæði þetta hreiður, og þó er
hann gulur og hún græn. Ekki veit eg hvort
heldur er, og fæ líklega aldrei að vita það, en
það er deginum ljósara, að þeim er háðum ant
um þetta hreiður, svo það tilheyrir þeim báð-
um, vafalaust. Þetta yfirgengur minn skilning
algerlega. En það er líkt og með hreiðrið í
þyrnitrénu hérna niður frá. Stundum situr
þar blár fugl og eg held, að hreiðrið tilheyri
honum. Næsta dag er brúnlcitur fugl kominn
þangað og eg rek hann í burtu, því eg held að
blái fuglinn eigi þetta hreiður. Daginn eftir er
brúnleiti fuglinn þar enn, og þá fer eg að trúa
því, að þetta sé hans hreiður, svo eg læt hann
vera. En svo, þegar eg kem næsta morgun, þá
er blái fuglinn, kominn aftur, og þá skil eg
hvorki upp né niður í þessu, en veit það eitt, að
eg hefi hagað mér eins og kjáni og verið að
gera anmingja fuglunum óþarfa ónæði. Mig
langar til að vera vinur fuglanna og vera góður
við þá, en eg veit ekki hvað eg á að gera, af því
eg veit svo lítið nm þá, og svo verður bara vit-
levsa úr þessu öllu saman.
Rauðkollur varð óánægður við sjálfan .sig
út af ])ví, að vera svona fáfróður. Hann hélt
áfram eftir skógarbrautinni og fór sér hægt og
gætti vandlega að girðingunni. Hann kom að
þyrnitrénu, sem hann hafði áður verið að hugsa
um. Ilann sá enga fugla þar og hann fór að
gæta að eggjunum hvítu, sem hann átti von á
að sjá þar, en þau voru horfin og í þeirra stað
voru komnir fjórir afarlitlir ungar, sem opn-
uðu ginin þegar hann blístraði, og leit út fyrir
að þeir væru ósköp svangir. En nú kom hann
anga á fuglana tvo, annan bláan en hinn brún-
an, þar sem þeir sátu hvor hjá öðrum og höfðu
gætur á hreiðrinu. Nú þóttist hann skilja,
hvernig í þessu mundi liggja og að blái fuglinn
og brúnleiti fuglinn mundu, vera hjón, þó hon-
um hefði aldrei dottið það í hug fyr. Rauðkoll-
ur endurtók enn einu sinni í huga sínum þá ósk,
að hann mætti öðlast meiri þekkingu.
)
(