Lögberg - 13.09.1928, Page 3
LÖGBERG, FIMTTjUAGINN 13. SE.PTEMBER 1928.
Bls. S.
Kairo-för.
Eftir Björgúlf Ólafsson,
í “'Eimreiðinni”
Þegar maður fer um Súezakurð-
inn, ber .það oft á góma, .hvort
ekki sé mögulegt að nota tæki-
færið, á meðan skipið sé í skurð-
inum, til að komast til Kairo, höf-
uðborgar Egyptalands. Fyrir flest-
um vakir þá, að gaman væri að
líta pýramídana í Gizeh eigin aug-
um.
En niðurstaðan er venjulegast
sú, að ekki verður farið til Kairo.
Flest farþegaskip fara svo fljótt
yfir, að það er ekki mögulegt.
Það bar því vel í veiði vorið
1926, þegar eg kom austan úr Aust-
ur-Indíum. Þá vissum við, far-
þegarnir, að skipið átti að liggja
þrjá daga í Alexandríu. Það var
því nógur tími til að sammælast
til ferðarinnar og vera albúinn,
þegar komið væri til Súez, við
suðurenda skurðsins, en þar ætl-
uðum við að fara .af skipinu og
ná því aftur í Alexandríu.
Við komum til Súez kl. 2 e. h.
og ráðgerðum að fara þaðan af
stað til Kairo með járnbrautar-
lest kl. 5, og þóttuihst því hafa
nógan tíma. En þegar til kom,
gekk afgreiðela skipsins seinna,
en við höfðum búist við. Sótt-
varnarlið staðarins grunaði okkur
um að hafa einhver óheilindi inn-
anborðs, svo sem kóleru, pestina
eða aðrar píágur, sem nú átti ekki
að hley.pa inn í landið aftur eins
og í gamla daga. Skipið var því
skoðað og svo skipshöfn og far-
þegar. Síðan var eitthvað sótt-
hreinsað, skift um drykkjaratn o.
fl. Af þessu varð nokkurra klukku
stunda töf. — Ferðamenn hugsa
sjaldan út í það, að þessháttar
náðstafanir eru gerðar í því skyni
meðfram, að forða þeim sjálfum
frá ýmsum óþægindum og jafnvel
til þess að vernda líf þeirra sjálfra
og annara, en er illa við það ó-
næði, sem af því stafar, og þykir
það rangindi ein, að verða fyrir
töfum vegna sóttlkvíunar. En þó
sumum okkar ætti að vera trú-
andi til að líta á málið með skiln-
ingi og þolinmæði eftir atvik-
um, þá þótti okkur öllum mein-
legt, að komast ekki nógu snemma
í land til þess að ná i lestina til
Kairo. Og ekki get eg neitað því,
að mér fanst sótthreinsunin mesti
kisuþvottur. Það væri ekki óeðli-
legt, þó að Vesturlandaþjóðirnar
þættust eiga heimtingu á öruggu
sóttvarnar eftirliti með skipum,
einmitt á, þessum stað.
Undir eins og sóttvarnarfáninn
var dreginn niður, kom út á skip-
ið sægur af allskonar kaupahéðn-
um og ððrum innlendum lýð, sem
þykir ábatavænlegt að vera til
taks, ef hendi þarf út að rétta
fyrir hvítan mann. Þar á meðal
voru menn, sem buðu farþegum
hílflutning og fylgd til Kairo þá
um kvöldið. Flestir héldu, að það
væri ísjárvert að hafa þess hátt-
ar menn fyrir leiðtoga á eyði-
mörkinni ,í svartnættinu, og sum-
ir þóttust vita með sannindum, að
það kæmi oft fyrir, að iþeir færu
með mann beint í ræningja hend-
ur. En á hinn bóginn var á það
að líta, að með járnbrautarlest
komumst við ekki fyr en daginn
eftir, og væri sá dagur þá að
miklu leyti tapaður. Það varð úr,
að við sömdum, sjö manns, við
bifreiðarmann um ferð til Kairo
þá um kvöldið.
Yfirliðsforingi nokkur, gamall
og reyndur, var meðal farþega á
skipinu. Þegar eg sagði honum,
að eg ætlaði til Kairo sem 'beinast
um kvöldið, kallaði hann mig á
eintal og sagðist vonast til, að eg
myndi þiggja ráð af sér; fékk mér
síðan skammbyssu, sexshleypu, vel
hlaðna og bað mig þiggja, því
ekki væri víst hvað fyrir lægi, og
stakk vopninu í vasa minn.
En ekki var byssan í ferðinni.
•
Síðan fórum við í land og lent-
um í iPort Tewfik, sem er lending-
arstaðurinn við Súez. í ferðinni
voru ýmsra þjóða menn, eins og
verða kann á ferðalögum út um
heim: Ensk hjón, spönsk kona frá
Porto Rico, Dani einn, belgisk
hj'ón og eg.— Nú komu ýmsar taf-
ir við landgönguna, því egypzkir
eftirlitsmenn (passaeftirlitsmenn,
tollmenn o. fl.) standa alveg ráða-
lausir, þegar svo óvenjulegan at-
burð ber að höndum, að ferða-
menn fara út af venjulegri leið.
Þeir vita ekkert, hvað þeir eiga að
gera, hver vísar frá sér, og eng-
inn þorir neinu. Við lentum því
í óþarfa vafningum við landgöng-
una og gekk treglega, þangað til
við náðum í Englending, sem úr
málunum greiddi á svipstundu.
Loks komumst við í bifreiðarn-
ar. Þrent fór í nýjan Ford-vagn,
en við fjögur í gamlan og sligað-
an “Buick”. Nú var ekið til 'Sú-
ez eftir uppbygðum granda, en
sjór á báðar hliðar. Það var 10
mínútna ferð. Súez er smábæy í
austurlenzkum stíl. Margs konar
fólk er þar og þjark og þrengsli
hvar sem kemur, eins og gerist
þar um slóðir. Við staðnæmd-
umst við búð bifreiðarmanns,
bjuggumum okkur, tókum benzín
o. s. frv. í þeirri bifreiðarstöð
var ýmislegt girnilegt á boðstól-
um, t. d. ískaldir drykkir og egyp-
zkir forngripir (svokallaðir!) —
Klukkan var orðin hálf sjö og
farið að skyggja þegar við loks-
ins komust af stað. Undir'eins og
út fyrir bæinn kom, tók við eyði-
mörkin, rauðgul sandauðn, eins
langt og augað eygði í allar áttir.
Þegar dimdi, urðum við þess var-
ir, að við ií Buickvagninum höfð-
um engin ljós. Fordvagninn var
líka ljóslaus, og bifreiðarstjóri
hans hafði lítinn ljóskastara með-
ferðisf og við björguðumst svo öll
við ljósið af honum. Út úr bæn-
um og alllengi eftir það, ókum við
eftir upphleyptum vegi, er sjáan-
lega var ekki annað en hryggur,
sem var mokaður upp úr sandin-
um beggja megin frá. Þetta var
fullgóður vegur, enda veðst þar
ekki upp af rigningunum. Nú fór
að dimma meir og varð brátt al-
myhkt, en stjörnuljóst var vel,
því himininn var heiður eins og
oftast þar um slóðir. Með sólar-
laginu kólnaði snögglega og þó
meir, eftir því sem leið á kvöldið.
Eftir á að gizka þriggja fjórð-
unga stundar keyrslu brá okkur
kynlega í brún við það, að báðar
bifreiðarnar óku alt í einu þvert
út af veginum og út á koldimman
sandinn, þar sem ekki sást fyrir
neinum vegi. Og ekki nóg með
það, heldur fóru þær nú að hring-
sóla í allar áttir, og var ekki öðru
líkara en að báðir hílstjórarnir
væru farnir að villast. Bílstjór-
inn okkar í Buickvagninum, sem
sagðist vera Armeníumaður og
talaði ítölsku og nauðalítið í
ensku, varð svarafár, þegar við
fórum að spyrja hann, hvers vegna
hann væri að þessu hringli, en
sagði eitthvað í þá áttina að hann
væri að komast á rétta leið. Við
farþegarnir urðum fómálugir, og
eg fyrir mitt leyti fór að átta mig
á stjörnunum til þess að verða
ekki áttaviltur. Það var auðgert,
að finna stóra björninn og pól-
stjörnuna og þar með áttirnar.
Annars höfum við líklega allir
hugsað eitthvað líkt: Hvort mann-
fýlurnar ætluðu að gera okkur
nokkrarl glennur. í þessum krók-
um var okkur enn meira mein að
ljósleysinu en áður, því Fordvagn-
inn, sem var á undan og átti að
Jýsa báðum, átti nóg með sjálfan'
sig, en við urðum að gaufa þetta
við litla glætu. Loks mistum við
alveg sjónar á samferðavagnin-
/
um, og litlu síðar nam okkar \agn
staðar. Bílstjórinn fór að huga
að flösku sinni og slökkva þorsta
sinn, og fór að engu óðslega. Brátt
fórum við þó á kreik aftur, og var
stefnan engu vissari en fyr. Alt
í einu sáum við eld í fjarska í
vestri, og sagði bílstjóri, að nú
væri öllu óhætt, en stýrði þó í a’t
aðra átt en eldurinn var. Við gát-
um ekki setið lengur á okkur að
taka ferðalaginu í spaugi og sagði
einhver, að mannætur hefðu náð
í hinn vagninn og væru nú að bú-
verka. Rétt á eftir vissum við
ekki fyrri til en við vorum komin
á sléttan og breiðan veg og héld-
um nú óðfluga á eldinn. Kom þá
í ljós, að hann brann við tjöld
vegamanna. Fengu nú allir mál-
ið aftur. Vegurinn er ekki lagður
vegur, heldur jafnað til og rutt á
sandinum, en hann er hlemmi-
gata, jafnágæt yfirferðar og þjóð-
vegurinn á milli Súez og Kairo.
Eftir nókkra stund sáum við ljós-
varp, ýmist upp 1 loftið eða í all-
ar áttir. Þetta var þó FordbíH-
inn, sem hafði numið staðar og
var að svipast að okkur. Þar var
sæluhús á sandinum, stóreflis
bygging. Mér steigst það vera um
120 fet á lengd og um 60 fet á
breidd. Það var raunar fremur
byrgi en hús, því það var þak-
laust. Veggirnir voru sjálfsagt 6
álnir á hæð, hlaðnir upp úr
hnausum úr sólbakaðri leðju frá
Nítórbökkum, en það er mjög al-
gengt byggingarefni í Egypta-
landi. Byrgið var alt sundurstí-
að 1 kyma, eða bása. Þar geta
ferðamenn hvílt sig og úlfalda
sína, og ekki þarf að óttast regn-
ið. — Síðan var haldið af stað
aftur. Vegurinn hélzt jafngóður
og landið varð hæðóttara eftir því
sem vestar kom. Ekkert sást nema
stjörnurnar og dimm eyðimörkin,
sandauðnir, sem mintu mig á
dauðalygnan útsjó í svarta
myrkri. Eyðimörkin gat verið
viðsjál; þar er villugjarnt. Sand-
rokin geta orðið mönnum og dýr-
um að grandi, og hillingar og önn-
ur villuljós glepja mönnum sýn
og ginna af réttri leið. Á stöku
stað sáum við tjöld vegabóta-
manna og eld þeirra, en annars
mættum við engu á leiðinni. Bar
nú ekkert til tíðinda annað en
það, að sumum okkar fór að kólna
til muna, enda var hitinn ekki
nema 12 gr. C., eða 18 gr. kaldara
en við höfðum átt að venjast í
mörg ár, flest af okkur, sem í
ferðinni vorum.
Loks fóru að sjást ljós í út-
hverfum Kairöborgar, og þá leið
ekki á löngu, áður en við stað-
næmdumst á sandinum rétt fyrir
utna bæinn, og átti nú að gera að
ljósunum! Þau höfðu verið nógu
góð á eyðimörkinni í svartnætt-
inu, en bílstjóra grunaði, að þau
myndu verða talin heldur dauf
innan lögreglusviðs borgarinnar.
Hvort sem aðgerðin tókst betur
eða ver, þá fórum við inn í bæinn
og komum í Continental Savoy
gistihúsið, rétt fyrir miðnætti.
Höfðum við verið 5 klukutíma á
ferðinni og farið um 150 kílóm.
En gaufið á vegleysunni seinkaði
og eins biðir hvor eftir öðrum og
áningar á leiðinni.
Kairo er langstærsti bærinn í
Afríku og höfuðborg Egyptalands
Þar hefir konungur aðsetur sitt,
og þar er stjórnin. Bærinn ligg-
ur við ána Níl, á eystri bakkan-
um, hér um bil 20 km. fyrir sunn-
an “deltuna”. íbúatalan er um
800 þús. Af Norðurálfuþjóðum
er þar mest af Grikkjum og Itöl-
um, en einnig fjöldi af Frökkum
og Englendingum — þar er enskt
setulið — og fleiri þjóðum. Af
öðrum þjóðum er þar, auk lands-
manna sjálfra, fult af Tyrkjum,
Sýrlendingum, Aröbum og Armen-
íumönnum, Persum, Hindúum o.
fl., og þar er fjöldi af ýmiskonar
Svertingjum. Það er enginn hægð-
arleikur f^rir ókunnuga að átta
sig í snatri á fólkinu í Kariro, af
því að þar ægir svo mörgu saman.
Þegar allir litir og allskonar lík-
amsbygging, ýmiskonar klæða-
burður og aragrúi af tungumál-
um blandast saman í marga ætt-
liði, þá verður erfitt að draga í
sundur. Ferðamenn komast mest
í kynni við Egyptana sjálfa, enda
eru þeir langflestir. En oft þarf
að leita til annara, t. d. verzla við
Araba og' Grikki. Blámenn sunn-
an úr Núbíu bera þungar byrðar,
og Bedúínar leigja ferðamönnum
úlfalda og fylgja þeim um sand
Og allir virðast þeir vera sam-
hentir í því, að skaðast ekki pen-
ingalega á útlendum ferðamönn-
um.
Gistihúsin í Kairo, iþau er hýsa
Norður- og Vesturálfumenn, sem
þangað koma sér til skemtunar
eða ehilsubóta, eru mjög stór og
dýrleg, og heimsfræg sum þeirra
fyrir skraut og fagnað. Og eftir
því fer borgunin fyrir gisting og
annan greiða. Mörg þeirra eru ekki
oþin nema lítinn tíma árs, miðs-
vetrarmánuðina, þegar fólk úr
fjarlægum löndum flykkist þang-
að til þess að njóta hins dásam-
lega loftslags sem þá er: Loftið
þurt og þægilega svalt, sólskin frá
morgni til kvölds, og aldrei kem-
ur skúr úr lofti. Hinn tíma árs-
ins er óþægilega heitt, og þangað
kemur þá enginn. Hinum miklu
gistihúsum er þá lokað. Það er
því líklegt, að eigendur þykist
þurfa að nota tækifærið meðan
opið er.
Morguninn eftir að við komum,
var hitinn 20 gr. C. og þægilegt
veður. Himininn algerlega heið-
ur, og það er víst, að þá tvo daga,
sem við vorum þar, sást ekki ský
á lofti.
Nú var farið að skoða borgina,
og réðum við okkur Araba einn til
fýlgdar. Hann hét Mohamat
Hassan og talaði ensku fullsæmi-
lega. Gðtunöfn eru þarna öll
með arabisku letri og þess vegna
ekjki lesandi kristnum mönnum.
Framundan gistihúsinu er óperu-
torgið, þar er söngleikhúsið; það
var bygt 1871, og þá var leikinn
þar í fyrsta skifti söngleikurinn
Aida, sem Verdi hafði samið fyr-
ir það tækifæri. Rétt við torgið
er listigarður mjög prýðilegur;
hann heitir Ezbekieh. Mohamat
fór nú með okkur í þann hluta
borgarinnar, sem innlendir menn
ibúa í. Við fórum þar um marg-
ar götur og torg, komum að kon-
ungsöllinni, sem, er stórhýsi mik-
ið, litum á ýms musteri og skóla,
en fórum því næst að skoða
nokkru nánar hin, helztu musteri
borgarinnar og komum fyrst að
musteri því, sem kent er við Hass-
an soldán. Það er í lögum Mo-
hamets, að vantrúaðir mega ekki
koma inn í musteri hans, nema
þeir taki af sér skóna. Hið sama
gera Mohametstrúarmenn sjálfir
og þvo fætur sína áður en þeir
ganga í musterin. Meiningin er
sjálfsagt sú, að menn eiga að
ganga berfættir í musterin. En
það myndi baka mönnum tafir og
cþægindi að vera að fara úr sokk-
unum við hverjar musterisdyr, svo
það hefir orðið að samningum, að
dyraverðir leigja mönnum sefskó,
líklega vígða, og draga þá á fætur
þeim utan yfir sokka og skó, fyrir
borgun.
Gani Sultan Hassan (musteri
Hassans soidáns) er bygt á 14.
öld með arabisku miðaldalagi og er
geysimikil bygging, há og tignar-
leg tilsýndar og rúmmikil, þegar
inn er komi. Musterið sjálft er í
laginu eins og latneskur kross.
En þar utan um er f jöldi af margs-
konar herbergjum, bænahús, skóla
stofur, grafhvelfingar og íbúðir,
alt innan sömu útveggja, og á
suðausturhorninu 90 metra hár
turn (minaret). Musteri Hassans
er orðið hálfs sjötta hundrað ára
gamalt og ber þess merki. Gylling
og annað litskrúð er fölnað, hvít-
ur marmarinn samlitur jörðunni.
En það, sem gerir byggingu þessa
ógleymanlega, er stærðin og víð-
áttan, þgar inn er komið. Sléttir
grákalkaðir veggir, sumir um 700
fermetrar að stærð, óskreyttir og
gluggalausir, því út að garðinum
í miðjunni eru engir veggir, og
kemur öll birtan þar inn. Að ofan
eru hvelfingar, sú hæsta um 60
m., og alt samsvarar sér ágæt-
lega.
Rétt fyrir austan þetta museri
er annað musteri mjög frægt. Það
er nefnt eftir Mohamet Ali, þeim
sem grundvallaði hið nýja egypzka
ríki í byrjun síðustu aldar Þetta
musteri er mjög skrautlegt, bæði
utan og innan, og vel hirt, enda
ekki ýkja gamalt;, það er bygt á
fyrri helmingi síðustu aldar.
Margar háar I hvelfingar prýða
stórhýsi þetta, en þektast er það
vegna tveggja turna, sem á á því
eru, afar háir og grannir eins og
möstur og þekkjast úr mikilli fjar-
lægð, enda stendur musterið -hátt,
á gömlum vígkastala á þæð í aust-
urjaðri borgarinnar. Útsýnið er
ógleymanlegt úr musteri þessu:
Sést vestur yfir alla borgina, með
iþeim aragrúa af musteristurnum
og hvelfingum, sem þar eru. En
fram með vesturjaðrinum á borg-
inni liðar sig áin Níl, lífæð
Egyptalands, og nokkru vestar ber
við himin eitt af sjö furðuverkum
heimsins, Kheopspýramídan. ásamt
hinum Gizeh-pýramídunum, — ó-
líkir öllu öðru, sem til er í heim-
inum
Hassan fór með okkur í fleiri
musteri, en iþessi tvö ofannefndu
eru merkilegust þeirra allra.
í sama leiðangrinum fórum við
að skoða kalífagrafirnar austan
við borgina. Bifreiðin varð að
þræða skorninga og þrengsli á
milli sandhauganna og öslaði þess
á milli sandinn í miðjar síður, til
þess að komast þangað. 1 þessum
dauðra reit er fjöldi af grafhvelf-
ingum, smáum og stórum ,hver
þeirra hús út af fyrir sig, sum
bæði stór og falleg og rísa eins og
sandbarðir klettar upp úr bleikri
eyðimörkinni.
Gaman er að koma í þann hluta
borgarinnar, sem Arabarnir búa
í. Aðalgatan í því hverfi heitir
Múaík og er álíka breið og hinar
eldri götur í Reykjavík, en um-
ferð geysimikil, bæði af vögnum
ýmiskonar og fótgangandi mönn-
um. Þar eru því þrengsli mikil,
þjark og hávaði og götureglum
fylgt með austurlenzku móti, svo
að oft lendir í einni bendu, og
hvað vefst fyrir Öðru, vagnar,
menn og skepnur. Þó gekk okkur
alt greiðlega á meðan við vorum í
Músík. En þegar komið var inn í
hinar þrengri götur, fór bifreiðin
að verða ærið fyrirferðarmikil.
Oft stóð hún föst, og urðum við
j þá að fara aftur á bak út úr göt-
| unni og reyna annars staðar. Ef
I við mættumi klyfjuðum ' úlfalda,
varð annarhvor að víkja, og \toru
úlfaldarnir 'vanalega það liðugri,
að þeir gátu snúið við og komist
aftur sömu leið og þeir komu.
Asnar fóru inn í húsin, ef bifreið
fór framhjá. Neðsta hæð húsanna
er opin að framan, svo hægra sé
að sýna vörurnar í sölubúðunum.
Göturnar eru víða ekki breiðari
en svo, að útskotin á efri hæðum
húsanna ná nærri því saman yf-
ir götuna. Allsstaðar var nóg af
greiðviknum mönnum, sem réttu
hönd, ef ýta þurfti á vagn eða dýr,
þegar alt ætlaði að standa fast,
þó ekki væri unnið af útsjón eða
samtökum og ekki heldur alveg
þegjandi og hljóðalaust. Það
minti mig á slökkviliðið í Reykja-
vík í gamla daga, þegar allir skip-
uðu, en enginn var til að hlýða.
Loks mjókkaði gatan svo, að við
urðum að ganga af bifreiðinni og
fara gangandi inn í götubotn. Því
það er einkennilegt við göturnar
í þessum hluta Kairoborgar, að
þær kvíslast eins og greinar á tré,
mjókka eftir því sem lengra dreg-
ur frá aðalgötu og enda loks ein-
hversstaðar inni á milli húsanna,
án þess að liggja út í aðra götu.
Svo er sagt, að í Arabahverfinu
í Kairo geti að líta stórborgarlíf
Arabanna í hreinni mynd en ann-
ars staðar í stórbæjum. Enda
þykir mörgum Vesturlandamönn-
um gaman að róla þar um göturn-
ar og athuga það, sem ber fyrir
augu og eyru. En ekki er það gert
í næði og makindum, því hávað-
inn og þrengslin eru eins og í
fuglaveri. Alt er hvað innan um
annað: menn, konur og börn,
gangandi, ríðandi, akandi, úlfald-
ar, asnar, hestar og geítur, hund-
ar og hænsni. Fólkið er allavega
litt og allavega klætt og talar
saman ýmsar tungur trlfaldinn
baular ámátlega gg asninn rymur,
hundar gelta og hanar gala.
Ökumenn smella með sínum löngu
svipum svo hvelt, að íslenzkir
smalar myndu fyllast lotningu.
Götusalar bjóða varning sinn,
hver með sínum són, og allir há-
værir. Vatnssalinn staulast með
geitarbelginn sinn á bakinu og
skenkir út vatnið fyrir peninga,
— þó vatnsleiðsla sé í hverju húsi
og póstur á hverju götuhorni! —
Hárskerar klippa og raka, hvar
sem stendur. Nóg er plássið!
Koparsmiðirnir hamra þynnurnar
með ærandi skellum.
Á vissum tímum ómar svo rödd
“muessin”sins frá musteristurn-
unum, loðin og dauf, og kallar
rétttrúaða til bænahalds.
Og þarna verður bifreiðin eins
og illhveli í sílatorfu, baulandi og
hvæsandi, og þá hrekkur alt fyr-
ir og forðar sér.
Mikið er verzlað þarna, og margt
girnilegt er að sjá í búðum og
smiðjum Arabanna, svo sem ýmis-
konar dýrindis málm- og gim-
steinsmíði, beinskurð, prýðilegar
vefnaðarvörur, gullofið silki og
óteljandi margt fleira, sem breitt
er út fyrir gestina. Verzlunarlag-
ið er austurlenzkt, ekkert fast
verð; seljandi og kaupandi fara
báðir það, sem þeir komast. Það
þarf bæði góðan tíma og mikla
þolinmæði til þess að ganga í sölu-
búðir í Austurlöndum. En Norð-
urálfumenn eru auðsjáanlega vel
séðir viðskiftavinir þarna hjá Ar-
öbunum. Þeir vita, að hvíta fólk-
ið lætur mikið eftir sér og er ó-
prúttið á féð, margt hvað, þegar
eitthvað girnilegt er á boðstólum.
Og á hinn bóginn er þarna margs-
konar glæsilegur varningur, gerð-
ur af mikilli list og með öðru
sniði og gerð, en venjulegt er með
hvítum mðnnum. Það verða því
oft mikil viðskifti.
í annað sinn fórum við í þann
hluta borgarinnar, sem Koptarnir
búa í; það er norðausturhluti
borgarinnar. Koptar eru að ytri
einkennum minst breyttir af öllum
afkomendum Forn-Egypta. Þeir
eru kristnir og eiga merkilegan
þátt í sögu kristinnar kirkju. í
þessu hverfi er alt miklu kyrlát-
ara og fátæklegra en þar sem Ar-
abarnir búa. Mikið var þar um
Gyðinga og óþrifalegt. Götuskip-
an er hin sama og í Arabahverf-
inu: Göturnar greinast og enda
eins og vetlingsþumlar.
Einnig fórum við í “gamla bæ-
inn” sem er syðsti hlutinn með-
fram ánni að austan. Þar var
minst um dýrðir. Þar sýndi Mo-
hamat okkur kirkju' eina, sem
hann sagði að væri nefnd eftir
Maríu mey, vegna þess, að Jósef
og María hefðu áð með barnið á
staðnum, sem kirkjan stendur á.
Ekki langt þaðan sýndi Mohamat
okkur annan stað, sem hann kvað
vera jafn sögufrægan meðal Mo-
hametstrúarmanna, Gyðinga og
Þúsund ára
Alþingishátíð
Islands 1930
1 Farið til Islands
Með CUNARD Línunni
Sem kjörin er af sjálfboða-heimfararnefnd
V estur-lslendinga
BEIN FERÐ VERÐUR
frá Montreal til Reykjavíkur
Allur aðbúnaður hinn ákjósanlegasti.
Einnig mun tækifæri að ferðast annarstaðar í Evrópu
á rýmilegan hátt.
trtfyllið miðann, sem hér fer á eftir.
Miss Thorstína Jackson,
CUNARD LINE, 25 Broadway, New York.
Gerið svo vel og sendið kostnaðarlaust upplýsingar um Islands ]
ferðina 1930.
Eg œski upplýsinga viðvikjandi: '
Fyrsta farrými .................................
Ferðamanna farrými (Tourist) ...................
priðja farrými .................................
NAFN .........................HEIMILISFANG ................. •
................................ . .. 1
kristinna manna. “Þetta”, sagði
Mohamat, og benti á dálitinn sand-
odda út í ána, “er staðurinn, þar
sem dóttir Faraós fann Móse í
körfunni forðum.” Hér dugðu eng-
in mótmæli, og Mohamat sagði,
að við mættum reiða okkur á það,
að þetta væri hinn eini rétti stað-
ur, þar sem hinn frægi viðburður
hefði skeð, en allir aðrir staðir
við Nílfljót, sem miður vandaðir
fylgdarmenn sýndu ókunnugum
ferðamönnum i þessu skyni, væru
með öllu ómerkilegir í þessu sam-
bandi. En sefið kvað hann tím-
ans tönn hafa nagað upp. Mo-
hamat var mælskur og sagðist
skyldi ábyrgjast þetta.
(Framh.)
Iartin & co. .
Þér ættuð nú að fá yður haust og vctrar
FATNAD
með
vorum
Þœgilegu borgunar
skilmálum
Með því fáið þér strax það, sem
þér þurfið og hafið full not af
því allan veturinn. Bara borgið
dálítið niður og svo mánaðarlega.
Vér ábyrgjumst það sem vér
se'ljum.
Því að bíða?
Þegar þér getið fengið ljómandi
fur skreyttatr
KAPUR
Gerðar eftir síðustu tízku; ágætt
fur og seldar mjög sanngjam-
lega fyrir
$19.75 til $97.50
með hægum borgunarskilmálum.
Fur Kápur
$119.00 til $395.00
Haldið við í eitt ár ókeypis.
KJÓLAR
Nýjasta gerð. Allar stærðir.
$12.95 til $45.00
“Vorir borgunaraðferð er hæg.”
KARLMANNA
ALFATNAÐUR
Allar beztu gerðir og henta
hvers manns vexti og aldri.
BJáir og fallega gráleitir.
Ágætis efni.
$19.75 til $45.00
10% minna gegn peningum
út í hönd.
YFIRHAFNIR
I
Með ýmsum fallegum litum
og einlitir, bláir. Prýðisvel
gerðir. Skjólgóðir og þægi-
legir, og þér þurfið þeirra á-
reiðanlega í vetur.
$29.50 til $85.00
10% minna gegn peningum
út í hönd.
Portage
and
Hargrave.
Opið á laugardögum til kl. 10.
MARTIN&Co.
2nd Floor
Winnipeg
Piano Bld