Lögberg - 08.11.1928, Qupperneq 4
Bls. 4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. NÓVEMBER 1928.
Joigberg
Gefið út Kvern Fimtudag af Tbe Col-
umbia Press Ltd., Cor. Sargent Ave. &
Toronto Str., Winnipeg, Man.
Tainiinart N-6S27 og N-6328
Einar P. Jónsson, Editor
(jtanáskrih til blaSsina:
THI C01UMSI<\ PRESS, Ltd., Bo* 317t, Winnipeg. Man-
Utanáakrih ritatjórana:
IDtTOR LOCBtRC, Box 3171 Winnipeg, Man.
Verí $3.00 um árið. Borgist fyrirfram
The "Lögberg” ia prlnted and publlahed by
? The Oolumblt. hrees, Utmitei, in the ColuBnbie
| t nuiMinc, SitS Sargent Ave-, Wlnnlpeg, Manltobe.
■JÍÍÍJÍÍÍ5ÍÍÍÍÍ5ÍÍJÍÍÍÍÍÍÍÍ5ÍÍ5ÍÍ5Í5ÍJÍÍ4ÍÍ5Í5ÍÍ5Í5ÍÍÍÍ5Í5ÍÍ1
Þakkarhátíðin.
Sá hefir siður viðgengist í álfu hér, að halda
almenna þakkarhátíS í kirkjum landsins, að
loknum uppskeruönjium. Verður þessi hin
næ.sta haldin á mánudagskveldið þann 12. yfir-
standandi mánaðar.
Ekki er hátíS þessi íslepzk að uppruna, en
vera mun hún nú orðin óaðskiljanlegur hluti
vors ve.stræna lífs.
AS þessu sinni, engu síður en að undan-
förnu, er að sjálfsögðu margs að minnast og
margt þaS, er þa'kka ber. SumariS nýliðna,
mátti yfirleitt hagstætt teljast, þótt nokkuð
vrði uppskeran misjöfn, sem óumflýjanlegt er
í jafn víSlendu veldi, AfurSir landsins voru
yarleitt fevkilega miklar og verðlag gott.
HeiLsufar almennings hefir í flestu tilliti verið
gott, að undanteknum nokkrum heimilum, þar
sem unglingaplágan stakk sér niður, og sorgin
drap á dvr. Yfir höfuð má segja, að á nýliðnu
sumri hafi jafnvel, verið bjartara yfir hinu
canadiska þjóðlífi, en nokkru sinni fyr.
A sviði atvinnu og iSnaðarmálanna, hefir
verið bjartara umhorfs, en um langt undan-
gengið skeið, verkföll fá, og þeim flestum ráðiS
skjótt til lykta, með gagnkvæmum, samúðar-
ríkum skilningi allra aðilja. Má því svo að orði
kveða, að hið canadiska þjóðfélag hafi notið
ótruflað ávaxtanna af iðju sinni. InnbvrSis
befir þjóðin búið í friSi að sínu, og ,út á viS
hefir lnin til muna aukið álit sitt og traust, fyr-
ir viturlega framkomu erindsreka hennar á ný-
lega afstöðnu þingi ÞjóShandalagsins.
Vér liöfum veriS alin við brjóst friSaðs
þjóðfélags, og fyrir það, ber oss ekki livað sízt
að þakka.
Aukinn ferðamannastraumur.
Af nýprentuðum skýrslum tekjumálaráðu-
nevtisins í Ottawa, má það glögglega sjá, að
ferSamannastraumurinn til Canada frá Banda-
ríkjunum, hefir verið meiri í ár, en nokkru sinni
fyr. LeiSa s'kýrslur þessar það í ljós, að fram
til júnímánaðar loka, komu inn í landiS 1,028,427
bílar, hlaðnir ferðaifólki, frá nágrannaþjóð
vorri sunnan landamæranna. Þó er fullyrt, að
hér sé ekki um að ræða nema svo sem fjórða
hluta af öllum þeim ferðamanna sæg, er hingað
hefir streymt ú ári því, sem nú er að líða.
Mestur hefir straumurinn verið til Ontario,
næst kemur Quebec, en Manitobafylki verður
það þriðja í röðinni.
Hinn stór-aukna ferðamanna straum hing-
að til lands, má að miklu leyti þakka bættum
bílvegum, sem og greiðari afgreiðslu við landa-
mærin, hvað tollskoðun viðvíkur, og ýmsu
fleiru. Hdfir sambandsstjórn vor gert til þess'
mikið og margt, að greiða fyrir ferðamanna
straumnum inn í landið. Geta ferðamenn að
sunnan nú ekið bílum sínum inn yfir canadisk
landamæri, án þess að nokkrar verulegar höml-
ur séu í vegi. Hefir innanríkisráðuneytið í
Ottawa, ásamt tekjumála ráðunevtinu, fvrir
skömmu gefið út bækling, er nefnist: “How to
enter Canada”,Tneð það fyrir augum, að greiða
götu íerðamanna, eins og framast má verða.
Sökum landfræðilegrar afstöðu, og ágætra bfl-
vega, aukmargs annars, hefir Ontario-fylki sér- -
staklega dregið að sér athyglf ferðamanna.
Fyrir fjórum árum, eða því sem næst, var áætl-
að, að tala þeirra bíla, er einstaklingar í Banda-
ríkjunum áttu, til skemtiferða og annara per-
sónulegra afnota, hefði numið um fjórtán milj-
ónum. Af tölu jæssari, voru 6,680,000 hflar í
notkun í þeim ríkjum, er liggja að vötnunum
iniklu, en 7,370,000, er liggja að landamærum
Canada.
Xix f ár er gizkað á, að tala bíla þeirra í
Bandaríkjunum, sem í notkun eru, nemi um
tuttugu og þreniur miljoiium. I þeim ríkjum, er
að lamlamærum Ontariofylkis liggja, svo sem
Xew York, Pennsylvania, Ohio og Michigan
befii tölu fólksflutningabíla fjölgað g'eysi mik-
ið, og þess vegna er það ekki nema eðlilegt,
að það fvlkið hagnist einna mest af ferða-
mannastraumnum.
Fvrir fjórum árum taldist mönnum svo til
að sunnan landamæranna hefðu þá verið þrjár
miljónir bfla í eigi meiri ifjarlícgð en það að
auðveldlega hd^ði mátt ná til Montreal á einum
degi, og f jórar miijónir í sn'paðri fjarlægð við
Xiagarafossana í Ontario. Vafalaust er þó
bdatalan orð'.n langt um hærri nú.
Xefnd sú, er yfirumsjón hefir með skemti-
gorðum^ fylkjasambandsins canadiska, hefir
með skýrslum leitt þá .staðreynd í Ijós, að árið
1923, eyddu amerískir ferðamenn, eitt hundr-
að þrjátíu og- sex miljónum dala í Canada. A-f
þeirri upphæð féllu íbúum Ontariofylkis þrjá-
tíu miljónir í skaut. Samk\Tæmt skýrslu verzl-
unar-ráðuneytis Bandaríkjanna fyrir árið 1927,
eyddu amerískir ferðamenn tvö hundruð og sex
miljónum dala hér f landi, nm leið og can-
adiskir ferðamemueyddu á sama tímabili fim-
tíu, og einni miljón sunnan landamæranna.
Geta má og þess, að canadiskum skýrslum ber
hvergi nærri saman við Bandaríkjaskýrslur í
þessu efni. Því að því er canadiskum stjórn-
arvöldum segist ifrá, þá eyddu amerískir ferða-
menn hér í landi, árið 1927, tvö liundruð sjötíu
og fimm miljónum dala, eða sextíu og fimm
miljónum meira, en verzlunarráðuneyti Banda-
ríkjaþjóðarinnar lætur í ljós. *
Ganga mun mega út frá því, sem gefnu,
að nú í ár, verði upphæð sú, er amerískir ferða-
menn hafa eytt í Canada, drjúgum hærri, en
nokkru sinni fyr; því bæði er nú það, að bílum
syðra hefir fjölgað til muna, og eins hitt, að
bílvegir hér hafa verið stórkostlega endurbætt-
ir. Það er því um enga smáræðis tekjulind að
ræða fyrir Canada, þar sem hinn aukni ferða-
mannastraumur er.
Oanada er að sumrinu til, forkunnar fagurt
land, margbreytilegt og aðlaðandi. Það er því
sízt að undra, þótt hingað streymi fjöldi fólks
sér til hug-gleði og heilsubótar. Það er skvlda
þjóðarinnar, að taka vel á móti gestum sínum
að sunnan, sem og revnchir öllum öðrum gest-
um, er hingað koma. Það eru þeir, sem til þess
leggja árlega stóran skerf, að halda canadisk-
um bflvegum í lagi, auk þess sem þeir skilja
hér eftir stórkostlegt veltufé.
Kosningar á Newfonndland.
Eins og getið er um á öðrum stað hér í blað-
inu, eru almennar þingkosningar á Xewfound-
land, nýlega um garð gengnar. Lauk þeim með
sigri miklum fyrir frjálslynda flokkinn, undir
forystu Sir Bichards Squires, fyrrum stjórnar-
formanns. Vann flokkur sá tuttugu og fjögur
þingsæti, aif fjörutíu, íhaldsmenn tíu, en sex
óháðir þingmenn náðu kosningu. Hallast þeir
þó allir að sögn, fremur að frjálslynda flokkn-
um. Kvað svo ramt að óförum íhaldsmanna,
að stjórnarformaðurinn sjálfur, Hon. F. C.
Alderdice, rétt með nauminclum hélt sæti sínu í
East St. John kjördæminu.
Kosningar þessar eru að ýmsu levti ein-
kennilegur, og mun hinn mikli. sigur Sir Rich-
ards, koma. ýmsum ærið kynlega fyrir. 1 kosn-
ingunum, sem fram fóru haustið 1924, beið Sir
Richard tilifinnanlegan ósigur. Bar stjórn sú,
er þá tók við völdum; á hann alvarlegar sakir.
fyrir óreiðu í meðferð opinberra mála, er
leiddi til þess, að konunglegri rannsóknarnefnd
var falin ítarleg rannsókn á allri stjórnar-
Starfrækslu Sir Richards. Nefndin komst að
þeiri niðurstöðu, að ekki hefði verið alt með.
'feldu um gerðir stjórnarinnar, og varð það úr,
að ýmsar aðfinslur nefndarinnar voru lagðar
fyrir rétt í ákæruformi. Sir Ricliard, sem ávalt
héfir þótt málafylgjumaður mikill, varði sig í
réttinnm með slíkri fimi, að óklei'ft reyndist að
sanna á hann sakir. Kvað hann ákæurnar allar
tóman heilaspuna, er rót sína ættu að rekja
til pólitiskrar hefnigirni andstæðinga sinna.
Þrátt fvrir það, hvíldi þó um hríð skuggi yfir
nafni lians, sem stjórnmálamanns, og hugðu
víst fæstir um þær mundir, að honum yrði
nokkru sinni afturkomu auðið í pólitiskum
.skilningi. En rejmdin varð alt önnur, eins og
úrslit síðustu kosninga benda svo ljóslega til.
Ilonum heifir nú greinilega tekist, að sannfæra
mikinn meiri hluta samlanda sinna um sak-
leysi sitt, og það reið baggamuninn.
Sir Richard Squires, er sag^ður áliuga og
athafnamaður, langtum meira en alment gerist.
Þvkir því líklegt, að af stjórn lians muni margt
gott leiða fvrir íbúa Xewfouncllands, og það
jafnvel talið víst, að svo mikið muni hann þeg-
ar lært hafa af árekstrinhm, að hann hljóti að
viðhafa meiri gætni í stjórnarstarfrækslunni
að þessu sinni, en í liðinni tíð.
Hon. C. A. Dunning.
Rétt áður en Hon. C. A. Dunning, járnbraut-
armála ráðgjafi' sambandsstjórnarinnar, hélt
heimleiðis frá Lundúnum, flutti hann ræðu í
félagi canadiskra manna þar í borginni, er vak-
ið hefir allmikið umtal, og virðast ýmsir þeirr-
ar skoðunar, að ráðgjafinn hafi verið helzti ör-
látur á lof um þetta land, og ta'kifæri þau, er hér
biðu innflytjenda frá brezku eyjunum, og þá
að sjálfsögðu frá öðrum ríkjum líka. Slíkar
aðfinslur eru allar út í hött.
Mr. Dunning fluttist hingað til lands, ung-
lingur að aldri, gaf sig þegar í bændavinnu, og
veit af reynslunni flestum fremur, þeirra, er til
yngri kynslóðarinnar teljast, hvernig hagarTil
um búnaðarháttu í landi hér. Hann er sjálfur
lifandi tákn þess, hværnig hér má komast á-
fram, sé elju og árvekni beitt. Þessi Lundúna-
ræða Mr. Dunnings, hefir nú verið prentuð orð-
rétt í vikublaðinu, Canada, sem gefið er út í
höfuðborg Bretlands, og ber hún það fyllilega
með sér, að þar er ekkert ofsagt og heldur ekk-
ert agents-skrum á ferðinni. Gefur Mr. Dun-
ning allítarlegt vfirlit vfir hag canadisku þjóð-
arinnar og bendir á það réttiloga, hve ástandið
sé jalfnt og þétt, að breytast til hins betra. ■ Fer
hann ekki dult með þá skoðun sína, að enn sé
hér rúm fyrir miljónir innflytjenda, er vænta
megi góðrar framtíðar fyrir sig og afkomend-
ur sína, sé á annað borð gcngið djarflega til
verks. —
Mr. Dunning er ekki myfkur [ máli. Hann
er stórhöggur og gengur hreiilt til verks. Mun
canadiska þjóðin, sem stendur, ekki eiga mörg-
u m færari mönnum á að skipa, hvort heldur er
innbyrðis, eða út á við, en einmitt honum.
Til ritstjóra Heimskringlu.
Án efa á eg að taka tíl mín vaðalinn í síðustu
Heimskringlu, sem þú nefnir: “Nokkrar athuga-
semdir.” En hvað þú ert að athuga, er víst flestum
ráðgáta. Þú segist hafa gert þig að slettireku fram í
málið, sem eg var að skrifa um, nfl. hver væri rétt-
ur eigandi peninganna, sem íslenzkur almenliingur
var beðinn að gefa Ingólfi Ingólfssyni til styrktar.
Undir vanalegum kringumstæðum hefði þetta ekk;í
þótt stór-flókið mál, þó ofvaxið reynist það þér. Eg
hefði satt að segja sár-vorkent þér, hefðir þú verið
rekinn út i þessa ferð.'svona nestislaus og illa útbú-
inn. En þar sem þú tekur þetta upp hjá sjálfum þér
og býst eflaust við að geta flotið á gorgeirnum, eins
og vant ei\ þá er öðru máli að gegna. Eg var búinn
að færa góð og gild rök fyrir þeirri skoðun minni, að
Ingólfur ætti peningana. Veigamestu sannanirnar
lagðir iþú til sjálfur og það í umboði stjórnarn. Þjóð-
ræknisfélagsins. Þessi rök áttir þú að hrekja, t. d.
með því að sanna að þú hefðir farið með ósannindi
í Heimskr, 31. des. 1924, að almenningur væri beðinn
1 um féð til styrktar hinum sakfelda Ingólfi Ingólfs-
syni.
Eða að sýna fram á, að eg hefði farið rangt með
að einhverju eða öllu leyti. i
Treystir þú þér ekki að gera þetta, áttir þú auð-
vitað, sjálfs þín vegna, að hafa vit á að þegja, og
meira að segja þakka fyrir, þar eð þú varst ekki til
svara krafinn.
Nú segir þú þetta: “Vér álítum, að Ingólfur Ing-
ólfsson haifi aldrei peningana átt.” Óneitanlega
töluverð breyting á fjórum árum. Þessi geigvæn-
legu slagorð: “vér álítum”, eiga nú að taka af skarið
viðvíkjandi eignarréttinum, því annað er ekki fram
borið, skoðun þinni til styrktar.
Jæja þá, herra minn! viltu þá kannast við, að þú
hafir í umboði stjórnarnefndar Þjóðræknisfélagsins
31. desember 1924, beðið almenning um fé til styrkt-
ar Ingólfi Ingólifssyni undir fölsku yfirskyni?
Á fyrstu tilkynningunni, sem almenningi er send,
ibyggist eignarréttur peninganna. iSamkvæmt þeirri
tilkynningu er fólkið beðið um féð, og samkvæmt
þeirri tikynningu er féð gefið. Það eru engin skil-
yrði sett, að eins beðið um féð Ingólfi til styrktar.
Annað hvort hefir þú sagt vísvitandi ósatt 31. des.
1924, að beðið væri um féð Ingólfi til styrktar, eða
þú ferð með vísvitandi ósannindi nú 1928, að þú á-
lítir að Ingólfur hafi aldrei átt peningana. Gleymdu
nú sjálfsálitinu og yfirlætinu um augnablik, og svar-
aðu þessu eins og maður. Ekki verður tekið gilt,
iþó þú þjótir í bræði þinni upp á einhvern öskuhaug-
inn og hendir í allar áttir. Því verður öllu beint að
ásjónu þinni aftur, og verður þá síðari villan verri
hinni fyrri..
Ekkert virðist þú hafa til hrunns að bera i þessu
máli, annað en rangsleitnina gagnvart Ingólfi, mann-
inum, sem iþú varst að biðja almenning að styrkja
fyrir fjórum árum síðan. Það er dálítið annað hljóð
í strokknum þínum núna, heldur en 24. des. 1924; þá
segir þú: “Allir fundarmenn voru einhuga um það,
að ált bæri að gera fyrir þennan óhamingjumann,
sem í mannlegu valdi stæði, til þess að hann mætti
ná fullum rétti sínum.” Þú hefir hlotið að vera einn
af fundarmönnunum, þar sem þú varst skrifari
fundarins.
Nú sýndi eg þér í síðustu grein minni, áð báðir
lögfræðingarnir, sem við mál Ingólfs voru riðnir,
hefðu mælt með, að meira bæri að gera fyrir Ingólf,
en þegar var búið að gera. Þessu þorðir . þú auð-
vitað ekki að svara, frekar en öðru, sem málinu kom
við. Auðvitað hefði afgangur styrktarsjóðsins rén-
að við slíkt tiltæki, um það er ekki að efast. »
Þetta segir þú í Heimskr. 24. des. 1924, meðal
annars: “En nefndin, sem þarna var kosin af öllum
íslendingum, án tillits til þess, hvort þeir væru í
Þjóðr.félagiu eða ekki, treystir því fastlega, að allir
íslendingar í þessari álfu, sem þetta sjá, leggi sinn
skerf, hvert sem hann er mikill eða lítill, til þess að
reyna eftir megni að þvo þann blett af mannorði
hins íslenzka þjóðfiokks í þessari álfu, sem þegar er
á það fallinn með þessum dauðadómi.” — Þetta benti
eg á í síðustu grein minni, að lögfræðingurinn, sem
málið höndlaði, hefði álitið mögulegt, að ^einmitt
þetta væri framkvæmanlegt. En var því hlýtt?
i Ekki mikið.
Meintir þú þá ekkert með þessum orðum?Eða
hélzt þú að það væri ekki ómaksins vert að þvo blett-
inn af mannorði íslenzka þjóðflokksins?
Þú varst maðurinn, sem fyrstur benti á, að nauð-
syn bæri til að “þvo blettinn af mannorðinu“, og ætt-
ir þar af leiðandi að vita manna bezt, hvers vegna
mannorðsbletturinn var ekki þveginn, eða gerð til-
raun til þess, þvert ofan í ráðleggingu lögfræð-
ingsins. Auðvitað hefði afgangur sjóðsins orðið
minni.
Eithvað ert þú að grauta um það einu sinni enn,
að leitað hafi verið mótmæla gefenda sjóðsins, og
enginn maður fundist. Þó heimtaði fimti partur
, alira þeirra, er atkvæði greiddu, nöfn sín bókuð, sem
mótmæli gegn gjörræðinu.
Svona eru allar þínar staðhæfingar óábyggileg-
ar. Þú jetur ofan i þig í.annari setningunni það
sem þú segir í hinni. Ert með öðrum orðum að
reyna að gera þig merkilegan í máli, sem þú botnar
ekkert í. Ætla mætti, að þú vissir þó svo mikið, að
gefendurnir gátu ekki und|r neinum kringumstæð-
um gefið öðrum peningana, sem þeir voru búnir að
gefa Ingólfi, af þeirri einföldu ástæðu, að þeir áttu
ekki peningana eftir að þeir voru búnir að gefa þá.
Hins vegar virðist sanngjarnt að þeir (gefendurnir)
væru kvaddir til ráða með það, hvernig fénu skyldi
varið Ingólfi til handa. Og einnig, ef svo bæri að
höndum, að einhverjir ætluðu að stela fénu af Ing-
ólfi, þá hæri gefendunum fremur en Öðrum að líta
eftir því, þar sem hann er ekki fjár síns ráðandi.
Ein af stór-röksemdum þínum, sem þér finst svo
mikið til um, að þú framsetur hana með breyttu
letri, svo þú sért viss um, að eftir henni verði tekið,
er þessi: “Menn gáfu í sjóðinn til þess að verja sak-
borninginií, en ekki til þess að ala önn fyrir honum,
hvorki í fangelsi né utan þess.”
Þarna hfir þú víst þókst ná þér laglega niðri, því
vanalega nær röksemdafærsla þín ekki lengra en:
“vér álítum”, og svo náttúrlega: Nú, ja, það er jú
o. s.' frv.
Eg hélt satt að segja, að þarna
glytti í svolitla vitglóru í vörn
þinni, og varð eg alveg forviða;
en það reyndist auðvitað þvætt-
ingur hjá þér, eins og alt annað.
—16. janúar 1925 skrifar hr. Gísli
Johnson eftirfylgjandi bréf:
Winnipeg, Man.,
January 16th, 1925.
Hon. Ernest Lapointe,
Minister of Justice,
Ottawa, Ont.
Dear Sir:—
iRe Hans Johnson (Convicted
of Murder at Edmonton, Alta.
1924).
This letter is written by a com-
mittee elected at a. public meeting
of Canadian citizens of Icelandic
birth or descent held in the City
of Winnipeg, in the month of Dec-
ember, 1924. The object of the
meeting in question and the scope
of the duties of this comitee was
to do what is possible at this late
date in the interest of this unfor-
tunate man. Through the efforts
of this committee and hy means of
a fund publicly subscribed by the
Icelandic people in this Country,
representations have already been
made to you which we all hope
will result in the death sentence
in this case being commuted.
In that event we respectfully re-
quest that this prisoner be con-
fined to the Stony Mountain peni-
tentiary on account of this being
near to the place of residence of
all the members of our committee.
It. is our intention to charge our-
selves with the welfare of this
prisoner if his life is saved and
inasmuch as the committee all re-
side at Winnipeg, the convenience
of the prisoner being located at
Stony Mountain penitentiary in-
stead of a more remote place is
obvious.
Trusting that our interCession
will be successful and that you
may be pleased to grant this
further request, we remain,
Yours very respectfully,
Gisli Johnson,
Acting Secretary of Committee.
Lauslega þýtt á íslenzku:
Hon. Ernest Lapointe,
Dómsmálaráðgjafi,
Ottawa , Ont.
Kæri herra:—
Viðvíkjand>i I Hans Jo'hnson,
(sem fundinn hefir verið sek-
ur um morð, í Edmonton,
Alta. 1924).
Þetta bréf er skrifað af nefnd
manna, sem kosnir vora á opinber-
um fundi canadiskra borgara af
íslenzku þjóðerni, er haldinn var
í desembermánuði 1924 í borginni
Winnipeg.
Tilgangur þessa fundar og skyld-
ur nefndarinnar, voru að gera það,
sem hægt væri á elleftu stundu
hinum ógæfusama manni til stuðn-
ings. Fyrir forgöngu nefndarinn-
ar, og með fjárstyrk, sem aflast
hefir í almennum samskotum með-
al íslendinga í þessu landi, hefir
þetta mál verið borið upp fyrir
yður, og ýér væntum þess öll, að
árangurinn verði sá, að dauða-
dómnum fáist breytt.
Og fari svo, að vonir vorar
rætist í þessu efni, þá förum vér
þess á leit við yður, að þessi fangi
verði fluttur til Stony Mourtain,
vegna þess, að það er nálægt heim-
ili allrar nefndarinnar.
Það er ásetningur vor, að annast
um þenna fanga, verði honum gef-
ið líf, og þar eð nefndarmenn eiga
allir heima í Wánnipeg, er það auð-
sætt hversu mjklu hentugra er að
fanginn sé í Stony Mountain fang-
elsinu, en á einhverjum fjarlæg-
ari stað.
í þeirri von, að líknarbeiðni vor
beri góðan árangur, og að yður
megi þóknasÞ að veita þessa síð-
ari bón vora, erum vér,
Yðar með djúpri virðingu,
' Gísli Johnson,
settur skrifari nefndarinnar.
Þannig féll þá þetta stórvígi þitt.
Engin furða, þó þú berir þig borg-
inmannlega og montir af stór-
orustum, þar sem þú virðist ekki
einu sinni grátitlings fær. Sumir
menn eru þannig gerðir, að þeim
finst þeir vita alt, líklega sökum
þess, að þeir hafa einhvern tíma á
lífsleiðinni mætt heimskari mönn-
um en þeir eru sjálfir, því alt get-
ur komið fyrir. En hendi þá sú ó-
gæfa að rjúka að mönnum, sem
þá sjálfsvirðingu hafa, að hlaupa
ekki í opinber blöð með staðhæf-
ingar og slúður, sem þeir á engan
hátt geta staðið við, þá verða þeir
ráðþrota, rjúka í persónulegt
brigzl og dónalegar aðdróttanir,
og fjúka út um holt og hæðir eins
og fiður af fuglshami.
Eina lokleysuna enn í grein
þinni verð eg víst að eltast viðr
Þú segir: “Vér álítum, að Þjóð-
rfeknisfélafið hafi með fullri
heimild lagt afgang /varnarsjóðs-
ins í sinn félagssjóð.”
Hvað er nú á seiði? Hefi eg
nokkurs staðar verið að tala um
félagssjóð? Eða veiztu ekki einu
sinni um hvað er verið að deila?
Eg hefi aldrei minst á félags-
sjóð, en eg hefi talað um bygging-
arsjóð. Svo þsssi “grilla” þín
valdi ekki misskilningj hjá les-
MÝKJANDI MEÐAL við
HÁLS OG BRJÓSTKVILLUM
endunum, skal eg reyna að sýna
fram á, að þarna farir þú rangt
með, eins og annars staðar.
Á sjöunda ársþingi Þjóðræknis-
félagsins, leggur forsetinn, séra
Jónas A. Sigurðson, fram 12 til-
lögur í dagskrármálinui, sem hann
segir að áreiðanlega myndu vekja
nýtt líf og nýjan áhuga meðal ís-
lendinga, austan hafs og vestan.
Og 10. tillagan hljóðar þannig:
“Að leggja nú þegar grundvöll að
veglegu félagsheimili í Winnipeg-
borg, sem miðstöð fyrir íslenzkt
félagslíf, — gesti, íþróttir, lestr-
arsal, bóasafn og bóksölu íslenzkra
bóka og blaða. Tel eg afgangi
þeim af Ingólfssjóði, sem nú er í
vörzlum félagsstjórnar, til einsk-
is betur varið, en að byrja með
honum sjóð fyrir slíka stofnun.”
Samkvæmt þessari bendingu,
var svo Ingólfssjóðurinn tekinnr
sem byrjun að byggingarsjóði fyr-
ir Þjóðr.félagið, eins og eg hefi
áður tekið fram.
Tilraun þinni, sem ritstjóra
Heimskringlu, að sverta mig per-
sónulega, svara eg engu. Það er
sjálfsagt að eins kvittun frá blað-
inu til mín fyrir að hafa keypt
það og borgað í 28 ár. Eg átti
raunar ekki ibetra skilið fyrir þá
“spekúlasjón”.
“Væntanlega” er þér ljúft að
fræða almenning mjög bráðlega
um eftirfarandi atriði:
1. Hvort skrökvaðir þú 31. des-
1924, eða 31. okt. 1928 í sambandi
við Ingólfssjóðinn?
2. Því skrökvaðir þú því, ,að ráð-
stöfun peninganna hefði ekki mætt
neinni mótspyrnu?
3. Hvers vegna skrökvaðir þú
því, að gefendurnir hefðu ekki
ætlað að gera meira fyrir Ingólf,
en aðeins að fiá dauðadómnum
breytt í lifstíðar fangelsisvist?
4. Hvers vegna skrökvaðir þú
því, að peningarnir séu í félags-
sjóði, þar sem þeir eru í bygging-
arsjóði?
“Væntanlega” svarar þú þá
þessum 16 spurningum, sem fyrir
þig hafa verið lagðar. Það er hið
minsta, sem eg get krafist af þér,
áður en þú hleypur á flótta af
“smáspörva skyttiríinu.”
Getir þú þetta ekki, er hætt við
að húsbændur þínir reiðist, því
“oft er þörf en nú er nauðsyn”.
Auðvitað geþur þú látið þann
“smurða“ hjálpa þér aftur, og
bezt að nota hann sem fyrst, áður
en smérið rennur af hpnum.
“Væntanlega spásserar þú þá eina
vikuna enn um stræti Winnipeg-
borgar, sem maðurinn, sem farið
hefir með rakalausan þvætting og
ómengað bull, vingsandi 16 spurn-
ingunum ósvöruðum á stafs-
oddinum.
Jónas Pálsson.
—iLeturberyting gerð af mér.
J. P.
Canada framtíðarlandið
Canada er að verða eitt af
mestu námalöndum heimsins. —
Vestur - Canada hefir lengi verið
viðurkent heimsins mesta korn-
ræktarland og innflytjendur hafa
heyrt mest um þá hlið málsins-
talað. íbúar landsins eru fyrst
nú á nokkrum síðustu árunum
farnir að kynna sér náttúruauð-
legð landsins. • Norður Canada
hefir verið talið óbyggilegt land
og þar af leiðandi gagnslaust
nema fyrir skóginn, sem höggva
mætti. En nú er svo komið, að
legð landsins, að þessi hrjóstrugi
landspartur leggi til meir auð á
ári hverju, innan skamms, heldur
en akrarnir.
Landið kring um Hudsonsfló-
ann er grýtt. Er þar að finna
hin elzta blágrýtis (granite) jarð-
lög. En það er einmitt í þessum
jarðlögum, sem málmar finnast.
Það iblágrýtisbelti nær suður í
Minnesota og í því hafá fundist
þar mestu járnnámur heimsins.
Það er í þessum hluta heimsins,
kringum flóann, sem nú er mest
leitað að málmi. Nýjar námur
eru alt af að finnast, og svo gera
/ f
félögin út menn til að kanna þær
til hlítar og vinna þær, ef útlit
er fyrir því, oð það borgi sig.
Ontario stjórnin er að gera út
tíu hópa jarðfræðinga, til að