Lögberg - 20.09.1928, Page 4

Lögberg - 20.09.1928, Page 4
Bls. 4 IjÖiGBERG, FIMTUDAGINN 20. SEiPTEMBER 1928. IJogberg Gefið út hvern Fimtudag af Tle Col- umbia Prsss Ltd., Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. Tilaiman N-6327 o« N-6328 Einar P. Jónsson, Editor Utanáaknft til blaðmiw: THi eOlUMBIA PHtS8, Itd., Box 317*. Wimtlpeg. M»n- Utanáekrih ritatjórana: iOtTOR LOCBIRC, Box 317* Wlnnipeg, M»n- Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram The ,LÖSt>*rW »a printed and publlahed bj The OolumblK Preea, Uimitei. to the CoJunabU BuiJdtng. 696 Sarnent Ave-. Winnipeg, Manitoba. Flugmálin í Canada. Eins og nú horfir við, eru miklar líkur til, að þann 1. oktober næstkomandi, renni upp nýtt tímabil í flugmálasögu hinnar canachskn þjoð- ar. Hefir það nú verið' fastmælum hundið, að dag þann skuli hefjast daglegar, reglubundnar póstferðir frá Montreal, og er gert ráð fvrir, að atburði þeim verði fagnað með viðhafnar- miklum hátíðarhöldum þar í 'borginni, í viður- vist Willingdons lávarðar og margs annars stórmennis. Þykir og líklegt, að viðstödd verði forsetaefni Bandaríkjanna, þeir Herbert Hoov- er, frambjóðandi Republicana flokksins, og Smith ríkisstjóri í New York, er býður sig fram af hálfu Democrata. Er það einkum og sérí- lagi talið tilhlýðilegt, að Smith verði vitni að þessum þýðingarmikla atburði, er ríki það, sem hann nú stjórnar, skal tengt verða reglubundn- um póstflutninga samböndum í lofti, við hið forna og söguríka Quebeefylki. Stofnað verður til tveggja, varanlegra póst- sambanda með þessum hætti.- Fyrri leiðin verð- ur ó milii Montreal og Toronto, með viðkomu- stað í Ottawa, en hin síðari milli yfontreal, Al- bany og New York horgar. Geta má þess, að áður hefir farið í loftinu póstflutningur milli Canada og Norðurálfunnar, og var þá fyrsti viðkomustaðurinn héma megin Atlantsála, við Fathers Point, er nálægt liggur innsiglingu St. Lawrence fljótsins. Gerðar voru tilraunir í vetur sem leið, með reglubundnar flugferðir milli Monteral og St. John, Ottawa og Toronto, sem og frá Leeming- ton til Pelee eyjar, er liggur í Erie vatni. Yf- irleitt má segja, að tilraunir þessar hepnuðust vel, þótt tafir ættu sér stað með köflum, sökum óhagstæðrar veðráttu. Þá hafa og flugferðir komið að sérlega góðu haldi í Yukon héraðinu, og hefir þeim verið haldið uppi samkvæipt fastri áætlun, milli Dawson og White Horse, sem og milli White Horse og Atlin. Stjórnar- völd þau, er til þessara flugsambanda stofnuðu, voru aldrei í nokkrum minsta vafa um árang- urinn, sem í flestum tilfellum varð hinn ákjós- anlegasti. Núverandi póstmálaráðgjafi sam- bandsstjómarinnar, Mr. Veniot, hefir sýnt af sér röggsemi mikl-a í sambandi við þetta mikla þjóðnytjamál, og verðskuldar að launum al- menna þjóðarþökk. Flugsambönd þessi hin nýju, sem nú hafa nefnd verið, þótt mikilvæg að vísn sé, geta samt ekki skoðast nema tiltölulega ljtill vísir að vold- ugu flugferðakerfi, er síðar hlýtur að grípa- djúpt inn í líf hinnar canadisku þjóðar, sem og nágrannaþjóðarinnar suunan landamæranna. Að sjálfsögðu tekur það miklar og nákvæmar rannsóknir, að komast að niðurstöðu um það, hverjar leiðir séu hentugastar, því bæði er nú það, að veðráttufar er ærið misunandi á hinum ýmsu svæðum, og fiið sama má segja um stað- háttu. En undir þessu hvorttveggja er það að miklu leyti komið, hvemig til tekst með reglu- bundnar flugferðir, að ógleymdum flugvélun- um sjálfum, sem þó eru jafnt og þétt, sem önnur mannana verk, stöðugt að verða full- komnari og fullkomnari. Nú mun vera í aðsigi, eftir því er austan- blöðin skyra fra, að stofnað verði til flugsam- bands milli helztu bæjanna í Strandfylkjunum, og Montreal. Virðast ýmsir hafa ha'ft ótrú á því fýrirtæki, og bera við óhagstæðri veðráttu, evo sem óglöggu skygni, og stundum langvar- andi þokn. Ekki mun þó ótti sá vera bvgður á nokkrum verulegum rökum, sem glegst má af því niða, að póstmálaráðgjafi telur ekkert því til fyrirstöðu, að samböndum þessum verði kom- ið á, að Ioknum nauðsynlegum undirbúningi. Nokkuð öðru máli er að skifta, er til flugferða kemm með fram storvötuunum evstra, sem og um Klettafjöllin. Er veðráttufarið þar marg- falt breytilegra, en vfðast hvar annars staðar, og þörfin þass vegna brýnni á nákvæmum rann- sóknum, áður en stofnað verður til fastra flug- sambanda. Liklegt þykir, að innan tiltölulega skamms. tíma verði komið 4 fót reglulegum flugferðum milh Toronto og Windsor, og komist svo Win- nipegborg næst á dagskrá. Þaðan verði svo stofnað til sambanda við Regina,Saskatoon, Edmonton og Calgarv, og því næst vfir Kletta- fjollin og inn í British Columhia fvlki. Þegar þangað verður komið, virðist fátt senniíegra en það, að sa spadomur nuverandi póstmálaráð- gjafa muni rætast, að þess verði ekki vkja-langt að bíða, að póstur verði fluttur í loftinu frá. Montrea.1 til Vancouver á einum degi, eða því •sem næst. Þann 28. dag júlímánaðar, árið 1849, gerð- ist sá sögulegi atburður í lífi hinnar oanadisku þjóðar, að samkvæmt niðurstöðu samveldis- stefnunnar í London, veittist henni fult og ó- takmarkað vald, til þess að fara sjálf með póst- mál sín. Hvem mundi hafa órað fyrir því þá, að póstmál þjóðarinnar kæmust í það horf, sem þau nú eru komin, og að pósturinn yrði auk þess fluttur í loftinu frá strönd til strandar, á óendanlega skemmri tíma, en með járnbrautum og skipum, og þar ofan í kaupið, væri ekkert meira átt á hættunm? Verð sláturgripa. Það er engin nýjung, þótt maður heyri um þessar mundir yfir því kvartað hér í Winni- pegborg, hve örðugt hinum efnaminni stéttum veitist með að afla sér kjötmetis, sökum hins geypiháa verðe, sem það nú er komið í. Verð það, sem bóndinn fær fyrir sláturgripi sína, má nú ágætt kallast, og veitti heldur ekki af, að vitund rættist úr, því minnisstætt mun það flestum, er gripir voru í það lágu verði, að tæpast borgaði sig að senda þá til markaðar. A hinn hóginn er það sýnt, að eitt- hvað er öðru vísi en það á að vera, ef borgar- búum, eða að minsta kosti þeim hinum fátæk- ari, reynist því nær ókleift að neyta kjöts, nema þá hinna allra lélegustu tegunda. Úr þessu verður að bæta, þannig að meiri jöfnuður komist á. Undanfarna síðustu mánuði, hefir gripa- markaðurinn jafnt og þétt farið hækkandi, eink- um þó, er um úrvalsgripi Vaí að ræða, og má hið sama segja um verð svína. Hið háa verð sláturgripa, seiu undanfar- andi, og um þetta leyti viðgengst, í Bandaríkj- umjim, hefir orðið þess valdandi, að þrátt fvrir tollvemdunar fyrirmæli þau, sem kend eru við Fordney, hefir útflutningur á canadiskum slát- urgripum suður yfir landamærin, farið mjög í vöxt. Nú hefir, seui kunnugt er, innflutmngur gripa frá Argentínu til Bandaríkjanna, verið með öllu bannaður, sökum ótta við gin- og klaufasýkina, er gert hefir tilfinnanlegan usla í hinu fvmefnda landi. Af þessu hefir það leitt, iað eftirspumin eftir sláturgripum héðan frá Canada, hefir aukist jafnt og þétt, sunnan landamæranna. Frá Bretlandi er um þessar mnndir flutt út mikið af kældu kjöti til Argen- tínu, þrátt fyrir það, þó Argentínubúar telji það varhugavert. Hefir stjörinn skipað sérfræð- inganefnd í málið til þess að rannsaka til hlítar í eitt skifti’ fyrir öll, hvort ekki sé hugsanlegt, að gerillinn, sem þessari skaðlegu sýki veldur, geti fluzt í kjötinu og valdið hættulegri út- breiðslu. Við nána athugun á markaðs skilyrðum fyr- ir canadiska sláturgripi, kemur það í ljós, að menn þeir í landi hér, er útflutning gripa hafa með höndum, eiga við ýmsa örðugleika að etja, svo sem til dæmis hið afar-lága verð kjöts í þeim hinum ýmsu löndum, þar sem gripir ganga svo að segja sjálfala allan ársins hring. Eins og nú standa sakir, má í raun og veru svo að orði kveða, að gripaútflutningur frá Can- ada til Bretlands, sé að mestu leyti úr sögunni, hvað sem síðar kann að verða. A árinu, sem endaði þann 31. júlí síðastliðinn, nam peninga- verð útfluttra gripa héðan til brezku eyjanna, að eins $61,770, til móts við $3,394,785 árið þar •á undan. A sama tímabili nam peningaverð út- fluttra canadiskra gripa til Bandaríkjanua, $15,241,419, borið saman við $5,674,536 árið á undan. Margir þeir, er að gripaframleiðlsu standa, halda því fram, og það vitanlega með nokkrum rétti, að allmörg ár, eftir að hið óeðli- lega háa gripaverð, frá því á stríðstímunum, lækkaði, hafi framleiðsla gripa. tæpast borgað sig. Þessu verður ekki á móti mælt, og er gott til þess að vita, að griparæktarbóndinn fær nú ríflegra verð fyrir framleiðslu sína, en við- gekst um eitt skeið. Þó má hinu eigi gleyma, að allar stéttir þjóðfélagsins hafa sama rétt til lífsins, og svo fremi, að núverandi verðlag kjöts eigi að haldast, verða vinnulaun borgarbúanna að hækka hlutfallslega líka. Sé athugað verðlag það á sláturgripum, er átti sér stað fyrir stríðið, kemur í ljós, að nú er það um fimtíu af hundraði hærra, en þá átti sér stað. 1 júlímánuði 1914, var verð geldneyta á markaðinum í Toronto slíkt, að frá $8.00 til $8.25 voru greiddir fyrir hundrað pundin. 1 maí 1920, var verðið, er þá hafði náð hámarki sínu, komið upp í $13.75 til $15.75: Ari síðar féll það niður í $8.50 til $9.50, en nú sem stendur er verðið $12.25. 1 júlímánuði 1914, seldust úrvals svín á $9.15 til $9.25. Hámarki sínu náði verð þeirra ♦ skömmu seinna, er það komst upp í $24.00. í maí 1920, féll verðið niður í $20.20, og árið þar á eftir nam lækkunin meira en helmingi frá há- markaðsverðinu, og fór þá ofan í $9.50, en nú er það $11.00. Er verðlag svína, um þessar mund- ir, innan við tuttugu af hundraði hærra, en það var rétt áður en ófriðurinn mikli hófst. Lífsframfærsla fólks hér í landi, er sem stendur fimtíu og fimm af hundraði hærri, en hún var árið fvrir stríðið. Hagur framleiðand- ans virðist, sem betur fer, fara batnandi jafnt og þétt. En batni liagur þess fólks, er í borgum býr, ekfei að mun líka, er eitthvað bogið við hlut- fallið milli auðs og iðju. Ritsjá. Iðunn, xii. 2, ritstjóri Árni Hallgrímsson. Reykjavík, 1928. 1 hvert skifti, sem tímaritin íslenzku ber að garði, hlýnar oss um hjartaræturnar, því þó þau séií, eins og gengur og gerist, stundum talsvert misjöfn að gæðum, þá hafa þau alla jafna eitt- hvað dásamlegt til brunns að bera, er veitir yndi og bregður upp nýjum myndum af ny- o-róðri íslenzks hugsjónalífs. Sanna þau pað afdráttarlaust öllu öðru fremur, hve mikii f jarstæða það er, sem sumir halda fram, að is- lenzk ritment sé í þeirri afturför, að vel megi skipa hinum yngri skáldum í andlegan ættlera- hóp, borið saman við þau, er til hins gamla skóla tölduist. Þetta hefti Iðunnar, sem hér um ræðir, er svo vel úr garði gert, að til stórsæmdar má telja ibæði ritstjóra og útgefendum. Innihald- ið hefst með fallegu kvæði eftir Jón skáld Magnússon, er “Guðmundur í Garði” nefnist. Hvílir yfir því hreinn og karlmannlegur hlær. Erindin eru tólf, og er hið sjötta þeirra á þessa Canada framtíðarlandið, Svo má heita, að sama regla gildi í Alberta og hinum fylkjum sambandsins, að því er útmæl- ing áhrærir. Var byrjað að mæla frá landamerkjalínu Bandaríkj- anna. Hin stærri útmældu svæði, eru sections eða fermílur af landi, er taka yfir 640 ekrur. Sérhvert township, þannig mælt út, inni- heldur 36 sections, eða 23,040 ekr- ur. Spildum þeim er sections kall- ast, er svo aftur skift í fjórðunga, eða 160 ekra býli. leið: “Góðar heillir Garði gáfu heilög rögn. Hér var Islands auðnu-ljóð 1 ort í sigurþögn.” Héraðsvegir í fylkinu mega á- gætir kallasO enda hefir verið til þeirra varið miklu fé, bæði frá sveita, sambands og fylkisstjórn- um. Næst kemur ritgerð eftir Sigurð meistara Skúlason, um Helgafell í Helgafellssveit, fag- urlega orðuð og þrungin af lotning fyrir helgi þessa söguríka staðar. Fer Sigurður svo vel með íslenzkt mál, að hann minnir mann ósjálf- rátt á naína hans, Sigurð prófessor Nordal. Það er ekkert orðahröngl eða hugsana hraun- * • grýti í ritgerð þessari. Hún er ritin á ómeng- uðu, íslenzku máli, sem hvert einasta íslenzkt mannsbarn skilur, — máli, sem til hjartans nær um æðar hinnar óbrotnu fegurðar. Þá ’birtist' smásaga, “Gráni”, eftir Þórir Bergsson. Eiígi vitum vér deili á höfundinum. Sagan er falleg, þó hún sé stutt. Lýsir hún í glöggum dráttum, sambandinu milli manns, er Einar hét, og gamals reiðhests, mesta gæðings, er hann hafði mestu mætur á. Hafði hann ein- hverju sinni ráðið það við sig, að slá klárinn af, en treystist eigi til, og hlúði að honum í ell- ,inn án tillits til kostnaðar og nota. Fylkið samanstendur af borg- um, bæjum, þorpum og sveitar- félögum, er hafa sína eigin fram- kvæmdarstjórn, að því er heima- málefni áhrærir. Alls eru sex borgir í fylkinu. Er þeim stjórn- að af borgarstjóra og bæjarráðs- ,mönnum, kjörnum í almennum kosningum. Þó er stjórnarfyr- irkomulag borganna sumstaðar talsevert mismunandi. Sérhverri borg er stjórnað samkvæmt lög- giltri reglugjörð eða grundvallar- lögum. Bæjum er stjórnað af bæjarstjóra og sex fulltrúum, en þorpunum stýra oddvitar ásamt þrem kosnum ráðsmönnum.í — Lög þau, eða / reglugerðir, sem bæjum og þorpum ber að hegða sér eftir, nefnast The Town Act og The Village Act “ Jónismessunótt”, heitir kvæði, er í hefti þessu birtist, eftir Jóhannes úr Kröflum. Höf- um véf minst hanis áður hér í blaðinu, og látið þá skoðun vora í ljós, að þar sem hann er, sé á ferðinni langt um efnilegra ljóðskáld, en al- ment gerist. Alls eru erindin sjö. Tvö þeirra hljóða þannig: “1 .gullstrauma miðnætur sorgimar sökkva og sektin er horfin með dauðleikans fylgjum. Auk trú mína, sól! Er það himnanna hliðskjálf, sem lilær út við norðrið í logandi bylgjum? Alt rennur þar saman í signaða dýrð! Ó, hve sjáandans tunga er máttvana og snauð, Jiégar alt, sem er bezt, lætur fallast í faðma og fylgir þeim lögum, er Drottinn bauð! Ó, heilaga nótt! t þinn hátignarljóma eg horfi með lotning í skjálfandi barmi. Eg halla mér /grátandi að glófaðmi þínum og gleymi um leið allrar veraldar harmi. — Mín tár eru leifar frá öreigans öld, þegar óskimar týndust í hverfulan glaum. Þau hnigu, eins og síðasti sársauka vottur hins syndugá mannkyns — í tímans straum. — Ekki er um það að villast, að Jóhannes hef- ,ir orðið fyrir djúpum áhrifum frá Einari Bene- diktssyni. En hvað er líka eðlilegra en það, að skáld hinnar ungu kynslóðar, taki til fyrir- myndar stærsta skáldspeking íslenzku þjóðar- innar að fornu og nýju? Þau þurfa ekki að stæla hann fyrir það Þá kernur framliald af ritgerðinni “Rúm og tími,” eftir Asgeir Magnússon, vísindaleg rit- gerð, skemtilega samin og framsetningin vel við alþýðuhæfi. Næsta ritgerðin heitir: “Þrjú þúsund, þrjú hundruði og sjötíu og níu dagar úr lífi mínu,” eftir Þórberg málfræðing Þórðarson, sem kunn- ur er allmikið af Hvítum hröfnum, Eldvígsl- unni, Bréfum til Lám og ýmsu fleira. Er rit- gerð þessi brot úr æfisögu höfundar, ásamt hin- um og þessum vafningsviðartegundum um menn og málefni, sem innan um er fléttað. Þór'bergur er ritfær með afbrigðum, og óneitanlega er rit- gerð þessi skemtileg aflestrar, þótt spilt sé henni hér og þar með strákslegum orðatiltækj- um, sem ])ó líklegast eru fremur sett fram í gamni en alvöra. Höfundur kveðst hafa tekið sér ferð á hend- ur til Lundúna og Parísarborgar sumarið 1921, “til þess að sjá og hlýða á fræga dul- spekinga og heimsfræðara”, að því er honum sjálfum segist frá. “En uppskera mín varð rýr, ” segir hann. “Eg sá að eins menn, og heyrði að eins orð.” Þó kastar nú fyrst tólf- unum, er hcim kemur. Kemst Köf. þá þannig að orði: “Eftir heimkomu mína úr þessum vonsvikna. leiðangri, gerðist óvenjulega hlægilegur at- burður í þjóðlífi voru. Hann dró athygli mína ofan úr draumsölum heimsins, niður í hlandforir veruleikans, sem vér köllum jarðneskt líf.” Svona lagaður munnsöfnuður, er öllum ó- samboðinn, en þó ekki hvað sízt jafn mentuðum hæfileikamanni, sem Þórbergur vafalaust er. Þá birtist niðurlag ritgerðarinnar “Alþýð- an og bækurnar ”, eftir Jón Sigurðsson frá 1 zta Felli; “Ritsafn Gests Pálssonar” hlýleg ritgerð eftir Sigurjón Jónsson; “Frádráttur”, áframhald af ritgerð eftir Steingrím kennara Arason; “Ljóðaþýðingar úr sænsku”, eftir Sig- urjón skáld Friðjónsson; “Þjófurinn”, saga eftir Jón Björnsson, fremur vafasöm mannlífs- mynd, að því er oss finst, en dável sögð. Lest- ina rekur ritsjá eftir vmsa höfunda. Af }>ví, sem hér hefir sagt verið, er það ljóst, hve fjölbreytt þetta Iðunnar hefti er. Þó er hitt meira um vert, hve margt er þar að finua, sem fróðlegt er og fagurt í senn. tJtsölumaður Iðunnar vestan hafs, er Magn- ús Peterson, 313 Horace Ave., Norwood, Man. Sveitarfélög eru löggilt af fylkisstjórn, eða stjórnardeild þeirri, er með höndum hefir eft- irlit með héraðsmálefnum — Municipal Affairs, samkvæmt bænarskrá frá kjósendum, er í bygðarlaginu eiga dvöl. Sveitar- félagi er stjórnað af sex þar til kjörnum ráðsmönnum og er far- maðurinn nefndur sveitaroddviti. Sveitarfélög, sem eru að byggj- asf, en hafa eigi hlotið löggild- ingu, standa undir beinu eftirliti fylkisstjórnarinnar. Eins og í hinum Sléttufylkjunum, er að finna í Alberta, allar nútíðar- menningíar stofanir, svo sem bójkasöfn, sjújkrahús, skóla og kirkjur. Eru barna og unglinga- skélar í hverju löggiltu bæjar eða sveitarfélagi, svo og gagnfræða- skólar, kennaraskólar, iðnskólar, enn fremur landbúnaðar og verzl- unarskólar, er njóta góðs styrks af opinberu fé. Baraskóla mentun er' komin á h'átt stig og allir nýir skólar til sveita, njóta árlega rífjegs styrks frá stjórninni. Skólahéruð má stofna, þar sem eigi búa færri en fjórir fast-búsettir gjaldendur, og eigi færri en átta börn frá fimm til átta heimilum. Sklt er öllum foreldrum að láta börn sín sækja skóla, þar til þau hafa náð fim- tán ára aldri. Heimilað er og sairtkvæmt lögum að láta reisa íbúðarhús handa kennurum á kostnað hins opinbera, þar sem svo býður við að horfa, og nauð- synlegt þykir vera. Skólahéruðum fer fjölgandi jafnt og þétt og er ekkert til sparað, að koma menta- stofnunum fylkisins í sem allra bezt horf. Á landbúnaðarskólun- um nema bændaefni vísindalegar og verklegar aðferðir í búnaði, en stúlkum er kend hússtjórn og heimilisvísindi. Réttur minni hlutans er trygð- ur með sérskólum, sem þó standa undir eftirljti fylkisstjórnarinn- ar, enda verður -auk hinna sér- stöku gerina, að kenna þar all- ar hinar sömu námsgreinar, sem kendar eru í skólum þeim, sem eru fylkiseign. í borgum og bæj- um eru gagngfræða og kennara- skólar og í sumum þorpum einnig. Mentamáladeild fylkisstjórnar- innar hefir aðal umsjón með skólakerfinu og annast um að fyrirmælum skólaganna sé strang- lega framfylgt. — Þrír kennara- skólar eru í fylkinu, í Edmonton, Calgary og Camrose. Verða öll kennaraefni lögum samkvæmt að ganga á námsskeið, þar sem kend eru undirstöðu atriði í akuryrkju. Háskóli í Alberta er í Suður- Edmonton. Eru þar kendar allar algengar vísindagreinar, er kraf- ist er að þeir nemi, er embætti vilja fá í þjónustu þess opinbera. 1 fylkinu eru sex skólar, er það sérstaka verkefni hafa með hönd- um, að veita sveitapiltum og stúlkum, tilsögn í grundvallar at- riðum landbúnaðarins, svo sem akuryrkju, húsdýrarækt, mjólkur- meðferð og ostagerð, enn fremur bókfærslu, er viðkemur heimilis- haldi. Skólar þessir eru í Ver- million, Olds, Claresholm, Ray- mond, Gleichen og Youngstown. N'ámskeið fyrir bændur eru haldin á ári hverju við landbún- aðars'kólana, og fer aðsókn að þeim mjög í vöxt. Sambandsstjórnin hefir fyrir- myndarbýli að Lacombe, og Iæth- bridge, og nokkrar smærri til- raunastöðvar, svo sem þær að Beaver Lodge, Fort Vermilion, Grouard og Fort Smith. “Þegar tjöldin verða dregin frá.” (Framh. £rá bls. 3.) — svo flutningafélögin verði ekki fyrir tapi! — því lágmarks verð samninganna nái ekki nokkurri átt, — eru þá umboðslaunin orðin alt að $82,200. Þessari smáu upp- hæð ætlar hann nefndinni að stinga í vasann. ' Byggir hann þá áætlun á fölsuðu þýðingunni, sem að ofan er nefnd. “Er unt að verja þetta?” spyr hann svo. Naumast. En .hverskonar varnar þörf er fyrir því, sem eigi er ann- að en heilaspuni og ósannindi, nema ef vera skyldi þeirrar, að bera eitthvað í bætifláka fyrir manninum sem lætur sér slíkt um munn fara, svo sem til dæmis, að hann geti ekki að því gjört, hann sé svona gjörður. Höf. er of lengi búinn að fást við viðskiftamál hér í landi, til þess að ætla þurfi honum, að ekki þekki hann inn á umboðslauna á- kvæði gufuskipafélaganna. Hafi hanri ekki kynt sér það áður, má að sjálfsögðu ganga út frá því sem vísu, að haim hafi fengið einhvern grun um það, um það leyti er hann undirritaði hina ítarlegu símskeyta-samninga, við Cunard Línufélagið í sumar. Hann er svo hygginn maður, og bragðvís. Hann veit, að í ákvörðun gufu- skipafélaganna eru ákveðin sölu- laun á hverju farbréfi* sem selt er. Munar þeim eftir verði far- rýma frá $12 á þriðja farrými, o? upp í $15 á öðru farrými, þegar farbréf er selt báðar leiðir, fram og til baka. Umboðslaun þessi eru greidd farbréfasölum járn- brauta, nema öðruvísi sé um sam- ið. Aldrei getur einstaklingurinn orðið þeirra aðnjótandi, er far- bréfið kaupir og ætlar að xlota, verður hann að greiða hið upp- setta verð, afdráttarlaust. Ekki mega farbréfasalar heldur gefa farþega þessi umboðslaun, því það væri sama og að setja niður far- bréfin frá ákvæðisverði, sem harð- lega er bannað af Eimskipasam- bandinu mikla, “The North Atlan- tic Stéamship Conference”, er öll flutningsfélögin heyra til. Nefndinni var boðið, að hún mætti halda eftir þessum umboðslaun- um, strax á fyrstu fundum, er hún átti með umboðsmönnum gufu- skipafélaganna, sem síðar mun sýnt verða. Héldi nefndin þeim, voru skipafélögin leyst frá því, að greiða þau öðrum. Einhverjum varð að greiða þau, einhver átti heimtingu á þeim, aðrir en far- þegar sjálfir. Átti nefndin að varpa þessu til- boði frá sér? Ætli hún hefði ekki fengið orð í eyra fyrir það, og að maklegleikum ? Líklega myndi enginn vilja halda því fram, riema höf., er tekið hefir sér fyrir hönd að vernda smælingjana, stór- gróðafélögin, gegn ágangi Þjóð- ræknisfélagsins, þessa meinvættis í augum hans og félaga hans. Hefði nefndin gjört það, hefði að einhverju leyti mátt segja, að hún hefði verið að leggja skatt á ís- lendinga. En henni kom það ekki til hugar. Henni þótti nóg sem komið var og halli væntanlegra austurfara ærið nógur, þó ekki væri því bætt ofan á, að þetta fé nriitist íslendingm ekki, sem 'boð- ið var. Þegar útséð var um það, að lágmarks fargjaldið fengist, er líklega undantekningarlítið má þakka dugnaði og forsjá f jórmenn- inganna, er afhentu Cunard Línu- félaginu “flutninginn”, í nafni og umboði “mikils hluta íslendinga”, mátti naumast minna vera, en nefndin reyndi að varðveita þau hlunnindi, er búið var að veita og’ ekki urðu aftur tekin, nema með hennar samþykki. Þegar þess er gætt, að höf. er öllu þessu kunnugur, verða spurningarnar, er hann varpar fram í athugasemdunum við 6. gr. samningsatriðanna, alleinkennileg- ar,þó hinsvegar að tilgangur þeirra sé auðsær. “Ef nefndin er ekki að vinna að þessu máli í neinum öðr- um tilgangi, en að gjöra sem flest- um mögulegt að taka þátt í för- inni — 'því þá ekki að fara fram á það, að landinn sé látinn fá hvert farbréf fyrir $187.20, í stað þess að láta hann borga $200 og af því láta $12.80 ganga sem þóknun til nefndarinnar ?. Því á landinn að þurfa að borga toll til nefndar- innaf fyrir að fá að ferðast með skipi eða járnbrautum, sem nefnd- in hefir samið við” Vill höf. lýsa yfir með þessu, að hinir svo- nefndu “sjálfboðar”, hafi fengið heimild til að slá af farbréfunum, sem svarar umboðslaununum, og því sé nefndin að leggja toll á “landann”, að hún gjöri ekki slíkt hið sama? Eða hvað er með um- boðslaunin á farseðlum Cunard Línunnar? Umboðsmaður línunn- ar tók það fram við nefndina, í marz í vor, að þau væri hin sömu

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.