Lögberg - 13.09.1928, Side 5
LÖGBERG, FIMTUDiAGINT'T 13. SEPTEMBER 1928.
Bls. 8.
- DODDS %
|KI D N EY -
h PILLS A
5heumaT s -
IHE Pp
í meir en þriðjung aldar hafa
Ðodd’s Kidney Pills verið viður-
kendar rétta meðalið við bak-
verk, gigt, þvagteppu og mörgum
fleiri sjúkdómum. Fást hjá öll-
um lyfsölum, fyrir 50c. askjan
eða 6 öskjur fyrir $2.50, eða beint
frá The Dodds Medicine Co., Ltd.
Toronto, ef borgun fylgir.
þansleiksgiidi þeirrar staðhsöfing-
ar, til iþess veit eg að hann er of
sannleikselskur maður. Og svo
annað eins á vegum sjálfboðanna,
Cunard línunnar og Thorstínu
Jackson?
En meðal annara orða, hvað
verður um umboðsþóknunina, sem
greidd verður af farbréfum þeirra,
sem með Cunard línunni fara?
Eiga íslendingar að fá að njóta
nokkurs þar af? Á að afþénda
Cunardlínu félaginu hana líka, á-
samt löndunum, skilmála- og skil-
yrðalaust? Hún verður sannar-
lega ekki lítil þakklætisskuldin,
sem Cunard línan verður í við
sjáltfboðana, eftir að þeir eru bún-
ir að taka $82,200 úr vösum ís-
lendinga, til að gefa félaginu —
$82,200, sem samkvæmt viðteknum
viðskiftareglum á meðal eimskipa-
félaga landsins, eiga að ganga til
sjálfboðanna, og þá til þeirra, sem
með þeim fara heim.
Mr. Bergman spyr, eftir að hafa
sett fram hið einkennilega reikn-
ignsdæmi sitt: “Er unt að verja
þetta? — verja þá aðstöðu heim-
fararnefndarinnar, að veita um-
boðsþóknun, sem henni hefir ver-
ið boðin, af ðllum eimskipafélög-
um, sem hún hefir átt tal við,
móttöku, ef samningar tækjust áþað er ekki ærlegra drengja
milli hennar og einhvers af slíkum
félögum?
Svar mitt er já. Það er ekki
hægt að neita því, með nokkurri
sanngirni. Segjum að á vegum
heimfararnefndarinnar réðu sig
300 manns til heimferðar árið
1930, næmi umboðsþóknun fyrir
þá tölu $3,600. Þessi upphæð, eða
umboðsþóknun, er lögð ofan á
sannvirði farbréfanna, af Norður-
Atlantshafs ráðinu í öllum tilfell-
um, að því er siglingar á milli
Canada og Evrópu snertir.
Spursmálið er því ekki um að
“heimta” þóknun, eins og Mr.
Bergman kemst að orði, heldur
hver eigi að hirða hana — þjónar
félaganna, sem ekkert hafa til
hennar unnið, félagið sjálft, sem
ekkert tilkall á til hennar sökum
þess, að það hefir lagt hana ofan
á farbréfsverðið, eða heimfarar-
nefndin, sem fer með umboð þeirra
er á hennar vegum ferðast.
Eg efast ekki um, að þú, Mr
Bergman, munir verða mér sam-
dóma um, að frá öllu sanngjörnu
sjónarmiði, þá eigi nefndin að
gjöra það. Ekki samt til þess að
draga það fé undir sig, eins og
gefið er fyllilega í skyn, heldur
til þess að þeir peningar séu ekki
íslendingum með öllu tapaðir.
Mr. Bergman er hvað eftir ann-
að að væna heimfararnefndina um
óráðvendni í sambandi við þessa
umboðsþóknun. Segir samt hvergi,
að hún ætli beint að stela pening-
unum, en siglir nærri nógu mark-
inu til þess að það komist inn í
huga fólks, að nefndin ætli sér
að draga þá undir sig.
Mér finst að Mr. Bergmann, eins
og brezkum jurista sæmir, mundi
gefa nefndinni “benefit of the
doubt”, eins og dómarar gera
glæpamönnum í brezka ríkinu áð-
ur en hann kvað slíkan dóm upp.
Nefndin hefir ekkert um það sagt,
hvað hún ætli að gjöra við þessa
peninga — hún hefir ekki einu
sinni ráð á neinu slíku fé — ekki
einu einasta centi. Hví þá að vera
að væna hana um óráðvendni og
óheiðarlegar hvatir í sambandi við
það? Veit ekki Mr. Bergman, að
Tilkynning
r i
Á fimtudaginn, föstudag
laugardaginn œtlum vé
inn og
að seljí
alla
vora
Brúkuðu
án tillits til verðs. Komið og sjáið
kjörkaup vor.
Universal Motors Ltd.
vinna?
Langt mál ritar Mr. Bergman
um það, að heimfararnefndin eigi
ekki að stinga þessu fé í vasa
smn, heldur fara fram á, að land-
inn sé látinn fá þeim mun ódýr-
ari farbréf, sem þessum umboðs-
launum svarar.
Aftur vil eg, fyrir hönd með-
nefndarmanna minna og mín, af-
þakka þetta óráðvendnis merki,
sem Mr. Bergmann er svo ant um
að festa við okkur, og segja hon-
um, þó eg búist ekki við að þess
þurfi, því hann veit betur, og öll-
um löndum minum, að uppástunga
hans um að læfcká fargjaldið sem
umboðsþóknuninni nemur, getur
ekki komið til nokkurra mála, fyr-
ir þá einföldu ástæðu, að það er
brot gegn ákvæðum Norður At-
lantshafs ráðsins. Það er ekki
hægt að verja einu einasta centi
af þessu umboðsþóknunar fé til
þess, eins og hann getur gengið
sjálfur úr skugga með, ef hann
vill. En þar með er ekki sagt, að
ekki sé hægt að nota það fé í aðr-
ar þarfir ferðafólksins.
Eftir að Mr. (Bergman er búinn
að sýna fram á, hvernig að um-
boðsþóknun og ókeypis farbréf
eigi að lækka farbréf manna, sem
ekki er hægt, segir hann: “Því á
landinn að þurfa að borga toll til
nefndarinnar fyrir að fá að ferð-
ast með skipi, eða járnbraut, sem
nefndin hefir samið við?”
Mér getur ekki annað skjlist, en
að hér sé ranghverfunni snúið al-
veg út. Það er svo langt frá því,
að landinn þurfi að borga toll til
nefndarinnari, sem tfrekast má
verða. Landinn borgar toll til
eimskipafélagsins, um leið og
hann kaupir farbréf sitt. Nefndin
innkallar tollinn aftur frá félag-
inu til þess að landinn geti haft
eitthvað gott af honum. Annars
væri hann honum með öllu tapað-
ur. Og finst mér vera langt frá
því, að sú afstaða nefndarinnar
sé “óréttlætandi”, því eg veit, að
Mr. Bergman trúir því ekki með
sjálfum sér, að nefndin ætli að
stela peningunum, þó hann gjöri
sér far um að koma því inn í al-
menning.
Mikið finst Mr. Bergman til á-
gengni heimfararnefndarinnar,
sem fram kemur í sjöunda lið
bráðabirgða uppkastsins. Það er
eins og maður heyri hjarta hans
slá út af kvíða fyrir því, að heim-
fararnefndin muni setja þessi
eimskipafélög á hausinn, og sýn-
ir það að minsta kosti og sannar,
að nefndin er og hefir verið, að
leitast við að framkvæma það lof-
orð sitt, að komast að sem hag-
kvæmustum samningum við félög-
at-^in fyrir hönd þeirra manna, sem
heimfararmálið fólu henni, og því
ætlar heimfararnefndin að halda
áfram, hvort sem honum líkar það
betur eða ver.
Hvað eftir annað staðhæfir Mr.
Bergman, að þessi umboðsþóknun
sé tollur, sem heimfararnefndin
sé að leggja á Islendinga. Eins
og tekið er fram hér að framan,
þá er ekki hinn minsti flugufótur
fyrir þeirri staðhæfing. Þó að
nefndin afsalaði sér öllu tilkalli
til þessarar umboðsþóknunar, sem
henni dettur ekki í hug að gjöra,
eða hefði aldrei á hana minst, þá
hefði það engin áhrif haft á verð
farbréfanna, menn hefðu orðið að
borga alveg sama prísinn, $172.00,
fyrir þriðja farrými fram og aft-
ur, $194.00 eða um það fyrir ann-
að farrými, ”The Tourist Class
sem nú er farið að nefna annað
farrými, og $300.00 fyrir það
fyrsta. — Nefndin hefir ekki lagt
toll á nokkurn mann, né heldur er
það á hennar valdi að gjöra það,
og því blekking ein að vera að
vera að halda slíku að fólki. Það
eina, sem nefndin ætlar sér að
gjöra, er að sjá um, að þetta um-
boðsfé sé faiþegum ekki með
öllu tapað.
Angakut
Mr. Bergman er hræddur um, að
eimskipafélagi verði það dýrt
■spaug, að taka ísl. umboðsmann í
þjónustu sína og að Winnipeg-
menn gangi ekki gruflandi að því,
hver hann muni verða. Eg á ekki
von á, að það geri mikinn mismun
hver umboðsmaðurinn yrði, sem
heimafarnefndin veldi. Aðal- at-
riðið er, að hann verði duglegur
En annars ætti það ekki að verða
neitt tilfinnanlegra fyrir félag
það, sem heimfararnefndin semur
við, að halda umboðsmanni í þjón-
ustu sinni, en fyrir Cunard línu-
félagið, að ráða ungfrú Jackson í
sína þjónustu í sama tilgangi, og
hefi eg engan heyrt bera neinn
'kvíðboga fyrir því, að hún muni
ríða slig á því félagi.
Að endingu vildi eg enn á ný
fara fram á það við Mr. Bergman
og alla sjálfboða, að þeir hættu
persónulegum deilum um þetta
mál. Það er að sjálfsögðu útséð
um, að samkomulag geti orðið í
málinu á milli málsaðiljanna. En
við ættum að geta unnið að því, þó
við séum skiftir, án þess að út-
húða og útata hvorir aðra —
unnið að því með það eitt fyrir
augum, að gjöra sem bezt úr því
sem orðið er, ef ekki vegna sjálfra
var, sem manna og íslendinga, þá
vegna málefnisins, sem um er að
ræða og við öll viljum heiðra.
Jón J. Bildfell,
forseti heimfararnefndarinnar.
eða særingamenn. — Læknar,
prestar og vitringar Eskimóa.
Eftir dr. Knud Rasmussen.
(Framh.)
Veiðibrestur er alt af einhverri
yfirsjón að kenna — venjulega
yfirsjón kvenna, tabu-gá. Og þá
verða skémennirnir a ðferðast til
tunglsins eða sædýramóðurinnar.
I>egar maður hugsar um þessar
loftferðir og þess háttar, þá eru
þær í rauninni ekki annað en það,
sem í trúnni er kallað bæn, hjá
hinum mentaðri þjóðum. Krist-
inn maður sendir óskir sínar og
bænir út í geiminn, út—en hvert?
Til guðs, til hins algóða guðs, sem
aumkvast yfir mennina. Hinn
einfaldi steinaldarmaður verður
að gefa öllu líkama. Honum næg-
ir ekki að senda óskir sínar út
geiminn, hann sendir særinga
mennina.
Særingamanninn, sem fer þann-
ig hamförum, köllum vér Pavung-
artut (manninn, sem svífur til
himna). Áður en hann leggur
stað í þessa ferð, er hann settur
inst á pall og dýrafeldur er breidd-
ur yfir hann, svo að aðrir sjái
hann ekki. Hann á að vera bund-
inn, hendurnar bundnar á bak aft
ur og höfuðið reyrt niður að
knjám. Hann má ekki vera í öðr-
um fötum en einum buxum. En
áður en honum er skotið inn fyrir
forhengið, eiga þeir, sem hafa
bundið hann, að dýfa hnífsoddi
ofan í logandi lýsið í lampanum,
draga hringa í loftið yfir höfði
særingamannsins og segja:
— Niorruarniartoq aifali (sæk-
ið hann, sem nú á að fara í heim-
sókn).
Svo eru ljós slökt og gestirnir
loka augunúm. Þannig sitja þeir
lengi og grafarþögn er í húsinu.
En alt í einu fara að heyrast ein-
kennileg hljóð, stundum eins og
hvísl úr háa lofti, stundum þytur
eða rokkhljóð eða blístur. Og svo
heyra menn að særingarmaðurinn
hrópar eins hátt og hann getur:
— Halala, salalale, halala, hal-
alale! Og þá eiga allir viðstaddir
að hrópa:
— Ale — ale — ale!
Þá heyrist hvinur og það er
merki þess, að opnast hefir út-
gangur fyrir sál særingamanns-
ins, líkur öndunarholu sels, og í
gegn um þessa rolu flýgur sál
særingamannsins upp til himna og
hjálpa henni allar stjörnur.
Stjörnurnar eru framliðnir menn.
Og nú fara allar stjörnurnar upp
og niður eftir sálnaveginum, til
þess að halda honum opnum fyrir
særingamanninum. Sumar fara
PORTAGE AVE.
WINNIPEG
Durant and Falcon Knight Parts
Philbook og Allan ætla að selja hvern einasta bíl. —
Kaupið nú og sparið peninga.
&tantooob’£í
Stofnsett 1904
Vér tilkynnum hérmeð vora 24.
MILLINERY HAUST SÖLU
sem byrjar á föstudaginn og laugardaginn 14, og 15. sept-
Allskonar nýjar gerðir fyrir haustið og veiðið mjög safengjarnt.
Yður er vinsamlegast boðið að koma.
Jmntoood
LIMITED
11
’&
392 Portage Avenue
Boyd Bldg.
Hérmeð tilkynnist að á þeisu hausti hefst kensla í
WINNIPEG SCH00L 0F ART
269 MAIN STREET
10. September, 1928
Dagskóli 9.30 f. h.--4 e. h. Kveldskóli 7.30 til 10 e.h.
Tilsögn fyrir unglinga á hverjum laugardegi 9.30-12 f.h.
VISIT OUR GREAT
ANNIVERSARY
SALE
i
of HIGH GRADE
H0ME FURNISHINGS
SaleOpens Thursday thel3th
and Closes Saturday Night
the 22nd
9 GREAT SALE DAYS
niður sálnaveginn, aðrar upp eft-
ir honum og í háa lofti heyrist
hvinur og þytur.
— Hvtt—tt—tt!
Þetta er hvinur í stjörnunum og
gestirnir eiga nú að reyna að
geta nafns þeirra, meðan þær voru
menn og lifðu á jörðinni. En menn
eiga kollgátuna, þá heyrast tvö
stutt: Hvtt, hvtt! og á eftir barns-
legur raddrómur, sem hverfur út
himingeiminn. Það er svar
stjörnunnar pg þökk fyrir það, að
menn skuli enn muna nafn henn-
ar.. Oft eru særingamenn lengi
íþessu ferðalagi og á meðan syngja
hinir gamla söngva.
Það er mælt, að mikill fögnuð-
ur verði í landi dagsins, þegar
særingamaður kemur þangað.
Andarnir taka ekki eftir honum
fyrst í stað; þeir eru önnum kafn-
ir að leika. En svo heyrist kall-
að: “Niorruarsuit” (gestir) og i
sama bili koma allir út ú rhúsum
sínum. Þó eru engar dyr eða
gluggar á húsunum, en sálirnar
fara út þar sem þeim sýnist, í
gegnum veggina og þakið. Því
þótt þær séu sýnilegar, þá eru þær
þó ekkert, og þær geta farið , gegn
um heilt. Þær koma fagnandi á
móti gestinum til þess að bjóða
hann velkominn, því þær halda að
hann sé sál framliðins manns eins
og þær. En þegar hann segir:
“Putdlaliuvunga’, (eg er enn af
holdi og blóði), þá snúa þeir
hryggir af vonbrigðum heim.
Einföldustu særingaaðferðinni
kyntist eg hjá hreindýra-Eskimó-
unum inni í meginlandi Ameríku.
Hún var einföld að því leyti, að
þar var ekki lögð áherzla á ein-
angrun, eða neinar kreddur í því
skyni að hafa áhrif á þá, sem við-
staddir voru. Særingamaðurinn,
Igtjugarjuk, skýrði mér frá ýmsu,
særingum viðvíkjandi.
í draumi hafði guðinn Sila
birzt honum og sagt að hann ætti
að verða verkfæri í sinni hendi.
Hann fór þá þegar til gamals sær-
ingamanns til að nema af honum,
og hann byrjaði námið um miðjan
vetur, þegar frostið var sem mest,
á þann hátt, að hann sat þrjátíu
daga samfleytt í litlu snjóhúsi, er
ekki var hitað, og hafði ekki ann-
að að sér en hreindýrsskinn, sem
hann sat á. f gegn um ofurlítið
gat á snjóhúsinu var honum rétt
volgt vatn á nokkurra daga fresti
og svolítið af mat, svo að hann
skyldi ekki svelta til bana. Þessa
30 daga þjáðist hann mjög, sér-
staklega af kulda, en í lok þeirra
náði hann sambandi við fyrsta
hjálparandann, annað hvort í
draumi eða óráði. Siðan kom kenn-
ari hans og sótti hann á sleða, sem
hann varð að beita sér sjálfum
fyrir, því að hundar máttu ekki
draga hann. Igjugarjug var þá
svo að fram kominn, að hann gat
ekki staðið og varð að bera hann
út á sleðann.
í slíka einsetu fór hann nú nokkr-
um sinnum, eða þangað til sær
igamaðurinn áleit að hann væri
orðinn svo fær, að hann gæti kom-
ið fram sem sjálfstæður særinga-
| BAKIÐ YÐAR EIGIN jg
BRAUD
i með I
ROYAL
S
s
Sem staðist het-
ir reynsluna nú
yfir 5o’ ár
maður. En þeir byrja þá ekki á
því að fremja særingar inni í
húsi eða tjaldi, þar sem allir bafa
safnast saman. Lærlingurinn
verður að fara út i náttúruna til
þess að ná sambandi við Sila —
ganga þrotlaust, hvernig sem viðr-
ar og fasta, en hugsa stöðugt um
málefni, sem hann á að fá úrlausn
á, þangað til hjálarandar hans
færa honum svar frá Sila. Þá get-
ur hann snúið heim aftur, en ekki
fyr.
Ef ætla nú að reyna að lýsa
andafundi, sem eg var á á ferð
minni yfir þvera Ameríku. Það
hafði verið stórhríð í þrjú dægur
og Eskimóar höfðu ekkert að eta.
Ungur maður, sem bauð af sér
mjög góðan þokka, var þá látinn
standa á miðju gólfi í einu hús-
inu, en allir settust umhverfis
hann. Hann hét “Hvalskið” og
hann á nú að reyna að komast í
sambad við anda. Honum veitist
örðugt að komast i dásvefn og
sann segir fyrst:
— ^að er erfitt að segja satt.
Það er vandi að særa fram hulin
öfl.
(Niðurl. næst.)
GEORGE ROBEY
Englands mesti skopleikari í hin-
um síðasta Lundúnaleik, “Bits and
Pieces” á Walker leikhúsi í 5
daga, byrjar þriðjud. 13. sept.
.«liaI>U Homa Furnl.horn
- PHQ'N'E N6667
I!II!II!IIHI1IIHI!II1I!!II
Trt'S ACS COMT-INS MOM TMAN t.M t
I
n
■
^Nl.CONTCNT. rAPÓRT
@Ið fquireAlp
AV.cr:-íE??soN brewinc ltd.
WIMNIPEO
Óviðjafnanlegt öl — minnir á gamla tíma —
framleiðsla brezkra ölgerðar sérfræðinga.
#Iö Squ'twJJp j
Fæst í öllum löggiltum ölsölustofum, og y
stjórnar vínsölubúðum. y
Ef þér viljið fá ölið sent heim, þá kallið upp ^
24 841 :
Brewery Hours, 7 a.m. to 6 p.m.
Macpherson Brewing Limited
WINNIPEG.
ll!lll!!H!lllAllllli!!li:illll!lllll!
"■'■"fl 1 1 ■11 ■l':i«l,il'"l