Lögberg - 24.01.1929, Síða 7
LÖGBERG FIMTUDAGINN 24. JANÚAR 1929.
Bls. 7.
BEZTI
Græðari
er peningar geta
keypt
50c askjan hjá öllum
ysð i 1
Eyjan St. Kilda
(Höfundur þessarar greinar er
0. G. Pibe, enskur náttúrufræð-
ingur, og e rhún hér þýdd úr ensku
jólablaði. Er fróðlegt að bera lýs
ingu hans á eynni saman við það,
hvernig hagar til í Grímsey. Er
margt líkt með St. Kilda búm og
Grímseyingum.)—
Úti í hafi, vestur af Suðureyj-
um, er lítil eyja, sem heitir St.
Kilda. Hún er svo afskekt, svo ilt
að komast þangað og svo lítt kunn,
að á fjölda mörgum enskum kort-
urn er hún alls eki sýnd.
En þó — þarna langt úti í Atl-
antshafi er svo frjósöm eyja, að
væri hún vel ræktuð, gæti hún
framleitt 100 manns, án þess að
þeir þyrfti neitt til annara að
sækja. Nú sem stendur eru íbú-
ar þar um 70. Lifa þeir mjög ó-
brotnu lífi, og oft og tíðum er
þar sultur í búi.
.Væri auðveldara að komast til
eyjarinnar heldur en er, mundi
fjöldi ferðamanna streyma þang-
að árlega, þó ekki væri til annars
en að sjá tfuglalífið þar, því að
óvíða í heimi mun það vera jafn-
fjölskrúðugt. Hin miklu björg á
eynni, sem eru alt að 1300 feta
há, eru þakin miljónum fugla af
allskonar tegundum, og sama
máli er að gegna um nokkrar smá-
eyjar eða klettadranga þar
nánd.
Aðal eyjan er um 10 mílur að
ummáli, en þetta gefur þó villandi
hugmynd um stærð hennar, því
að mörg eru klettanefnin og
margar kvosir inn í klettana. —
Tvær minni eyjar eru á að geta
fjórar mílur frá aðaleynni, en
það eru aðeins klettaeyjar, alger-
lega gróðurlausar. Þriðja smá-
eyjan er skamt frá St. Kilda.
Suðaustanvert á eynni er dálít-
ill vogr með sendinni strönd, og
er það eini lendingarstaðurinn.
Þó er ekki hægt að lenda þar nema
í blíðskaparveðri, og þótt ekki
standi þar nema lítil gola upp á,
þá er lending hættuleg og erfið.
íbúarnir á eynni eru einkenni-
legir og þeir hatfa enga löngun til
þes að kynnast umheiminum. —
Þegar eg kom til eyjarinnar hafði
aðeins einn maður fluzt á brott
þaðan seinustu 100 árin. Hann
hafði gerst kaupmaður í Skot-
landi og auðgast þar stórlega. _
En á hverju sumri kom hann til
eyjarinnar og dvaldi þar um mán-
aðartíma, gekk þá í gömlu heima-
gerðu fötunum sínum og lifði
sama lífi og eyjarskeggjar.
Fáir frmandi menn koma til
eyjarinnar, helzt fuglafræðing-
ar, sém fara þangað til þess að
kynna sér fuglalífið. Ef gott er
veður á sumrin, koma þangað
venjulega fjögur skemtiskip og
dvelja þar nokkrar klukkustundir,
en þetta eru líka oftast nær einu
skipin, er koma þangað allan árs-
ins hring.
En þótt eyja þessi sé í raun og
veru alveg út af fyrir sig og hafi
engar samgöngur við umheiminn,
hafa íbúarnir fundið upp á snjall-
ræði til þess að koma boðum til
lands. Það er hinn svo nefndi
‘St. Kilda póstur”, sem er án efa
hinn einkennilegasti póstflutning-
ur í heimi. Ef ein'hver eyjar-
skeggja þarf að koma bréfi til
lands, lætur hann það í lítið hylki
og hylkið aftur í trébát, líkan þeim
sem börn leika sér að, festir hylk-
ið vandlega og smyr yfir það með
tjöru. iSíðan fleygir hann því í
sjóinn, þegar vindur stendur atf
norðvestri, og þótt undarlegt
kunni að virðast, þá koma flest
þessara bréfa til skila. Á bátinn
er skorið: ‘‘Gerið svo vel að opna
hylkið” og í hylkinu er beiðni til
finnanda að koma bréfinu í póst.
Bréf þessi finnast á Suðureyjum,
vesturströnd Skotlands og jafnvel
á meginlandi Evrópu, en flest kom
ast að lokum í hendur þess manns,
sem þau eru ætluð. Einu sinni
fékk eg eitt af þessum merkilegu
bréfum að eins hálfum mánuði
eftir að því hafði verið fleygt í
sjóinn. Það fanst á eynni Barra,
yzt á Suðureyjum. Finnandinn
var sauðamaður, er ekki var læs,
en hann fór með fundinn til hús-
bónda síns og hann kom bréfinu
þegar á póst.
Aðalbjargrræði eyjarskeggja á
St. Kilda er fuglaveiðar, og sá
fuglinn, sem þeir veiða mest af, er
fýlungi. Fýlungar verpa að eins
einu eggi, og hreiður þeirra eru á
stöllum og sillum framan í þver-
hnýptum björgum. í ágústmánuði
eru ungamir orðnir stórir og feit-
ir og þá eru þeir teknir þúsundum
saman. Hver fjöilskylda á eynni
fær úthlutað ákveðnu svæði í
bjarginu, þar sem hún má veiða,
og um 12. ág. fer hver, sem vetl-
ingi getur valdið, með vað og
vaðhæla fram á björgin, til þess
að safna sér matarforða til árs-
ins.
Karlmennirnir eru þeir beztu
bjargklifrendur, sem eg hefi séð,
og eg hygg að þeir eigi enga sína
líka. Þeir fara vaðlausir upp og
niður þverhnýpt björgin eins og
ekkert sé. Eg hefi séð þá leika
þær listir, að væri hægt að sýna
þær í leikhúsi, þá mundu þeir
verða auðugir menn.
Hver maður hefir í hendi langa
bambusstöng og er háfur á. Er
háfnum brugðið yfir fuglana.
þeim að óvörum. Svo eru ruglarn-
ir drepnir og annað hvort dregnir
upp á bjargsbrún í bandi, eða þá
að veiðimaður hefir þá í kippu á
baki sér. — Konur og börn reyta,
hreinsa og salta fuglana niður í
kassa og tunnur og þannig eru
þeir geymdir sem vetrarforði.
Það er ekki auðvelt að lýsa
bragðinu af þessum fuglum. Eg
bragðaði einu sinni á þeim og eg
held, að eg mundi heldur deyja
úr hungri, en reyna það aftur.
Það er mikið af lýsi í þessum
fuglum og eyjarskeggjar nota það
til eldsneytis og Ijósa. Á eynni eru
engar eldavélar né ofnar, heldur
aðeins hlóðir, og eina eldsneytið
l er rekaviður og fýlungalýsi, enda
er hver bær gagnsósa af þefnum
af því, og það er ekki góður þefur.
Eg var einn dag að taka myndir
í björgunum og þá spúðu fýlung-
arnir svo miklu lýsi á mig, að cg
gat aldrei framar gengið í sömu
fötunum og þá, meðal siðaðra
manna.
Eitt hið merkasta, sem er að sjá
á eyjum þessum, er “karlinn”
Stac Lii. Drangur þessi gnæfir
um 600 fet yfir hafflöt og ummál
hans að ofan er á að geta 300
metrar. Það er eins og hann sé
hlaðinn lóðréttur upp úr sjó og
það er aðeins eitt einstigi upp á
hann, sem eyjarskeggjar einir
þekkja. Þeir fóru með mér þang-
að upp.
Við klifrðuðum upp fet fyrir
fet og tyltum tánum á smástalla
og var þar hvert hreiðrið við ann-
að. Ungar voru þar þúsundum
saman í klettunum, en á öllum
stærri stöllum voru súlur, stór
fugl, með sex feta vænghaf. Súl-
urnar gera sér hreiður úr grasi
og þangi og verpa sjaldan nema
einu eggi. Þær geta ekki hafið
sig til flugs af jafnsléttu og þess
vegna verpa þær helzt á kletta-
brúnum, þar sem þær geta steypt
sér fram af, ef hætta er á ferðum.
Það var svo krökt af súlunni í
Stac Lii, að þær sátu á hverjum
stali, þar sem rúm var fyrir þær
og voru eitthvað um þrjár þús-
undir af þeim uppi á drangnum.
Þegar þær sáu okkur korna,, varð
heldur en ekki ókyrð i hópnum.
Flestar reyndu að grípa flugið, en
náðu því ekki og steyptust og
duttu' hver um aðra þvera. Það
var skrítin sjón. Og svo valt all-
ur þessi grúi eins og hvít skriða
fram af bjargbrún, en þegar þær
komust fram af, voru þær hólpnar
og þegar þær höfðu náð fluginu,
kom allur skarinn aftur og flaug
yfir höfðum okkar með gargi og
ólátum.
Það var miklu erfiðara að kom-
ast niður klettinn heldur en upp,
en eyjarskeggjar hjálpuðu mér
og slysalaust náðum við bátnum.
Á leiðinni heim til St. Kilda, reru
fjórir, sinn með hverri ár, og eg
tók eftir því, að sá eini, sem ekki
lét hvíla sig á leiðinni, sem er 4
mílur, var elzti maðurinn í bátn-
um, og hann var áttræður.
Á St. Kilda vinna konur alla
erfiðisvinnu. Eg man eftir því að
eg mætti einu sinni hjónum. Mað-
urinn gekk með hendur í vösum
og reykti pipu sína, en konan bar
svo þungan bagga á bakinu, að
hún var alveg að kikna undir
honum. Eg býst við, að konan
hefði ekki tekið það í mál, að láta
manninn bera baggann, þótt hann
hefði boðist til þess. Konurnar á
St. Kilda líta upp til manna sinna
eins og drotna, en þeir telja þær
ambáttir sínar.
Þessi litla þjóð, um 70 manns
tálar sitt eigið tungumál, sem er
mjög frábrugðið skozku. Guð-
rækni er þar mikil, og enginn
maður má vinna eitt handarvik á
sunnudögum né helgum dögum.
Hið eina, sem eg sá karlmennina
gera, var að veiða fugl og róa á
sjó. Fyrst var róið fram á höfn-
ina, en þar staðnæmdust allir bát-
arnir í einum hóp, og var beðin
sjóferðabæn, og annað bænarhald
var líka, þegar þeir komu að landi.
Elzti maðurinn í hverjum bát stóð
þá í miðjum bátnum, en hinir
krupu á kné. Ef þeir höfðu veitt
vel, stóð bænagerð þessi um hálfa
stund, og á því vissi hvert manns-
barn á eynni, hvernig aflast hafði,
áður en bátarnir komu að landi.
Eg hefi tvisvar verið á St. Kíl-
da, hálfanmánuð í hvort sinn. í
bæði skiftin fanst mér eins og eg
væri kominn langt burt frá allri
menningu og kominn á meðal forn-
manna. Eg veit ekki hve lengi
þeir endast til að búa þarna, en
mér virðist sem hagur þeirra hafi
farið versnandi ár frá ári. Vegna
þesíf að allir eyjarskeggjar eru
nákomnir ættingjar, og vegna þess
að allir giftast of náskyldum, kyn-
slóð eftir kynslóð, hlýtur hið harð-
gera fólk smám saman að úrkynj-
ast og veiklast og verða óhæft til
þess að heyja hina hörðu lífsbar-
áttu á SL Kilda.—Lesb. Mbl.
Til
DANÍELS GRÍMSSONAR
frá Grímsstöðum í Reykholtsdal.
Hugsa eg um horfna daga,
hér ei finnast aðrir slíkir,
þeir eru eins og inndæl saga
af atburðum, og lærdómsríkir,
töfrablæ um bernskuvegi
bregður, þegar hallar degi.
ótal myndir manna og kvenna
myndast þá í ára röðum,
safnast í hóp, eg sé þær renna
sitt hvert skeið á lífsins tröðum.
Margir ljóst í minni geymdir,
munu flestir alveg gleymdir.
Þín eg minnist, frændi fróði,
fóthvöt var eg að þínum garði;
þú kunnir svo margt, í orði og
óði,
eg ótal stundum til þess varði
að hlusta á þig, eg tafði þig
tíðum,
þú tókst mér æ með hótum
blíðum.
Fyrir þessar fróðleiksstundir,
frændsemi og trygð mér sýnda,
vil eg ei, þó fækki fundir
fornvináttu láta týnda.
Heldur þakka þér í ljóði
þigðu stefin, frændi góði,
Guðrún Helga Friðriksson,
frá Búrfelli í Hálsasveit.
Frá Churchbridge, Sask.
Herra ritstjóri Lögbergs!
Viltu gera svo vel að ljá þessum
línum rúm í þínu heiðraða blaði?
Það gleymdist illa í Áramótahug-
leiðingum mínum nýverið, að séra
Hjörtur var fenginn hingað að
messa fyrir jólin, 11. des. Eg þarf
ekki að geta þess, hvað ræður hans
snertir, >þar er hann alkunnur; við
þökkum báðum prestunum fyrir
staifið, og óskum þeim góðs og far-
sæls nýárs.
Nýrœktí Biskupstungum
Á allra síðustu árum hefir ný-
ræktin farið mjög í vöxt á Suður-
Iandsundirlendinu, eins og víða
annars staðar.
í Biskupstungum voru í sumar
70 dagsláttur teknar til ræktunar.
Mest voru teknar 10 dagsláttur á
einum bæ, Torfastöðum, hjá séra
Eiríki Stefánssyni. En margir
bændur tóku þetta 2—3 dagslátt-
ur nýræktar.
Verkið var framkvæmt þarna á
mismunandi hátt. Sveinn Jóns-
son, er keypti einn þúfnabanann,
tætti þara; unnið var að hei’fingu
með Fordson dráttarvél, og eins
var unnið með hestum. Mætti
anra fá glöggan samanburð á því,
hver vinsjuaðferðin er ódýrust.
þegar öll kurl koma til grafar.
Áður en jarðræktahlögin komu
til framkvæmda, var dauft yfir
ræktunarmálunum; í Biskupstung-
um, sem víða annars staðar. Jarð-
ræktarlögin hafa þar ýtt undir
menn til framkvæmda, og er von-
andi að áframhaldið verði nú
eindregið.
B|únaðarfélag hreppsins hefir
haft forgöngu í ræktunarmálun-
um. Hefir Þorsteinn Þórarinsson
á Drumoddsstöðum verið formað-
ur félagsins um langt skeið. Áður
en jarðræktarlögin komu til sög-
unnar, með styrkveitingar sínar,
var Þorsteinn mesti jarðabóta-
maðurinn þar um slóðir. Hefir
hann á undanförnum árum unnið
á 4. þús. dagsverk að jarðabótum,
auk húsabóta. Hefir hann stór-
lega bætt bæði tún og engjar,
Áveituskilyrði eru þar léleg. En
með litlu aðrenslisvatni úr nær-
liggjandi mýrum, hetfir honum
tekist að bæta engjarnar. Vegna
þess hve vatnið er frjóefnasnautt,
hefir hann tekið upp þá aðferð,
að veita á sömu spildurnar aðeins
annað hvert ár, og slá þær ekki
nema áveituárið. — Þorsteinn er
leiguliði og hefir einskis styrks
notið til jarðarumbóta undanfar-
in ár.—Mbl. >
Meðalið undraverða, sem maður and-
ar að sér til að lækna vetrar
25<v
.B0XS*
| h\eíi^ og hóstann.
\j/ j Handhægt meðal, töflur vafðar í i
silf-
urpappír. Hættuminni og áhrifa-
meiri en meðalablanda.
Svo sagði unga fólkið við mig,
að mér hefði gleymst að geta þess,
að það sé víðvarp (radio) í þó
nokkrum húsum; þau sýna framför
þar sem það er, því það tekur tals-
verða peninga, að kaupa slikt í
húsin, þó eg ekki greini húsin eða
hlutaðeigendur. — Þá er seinast,
en ekki °ízt að geta þess, að einn af
frumherjunum féll í valinn, merk
isbóndinn Helgi Árnason; hann dó
klukkan 2 nóttina til 16. þ. m. Eg
man ekki til, að dauðinn hafi
höggvið eins stórt skarð í frum-
byggjahóp þesarar bygðar, sem
næstliðið ár.. Svo er byrjað tíman-
lega þetta árið líka. Enginn veit,
hver nú verður næstur.
Churchbridge í janúar 1928.
B. Jónsson.
INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS
Amaranth, Man...............................B. G. Kjartanson.
Akra, N. Dakota..............................B. S. Thorvardson.
Árborg, Man............................................Tryggvi Ingjaldson.
Arnes, Man..................................................F. Finnbogason.
Baldur, Man......................................O. Anderson.
Bantry, N.Dakota...........................Sigurður Jónsson.
Beckville, Man..............................B. G. Kjartanson.
Bellingham, Wash.........................Thorgeir Símonarson.
Belmont, Man.....................................O. Anderson
Bifröst, Man...............................Tryggvi Ingjaldson.
Blaine, Wash.............................Thorgeir Simonarson.
Bredenbury, Sask...........................................S. Loptson
Brown, Man......................................J- S. Gillis.
Cavalier, N. Dakota.......................B. S. Thorvardson.
Churchbridge, Sask..........................................S. Loptson.
Cypress River, Man.........................F. S. Frederickson.
Dolly Bay, Man. .. .........................Ólafur Thorlacius.
Edinburg, N. Dakota.........................Jónas S. Bergmann.
Elfros, Sask........................Goodmundson, Mrs. J. II.
Foam Lake, Sask............................Guðmundur Johnson.
Framnes, Man............................................Tryggvi Ingjaldson.
Garðar, N. Dakota.........................Jónas S. Bergmann.
Gardena, N. Dakota.........................Sigurður Jónsson.
Gerald, Sask.................................................C. Paulson.
Geysir, Man...............................Tryggvi Ingjaldsson
Gimli, Man.................................... F. O. Lyngdal
Glenooro, Man............................... F. S. Fredrickson.
Glenora, Man.....................................O. Anderson.
Hallson. N. Dakota.........................Col. Paul Johnson.
Hayland, Man...............................................Kr. Pjetursson.
Hecla, Man..................................Gunnar. Tómasson.
Hensel, N. Dakota............................Joseph Einarson.
Hnausa, Man..................................F. Finnbogason.
Hove, Man.......................................A. J. Skagfeld.
Howardville, Man...........................Th. Thorarinston.
Húsavik, Man......................................G. Sölvason.
Ivanhoe, Minn........................................ B. Jones.
Kristnes, Sask.................................Gunnar Laxdal.
Langruth, Man.............................John Valdimarson.
Leslie, Sask.....................................Jón Ólafson.
Lundar, Man................................................S. Einarson.
Lögberg, Sask.....................................S. Loptson.
Marshall, Minn.......................................B. Jones.
Markerville, Alta.......................... . . O. Sigurdson.
Maryhill, Man.........................|.........S. Einarson.
Minneota, Minn....................................... B. Jones.
Mountain, N. Dakota........................ Col. Paul Johnson.
Mozart, Sask..................................H. B. Grímson.
Narrows, Man..................................Kr Pjetursson.
Nes. Man...................................................F. Finnbogason.
Oak Point, Man................................A. J. Skagfeld.
Oakview, Man................................ólafur Thorlacius.
Otto, Man........................................S. Einarson.
Pembina, N. Dakota...............................G. V. Leifur.
Point Roberts, Wash....................'........S. J. Myrdal.
Red Deer, Alta.................................O. Sigurdson.
Reykjavik, Man.................................Árni Paulson.
Riverton, Man.........r............... .. .. Th. Thorarinsson.
Seattle Wash.....................................J. J. Middal.
Selkirk, Man.....................................G. Sölvason.
Siglunes, Man.................................Kr. Pjetursson.
Silver Bay, Man..............................Ólafur Thorlacius.
Svold, N. Dakota...........................B. S. Thorvardson.
Swan River, Man................................J. A. Vopni.
Tantallon,- Sask...................................C. Paulson.
Upham, N. Dakota............................Sigurður Jónsson
Vancouver, B. C............................................A. Frederickson.
Viðir, Man..............................Tryggvi Ingjaldsson.
Vogar, Man.....................................Guðm. Jónsson.
Westbourne, Man..........................................Jón Valdimarsson
Winnipeg, Man............................,\.....E. J. Oliver.
Winnipeg Beach, Man.............................G. Sölvason.
Winnipegosis, Man.....................Finnbogi Hjálmarsson.
Wynyard, Sask.............................Gunnar Johannsson.
MACD0NALDS
EísieCut
Bezta Tóbakið Fyrir Þá, Scm
Búa til Sína Eigin Vindlinga.
Með Hverjiun Pakka
ZIGZAG
Vindlinga Pappír ókeypis.
5. des. 1928.
Hr. Friðrik Stephánsson,
Box 3172, Winnipeg,
Manitoba, Canada.
Kæri góði vinur:—
Eg sendi þér, og sumum vinum
okkar beggja, kveðju, sem eg vildi
að væri nægilega hlýleg og glað-
leg, svo boðleg væri dala-börnum
“Fjallkonunnar” — þeim, sem að
geta sér beztan orðstír. — Svo sem
fyrir hvað? i— Fyrir einlægni, góð-
víld og spámanns gáfur með speki.
•
A. K. gerir sér ekki skáldlegar
vonir, um ríkulegar jólagjafir, frá
veggjasmiðum, af neinu tagi, —
hvorki steinleggjurum, né trésmið-
um. En einhvers staðar kunna að
hýrast gamlir kunningjar — gaml-
ir ferðafélagar, sem senda vildu
nýárs óskir. Þess vegna set eg hér
utanáskrift mína:
82 River Side Drive,
New York City, N. Y.
Svo guða eg á skjáinn á Ethelbert
stræti, hjá honum Friðrik, sem hó-
aði svo hátt í Hör^árdals fjölum,
að bergmálaði í Klettafjöllum, —
og ær og kýr tóku til sín, — vissu
að ekki var til setu boðið í Flögu-
landi. — “Flögulandið virðist vel,
víðir kvista líta má.” —
Hátt eg hrópa á hlýra af snæ.
__Hvað er fólk að dreyma?
Hér sé guð, og gleði í BÆ
HVAR ERU BÖRNIN —
Heima!”
Aðalsteinn Kristjánsson.
Murtan í Þingvallavatni
Hingað til hefir eigi þótt full-
vissa fengin um það, hvort
“murtan” í Þingvallavatni væri
sérstök silungstegund eða aðeins
ungviði bleikjunnar. Því var það,
að vísindamenn tóku sig til í fyrra
haust og merktu nokkur þúsund
lifandi murtu með gljáandi málm-
plötu; var þeim síðan slept aftur
í vatnið. Nokkuð af murtum þess-
um veiddist aftur sama haust-
ið, en af þeirri veiði varð enginn
ví«indalegur árangur, þar sem svo
skamt var um liðið, síðan murt-
unni hafði verið slept.
1 haust væntu menn, að einhver
hver árangur fengist, en sú von
brást með öllu. Að vísu var murtu-
veiði meiri í Þingvallavatni en
dæmi voru til í manna minnum, en
svo undarlega bar við, að engin
einasta merkt murta veiddist, svo
að vart yrði. Furðaði menn á
þessu, bæði vísindamenn og aðra,
og vissu engir hverju sætti. Þykir
nú eigi annað líklegra, heldur en
urriði hafi elt uppi og etið alla
murtuna, er merkt var, af því að
glitrandi málmplöturnar hafi
gengið honum í augu niðri í vatns-
djúpinu.
Þurfa nú vísindin að yrkja á
nýjan stofn, til þess að ráða gát-
una um vöxt og aldur murtunnar í
Þingvallavatni. — Veiðimaður.
Rosedale Kol
Lump $12.00 Stove $11.00
FORD COKE $15.50 ton
SCRANTON HARDKOL
POCA LUMP og
CANMORE BRICQUETS
Thomas Jackson & Sons
370 COLONY ST.
PHONE: 37 021
nMARTIN & CO.
*
Aður en vörutalning fer fram—
Otsala a kjölum
Stórkostleg verðlœkkun
og allra hægustu borgunarskilmálar
a ,ír í i iUTIHOND
20 vikur að borga
'Ð
Safnið myndunum í
Pakkanum
N
I
Fáið þér hvaða kjól, sem er í
búð vorri, alt að $25,CO virði
KJOLAR
Stórkostlegt úrval af gerðum, litum og allar stoerðir
KJÓLAR KJÓLAR
sem kosta alt að $24.00 sem kosta alt að $35:00
Færðir niður í Færðir niður í
$1*75 $19-75
Búðin opin á laugardagskveldum til kl. 10
MARTIN & CO.
Easy Payment Plan
Á öðru gólfi í Winnipeg Piano Bldg. Portage og Hargrave
L. Harland, ráðsmaður.