Lögberg - 24.01.1929, Side 4

Lögberg - 24.01.1929, Side 4
Bla. 4. LÖGBERG FIMTUDAGINN 24. JANÚAR 1929. Xögijerg Gefið út hvern fimtudag af The Col- i|: umbia Press, Ltd., Cor. Sargent Ave. ij: og Toronto St., Winnipeg, Man. Talsímar: 86 327 og 86 328 Einar P. Jónsson, Editor Utanáskrift blaðsins: The Columbia Press, Ltd., Box 3172 Winnipeg, Man. Utanáskrift ritstjórans: Editor Lögberg, Box 3172, Winnipeg, Man. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram. The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, in the Columbia Building, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. íslenzk þjóðrækni og blöðin Allir þeir, sem íslenzkir eru í hjartanu, og ant láta sér þarafleiðandi um vemd þeirra kjör- gripa íslenzks eðlis, er frumherjarnir fluttu með sér vestur um haf, hljóta að1 viðurkenna, að einn veigamesti þátturinn í þjóðræknisbaráttu vorri, hafi verið blöðin. Islenzku vikublöðin hafa nú á fimta áratug, heimsótt reglulega svo að segja hvert einasta íslenzkt heimili á þessu mikla meginlandi, og flutt þar í garð margvíslegan fróðleik, er fjöldi manna hefði að öðram kosti farið á mis við, Vafalausit he'fir því verið eins farið með blöðin, sem aðrar stofnanir manna, að þeim hafi í ýmsu verið ábótavant. En þrátt fyrir það, hafa þau þó unnið fólki voru vestanhafs ómet- anlegt gagn og eiga vonandi enn eftir að vinna, um langan aldur. An blaðanna væri þjóðræknisviðleitni vor rir löngu dauðadæmd. An þeirra hlyti þjóð- vort að hafa orðið snautt og fábreytilegt, enn eru þeir margir ofar moldu, er marg- ,t betur njóta sín á íslenzka tungu en enska. Því verður þessvegna eigi á móti mælt, að V es'tur-íslendingar standi í djúpri þakkar- skuld við blöðin og útgefendur þeirra. Hvernig hefir svo vestur-lslenzkur almenn- ingur rækt skyldur sínar gagnvart blöðunum! Margir vel, aðrir þolanlega, og enn aðrir-ó- verjanlega illa. Lögberg er nú komið á annað ár hins fimta tugar. Um leið og blaðið nú grípur tældfærið, til þess að þakka þeim öllum, útsölumönnum jafnt sem kaupendum, er af einlægni og atorku unnu að hag þess á liðnu ári, og sýndu því á- gæta skilvísi, vill það í fullri alvöru, beina þeirri spuraingu til hinna. er miður stóðu í skilum, eða jafnvel gerðu engin skil, hvort nú sé eigi kominn tími til að gera upp reikning- ana. Ætti það að vera hverjum hugsandi manni ljóst, að við svo búið má ekki lengur standa. Ilvað eftir annað hefir það verið brýnt fyr ir kaupendum blaðsins, að það ætti að borgast fyrirfram. Öll blöð og tímarit, sem gefin eru út á enska tungu í landi hér, verða að borgast fyrirfram. Séu þau ekki greidd í réttan gjald- daga, eru nöfn hlutaðeigandi kaupenda tafar- laust strykuð út af áskrifendalistanum. Sömu reglu hefði Lögberg ávalt átt að beita, og hér eftir verður henni beitt, án tillits til þess, hver hlut á að máli. Utgáfa íslenzkra blaða hér í álfu, getur und- ir engum kringumstæðum orðið gróðafyrirtæki, —til þess er fólkið langt o'f fátt. En hitt ætti ekki að koma lengur til nokkurra mála, að útgefendurair þurfi árlega að fara ofan í vasa sína til þess að bæta upp tekjuhalla þann á blöðunum, sem af kæruleysi kaupenda stafar. Islenzku þjóðerai verður aldrei til lengdar haldið við, með tómum gjálfuryrðum. Fyrir alt það, sem einhvers verulegs er um vert, verð- ur fólkið að leggja eitthvað verulegt á sig. Is- lenzkt þjóðerni fær því aðeins notið sín, að hlúð sé að íslenzkum stofnunum. Meðal þeirra þýðingarmestu, eru að sjálfsögðu blöðin. Lögberg kostar aðeins þrjá dali um árið. Og hver er sá, vor á meðal, sem eigi vilji með gloðu geði leggja fram þá upphæð í þarfir ís- lenzks þjóðernis, er hann íhugar málið frá réttu sjónarmiði, og gerir upp reikningana við sjálf- an sig? Vafalaust mun marga enn reka minni til þess frá því í sumar, er öldumar risu sem hæzt út af styrkbóninni í sambandi við heimförina 1930, hve margar ísmeygilegar tilraunir voru til þess gerðar, að varpa skngga á tilgang og athafnir sjálfboðanefndar Vestur-íslendinga í heimfararmálinu. Ekki var það eitt látið nægja, að bera nefndina brigslum meðal þjóð- bræðra hennar vestan hafs, svo sem með setn- ingunni, er alt átti um koll að keyra: “Sjáið nöfnin,”—heldur var það hvað ofan í annað gefið í skyn , að slíkt gæti ekki komið til nokk- urra mála, að þannig samsett nefnd gæti feng- ið áheyrn hjá þjóðinni heima, eða þeim mönn- um, er undirbúning Alþingshátíðarinnar sér- staklega höfðu með höndum. Þannig lagaðar getsakir, skoðaði sjálfboðanefndin með öllu ó- viðeigandi, og móðgandi gagnvart heimaþjóð- inni. Til þess nú að taka af öll tvímæli í þessu efni, reit nefndin eftirfylgjandi bréf til forseta hátíðarnefndarinnar á íslandi, herra Jóhann- esar bæjarfógeta Jóhannessonar, þann. 31 júlí síðastliðinn. Var bréfið undirskrifað af for- seta sjálfboðanefndarinnar, Dr. B. J. Brands- syni, ritara hennar Einari P. Jónssyni, ásamt þeim herra Hjálmari A. Bergman og Dr. Sig. Júl. Jóhannessyni. Bréf þetta skýrir sig sjálft, og skal því eigi fleiri orðum um það farið: Winnipeg, 31. júlí, 1928. Herra Bæjarfógeti Jóhannes Jóhannesson, Forseti Hátíðamefndarinnar 1930, Reykjavík, Island. Háttvirti herra:— “Eins og yður mun vera kunnugt er allmikill viðbúnaður hér vestra í sambandi við hátíðar- haldið, sem ákveðið er á Islandi 1930. Þjóðræknisfélagið kaus nefnd manna 1926 til þess að annast undirbúning fararinnar héð- an. Þessi nefnd sótti um fjárveitingu frá stjómarvöldum hér í vesturfylkjum Canada, Manitoba og Saskatchewan og fékk loforð fyr- ir $3,000.00 (Þremur þúsund dollars) frá hvoru fylkinu. 1 Saskatchewan er þetta fé reiknað í almennum útgjöldum, en í Manitoba, er það veitt sem kostnaSur við innflutning fólks inn í landið. Nefndin hafði sótt um stvrkinn án þess að ráðfæra sig um-það við Vestur-lslend- inga. tJt af þessu skiftust skoðanir manna. Voru margir andstæðir því að þiggja styrk sem notaður yrði í þessu sambandi. 1 fyrsta lagi fanst þeim það vanvirða að geta ekki kostað sjálfir förina heim eða undir- búning hennar, töldu enga þörf fjárins. I öðru lagi fanst þeim það ósæmilegt gagn- vart Islendingum heima að þiggja fé úr inn- flutningasjóði hér vestra við þetta tækifæri. Nokkrir menn fóru því prívatlega til nefnd- armanna og fóru þess á leit að þeir hættu við styrkþáguna; að þeir þökkuðu hlutaðeigandi stjórnarvöldum fyrir góðar undirtektir þegar styrksins var leitað, en segðu þeim eins og var að hvorki væri styrksins þörf né heldur yrði algert samkomulag meðal Islendinga um það að æskja hans. Þessu neitaði nefndin. Út af þessari neitun skeði það að 20 manns mynduðu nokkurskonar sjálfboðanefnd í því skyni að mótmæla styrkþágunni. Mörg þúsund manna skrifuðu undir þau mótmæli, og mun það ekki ofsögum sagt að allur fjöldi Vestur- Islendinga sé styrknum andstæður. Allharðar deilur hófust um málið í blöðun- um, og hafa flestir nafnkunnustu menn Vestur- Islendinga fylt þann flokkinn eindregið, sem styrknum andmæla. Má þar til telja þessa menn meðal annara: Vilhjálm Stefánsson, land- könnunarmann, Halldór Hermannsson, bóka- vörð, Emil Walters, listmálara og Sveinbjörn Johnson, fyrverandi háyfirdómara, og núver- andi yfirlögfræðis-kennara. Sjálfboðanefndin, og þeir, sem henni fylgja að málum, vildu ekki sigla heim til ættjarðar sinnar, við þetta tækifæri, undir flaggi, sem þeim fanst hafa á sér blett í sambandi við styrk- þágu eða vestui'flutninga áhrif. Sjálfboða- nefndin hefir því mælt með Cunard skipa-félag- inu og þjóðeigna járnbrautunum í Canada til flutninga og auglýsinga 1930. Ilefir félagið tekist það starf á hendur og ráðið í þjónustu sína ungfrú Þorstínu Jackson. Verður hún starfskona þess allan tímann fram yfir 1930. Þessi sjálfboðanefnd hefir lofað félaginu að- stoð sinni og upplýsingum á öllu því, sem það kynni að auglýsa, eða láta prenta viðvíkjandi Islandi, menningu þess og sögu, bókmentum, lögum, stjórnarfari o. s. frv., og hefir nefndin loforð fyrir fullri samvinnu Halldórs Her- mannssonar og Vilhjálms Stefánssonar í því efni. Nú eru það vinsamleg tilmæli þessarar sjálfboðanefndar, að sem nánust samvinna megi verða, milli hennar og hátíðaraefndarinn- ar heima; að þær skiftist á bréfum og upplýs- ingum og vinni í sem nánustu samræmi hver við aðra. Nefndin hefir það alls ekki í huga að hindra samvinnu milli Iiátíðarnefndarinnar heima og heimfararnefndar Þjóðræknisfélagsins hér— þá nefnd skipa ýmsir mætir menn, þótt fjöldi Islendinga bæði utan Þjóðræknisfélagsins og innan þess, álíti að þeim hafi yfirsézt í því að biðja um þennan styrk. Með beztu óskum, vinsemd og virðingu, fyrir hönd sjálfboðanefndarinnar. ” Dr. B. J. Brandson, forseti , Einar P. Jónsson, ritari, Hjálmar A. Bergman, Dr. Sig. Júl. Jóharvnesson. Svar við ofanskráðu bréfi, hefir forseta sjálfboðanefndarinnar, Dr. B. J. Brandssyni, fyrir nokkru borist í hendur, undirritað af for- seta hátíðarnefndarinnar á Islandi, herra Jó- hannesi bæjarfógeta Jóhannessyni, og herra Ásgeiri Asgeirssyni fræðslumálastjóra. Telur nefndin sér skylt að birta svarið, vestur-ís- lenzkum almenningi til nauðsynlegrar máls- glöggvunar, um leið og hún þakkar samstarfs- mönnum sínum á Fróni hinar vingjarnlegu og sanngjörau undirtektir. Með svari þessu að heiman, er nú að fullu og öllu kveðin niður sú fáránlega fjarstæða, að bræður vorir heima myndu til þess fáanlegir að gera upp á milli Vestur-lslendinga, sökum sérskoðana þeirra í heimf a rarmálinu. Svarið til Dr. Brandson’s hljóðar á þessa leið: Undirbúningsnefnd Alþingjshátíðar 1930. Reykjavík, 25. sept. 1928. Herra B. J. Brandson, M.D., forseti sjálfboðanefndar Vestur-lslendinga í heimfararmálinu 1930. “Undirbúningsnefndin hefir meðtekið bréf yðar dags. 31. júlí þ. á., þar sem óskað er sam- vinnu við oss í heimfararmáli Vestur-lslend- inga 1930. Út af þessu skal yður hér með tjáð, að vér erum að sjálfsögðu reiðubúnir til þess að vera í samvinnu .einnig við sjálfboðanefndina og veita henni allar þær upplýsingar viðvíkjandi hátíðahöldunum, er hún kann að æskja. En í deilu þeirri, sem risin er ves'tra út af heimfar- armálinu, óskum vér að vera hlutlausir. Land- ar vorir vestanhafs munu verða oss hér aufúsu- gestir 1930, hvom flokkinn, sem þeir fylla í því deilumáli. ’ ’ Joseph T. Thorson Fimtudaginn þann 17. yfirstandandi mán- aðar, flutti Mr. Joseph T. Thorson, sambands- þingmaður fyrir Mið-Winnipeg kjördæmið hið syðra, afar fróðlega og uppbyggilega ræðu í einum af veizlusölum Hundsons Bay búðarinn- ar, að tilhlutan stjómmálafélags frjálslyndra manna hér í borginni. Því miður var ræða þessi hin stórmerka eigi hreinrituð til prentunar, en síðar væntum vér þess að geta fengið hana til birtingar í heilu lagi, lesendum vorum til uppbyggingar og á- nægju. í upphafi 'tölu sinnar fór Mr. Thorson nokkr- um orðum um hina feykilegu viðskiftaveltu Canada við erlendar þjóðir, jafnframt því sem hann vék að hinni auknu velmegun þjóðbraut- anna canadísku, er ætla mætti fyllilega að gef- ið myndu hafa af -sér á árinu, sem leið, um sextíu miljónir dala í hreinan arð. Snerist megin inntak ræðunnar um samgöngumálin og þá ekki sízt Hudsonsflóabrautina. Mintist liann á flutning hafnstáðarins frá Port Nelson til Fort Churohill, og fór einkar lofsamlegum orð- um um samgöngumálaráðgjafann, Hon. Charles A. Dunning, fyrir víðsýni hans og a'torku. Mikla áherzlu lagði Mr. Thorson á það, að sniðnar skyldu þannig bugður af Hudsonsflóa- brautinni, að sem styzt yrði flutningsleið til hafnstaðar. Taldi hann brýna nauðsyn á jám- braut við austanvert Winnipegvatn, með því að þar væri stórkostleg landflæmi, er í sér hefðu falinn feykilegan auð. Kvað hann slíkt verða mundu Winnipeg-borg, sem og Manitoba-fylki í heild, til ómetnlegra hagsbóta. 1 lok ræðu sinnar, brýndi Mr. Thorson það fyrir áheyrendum sínum, hve afar nauðsynlegt það væri, að kjósendur stæðu í sem nánustum samböndum við þingmenn sína, því með þeim hætti veittist þeim óendanlega léttara að ráða fram úr hinum ýmsu vrandamálum, er á þing kæmi, en ella myndi verið hafa. . Öll var ræða Mr. Thorsons gjörliugsuð og rökfös't. Um Hutning liennar var ekki að ef- ast, Nþví Mr. Thorson er í röð þeirra allra mælskustu manna, er nú eiga sæti á sambands- þingi. Gildi víðyarpsins Fylkisþingið í Quebec, situr að störfum um þessar mundir. Meðal þeirra hinna ýmsu ný- mæla, er liásætisræðan drap á, var jHið, að stjórnin hefði ásett sér að koma upp víðvarps- stöðvum, með það fyrir augum, að stofna til almennrar fræðslustarfsemi meðal fólks þess, er af einhverjum ástæðum hefði farið almennr- ar mentunar á mis. Nýmæli því, er hér um ræðir, var þegar fagnað mjög í þinginu, svo gtera mun mega fullkomlega ráð fyrir, að það nái fram að ganga. Enda er þingstyrkur stjórnarinnar slíkur, að hún venjulegast fær framgengt, hverju því, er hún vill. Það er ekki langt síðan, að víðvarpið og notkun þess kom til sögunnar. Þó hefir það þegar, auk yndis og ánægju, íeitt af sér marg- víslega, hagkvæma blessun fyrir mannkynið. Ekki er það nokkrum minsta vafa undirorp- ið, að í fræðslulegu tilliti, muni víðvarpið eiga eftir að marka mörg djúp spor í þroskasögu hinna ýmsu þjóða, því enn er notkun þess svo að segja á tilraunastigi, borið saman við ]>að, er síðar mun verða. Hin framtakssama og hagvitra stjórn Que ■ bec fylkis, á þakkir skyldar, fyrir að hafa rið- ið á vaðið með nýmæli þetta, og er þess að vænta, að stjórnir fleiri fylkja taki sér forystu hennar til fyrirmyndar, og veiti málinu verð- uga athygli. Það er víðar en í Quebec, að fólk hefir örð- ugrar aðstöðu vegna, farið á mis við hina nauðsynlegustu fræðslu. Úr þessu vill stjóra- in þar reyna að bæta með þessum víðvarps nýmæli. Hví ættu ekki stjórnir hinna fylkj- anna, að gera það sama? Canada framtíðarlandið Þess hefir verið getið í undan- förnum g-reinum, hve fólkstraum- urinn inn í landið hafi aukist stórkostlega. Að sjaldan eða aldr- ei hafi streymt hingað jafnmikið af nýbyggjum frá Norðurlöndum, svo sem Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Meginþorri Iþessa fólks hefir leitað vestur á bóginn og tekið sér bólfestu í -Saskatchewan og Alberta fylkjunum, einkum því síðarnefnda. Fjöldinn af fólki þesu er þaulvant landbúnaði, sér- staklega þó griparækt, og ætti þar af leiðandi að vegna vel í hinu nýja kjörlandi sínu. Eins og drepið hefir verið á, eru skilyrðin fyrir arðvænlegri búpening'rækt í Vesturfylkjunum hin ákjósanlegustu, en þó ef til vill hvergi jafngóð of í Alberta. Hefir sá atvinnuveguur alla jafna verið stór þýðingarmikill fyrir fylkisbúa. Eru sláturgripir þar oft á meðal hinna allra beztu í landinu. Fram að aldamótunum síðustu var nautgriparæiktin höfuðat- vinnuvegur íbúa Suðurfylkisins. í Norður- og Mið-fylkinu var þá einnig allmikið um griparækt. Er fram liðu stundir, fóru bændur að leggja mikla áherzlu á fram- leiðslu mjólkurafurða og er nú smjörgerð fylkisins komin á afar- hátt stig. Hefir stjórnin unnið að því allmikið, að hvetja bænd- ur og veita þeim upplýsingar í öllu því, er að kynbótum naut- gripa lýtur. Nú orðið má svo heita, að griparæktin og komuppskeran sé stunduð jöfnum höndum. Á býl- um þeim, er næst liggja borgun- um, er mjólkurframleiðslan að jafnaði mest. Enda er markaður- inn þar hagstæðastur. Á sléttum Suður-fylkisins var griparæktin mest stunduð lengi vel framan af. En nú er orðið þar mikið um akuryrkju líka. Timburtekja er afar arðvænleg í fylkinu og í flestum ám er tals- veTð silungsveiði. Hinu kjarngóða beitilandi er það að þakka, hve sláturgripir í Alberta eru vænir. Veðráttufar- ið er heilnæmt öllura jurta- gróðri. Saggaloft blátt áfram þekkist þar ekki, Griparæktarbændur hafa að jafnaði keypt og alið upp kyn- bótanaut, svo sem Shorthorne, Hereford og Aberdeen-Angus. Og víða hafa gripir af þessu tagi selst við afarháu verði á markaði Bandaríkjanna. í Peace River héraðinu er gripa- ræktin að aukast jafnt og þétt. Eftirspurnin eftir góðu nauta- kjöti hefir aukist árlega, og þar af leiðandi hefir æ verið lögð meiri og meiri áherzla á gripa- ræktina. í Mið- og Norður-fylkinu er að . jafnaði skýli fyrir allan búpen- ing, en í suðurhlutanum ganga gripir víða úti allan ársins hring , og þrífast vel. Bændur hafa lagt og leggja enn afar háu verði. Hefir það komið hjarða sinna. Eru kynbótanaut afa rháu verði. Hefir það komið fyrir, að kálfur af bezta kyni hef- ir selst fyrir fimm þúsund dali. Eins og áður hefir verið getið um, er mjólkur- og smjör- fram- leiðsla á miklu þroskastigi. Skil- yrðin til slíkrar framleiðslu eru og hin beztu, sem hugsast getur. Akuryrkjumáladeildin hefir æ í þjónustu sinni sérfræðinga, sem hafa eftirlit með smjörframleiðsl- unni.. Alls eru í fylkinu 53 sameign- ar rjómabú og 13, sem eru ein- stakra manna eign. 1 flestum hinna stærri bæja, er að finna eitt eða fleiri rjómabú. Framan af var stjórnin hluthafi í sam- eignafélögum þessum og hafði þar af leiðandi strangt eftirlit með starfrækslu þeirra. Nú eru það bygðarlögin eða sveitafélög- in, sem eiga flest rjómabúin, en samt sem áður standa þau undir beinu eftirlit landbúnaðar ráðu- neytisins. Rjómanum er skift í flokka, eftir því hve mismunandi smjörfitan er. Ostagerðinni í fyklinu, hefir enn sem komið er, miðað tiltölu- lega seint áfram. Bændur hafa allmikið af mjólkinni til gripa- eldis og kjósa heldur að selja rjómann. Það enda að öllu sam- anlögðu hentugra og lauðvelda- ara. ' [! 1 meir en þriðjung aldar hafa Dodd’s Kidney Pills verið viður- kendar rétta meðalið við bak- verk, gigt, þvagteppu og mörgum fleiri sjúkdómum. Fást hjá öll- um lyfsölum, fyrir 50c. askjan aða 6 öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodds Medicine Co., Ltd. Toronto, ef borgun fylgir. Islendingafélagið í Vínarborg Oss íslendingum hefir fram til þessa tíma hætt til að halda, að eftir okkur vaeri meira tekið í um- 'heiminum en raun er á. Smátt og mátt eiu augu manna hér að opn- ast fyrir því, hve umheimurinn veit alment lítið um tilveru okkar, og er gott að komast að sem rétt- astri niðurstöðu í þeim efnum. En þá bregður nýrra við, er við fréttum, að eftirtekt á þjóð vorri, sögu og menning sé einhvers stað- ar útil í heimi, meiri en nokkurn grunaði. En svo má telja í Vín- arborg. Því þar hefir íslands- vina félag starfað undanfarin ár með 80 félagsmenn, án þess að við hér heima höfum vitað verulega um tilveru þess. Austurríkski ritstjórinn, sem hér var, Gert Luitlen, hefir sagt Morg- unblaðinu frá félagi þessu. Félagar eru 80. Haldnir eru fundir, einu sinni til tvisvar í mánuði, nema sumarmánuðina. — Formaður félagsins er Dr. Reiter, málaflutningsmaður, og eru fundir oftast haldnir í heimkynnum hans. Ritari er sendi'herrafrú Lille Moore. 1 félagi þessu er margt merkra manna; m. a. Ludvig Hesshaimer hershöfðingi, dr. Ferdinand Wall- ner bankastjóri, er hingað kom til íslands árið 1910, og hefir fylgt íslenzku atvinnulífi með at- hygli síðan; Louis Miedl bygg- ingafélagsstjóri í Munchen og Johanne Witzig banka tjóri. Meðal félagsmanna verður og að nefna hinn fræga austurríska hershöfðingja Moriz barón von Auffenberg Komarow, þann er vann hinn fræga sigur á Rússum við Komarow, og var aðlaður fyr- ir. Hann var meðlimur íslands- vinafélagsins, unz hann andaðist • íðastliðið vor. Hann var meðal fremstu friðarvina í Austurríki, og formaður Austurríkisdeildar- innar í friðarfélagi Evrópu,- Á félagsfundum eru oft haldn- ir fyrirlestrar um íslenzk menn- ingarmál að fornu og nýju. Lud- wig Hesshaimer hélt t. d. nýlega þrjá fyrirlestra í félaginu. Hanr. er nafntogaður listamaður. Einn fyrirlesturinn var um íslenzka skartlist að fornu, annar um spjaldvefnaðarmyndir íslenzkar og aðrar dýramyndir. — Heldur hann því fram, að hinn nýtízku “expres- ionismi” og “kubismi” hafi m. a. fengið fyrirmyndir sínar á þess- um sviðum. Þriðji fyrirlesturinn var um liti í íslenzkri myndlist. Dr. Reiter hefir m. a. haldið fyr- irlestur um samanburði í réttar- fari nútímans og sins forna ísl. lýðveldis, og dr. Stephan Mayer málafl.m., hefir haldið fyrirlest- ur um elztu landfræðisheimildir um fsland, og fornar frásagnir um legu landsins fyr og síðar. Sumt af fyrirlestrum þessum hefir komið út í blöðum og tíma- ritum, en því miður hefir Morg- unblaðið ekki enn þá fengið tæki- færi til þes að sjá þá. Gert Luitlen ritstjóri, er hefir gefið Mgbl. ofanritaðar upplýsing- ar, lauk máli sínu með því að skýra tilgang þessa Télagskapar, sem væri að fræða Vínarbúa um Islandsmál, og votta ísl. þjóðinni þakklæti fyrir menningarverð- mæti þau, er Austurríkismenn hafa frá íslandi fengið. Að endingu bað hann að bera Reykvíkingum kveðju sína með þakklæti fyrir góðar og alúðlegar viðtökur, og þann velvildarhug, er hann hafi hér fundið. Væri það honum mikil ánægja, að geta sagt félagsmönnum íslandsvinafélags- ins í Vín frá íslandsför sinni og hve vel honum hafi verið tekið hér. — Mgbl.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.