Lögberg - 13.12.1928, Page 6
Bb. 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. DESEMiBER 1928
RAUÐKOLLUR
EFTIE
GENE STRATTON-PORTER.
‘ Eg< hefi aldrei þurft að láta mig dreyma um
ást, ” sagði hún. “Eg liefi aldrei annað þekt,
en að láta þér þykja vænt um alla og að öllum
þætti vænt um 'mig. En mér hefir aldrei þótt
eins vænt um neinn eins og Rauðkoll. Við höf-
um kynst töluvert, eins og þér vitið. Eg elska
Rauðkoll, eins og eg hefi sagt ykkur. Eg kann-
ske skilji ekki ást unnustunnar, en eg el’ska
hann af öllu iijarta, og eg held hann verði á-
uægður með það.’
: ,“Hann ætti að verða það,” tautaði læknir-
inu.
McLean ætlaði að taka um liandleggiim á
henni, en hún sá tilræðið og skauzt fram hjá
honum.
“Hvað föður mínum viðvíkur,” sagði hún,
“þá skal eg segja yður, að hann hefir sagt mér
alt, sem þér hafið sagt honum um Rauðkoll. Eg
hefi vikum saman vitað alt um hann, sem þér
vitið. Það hefir ekki dregið íir því hvað yður
þykir \ænt um iiann. Þó lield eg að Fuglamær-
inni þyki eins vænt um hann. Því skvldi ykkur
tveimur falla hann svona vel, en engum öðr-
um! Get eg ekki líka séð, hvað hugaður og trúr
og góður hann er? Get eg ekki líka séð, hve næm-
an fegurðarsmekk hann hefir og hve sál hans
þyrstir eftir því sem göfugt er og fagurt? Þvi
ættuð þið tvö að unna honum af ölum mætti, en
eg alls ekki? Faðir minn er aldrei ósanngjarn.
Hann bannar mér ekki að elska Rauðkoll og
heldur ekki að segja honum það, ef það getur
orðið til að bjarga honum.”
Hún fór inn í herbergi Rauðkolls og lokaði
að sér hurðinni.
XVIII KAPITULI.
Rauðkollur lá í rúminu og gat ekki hrevft
sig enda var svo um hann búið, að hann gat það
ekki. Hann kom strax auga á Engilráð, þegar
hún kom inn í herbergið. Hún gekk léttum
skrefum að rúminu, beigði sig ofan að honum
og horfði á hann mög blíðlega. Hún sá, að hann
var enn veiklulegri en áður, og gekk það henni
mjög til hjarta. Henni virtist hann svo afar-
veiklulegur og eitthvað einmana og vonlaus.
Hún sá atrax, að hann hafði átt afar erfiða
nótt.
Hún revndi nú í fyrsta sinni, að setja sjálfa
sig í Rauðkolls spor. Var það ekki í raun og
veru óttalégt, að eiga enga foreldra, ekkert
heimili og ekkert nafn. Ekkert nafn! Það var
næstum verst af öllu. Það benti svo ótvíræð-
lega á þf^ð, að sá sem þannig var ástatt um, var
eiginlega tapaður, glataður, týndur. Engilráð
strauk hendinni um ennið og hún varð að taka
a>ði nærri sér, að horfast i augu við það, sem
við henni blasti. Hún kraup á kné við rúmið
hans, smeygði annari hendinni undir koddann
og kysti Rauðkoll á ennið. Hann reyndi að
brosa, en við það afmyndaðist hann enn meir.
Henni varð nærri því ofraun að horfa á þessa
hrygðarmynd.
“Góði Rauðkollur minn!” sagði hún. “Það
er eitthv^ð sérstakt, sem þú ert að hugsa um.
Viltu segja mér hvað það er”
“Engilráð,” sagði hann í bænarrómi, “vertu
nú væn. Hugsaðu ofurlítið urii mig. Eg er ó-
sköp þreyttur og mig langar svo mikið til að
losna héðan og komast heim. Gefðu mér nú upp
loforðið, sem eg gaf þér. Lofaðu mér að fara.”
“Því það, Rauðkollur!” sagði Engilráð.
“Þú veizt ekki, hvmð þú ert að biðja um. Láta
þig fara! Það er mér ómögulegt. Mér þykir
vænna um þig, heldur en nokkra aðra mann-
eskju. Eg held þú sért bezti maðurinn, sem eg
hefi nokkurn tíma kynst. Eg hefi hugsað mér
alt um þína framtíð. Eg ætlast til, að þú farir
nú og aflir þér mentunar. Sérstaklega að þú
lærir alt, sem hægt er að læra viðvíkjandi söng-
listinni. Þegar þú ert búinn að því, þá ætla eg
að vera komin í gegn um almenna skólann, og
þá vil eg—” hún hikaði ofurlitla stund—, “þá
vil eg að þú komir til mín og segir mér, að þér
þyki — vænt um mig — dálítið vænt um mig.
Eg hefi frá því eg fyrst kyntist þér, verið að
vona, að þú yrfrir pilturinn minn. Eg get ekki
hætt að hug3a um það, nema þú viljir mig ekki.
En þér þykir vænt um mig, ofurlíitið vænt um
mig, þykir þér það ekki, Rauðkollur miVi?”
Rauðkollur lá hreyfingarlaus og horfði upp
í loftið. Hann var eins náfölur í andliti, eins
og maður getur frekast verið, og hann átti
mjög erfitt um andardráttinn. Hún beið dálítið
eftir svari, en henni virtist hann engu ætla að
svara, þá lagði hún höfuðið á koddann hjá hon-
um og hvíslaði í eyra hans:
“Eg er að reyna að láta þér í ljós ást mína.
Getur þú ekki hjálpað mér ofurlítið? Það er ó-
sköp erfitt að gera þetta einsömul. Eg veit ekki
fyrir víst, hvernig því er varið, en eg veit með
vissu, að eg elska þig, Rauðkollur. Eg get ekki
verið án þín, og nú finst mér það sem eg ætti
að gera næst, sé að kyssa þig.”
Hún kvst; hann og hárið á henni straukst
v ið andlit hans. Svo leit hún í augu hans,
eins og hún hefði orðið fyrir vonbrigðum.
“Rauðkollur! Ráuðkollur!” sagði hún.
mér hefir aldrei dottið í hug, að þú gætir ver-
ið svona kaldur. ”
“Kaldur, Engilráð! Kaldur í þinn garð!”
sagði Rauðkollur með veikum rómi.”
“ Já, það er nú einmitt það sem þú ert. Ef
þér þætti nokkuð vænt um mig, þá mundir þú
kyssa mig aftur, þegar eg kyssi þig. Nú ætla
eg að reyna það aftur, og eg vona þú hjálpir
mér ofurlítið, þú getur það, þó þú sért mikið
veikur. ”
Það var auðséð, að Rauðkollur tók út sár-
ustu þrautir, bæði á sál og líkama.
“Jesús minn!” sagði hann eftir litla stund.
“Þú ert ekki sá eini, sem hefir verið kross-
festur!”
Engilráð tók hendina á honum og lagði hana
á brjóstið á sér. •
“Rauðkollur minn!” sagði hún, og það var
vonleysisblær í rödidnni. “Rauðkollur minn!
Er þetta alt misskilningur? Er það rétt, að
þú kærir þig ekkert um mig?”
Hann tók út meiri kvalir, en með orðum
verður lýst.
“Bíddu við, Engilráð mín,” stundi hann
loksins upp. “Gefðu mér ofurlítinn frest.”
Engilráð reis á fætur. Hún baðaði andlit
hans, lagaði á honum hárið og bar vatnsglas að
vörunum á honum. Henni fanst óra-langur
tími þangað til hann loksins rétti út höndina til
hennar. Hún kraup aftur við rúmið, tók hend-
ina á honum og lagði hana við vanga sinn.
“Segðu mér það nú,” hvíslaði hún í eyra
hans.
“Ef eg get,” sagði Rauðkollur og virtist
taka sér mjög nærri að tala. “Það er bara
þetta. Englarnir koma að%ofan. Úrkast mann-
félaggins að neðan. Þú ert heilþrigð og þú ert
fallegri en allar aðrar. Þú hefir alt, sem föð-
urást og auður geta látið í té. Eg hefi minna en
ekkert og hefi líklega aldrei haft neinn rétt til
að fæðast í þennan heim. Það er áreiðanlegt,
að enginn kærði sig um mig, eftir að eg fæddist,
og þá ekki líklega áður heldur. Þér hefði átt
að vera sagt þetta fyrir löngu.”
“Er þetta alt, sem þú hefir að segja, Rauð-
kollur?” sagði Engilráð. “Eg er búin að vita
]>etta lengi. McLean sagði föður mínum þetta,
og hann sagði mér. Eg elska þig bara enn
meira, til að bæta þér upp það sem þú hefir
tapað.”
“Nú skil eg þig £kki, Engilráð,” sagði
Rauðkollur., “Getur þú ekki séð, að þó þú sjálf
viljir eiga mig, og þó faðir þinn vildi gefa það
eftir, þá mætti eg ekki láta mér detta í hug, að
þú yrðir nokkurn tíma konan mín. Foreldrar
mínir hafa líklega vérið ósáttir út af mér, rifist
yfir mér, höggvið af mér hendina og borið mig
út til að deyja, og ekki eftirskilið mér svo mikið
s6m nafn sitt, svo eg á engan rétt á neinu. —
Þegar eg var lftill, þá ætlaði eg alt af að finna
föður minn og móður mína, þegar eg væri orð-
inn stór. Nú veit eg, að móðir mín hefir yfir-
gefið mig og faðir minn hefir kannske verið
þjófur og sjálfsagt lygari. Hvað eg hefi átt
bágt og verið einmana, hefir gengið þér til
hjarta. ’Góða Engilráð, en þú mátt ekki láta
það leiða þig afvega. Jafnvel þó þú getir gleymt
því, að eg hafi ekkert nafn til að gefa þér, þá er
samt líklegast að misgerðir minna foreldra
kæmu niður á þér. Eg var vanur að biðja alt- '
af, kvelds og morguns, og oft á daginn líka, að
eg fengi að sjá móður mína. Nú langar mig
bara til að mega deyja sem fyrst, og þurfa ekki
að eiga á hættu að sjá liana. Nei,. þetta er með
engu móti mögulegt, Engílráð? Tilfinningar
þínar villa þér sjónar. Vertu nú miskunnsöm,
kystu m:g, einu sinni enn og lofaðu mér svo að
fara. ”
“Nei,” sagði Enfilráð með töluverðum á-
kafa. “Það kemur ekki til nokkurra mála, ef þú
hefir ekki aðrar ástæður fram að færa, en þess-
ar. Misskilningurinn er í þínu eigin höfði, en
eg skil alveg hvernig á þessu stendur. Þú hefir
verið mestan hluta æfinnar á þessu barnaheim-
ili og séð þar börn á hverjum degi, sem foreldr-
arnir hafa vanrækt og yfirgefið, og svo hefir þú
haldið, að þínir foreldrar hljóti að 'hafa gert
það sama; en það er engan veginn eina ástæðan
t;l þess að börnin verði munaðarlaus, og það er
miklu líklegra, að það sé einhver önnur ástæða
hvað þig snertir. Hingað koma þúsundir af
ungum hjónum, sem enga ættingja og enga vini
eiga hér í þessu landi. Chicago er stór og við-
sjárverð borg og hér getur það hæglega komið
fyrir, að foreldrarnir hverfi alt í einu og eng-
inn lifandi maður viti hverjum börnin þeirra
tilheyra, þegar þau finnast einhvers staðar
munaðarlaus. Þegar faðir minn sagði mér,
hvernig þér liði út af þessu, þá fór eg að velta
því fyrir mér, og hefi komist að þeirri niður-
stöðu, að þú hljótir að hafa algerlega rangt
fyrir þér. Eg ætlaði að biðja pabba eða Fugla-
mærina að tala um þetta við þig áður en þú fær-
ir á skóiann, en eins og nú er komið, þá er bezt
að eg geri það sjálf. Þetta er alveg skifjan-
legt.
Hún grúfði andlitið niður í koddann ofur-
litla stund, og þegar hún leit upp aftur var hún
miklu glaðlegri og öruggari.
“Xú veit eg alveg, hvernig eg get sannfært
þig um þetta, ” sagði hún. “Það er alveg ljóst
fyrir mér. Hugsaðu um það, sem þú sást og
reyndir, meðan ]>ú varst skógarvörður. Eplið
fellur ekki langt írá eikinni og dúfan kemur
ekki úr hrafnsegginu. Þistlarnir spretta af
þistlum og liljurnar af liljum. Þú hlýtur að sjá
þetta, Rauðkollur. I*ú ert sjálfur ’lilja, alvég
ómenguð, og þú getur ekki hafa sprotti’ð upp af
illgresinu.”
“Hvaðan fékst þú hugrekkið” sagði hún
eftir stundarþögn, “hugrekkið til að fara inn í
Limberlost skógana og ganga móti öllum þeim
hættum, sem þar mættu þér. Þú hlýtur að hafa
erft það frá hugrökkum föður. Hvaðan kom
þér þolgæði tll að haldast þarna við í meir en
heilt ár, þar sem fáir aðrir menn mundu hafa
látið sér detta í hug að reyna að vera? Þú
hlýtur að hafa það frá þolgóðri og stöðug-
lyndri móður. Þú barðist við mann, sem var
nærri helmingi stærri en þú, bara af því hann
gaf í skyn, að þú værir ekki ráðvandur. Gæti
það skeð, að faðir þinn eða móðir þín hefðu
verið óráðvönd? Þig hungrar og þyrstir eftir
kærleika. Hvaðan fékstu þessa hæfileika til
að elska? Ekki frá foreldrum, sem viljandi
vanræktu þig og voru svo harðbrjósta, að þau
limlestu þig og skildu þig svo eftir í reiðileysi,
það er áreiðanlegt. Þú hefir stundum hætt lífi
þínu í skógunum til að hjálpa dýrum eða fugl-
um, sem voru í einhverri hættu, og samt getur
þú látið þér detta í hug, að þú hafir átt móður
svo illa innrætta, að hún l'.mlesti þig. Þetta
er óhæfa, Rauðkollur. Þú mátt ekki láta þér
detta annað eins og þetta í hug.”
Engilráð tók handlegginn, sem höndina
vantaði á, bretti upp erminni og kysti á stúfinn.
“Vaknaðu, Rauðkollur,” sagði hún og var
nokkur ákafi í röddinni, og hún næstum hristi
liann. “Gættu skynsemi þinnar. Hugsaðu eins
og maður með fuílu viti. Þú hefir gert þér
rangar húgmyndir um þetta, af því ]>ú hefir yilt
af verið einmana og engan haft til að leiðbeina
iþér. Þetta er alt eins augljóst eins og. verið
getur, og þú verður að sjá það. Þú hlýtur að
líkjast þeim, sem þú ert af kominn. Og eg er
ekki í nokkrum vafa um það, að foreldrar þínir
hafa verið góðar manneskjur. Það getur ekki
öðruvísi veri. Og ef þú vilt fá frekari sannan-
ir, þá hefi eg'þær. McLean segir, að það komi
aldrei fyrir, að þú hagir þér öðru yísi en kurt-
eislega. Hann segir, að þú sért sá prúðasti
maður, sem hann hafi hokkurn tíma þekt, og
hann hefir ferðast svo að segja um öll lönd.
Hvernig stendur á því, Rauðkollur? Þér var
ekki kent það á barnaheimilinu. Ótal mönnum
yrði aldrei kent það, hvernig sem farið væri að,
svo þú hlýtur að hafa tekið ]>að í arf frá þínum
foreldrum. Þínir forfeður liljóta að hafa verið
prúðmenni mann fram af manni. Það getur
ómögulega annað verið.
“Þá er þessi fyrirtaks söngrödd, sem þú
hefir. Eg held enginn maður hafi fallegri rödd
lieldur en þú, eða eigi hægra með að svngja.
Þetta er þér gefið af náttúrunnar liendi, því sú
litla tilsögn, sem þú hefir fengið, er ekki mikils
virði. Það er einhver fyrrtaks söngmaður eða
söngkona einhvers staðar í ætt þinni, ekki
langt frá þér. Við höfum oft talað um það og
trúum því öll.
“Hvernig stendur á því, að faðir minn vitn-
ar altaf í þig, sem mann, er sé öðrum mönnum
heiðarlegri og vandaðri að virðingu sinni? Það
er vegna þess, að þú ert það. Hvernig stendur
á, að Fuglamærin yfirgefur sitt verk og er hér
til að hjálpa ^il að líta eftir þér? Ug veit ekki
til, að hún hafi gert það áður vegna nokkurs
annars. Það er af því henni þykir vænt um
])ig. Og hvers vegna er McLean hér hjá þér
og lætur aðra menn líta eftir öllu sínu mikla
verki og viðskiftum? Og það er engu líkara, en
hann beinlínis sækist eftir því, að eyða sem
allra mestum peningum vegna þín. Faðir minn
segir, að McLean haldi vanalega alveg eins fast
um dalina, eins og Skotar vanalega gera. Hann
er reglulegur fésýslumaður og hann gerir þetta
vegna þess, að hann álítur að þeim peningum sé
vel varið, sem kostað er til þín. Þú ent okkur
meira virði, heldur en við getum öll til samans
fyrir þig gert, góði vinur minn. Heyrðu, Rauð-
kollur minn! Ertu að hlutsa á mig? Viltu ekki
skilja þetta? Trúirðu mér ekki,”
“Góða Engilráð mín,” sagði Rauðkollur með
mjög veikum rómi. “Er þér virkilega alvara?
Gctur þetta verið?”
“Auðvitað getur það verið,” sagði Engil-
ráð. “Það getur ekki verið öðruvísi.”
“En þú getur ekki sannað þetta,” sagði
Rauðkollur, “og það gefur mér ekki nafn eða
nein mannréttindi.” i
“Heýrðu, Rauðkollur!” sagði Engilráð al-
varlega, “þú ert ósanngjarn. Eg hefi sannað
þér hvert orð, sem eg hefi sagt. Alt sannar að
þetta sé satt. Hlustaðu nú á mig: Setjum svo
að eg geti bókstaflega sannað þér, hverjir eru
foreldrar þínir og að móðir þín hafi elskað þig,
vilt þú þá lofa mér því, að gera alt sem þú
jnögulega getur til þess, ékki að eins að lifa,
heldur lika að láta þér batna sem allra fyrst? ”
Það var eins og glaðnaði alt í einu yfir
Rauðkoll og augun urðu miklu bjartari og
skærari.
“Ef eg aðeins vissi, að þetta væri alt rétt,”
sagði hann, “þá gæti ekki stærsta tréð í Lim-
berlost skógunum gert út af við mig, þó það
félli ofan á mig.”
“Þú tekur þá bara til óspiltra málanrta nú
strax,”sagði Engilráð. “ Og áður en dagurmn
er liðinn, get eg sannað þér að minsta kosti
eitt: Eg get hæglega sýnt þér, hvað mikið
móðir þín elskaði þig. Það er byrjunin. liitt
kemur á eftir. Fyrst faðir minn og McLean
eru svo ákafir að eyða peningum sínum þín
vegna, þá skal eg gefa þeim tækifæri til þess.
Eg eiginlega sé ekki hvernig á því stendur, að
það sem eg hefi í huga, hefir ekki verið gert fvr-
ir löngu. Við erum öll svo ósköp eigingjörn.
Okkur hefir sjálfum liðið vel og lítið gætt þess
hvað hitt fólkið í kringum okkur hefir orðið að
líða. Við höfum ekki skilið, hvað bú hefir
liðið. Nú ætla eg að fá bezta leynilögreglu-
mann, sem til er í Chicago, til að komast eftir
þessu, og eg ætla að hjálpa honum. Þetta er
ekkert. í samanburði við ýmislegt annað, sem
menn komast eftir nú á dögum. Við göngum
að þessu með oddi og egg. og við skulum sýna
þér hvað við getum gert.”
Rauðkollur tók í ermina hennar.
“Móðir mín, Engilráð! Móðir mín!” stundi
hann upp með veikum burðum. “Sagðirðu. að
þú gætir komist að því strax í dag, hvort móðir ,
mín hefði elskað mig? Hvernig getur þú það,
Engilráð? Það gerir minna til um alt annað,
bara að móðir mín hafi ekki gert þetta ”
“Þú getur verið alveg rólegur,” sasrði hún.
“Móðir þín gerði þetta áreiðanlega ekki. Þú
getur ekki liafa átt móður, sem gerði nokkuð
KAUPIÐ ÁVALT
LUMBER
hjá
THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTO.
Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN.
Offtce: 6th Floor, Bank of HamiltonChamber*
DKEWftYS
OLD TAVERN
ALB
Be-t viðeigandi drykkur um há-
tíðirnar, hreinn og hressandi,
þrunginn af lífi og ánægju.
Gleðileg Jól!
þessu líkt. Eg skal strax byrja á að afla mér
sannana fyrir því. Það fyrsta, sem eg geri, er
að heimsækja barnaheimilið, og fá að sjá barna-
fötin, sem þú varst í, þegar þú komst þangað.
Eg veit vel, að það er ætlast til, að heimilið
geymi slíka hluti vandlega. Sástu þessi föt
nokkurn tíma, Rauðkollur?”
“Já,” svaraði hann.
“Voru þau hvít?” spurði hún og var mjög
áhugasöm.
“Þau hafa kannske verið það einhvern tíma.
Nú eru þau orðin gulleit og það er eins og blóð-
blettir séu á þeim,” sagði Rauðkollur, og það
brá fyrir gremjusvip á andliti hans. “Það er
ómögulegt að ráða neitt af þeim.”
“Jú, það er nú einmitt það sem eg get,”
sagði Engilráð. “A þeim get eg séð, hvers kon-
ar fataefni það var, sem móðir þín hafði ráð á
að kaupa, og eg get gert mér grein fyrir smekk
hennar á því, hvemig þau eru gerð. Eg get
líka séð, hvað mikið hún hefir elskað þig, á því,
hvað vandlega hún hefir gengið frá þeim.”
“Hvernig getur þú þetta?” spurði Rauð-
kollur, “segðu mér hvernig þú getur það.”
“Það er þægðarleikur,” sagði Engilráð.
“Eg liélt þú mundir skilja það. Fólk, sem hef-
ir nokkur ráð, reynir æfinlega að klæða börnin
sín í hvít og falleg barnaföt. Eg þekki unga
konu í nágrenni við okkur, sem tók giftingar-
kjólinn sinn og bjó til úr honum föt handa barn-
inu sínu. Konum, sem þykir verulega vænt um
börnin sín, kaupa ekki ómerkileg tilbúin föt
handa þeim, eða ódýrt fataefni og kasta svo til
þess höndunum að sauma fötin úr því. Þær
kaupa ]>vert á móti eins gott efni eins og þær
geta, og þær vanda sig dæmalaust mikið að
sauma þetta og ganga senl bezt frá öllu. Þeg-
ar þær eru að þessu, þá er gleðisvipurinn svo
auðsær á andlitrim þeirra og gleðin skín út úr
augum 'þeirra. Eg er alveg viss um, að þessi
barnaföt bera einhver ljós merki ástar og við
kvæmni.”
Rauðkollur varð ofurlítið glaðlegri og það
var eins og nýtt líf færðist í hann. Honum var
vafalaust að aukast styrkur, því hann tók fast-
ara en áður um handlegginn á henni.
“Engilráð mín! Yiltu fara núna strax?
Viltu reyna að vera fljót?” sagði Rauðkollur
og var eins og honum fyndist nú alt vera undir
því komið, að þetta gengi nú alt sem allra
fvrst fyrir sig.
“Eg fer nú undir eins og eg læt ekkert aftra
mér. Eg skal flýta mér eins og eg mögulega
get,” sagði Engilráð.
Hún sléttáði koddann og lagaði um höfuðið
á honum, leit enn einu sinn í augú hans og fór
svo út úr herberginu.
‘ Utan við dyrnar biðu hennar þeir McLean
og læknirinn, töluvert óþolinmóðir, og þegar
hún kom út lagði McLean höndina á öxlina á
henni. '
“Engilráð, hvað hafið þér gert?” sagði
hann alvarlega.
Hún brosti til hans ofur góðlátlega.
“Hvað hefi eg gert?” endurtók Engilráð.
“Eg hefi verið að reyna að bjarga Rauðkoll.”
“Hvað haldið þér að faðir yðar segi?”
sagði hann.
“Eg held,” sagði Engilráð, “að það sem
Rauðkollur sagði, sé nærri sönnu. ’ ’
“Rauðkollur,” sagði MoLean, “hvað sagði
hann?”