Lögberg - 20.09.1928, Síða 6
BU. «.
I/OGHSÖRG, FIMTUDAGINN 20. SEPTEMBER 1928.
RAUÐKOLLUR
EFTIE
GENE STRATTON-PORTER.
Þeir báru með sér stóra sög. Þeir töluðu um að
vinna fram eftir deginum og fela sig svo meðan
þú færir fram hjá, en svo gætu þeir tekið til
aftur og felt tréð og komið því í byrtu í nótt.
I»eir fóru fram hjá mér og eg sá þá byrja að
saga tré í sundur. McLean sagði mér, að líklegt
væri að þetta ka>mi fyrir, og ef þeir kæmust burt
með tréð, þá tápaði hann því, sem hann hefði
veðjað á þig. Nú skulum við öll flýta okkur og
við skulum liittast þar sem kerran er og koma
svo að þeim sitt úr hverri áttinni. Eg hefi sjálf
skammbyssu, en þú gefur stúlkunní aðra þína,
og þegar við skjótum öll í senn, þá skulum við
sjá hvort þeir taka ekki til fótanna. En flýttu
þér nú.”
Hún tók taumana og reið af stað og Engil-
ráð fyrir aftan hana og hélt utan um hana.
Rauðkollur flýtti sér sem mest hann mátti,
en fór samt eins hljóðlega eins og hann gat; en
leiðin var ekki greiðfær, vegna þess hvað und-
irskógurinn var þéttur einmitt á þessu svæði.
En jafnframt því að flýta sér eins og hann gat,
þá reyndi hann sem bezt hann mátti að hugsa
um það, hvemig í raun og vera ástatt var.
Hann efaði ekki, að> hér væri Wessner kominn
aftur, fullur af hefndarhug og með honum þessi
viðsjárverði maður. Svarti Jack, sem allir töl-
uðu um eins og mesta skaðræðismann, sem þeir
vissu af. Það var ekkert árennilegt, að ,eiga
við þá báða, en verst af öllu fanst honum nú, að
hafa þessar tvær stúlkur þama með sér,
því þó Fuglamærin hefði að vísu sagt, að hún
ætlaði að hjálpa honum, þá þóttist hann fullvel
vita, að hann yrði að gæta þeirra og honum
fanst alveg sjálfsagt, að sér bæri að gera það.
Hjartað sló miklu#raðara en vanalega og hann
átti töluvert bágt með að halda jafnvæginu.
Hann varð að gera eins og Fuglamærin hafði
sagt og hitta þær þar sem kerran var, en ef
þær í raun og veru ætluifu sér að hjálpa honum,
þá tæki það engu tali, og það mætti hann með
engu móti líða. Það var því fjarri öllu lagi, að
Engilráð færi að nota skammbyssu honum til
vamar. Nei, það skyldi aldrei koma fyrir, og
ekki þó það kostaði öll trén í Limberlost skóg-
unum. Það yrði kannske til þess, að liún skoð-
aði sjálfa sig — ,
Ef til vill mundi hún ekld gæta sín nógu vel
fyrir slöngunum, og hann hafði einmitt orðið
var við talsvert af þeim þá um morguninn. En
hvað sem þessu leið, flýtti Rauðkollur sér alt
sem hann gat.
Þegar hann kom þangað sem kerran var, þá
voru stúlkurnar þar fyrir og vora búnar að
setja hestinn fyrir kerruna. Fuglamærin hélt á
skammbvssunni í hendinni. Hún var dökk-
klædd sjálf, og svarta dúkinn, sem hún hafði
til að breiða yf.ir myndavélina, hafði hún nælt'
framan á Engilráð til að hylja ljósleitu fötin,
sem hún var í.
“Gefðu nú litlu stúlkunni aðra skammbyss-
una strax,” sagði Fuglamærin. “Svo skulum
við öll læðast að þeim, sitt hverju megin. Und-
irskógurinn er svo þéttur hérna og þeir eru svo
önnum kafnir við að fella tréð, að þeir taka
ekkert eftir okkur, ef við förum varlega, og
geram engan hávaða. Þegar við erum komin
hæfilega nærri þeim, þá skulum við öll skjóta,
þú fyrst, svo eg »g svo telpan. En við verðum
að gæta þess, að skjóta annað hvort hátt, eða
þá mjög lá.gt, því við megum ekki láta skotin
lenda í þeim. Við skulum skjóta nógu nærri
þeim, til þess að þeir verði verulega hræddir, og
við skulum halda uppi skothríðinni eftir að
þeir flýja, svo þeir haldi, að þú sért að elta þá.
og verði sem allra hræddastir.”
Rauðkollur mótmælti þessari ráðagerð, en
Fuglamærin hafði engin orð við hann, heldur
tók aðra skammbyssuna úr belti hans og rétti
Engilráð hana. “Vertu nú stilt, góða mín, og
aðpetin og skjóttu hátt,” sagði hún, “en skjóttu
beint í áttina til þeirra þaðan sem þú ert. Bíddu
þangað til Rauðkollur og eg erum búin að
skjóta, en láttu þá skotið ríða af, svo þeir heyri
að við erum fleiri en þeir.” Við Rauðkoll
sagði hún, að ef honum væri ant um, að McLean
tapaði ekki veðmálinu, þá skyldi hann nú gera
eins og hún segði honum og gera það strax, og
sá hann þann kostinn vænstan, að hlýða.
Þau fóru svo hvert í sína áttina, og enn einu
sinni áminti Fuglamærin Engilráð um að skjóta
hátt.
Þótt undirskógurinn væri mjög þéttur þar
sem P uglamærin fór, þá komst hún þó í gegn
um hann og fór jafnvel nær mönnunum heldur
en hún hafði hugsað sér, og beið svo eftir því,
að hún heyrði Rauðkoll skjóta. Hún sá þessa tvo
menn vel, þar sem þeir voru að fást við tréð.
Þeir höfðu rétt sig upp til þess að hvíla sig of-
urlítið. Það var annað en gaman, að vinna
þarna inni í þéttum skógfinum í þessum fjarska-
lega hita. Meðan þeir hvíldu sig, tók stærri
maðurinn dálitla flösku úr vasa sínum og bar
olíu á sögina.
“Við verðum að hafa hægt um okkur,” sagði
hann, “ogviðmogum ekki fellatréð, fyr en þessi
ólukkans skógarvörður er kominn fram hjá.”
Nu byrjuðu þe.'r aftur að saga, og nú var
Rauðkollur líka tilbúinn og lét fyrsta skotið ríða
af og kúlan lenti í söginni og sagarskaítið hrökk
úr hendinni á Wessner og hann hrökk ákaflega
við. Svarti Jack rétti sig upp og lét út úr sér
óskaplegt blótsyrði. Hatturinn af höfðinu á
honum þevttist langar leiðir út í loftið. Engil-
ráð hafði ekki beðið oftir Fuglamærinni, og það
hefði naumast verið rétt að segja, að hún hefði
skotið mjög hátt. Rétt í þessu reið af þriðja
skotið. Jack stökk upp í loftið og rak upp af-
skaplegt hljóð, því skotið hafði rifið alveg hæl-
inn af öðrum skónum hans. Rauðkollur skaut
í annað sinn og þau öll, hvert iaf öðra. Þeir
Wessner og Jack snertu ekki einu sinni á vopn-
um sínum, en þeir tóku til fótanna og hlupu alt
hvað af tók austur á brautina, og þeir heyrðu
þytinn af kúlunum fyrir ofan höfuðið á sér.
Rauðkollur skaut eins nærri þeim, eins og
hann ])orði, og ef Engilráð ekki beinlínis ætlaði
sér að hitta þá, þá er að minsta kosti óhætt að
segja, að hún fór ekki varlega með skamm-
byssuna.
Þegar þeir komust út á brautina, beygðu
þeir til suðurs, og Rauðkollur kallaði eins hátt
eins og hann mögulega gat. “Þeir fara til
suðurs. Eltið þá, piltar og skjótið á þá!” Og
þau létu skotin ganga enn um stund.
Þegar þetta var búið, hittust þau öll þrjú
við tréð, sem þeir félagar höfðu ætlað að’saga
í sundur.
“Það er bezt að eg gangi svo frá söginni,
að þeir noti hana ekki í annað sinn,” sagði
Rauðkollur og tók upp hjá sér töng og braut
af henni tennumar hverja eftir aðra.
“Nú verðum við að komast héðan, án þess
nokkur sjái til okkar,” sagði Fuglamærin vió
Engilráð. “Það væri ekki gott fyrir mig, að
óvingast við þessa menn, því það er ekkert lík-
legra, en að eg hitti þá aftur.”
Rauðkollur sagði þeim nákvæmlega, hvaða
leið þær skyldu fara, og mundu þær þá sleppa,
án þess þeirra yrði vart fyr en þær kæmu heim
undir bæinn, sem þær komu frá. ‘ ‘ En fyrir alla
muni, látið þið aldrei nokkurn mann vita, að
þið hafið gert þetta,” sagði Rauðkollur mjög
alvarlega og vék sér að Fuglamærinni, “því
þetta eru stórhættulegir náungar.”
Rauðkollur tók niður fyrir þær vírinn og
þær keyrðu burtu. Engilráð hallaði sér út úr
kerrunni og rétti honum skammbyssuna. Hann
leit framan í hana og honum veittist erfitt að
ná andanum rétt í svipinn. Hún var enn rj•'/!»-
ari í kinnum, heldur en vanalega. Honum
fanst hann sjálfpr mundi vera fölur eins og
dauginn sjálfur.
‘Skaut eg nógu hátt?” spurði hún og brosti
ósköp góðlátlega. “Eg satt að segja gleymdi
alveg að leggjast niður. ”
Rauðkollur svaraði ekki. Y.issi þessi unga
stúlka, hvað nærri kúlumar höfðu farið? Það
gat varla verið. Eða var það hugsanlegt, að
hún hefði kjark og skilning til að skjóta eins og
hún| gerði af fullum ásetningi?
“Ef eg mæti einhverjum áreiðanlegum
manni, sem eg þekki, á leiðinni, skal eg strax
senda hann til McLean,” sagði Fuglamærin um
leið og hún tók taumana til áð fara af stað. “Ef
eg hitti engan, skal eg senda mann til hans,
þegar eg kem til bæjarins. Eg skyldi fara S’álf
ef það væri ekki vegna. þess, að eg vil ekki láta
verkamenn hans sjá mig. Eg skal lofa þér því,
að það líða ekki öllu meira en tveir klukkutím-
ar þangað til þú færð hjálp. Þú ættir að fela
þig vandlega; þeir halda nú, að hér séu ein-
hverjir með þér, svo það er ekki líklegt, að þeir
komi aftur, en það er samt bezt fyrir þig að
fara varlega og fela þig vandlega. Það er hugs-
anlegt, að þeir komi til að sækja sögina.” Þau
hlógu öll að þessu, því þau hugsuðu til þess,
livernig hún var útleikin.
VII. KAHITLI.
Rauðkollur horfði á eftir Fuglamærinni og
Engilráð, þangað til þær voru komnar í hvarf.
Þegar þær vom horfnar og hann var búinn að
koma sér vel fyrir milli trjágreinanna svo að
lítið bar á honum, þá fór hann að hugsa um, að
hann hafði ekki einu sinni þakkað þeim fyrir
hjálpina og heldur ekki kvatt þær. Eftir þá
reynslu, sem þær nú höfðu orðið fyrir, þá var
heldur ólíklegt, að þær kæmu nokkurn tíma aft-
ur. Við þá hugsun várð hann mjög dapur í
bragði.
Hugur hans var langt frá því að vera að-
gerðalaus, þó hann væri að vísu ekki að hugsa
um þá félaga, Wessner og Svarta Jack. Mundi
Fuglamærin og Engilráð nokkurn tíma koma
aftur? Engar aðrar konur, sem hann hafði
nokkurn tíma áður þekt, mundu gera það. En
voru þær líkar nokkra öðru, sem hann 'hafði
þekt ? Þegar han'n hugsaði um þær, hvora um
fanst honum ekkert ólíklegt, að þær kynnu
að koma aftur.
Hvernig var annars fólkið úti í hinni víðu
veröld ? Þekking hans á því náði skamt. Hon-
um fanst að fólkið á barnaheimilinu hefði lát-
ið úti eitthvað af góðvild og umhyggjusemi og
þegið kaupið sitt að launum. Fólkinu, sem kom-
ið hafði þá dagana, sem tekið var á móti gest-
um, hafði hann skift í þrjá flokka. 1 fyrsta
flokknum voru þeir, sem sungu sálma með
tárin í augunum, en báru samt sem áður hræsn-
ina utan á sér, svo að segja hvar sem á þá var
litið. I öðram flokknum var fólk, sem klætt var
í “pell og purpura” og skifti milli þessara ves-
alings móðurleysingja gömlum og gölluðum
leikföngum, sem þeirra eigin börn vildu ekki
lengur líta við, á alveg sama hátt og með alveg
sama hugarfari eins og fólk, sem gefur öpunum
í dýragarðinum eitthvað áð éta, bara til að
hafa gaman af að sjá hvemig þeir fara að
leggja sér það til munns. í þriðja flokknum
vora þeir, sem honum fanst vera gott og heið-
arlegt fólk, og sem liann hélt að í raun og veru
gleddist af því, ef hann pcti orðið maður með
mönnum og sem vildi gjaman vera sér gott
annars staðar engu síður, en í barnaheimilinu.
En það voru líka til menn og konur, sem
höfðu alt, sem heimurinn hafði bezt að bjóða
og höfðu mikil og göfug verkefni með höndum
og svo margt, sem ástæða var til að láta sér
þykja mikið til koma. Þetta fólk hafði tekið
liann og farið með liann eins og son eða bróður.
1 þeirra návist hefði hann getað gleymt því,
stund og stund að minsta kosti, að hann var
handarvana, en sem vanalega lagðist eins og
farg á huga hans.
Hverskonar fólk var þetta og livar átti að
skipa því meðal þessa fólks, sem hann liafði áð-
ur þekt? Hann varð að gefast upp við það, og
gat ekki leyst þá gátu, því hann hafði aldrei
kynst slíku fólki áður; en honum þótti innilega
vænt um það.
Nú átti hann þess von, að fara innan skamms
út í margmennið og hann var að hugsa um,
hvernig fólkið, sem hann þá kyntist, muridi
reynast. Mundi það verða svipað því, sem
hann hafði skipað í fyrsta eða annan flokkinn?
Rauðkollur vissi það ekki, en hann þóttist þess
þó fullviss, jað liann mundi aldrei kynnast
mörgum, sem jafnast gætu við Fuglamærina,
Engilráð, McLean eða Huncan og konu hans.
Hann var alveg viss um, að þau ættu fáa sína
líka.
Hann var hættur að hugsa um, hvað fyrir
hafði komið um morguninn, þegar hann heyrði
mannamál og vagnaskrölt, og hann heyrði að
kallað var með liárri raustu á Limberlost skóg-
arvörðinn. Rauðkoll fanst naumast að hann
ætti það nafn skilið. Hann hefði helzt viljað
mega segja öllum, hvernig alt hefði gengið til,
en McLean var sá eini, sem hann gat sagt þá
sögu.
Þegar mennimir komu auga á Rauðkoll, tóku
þeir af sér hattana og heilsuðu honum með há-
værum húrrahrópum, en McLean tók einstak-
lega vinsamlega í hendina á honum og Duncan
faðmaði hann að sér, en átti engin orð til að
lýsa fögnuði (sínum. Mennirnir tóku verkfæri
sín og luku við að fella tréð, en McLean var
svo reiður, að hann náði ekki upp í nefið á sér,
út af því, að þessir þorparar hefðu sagað tréð
alt of ofarlega og þannig eyðilagt hálft annað
fet af ágætis efnivið.
Þegar þeir höfðu lokið við að fella tréð, og
voru farnir burtu með það, settist McLean á
stofninn, sem eftir var, og Rauðkollur sagði
honum alla söguna, sem honum fanst hann
endilega þurfa að segja honum. McLean gat
naumast trúað honum, og þar ap auki varð
hann fyrir sárustu vonbrigðum.
“Eg var alla leiðina að vona, að þú hefðir
einhverjar sannanir gegn þessum náungum,”
sagði hann, ‘ ‘ svo við gætum látið taka þá fasta
og þannig losnað við þá, en nú getur það ekki
með nokkru móti gengið. Við megum ekki draga
stúlkurriar inn í þetta mál. Þær hafa hjálpað
þér, svo eg tapaði hvorki trénu né veðmáknu,
en við megum ekki ætlast til þess að Fuglamær-
in, sem aft er ein á ferð hér um skógana, beri
vitni gegn þessum náungum.”
“Nei, auðvitað ekki,” sagði' Rauðkollur,
“og Engilráð ekki heldur. ”
“Engilráð, hver er hún?” spurði McLean.
Rauðkollur sagði honum, hvernig hann
hefði kynst henni og hvemig nafnið væri til
komið.
Eftir all-langa ])ögn, svaraði McLean:
“Eg þekki vel föður hennar, og eg hefi oft
séð hana sjálfa. Þér svo sem missýnist það
ekki, að hún er einstaklega falleg stúlka, og
hún virðist vera laus við alla þessa tilgerð og
hégómaskap og heimsku. Eg skil ekki, hvers
vegna faðir hennar hættir þessum gimsteini hér
út í skógana.”
“Hann gerir það sjálfsagt af ‘því, að hann
ber svo ótakmarkað traust til hennar,” sagði
Rauðkollur. “Sjálf treystir hún jafnvel högg-
orminum og þá heldur liún sjálfsagt að hún
megi treysta mönnunum ekki síður. Það er ekki
sá maður til, sem ekki vildi leggja líf sitt í
liættu fyrir hana, svo henni ætti að vera óhætt.
Hún er svo falleg og göfugmannleg, að jafnvel
verstu villumenn mundu ekki gera henni
mein.”
“Sagðirðu, að hún hefði haft eina skamm-
byssuna?” spurð.i McLean.
“Já,” sagði Rauðkollur, “hún gerði mig
svo hræddan, að eg ætlaði ekki að ná andanum.
Það lítur út fyrir, að faðir hennnar hafi kent
henni að skjóta. Fuglamærin sagði henni að
leggjast niður og skjóta upp í loftið, en í þess
stað elti hún þá út á brautina, þó þeir sæju hana
ekki, og lét kúlurnar ríða rétt við höfuð þeim
og hæla, og eg held næstum, að hún hefði ekki
kært sig mikið, þó einhver kúlan hefði lent í
þeim. Eg hefi sjaldan séð menn skjóta, en mig
langar ekki til að sjá byssukúlur lenda nær
nokkram manni, heldur en þær gerðu í þetta
sinn. Eg var dauðhræddur um að hún mundi
steindrepa annan hvdrn þeirra. En þar sem eg
'hafði engan til að hjálpa mér, nema þessar tvær
stúlkur, sem ekki ættu að vera við þetta riðnar,
þá gat eg ekki annað gert, en látið þá sleppa.”
“Heldurðu að þeir komi aftur?” spurði
McLean.
“Já, alveg vafalaust,” sagði Rauðkollur.
“Þeir gefast ekki upp við þetta. . Þér getið
reitt yður á, að þeir koma aftur, Svarti Jack
að minsta kosti. Wessner hef.ir kannske ekki
hug til þess, nema hann sé þá 'hálf-drukinn, en
þá er hann líka ófyrirleitinn. Og næst þegar
þeir koma—” Rauðkollur þagnaði v.ið.
“Hvað verður þá?” spurði McLean.
“Þá er um að gera hvor getur orðið fyrri
til og er vissastur að hæfa.”
“Það sem þá er sjálfsagt fyrir mig að gera,
er að senda hingað annan mann, að minsta kosti
einn, og svo komum við allir hingað eins fljótt
og mögulegt er. Við skulum koma strax þegar
við erum búnir að ná út allra beztu trjánum.
En það er stundum ómögulegt að segja, hver
t”én eru ibezt, þangað til maður sagar þau
sundur. Það dugar ekki, að láta þig vera hér
lengur einan. Jack hefir tuttugu ára æfingu í
að skjóta, fram yfir þig, svo það er ekki nema
eðlilegt, að honum veiti betur, ef þið eigist við.
Hvem af piltunum viltu helzt hafa með þér?”
ÞEIR SEM ÞURFA
LUMBER
KAUPl HANN AF
The Empire Sash& Door Co.
Limlted
Offtce: 6th Floor Bank of Hamilton Chambers
Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN.
VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK
Þeir íslendingar, er í hyggju hafa aS flytja búferlum til
Canada, hvort heldur er heiman af íslandi eða frá Bandaríkjun-
um, sendi skriflegar fyrirspurnir til ritstjóra Lögbergs.
Hefir eldsábyrgðin gengið úr gildi?
EldábyrgtS kostar aðeins lítiS, en hún er trygging gegn miklu tjóni.
Látið oss annast eldsábyrgð yðar.
Peningar til láns gegn fasteignaveSi 1 borginni e8a útjaöra borgum með
lœgstu fáanlegum rentum.
HOME SECURITIES LIMITED
468 MAIN STREET
Phone: 23 377
:: WINNIPEG.
LEO. JOHNSON, Secretary.
HEITU DAGARNIR
eru dagar til að eyða í lystigörðunum
Úti í Winnipeg lystigörðum eru margir forsælu-
staðir, sem bjóða yður Kvíld og hressingu.
Notið þessa friðsælu hvíldarstaði.
Þeir eru nálægir, jafnnærri og næstu strætisvagnspor.
Sporvagninn tekur yður þangað fljótt, ódýrt
og hættulaust.
Notið Sporvagnana!
WINNIPEG ELECTRIC Company
“Your Guarantee of Good Service"
“Engan þeirra,” sagði Rauðkollur með á-
kafa. “Næst þegar þeir koma, þá hleyp eg
bara. ,Eg ætla ekki að reyna að berjast við þá.
Þegar eg verð var við þá, þá fer eg beint til
yðar eins fljótt eins og mögulegt er, en Duncan
hefir engan auka hest, svo það væri kannske
rétt, að skilja þar eftir hest, sem eg gæti gripið
til — eða kannske það væri betra, að hafa hjól-
hest. Eg gerði ýmislegt fyrir læknirinn, sem
leit eftir barnaheimilinu, og hann léði mér
stundum hjólhestinn sinn. Hjúkranarkonan léði
mér líka stundum sinn hjólhest í heilan klukku-
tíma í einu. Það væri líklega bæði ódýrara og
fyrirhafnarminna að hafa bara hjólhest, því
hann þar.f enga pössun. Ef þér farið til bæjar-
ins bráðlega, þá held eg að það væri gott, að þér
keyptuð gamlan hjólhest. Það væri 'bezt, að
kosta ekki miklu til hans, því það yrði kannske
ekki mikið eftir honum, jafnvel þótt hann
væri nýr, ef eg brúkaði hann á þessum vegum,
sem hér em.”
“En ef þú hefðir ekki' allra beztn og sterk-
ustu tegund af hjólhesti, þá kæmist þú ekkert
á honum og hann yrði að engu liði,” sagði
McLean.
Þeir gengu samhliða heim til Duncan. Mc-
Lean hélt því fram, að það vær.i alveg sjálfsagt,
að bæta við öðrum skógarverði, en Rauðkollur
vildi það með engu móti og hélt að hann gæti
vel gert þetta einsamall. Annar maður væri
alveg óþarfur, nema ef það kynni að vera vegna
þess, að Fuglamærin vildi vera þar og taka
fuglamyndir, en livorki hún né Engilráð þvrðu
að koma þama, nema skogarverðirnir væru tveir
að minsta kosti, þá skyldi hann sætta sig við,
að öðrum manni væri bætt við, því þá mætti það ,
álítast alveg nauðsynlegt. En meðan hægt væri
að komast hjá því, vildi hann enga hjálp, held-
ur vera einn eins og hann hefði alt af verið hjá
fuglunum sínum og blómunum. Honum fanst
það svo afar óaðgengilegt, að þarna kæmi ann-
maður, sem sjálfsagt mundi gera ýmislegt,
sem honum félli .illa. Hann mundi fæla fugl-
ana, (slíta upp blómin, og troða þau undir fót-
unum, og liann mundi trnfla sig, þegar hann
væri að lesa. Alt þetta og ýmislegt fleira óx
honum svo í augum, að hann gat ekki séð nauð-
synina á því, að McLean sendi sér aðstoðar-
mann.
Hjá McLean togaðist skynesmin á við til-
finningarnar. Hann sá, að það var þörf á öðr-
um jnanni, eða að það var óvarlegt að láta
drenginn vera þarna lengur einan síns liðs.
Hins vegar var honum farið að þykja svo vænt
um þennan pilt, að hann tók afar nærri sér að
láta á móti honum, og hann átti mjög erfitt með
að taka frá honum þá ánægju, að vinna þetta
verk einn og hjálparlaust, og að gera honum til
geðs, var honum meira virði heldur eu nokkrir
peningar, og varð endalyktin því sú, að til-
finningamar urðu yfirsterkari.
f