Lögberg - 13.09.1928, Síða 1

Lögberg - 13.09.1928, Síða 1
41. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 13. SEPTEMBER 1928 NOMER 37 Canada. Mikill fjöldi manna vinnur nú stöðugt við byggingu Hudsonsflóa járnbrautarinnar og segja síðustu skýrslur, að verkinu miði vel á- fram og sé alls ekki á eftir áætl- un, og eru því allar líkur til, að byggingu brautarinnar verði lok- ið seint á næsta ári, eins og til er ætlast Einnig er fjöldi manna að vinnu í Churchill, því þó höfnin sé góð frá náttúrunnar hendi, þá er þar mikið verk að vinna, áður en hún er orðin eins og hún á að verða og eins og hafnir þurfa að vera. Væntanlega verður þessu mikla verki lokið einhvern tima á árinu 1930, og brautin því tekin til afnota og siglingar hefjist um Hudsons flóann. * * * John Queen, leiðtogi verka- mannaflokksins í Manitoba þing- inu, er nýkominn heim úr tíu vikna ferðalagi um England, Wales og Skotland. Segist hann hafa haft imikla ánægju af ferða- laginu, en vænst af öllu þyki sér að vera kominn heim til Winnipeg. Hann segir eins og aðrir, að at- vinnuleysið á Bretlandi sé afar- Iskyggilegt um þessar mundir. Hann heldur, að það hafi verið heldur fljótráðið að senda svona marga námumenn hingað vestur til að vinna hér að uppskeruvinnu, «ins og gert hefir verið, og hefir litla trú á að það blessist. * * * Þess var getið hér í blaðinu í júnímánuði, að tveir menn í Win- nipeg, W. T. Alexander og E. L. Taylor, K.C., hefðu verið teknir fastir og sakaðir um fjárdrátt, eða óráðvendni í meðferð fjármuna, tilheyrandi félögum, er þeir voru við riðnir. Dómsmálastjórnin hef- ir nú komist að þeirri niðurstöðu, að málsókn gegn E. L. Taylor sé ástæðulaus, og er hann því laus við þetta mál, en málsóknin gegn W. T. Alexander heldur áfram og sömuleiðis gegn bróður hans, H. Alexander. * # * Brezku kaupamennirnir, sem lcomu í þúsunda tali til að vinna við uppskeruna hjá bændum í Vestur-íCanada, hafa ekki reynst eins vel og æskilegt hefði verið og þeim finst að ferðin hafi ekki reynst sér eins og þeir gerðu sér vonir um. Um þrjú hundruð og fimtíu af þeim voru aftur sendir heim í vikunni sem leið, og marg- Ir aðrir þeirra hafa komið síðan til Winnipeg, til og frá að vestan, og eru alveg frá því að vinna leng- ur hjá bændunum í Canada. Hafa þeir sumir hverjir illar sögur að segja og láta hið hraklegasta af allri meðferðinni á sér, bæði á leiðinni, en sérstaklega hjá bænd- unum. Sumir segjast ekkert hafa fengið að gera, aðrir að þeir hafi ekki fengið nærri nógu hátt kaup, og enn aðrir, að sér hafi ekki fall- ið vinnan, því hún sé bæði erfið og vinnutíminn, á hverjum degi, alt of langur, og margt fleira þyk- ir þeim að vera. Sumir af þessum mönnum virðast hafa átt það eitt erindi hingað vestur, að vekja óá- nægju hjá félögum sínum, og hóta því óspart, að þeir skuli gera það sem þeir geti til að koma í veg fyrir, að fólk flytji frá Bretlandi 'fcil Canada. Það er ekki ólíklegt, að bænd- urnir eigi einhverja sök á þessu. Það er mjög sennilegt, að ein- hverjir þeirra hafi reynt að fá þessa menn til að vinna fyrir sig fyrir óheyrilega lágt kaup, og kannske líka haft litla þolinmæði, þegar mennirnir kunnu illa það sem þeir áttj^ að gera, og voru sjálfsagt sumir ekki vél duglegir. Innflutningadeild sambands- stjórnarinnar lítur svo á, að þess- ir menn hverfi ekki aftur að svo búnu vegna þess, að ekki sé nóga vinnu að fá, og farast henni orð, meðal annars, sem hér segir: “Þeir 328 brezku kaupamenn, sem á laugardaginn lögðu á stað heimleiðis frá Winnipeg, gerðu það ekki vegna þess, að ekki sé nóga vinnu að fá, heldur vegna þess, að það voru samantekin ráð þeirra, að neita vinnu fyrir fjóra dali á dag, og sumir þeirrá voru ekki hæfir til uppskeruvinnu.” En þó þetta hafi nú ekki gengið að óskum, þá eru samt langflest- ir af þessum mönnum, sem frá Bretlandi komu, nú að vinna hjá bændum víðsvegar í Vestur^Can- ada og mikill meirihulti þeirra mun reynast sæmilega vel og bændurnir ánægðjj með þá. Það væri því ekki rétt, að líta svo á, að þetta ráð hafi með öllu mis- tekist, þó lítið verk liggi eftir marga þessa brezku kaupamenn, enda hverfa þeir heim með lítinn arð. # » , * Stjórnarráðsfundur var haldinn í Ottawa á laugardaginn til að komast að einhverri niðurstöðu um Sjö-stystra-fossana. En niður- staðan varð nú samt engin í það sinn, enda mættu á fundinum að- eins fjórir af ráðherrunum. Á fundinum mætti Mr. J. T. Thor- son þingmaður frá Wiiínipeg fyr- ir hönd sambandsþingmannana frá Manitoba, sem eru því mótfallnir að Winnipeg Electric félagið fái leyfi til að virkja fossana. Bar hann þar enn fram mótmæli gegn því, að félagið fengi þetta leyfi. En þar sem ekkert var útgert um málið á þessum fundi, þá fór Mr. Thorson heim til Winnipeg, en skildi eftir skrifuð mótmæli sín, handa hinum ráðherrunum að at- huga, sem ekki heyrðu hann í þetta sinn, þegar næsti fundut yrði haldinn um þetta mál, sem búist er við að verði innan fárra daga. Bandaríkin. Frétt frá Washington segir, að póststjórnin á Þýzkalandi hafi til- kynt, að þýzkt loftfar, “Count Zep- pelin”, fari tvær eða þrjár ferðir í september og október milli Fred- erischhafen á Þýzkalandi og Lake- hurst, N. J. Loftfarið flytur póst til þessa lands og tekur við sendi- bréfum og bréfspjöldum til Ev- rópu, engum öðrum pósti. Póst- gjaldið fyrir hvert bréf á að verða $1.00, auk venjulega póstgjalds- ins, og 50c. fyrir hvert póstspjald. Tveir menn, Arthur Goebel og Harry Tucker, hafa nýlega flogið frá Los Angeles til New York á átján klukkustundum og fimtíu og átta mínútum, og komu hvergi við á leiðinni. Er þetta fljótasta ferð sem enn hefir farin verið milli Kyrrahafs og Alantshafs. • * # % Skipið City of New York sigldi hinn 25. f. m. frá New York og hafði innanborðs mikinn farang- ur fyrir Byrd heimskauta leiðang- urinn og þrjátíu og einn af þeim, sem þátt taka í förinni. * * * Robert H. Ingersoll, sem Ing- ersoll úrin alþektu eru kend við, er nýlátinn í Denver, Col. Fyrir 34 árum bilaðist hann á heilsu og var árum( saman rúmfastur og náði sér alderi aftur. En áður en hann misti heilsuna, hafði hann fundið upp þessi ódýru úr, sem alstaðar í Norður-Ameríku voru seld, fyrir einn dal, og stofnað fé- lag til að búa þau til og hefir það jafnan haldist við síðan, þangað til í fyrra, að það varð fyrir fjár- hagslegum óhöppum og gekk þá inn í annað félag. En á þeim 35 árum, sem það starfaði, bjó það til og seldi áttatíu miljónir af þess- um ódýru, en sæmilega góðu úr- um. Og víst er um það, að marg- an drenginn hafa þau glatt,"sem ekki átti kost á betra og dýrara úri. En flestir þeirra vita líklega engin skil á mótlætismanninum, sem fann þau upp og sem nú er nýdáinn. # » # iSíðustu fréttir segja, að hveiti- uppskeran í Bandaríkjunum muni jafnvel verða enn meiri heldur en búist hefir verið við, en verð á hveiti er miklu lægra en það hefir lengi verið. Halda margir bænd- ur hveiti sínu í von um hærra verð síðar, en mikið af hveiti hefir þó verið selt á 75c til 85c. mælrinn. Sama er að segja um fletsar aðr- ar korntegundir, að verðið er lágt og kartöflur eru nú í svo lágu verði, að ýmsir bændur, í North Dakota að minsta kosti, gera ráð fyrir að taka þær ekki upp úr görðunum, nema til heimaþarfa. Aftur eru nautgripir og svín og fé í háu verði og sömuleiðis ný- mjólkur afurðir. Bretland. A. J. Cook, skrifari allsherjar- námamannafélagsins á Bretlandi, var einn daginn í vikunni sem leið að halda ræðu í London, og 'kom það þá fyrir, þegar hann var að tala sem ákafast, að það stein- leið yfir hann, svo það varð að bera hann burtu og raknaði hann þá fljótlega við aftur. Þegar þetta kom fyrir, var hann með miklum ákafa að halda því fram, að námamennirnir, eða verkamenn yfirleitt, ættu að varast að semja frið við verkveitendur, eða reyna að koma á sáttt og samlyndi í iðnaðarmálum, eins og Lord Mel- chett og fleiri hafi haldið fram, að væri helzta úrlausnin til að gera iðnaðinn arðsaman og kjör verka- manna aðgengilegri. Cook þessi virðist ekki geta hugsað sér ann- að, en sífeldan ófrið og deilur, þegar um verkamannamál er að ræða. Hvaðanœfa. Auk þeirra fimfán þjóða, sem upphaflega skrifuðu undir Kel- logg friðar sáttmálann, er þeim þjóðum stöðugt að fjölga, sem tjá sig viljugar til að undirrifa þann sáttmála og eru þar á meðal Rúss- ar Kínverjar. Danska stjórnin hefir tilkynt, að hún aðhyllist sáttmálann, ef þingið samþykki það. Flestum þjóðum mun nú hafa verið boðið að undirskrifa þennan sáttmála og þar á meðal íslend- ingum. Frá íslandi. Reykjavík, 6. ág. Halldór Kiljan Laxness, rithöf- undur, hefir verið vestur í Los Angéles'að undanförnu og segir svo í bréfi þaðan að vestan, að hann hafi samið kvikmyndaleik- rit, sem félag í Hollywood hafi keypt af honum fyrir 50 þúsund dollara, og eigi að taka myndina hér heima að sumri. Þetta mun fá vinum hins unga rithöfundar mikillar gleði ef satt er.—Vísir. Þjórsá, 6. ágúst. Heyskapur gengur vel. Hey hirt eftir hendinni. Túnasláttur langt kominn, flestir búnir að hirða af túnum. — Skeiðaáveitan brást í vor. Áin varð snemma svo vatns- lítil, að nóg vatn náðist ekki. Um Flóaáveituna er það að segja, að þar náðist nægilegt vatn á undir- búnu svæðin og er þar ágætt gras; ýmsir úr nærsveitunum munu hugsa til þess að fá þar slægjur, þótt fráleitt verði afgangs slægj- ur handa öllum sem þurfa.—Vísir. Keflavík, 6. ágúst. í gær veiddust 20 tn. af síld í lagnet, í Njarðvíkunum og Kefla- vík. Ishúsin hérna ætluðu að taka 1000 tn. og 1200 tn. síldar, en hafa að eins fengið 200 og 300 tn. — Síldin er svo smá, að hún veiðist ekki í reknet. Horfir til vandræða með beitusíld, nema hún fáist einhvers staðar að, en verður þá dýr. — Langt komið að hirða af túnum. í görðum stendur vel. —Vísir. Reykjavík, 25. júlí. Þorbjörg Árnadóttir heitir ung ísl. hjúkrunarkona, sem undan- farin ár hefir dvalið erlendis til að fullkomna sig í hjúkrun. Eft- ir að hafa stundað hjúkrun hér fór hún til Kaupmannahafnar og síðan til Ameríku og hefir nýlega lokið prófi við stóran spítala í Se- attle með einhverjum hæsta vitn- isburði, sem gefinn var við það próf. Síðan mun hún ætla til 1 hvaða skóla á eg að senda barnið mitt? Björgvin Guðmundsson, A. R. C. M. Hér birtist mynd af manni, sem allir Vestur-íslendingar þekkja. Eitt af því fáa, sem þeim á seinni árum hefir komið saman um, er að sýna honum verðugan sóma. Nú býður hann sig fram sem kennara í ýmsu því, er snertir söngfræð- ina, og má búast við því, að Í3- lendingar noti tækifærið til að komast í sem nánust kynni við þessa fögru list. Af dásamlegum velvildarhug gagnvart Jóns Bjarnasonar skóla, býður Mr. Guðmundsson að flytja, á þessum vetri, í skólanum, einn fyrirlestur á viku um söngfræði- leg efni. öllum nemendum Jóns Bjarnasonar skóla gefst kostur á að njóta þessa gullvæga tæki færis. Þegar, þér foreldrar, eruð að hugsa um, hvert þér eigið að senda börnin yðar, í skóla á þess- um vetri, getið þér annað en gef- ið gaum að þessu? Þarf að athuga. Bezt væri fyrir þá, sem hafa í hyggju að nota tilboð vort um fría kenslu á þessum vetri í 9. bekk, að fresta því ekki mjög New York til enn frekara náms og þá heim hingað. Séra Friðrik Friðriksson hefir síðastliðinn mánuð ferðast um Austfirði, samkvæmt boði þangað, og haldið guðsþjónustur og flutt erindi á ýmsum stöðum, Sumstað- ar tvær eða fleiri samkomur, þar sem aðsókn var mikil, en fólk sótti þær víðsvegar að Séra Hálfdán Helgason á Mos- felli hefir vérið settur til að þjóna Þingvallaprestakalli. Blúnaðarsamband Austurlands hélt aðalfund sinn á Egilsstöðum 22 og 23. f. m. og mintist þá má a. aldarfjórðungs afmælis síns. Norænt leikhús á að opna í haust í Lubeck er sýni eingöngu norræn leikrit Meðal fyrstu leik- ritanna, sem sýnd verða, er Stjarna eyðimerkurinnar eftir Kamban—Lögr. Reykjavik, 1. ágúst. Páll Torfason, fjármálamaður, er nýkominn hingað frá Kaupm.- höfn ásamt frú sinni, og átti hann sjötugsafmæli í gær. Þau hafa dvalið erlendis mörg undanfarin ár, en munu nú hafa í hyggju að setjast hér að, og er Páll nú fram- kvæmdarstjóri námu- og fossafé- lagsins vestfirzka og hugsar til að vekja það til nýs lífs. Hann er enn ungur 1 anda og ódeigur. Hef- ir hann fengist við margt um dag- ana, og fyrir hans forgöngu var það mest, svo sem kunnugt er, að Islandsbanki var stofnaður Síldarafli er fremur tregur um þetta leyti I bræðslu norðanlands hafa verið settar 40 þús tn. Refaveiðar hafa víða verið all- góður atvinnuvegur undanfarið, því mórauðir refir eru í allmiklu verði. 1 Skagafirði og Húnavatns- sýslu fengu nokkrir menn í vor 10—20 yrðlinga og nýlega náði maður í Jökulsárshlið 10 hvolpum og seldi þá fyrir 1300 kr. og anif ar maður í Yopnafirði 20 hvolp- um, sem hann seldi fyrir 1700 kr. Á Akureyri á innan skamms að fara að reisa nýjan barnaskóla, fyrir 250 börn. Sennilega verður sundiaug við skólann, og veitt í hana heitu vatni úr lítilli laug í Glerárgili lengi, að láta mig vita um þá fyr- irætlan sína. Það verður, að minsta kosti stærri hópur í þeim bekk iþetta ár, ef engin slys ber að höndum, en hefir verið nokkur undanfarin ár. Þetta er sérstak- lega gott tækifæri fyrir sveitafólk, sem ekki á kost á 9. bekk nálægt heimili sínu, og enn fremur fyrir bæjarfólk, sem ekki treystir sér til að borga skólagjald. Þá, sem hafa heimili að bjóða námsfólki hvort heldur er til að vinna fyrir sér eða gegn borgun, vil eg biðja að tilkynna mér sem fyrst. Má vera, að sumir hafi misskil- ið tilboð vort um fría kenslu fyrir einn nemanda í hverjum hinna bekkjanna, þannig, að það sé bundið við þá, sem áður voru nem- endur í skóla vorum, en það er ekki tilfellið. Allir mega sækja, hvar sem þeir voru í skóla síðast- liðin vetur. Segjum, að 10 vænt- anlegir nemendur í 10. bekk sæki um fría kenslu í þeim bekk. Heið- urinn verður veittur þeim, sem hæstu mörkin fékk meðal þeirra tíu, í mentamáladeildar-prófi 9. bekkjar í siðastliðnum júnímán- uði, hvar sem þeir sfcunduðu nám síðastliðinn vetur. — Umsóknir liggja fyrir. Sláið ekki á frest að sækja. Tilboðið stendur til 15. þ. m. 1 fyrsta sinni á þessu sumri, að minsta kosti í mörg ár, voru ekki birt í ensku blöðunum, nöfn þeirra senj stóðust júnípróf mentamála- deildarinnar og háskólans. Það leiddi til þess, að skóli vor hefir ekki heldur gjört það, enn sem komið er.. Það má samt segja almenningi, að nemendurnir í 9., 10. og 11. bekknum og enn fremur háskóla (university) nemendur vorir, stóðust, yfir höfuð, vel próf- ið, en aftur þeir, sem voru í 12. bekk (mentamáladeildar) síður. Verið ekki feimin að skrifa mér og biðja mig um skýringar. Eg er fús til að veita námsfólki alt það lið, sem eg má. Rúnólfur Marteinsson, 652 Home St., Winnipeg. Smíði Laugavatnsskólans er nú, all-langt komin og sömuleiðis nýi barnaskólinn í Reykjavfk Hinn nýi ungmennaskóli Rvíkur mun verða til húsa í Stýrimannaskól- anum og kváðu þegar hafa borist margar umsóknir um nám þar. — Talað er einnig um það, að .annar unglingaskóli, eiukaskóli, verði stofnaður hér í haust. Kappróður fór fram hér við Örfirisey 29 f. m. og keptu 8 flokk- ar, um horn, sem Olíuverzlun Is- lands hefir gefið. Róið var eina röst og varð hlutskarpastur bátur Hjalta Jónssonar, stýrt af honum sjálfum, var 4 mín. 43.2 sek. Næst- ur varð flokkur úr Höfnunum, 4 mín. 45.2 sek. og fékk heiðurspen- inga. Róið var tveimur árum á borð. Múgavél kallar Árni G. Eylands ameríska heysnúningsvél, sem hingað kvað hafa verið fengin fyr- ir hans tilstilli og var reynd ný- lega á Vífilsstöðum. Hún getur nokkurn veginn hreinrakað, einn- ig snúið heyi og rakað í garða. Bát hvolfdi 26. f.m. í lendingu við Eyjafjallasand, og var í hon- um fólk, sem var að koma í land úr vélbáti frá Vestmannaeyjum. Ein kona druknaði, Elsa Skúla- dóttir frá Fossi í Mýrdal og ung- ur maður, Andrés Andrésson í Berjaneskoti, meiddist mikið. Dr. Guðm. Finnbogason hefir undanfarið verið í fyrirlestraferð- um um Austurland, á vegum stú- dentafræðslunnar, samkv. beiðni austan að. Raflýstir hafa verið í sumar 9 bæir í Suður-Þingeyjarsýslu og kom Bjarni Runólfsson frá Hólmi í Landbroti upp öllum stöðvunum, og sagt að fleiri bændur hafi pant- að stöðvarsmiði. Stöðvarnar eru 6—12 ha. og nægilegar til lýsing- ar, suðu og hitunar á bæjunum. Þær hafa kostað 5 þús. kr. til jafn- aðar (heimavinna verðlögð líka), 4 þús. sú ódýrasta, en 8 þús. þær dýrustu. Fimm af túrbínunum smíðaði Bjarni sjálfur, hinar eru sænskar. Bæirnir, sem rafmagn- ið fengu, eru þessir: Grýtubakki, Miðgerði ogHvammur í Höfða- hverfi, Stóru-Tjarnir í Ljósa- vatnsskarði, Lundarbrekka, Stóra Tunga og Sigurðarstaðir í Bárð- ardal; iMáná á Tjörnesi og Fremsta-fell í Köldukinn Þetta er gleéileg og lofsverð framtaks- semi, og reynast stöðvarnar vænt- anlega vel og verða þá öðrum til fyrirmyndar, sem skilyrði hafa til virkjunar Sigurður Skagfeldt söngvari hélt hljómleika í Gamla Bió 27 f. m. við góða..aðsókn og ágætar viðtök- ur. Hann hefir prýðilega rödd og hefir farið mikjð fram í meðferð hennar, frá þvi hann var hér síð- ast. Hann er ráðinn við söng- leikhús í Köln næsta vetur. Elliheimili nýtt á að fara að reisa hér í bænum, veglegt hús, er Sig. Guðmundsson húsameistari hefir teiknað. Meginálman á að verða 35 m. löng, og tvær hliðar- álmur 27 m. langar og 11 m. breið- ar. 100 gamalmenni eiga að geta verið á heimilinu og lánar bæjar- sjóður 100 þús. kr. til byggingar- innar, annars er heimilið rekið fyrir frjáls framlög einstaklinga. Sigurbj. Á. Gíslason hefir undan- farið verið erlendis til þess að kynna sér fyrirkomulag elliheim- ila og sér hann um þetta nýja heimili hér. 2®00 hestum af töðu hefir Thor Jensen þegar komið í hús á bú- um sínum við Reykjavík.—Lögr. Reykjavík 8. ágúst. Gísli Johsnon heitir prestur einn af íslenzkum ættum, sem um mörg undanfarin ár hefir starfað í Rúmeníu og Ungverjalandi. Lang- afi hans var Gísli Jónsson, bróðir Jóns sýslumanns og sagnritara Espólín, fæddur á Búðum á Snæ- fellsnesi, en varð prestur í Nor- egi og giftist norskri konu og varð kynsæll mjög. Sonarsonur hans var einn kunnastur guð- fræðingur Noregs. Gisle Johnson, og er sá Gísli, sem hér um ræðir, bróðursonur hans og giftur prests- dóttur af slafneskum aðalsættum og eiga) þau eina dóttur 5 vetra, og heitir Guðrún Espólín. Séra Gísli kvað vera fróðleiksmaður, segir Sigurbj. Ástv. Gíslason, sem heimsótti hann í Búdapest í sum- ar, á stórt bókasafn og les um 15 tungumál og talar mörg þeirra. Hann vinnur* að Gyðingatrúboði í norskri þjónustu, en telur sig helzt íslending. Hús brann 3. þ.m. í Reyðarfirði, verzlunarhús Kaupfélags Héraðs- búa. Meteor heitir þýzkt rannsókna- skip, sem hér er og með því er rp. a. dr. Gregori, sem hér hefir áður verið við ljós- og veðurrannsókn- ir. Á Siglufirði hefir slegið í nokk- urn harðbakka milli lögreglu- valdsins og síldarbræðslustjórans dr. Paul, vegna þess að hann hef- ir þverskallast við stjórnarbanni um að taka bræðslusíld af norsk- um skipum. Þetta hefir valdið mikilli gremju og maðurinn verið kærður. , Grasbrestur er sagður á Aust- fjörðum og mjög slæmar heyskap- arhorfur, svo pantað hefir verið kjarnfóður mjög mikið. Litla stúlkan, sem þessi mynd er af, er 12 ára gömul, heitir Lilja og er dóttir Mr. og Mrs. Jón Pálsson ,að Geysir, í Geysis-bygð; vann hún silfur medalíu þá, sem Toronto Conservatory of Music veitir bezta nemanda í Elementary Pianoforte prófi. Var hún hæst í Canada fyrir árið, við bæði miðsvetrar og sumarpróf, með 92 stig. — Kenn- ari hennar er Miss Sena Jóhann- esson að Árborg, Man. að heiman 6—7 vikur. Hann ætl- ar að sýna kvikmyndina “Wings”, sem þykir bezt allra stríðsmynda, sem gerðar hafa verið. Þegar hann kemur heim byrjar hann aftur að kenna, en á meðan lítur systir hans, Mrs. W. Dalman, eftir störf- um hans. Heimilisfang hennar er 778 Victor St. og sími 22 168. Mrs. A. E. ísfeld frá Winnipeg Beach, var stödd í borginni um síðustu helgi. Nýkomin er til borgarinn^r Mrs. G. E. Bennett, frá Seattle, Wash. Er hún á leið út í Piney 1 heimsókn til bræðra sinna tveggja er þar búa, þeirra Jóns og Jó- hanns Stefánssona. Hinn 7. þ. m. andaðist að heim- ili sinu í grend við Churchbridge, Sask., merkisbóndinn Eyjólfur Jónsson, eftir langvarandi heilsu- bilun. Hann var ættaður úr Borg- arfirði, bróðir Björns Jónssonar, Churchbridge, og mun hafa verið 78 ára að aldri. Jarðarförin fór fram á mánudaginn var og voru flestir bygðarmenn viðstaddir. Séra H. J. Leó jarðsöng. Stofnað verður til samkomu í kirkju Sambandsafnaðar, Sargent og iBanning, fimtudagskveldið þ. 20. þ.m. kl. 8, til arðs fyrir veika íslenzka stúlku. Skemtiskrá verð- ur afar fjölbreytt. Samkomunnar verður nánar getið í næsta blaði. Miss Guðrún Melsted kom heim í vikunni sem leið frá Evrópu, þar sem hún hefir verið síðas’tliðna tvo og hálfan mánuð. Hún ferð- aðist um England og Skotland, Hrossasýningar hafa undanfar- ið verið haldnar sjö í Eyjafirði og þrjár afkvæmasýningar í Skaga- firði. Af 49 fullorðnum stórhest- og Frakkland og Belgíu. um og 17 þriggja vetra, sem sýnd- ir voru, fengu 19 1. verðl. og 18 2. verðl. iShell-málunum er nu lokið í undirrétti og var félagið sýknað, en málskostnaður dæmdur á stjórnina. Málinu mun áfrýja, Rannsókn er hafin út af Menju- slysinu og hefir fyrsti vélstjóri verið settur í gæzluvarðhald.. — Lögr. 8. ág. Tíðin hefir verið einstaklega góð að undanförnu, sólskin og hiti á hverjum degi alla vikuna sem leið ogeins á sunnudaginn ogmánudag- inn. Dálítil rigning á þriðjudag- inn. Þresking gengur ágætlega al- staðar sem til fréttist. Or bœnum. Mr. Sveinbjörn ólafsson kom til borgarinnar á mánudagsmorgun- inn, frá Chicago, þar sem hann stundar nú guðfræðanám. Ætl- ar hann að dvelja hér um þriggja vikna tíma hjá móður sinni og systkinum. Gift voru í Fyrstu lút. kirkju 1 Winnipeg, hinn 6. þ.m., Miss Theo- dora Olafsson, fósturdóttir Mx* og Mrs. S. F. Olafsson, 619 Agnes St., og Harry Hewitt Herget. Dr. Björn B. Jónsson framkvæmdi hjónavígsl- una. Séra Jóhann Bjarnason prédik- aði hjá Islendingum í Piney, Man. á sunudaginn var. Kom aftur til borgarinnar á mánudaginn. Rev. hafa verið stödd í borginni und anfarna daga Gift voru í Toronto hinn 27. ágúst, Miss Hrefna Bildfell og Mr. John Edward McRae. Brúðurin er dóttir Mr. og Mrs. J. J. Bildfel, 142 Lyle St., og brúðguminn sonur Mr. og Mrs. D. McRae, 596 Jessie Ave., Winnipeg. Rev. Hahn, prest- ur First Lutheran Church, Toronto, gifti. Ungu hjónin fóru samdæg- urs til Detroit, Mich., þar sem fiamtiðarheimili iþeirra verður. Þann 6. sept. voru gefin saman í hjónabanci í Edmontonborg, þau Chris. Friðfinnson og Miss Molly Brown, bæði héðan úr borginni. og Mrs. N. S. Thorlakson Er brúðguminn sonur þeirra Jóns tónskálds Friðfinnssonar og frú önnu, konu hans. Starfar Chris sem bókhaldari Alberta Pacific Grain félagsins í Edmontonborg. Hjónavígsluna framkvæmdi Rev. W. M. Tait. og verður framtíðar- heimili þeirra í Edmonton. Mr. Stefán Sölvason, músík- kennari, er að fara burt úr borg- inni um tíma, og býst við að verða

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.