Lögberg


Lögberg - 24.01.1929, Qupperneq 1

Lögberg - 24.01.1929, Qupperneq 1
PHONE: 86 311 iðb PHONE: 86 311 Seven Lines 42. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 24. JAMJAR 1929 NUMER 4 Canada i i Theodore Arthur Burrows, fylk-; isstjóri í Manitoba, andaðist á Al-! menna spítalanum í (Winnipeg-, á! föstudaginn, hinn 18. þ. m., kl.: 11.16 að kveldinu. Viku áður var j gerður á honum holskurður við botnlangaveiki. Hepnaðist upp- skurðurinn vel og fylkisstjórinn var á góðum batavegi alt þangað til á fostudagskveldið, og bar dauða hans því mjög óvænt að og snögglega, og var hans eigin fjöl- skylda ekki einu sinni viðstödd, þegar hann lézt. Mr. Burrows var á sjötugasta og öðru árinu, þegar hánn lézt, fæddur 15. ágúst 1857 í Ottawa.— Til Winnipeg kom hann 18 ára gamall, lauk hér mentaskólanámi og lagði stund á lögfræði um tíma, en hvarf frá því og gaf sig ávalt síðan að iðnaðar og viðskiftamál- um. Hepnaðst honum það mjög vel og var hann talnn maður auð- ugur. Mr. Burrows var jafnan áhuga- samur um stjórnmál; um tólf ára skeið var hann fylkisþingmaður í Manitoba og í fjögur ár átti hann sæti á sambandsþinginu í Ottawa. Ýmsum fleirum opinberum stöð- um gegndi hann fyr og síðar og 8. öktóber 1926 var hann skipaður fylkisstjóri í Manitoba og var hann sá tólfti í röðinni. Fyrsti fylkisstjóri í Manitobafylki var skipaður 20. maí 1870. Er þetta í fyrsta sinn, sem fylksstjóri Mani- toba deyr, meðan hann gegnir því embætti. Mr. Burrows naut jafnan mikils trausts og álits og þótti í hví- vetna hinn merkasti maður. Jarðarförin fór fram á þriðju- daginn undir umsjón hins opin- bera og með mikilli viðhöfn. * * * Fylkisstjórnin í Manitoba hefir keypt 506 ekrur af landi rétt vest- an við 'Headingly, til að byggja þar nýtt fangahús. Fyrir land- spildu þessa, sem liggur milli Portage Avenue og Assiniboine árinnar, borgar stjórnin $25,000, eða $50 fyrir ekruna. Byrjað verður að byggja þarna nýtt fangahús strax í vor og er búist við, að það verði fullgert að hausti, svo flytja megi þá fang- ana úr gamla fangelsinu á Kenne- dy stræti, sem bygt var 1882 og endurbætt 1912. Það tekur aðeins 126 fanga og hefir verið alveg fult síðustu tvö árin. Seinasta þing veitti $300,000 til að kaupa land og byggja nýtt fangahús, og held- ur dómsmáalráðherrann, að það fé muni verða nóg. Þessi stóra landspilda er öll vel fallip til ræktunar og er ætlast til að fang- arnir vinni þar að jaðrrækt og öðru, sem að búskap Iýtur. Hef- ir stjórnin að vísu fanga búgarð nú, en landið þykir illafallið til ræktunar og verður hann nú vænt- anlega lagður niður. * * * Sakamál eitt meiriháttar hefir staðið yfir í Winnipeg nú í meir en tvo mánuði og réttarhald fram fara svo að segja daglega síðan 13. nóvember, Er málið þannig vaxið, að bræður tveir, W. T. og F. H. Alexander, voru sakaðir um fjársvik, falsaðar skýrslur og falsaða bókfærslu, í sambandi við félögin: Great West Permanent Loan Co., Imperial Trust Co., og Canadian National Fire Insuarnce Co., sem þessir bræður voru ráðs- menn fyrir í allmörg ár. Rétt- vísin sótti málið á hendur þeim, en sjálfir fengu þeir mikilhæfa lög- menn til að verja sig. Eitt af því sem borið var á menn þessa, var það, að síðan 1912 hefði farið að forgörðum hjá þeim $4,800,000 af peningum fyrnefndra félaga, þó ekki þar með sagt, að það hafi alt tapast fyrir óráðvendni rááðs- mannana. Réttarhaldinu var lokið seint á miðvikudaginn í vikunni sem leið og höfðu fjórir síðustu dagarnir gengið í ræðuhöld, því lögmenn- irnir frá báðum hliðum og dóm- arinn, tóku allan þann tíma til að skýra málið fyrir kviðdómendun- um. Kl. 5.45 á miðvikudaginn settust kviðdómendurnir á rök- stólana og sátu yfir málinu alla nóttina og þangað til kl. 11.15 á fimtudagsmorguninn. Höfðu þeir þá allir komist að þeirri niður- stöðu, að hinir ákærðu menn væru sekir um alt það, sem þeir væru kærðir fyrir. Verjendur málsins kölluðu að- eins 8 vitni, en sækjendur 174 vitni, sem komu að heita mátti frá öllum hlutum Canada. Á föstudagsmorguninn kvað Kilgour dómari, dóm upp í málinu, og er hann þannig, að W. T. Alex- ander er dæmdur í þriggja ára fangelsi og F. H. Alexander í tveggja ára fangelsi í Stony Mountain. Ef til vill verður málinu áfrýj- að til hærri réttar. * * * í fimtíu og tvö ár segir Mathe- son erkibiskup að um það hafi ver- ið “rætt og rifist”, hvar háskóli Manitobafylkis ætt-i að standa, þegar hann yrði bygður, sem er ó- gert enn, því eins og kunnugt er, á háskólinn engar varanlegar og sæmilegar háskólabyggingar. Það er enn verið að bollaleggja um það hvar háskólabyggingarnar eigi að vera. Það kemur víst öllum sam- an um, að þær eigi að vera í Win- nipeg, eða grendinni, en hvar í Winnipeg, eða hvar í grendinni, er enn óráðið. Lengi hefir verið talað um Tuxedo, vestan við borg- ina sunnanverða. Þá um St. Vital í grend við búnaðarskólann, og nú upp á síðkastið er mikið um það talað, að byggja háskólann inni í miðjum bænum, einmitt þar sem þær byggingar eru, sem nú er not- ast við, en sem öllum virðist koma saman um að séu óhæfilegar og óamboðnar þriðja stærsta háskól- anum í Canada. Talið er víst, að nú geti ekki liðið á löngu, þar til ákveðið verði hvar skólinn á að vera og hafist verði handa að koma upp varanlegum og sæmi- legum byggingum. * * * Hinn 17. þ.m. vildi það hræði- lega slys til í grend við Arden, Man., að íbúðarhús brann til kaldra kola og inni brunnu tvö stúlkubörn, May sex ára og Lucy tveggja ára. Voru þær dætur hjónanna, sem í húsinu bjuggu, Mr. og Mrs. Alex. Wersuk. Þetta var um miðjan dag, og var mað- urinn úti við vinnu, og konan fór út að sækja vatn, en börnin voru bæði sofandi. Þegar konan kom aftur, stóð húsið í björtu báli og varð við ekkert ráðið og engu bjargað. * * * í vikunni sem leið vildi það slys til, að strætisvagn, sem kom norð- an Aðalstrætið í Winnipeg, bilaði eitthvað þegar hann var að fara ofan í göngin vestan við C. P. R. járnbrautarstöðina, og fór vagn- inn út af sporinu og rakst á eina stoðina, sem heldur uppi þakinu yfir ganginum og brotnaði vagn- inn almikið. Það var ekki margt fólk í vagninum, þegar þetta kom fyrir, en níu af þeim, sem þar voru, meiddust meira og minna, en þó enginn hættulega, og þótti það merkilegt, sérstaklega með manninn, sem vagninum stýrði, {iví hann kastaðist út úr honum anga leið. Mun nú flest, eða alt, þetta fólk nokkurn veginn jafn- gott eftir þau meiðsl, sem það varð fyrir. á ferðum., Fór hann því á fætur þó veikur væri, tók ljós í hönd og fór út til að gá að hvað um væri að vetra. Var þá eins og hann grunaði, að skriða mikil hafði fallið yfir brautina og gert hana með öllu ófæra. Veifaði hann nú ljósinu í kring um sig, og þegar lestin færðist nær, sá lestarstjór- inn ljósið og grunaði að hér væri hætta á ferðum og stöðvaði lest- ina eins fljótt og hann gat, og hepnaðist það áður en kom þang- að, sem skriðan hafði fallið yfir brautina. Varð þetta snarræði piltsins til þess að afstýra miklu slysi og frelsa mörg mannslíf. * * * Lögreglan í Chicago lét heldur en ekki til sín taka núna um helg- ina sem leið. Fór hún um vissa hluta borgarinnar og handtók sæg af fólki, sem hún vissi til að eitt- hvað var brotlegt við lögin. Vann lögregluliðið að þessu í tvær næt- ur og mestallan sunnudaginn, og Þegar þessari herferð var lokið, hafði lögregluliðið fylt 40 lög- reglustöðvar og fangarnir urðu um hálft fjórða þúsund. Segja fréttirnar, að þetta hafi verið heldur sundurleitt lið, konur og karlar, ungir og gamlir, sumir í skrautklæðum og vel til hafðir í alla staði; aðrir í verstu ræflum og herfilega útlitandíí En eitt átti fólk þetta sameiginlegt, að nöfn þess voru skráð hjá lögregl- unni og ýmsar uplýsingar um at- hæfi þess að undanförnu, og mynd- ir af fingraförum þess hafði lög- reglan einnig. Tilefnið til þess, að lögreglan lét svona mikið til sín taka, var það, að á einni viku höfðu verið framin fjögur morð og 102 rán í Chicago. * * * Konur eru alt af láta meira og meira til sín taka í stjórnmálum Bandaríkjanna. Er fullyrt, að það | hafi verið fyrir þeirra áhrif, að j Kellogg friðarsáttmálinn var sam- þyktur í þjóðþinginu mótstöðulít- ið og skilyrðislaust. Eiga þó þar ekki sæti nema örfáir kvenfulltrú- ar. Hins vegar eiga alls 145 kon- ur sæti á 38 ríkisþingunum. Fim- tán af þeim eiga sæti í efri mál- stofum ríkisþinganna. Á ríkis- þinginu í Connecticut eru 20 kon- ur, og eru þær hvergi annars- staðar eins margar. Við síðustu kosningar unnu konurnar nokkuð á í miklu fleiri ríkjum, heldur en þar sem þær töpuðu. * * * í Cascade Mountains, einar 100 mílur austur frá Seattle, hefir Great Northern járnbrautarfélag- ið nýlokið við jarðgöng, sem eru áitta mílur á lengd og hafa kostað fjórtán miljónir dala. Þetta mikla mannvirki hefir verið unnið á þremur árum. Bandaríkin. Unglings piltur í Dyesville, Ohio, Glen Clives að nafni, lá í rúmi sínu veikur af inflúenzu, þegar hannn alt í einu heyrði há- vaða mikinn, dunur og dynki, og datt honum í hug að skriða mundi hafa fallið úr hlíðinni, skamt frá heimili hans, og þá væntanlega farið yfir járnbrautina, sem var nærri. Hann vissi, áð von var á járnbrautarlest og skildist hon- um, að hér væri mikil mannhætta Hlœgir þú og getir verið glaður Hlægir þú og getir verið glaður gegn um bræðra þinna sorg og stríð, þá er víst að þú ert ekki maður— þú ert einhver bölvuð hrákasmíð. Fullan þátt í sorgarleikjum lífsins leikur þú, ef áttu heila sál, þar til fyrir eggjum heljar hnífsins hníginn ert, og drekkur banaskél. Sig. Júl. Jóhcmnesson. VILHJÁLMUR STEFÁNSSON. Hvaðanœfa. Ofviðri mikil hafa að undan- förnu gengið á norðvestur strönd Evrópu og víða gert mikinn skaða á skipum og sumstaðar orðið nokkurt manntjón. Snjór allmik- ill hefir líka fallið víða í Evróvu og tept samgöngur um tíma, jafnvel suður á ítalíu. * * * Frétt frá Hong Kong í Kína hinn 16. þ. m. segir, að kínverskt fólksflutningaskip hafi rekist á sker í grend við Waglan og sokk- ið, og þar hafi farist yfir þrjú hundruð manns, en aðeins um tuttugu verið bjargað. * * * Clemenceau, fyrverandi forsæt- isráðherra Frakklands, er veikur um þessar mundir, er þó ekki mjög þungt haldinn, að sagt er. Hann er nú 87 ára að aldri og kraftarn- ir því að sjálifsögðu orðnir held- ur litlir. * * * Bærinn Cumana í Venezuela í Suður-Ameríku, hefir svo að segja gerhrunið í jarðskjálfta, nú vik- unni sem leið, eftir því sem frétt- ir þar að sunnan segja. íbúarnir í bæ þessum voru um 15,000, sem nú eru flestir eða allir húsviltir, þeir sem eftir lifa, en allmargt fólk segja fréttirnar að farist hafi og fjöldi fólks meiðst meira og minna. Fyrir 60 árum eyði- lagðist bær þessi svo að segja af jarðskjálftum og hafa þeir oft síðan gert þar töluverðan usla. “Vafalaust ein allra merkasta uppgötvunin frá landfræðilegu sjónarmiði í seinni tíð, mun mega teljast fundur sundsins milli | Graham Land eyjanna og megin- lands íshafssvæðanna. “Þetta sund hefi eg með mikilli ánægju látið heita í höfuðið á Vilhjálmi Stefánssyni, mínum fyrsta kennara í landkönnun og mesta landkönnuði nútímans.” Ofangreind hraðfrétt frá flug- kappanum og r: nnsóknafrömuð- inum víðfræga, Sir Hubert Wilk- ins, birtist í “New York Americ- an” þann 30. des. s. 1. Hefir sá maður, eins og kunnugt er, getið sér á skömmum tíma heimSfrægð, fyrir hetjuflug yfir heimskauts- svæðin. Það leiðir af sjálfu sér, að fregn þessi hljóti að verða íslendingum sérlega kærkomin, þar sem hún leggur nýjan lárviðarsveig að \ höfði þess víðfrægasta íslendings, sem nú er uppi, og kemur auk þess sem verðskulduð viðurkenn- ing frá manni, sem getið hefir sér ódauðlegan orðstír út um allan hinn mentaða heim. Og þegar tek- ið er tillit til þess, hve Sir Hub- ert Wilkins er gjörhugull maður og gætinn, fær viðurkenning sú, er hann nú hefir veitt Vilhjálmi Stefánssyni, tvöfalt gildi. Því hver er sá af þjóðflokki vorum, er eigi myndi telja Vilhjálm “dráp- unnar verðan”? Vilhjálmur Stefánsson hefir aldrei verið neinn sjálfsskrumari. Enda hefir hann alla jafna lagt leið sína um þær brautir, er frem- ur var hljótt um, en ærslasamt af auglýsinga kepni. Og jafnvel í sambandi við hans allra mikil- fengilegustu afrek, komust auglýs- inga fellibyljirnir ekki í hálfkvisti við það, sem nú á sér stað, fyrir margfalt óverulegri afreksverk annara manna. Slíkt hefir aldrei truflað sálarjafnvægi Vilhjálms. Ekkert er honum fjær skapi en það, að sækjast eftir hégómlegu auglýsingaskrumi. Starfið sjálft og afreksverkin hafa verið hans einu laun. Ekki ber því að leyna, að jafn- vel meðal íslendinga sjálfra, hafi stundum kent misskilnings á Vil- hjálmi og starfi hans. Menn hafa jiafnvel spurt sem svo: “Hvar ætli hann reyni nú að leita fyrir sér næst, á sviði rannsóknanna?” Þeim hinum sömu hefir einhvern veginn hlaupist yfir þá staðreynd, að Vilhjálmur Stefánsson á ekki nema í vissum skilningi samleið með öðrum landkönnuðum, svo sem Amundsen og þeim hinum, er skipuðu æfintýrunum í öndvegi. Vilhjálmur er vísindamaður fyrst, og landkönnuður á eftir. Sann- gildi rannsóknarferðanna, mat hann eftir því, hve mikið gildi þær gáfu grundvallaratriðum þeim, er hann hafði sérstaklega fest auga á. Vilhjálmur Stefánsson fór sína fyrstu för norður í íshaf, sem þjóð- fræðingur, eða þjóðeinkenna fræð- ingur, og hann kom óbreyttur til baka, hvað skoðanir snerti. Hon- um tókst að sanna, að heimskauta- svæðin væri hvergi nærri eins ó- vistleg og alment hafði verið hald- ið fram, héldur væru þau jafnvel aðlaðandi og vingjarnleg. Gerði hann á ferðalögum sínum marg- falt fullkomnari og merkilegri upp- drætti, en nokkru sinni höfðu áð- ur þekst. Á meðal almennings, vöktu uppgötvanir hans bæði undrun og aðdáun. Sjálfum fanst honum lítt til um alt slíkt. í hans augum var sigurinn eingöngu í því fólginn, a?5 hann staðfesti skoðanir hans á því, að í norður- höfum væri að finna vingjarnleg og aðlaðandi landflæmi. Sjálfur kunni hann að sníða sér stakk eftir vexti, og lifði lífi sínu að öilu leyti í samræmi við umhverfi það, er hann var staddur í, í það út, fór einn af prófessorunum við Harvard háskólann um hana eink- ar lofsamlegum orðum, en tjáðist jafnframt þeirrar skoðunar, að hún væri svo langt á undan tím- anum, að er til þess kæmi, að sann- leikur sá, er hún hefði inni að halda, yrði lýðum ljós, myndi nafn hennar gleymt. Engan veginn getur staðhæfing sem þessi, skoðast gild í öllum atriðum, því nú hefir Sir Hubert Wilkins, leitt það ótvírætt í ljós, að skoðun Vilhjálms á hentugleik- unum til verzlunarlegra flugsam- banda yfir íshafsflæmin, var rétt, sökum þess, að þar væri um að ræða skemsta leíð og öruggasta. Er hér um að ræða landfræðilega staðreynd, skiljanlega hverjum þeim, er grandskoðar landabréf, eins og það, er í “The Northward Course of Empire” birtist. Þegar að því kemur, að almenn- ingur líti landabréfið sömu aug- um og Vilhjálmur, mun hann sannfærast, og feta í fótspor hans. Ýmar aðrar staðhæfingar í ósk sína, að mega heiðra Vilhjálm að makleikum fyrir afreksverk hans. Af því, sem sagt hefir verið hér að framan, er það sýnt, að um- mæli Sir Hubert Wilkins um Vil- hjálm Stefánsson, voru ekki um skör fram. H. J. S. Þýtt af ritstjóra Lögbergs. Dr. Sig. Júl. Jóhannesson sextugur. Að kvöldi þess 9. janúar síðastl., var alt með óvanalega miklum gleðiblæ hjá Goodtemplarastúk- unni Skuld, í tilefni af því, að þann dag var afmæli Dr. Sig. Júl. Jóhannessonar, hver eð hefir ver- ið félagsins ötulasti meðlimur frá því hann kom hingað til lands fyrir rúmum 30 árum. Embættismenn stúkunnar höfðu undirbúið gott prógram og veit- ingar, og áður en langt leið á kvöldið, var kominn veizlubragur á alt í G. T. húsinu, og að endaðri mjög ánægjulegri kaffidrykkju, |tók umboðsmaður stúkunnar við “The Northward Course of Em- stjórn samkvæmisins og lýsti fyr- pire,” eiga við snarpari andspyrnu I ir áheyerndum hversu það væri afli að etja, svo sem erfðavenjur, | viðeigandi að stúkan Skuld tæki gamaldags kreddur, og lifnaðar-1 nú fagnandi í hönd doktorsins og háttu, helgaða af vananum. En j mintist þess, að hann hefði ávalt þótt þar sé oft og einatt um ó-, Verið bindindisst^rfinu ótrauðasti þægilegan götuþránd að ræða,! Hfgjafi. Og sem þakklætisvott hlýtur þó svo að fara, að slakað frú félagssystkinum hans, sagðist verði smátt og smátt til á höml- umboðsmaður vilja afhenda hon- unum, eftir því sem skilningurinn um ofurlitla gjöf. á staðhæfingum Vilhjálms skýr- i Næst talaði Stórtemplar, Mr. A. ist fyrir alþýðu manna. Að skil- s. Bardal. Fór hann mörgum fögr- greina allar slíkar staðhæfingar, margbrotnar eins og þær eru, verður ekki gert í stuttri blaða- j indismálsins grein. Þó eru þær allar óendan- lega þýðingarmiklar, og grípa og það skiftið. Var hann orðinn inn 1 samtið’ framtíðar svo leikinn í þeirri list, að úr því uðru hinar hrikalegustu svaðil- farir að barnaglingri. tJthverfan á rannsóknunum, ef svo mætti að orði kveða, varð honum að sjálf- sögðu næsta hversdagsleg. Kjarn- inn var honum alt. Hann hafði riðið á vaðið, og úr því var eftir- leikurinn hægri fyrir þá, er “þorðu að koma og reyna.” Þetta var Sir Wilkins ljóst, og þess vegna er það, að hans stærstu sigra má rekja, beint til Vilhjálms Stefánssonar. Hann þekti Vil- hjálm líka manna bezt, þar sem hann hafði dvalið með honum um lengri tíma í norðurhöfum. Það verður aldrei of oft tekið fram, að stærstu sigrar Vilhjálms eru hugsjónalegs eðlis, því af hugsjóna takmarkinu hefir hann aldrei mist sjónar. Sem dæmi, mætti ef til vill benda á það, að afstaða Vilhjálms til venjulegra landkönnunar- manna, væri ekki ósvipuð afstöðu hins stranga vísindamanns, til þjónsins í efnarannsóknarstofu möguleika þess fólks, er Vestur- Canada byggir. Og það væri sennilega ekki úr vegi að segja, að með þeim vísi Vilhjáimur á veg- inn, sem það fólk eigi að fylgja á leið til þess þroska, er náttúran virðist hafa kjörið það til. Vilhjálmur Stefánsson, er í raun réttri vísindalegur heimspek- ingur, er sneiðir fram hjá öllum óvísindalegum getgátum. Hann brýtur til mergjar viðfangsefni sín, svo rækilega, að ekki verður um kjarnann vilst, því hann er hvorttveggja í senn, strangvís- indalegur og praktiskur. Vilhjálmur Stefánsson hefir í raun og veru umturnað skoðunum mannkynsins á íshafssvæðunum; rannsóknir hans hafa verið sjálf- stæðar, og engu háðar, öðru en hans eigin dómgreind. Og hon- um hefir af sömu ástæðu tekist manna bezt að draga upp lifandi myndir af norðvestrinu canad- iska. Þótt undarlegt megi þykja, eru menn enn að spyrja öðru hvoru, um orðum um ötulleik og trú- mensku doktorsins í þarfir bind- Enn fremur las hann upp úr “Eimreiðinni” rit- gerð eina, nýlega í letur færða af dr. Richard Beck, einkar sann- gjarna og velviðeigandi lýsing á starfi og atorku Dr. Jóhannesson- ar. Einn af þeim, sem töluðu, var Mr. Helgi Johnson; lýsti hann all- nákvæmlega æskuárum heiðurs- gestsins og fyrstu þátttöku hans í bindindismálinu heima á ættjörð- inni. Á milli ræðanna var sungið og leikið á hljóðfæri. Síðast tók “afmælisbarnið” til máls; þakkaði hann stúkunni hlý- hug þann, er hún hefði sýnt sér og konunni sinni með þessum fagnaði. Vék síðan nokkrum orð- um að því skyldustarfi, sem hverj- um rétthugsandi manni og konu ber að inna af hendi, og verða yf- irsterkari þeim mikla og arga ó- vini mannkynsins, Bakkusi. G. J. voldugs iðnfélags, er breytir hin-1 nær Vilhjálmur muni leggja út í um vísindalegu uppgötvunum hans I rannsóknir á ný. Sannleikurinn i hagkvæma framleiðslu. Þó væri slíkur samanburður engan veginn nákvæmur, er tekið yrði tillit til þess, að Vilhjálmur hefir ávalt orðið sjálfur, að sanna gildi kenn- inga sinna. Fjöldinn var efa- gjarn, og vildi eigi þýðast kenn- ingarnar, fyr en gildi þeirra hafði verið til fullnustu sannað. Ef til vill mætti ganga feti framar og segja, að einungis tíminn hafi er sá, að hann hefir aldrei látið af þeim. Uppgötvanir hans eru margfalt verðmætari nú, en þegar hann fann Borden eyna. Álit hans vex með hverjum líðandi degi. Nú í vetur, hefir hann ver- ið kjörinn til að halda Lowell fyrirlestrana við Harvard háskól- ann, og með vorinu flytur hann fyrirlestra við Cambridge, um sögu landkönnunarinnar. Auk sannað ýmsar af staðhæfingum [ þess hafa vísindafélög í Kaup- •hans. Má þetta að nokkru leyti' mannahöfn, Berlín og Oslo, feng- heimfæra upp á hans merkustu ið hann til að flytja fyrirlestra. Síðast, en ekki sízt, bók, “The Northward Course of Empire.” Um þær mundir, er bók sú kom má geta þess, að konungur íslands og Danmerkur, hefir látið í ljós þá WONDERLAND. Kvikmyndin “Hard-Boiled Hag- gerty”, sem sýnd verður á Wond- erland leikhúsinu þrjá síðustu dagan af þessari viku, tekur fram flestum ððrum kvikmyndum að því leyti, að þar er ekki aðeins tórt og tilkomumikið hlutverk af hendi að inna fyrir þann, sem aðal hlutverkið leikur, heldur líka marga aðra, og þeim ferst það öllum sérlega vel, þó Milton Sills skari fram úr og sömuleiðis Molly O’Day, sem leikur afbragðs vel. Fyrstu þrjá dagana af næstu viku, sýnir leikhúsið kvikmynd- ina “The Latest from Paris”, þar sem Norma Shearer leikur aðal- hlutverkið. Þetta er fyrst og fremst gamanleikur, en gamninu fylgir líka nokkur alvara, og myndin sýnir, að ástin er jafnan söm við sig, þó siðir og hættir og hugsunarháttur fólsins breytist á ýmsa vegu.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.