Lögberg - 02.08.1928, Blaðsíða 7

Lögberg - 02.08.1928, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. ÁGÚST 1928. BU. 7. Bréf frá Reykjavík. til Björns Jónsonar að Church- bridge, Sask. Góði vinur! Beztu þakkir fyrir bréf þitt frá 28. maí þ.á. Mér þótti gaman að fá línu frá 'þér, og sérstaklega vegna þess, að llangt er nú síðan að við höfum skrifast á. En eg býst við, að það sem eg segi þér verði sunduríauBir jþankar, því maður veit varla hvað á að segja og 'hvað ekki. Það er nú bezt, að eg byrji þar sem hendi er næst, og það er heima hjá mér: Konan mín ligg- ur nú -á sæng að 8. barninu, og þykir það mörgum mikil fram- leiðsla 1 þeirri grein, ekki sízt sök- um þess, að aldarandinn er sá, að fjölga ekki mannkyninu um skör fram. Það eru 4 drengir og 4 stúlkur, sem við nú eigum og öll efnileg börn, þótt það nýfædda geti nú varla talist í flokki þeirra efnilegu, því það er að eins 3 daga gömul stúlka, en hún getur nú samt á sínum tíma orðið eitthvað. Elzta barnið var fermt í vor, Jón litli, og er hjá afa sínum og ömmu í Fljótstungu, eins og vant er á sumrin. — Við höfum það gott, atvinna mín gengur vel. Það vinna 7 manns á ratoarastofunni, og er það óvanalega mikið í þeirri grein, þótt miðað sé við stórar borgir, að því er eg bezt veit. — Fyrir nær 3 árum byrjaði eg verzlun í húsi mínu og hafði hana í rúm 2 ár, en hafði etoki upp úr því annað en tap og mikið aukið erfiði. iSvona er það, þegar mað- ur ætlar að ihafa mörg járn í eld- inum. Það má segja, að ýmsar orsakir hafi le^ið til þessa taps, meðal annara lætokandi vöruverð. — Eg bý enn í húsi mínu við Hverfisgötu, nr.. 56, en hefi nú afráðið að selja það og flytja það- an á næsta vori. Eg hefi keypt smá-jörð) utan við bæinn, suður undir Skerjafirði. Það er 2-kúa tún, imeð heyhlöðu, fjósi og bæ með tveimur herbergjum og eld- húsi. Þetta kostaði 15,500 kr. og mundi þytoja dýrt utan Reykja- víkur. En þegar heimiilð er orðið svona stórt, er nauðsynlegt að geta komið bömunum 'út úr. Þarna verð eg að byggja mér hús, fyrir alt að 30,000 torónur, ef það á að vera sæmilega vandað steinhús með öllu tillheyrandi; þá verður þetta eign upp á 45 þúsund krón- ur. — Þú sérð á þessu, að það er talsvert rót á mér og brask. Eg held atvinnu minni áfram eins og áður, því án hennar treysti eg mér ekki að fara út í þetta. Þú talar um toaup á hlutabref- um í Eimskipafélaginu, en þú sérð á því, sem á undan er gengið, að etoki blæs byrlega með þá verzlun. Eins og nú standa sakir Eim- skipafélagsins, má ekki reikna hlutabréfin hærra en 70 krónur af hundraði, og mundi ganga treg- Iega að selja þau fyrir það. Sam- kepni um sigllingarnar er mikil og samtök landsmanna ekki nógu mikil til þess að safna sér utan um það. Menn þjóta með útlendu skipunum, þótt þau íslenzku fari samtímis o. s. frv. — Ef ekki hefði nú staðið svona á fyrir mér, hefði eg keypt nokkur hundruð af hluta- bréfunum, sem þú varst að bjóða mér, en nú er það ómögulegt í bili. Eg hefi heyrt, að margur mundi vilja selja ihlutabréf sín, en enginn óskaði að kaupa þau. Þau 'hafa verið arðlaus í 7 ár. En vonandi koma þeir tímar, að fé- lagið verður betur statt. Tvö síðustu árin hafa verið erf- ið í öllum viðskiftum. Sala á af- urðum landsmanna hefir gengið mjög treglega og verðið of lágt, miðað við framleiðslu kostnaðinn. Það eru þessar kreppur, sem þjóð- irnar eiga svo erfitt með að losa sig úr. ófriðar sjúkdómurinn er enn ekki læknaður að fullu, enn síður eftirköst hans. Svo er það þessi marg-lofaða samkepni, sem alt ætlar að drepa. Allir vilja verða stórir framleiðendur, og endirinn verður sá, að þeir vei 5a of stórir og alt springur svo á verðleysinu, því allir markaðir verða of fullir af framleiðslu- vörunum. — Hvenær ætli sá dag- ur renni upp, sem menn fara að vinna og lifa rólegu, andlegu lífi í stað þessara bölvuðu láta, sem alla ætlar að drppa? Menn líta vart í bók árið út fyrir áhyggjum og búksorg. Það getur varla verið að það -þurfi að vera svona. Mennirnir búa þetta til, af því þeir vilja ekki koma sér saman um neitt. Það er verið að leita gæfunnar á mörgum stöð- um. Það ber ekki að skilja orð mín svo, að menn eigi að sleppa allri hugsun af því jarðneska, síð- ur en svo, en menn eiga að lifa jarðlífinu eins og mönnum sæmir, þar sem ‘hver styður annan til þess að bæta lífið. En mennirnir eiga langt í land með að skapa heilbrigð þjóðfélög, þar sem óhóf og óregla eru á burtu rekin. F,n þá fyrst getum vér vænst sáttar og samlyndis, þegar svo langt er komið á þroskabraut mannanna. Þú spyrð mig úr Hvítársíðu. — Þar gengur alt heldur vél. Berg- þór mágur minn býr á Fljóts- tungu og tengdaforeldrar mínlr á 4. parti jarðarinnar. Þau eru orð- in slitin og þreytt og þrá nú hina hinstu hvíld, eins og lúinn maður svefn eftir erfitt dagsverk. Það er erfitt að búa fram til f jallanna, en hvergi er skemtilegra á sumr- in, en þar. Bergþór er dugnaðar- maður og er að gera jörðinni til góða með girðingum og hlöðum og fjárhúsum úr steinsteypu, sem allir byggja nú úr; svo vatns- leiðslum og öðru því er eykur þæg- indi. — Ólafur býr enn þá í Kal- mannstungu, stóru búi á okkar vísu. Annars er Kalmannstunga með allra skemtilgeustu jörðum. Hann hefir nú selt sonum sínum jörðina fyrir 12 þúsund krónur, sem auðvitað er ekkert verð, en hefir sennilega gert þetta til þess að ekki yrðu deilur út af henni síðar á meðal ættingja. Synir Ölafs eru efnilegir menn, báðir heima ókvongaðir. — Á Þorvalds- stöðum býr nú Jón (Pálsson frá Bjarnarstöðum, sonur Þorbjargar systur Jóns tengdaföður míns. Hann hefir það gott þar. Heim- ilið lítið, 2 börn. Bergþór á f jög- ur börn. — Á Hallkelsstöðum er Jóhannes Benjaminsson. Hann hefir það all-gott. Flest af börn- um Ihans eru nú komin upp. — Á Kolstöðum býr Sigurður, sonur Guðmundar sem þar bjó lengi; er hann dugnaðarmaður og kemst vel áfram. — Nú býr á Gilsbakka Sig- urður Snorrason frá Laxfossi. Hann er giftur Guðrúnu dóttur séra Magnúsar heitins Andrésson- ar. Þar er búskapur mikill og efni góð, var líka að mörgu leyti vel í haginn búið; jörðin er líka skínandi góð. — Það er alt af góð afkoma í Hvítársíðu. Hún liggur mátulega langt frá kaupstað, til þess að menn eyði ekki öllum dög- um í kaupstaðarráp, eins og verða vii|l þar sem svo hagar til. Sumarið h^fir verið ljómandi gott, sólríkt og -hlýtt. Það var á- gætur afli á vertíðinni í flestum veiðistöðvum, -en verðið -er enn of lágt. Síðastliðið ár var mjög erf- itt, bæði til -sjós og sveita. Og sumarið eitt það votasta, er menn muna, sem kom fram í slæmum fénaðarhöldum, þegar leið á vet- urinn, þó að Ihey væru nóg. Mér þykir vænt um að heyra hvað afkoma ykkar er góð þar vestra. En þér finst skattarnir háir. En það er nú svona einu sinni, að við verðum að uppfylla tvenstoonar skyldur i lífinu, það eru skyldurnar við 'heimilið og það sem þess er; og svo eru skyldurnar við hinar sameiginlegu þarfir manna, og er alt af gott að vera maður til þess að styrkja þær vel, því þá styður maður að umbótum og m-enningu í því landi, er veitir manni vernd sína og um- sjá. Eg tel hvern þann mann vinna gott verk, sem með heiðar- legu móti getur stutt að velmeg- un sinni og sinna og landsins í heild. Þreytverkur og Magnleysi á Morgnana. F-yrsta óræk sönnun þess, að maður sé að tapa heilsu og kröft- um, eru þessir þreytuverkir og, magnleysi, sem fólk finnur til á morgnana, á samt áhugaleysi og ódugnaðl. Þetta kemur vanalega til af því, að maður hefir við að stríða lystarleysi, nýrna eða lifr- arveiki, blöðru sjúkdóma, veikar taugar, höfuðverk, svima, gas I maganum, andremmu, 1 óhreina tungu og annað því um líkt. Nuga-Tone er -ágætis mðal til að styrkja heilsuna og byggja upp líkamann og auka áhuga og vinnu- þrek, eins og þúsundir manna og kvenna hafa reynt. Þetta meðal gerir blóðið rautt og heilbrigt, það styrkir vöðvana og taugarnar og öll helztu líffærin. Nuga-Tone er allra meðala bezt til að auka mat- arlýstina og bæta meltinguna, og vfirleitt til að gera mann hraust- r"r> ov heilbrigðan. Lvfsalarnir selja 'það með fullri ábyrsrð. Reyndu eina flösku og muntu sannfærast. Forðastu eft- irlíkinvar ocr vertu viss mu að fá '""ta Nuga-Tone. Já, frú Guðleif mágkona þín, er enn á lífi og er hin ernasta, sagði Hjörleifur mér, tengdasonur hennar. Hún ihefir lengi verið ein hin allra finasta kona af eldri konum bæjarins og borið aldurinn mjög vel. Eg fer nú að slá botninn i þetta bréf og bið þig fyrirgefa, hvað það hefir verið í molum, enda hripað í mesta flýti. Konan mín biður að heilsa. Óska eg svö þér og þínum guðs blessunar á öllum ókomnum tím- um. Þinn einlægur, iSigurður Ólafsson. Frá Churchbridge. Um miðja júní næstliðinn, fékk eg bréf frá Winnipeg, með 20 manna undirskrift og meðfylgj- andi auglýsing frá nefndarmönn- um, sem báðu mig að safna undir- skrift þeirra hér í bygð, sem væru á móti stjórnarstyrk til heimferð- ar fyrir íslendinga á iþjóðhátíð Is- lands 1930., og með því gæfu nafn sitt undir yfirlýsinguna, sem sjálf skýrir inni-hald sitt. En þar sem látlausar deilur og heitar kappræður hafa birzt í báð-um vestur-islenzku blöðunum um þetta um lengri tíma, greip skilningur minn þetta svo, að eina meðalið væri að láta þjóðarviljann ráða í þessum, sem öðrum stjórnar og vínbannskosningum, sem lands lögin skipa fyrir um að ráði úr- slitum. En þar eð eg aldurs vegna, 77 ára, ekki treysti mér til að leggja upp í þá langferð um alla bygðina, bað eg Halldór son minn, sem er ungur og frískur, með góðan bíl og í alla staði fær- ari til þess en eg, sem líka stóð í nefndu ibréfi, að eg fengi annan, ef eg kringu-mstæðna vegna ekki gæti -orðið við bón þeirra, og um leið tekið fnarn, að þetta væri gert fyrir alls ekki neitt, nema fyrir málefnið, að það væri hreint og gott. tJt frá -þessu var gengið og byrjað og endað, í nafni réttlætis og -mannúðar, þó erfitt væri, í fleiri daga, og eftir því sem sonur minn hefir -sagt mér, og eg trúi honum, að af þessum. rúmum 100 nöifnum, var að eins einn maður, sem sagðist gera það fyrir Hall- dór, að skrifa undir. Yilji bygðarbúa sannast bszt með því hvað þeir stóðu við undir- skri-ftir sínar í samkomuhúsinu, frammi fyrir herrunum, forseta heifararnefndarinnar, J. J. Bild- fell, og séra Rögnv. Péturssyni, á fundi á mánudagskveldið var. Þetta erum við reiðubúnir að sanna hvenær sem er, og þolum þvi illa aðdróttanir og getsakir 'hinna fáu, sem ekki voru með. ISIíkt sýnir of lítinn skilning og Htla siðmenningu, því það eru eins heiðarlegir og góðir menn, þó þeir séu í minni hluta í hvaða máli sem er, og það ríður á, að allir viti að kosningar eru lands- lög og allir frjálsir að kjósa eftir vild. Má vel vera, að eg hefði slept nefndu bréfi fram hjá mér, ef góð- -vinir og kunningjar hefðu ekki átt -hlut að máli. Dr. Brandson er lífgjafi minn; árið 1921 flúði eg til hans (sem fleiri), með byrjun á illu í vörinni, sem hann skar úr, en gat þess um leið við mig, að það hefði næsta vor verið komið ofan í háls á mér, og eg um leið dauðadæmdur., Eg get því tæp- lega lýst því, -hvað mér fanst eg skulda -honum mikið, þó eg bor-g- aði honum verkið, það sem hann setti upp, mér fanst hann eiga meira. Þegar eg svo las fyrst af úndjrskriftarmönnum Brandso.ns- nafnið, þóttist eg fá tækifærið til að sýna velgjörð ihans við mig ofurlítinn þakklætisvott. — Svo var þar nafn vinar míns, Dr. Sig. Júl. Jóhannessonar, því hann hafði eg þekt sem dreng um férm- ingu, og hafði hann verið -hjá mér um dálítinn tíma, og meðal hinna undirskriftarmanna voru margir ^■kunningjar mínir að fornu og nýju. — En -hefðu nú í byrjun komið fram skýringar frá iSvein- birni Johnson og frá J. J. Bildfell, sem komu í síðasta Lögbergi, i staðinn fyrir að þær komu nú, gæti eg vel skilið, að þá hefðu þær getað leitt til samkomulags, og væri vel, ef þær gerðu það hér eft- ir. En ef þetta er misskilningur, eins og sagt var á fundinum síð- asta hér (í fundarhúsinu, þá von- andi lagast það -bráðlega. — Við- víkjandi því, sem herra Jón J. Bildfell sagði hér á fundinum, að hann hefði alt af mætt góðu í þessari -bygð og hefði búist við því framvegis, iþá skal fúslega kannast við það, að í þessi 3—4 sumr, er við unnum saman 'hér á bra-utinni fyrstu árin, kunni eg vel við Jón, og er honum þakklát- ur fyrir framkomu hans og við- kynning-u síðan. En J. J. B. veit vel, að það er sitthvað, maður og málefni. Svona vona eg og bið, að sam- vinna geti orðið um þetta mál í bandi friðarins, í voru; litla þjóð- arbroti, svo það geti komið fram á þjóðhátíð íslands 1930 sjálfu sér til sæmdar og ánægju, heima- landi og þjóð til heiðurs og veg- semd-ar. 20. júlí 1928. B. Jónsson. Opið bréf Blaine, Wasih., 22. júlí 1922. Herra ritstjóri Lögbergs! Má eg mælast til, að eftirfylgj- andi línur birtist í Lögbergi bráð- lega? — Það er ekki vani minn, að ryðja mér til rúms á ritvelli ís- lenzku blaðanna, en úr því mér hefi'r verið blandað inn í gre*inar- stúf, sem séra H. E. Johnson 1 Blaine, Washington, skrifar í Heimskringlu og birtist 18. þ.m., og að þar er ofurlítið hallað á niig og afskifti þau, sem eg hafði af “Yfirlýsingu 15 manna nefndar- innar,” þá neyðist eg til að gefa ofurlitla skýringu þessu viðvíkj- andi. H. E. J. segir meðal annars: "Að þess var farið á leit við herra Andrew Danielson, þingmann, sem undisrkiftum safnað fyrir 15- manna nefndina, að láta allar und- irskriftir falla niður” o. s. frv. — Sannleikurinn er, að John Veum kom til mín og vildi, að eg brendi Yfirlýsinguna, með þessu 21 nafni, eða hvað þau nú voru mörg, og hótaði að kalla fund til að kveða niður Iþessa voða óhæfu, nefnil. að menn skyldu leytfa sér að skrifa undir annað eins og hér væri um að vera. Auðvitað neitaði eg að eyðileggja skjalið, áleit að eg hefði engan rétt til þess, en sendi það samdægurs austur til Winni- peg. Nú geta men-n láð mér það, ef þeir vilja, að eg ekki varð við svona löguðum tilmælum. H. E. J. segir enn fremur: “Heyrst hefir, að þeir Ihafi feng- ið 21 nafn á sitt umburðarskjal”, og gefur á þenna hátt í skyn, að allir íslendi-ngar í þessu bygðar- lagi, nema þessir 21, séu með nefndinni hvað -heimfararstyrk- inn snertir, en sa-nnlei'krinn er, að allur fjöldi landa í Blaine eru á móti stjórnarstyrknum, og þar með séra Halldór E. Johnson sjálfur, samkvæmt -hans eigin orðum við mig og fleiri, en á hinn bóginn er mörgum vel til aumra þeirra manna, sem í heimfararnefndinni standa, og finst, að með því að peningunum sé neitað eða þeim skilað aftur, þá sé verið að sýna er vinveittur nefndarmönnum per- sónulega, og að það sé persónuleg árás á suma af okkar beztu og mætustu menn. Niðurstaðan verð- ur þá þessi, að allur fjöldi manna er veinveittur nefndarmönnum per- sónulega, en allur fjöldi fólks er er H. E. J. samdóma í því, að “því meir sem talað er, því ver fari” og væri betur að vorir stórvitru “vís- inda menn” skildu betur sina Nýjasta og bezta BRAUÐTEGUNDIN Búin til með ágœtasta rjómabús smjöri BAMBTBfitAD SílL^TjItÍj Það er smjörið í Bamby brauði, sem gerir það öllu öðru brauði betra. Hvert einasta brauð í umbúðum. Kaupið þessa brauðtegund strax í dag! Fæst Kjá mat- vörukaupmanninum, Canada Bread umferðasölum eða með því að hringja upp 32 017-32018. Canada Bread Co. Limited A. A. RYLEY, Manager í Winnipeg hvað styrkinn snertir. Þess vegna álít eg bezt sé, að láta umtal falla niður umj stund, svo nefndin geti áttað sig, ef ske kynni að hún kæmist þá á hina réttu braut. Eg eigin köllun. Með vinsemd og virðingu, Andrew Danielson. gox 557, Blaine, Wash. MALDEN ELEVATOR COMPANY, L.IMITED Stjðrnarleyfi og ábyrgC. ACalskrlfstofa: Grain Exchange, Winnipeg Stocks - Bonds - Mines - Grains Vér höfutn skrifstofur I öllum helztu horgum 1 Vestur-Canada, og einka slmasamband viö alla hveiti- og stockmarkaöi og bjööum því viö- skiftavinum vorum hina beztu afgreiðslu. Hveitikaup fyrir aöra eru höndluö meö sömu varfœrni og hyggindum, eins og stocks og bonds. Leítiö upplýsinga hjá hvaöa banka sem er. KOMIST 1 SAMBAND VIÐ RADSMANN VORN A pEIRRl SKRIFSTOFU, SEM NÆST TÐUR ER. Wlnnipeg Regina Moose Jaw Swift Current Saskatoon Calgary Brandon Rosetown Gull Lake Assiniboia Herbert Weyburn Biggar Indian Head Prince Albert Tofield Edmonton Kerrobert Tii aö vera viss, skrlflð & yöar Bills of lading: "Advise Malden Elevator Company, Limlted, Grain Exchange, Winnipeg.” MgDONALD-DURE lumder co. Limited Sash, Door, Mouldings Interior Finish Sérfrœðingar í öllu sem að harðvið- argólfum lýtur, og aðeins um bezta efni að ræða. Balsam Wool, Insulation Tals. 37 056 81Z WaU Street EIN FJÖL EÐA VAGNHLASS Hin Eina Hydro Steam Heated BIFREIDA NREINSUNARSloD iWINNIPEG Þar sem þér getið fengið bílinn yðar þveginn, það er að segja hreinsaðannog olíubor- inn á örstuttum tíma, meðan þér 6tandið við, ef svo býður við að horfa, eða vér send- um áreiðanlegan bílstjóra eftir bíl yðar og sendum yður bann til baka, á*| þeim tíma er þér æskið, Alt verk leyst af hendi af aulvönum sérfræðingum, Þessi bifreiða- þvottastöð vor er á hentugum stað í miðbænum, á móti King og Rupert Street. Prairie City Oil Co. Ltd* Laundry Plione 88 666 Head Office Phone 26 341 ^'iiiiiiiiiiiiiis(gMiiiiiiniDg^^mi^iiiiiiiiiiiiiiiii^iiiiiiiiiiiiiiiia^(iiiiiiiiiiiiHii^miiMi;iiiiiateiiiiiiiiiiiiiiiiiiaíai HAFIÐ ÞJER VINI í GAMLA LANDINU SEM VILJA K0MA TIL CANADA? FARBRÉF TIL og FRÁ TIL ALLRA STAÐA 1 HEIMI Ef svo er, oe þér viljið hjálpa þeim til að komast til iessa lands, þá finnið oss. Vér perum allar nauðsyn- egar ráðstafanir. þ 1€ ALLOWAY &CHAMPION, Rail Agents UMBOÐSMENN FYRIR ALLAR EIMSKIPALÍNUR 667 Main Street, Winnipeg. Sími 26 861 eða hver annar Canadian National Railway umboðsm. FARÞEGJUM MŒTT VIÐ HAFNARSTAÐINN 0G LEIÐBEINT TIL ÁFANGASTAÐAR CANADIAN NATIDNAL RAILWAYS

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.