Lögberg - 01.11.1928, Síða 5

Lögberg - 01.11.1928, Síða 5
I meir en þriðjung aldar hafa Dodd’s Kidney Pills verið viður- kendar rétta meðalið við balc verk, gigt, þvagteppu og mörgum fleiri sjúkdómum. Fást hjá öll- um lyfsölum, fyrir 50c. askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50, eða beinl frá The Dodds Medicine Co., Ltd. Toronto, ef borgun fylgir. Heiðurssamsœti. Mr. og Mrs. Sveinbjörn Loftsson heiðruð með samsæti hjá Kon- kordíasöfnuði, sunnudaginn, þ. 21. október síðastl. Fyrir samsætinu gengust full- trúar Konkordíasafnaðar, sem í ár eru þeir Jón Freysteinsson (formaður), K. G. Finnson (skrif- ari, Árni E. Johnson (féhirðir), Sigurður Bjarnason og Magnús I^jarnason. Var veizlan höfð í rúmgóðum fundarsal, rétt við kirkju Kon- kordía safnaðar í Þingvallaný- lendu, og hófst eftir messu ofan- nefndan dag. Fjöldi fólks sam- an kominn. Var mótinu stýrt af Magnúsi Bjarnasyni og fór honum það vel úr hendi. Við setning mótsins gat sam- kvæmisstjóri þess, að þau Mr. og Mrs. Loptsson hefðu æfinlega ver- ið ein með hinum frmstu og beztu af safnaðarfólki Konkordíasafn- aðar, en samsætið var þó aðallega haft tjj að minnast með þakklæti hins mikla starfs, er Sveinbjörn hefði unnið við að umgirða og prýða kirkjugarð safnaðarins. Lét hann siðan syngja fyrsta versið af “Hvað er svo glatt, sem góðra vina fundur” og bað svo Guð- geir Eggertsson, fyrrum forseta safnaðarins, að flytja þeim Mr. og Mrs. Loptsson þakklæti og árnaðarorð fyrir safnaðarins hönd. Gjörði Guðgeir það með laglegu og skipulegu erindi. Mint- ist þess, að Sveinbjörn hefði ver- ið féhirðir safnaðarins um tuttugu ár og héfði jafnan gegnt sínu env bætti og öðrum störfum fyrir söfnuðinn með röggsemi, trú- mensku og sóma. Og nú í seinni tíð hefði hann unnið frábært verk við að setja upp vandaða girð- ingu um kirkjugarð safnaðarins. Mundu ferðamenn, er um veginn færui, taka fljótlega eftir þeim á- nægjulegu breytingum, er orðið hefðu. Bar hann svp fram þakkir safnaðarins til Sveinbjarnar fyrir það óeigingjarna og véglega starf, er hann hefði þarna unnið, ásamt svo mörgum öðrum safnaðarstörf- um fyr og síðar. Mintist hann og um leið konu Sveinbjarnar og fór lofsamlegum orðum um starf þeirra beggja, um leið og hann, fyrir hönd safnaðarins, 'árnaði þeim allrar framtíðar heilla og hamingju. Þegar Guðgeir Eggertsson hat'ði lokið ræðu sinni, kallaði veizlu- stjóri á Berg (Þorberg) Thorberg- son, er mundi fyrir hönd föður síns, iBjörns Thorbergssonar, sern nú er fluttur úr bygðinni til Win- nijeg og var því ekki viðstaddur, Iesa kvæði er Björn hafði ort og sent. Las Bergur síðan kvæðið, og gjörði því góð skil. Læt eg pað fylgja hér með til birtingar. Þá talaði næst séra Jóhann Bjarnason. Mintist hann bæði á safnaðarstörf í Þingvallanýlendu og Lögbergsbygð, er jafnan hefðu verið með hinum mesta myndar- brag, um leið og hann talaði um ágæta kynningu af fólki yfirleitt með sérstöku tilliti til heiðursgest- anna og starfs þeirra á svæði krist- indómsins. Mintist hann á við- kynningar Sveinbjarnar frá kirkju þingum og fór lofsamlegum orðum um konu hans, sem að allra dómi er frábærlega væn kona og mynd- arleg. Til fróðleiks þeim, sem hafa á- nægju af að fræðast um alt ís- lenzkt, eins og rétt er, má geta þess, að kona Sveinbjarnar Lopts- sonar er Steinunn Ásmundsdóttir. Var Ásmundur faðir hennar, er sjálfur var myndarbóndi í mörg ár, bróðir Þórðar bónda Þorsteins- sonar á Leirá í Borgarfirði, er var alþektur bændahöfðingi á sinni tíð Munu þau Sveinbjörn og Steinunn hafa byrjað búskap á Fellsandi í Dalasýslu og bjuggu þau þar tvö ár. Fluttu síðan til Thingvallanýlendu og bjuggu þar um nokkurra ára skeið. Færðu þau þá bygð sína inn í bæinn Churchbridge. Setti Sveinbjörn þar upp verzlun, er hann rak með dugnaði og lipurð í æði mörg ár. Mátti svo segja, að hjá þeim væri opið hús fyrir alla íslendinga, er í bæinn komu, sem voru margir. Þegar Sveinbjörn lét af verzlun, fluttu þau hjón til Bredenbury, sem er næsta járnbrautarstöð fyr- ir vestan Churchbridge, og hafa búið þar síðan. Þau hjón hafa eignast fjórtán og uppalið ellefu börn, tvo sonu og níu dætur, alt uppkomið fólk og hið mannvæn- legasta, flest gift og búsett á ýmsum stöðum, bæði i-vesturhluta Canada, vestur við haf og jafn- vel suður í Californíu. Þegar séra Jóhann hafði lokið mláli sínu afhenti Magnús Bjarna- son veizlustjóri þeim Mr. og Mrs. Loptsson peningasjóð allvænan, frá Konkordía söfnuði og öðrum vinum, er var heiðursgjöf til þeirra hjóna. Svaraði Sveinbjörn fyrir hönd konu sinnar og sjálfs sín, þakkaði fyrir samsætið, heið- ursgjöfina og 'þann hlýhug, er þetta hvorttveggja gæfi til kynna. Var þetta síðasta ræðan í sam- sætinu. Bezti rómúr var gjörður að ræðunum öllum og sömuleiðis að kvæði Björns Thorbergssonar. — Fóru þá fram veitingar, með frábærum myndarskap, er konur safnaðarins stóðu fyrir.— Girðingin í kringum kirkjugarð Konkordíasafnaðar er með stein- steyptum grunni og vandaðri yf- irbygging, er fer mjög vel. Fram- undan kirkjudyrum er allmikið, bogamyndað sálarhlið, með járn- grindahurðum, en framan á bog- anum, yfir hliðinu, er nafn saf.n- aðarins, með stóru, gullnu letri, og stofndagur hans, sem er 5. nóv. 1901. Á miðjum bakparti kirkjugarðsins er annað hlið, sömuleiðis með nafni safnaðarins, en með minniháttar letri og allur umbúnaður þess hliðs veigaminni en hins, sem að framan er. 1 garðinum sjálfum eru víða múrað yfir leiðin og legsteinn, eða minn- ismerki, múrað ofan í höfEjagafl um leið. Er þessu svo haganlega fyrir komið, að vel má gróðursetja blóm til beggja hliða, ef þess er æskt. En steinsteypan yfir gröf- unum er ærið góð trygging fyrir, að grafarró hinna framliðnu verði ekki raskast í nálægri tíð, því þó tönn tímans vinni á flestu, og kannske á öllu um síðir, þá er þó þarna efni, sem verður að líkind- um erfitt fyrir hana að vinna ó um langan ókominn aldur. Sveinbjöm og Steinunn Loptsson. Eg kem í anda, með litið ljóð og lít yfir hópinn fríða; þar andlitin sé eg ung og rjóð, sem æskurósirnar prýða. Og foringjana þar finnið þið, í framsókn komandi tíða. En þar eru einnig eldri menn, sem ellinnar merki bera, en standa þó upp við starfið enn —það stundum svo hlýtur að vera..— Og 'Sveinbjörn er ekki síztur þar; því satt skal eg vitni bera. Að vinna til gagns af heilum hug, að hylla það góða og sanna; að víkja því ljóta og vonda á bug, en vernda rétt smælingjanna; það er sú hugsjón, há og göfg, sem hollust er iífi manna. Og þeim sem að keppa þessa braut ber þökk og heiður að veita; þar margt er að sigra og mörg er þraut, sem mannlega krafta þreyta; en áhugi bæði og afl þeim vex, sem orkunnar bezt þar neyta. Svo heiðursgestunum óska eg allrar hamingju’ og gleði, um ófarinn þeirra æfi veg, að ellinnar hinzta beði. Vinir! svo kveð eg ykkur öll aftur, með klðkku geði. B. Thorbergson. Þau Mr. og Mrs. Sveinbjörn Loptsson biðja Lögberg að flytja Konkordía söfnuði hjartkærar þakkir fyrir þetta veglega sam- sæti, og heiðursgjöfina er fylgdi. Þau þakka fulltrúunum ,er fyrir! samsætinu stóðu, öllum vinunum, er lögðu til gjafarinnar, fyrir vinsamlegu ummælin í ræðunum og fyrir hið fagra kvæði hr. Björns Thorbergssonar. — Svo LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. NÓVEMBER 1928 Bls. 5 ÞAÐ ÞARF AD HJALPA Þeim Sem Bágt Eiga Tuttugu og sex hjálparfélög og hjálparnefndir eru a5 vinna mikið og alveg nauðsynlegt verk til að hjálpa hinum allra fátœkustu í borg vorri. peim sem bágt eiga njóta hjálpar án alls tillits til trú- arbragða eða þjððernis. , , pessar hjálparnefndir fá styrk sinn aðallega frá almennum samskotum í Winnipeg hinni meirí. Hjálpið þeim, sem ekki geta hjálpað sjálfum sér. Gefið örlátlega og með glöðu geði til WINNIPEG CDMMIINITV FUND Stjórnað af THE FEDERATED BUDGET BOARD INCORPORATED Skýri þakka þau mjög ástsamlega kon- unum ágætu og ungu stúlkunum, er framreiddu, með miklum undir- búningi og fyrirhöfn, veitingarn- ar ágætu, er á borð voru bornar. Þau árna söfnuðinum og vinunum öllum ríkulegrar blessunar Drott- ins á allri ókominni tíð.— (Fréttaritari Lögb.) 0r bœnum. Mr. Gísli Sigmundsson kaup- íaður að Hnausa, og Mr. Grímur lagnúson frá Geysir, voru stadd- r í borginni í vikunni sem leið. NOTICEv In the matter of the Estate of Agust Eirikssón Isfeld, otherwise known as Agust Isfeld Eiriksson. ■ All claims against the above Estate must be sent to the under- signed on or before the 24th day of November, A.D. 1928. Dated at Winnipeg, Manitoba, this 24th day of October A.D. 1928 Scarth, Guild and Thorson. Solicitors for Olina S. Isfeld, Administratrix, with the will an- nexed. hugmynd um. Það er meir en vel þess virði, að fara og sjá hana á |Wonderland, þar sem hún verður sýnd þrjá síðustu dagana af þess- “Street of Sin” heitir myndin, ^sem sýnd verður fyrstu þrjá dag- ana af næstu viku og gefur mjög ljósa hugynd um lífið í vissum hluta stórborganna. Thórstþia Jackson heldur fundi á Gardah, N. Dák., á fimtudaginn 1. nóvember, og á Mountain, N.- Dak., föstudaginn 2. nóvember. WONDERLAND. “The Strange Case of Captain Ramper”, er bæði fróðleg mynd og skemtileg, og sýnir margt úr Norð- urhöfum, sem fæstir hafa mikla ite Vetrar Yíirhafnir fyrir Karlmenn Það borgar sig að kaupa það bezta. Fit Rite yfir- hafnir eru hinar allra beztu, hvað verð og endingu snertir. Látið ekki hjá líða að skoða þær. — Verðið er $29.50 og þar yfir. Vetrar Nœrföt úr bezta efni, frá beztu verksmiðjum í heimi, svo sem Wolseý, Ceetee, Stanfield, Watson, Hatchway. Verðið er $2.50 og þar yfir alfatnaðurinn. STILES ft HUMPHRIES IVinnipeg’s Swart JKCen’s Wear Shop 261 PORTAGE AVE. Next to DlnKwalTs Til Hallgrímskrirkju. Mr. og Mrs. A. A. Johnon, Mozart, Sask............. $5.00 Jónína Johnson, Wpg......... 2.00 Áðu rauglýst .......... 483.35 I mg. í svari próf. Halldórs Her- mannssonar gegn opna bréfinu í Heimskringlu, segir hann að bréf sitt til mín hafi verið prívat. Mér þykir fyrir því, að svo átti að vera, því eg skildi það á ann- an veg. Eg skrifaði honum fyrir hönd sjálfboðanefndarinnar og eftir beiðni hennar og sendi hon- um eyðublað til undirskriftar; eg las eðlilega nefndinni svar hans, þegar eg fékk bréfið. Eg birti það ekki eða neitt úr því, fyr en eg var neyddur til vegna ranghermi styrkþágumanna; drátturinn á birtingunni var ekki af þvi, að eg skoðaði. bréfið prívat, heldur vegna hins, að eg áleit ekki þörf að birta það fyr. Kafli í bréfi Mr. Hermannsson- ar þannig: “Eg veit ekki hvort það er vert fyrir mig að skrifa undir yfirlýsinguna, sem þú send- ir mér, þar sem eg er hér einn og get ekki niáð í neinn til þess að skrifa undir hana með mér; og þetta bréf inniheldur þá yfirlýs- ingu, sem fyrir mig gildir, að eg er ykkur alveg samþykkur í máli þessu að því er styrkþágu snert- ir.” y Eg veit, að Mr. Hermannsson er svo sanngjarn, að hann telur það eðlilegt að eg skildi svar hans ekki sem prívat bréf, bæði sökum ofangreindra ummæla og vegna hins, að eg skrifaði honum fyrir hönd nefndarinnar. Samt sem áð- ur bið eg hann að sjálfsögðu vel- virðingar á því, að kaflinn úr bréfinu var birtur, fyrst hann ætl- aðist til að það væri prívat. Að því er grein hans snertir, Magic baking POWDER fMagic bökunarduft, er ávalt þaÖ bezta í kökur og annað kaffi- brauð. það inniheldur ekkert alum, né nokk- ur önnur efni, sem valdið gætu skemd. munu allir trúir íslendingar vera honum þakklátir og álíta, að þar sé eitt hinna allra beztu gagna, er fram hefir komið á móti styrk- þágunni', enda var þess að vænta úr þeirri átt, því Halldór hefir staðið á verði erlendis um margra ára skeið gegn öllu, er að ein- hverju leyti gæti hnekt heiðri þjóðar vorrar og ættjarðar. Sig. Júl. Jóhannesson. Alls nú .... $490.35 E. P. J. HOWARD R.HUCHESf*™* THOMAS MEIGUAN JlheRacfcet WITH LOUISWOLHEIM-'MARIE PR.EVOST », jys CADDp cqmpany CL Qaramount Cpicture ROSE THEATRE, fimtudag. Föstud. og Laugard. þesa v. Sunnpdaginn 4. nóv. verður guðsþjónusta jjað Mountain, þar sem siðbótarinnar verður minst. Fen þá fram altarisganga í söfn- uðinum og offur verður fram bor- ið til iheimatrúboðs. Sama sunnudag verður einnig guðsþjónusta að Garðar kl. 3 e. h. þar sem einnig verður talað um siðbótina. Almenn altarisganga þar líka. Á eftir guðsþjónustu að Mountain mæti eg fermingar- börnum tjl viðtals, og á undan mesu að Gardar tala eg við ferm- ingarbörn þar. Fólk er beðið að muna þetta og fjölmenna.......... H. Sigmar. Stofnað 1882 Löggilt 1914 D. D. Wood & Sons, Ltt1 KOLA KAUPMENN Yér þorum að hætta mannorði voru og velgengni á viðskiftin SOURIS — DRUMHELLER FOOTHILLS — SAUNDERS CREEK— POCAHONTAS — STEINKOL Koppers, Solway eða Ford Kók Allar tegundir eldiviðar. Not - Gæði - Sparnaður Þetta þrent hafið þér upp úr því að skifta við oss. SÍMI: 87 308 Ross Ave. and Arlington St. Vér færum yður kolin hvenær sem þér viljið. Rosepale K°L Lump $12.00 Stove $11.00 FORD COKE $15.50 ton SCRANTON HARDKOL POCA LUMP og CANMORE BRICQUETS Thomas Jackson & Sons 370 COLCNY ST. PHONE: 37 021 FARIÐ TIL ISLANDS 1930 * a 1000 ára afmœli Alþingis Islendinga The Canadian Pacific Railway og Candian sPacific Steamships leyfa sér að tilkynna, að þeir hafa fullgert samning við hina opinberu nefnd íslendinga um allan flutning í sam- bandi við þessa hátíð. SÉRSTAKT SKIP SIGLIR BEINT FRA MONTREAL TIL REYKJAVÍKUR Og sérstakt skip kemur beint aftur frá Reykjavík til Montreal. — Farþegar, sem vilja sjá sig um á Bretlandi eða á meginlandi Ev- rópu eftir hátíðina, geta það. Sérstök lest eða lestir fara frá Sérstakar skemtanir verður séð Winnipeg í sambandi við gufu- um bæði á lesi og skipi fyrir þá, skipið frá Montreal. sem fara á afmælishátíðina. Þetta er óvenjulegt tækifæri til þess að fara beint til íslands, og vera viðstaddur helztu þjóðhátíðar- viðburðina 1930. Yðar eigin íslenzku fulltrúar fylgja yður frá Canada til íslands og heim aftur. Gerið nú ráðstafanir yðar til þess að fara með þessari miklu íslenzku sendinefnd frá Canada. Frekari upplýsingar og farbréfaverð fást hjá: W. C. CASEY, Gen. Agent Canadian Pacific Steamships WINNIPEG, eða J. J. Bildfell, formanní heimferðarnefndar Þjóðrækn- isfél., 708 Standard Bank Bldg, Winnipeg Canadian Pacific SPANNAR HEIMINN

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.