Lögberg - 27.09.1928, Page 4

Lögberg - 27.09.1928, Page 4
Bls. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. SEPTEMBER 1928. Jögberg Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Press Ltd., Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. Tftldiman N-6S2? o« N-0328 Einar P. Jónsson, Editor Litan&skrift til btaðaina: THE SOLUMBIA PIJESS, Ltd., Box 3172, Wlrmlpeg, Mai- _ Utanáakrift ritatjórana: EDtTOR LOCBERC, Box 3172 Wlnnípeg, H|an. ^erð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram Tha “LðKberg” la prlnted and publlahed by The OolumbU- Preae, Umltel, Ln the ColumbLa Bulldinc, 686 Sargent Ave., Wlnnlpeg, Manitoba. Friðarmálin Þótt skiftar séu vafalaust skoÖanir manna á liinum ýmsu sviðum, þá mun þó flestum bera saman um það, að sjaldan, ef þá nokkru sinni fyr í sc'igu mannkynsins, hafi gerðar verið jafn víðtækar og einlæglegar tilraunir til að trvggja framtíðarfrið þjóða á meðal, en einmitt um þess- ar mundir. Hlýtur slíkt að vera dýrlegt fagn- aðarefni, hverri alvarlega hugsandi sál. Áhrifamestu tilraunina í áttina til varanlegs friðar, má vafalaust telja þjóðhandalags-stofn- unina, er Wilson forseti átti frumkvæði að. Og þótt enn megi svo heita, að hún sé tæpast af sjálfu tilrauna stiginu komin, þá hefir samt nú þegar margt og mikið gott af henni leitt, mörg deilumál verið útkljáð á friðsamlegan hátt, er að öðrum kosti hefðu auðveldlega getað endað með skelfingu. Þessvegna er það, að til þjóðbanda- lagsins mæna nú miljónir manna björtum von- araugum, sem dýrmætustu stofnuninnar, til verndunar bræðralaginu á v'orri jörð. Flestum þeim. er á annað borð fylgjast eitt- 'hvað með gangj heimsmálanna, stendur það sjálfsagt enn í fersku minni hverri útreið að þjóðbandalags-sáttmálinn sætti í öldungaráði Bandaríkjanna. Var hann gerður þar að póli- tískum fótbolta, og friðarhugsjón höfundarins, Mr. Wilsons, þar með að vettugi virt. Samt hefir nú, sem betur fer, hinn pólitíski stundar- hagnaður orðið að lúta í lægra haldinu fyrir almennings álitirtu, sem ráða má af staðfesting Kelloggs sáttmálans í Geneva. Þó er því spáð, að sáttmáli þessi hinn nýi, er það megin mark- mið hefir, að ólöghelga stríð, muni eiga von á all-snarpri andspymu í öldungadeild hins ame- ríska þjóðþings, er því næst verður stefnt til funda. Sennilega nær hann þó samþykki þeirr- ar stofnunar, hvort sem ýmsum líkar betur eða ver. Sagt skal það Mr. Kellogg til verðugs lofs, að hann hefir gert til þess^alt, er í lians valdi stóð, að halda sáttmála þessum utan við flokka- pólitík, og bent á það réttilega hvað ofan í ann- að, að málið væri víðtækara eðlis en svo, að verjanlegt yrði, að blanda því inn í meira og minna beizkar, pólitískar flokksdeilur. Ekki getur um það orðið deilt, að tími hafi verið kominn fil að leiðandi menningarþjóðir heimsins, bindust um það samtökum, að gera stríð útlæg að alþjóðalögum. Til þess hafa slysin fram að þessu, verið næ^ilega mörg og mikilvæg. Ekkert gat því talist sjálfsagðara en það, að sú kynslóðin, er vitni var að hörm- ungum styrjaldarinnar miklu, hefði forgöngu í þessu óendanlega þýðingarmikla ináli málanna, að ólöghelga stríð í framtíð allri, en knýja á hinn bóginn allar þjóðir til þess að gera út um ágreiningsatriði sín með viturlegum tilraunum til samkomulags, bygðum á gagnkvæmum skiln- ingi allra aðilja. Það er núlifandi kynslóðin, sem á að græða sárin frá hörmungum síðustu styrjaldar eftir föngum, og fá hinni komandi kvnslóð í hendur friðað þjóðlíf um alla jörð.— Fram að þeim tíma, er styrjöldin mikla hófst/ virtist sá skilningur jafnan efstur á baugi hjá forystumönnum hinna ýmsu þjóða, að fullnægj- andi þjóðaröryggi gæti hvergi verið að finna, nema í sem allra mestum vopnastyrk. Vopnaði friðurinn virtist vera þeirra eina leiðarstjarna. Skelfingarnar aliar, er af þeirri skaðsemdar kenningu leiddu, höfðu í för með sér þær ægi- legustu blóðsúthellingar, er mannkynið hefir nokkru sinni augum litið. Með öðrum orðum, kenningin um nytsemi vopnaðs friðar, hafði reynst gersamlega röng. Þessvegna. er það, að nú er mannkynið tekið að byggja framtíðar- vonir sínar á óvopnuðum friði, skynsamlegri hugarafstööu til viðfangsefna þeirra, er glímt skal við, hversu erfið, sem þau annars kunna að sýnast, eða friði jafnvægis og heilbrigðs hjartalags. Einungis með slíka hugarafstöðu fyrir augum, getur algert afnám vopnaburðar, nokkru sinni komist í framkvæmd. Dag þann, er Kellogg sáttmálinn var undir- skrifaíjur í Geneva, flutti stjórnarformaður canadisku þjóÖarinnar, Rt. Hon. W. L. Mac- „ kenzie King, ræðu við það tækifæri, er vakið hefir djúpa athygli út um allan hinn mentaða heim. Var hún þrungin af slíkum eldmóði fyrir hugsjónum heimsfriðarins, að sjaldan hefir rösklegar verið gengið til verks. Lýsti hann þar beinu vantrausti á hinum svokallaða vopn- aða friði, en tók sem dæmi, óvopnaða friðnum til stuðnings, canadísku þjóðina, eða öllu held- ur afstöðu hennar til Bandaríkjanna. 1 því sambandi fórust Mr. King orð á þessa leið: “Sambúð vor við nágranna þjóðina voldugu sunnan *landamæranna, er grundvölluð á gagn- kvæmum skiiningi friðsams athafnalífs. Á meira en þrjú þúsund mílna löngu svæði, skilur Canada og Bandaríkin, aðeins stærðfræðileg lína. Enginn virkjagarður af mannahöndum ger, liggur á milli þessara tveggja þjóða. Slík virki væru líka öldungis óþörf, með því að báð- um þjóðum skilst, að þau hin andlegu vígi, sem rót sína ejga að rekja til ævarandi vináttu og. gagnkvæms skilnings á hjartalagi hvorray þjóð- arinnar um sig, séu haldbetri en allir þeir múr- ar til samans, er reistir kunna að vera úr steypu og stáli. Slíkan anda viljum vér láta hafa yfir- höndina við staðfesting sáttmála þess, er hér um ræðir, og ólöghelga skal stríð um allar ó- komnar aldir. Sá dagur virðist nú, góðu heilli, yera runn- inn upp, er þjóÖirnar eru farnar að látá sér skiljast hve illar afleiðingar að hnefarétturinn jafnan hefir í för með sér, og hve óviðeigandi það er, að grípa til slíks örþrifaráðs, ér gert skal út um ágreiningsefni þjóða á milli. 1 stað þess eru þjóðirnar nú famar að áfrýja vanda- málum sínum til siðferðismeðvitundar almenn- ings, og láta heilbrigða dómgreind taka við af liéiftrækni og befnigimi. Tíðrætt virðist Evrópu-húum um vel- megun þá, er nú alment viðgengst í Canada og Bandaríkjunum. Ekki skal úr því dregið, hve afar þýðingarmikil hin efnalega afkoma er. Þó finst mér tæpast rétt, að henni sé skipað í önd- vegi. Tel eg það meira um vert, að hiÖ and- lega andrúmsloft sé slíkt, að hver og einn ein- staklingur, hver og ein þjoð, finni sig tengd órjúfandi bræðraböndum, þannig að óttinn við yfirgangsmuni, komist hVergi að. Slík er af- staða canadísku þjóðarinnar til nágranna vorra sunnan landamæranna, og slík er ósk mín að hún megi einnig verða um aldur og æfi, gagn- vart öllum öðram þjóðum.” Bágborin skýring Eg hefi orðið fyrir þeim óvænta heiðri, að grein sú, er eg ritaði í Lögberg 6. sept., hefir verið álitin þess verð, að henni hefir verið tvöfaldlega svarað af heimfararnefnd Þjóðræknisfélagsins, fyrst af for- seta nefndarinnar, Jóni J. Bildfell, í hans embættis- nafni, í fjögra dálka langri grein, og síðan hefir of- an á þetta bæzt tíu dálka löng ritsmíð frá nefndinni sem heild, sem er rituð fyrir hennar hönd af séra Rögnvaldi (Péturssyni og birtist í báðum íslenzku blöðunum vikuna sem leið. Grein sú, er séra Rögn- valdur ritar, er honum lík og að öllu leyti samboðin, en það er orðið fremur bágborið ástandið í nefnd- inni sjálfri, þegar hún getur ekki risið hærra en það, að leggja fram fyrir almenning, sem sína em- bættislegu skýringu á atriði því, sem um er verið að ræða, annan eins skæting og annað eins orða- glamur og aðrar eins óþverralegar dýlgjur, og aðra eins ónærgætni við sannleikann, og þar kemur fram. Það sannast sem fyr: Það dregur hver dám af sín- um sessunaut.^ Um skætinginn og skammirnar til mín persóhu- lega, læt eg mér standa alveg á sama, og, ef nefndin heldur, að hún og starf hennar verði með því gert veglegra, vil eg ekki taka þá ánægju frá henni. En mér er ant um, að nefndinni takist ekki með öllu þessu orðaglamri sínu og öllu moldviðrinu, sem hún þyrlar upp, að koma fólki til þess að missa sjónar á aðal atriðinu. Við það ætla eg að reyna að halda mér. Heimfararnefndin, fyrir munn séra Rögnvaldar, er að gera gys að þeirri staðhæfing minni, “að með- limir nefndarinnar séu sannnefndir spenamenn, því þeir halda ekki að eins dauðahaldi í spena þá, sem þeir þegar hafa komist á, en eru í stöðugri leit eftir nýjum spenum”. Hún segir, að annað eins geti ekki átt sér stað. Þegar heil nefnd fer að verða' fyndin 1 sínu em- bættislega nafni, mætti búast við, að um enga fljót- færni væri að ræða af hennar hálfu. En mér finst nú einmitt, að þetta sé vanhugsað hjá nefndinni, en ekki hjá mér. Mér er að vísu ekki kunnugt um það, hvað ma^rgir spenarnir á Saskatchewan stjórnarkúnni eru, en eg gekk út frá því, að hún væri ekki vansköp- uð. Meðlimir nefndarinnar eru fleiri en svo, að þeir komist þar allir að í senn, og þess vegna er þörf á að leita að nýjum spenum, ekki sizt þegar kýrin er að verða geld. Það hefir nefndin líka gert með meiri dugnaði en nokkuð annað af hennar störfum, 9em enn er orðið opinbert. Eg get því ekki betur séð, en að þessi fyndni nefndarinnar sé algerlega á hennar eigin kostnað. Einum óþverra í grein séra Rögnvaldar ætla eg ekki að ganga fram hjá þegjandi, vegna þess að eg vil, að allir skilji, að það er séra Rögnvaldur og meðnefndarmenn hans, sem einir eiga heiðurinn af þeirri tuddalegu aðdróttun, sem þar kemtir fram, að Ásmundur Jóhannsson hafi verið að kaupa lof um sig í Lögbergi. Séra Rögnvaldur telur það ekkert vinarbragð, sem orð,sé hafandi a, þó eg hafi “leyft Lögbergi að flytja átölulausan greinarstúf um hinn þriðja (Ásmund Jóhannsson) í launaskyni fyrir að hann hafði stutt blaðið í auglýsingasöfnun sömu vikuna.” Þetta eru orð séra Rögnvaldar en ekki míp, og þau verða ekki skilin nema á einn veg. Eg get vel skilið, að maður með haná innræti eigi bágt með að skilja, að nokkur geri nokkuð nema fyrir borgun, og eigi einnig erfitt með að átta sig á því, að til séu þeir menn, sem deilt geta um málefni af kappi og samt látið hvern annan njóta sannmælis. Það veit eg, að honum er. ofvaxið. En eg get full- vissað hann um, að Ásmundur Jóhannsson hvorki keypti né þarf að kaupa lof á sig í Lögbergi. Og við það skal eg fúslega kannast, að framkoma hans í þessu heimfararmáli sýnir, að hann ber höfuð og herðar yfir séra Rögnvald, bæði að því er vit og manngildi snertir. Ásmundur Jóhannsson varaði við aðferðinni, sem notuð var, þegar málinu var fyrst hrundið á stað, og hann barðist eins og maður á fundum nefndarinnar 21. og 22. maí fyrir því, að fallið væri frá stjórnarstyrkshugmyndinni, til þess að sameina alla. krafta og forða málefninu frá því að lenda í algert strand. Ef hans ráðum í stað séra Rögnvaldar, hefði verið íylgt, þá hefði öllum þeim deilum og öllum þeim leiðindum, sem séra Rögn- valdur hefir leitt yfir Vestur-íslendinga í sambandi við þetta málefni, orðið með öllu afstýrt. Heimfararnefndin staðhæfir, í grein séra Rögn- valdar, að þýðing sú, sem eg birti í grein minni, á skilmálurA þeim, er nefndin setti gufuskipafélögun- um, sé “fölsuð, líklega óviljandi”. Fyrst séra Rögn- valdur í grein sinni, er að sýna sína yfirburða mál- fræðilegu og vísindalegu þekkingu, væri fróðlegt að fá að vita, hvað átt er við með “óviljandr fölsun”. Það virðist fela í sér mótsögn, eins og ef talað væri um óviljandi þjófnað. Þegar um það er að ræða, hvort þýðing sé rétt eða röng, dettur engum hugs- andi manni í hug, að tala um “fölsun.’, nema hallað sé réttu máli af ásettu ráði. Eða hvað segir prest- urinn um það? Það er merkilegt, að nefndin leggur ekki út í það, að birta rétta þýðing og um leið að benda á, í hverju fölsunin hjá mér sé fólgin. Sannleikurinn er sá, að hún getur það ekki, því þýðingin er laukrétt. Það má æfinlega deila um orðaval, þegar um þýð- ingu er að ræða, en nefndinni tekst ekki að sannfæra nokkurn um það, að meiningunni sé að nokkru leyti hallað. Það er því illgirnisleg aðdróttun, sem jafn- vel séra Rögnvaldur trúir ekki sjálfur, að hér sé urti nokkra blekkingartilraun að ræða. Eg birti skilmál- ana ekki að eins á íslenzku, heldur einnig á ensku. í grein sinni birtir nefndin bréf á ensku, og álítur það ekki ómaksins vert, að þýða það, þvf allir muni skilja það án þess. Ef allir lesendur íslenzku blað- anna eru færir um að lesa það bréf á ensku, þá gild- ir það sama um skilmálana og kemst ekkert gabb að. Einnig má benda á, að í grein Mr. Bildfells er birtur í íslenzkri þýðingu kafli úr bréfi án dagsetningar og án undirskriftar og án þess að birta á frummálinu jafnvel kaflann, sem þar er um að ræða. Lesendum gefst því ekkrt tækifæri til þsss að dæma um það, hvort bréfið sé ekta, og’þýðingin rétt. Ef nefndin sér ekkert athugavert við það, ætti hún að við- urkenna, að eg hafi gengið hreinlega til verks með því að birta slilmálana á báðum málunum. Það er tvent, sem hefir skýrst við svar Mr. Bild- fells og svar nefndarinnar fyrir munn séra Rögn- valdar, og það er þetta: (1) að nefndin hefir gert það að skilyrði við gufuksipafélögin, sem hún er að reyna að “semja” við, að nefndinni sé borguð ákveð- in þóknun fyrir hvern farseðil, sem seldur er, og (2) að nefndin ætlar ekki að nota þessa þóknun til þsss að lækka fargjöld. Það fyrra er svo greinilega tek- ið fram í skilmálunum sjálfum, að ekki verður um vilzt, og nefndin hefir gengist við skilmálunum í heild og einnig við þessu skilyrði. Það seinna við- urkennir Mr. Bildfell alveg ótvíræðlega í þessúm orðum: “Uppástunga hans (hér er átt við mig), um að lækka fargjaldið sem umboðsþóknunin nemur, getur ekki komið til nokkurra mála, fyrir þá einföldu ástæðu, að það er brot gegn ákvæðum Norður At- lantshafs ráðsins. Það er eWíi hægt að verja einu einasta centi af þessari umboðsþóknun til þess.” Við sama tón kveður í grein nefndarinnar. iSvo mik- ið er þá grætt á þessum svörum, að um þetta tvent verður ekki 'lengur unt að deila. Mér finst það næstum móðgandi, að vinur minn, Mr. Bildfell, og neijndin í heild sinni, skuli geta lát- ið sér detta í hug að eg, eða nokkur annar Vestur- íslendingur, sem kominn er til vits og ára, muni vera það barn að gleypa við þessari skýringu. Mr. Bildfell segir, að það sé brot gegn ákvæðum Norður Atlantshafs ráðsins, að lækka fargjaldið sem umboðsþóknuninni nemur. En Mr. Bildfell og nefndin gleymir því alveg, að það er einnig “brot gegn ákvæðum Norður Atlantshafs ráðsins” að veita $200 fargjöld fyrir hvern fullorðinn einstakling” fram og aftur frá Winnipeg til Reykjavíkur. Það er svo langt frá því, að beðið sé um þessa umboðs- þóknun í þeim tilgangi, “að þetta umboðsfé sé far- þegum ekkLmeð öllu tapað”, að það er hreint gabb að vera að halda þessu að fólki. Ástæðan, sem færð er fyrir þessu, sýnir það bezt sjálf. í skilmálum þeim, sem hér er um að ræða, er nefndin alls ekki að segja við gufuskipafélögin: Hvað er það ódýr- asta fargjald, sem þið getið veitt þeim, sem heim kunna að fara? Nei, nefndin segir þvert á móti: íSetjið þið upp við farþegana verð það, sem við tök- um til, og látið þá borga það að fullu, en látið svo ganga til okkar ákveðinn hluta af því verði, sem úr vösum farþeganna kemur. Sjá ekki allir heilvita menn, að ef nokkurt gufu- skipafélag á annað borð fór að brjóta “gegn ákvæð- um Norður Atlantshafs ráðsins” með því að færa fargjöldin niður fyrir vanalegt verð, þá gat það, hvað Norður Atlantshafs ráðið snertir, alveg eins vel fært það ofan í $187.20, eins og ofan í $200.00? Sjá þeir ekki einnig, að með því að heimta umboðs- þólpiun undir kringumstæðunum, var nefndin að spilla fyrir því, að nokkur lækkun fengist? Sjá þeir ekki, að hvert það félag, sem á annað borð gerði sig brotlegt við Norður Atlantshafs ráðið með því að semja um lægra verð en ráðið heimtaði, mundi eins fúst til þess að selja farbréf fyrir $187.20, ef það slyppi við að borga umboðsþóknun, eins og að selja farbréfin fyrir $200.00 og borga þar af $12.80 sem umboðsþóknun? Þeir af meðlimum nefndarinnar, sem fengist hafa að einhverju leyti við fasteigna- sölu, munu kannast við, að slíkur afsláttur á verði til kaupenda r algengur, þegar um engan milli- göngumann er að ræða, sem umboðsþóknun þarf að borga. Það er þýðingarlaust, að tala í þessu sambandi um, hvað venjulegt sé, því nefndin var hér að fara fram á það, sem óvenjulegt er, hvað farbréfaverðið snertir Hún var að fara fram á verð, sem ekkert eitt félag gat veitt, nema að gera sig brotlegt gagn- vart Norður Atlanshafs ráðinu, og þá var þessi ferð ekki lengur neinum þeirra reglum háð. Það liggur því í augum uppi, að slikt félag hefði að sjálf- sögðu fært fargjaldið meira niður, ef það losaðist við að borga umboðsþóknun, en ef það þurfti að borga slíka þóknun. Nefndin var þar beint að spilla fyrir því, að slík lækkun fengist, með því að heimta slíka þóknun. Og það sjá allir, að það, sem nefndin fór fram á, var ákveðið verð til farþeganna og á- kveðin þóknun til nefndarinnar sjálfrar, sem “ekki gat komið til nokkurra mála” að notuð yrði til að lækka fargjöld eftir því sem nefndin segir sjálf. Þegar nefndin fór fram á þetta $200.00 fargjald, skilst mér, að hún hafi miðað við $125.00 far- gjald yfir hafið. Það sýnir sig í verkinu, að nefndin hefir barist hinni góðu baráttu fyrir sjálfa sig, því nú er hún búin að slaka til um $47.00 með þann hlutann, sem farþegunum bar að borga, og “semja um” $172.00 fargjald með því skilyrði, að hún haldi sinni þóknun — og ofurlítið hærri þó — sem “getur ekki komið til nokkurra mála” að notuð verði til þess að lækka fargjöld. Stjórnarstyrk og þóknun verður nefndin undir öll- um kringumstæðum að fá. Af þeirri kröfu verður ekki slegið, hvoriii til þess að sameina Vestur- íslendinga um heimfararmálið né heldur til þess að lækka fargjó'ld. Það er ekki einu sinni hægt að fóðra þetta, þó í þessum skilmál- um hefði verið um fult, vanalegt farseðlaverð að ræða. Það sann- ar grein séra Rögnvaldar bezt sjálf. Nefndin fer fram á vana- lega umboðsþóknun, sem á að ganga til nefndarinnar. í hennar sjóð fer þessi þóknun. Um það er engum blöðum að fletta. Mr. Bild- fell segir, að það “geti ekki komið til nokkurra mála”, að þessi um- boðsþóknun verði notuð til að lækka fargjöld. Eg segi, að nefndin hafi engan lagalegan eða siðferðislegan rétf til þess að nota þessa þóknun til nokkurs annars, og grein séra Rögnvaldar játar þetta óbeinlínis. Um peninga þá, sem nefndin kemst jrfir sem um- boðsþóknun, segir hann: “Ligg- ur því ekkert beinna við, en að það verði undir þá borið, er fara, hvað við þá skuli gjört. Heppi- legaastur tími myndi vera að gjöra það, eftir að allir væru komnir um borð.” Er ekki með þessu viðurkent, að þeir, sem farbréfin kaupa, eigi þessa peninga? Til hvers þarf þá þessa krókaleið og þessa atkvæða- greiðslu? Er þessi tillaga ekki gerð í þeim eina tilgangi að fá frest, eins og tillagan fræga úr sömu átt, um að vísa stjórnar- styrksmálinu til íslands? Ef at- kvæðagreiðslan fellur þannig, að farþegarnir heimta að fá. þessa peninga sjálfir, sem öll sanngirni mælir með, þá getur nefndin sam- kvæmt sinni eigin tillögu ekki neitað að afhenda þeim þá. Ef það er hægt þá, því er það ekki hægt í byrjun? Sannleikurinn er sá, að nefndin hefir aldrei ætlast til þess, að þessir peningar yrðu notaðir til þess að lækka fargjöld. Það játar Mr. Bildfell hreinskiln- islega og séra Rögnvaldur upp á sína vísu. Þeir áttu að ganga í sjóð nefndarinnar, því, eins og séra Rögnvaldur kemst að orði, er “ekki óhugsandi, að eitthvað yrði nauðsynlegt að kaupa hér til far- arinnar, áður en Iagt væri af stað.” Ef því nefndin nú notar þess umboðsþóknun til þess að lækka fargjöldin með, þá verður það ekki af neinni umhyggju fyr- ir landanum, heldur að eins vegna þess, að hún verður til þess neydd af almenningsálitinu. Það er dálítið einkennilegt, að þó fullum fjórtán dálkum sé var- ið af Mr. Bildfell og séra Rögn- veldi til skýringar á skilmálun- um, þá minnist hvorugur þeirra einu einasta orði á það, hvað nefndin hugsi sér að gera með eitt “ókeypis farbréf af hverjum 25, sem seld verða” og nefndin á- skilur sjálfri sér. Ætla nefndar- mennirnir sjálfir að ferðast á þeim, til þess að geta verið við, þegar atkvæðagreiðslan fer fram um, hvað gert skuli verða við um- boðsþóknun nefndarinnar, eða hvað annars hugsar nefndin sér með þau? Það tók nefndina fjór- tán dálka að skýra það, að um- boðsþóknunin verði ekki notuð til þess að lækka fargjöld, nema nefndin verði þvinguð til þess. Hvað þarf hún marga dálka til þess að skýra frá því, hvað hún hugsar sér að gera með þessi ó- keypis farbréf? Eða vill hún ekk- ert um það segja? Annað, sem nefndin mætti gjarn- an skýra frá, er þetta: Ætlar nefndin sjálf að annast um sölu á farbréfum, eða á gufuskipafélag hennar sjálft að annast um söl- una? Fær hún umboðsþóknun á öllum farbréfum, sem seld verða, með skipi því, sem hún “mælir með,” hvort sem hún selur nokk- urt farbréf eða ekki og hvort sem farþeginn er íslendingur eða ann- arar þjóðar maður? Séra Rögn- valdur segir, að nefndin sé nú þegar búin að semja um sína um- boðsþóknun, og því ætti að vera auðvelt að svara þessu. Eg vil benda þessum herrum á, að það, sem þeir fara fram á, er “customary agents’ commission”, með öðrum orðum, þá umboðsþókn- un, sem slík félög borga sínum eigin agentum eða umboðsmönn- um. Það væri fróðlegt að vita, á hvern hátt og að hvaða leyti þei'r skoða sig sem agenta fyrir gufu- skipafélag það, er nefndin semur við. Það er orðinn skortur á ærleg- um vopnum hjá nefndinni, þegar hún í grein sinni birtir bréf Mr. Pratt’s, dagsett 27. júlí, því til sönunar, að sjálfboðanefndin hafi samið við Cunard-félagið um “að flytja íslendinga fyrir það hæsta verð, sem því var leyfilegt að heimta.” — Þetta er sjálfsagt “ó- viljandi fö'lsun” hjá séra Rögn- valdi, því honum ■virðist það al- veg ósjálfrátt að misbjóða sann- leikanum. Löngu áður en grein séra Rögn- valdar var rituð, var Cunard-fé- lagið, í Lögbergi 16. ágúst, búið að auglýsa, að lægsta fargjaldið yrði $172.00, en ekki $196.00, eins og stendur í bréfi Mr. Pratt’s. Þetta er nákvæmlega sama verð, og heimfararnefnd Þjóðræknisfé- lagsins segist nú loksins vera bú- in að semja um; svo henni hefir ekki tekist neitt betur, þó hún sé nú búin að gutla við þetta hátt á þriðja ár. Sjálfboðanefndin hef- ir aldrei beinlínis eða óbeinlínis gengið inn á það við Cunard- félagið, að fargjaldið yrði einu centi hærra en þetta, og það vita meðlimir heimfararnefndar Þjóð- ræknisfélagsins mæta vel. Þeir vita einnig, að bréf Mr. Pratt’s er á misskilningi af hans hálfu bygt, sem sjálfboðanefndin ber enga ábyrgð á. Þessu til sönn- unar vitna eg til bréfs frá Mr. Pratt til mín, dagsett 21. septem- ber, 1928, sem er á þessa leið: The Cunard Steam Ship Com- pany, Ltd., Anchor Line and Anchor-Donaldson Line, 270 Main Street, Winnipeg, Canada, September 21, 1928. File No. 51390 Mr. H A. Bergman, Barrister, Etc., 811 McArthur Bldg., Winnipeg, Man. Dear Mr. Bergman: Our attention has been di- rected to the September 20th issue of the “Logberg” page 5, column 3, to a copy of our letter to Mr. S. F. (Finnbogason) of Elfros, Sask., wherein we quoted certain rates to Iceland as pertaining to the proposed Icelandic Excursion in 1930. We understand that much comment has been centered around our quotation of $196.00, quoted as Third Class round trip Rate from Montreal to Reykjavik, and while this rate is effective in so far as an individual booking is concerned, is was an oversight that this rate was quoted in this communication, as the correct Third Class rate authorized for the Icelandic Excursion in 1930 was based on the Copenhagen Rate, namely $172.00 for direct service. We regret sincerely our quotation of th higher rate as this was purely an oversight and would have been duly corrected when the file was returned by our filing department for purposes of follow-up. We understand that Mr. Peturs- son is taking credit for the appli- cation of the Copenhagen Rate, but in this he is entirely out of order as the rate was authorized by our Campany in their wire of February 25th last, copy of which we append hereto for your ob- servation. We can assure you that the Cunard Line is just as interested in obtaining for the Icelandic Com- mitee as favorable rates, condi- tions and arrangements as any committee of the Icelanders them- selves and with our large organiz- ation both in Amrica and in Eu- rope we are in a particularly happy position to render eveiy help and assistance to the Ice- landic Committee in perfecting such arrangements as will make the Icelandic Excursion in 1930 an unqualified success. Yours very truly, The Cunard Steam Ship Company, Limited. Per ”J. F. Pratt” JFP :NH Lauslega þýtt á íslenzku hljóð- ar þetta bréf þannig: íslenzkan Kæri herra Bergman: “Oss hefir verið bent á það, að í Lögbergi 20. september, á fimtu bls. þriðja dálki, er birt afrit af bréfi voru til herra S. F. (Finn- bogasonar) frá Elfros, Sask., þar sem vér gáfum upplýsingar um á- kveðið fargjald til íslands í sam- bandi við hina fyrijhuguðu ís- landsför 1930. Oss skilst, að tasl- verðar umræður hafi spunnist um það, að vér nefndum $196.00 sem fargjald á þriðja farrými fram og /

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.