Lögberg - 24.01.1929, Side 3

Lögberg - 24.01.1929, Side 3
LÖGBERG Et:»ITUDAGIN!N 24. JANÚAR 1929. BIs. 3. SOLSKIN GRÆNVEMBILL. I. Rekaviður. Sigga ótti vænt um mömmu sína. Hann var altaf að brjóta heilann um það, hvað hann gæti gert fyrir hana. pegar hann vaknaði á morgn- ana, flýtti hann sér í fötin, og hljóp, ofan í fjöru. par tíndi hann' saman spýtnarusl og bar heim. Mamma hans notaði það í eldinn. Hún hafði ekki peninga, til að kaupa kol fyrir, en hún þurfti að eldla matinn og hlýja upp kofann, og þá kom sér vel að eiga svona vænan dreng, sem altaf flutti heim nóg í eldinn. Sjórinn var líka svo vænn, að bera altaf heim nýjar og nýjar spýtur. pær voru alla vega, og hver hafði síná sögu að segja. Sum- ar voru gamlar og maðksmognar, þær áttu sér langa sögu. Aðrar voru úr hörðum, þungum viði, heflaðar og málaðar. pær mundiu fífi lsinn fegri, þegar þær voru í fallegu skipi, þar sem fína fólkið dansaði og hélt veizlur. En svo reiddist gamli Ægir, sjávarguðinn, og löðrungaði skipið, þangað til það liðaðist surtdur og allir druknuðu. :pá sá Ægir gamli eftir öllu saman og flutti brot- in úr skipinu upp í fjöruna, svo að litli drengurinn gæti gefið mömmu sinni þau í eldinn. pað voru nú ekki margar af spýtunum, sem höfðu svona merkilega sögu að segja, Flestar voru þær sívalar, með kvistum út úr á allar hlið- ar. pær höfðu sögur að segja úr skógunum í Sí- beríu. peir voru þéttir og háir og fullir af villi- dýrum. iStundum hélt Siggi, að hann hefði séð tannaför á greinunum, pær sögðu honum frá langa vetrinum, þegar trén teygðu stirðnað lim- ið ót í ískalt vetrarloftið. Loks fór að hlýna og birta Snjórinn varð vatn. Árnar flóðu yfir bakka. Alt fékk nýjan svip. Jörðin stóð ekki lengur þögul í kvítum hjúpi kulda og fuglar og dýr færðust norður eftir. Gömlu trén skulfu. pau Höfðu alt af staðið í sömu sporum og voru orð- Ín hefetirð. Nú hlýnaði og hlýnaði. Árnar ultu fram kolmórauðar. Gömlu trén riðuðu og féllu loks í faðm árinnar. Hón tók þau og bar þau norð- ur eftir, alla leið át í íshafið. par tók hafstraum- urinn við þeim og flutti þau fyrst vestur og svo suður. Sum þeirrt komust alla leið til fslands og settust þar að í fjörunni. Siggi gat ekki ráðið við stóru trén. Bændurn- Ir sendu sterku vinnumennina með sagir, til þess að feltta þeim. Svo voru au notuð í stoðir, mæni- ása og rafta í hlöður og fjós og fjárhás. II. Mórauða peysan með grænu bótinni. Pað voru bara litlu greinarnar af stóru trján- um, sem Siggi réði við. Hann bar þær oftast í fanginu, því að það var stutt heim að kofanum. Mamma han's hafði öft engan poka til að ljá hon- um, enda rúmuðust sumar spíturnar illa í poka. pað var Mka orðið að vana fyrir honum, að safna. saman, þangað til komið var fult fang, og hlaupa þá með það heim. Siggi átti að fara í skóla um' haustið. pess vegna herti hann sig eins og harih gat við að safna eldiviði, svo að mamma hefði nóg að brenna, þeg- ar vetrarkuldinn kæmi. Hann var svo ákafur við vinrtuna, að hann gætti ekki að því, að failega, mórauða peysan hans var smám saman að slitna að framan. Spýtumar voru hrufóttar og ýfðu upp ullarhárin framan á peysunni. pegar komið var fram undir haust, þá var það einu sinni að mömmu drengsins sýndist hann hafa eitthvað hvítt framan á sér, og er hán gætti betur að, sá hún, að gat var komið á peysuna. pað var að sönnu lítið, eri á stórum bletti kringum það var hún orðin- næfurþunn. Nú voru góð ráð dýr. pað var lítið vit í að leggja át í skólagöngu í misjöfnu veðri með slitn- ar verjur. Mamma færði hval-hryggjarliðinn að hlóð- unUm og settist á hann. Spýturnar, sem Siggi hafði flutt heim, brunnu glatt undir pottinum. Mamma studdi hönd undir kinn og horfði inn í eldinn. Hún var að hugsa um það, hvernig húri gæti búið Sigga út, svo að hann gæti gengið í skól- ann, Hún hafði aldrei viljað biðja um hjálp, Hún vildi líka hjálpa sér sjálf út úr þessum vandræð- um. Hún ætlaði að sönnu að prjóna nýja peysu handla Sigga, en, nú í haustönnunum var enginn tími til þess. Svo voru heldUr ekki nema tveir diagar eftir, þangað til skólinrt byrjaði. Alt í einu birti yfir svip gömlu konunnar. Hún spratt á fætur, gekk að kistunni sinni og tók upp fagurgrænt áklæði. pað var fallegt, þó það væri gamalt. Henni hafði oft dottið í hug að ghípa til þess, en alt af hætt við það, af því að henni þótti svo vænt um það. Hún mundi svo vel eftir því, þegar mamma hennar gekk sparibúin að kistunni á sunnudágsmorgni, lauk henni. upp, tók áklæðið, gekk með það út og breiddi það yfir söðulinn með breiðu, gyltu sveifinni, settist svo á bak fallega, rauða hestinum og reið til kirkj- unnar. Hún færði nú Sigga úr peysunni, sneri henni við og sneið af áklæðinu bút, sem náði upp í háls og niður úr. Hún var ánægð, og að var auð- séð á svipnum, þegar hún var að þræða bótina inrian í peysuna. Hún hefir líklega verið að hugsa um það, hvað Sigga yrði nú hlýtt. Nú sneri hán peysunni við og klipti burt alt, sem gatslitið var að framan, og lagði svo niður við. i III. Siggi kemur í skólann. Siggi bæði hlakkaði til og kveið fyrir í einu. Hann þvoði sér og kembdi á sér hárið, svo burst- aði mamma af honum rykið. Að því búnu kysti hún hann og bað guð að fylgja honum, Siggi gekk sem leið lá inn fjörur og heim að þorpinu, þar sem skólinn stóð. pað var kominn fjöldi af drengjum. par var skvaidur og hávaði og var auðséð, að vel lá á piltunum. pegar Siggi gekk heim að skólanum, varð hlé á samtalinu, Öllum varð litið á Sigga. Fötin hans voru ekki nærri því eins falleg og fötin hinna drengjanna, Óðara ráku þeir augun í grænu bótiria og fóru að stinga saman nefjum. í raun og veru hefðu þeir átt að líta með djúpri lotningu á bótina, alveg eins og hún hefði verið fálkakross eða dannebrogsorða. En enginn drengjanria vissi, ihvernig á henni stóð. Enginn þeirra vissi, að peysan hafði gatslitnað einmitt af því, að Siggi var góður og duglegur að hjálpa mömmu sinni. pað vissi heldur enginn sögu grænu bótarinnar, að mamma hefði eyðilagt dýr- grip, sem hún- geymdi í miriningu um mömmu siína, bara til þess að hlúa að drengnum sínum. peir höfðu enga hugmynd um neitt af þessu. peir hugsuðu heldur ekkert út i það, að Siggi var öllum ókunnugur og hafði sjaldan farið að heiman. peim þótti bara ljósgræna bótin dæmalaust skrítin, al- veg kringlótt og beint framan á maganum, sögðu þeir. Loks fann Steini bakarans upp á því, að Siggi mundi háfa skriðið á vömbinni í grænu grasiriu, og . að væri bezt að kalla hann Gi-ænvembil. Að þessu hlógu allir. Steini var vanur að kveða upp úr. Hann var sjálfkjörinn foringi, bœði af því, að hann var stærstur af strákunum, og svo hafði hann stund- um borðað smjörköku að'öllum sjáandi úti á götunni. pað hafði vakið aimenna undrun og aðdáuri þeirra, sem sjaldan áttu kost á slíku hnossgæti. pað var fljótlega tekið undir með Steina. og áður en varði, kvað við um allan skólagarðinn: GrænvembiU! Grænvembill! Grænvembill! Græn- vembill: Grænvembill ! pá hringdl skólabjallan, og allir hröðuðu sér heim að dyrunrim, IV. Á skautum. Eitt var það, sem börnin hlökkuðu til alveg eins mikið og til jólannai og sumardagsins fyrsta. pað var að fjiörðinn legði. En það varð á hver jum vetri. pað gekk sem sé rif iangt út í fjörðinn, og innari við það var sjórinn svo lygn, og hélt ísinn oft lengi. Aldrei hefir betri leikvöllur sézt í heiminum en spegilsléttur ísinn. petta kunnu börnin að meta. 'Ekkert þeirra var svo fátækt, að það héfði ekki einhver ráð með að eignast skauta. pað var ekki fyr en á fenum, að Siggi náði aftur þeirri virðingu, sem hann hafði tapað fyrsta daginn í skólanum. Hann gat farið eins vel aft- ur á bak og áfram. Hann gat snúið sér við og staðnæmst á hraðri ferð, og fjölmargar fleiri skautalistir kunni hann. pað var ekki laust við að Steini bakarans öf- undaði hann af íþróttinni og óttaðist að missa for- ingjatignina. V. Hver var hugaðastur? pegar isinn hafði haldfet um langan tíma, börnunum til mikillar gleði, þá fór einn daginn að draga upp hiákuský á suðurloftið. Hægur og hlýr vindur þíddi héluna af gluggunum, og ísinn varð enn gljáameiri en áður. Hlákan fór vaxandi og ísinn varð veikari með hverjum deginum. Á sunntrdlagsmorguninn kom Siggi heim að skólan- um. Hann hafði eignast ýmsa kunningja, og þeg- ar frí var, léku þeir sér saman í skólagarðinum og annars staðar. Siggi sat þar á steini, þegar Steini bakarans kom og bað krakkana að koma fram á ís. Nú væri líklega seinasti dagurinn, sem hægt væri að leika sér þar. Sumir vildu fara með Steina, en Siggi sat eft- ir. Hinir krakkarnir ögruðu honum að koma með, en Siggi sagði, að mamma sín ætti ekki nema einn dreng, og hún mæti ekki missa hann. “Sittu þá kyr, geitin,” sagði Steini. “Við skul- , um láfa Grænvembil eiga sig. pað er eins gaman að leika. sér, þó að hann sé ekki með.” Reiðin sauð í Sigga. Hann sárlangaði til að jafna á Steina, en hann beit á jaxlinn, hreyfði hvorki legg né lið og steinþagði. Nú fóru hinir krakkarnir að tínast fram á ís- inn. Steini fór fyrstur og langt á und’an. Hinir komu svo á eftir. Sum hættu sér þó ekki nema fá- ein skref frá landi. Alt í einu fór að braka og bresta í ísnum. Börnin flýðu til lands' í dauðans ofboði, en Steini varð of seinn. Hann var kominn of langt. ísinn brotnaði undan honum og hanri sökk. pegar börnin vorirað flýja í land, sáu þau að einhver þaut á móti þeim og fram hjá. petta var Siggi. Hann þaut eins og ör fram að vökirini og stakk sér. Hann náði í hárið á Steina og hélt hon- um uppi. Hann synti hægt á bakinu meðfram ís- skörinni. Nú þutu menn að úr öHum áttum til að hjálpa. peir gengu svo langt fram á ísinn, sem þeir þorðu. paðan köstuðu þeir kaðli fram til drengjanna. Siggi náði í hann með anriari hend- inni, og gat komið lýkkju, sem var á endanum, of- an fyrir hendurnar á 'Steiria, og svo var hann dreg- inn til lands og lífgaður við. Á meðan var Sigga hjálpað í land. AUir urðu mjög glaðir, þegar slysinu var af- stýrt, og sagan af hreystiverki Sigga fór eins og hvalfregn um þorpið og sveitina. Siggi og Steini voru góðir viriir upp frá þessu, og nafnið Grænvembill heyrðist aldrei í skólanum eftir þetta. —Stgr. Arason í Samlb. STJARNAN. Frá himni horfir stjarna, hún horfir á mig; mér finst hún stundum feimin og fela sig-------- og fela sig. Húri stundum horfir hiklaust svo heiðbjört og frí, svo byrgir hún sdg, blessuð, á bak við ský,---------- á bak við ský. Hún stundum gægist gegn um ef gisið er ský; það gaman væri’ að vita hvað veldur því--------- hvað veldur þvi. pað gaman væri’ að vita, hvort veit hún af mér; hvort' hana langar, langar að leika sér------- að leika sér. pú brosir, bjarta stjarna, þú brosir tii mín; ég vildi’ ég ætti vængi og veg til þín'------- og veg til þín. Sig. Júl. Jóhannesson. HUNDUR BJARGAR BARNI. 1(X júlí 1918 bar svo við, að drengur fór með mömmu sinni út í skóg til þess að tína ber. petta var í St. Anne, sem er skamt frá Winnipeg. Dreng- urinn viltist í skóginum og mamma hans gat hvergi fundið hann. Hundrað manns voru sendir til þess að leita direngsins, en þeir fundu hann ekki héldur. Pilt- urinn var þá tíu ára gamall, og heitir Julian St. Mars. Nú er hann tvítugur maður. Loksins var lögreglumaður frá Winnipeg, sem James Bain heitir, send/ur að leita, og hafði hann með sér sporhund, sem hét “Pat”. — En þó þessi saga hafi verið prentuð áður, þá finst mér eiga við að segja hana vegna þess, að “Pat” er ný- lega dauður og var hann jarðaður með mikilli viðhöfn, Hundurinn hljóp lengi og þefaði. Eftir lang- an tíma fann hartn bæli, búið til úr kvistum og heyi.; þar hafði direngurinn auðsjáanlega sofið. Pat rakti sporin eða þefaði þau upp og hélt því áfram allan daginn fram á kvöid; þá hvíldi hann sig stundarkorri og lagði svo af stað í leitina aftur. Skömmu eftir miðnætti fann hann drenginn: hafði hann þá verið að villast í skóginum frá því á fimtudag og fram á þriðjudag í næstu viku, eða fulla fimm sólarhringa. ; Aumirigja Julian litli var allur afskræmdur af flugnabiti. Hann hafði lifað á berjum og vatni í þessa fimm daga, svo þið getið því nærri, hvort hann hefir ekki veriö orðinti svangur. Hann sagð- ist hafa tekið af sér skóna sína fyrsta kvöldið, en um morguninn voru fæturnir á honum orðnir svo bólgnir af þreytu og flugnabiti, að hann kom ekki upp skónum aftur. Hanri varð þess vegna að gariga barfættur og hafði skóna sína hangandi á þvengjunum um hálsinn á sér. Julian litli var alveg uppgefinn og aðfram komirin af hungri; þið getið því nærri, hversu feg- inn hann varð, þegar hundurinn kom til hans vin- gjarnlegur, sleikti á honum hendína dinglaði róf- unni, ýlfraði og fór af stað, en leit aftur öðru hvoru til þess að vera viss um að Julian litli fylgdi sér. pegar Julian varð þreyttur og þurfti að hvíla sig, þá lagðist Pat hjá honum og beið; svo lagði hann af stað aftur í hvert skifti þegar Julian stóð upp. pvi má nærri geta, að Pat og Julian voru góð- ir vinir upp frá þessu. Læknar sögðu, að hefði piltinum ekki verið bjargað þennan sama dag, þá hefði hanri fengið blóðeitur af flugnabitinu og dáið. petta er merkileg saga; en það eru til ósköp- in öll af svona sögum, þó fáir viti um þær. Ef þið vitið af fallegum, sönnum sögum um hund eða kött, eða hest, eða kú, eða kind, eða mús. eða fugl, sem þið hafið þekt, þá ættuð þið að skrifa um það til Sólskins. Með þessari sögu er mynd af ljómandi falleg- um hundi og tveimur börnUm. Sig. Júl. Jóhannesson. BÖRNIN. Eg elska börnin ung og smá, með augun djúp og hrein. Að lifa þessum liljum hjá, það Mfsþrá mín er ein. Eg elska barn, sem útd kól á örlaganria strönd. Eg vildi geta veitt þyí skjól og vermt þess köldu hönd. Og mér finst lífsins heljarhjam þá hlýna ögn um stund, er lítið, saklaust, broshýrt barn mér býður sína mund. En sá, sem bömin elskar ei, á að eiris þymirós, — og sólarblik hanri sér aldrei, — hans sál á ekkert Ijós. —Jóh. órn. Professional Cards DB. B. J. BRANDSON 216-220 Modlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Offlce tímar: 2—3 HeimlU 776 Victor St. Phone: 27 122 Winnipeg, Manitoba. LHOMAS H. JOHNSON H. A. BERGMAN W. lögfræfHugar. Skrifstofa: Room 811 McArtbur Building, Poi-tage Ave. P.O. Box 1656 Phones: 26 849 og 26 846 DR O. R.ÍORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office tfmar: 2—3 Heimili: 764 Victor St., Phone: 27 686 Winnipeg, Manitoba. LINDAL, BUHR & STEFÁNS0N íslenzkir lögfræöingar. 356 Main St. Tals.: 24 968 Peir hafa elnnig skrifatofur «3 bundar, Riverton, Gimli og Plivey og eru þar a8 hítta á eftlrfylgj- andl tlmum: Lundar: Fyrata mi8vikudag Riverton: Fyrsta flmtudag, Oimli: Fyrsrta mi8vikudag. Piney: pri8ja fftstudag I hverjum mánu8< DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Árts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office Hours: 3—6 Heimili: 921 Sherburn St. Winnipeg, Manitoba. J. Ragnar Johnson, B.A., LL.B., LL.M. (Harv.) íslenzkur lögmaður. 12 C.P.R. Bldg. Portage og Main, Winnipeg, Manitoba. Símar: Skrifst. 22 341 Heima 71 753 L»R. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Stundar augna, eyrna nef og kverka sjúkdóma.—Er a8 hitta kl. 10-12 f. h. og 2-5 e. h. HeimlU: 373 River Ave. Tals.: 42 691 JOSEPH T. THORSON ísl. lögfræðingur Scarth, Guild & Thorson. Skrifstofa: 308 Great West Permanent Building Main St. south of Portage. PHONE: 22 768 DR. A. BLONDAL Medlcal Arts Bldg. Stundar sórstaklega kvenna og barna sjúkdðma. Er aC hitta frá kl. 10-12 f. h. og 3—5 e. h. Office Phone: 22 296 Heimili: 806 Victor St. Sfmi: 28 180 G. S. THORVALDSON, B.A., LL.B. Lögfræðingur 709 Electric Chambers Talsími: 87 371 Dr. Kr. J. Austmann, Wynyard, Sask. A. C. JOHNSON M07 1►iifclcriitlon l.lfe Hldg WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tek- ur a8 sér a8 ávaxta sparlfé fðlks Selur eldsábyrg8 og bifreiSa ábyrg8- ir. Skriflegum fyrirspurnum svaraB samstundi9. Skrifstofuslmi: 24 263 Heimaslmi: 33 328 DR. J. OLSON Ta/uUæknlr 210-220 Medicai Arts Bldg. Cor Graham og Kennedy Ste. Phone: 21 834 Helmllls Ta.s.; 38 628 A. S. BARDAL 848 Sherbrooke 8t. Selur llkkistur og annast um Út- farlr. Allur úthúnaSur sá beattt. Residence Office Phone 24 206 Phone 24 963 E. G. BALDWINSON, LL.B. íslenzkur lögfræðingur 708 Mining Exchange 356 Main St. Winnipeg minnisvarSa og legsteina. Skrifstofu tals. 86 607 Helmilie Tals.: 58 803 Dr. C. H. VR0MAN Tannlæknlr 505 Boyd Bulldlng Phone 24 171 WINNIPEO. DR. S. J. JÓHANNESSON stundar lækningar og yfirsetur. Til viðtals kl. 11 f.h. til 4 e.h. og frá 6—8 að kveldinu. Sherbum St. 532 Sími 30 877 SIMPS0N TRANSFER Verzla me8 egg-á-dag hœnsnafðSur. Annast einnig um allar tegundlr flutninga. 681 Arlington St., Winnipeg G. W. MAGNUSSON Nuddlæknir. 609 Maryland Street Þriðja hús norðan við Sarg.) PHONE: 88 072 Viðtalstími: kl. 10—11 f. h. og kl. 3—5 e. h. ALLAR TEGUNDIR FLUTN- INGA. Nú er veturinn genginn í garð, og ættuð þér því að leita til mín, þegar þér þurfið á kolum og við að halda. JAKOB F. BJARNASON 668 Alverstone. Sími 71 898 Dr. C. MUNSON, L. D. S. Dentist 66 Stobart Bldg. 290 Portage Ave. Winnipeg Phone 25 258 Fer til Gimli og Riverton. — Veitið því eftirtekt 1 bæjar- fréttunum. ÍSLÉNZklR FÁSTÉIGNA- ! SALAR ’ Undirritaðir selja hús og lóðir; ; og leigja út ágæt hús og íbúðir,; hvar sem vera vill í bænum. •Annast enn fremur um allskon-1 ! ar tryggingar (Insurance) og; veita fljóta og lipra afgreiðslu ODD^ON og AUSTMANN 521 Somerset Bldg. Sími 24 664; Dr. C. J. Houston, Dr. Sigga Christianson-Houston Gibson Block Yorkton, > Sask. ÞJ0ÐLEGASTA Kaffi- og Mat-söluhúsið sem þessi borg heflr nokkurn Um/» haft innnn vébanda dnns I'yrirtake málttSir, akyrs pöonn- kökui, ruilupyOsa og þjðíræknta kaffi. — Utanbæjarmenn fá »é ) ávalv fyrst hressingu 4 WEVEL CAFE, 692 Sargeot Avr Slmi: B-3197. Rooney Stevens, etgand.. FOWLER Q PTICAL {fOWLE8^'"^BETTEr1 294 CARLTON ST. NEXT TO FREE PRESS KEENO Eins og auglýst er í dagblöðun- um, fæst það í Winnipeg hjá The Sargent Pharmacy Ltd. 709 Sargent Ave. Winnipeg Sími 23 455 Verð: ein flaska $1.25, þrjár ! flak. $3. Póstgj. 15c og 35c. DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlæknar. 406 Standard Bank Bldg. Cor. Portage Ave. og Smith St. Phone 26 545. Winnipeg s

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.