Lögberg - 01.11.1928, Qupperneq 6
BLs. 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. NÓVEMBER 1928
RAUÐKOLLUR
EFTIR
GENE STRATTON-PORTER.
“Jæja, þá,” sagði Engilráð og leit brosandi
til Jacks. “Eg skal þá fara þessa leið, til að
þíSknast þér. Verið þið nú allir blessaðir og
ælir, piltar.”
Að svo mæltu hvarf hún út í skóginn.
‘‘ Mikill þöngulhaus geturðu verið,” hróp-
aði Wessner, “stöðvaðu hana, haltu henni þang-
að til við erum búnir og getum komist burtu að
minsta kosti. Það er ekkert vit í þessu. Sérðu
það ekki, að með þessu lagi er nokkurn vegmn
úti um okkur alla. Ef þú lætur hana fara, þa
verðum við allir að flýja, áður en þetta kemst
upp, og þeir ná áreiðanlega einhverjum okk-
ar.” .
Jack stökk upp. Rauðkoll fanst hann ekki
ætla að ná andanum. Engilráð var ekki komin
lengra en svo, að þeir gátu enn séð til hennar
gegn um limið. Hún var að raula lag fvrir
munni sér og alls ekkert að flýta sér. Svo sneri
hún aftur í áttina til þeirra og kallaði: —
“Heyrðu, Rauðkollur! Fuglamærin vill fá _aft-
ur náttúrufræðisritið. I því er nokkur liluti af
lengri ritgerð, sem hun vill ekki tapa. Það var
meðal annars þess vegna, sem við létum það í
kassann. Gleymdu nú ekki að taka þessar bæk-
ur, þegar þú ferð heim í kveld, því ef það skyldi
rigna, þá skemmast þær.”
' “Eg skal gera það,” sagði Rauðkollur,_en
röddin var þannig, að liann kannaðist ekki einu
sinni sjálfur við hana.
Svo leit hún framan í Jack og sagði einstak-
lega glaðlega: “Þú lætur það pkki bregðast að
koma bráðum og mundu að hálsbindið á að
vera rautt.
Jack tapaði sér alveg. Rauðkollur var hans
fangi, en hann var áreiðanlega fangi Engilráð-
ar með sál og lí'kama. Hann gat ekkert hugsað
eða gert, annað en endurtaka það, sem Rauð-
kollur hafði sagt “Eg skal gera það.” Eng-
ilráð bar höfuðið hátit, og fór sína leið, en Jack
sixeri sér að félögum sínum og sagði heldur
hranalega
“Hættið þið öllum slæpingsskap og haldið
þið áfram að vinna. Þið hafið ekkert vit á því,
hvernig á að taka á móti heldri konum. ”
Mennirnir nöldruðu töluvert sín á milli, en
fóru samt að vinna og keptust við. Sumir
þeirra vildu, að maður væri sendur á eftir Eng-
ilráð og að hann hefði gfetur á henni og Fugla-
mærinni þangað til þær væru farnar burtu. —
Rauðkoll fanst að hjartað í brjósti sínu ætlaði
að hætta að slá, þegar hann heyrði þessa uppá-
stungu, en Jack var eins og drukkinn maður og
það var eins og öll dómgreind væri frá honum
tekin og hann skeytti þessu engu.
“Þið kannske ætlist til, að við hættum allir
við að fella tréð og hlaupum eftir stúlkunni,”
sagði Jack. “Það verður nú ekkert af því, skal
eg segja ykkur. Eg held það sé ekki mikill efi
á því, að henni leizt bezt á mig. Eg sé ekki nein
blóm á ykkur. Ef nokkur fylgdi henni, þá ætti
eg að gera það. En það veitir ekki af að eg sé
liér, til að líta eftir öðrum eins asnakjálkum eins
og þið eruð. En það er engin hætta. Þessi
litla, góða stúlka kemur ekki upp um mig. Það
er bezt fyrir ykkur að halda áfram að saga og
láta hendur standa ftam úr ermum. Við Wt^ss-
ner tökum axirnar og höggvum það hinu meg-
in. ”
“Gerið þið ekki of mikinn hávaða,” sagði
Wessner.
“Það gerir ekkert til með hávaðann,” sagði
Jack. “Stúlkan hélt áreiðanlega, að við vær-
um McLeans menn.
Þeir tóku allir til starfs og héldu vel áfram.
Rauðkollur settist niður og beið. Þeir virt-
ustt hugsa um það eitt, að fella tréð sem allra
fyrst og koma því burtu, svo þeir gætu byrjað
að fella það næsta, og það var eins og þeir
hefðu algerlega gleymt Rauðkoll.
Engilráð hafði farið þá leiðina, sem hann
bað hana, og hún hlaut nú að vera komin góðan
spöl. En það lá ekki nærri, að það væri hættu-
laust að fara þá leið heldur, og hann kófsvitnaði
þegar hann hugsaði til þess, hvaða hættu hún
var stödd í. Hún mundi verða töluvert lengur
að fara þessa leiðina, og hans eina hugsun hafði
verið sú, að hún færi þá leið, sem hættuminni
væri. Hann reyndi að gera sér grein fyrir því,
hve lengi hún mundi verða að komast þangað,
sem hesturinn var. Skyldi Fuglamærin hafa
tekið hestinn frá kerrunni? Hann fylgdi í hug-
anum hverju fótmáli hennar alla leið.
Hann var að hugsa um, hvað hún mundi
®e8’ja rið I uglamærina. Hvað lengi þær mundu
verða að taka saman dót sitt og komast á stað.
Hann var nú orðinn sannfærður um, að þær
mundu skilja hvernig ástatt var og að Engilráð
mundi koma orðum til McLeans eins fljótt eins
fljótt og mögulegt væri, svo hann tapaði ekki
veðmálinu. En það mundi ómögulega hepnast,
því sögin var nú komin meira en hálfa leið gegn
um treð og þeir Jack og Wessner voru að
höggva djúpá skoru í það hinu megin. Það leit
ekki út fvrir annað, en að þeir mundu að minsta
kosti ná þessu tré, áður en McLean kæmi o«- þá
tapaði McLean veðmálinu.
Þegar þeir væru búnir að ná þessu tré,
mundu þeir þá binda hann aftur og láta Wess-
ner gera við hann hvað sem honum sýndist, eða
mundu þeir fgra með hann að næsta tré og gera
svro út af við hann, þegar þeir væru búnir að
stela eins mörgum trjám eins og þeim sýndist?
Jack hafði sagt, að hann yrði að minsta kosti
ekki drepinn, fvr en hann væri farinn. Auðvit-
að var hann ekki að leggja sig íalla þessa hættu
fyrir eitt einasta tré, þar sem hann væri búinn
að marka mörg önnur, sem væru miklu meira
virði. Honum fanst að hann mœtti gera sér
ofurlitla von um að sleppa lifandi út úr þessu,
og hann óskaði þess af öllu hjarta, að Engilráð
flýtti sér nú sem mest hún gæti.
Einu sinni kom Jack til hans og spurði hann
lavort hann hefði þarna nokkurt vatn að drekka.
Rauðkollur stóð á fætur og benti honum hvar
það væri. Jack drakk mikið, og þegar hann
setti ílátið frá sér sagði hann: “Þegar maður-
hefir tækifæri til að vinna stúlku, eins og þessa,
sem hérna var, þá ætti maður ekki að vera flækt-
ur við neitt ]>essu líkt. Eg vildi, að hamingjan
gæfi, að eg kæmist út úr þessu!”
“Það vildi eg nú líka, hvað mig snertir, ”
sagði Rauðkollur.
Jack starði á hann dálitla stund og skelli-
hló.
“ Ja, mig furðar það ekki,” sagði hann. “En.
við gerðum þér heiðarlegt tilboð, og þú hafnað-
ir því, og svaraðir Wessner eins og við vitum.
Eg hefi ekkert við það að gera, hvaBWATessner
gerir við þig, þegar eg er farinn.”
“Þið eruð sex á móti einum,” sagði Rauð-
kollur, “svo það er hægðarleikur fyrir ykkur
að ráða mig af dögum. En sál mína og mann-
orð getið þið ekki dregið niður til ykkar.”
“ Jæja þá, en mikið vildi eg til gefa, að vera
eins ráðvaíidur og einlægur, eins og þú ert,”
sagði Jack.
Hið mi'kla tré féll til jarðar og þeir, sem það
feklu, voru glaðir yfir óliæfuverkinu, sem þeir
höfðu unnið. Rauðkollur vildi helzt að hann
hefði orðið undir því og vissi ekkert meira í
þennan heim. Ef þeir nú bara kæmu trénu
fljótlega burtu, þá vissu þeir sjálfsagt vel hvað
þeir gætu gert við það, svo ekki bæri mikið á
því. Aður en dagurinn væri á enda, gætu þeir
verið búnir að ná þremur öðnim trjám, sem
hvert um sig væri miklu meira virði en þetta.
Svo léti þeir Wessner sjá um Rauðkoll og færu
allir sinn í hverja áttina, en þeir mundu hafa
miklu meiri peninga í fórum sínum, heldur en
nokkurn tíma áður á æfinni.
XIII. KAPITULI.
Þegar Engilráð var komin út á brautina,
leit hún við og sá að mennirnir voru farnir að
vinna aftur. Þá tók hún til fótanna og hljóp
eins og hún mest mátti. Hún var ekki komin
nema nokkra faðma, þegar hún kom auga á
hjólhest Rauðkolls. Datt henni nú alt í einu í
hug hvers vegna Rauðkollur var svona ákafur
að fá hana til að fara þessa leið. Hún greip
hjólhestinn og henni gekk býsna vel að komast
áfram á honum, þó sætið væri að vísu alt of
hátt, enda var hún alvön við að nota hjólhest.
Hún kom við hjá Mrs. Duncan og lægði þar
sætið á hjólinu og sagði henni að hún ætlaði að
finna McLen eins fljótt og hún mögulega gæti.
en Mrs. Duncan yrði að fara og finna Fugla-
mærina og segja henni hvernjg komið væri.
Hún mundi áreiðanlega finna hana, ef hún færi
austan megin við girðinguna. Ef hún fyndi
hana ekki, þá mundi Fuglamærin fara til man-
anna, sem voru að stela trénu. Og það mætti
ekki koma fyrir.
Mrs Duncan vildi fegin alt gera, sem í henn
ar valdi stóð til að hjálpa Rauðkoll, en hana óaði
legt, því ef þeir ná mér, þá er enginn til að fara
út í Limberlost skóginn. Engilráð sá hvað henni
leið og sagði einbeittlega:
“Þú verður að fara, hvað hrædd sem þú ert.
Það er ekkert um það að gera. Ef þú ferð ekki,
þá fer Fuglamærin inn í s'kógarrjóðrið, því þar
á hún helzt von á mér, og það verða áreiðanlega
einhver vandræði úr því. Ef þeir komast að
því hvert eg fór, þá er svo hætt við, að þeir geri
eitthvað hræðilegt við Rauðkoll. Eg get ekki
farið til að aðvara Fuglamærina, það er greini-
legt, því ef þer ná mér, þá ee enginn ti lað fara
að aðvara McLean. Þú lætur þér ekki detta í
hug að þeir taki trén að Rauðkoll ásjáandi, og
láti hann svo fara og segja frá öllu saman.^Þeir
ætla sér áreiðanlega að myrða piltinn, það er
enginn efi á því. Þú ferð nú og flýtir þér eins
og þú mögulega getur. Líf Rauðkolls liggur
við. Þú getur komið aftur í kerrunni með
Fuglamærinni. ’ ’
Engilráð staldraði við, þangað til Mrs.
Duncan var komin á stað; eftir það beið hún
ekki iboðanna.
Þetta var ljóti vegurinn. Skyldi þessi leið
aldrei ætla að taka enda? Hún þorði ekki ann-
að, en fara eins varlega með hjólhestinn eins
og hún gat, því ef hann brotnaði, þá var engin
von að hún kæmist í tæ'ka tíð til McLeans og
hans manna. Vegurinn var svo slæmur, að hún
varð stundum að fara af hjólhestinum og leiða
hann við hlið sér, eða jafnvel bera hann; en þá
hljóp hún alt sem hún gat. Það var ákaflega
heitt, og veittist henni því mjög erfitt að kom-
ast áfram. Hatturinn hennar varð eftir á einni
skógargreininni og hún hirti ekki um að taka
hann, en lét hann eiga sig.
Engilráð notaði hjólhestinn allsstaðar þar
sem hægt var að koma honum við. Hún tók svo
nærri sér, að heimi fanst hún varla ætla að ná
andanum. Hún hafði enga hugmynd um, hvað
lengi hún var búin að vera, þegar hún loks
komst út úr vegleysunni og á betri veg, en-hún
vissi að hún var bara komin tvær mílur. Hún
hallaði sér áfram á hjólinu og fór eins hart og
kraftar hennar leyfðu. Hún hugsaði um það
eitt, að komast áfram, og skeytti því engu,
hvernig henni sjálfri léið. Henni fanst hún
sjálf vera kyr, en húsin og trén á fleygiferð.
Einu sinni kom hundur út á brautina og gelti
og þvældist fyrir henni, svo hún nærri datt af
hjólhestinum. Af því varð þó ekki og hún flýtti
sér enn meir en áður, ef það var mögulegt. Það
gat ekki verið mjög langt, þangað til hún kæm-
ist alla leið. ,
Henni fundust kraftar sínir svo að segja að
þrotum komnir, en hún tók á öllu, sem hún hafði
til. Hitinn var óttalegur og rykið gerði henni
mikil óþægindi. Alt í einu bilaði annað hjólið
og hjólhesturinn valt um koll og Engilráð datt
af honum ofan í moldina á brautinni og lá þar
hreyfingarlaus.
Duncan var á leið til borgarinnar með við-
aræki. Fram undan sér sá hann rykmökk og
réði af því, að þar væri einhver á hraðri ferð.
Hann lét hestana stíga eins hratt eins og hann
gat og þegar hann kom nær, sá hann kvenmann
á brautinni og brotinn hjólhest. Hann flýtti
sér til hennar, tók hana upp og bar hana út í
grasið utan við brautina, þar sem skugga bar
á, og reyndi að þurka rykið og svitann af and-
liti liennar, sérstaklega frá munninum og
nefinu.
Hjólhestar voru algengir á þeim tímum.
Margar bændadætur þar í nágrenninu áttu þá,
en Duncan þekti þær allar og þessi stúlka var
engin þeirra; hann þekti hana ekki. Hann gaf
henni nánar gætur og hann sannfærðist um, að
þessi st.ulka hlyti að vera þarna ókunnug og lík-
lega væri hún frá bænum. Hann fór að skoða
hjólhestinn og þekti þegar að það var lijólhest-
ur Rauðkolls og gat hann eér þá til, að þetta
væri Engilráð. Það var áreiðanlega eittlivað
að í Limberlost og Engilráð var komin til að
láta McLean vita úm það. Hann tók annan hest-
inn frá ækinu, batt hinn og reið svo til næsta
býlis og fann þar konu, sem hann bað að fara og
líta eftir Engilráð. Hún brást vel við, greip
kamfóruglas og vatnsfötu og þurku og hljóp á
stað.
Duncan reið alt sem af tók í áttina til sinna
félaga, en þegar hann var nýfarinn, raknaði
Engilráð við og leit í kring um sig. Hún sá, að
hún var komin út á grasið utan við veginn og
hún isá brotinn hjólhestinn standa þar skamt
frá sér. Henni skildist strax, að einhver hefði
borið hana þangað sem hún var og að hann
mundi hafa farið til að sækja hjálp. Hún sá
vagninn og einn hest og vissi hún þá, að hann
hafði farið ríðandi.
“Aumingja Rauðkollur!” var það fyrsta,
sem hún sagði. “Nú eru þeir kannske að gera
út af við hann! Hvað ætli eg hafi annars verið
hér lengi?”
Hún flýtti sér þangað, sem hesturinn var,
leysti hann og tók af honum aktýgin, greip
svipu, sem þar var í vagninum, fór svo á bak og
reið eins hart og hún gat mögulega komið klárn-
um, en hann var þessu óvanur og vissi ekki
hvaðan á sig stóð veðrið. Hún mætti konu, sem
kallaði til hennar og reyndi að stöðva ferð henn-
ar, en hún skeytti því engu. Skömmu síðar
reið hún fram hjá manni, sem sjáanlega var
líkal á hraðri ferð. Hann kallaði til hennar,
en hún skeytti því heldur e'kki og það leið ekki
á löngu, þangað til hún komst töluvert á undan
honum.
Þegar hún kom þangað, sem McLean og
menn hans voru að vinna, hrópaði hún eins hátt
og skýrt eins og hún gat:
“Farið þið allir undir eins til Rauðkolls.
Það eru þjófar að stela trjám í skóginum og
þeir hafa bundið piltinn og ætla að myrða
hann. ”
Hún beið ekki eftir neinu svari, heldur sneri
við hestinum og hélt í áttina til Limberlost.
Það sem hún sagði, barst þegar frá manni til
manns. Þeir voru alls ekki með öllu óviðbúnir.
McLean settist þegar á bak Nellie sinni og reið
eftir Engilráð. Þegar þau mættu Duncan,
sneri hann við og fylgdi þeim, og þar á eftir
kom heill hópur af ríðandi mönnum og allir
riðu þeir berbakt.
Þau riðu svo að segja samhliða, McLean og
Engilráð. Hann sagði henni hvað eftir annað,
að hún skyldi hætta þessu og taka sér hvíld.
Hann hætti þó fljótt við að varna henni að verða
sér samferða, þvf hann sá að hann þurfti á
henni að halda til til að vísa sér á hvar Rauð-
kollur væri. Það tafði hann heldur ekkert, þó
hún yrði honum samferða, því hennar hestur
hélt furðanlega í við Nellie. Enda sá hann líka
og heyrði, að henni var alvara með að taka ekk-
ert tillit til þess, sem hann sagði. Hann leit
aftur og sá, að Duncan var skamt á eftir. Það
leyndi sér ekki, að honum var meira en lítið
þungt í skapi. Sá, sem reiði lians kæmi niður
á, mundi ekki eiga sjö dagana sæla. Fjórir
aðrir menn voru rétt skamt á eftir, og margir
þar á eftir. McLean varð dálítið hughægra við
að sjá hve liðmargur hann var, og reið nú sam-
síða Engilráð um stund. Hann spurði hana
nokkrum sinnum hvar þessir þjófar væru, en
fékk ekkert svar. Hún bara hallaði sér áfram
og lét hestinn fara eins hart og liann gat með
nokkru móti komist. Hesturinn tók vafalaust á
öllu, sem hann átti til.
Þegar þau fóru fram hjá húsi Duncans, þá
var kerra Fuglamærinnar þar og Mrs. Duncan
stóð í dyrunum, en Fuglamærin sást livergi.
Engilráð fór vestari skóagrbrautina og menn-
irnir fylgdu henni og þegar hún kom að skógarr
rjóðrinu, voru fjórir menn með henni og tveir
rétt á eftir. Þegar þar var komið stökk hún af
baki, greip skammbyssu úr barmi sér og hélt
inn í rjóðrið. McLean gerði hið sama og gekk
rétt við hlið hennar. En þegar þau komu inn í
rjóðrið, urðu þau bæði meira en lítið liissa.
Þarna stóð Fuglamærin og hélt á skamm-
byssu í hendinni og miðaði henni á þá Jack og
Wessner, sem stóðu þar skamt frá henni með
uppréttar hendur.
Þarna stóð Rauðkollur bundinn við tré og
það var bundið fyrir munninn á honum. Blóðið
rann niður andlit hans úr sári, sem hann hafði
á enninu. Hinir mennimir sáust hvergi. Jack
var sjáanlega bálvondur og lét út úr sér hin
óskaplegustu fáryrði, og þegar þau gættu betur
að, sáu þau að hann hélt að eins vinstri hendinni
á lofti. Hægri höndin hékk særð og máttlaus
KAUPIÐ ÁVALT
LUMBER
Hjá
THE EMPiRE SASH St DOOR CO. LTD.
Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN.
OfTice: 6th Floor, Bank of Hamilton Chambcrs
Hve mikill yrði skaðinn ef eldsvoði
< bœri að höndum?
Eldsábyrgðkostar aðeins lítið en hún er trygging gegn miklu tjóni
Látið oss annast eldsábyrgð yðar.
Peningar til láns gegn fasteignaveði í borginni eða útjaöra borgum með
lægstu fáanlegum rentum.
HOME SECURITIES LIMITED
468 MAIN STREET :: WINNIPEG.
Phone: 23 377 LEO. JOHNSON, Secretary.
Nýjasta og bezta
BRAUÐTEGUNDIN
Búin til með ágcetasta rjómabús
smjöri
Það er smjörið í Bamby brauði, sem gerir það öllu
öðru brauði betra. Hvert einasta brauð í umbúðum.
Kaupið þessa brauðtegund strax í dag! Fæst bjá mat-
vörukaupmanninum. Canada Bread umferðasölum eða
með því að hringja upp 32 017-32018.
Canada Bread Co.
Limited
A. A. RYLEY, Manager Winnipeg
....■"1111
niður með hlið hans og skammbyssa lá rétt við
fætur Rauðkolls. Skammltyssa Wessners var
kyr í belti hans og rétt hjá honum var kylfa
Rauðkolls.
Rauðkollur var eins fölur eins og mest mátti
vera, en angu hans báru þess þó ljósan vott, að
hann var enn ekki húinn að missa kjarkinn. —
McLean gekk fram fyrir Fuglamærina og kall-
aði: “Haldið þér þeim enn í eina mínútu.”
Hann greip skammbyssuna úr belti Wessn-
ers og beygði sig eftir skammbyssn Jacks.
Engilráð fór umsvifalaust þangað sem Rauð-
kollur var bundinn og leysti frá munninnm á
honum og svo kaðalinn, sem hann var bundinn
með. Henni gekk það dálítið erfitt, en það
liepnaðist samt, og hún fleygði kaðlinum þang-
að sem McLean var. Nú komu mennirnir hver »
af öðrum og Duncan gekkj beint að Wessner
og tók hann höndum. Þegar Rauðkollur var
orðinn laus, rétti Engilráð honum báðar hend-
ifrnar og dró hann að sér. Jack sá það, og
blótaði afskaplega. Rauðkollur gat ómögulega
stilt sig um að gefa honum auga og það leyndi
sér ekki, að það var dálítill sigurglampi í angna-
ráðinu.
Fuglamærin hljóp til þeirra, og kallaði
jafnframt til piltanna að sækja vatn og brjóta
upp skápinn og ná þar sára umbúðunum. — »
McLean var nú húinn að binda Wessner, en þá
kallaði einhver að Jack væri horfinn og hann
var frár1 á fæti og allir vissu, að hann mundi
fljótt bera undan. Fóru því flestir mennirnir
að elta hann.
Fleiri menn komn nú að, og þeir vorn send-
ir til að svipast eftir þeim, sam farið hafði með
tréð. Hann hafði haft nægan tíma til að kom-
ast lit úr skóginum og inn á alfaraveginn, og
þaðan gat hann aftur farið í eina áttina eða
aðra. Þarna var mikil umferð og margir á ferð
með viðaræki, og þeir gátu ekki þekt þennan
mann frá öðrum, sem þarna vorn á ferðinni.
Þeir hættu því þessari leit og gengu í lið með
hinum, sem voru að reyna að hafa upp á Jaek,
enda þótti þeim meiri veigur í því.