Lögberg - 24.01.1929, Síða 8
Bls. 8.
LÖGBERG FIMTUDAGINN 24. JANÚAR 1929.
RoblnHood
FIjOUR
Trygt með ábyggilegri
endur-greiðslu tryggingu
og þar að auki 1 0 prc. —
G etið að tryggingaskjal-
inu í hverjum poka.--------
„
int
Sunnudagsmorg'uninn, þann 23.
des. s. 1., andaðist í 'Winnipeg
Gunnar Gíslason Sigmundsson, frá
Grund í Geysis-bygð í Nýja íslandi.
Hann var yngsti sonur hjónanna
Sigmundar Gunnarssonar og konu
hans, Jónínu Guðrúnar Jónsdóttur.
Gunnar heitinn var fæddur 27. júní
1892, á Seyðisfirði, en kom ungur
til Iþessa lands ásamt foreldrum
sínum. Banamein hans var inn-
vortis sjúkdómur, er hann hafði
þjáðst í þrjú ár. Sýndi hann
frábært þrek og þolinmæði í sjúk-
dómsbaráttunni. Ávalt hafði hann
verið með foreldrum sínum og
lílt að heiman farið. Einkar vel
kyntur og hvers manns hugljúfi
talinn af þeim, er bezt þektu til.
Hann var jarðsunginn þann 27.
des. Fjölmenti cfólk mjög bæði
við kveðjuathöfnina í heimahús-
um og við kirkju Geysis-safnaðar.
—Hans er sárt saknað af öldruð-
um foreldrum, tveimur bræðrum
og tveimur systrum, og tveimur
fóstursystrum, og hópi vina og
kunningja. S. Ó.
Veitið athygli auglýsingu um
sjónleik þann, sem leikinn verður
af hálfu Goodtemplarastúknanna,
Heklu og Skuldar. Leikurinn mun
mörgum kunnur, er hann þýddur
úr ensku og mun fólki veitast á-
ánægjuleg kvöldstund auk tæki-
færis til að stykja gott málefni.—
Gelymið hvorki stund né stað.
Hinn 19. þ. m. andaðist á Al-
menna spítalanum hér í borginni,
Mrs. Anna Hördal, kona Svein-
bjarnar Hördal að Riverton, Man.
Var líkið sent frá útfararstofu A.
S. Bardals til Winnipeg Beach, og
fór jarðarförin þar fram. Séra
Sigurður ólafsson jarðsöng.
Messuboð. — Næsta sunnudag:
Kandahar kl. 2 e. h., Elfros kl.
7.30 — báðar messurnar á ensku.
Það var upphaflega ætlast til, að
sú fyrri yrði á íslenzku og yrði
nýársguðsþjónusta, en sú breyt-
ing hefir orðið, að enskt mál verð-
ur notað og guðs'þjónustan algeng.
Fjölmennið á báðar, íslendingar,
og látið aðra vita. Vinsamleg-
ast. C. J. Olson.
Winnipeg var kaldasti staður-
inn í Vestur-Canada á föstudags-
kveldið og laugardagsmorguninn
í síðustu viku, þeirra er regluleg-
ar veðurathuganir hafa. Ekki var
frostið samt nema rúm tuttugu
stig neðan við zero, en jafnvel
norður í The Pas, var ekki nærri
svo kalt.
Á fundi, sem stúkan Vínland,
Nr. 1146, C. O. F., hélt þann 15.
þ. m., voru eftirfylgjandi embætt-
ismenn kosnir fyrir þetta ár:
C. R.: J. J. Vopni.
V.C.R.: Gunnl. Jóhannsson.
R. S.: P. S. Dalman.
F. S.: S. Pálmason.
Treas.: B. M. Long.
Chapl.: G. H. Hjaltalín.
S. W.: M. Johnon.
J. W.: J. Josephson.
S. B.: S. Johnson.
J. B.: Mafnússon.
Phys.: B. J. Brandson.
Aud.: A. G. Poulson, B. Magn-
ússon.
Stefán A. Johnson, prentari, til
heimilis að 860 Home St., hér i
borginni, andaðist á fimtudaginn
í vikunni sem leið, hinn 17. þ. m.,
eftir langvarandi veikindi. Hann
var 46 ára að aldri.xKom á barns-
aldri frá íslandi og átti heima í
Winnipeg næstum alt af eftir það.
Hann lætur eftir sig ekkju og þrjú
börn. Jarðarförin fór fram á
mánudaginn frá Fyrstu lútersku
kirkju. Dr. Björn B. Jónsson
jarðsöng.
Til sölu nýjar ‘raritets’ rjóma-
skilvindur — Frekari upplýsingar
fást hjá G. S. Guðmundssyni, að
Arborg, Man.
Til sölu húsið 724 Beverley St.,
Winnipeg, 10 herbergi, (5 stór
svefnherbergi og eitt minna), alt
í góðu lagi, harðviðargólf niðri,
rafeldavél og Hot Air Furnace,
lóðirí 75 fet. Verðið vægt og góð-
ir skilmálar. — S. Sigurjónsson,
724 Beverley St.. Ph. 87524.
Séra Jóhann Bjarnason flytur
guðsþjónustu í Keewatin, Ont.,
sunnudaginn þann 27. þ. m. Er
þess vænst, að íslendingar á þeim
stöðvum fjölmenni.
Vantar bæjareign,
íveruhús til kaups eða rentu, ná-
lægt vesturenda, með fjögur stór
svefnherbergi, eldstæði og önnur
gögn í góðu lagi. Skrifið til P. 0.
Box nr. 48, Árborg, Man.
GJAFIR
til Jóns Bjarnasonar skóla.
John Gislason, Bredenbury $10.00
T. J. Gislason, Brown .... 20.00
J. M. Gíslason, Brown ..... 3.00
Rose Josephson, Cyp. River 5.00
J. A. Johnson, Minneota .... 5.00
Court Isafold No. 1048, I.O.F.
per S. Sig............... 4.00
Proceeds of Silver Tea, held by
Teachers and Students of
the Academy, jan. 18, ’29 46.00
Með vinsamlegu þakklæti,
S. W. Melsted, gjaldk.
Séra Jóhann Bjarnason biður
þá, er hafa keypt blaðið “Bjarma”
fyrir hans milligöngu, á undan-
förnum árum, að snúa sér nú og
framvegis í því efni til hr. Sigur-
björns Sigurjónsonar, 724 Bever-
ley St., Winnipeg, er nú hefir að-
al umboðsölu blaðsins í Vestur-
heimi. Allir þeir, sem skulda
“Bjarma” að fornu eða nýju, eru
beðnir að greiða skuldir sínar hið
fyrsta að auðið er. Nokkurir eru
í gamalli og margra ára skuld við
blaðið og þyrftu þeir hinir sömu
að semja um greiðslu á þeim
skuldum, ef þeír eru ekki reiðu-
búnir að greiða þær þegar í stað.
Vantar mann til að keyra út
mjólk og ýmislegt fleira að gera.
Hann verður að vera almennileg-
heitamaður.
Oak Dairy, Sidney Ave.,
East Kildonan.
Jónas Jónasson.
VEITIÐ ATHYGLI!
Tvö Scholarships við einn elzta
og fullkomnasta verzlunarskóla
hér í borginni, fást keypt nú þeg-
ar á skrifstofu Lögbergs. Leitið
upplýsinga sem allra fyrst, það
sparar yður peninga.
ALMANAK 1929.
Innihald:
Almanaksmánuðir og um tfmatalið;
Mynd frá pingvöllum; John Bunyan,
með mynd, priggja alda minning, eft-
ir Richard Beck; Henri Dunant, stofn-
andi Rauðakro«sfélag3Íns; Aldarminn- i
ing, með mynd; Samuel Plimsoll, "sjó- j
mannavinur”; Safn til landnáms- |
sögu Islendinga í Vesturheimi, íslend- J
ingar á Kyrrahafsströndinni, með
myndum, samið hefir Margrét J. Bene- i
dictsson; íslenzkar sagnir: Otúel l
Vagnsson, eftir Jön Kristjánsson; Brot I
úr ferðasögum, eftir Eirík Rafnkelsson, '
ritað eftir sjálfs hans fyrirsögn af G. ;
Amasyni; Lög um friðun pingvalla: i
Hversu marglr menn geta lifað á jörð- j
inni; 1930, eftir Sig. Júl. Jöhannesson; j
Safn af fiðrildum;; Helztu viðburðir og !
mannalát.
Verð 50 cents.
Ólafur 8. Thoraeirxson,
674 Sargent Ave., Winnipeg.
Mr. Sveinn Thompson frá Sel-
kirk, var staddur í borginni á
föstudaginn í vikunni sem leið.
‘Geysir”, íslenzka bakaríið, 724
Sargent Ave., talsími 37 476. —
Tvíbökur seldar nú á 20c. pundið
þegar tekin eru 20 pund eða meira
Kringlur á 16 cent. Pantanir frá
löndum mínum úti á landi fá
fljóta og góða afgreiðslu.
G. P Thordarson.
Messuboð. — Séra Sigurður Ól-
aifsson, flytur guðsþjónustu í Riv-
erton, klukkan 2 e. h., sunnudag-
inn þann 27. jan. 1929.
Miss Dósía Halldórsson, fór á
laugardaginn suður ti'l Banda-
ríkja, í kynnisför til systkina
sinna, er þar eiga heima, önnu í
Spanish Fork, Utah, og Mr. Hall-
dórs Halldórssonar, fasteignasala
í Los Angeles. Mestan tímann
ráðgerði hún að dvelja hjá bróð-
ur sínum, og bjóst við að verða
að heiman um þriggja mánaða
tíma.
í síðasta blaði misprentaðist
tala, þar sem sagt var að Agnar
Magnússon, hefði gefið fátæku,
norsku konunni $1. Átti að vera
$5.00.
1 síðustu viku voru staddir í
borginni, í erindum fyrir Bifröst-
sveit, oddvitinn, Mr. S. Thorvald-
son, og sveitarnefndarmennirnir
Jón Sigurðsson, B. J. Lifman og
Marteinn Jónasson.
í æfiminningu þeirri, er í síð-
asta Lögbergi birtist um önnu
sál. Sigurðsson, hafa kommur á
röngum stað, truflað réttnefni
barn%hennar. Þannig skulu nöfn-
Anna, 3. Guðrún Mildred, 4. Jón
in 'lesast: 1. Sigurður, 2. Sigrún
Elmer, og 5. Lois Margrét.
Mr. Thordur Thordarson, kaup-
maður að Gimli, var staddur í
borginni í vikunni sem leið.
Mr. Brynjólfur Thorláksson söng-
kennari, er staddur í borginni um
þessar mundir.
Gjafir til Betel.
Áheit frá ónefndum í Winnipeg
$2. — 1 síðasta blaði var J. K.
Sigurðsson kvittaður fyrir $2.00,
en átti að vera $5.00.
Fyrir gjafirnar er þakkað,
J. Jóhannesson, féh.
675 McDermot Ave.
Mr. Jón Freysteinsson frá
Churchbridge, Sask., er staddur í
birginni þessa dagana.
Hr. Pétur Anderson, forstjóri
orth West kornverzlunarinnar
hér í borginni, lagði af stað áleið-
is til Pýzkalands sér til heilsubótar,
síoastliðinn miðvikudag.
PRINCESS FLOWER SHOP
Laus blóm—Blóm í pottum
Blómskraut fyrir öll tækifæri
Sérstakl. fyrir jarðarfarir.
412 Portage at Kenned. 87 876
BJÖRG FREDERICKSON
Teacher of Piano
Ste 8, Acadia Apts. Victor St.
Telephone: 30 154
Hænu ungar, sem verða beztu
varphænur í Canada; ábyrgst að
ungarnir komi allir lifandi. Skýrsla
um kyn unganna látin fylgja Þeim.
Ýmsar tegundir, svo sem Leghorns,
Barred Rocks, Reds, Anconas, Min-
orcas, Wyandottes, Orpingtons 12
mánaða tilsögn kostnaðarlaust. Út-
ungunarvélar og áhöld til að ala
upp ungana. ókeypis verðlisti.
Alex. Taylor’s Hatchery, 362 Furby
St., Winnipeg, Man.
Jarðhiti-aflgjaíi
Víða um heim eru menn nú
farnir að taka jarðhitann í þjón-
ustu sína.
Þýzkur blaðamaður, hr. Gustav
Buchheim hefir sent Mgbl. eftir-
farandi grein til birtingar. ,
Dr. Immanuel Friedlander hef-
ir nú um nokkurra ára skeið
starfrækt rannsóknarstöð i Neapel,
er rannsakar alt, er að eldfjöllum
lýttur.
Rannsóknir hans eru ekki að-
eins vísindalegar, heldur vinnur
hann að því, að menn geti haft
þeirra praktisk not í atvinnulíf-
inu.
Einn af aðtsoðarmönnum hans,
A. Pittmann, hefir nýlega skrif-
að grein í náttúrufræðilegt tíma-
rit um rannsóknir þessar.
Fyrir nokkru síðan byrjuðu
menn að nota sér jarðhitann. —
Friedlander sá t. d. í Hokkaldo i
Japan, að þorp eitt var hitað með
jarðhitaveitu.
Það er og kunnugt, að íslending-
ar eru byrjaðir að hita hús með
jarðhita.
Jarðhiti var fyrst notaður í stór-
um stíl í ítalíu. í Töskana er um
30 ferkílómetra stórt hverasvæði.
í hverum þessum öllum er mikið
af bórsýru.
Ginori Conti fursti gekst fyrir
því, að byrjað yrði þarna á bór-
sýruvinslu. Afurðirnar þaðan
náðu hylli á heimsmarkaðinum,
þrátt fyrir samkepnina frá Ame-
ríku.
Fyrir nál. 25 árum síðan byrj-
aði Ginori Conti á því að nota
hveragufuna til þess að reka litla
gufuvél. Var síðan haldið áfram
á sömu braut. Árið 1914 rak
hveragufan þarna vélar, er fram-
leiddu 2200 kílówött, en nú fá
menn þarna 12,000 kílówött úr
gufuknúðum rafmagnsvélum. Fyr-
ir forgöngu Contis hefir tekist
þarna fullkomlega að beizla
hveragufuna.
Víða um ’heim eru hverir, sem
hægt er að nota sem aflgjafa, m.
a. í Sonora-héraði í Califomíu, i
Chile, í hollenzku nýlendum Nýja
Sjálands, og þó einkum í Japan.
í Sonora eru menn byrjaðir á
borunum með sama hætti og gerð-
ar voru í Toskana. Menn hafa
þar hitt allmargar gufuæðar í
jörðinni. — Úr einni slikri gufu-
æð streymir 8,300 kg. af gufu á
klst. með 2.5 kg. þrýsting á m. —
Gufa þessi gæti framleitt um 900
kílówött. Menn gera sér einnig
vonir um, að ‘hægt verði að beizla
hveraorkuna í hollenzku héruðum
Indlands. Virðast staðhættir þar
vera góðir.
iPittmann lýkur máli sinu með
því, að segja, að hann vonist eft-
ir því að þeir tímar komi, að menn
taki sig til í Þýzkalandi og bori
þar eftir jarðhita, því eigi sé
vonlaust um, að hin fólgna orka
jarðar geti þar 'hrint af stað nýj-
um iðngreinum. — Mgbl.
Guttormur Vigfússon
Dáinn 27. desember 1928.
Fregnin um andlát hans kom ekki
á óvart þeim mönnum, er til þektu.
Guttormur var maður mjög við
alclur og var þrotinn að heilsu hið
síðasta misseri.
Hann var fæddur í Geitagerði 8.
ágúst iC$o og voru foreldrar hans
alþm. Vigfússonar prests Árnason-
Vigfús bóndi þar Guttormsson,
ar að Valþjófsstað og Margrét
Þorkelsdóttir prests að Staðarfelli.
Guttormur var með fyrstu mönn-
um hér á landi, sem búnaðarnám
stunduðu erlendis. Var hann á
búnaðarskóla í Noregi hálft þriðja
ár og siSan 1 ár á Landbúnaðarhá-
skólanum í Höfn.
Eftir að hann kom úr utanför
sinni varð hann kennari við Möðru-
vallarskóla, sem þá var nýstofnað-
ur, veturinn 1880—1881.
Hann var skólastjóri við bún-
aðarskólann á Eiðum frá árinu 1883
—88, en fór þá að búa á Strönd á
Völlum og bjó þar til ársins 1894,
en síðan í Geitagerði í Fjótsdal.
Guttormur kvæntist árið 1883
Sigriði Sigmundsdóttur, bórída
F’álssonar á Ljótsstöðum í Skaga-
firði. Varð þeim átta barna auð-
ið og eru þau öll uppkomin og hin
mannvænlegustu. Hafa þau tekið
sér ættarnafnið Þormar, og eru
þau, sem hér segir: Páll kaupmað-
úr á Norðfirði, Vigfús bóndi í
Geitagerði, Stefán til heimilis í
Geitagerði, Sigmar bóndi á Klaustri,
Arnheiður, Þorvarður, prestur í
Laufási, Geir tréskurðarmaður á
Akureyri og Andrés, gjaldkeri
Landssimans í Reykjavík. Auk
þess ólu þau hjónin upp tvö fóstur-
börn.
Guttormur varð snemma við
opinber mál riðinn, fyrst heima í
ROSE
THEATRE
Sargent and Arlington
Fallegasta leikhúsið í vest-
urhluta borgarinnar.
Fimtud. Föstud. Laugard.
Þessa viku
Mikil tvígild sýning
“SHARP SHOOTERS”
Leikið af
Gergoe O’Brien og
Lois Moran
og einnig
“PAJAMAS”
leikið af
Olive Borden
“Yellow Cameo No. 7”
Mánud. Þriðjud. Miðvikud.
næstu viku.
Corinne Griffith í
“THE GARDEN OF EDEN”
Þvílík líka mynd, sem þú
munt undrast
Gaman Fréttir
héraði í hreppsnefnd og sýslunefnd
og síðar sem þingmaður. Var
hann þingmaður Sunnmýlinga i 15
ár, frá 1893 til 1908. Bauð hann
sig þá fram í Norður-Múlasýslu, en
við þær kosningar biðu heimastjórn-
armenn ósigur mi'kinn og féll Gutt-
ormur.
Guttormur þótti mjög nýtur
þingmaður, starfhæfur og áhuga-
samur og hverjum manni vinsælli
Var svo um Gottorm fram til hins
síðasta að stjórnmálaáhugi hans
var með afbrigðum. Hann hafði
nokkur siðustu árin ekki getað les-
ið á bók vegna sjóndepru, sem
stöðugt ágerðist svo að við fullri
blindu lá seinustu árin, en þó mun
leitun á manni, sem fylgdist betur
með í öllu sem gerðist á stjórn-
málasviðinu. Lét hann lesa sér
blöð og þingtíðindi og sótti mann-
fundi og tók fullan þátt í umræð-
um alt fram á síðasta aldursár sitt.
Guttormur var mjög einarður í
skoðunum, enda var hann hrein-
lyndur maður, vinfastur og trygg-
ur við menn og málefni. Hann
mun hafa átt lengst við þröngan
efnahag að búa, en héít þó jafnan
fullri rausn.
Með Guttormi í Géitagerði er
hniginn til moldar mjög merkur
maður, hann var góðum hæfileik-
um búinn, mannkostamaður mesti
og brennandi áhugamaður. Hon-
um varð alt til vina og um flesta
hluti var hann gæfumaður.
Hann varð riddari af fálkaorð-
unni fyrir skemstu.
Skák
“Skák og mát!” sogðu þeir sum-
ir, sem komu saman í Jóns
Jóns Bjarnasonar skóla fimtudag-
17. júní, að kveldi dags.
Nú er verið að endurreisa tafl-
félagið “ísland”, sem legið hefir í
dái rúm þrjú ár. íslendingar hafa
ávalt unnað tafllistinni og fæstir
munu hafa gleymt því, að sam-
landi okkar, Magnús Smith, var
um eitt skeið taflkappi Canada.
Sömuleiðis vann taflgarpurinn
Guðjón Kristjánsson meistaratign
Canada í bréflegum töflum.
Taflfélagið “ísland” starfaði
ekki nema um eins árs tímabil, en
þó urðu félagar þess þá strax öll-
um klúbbum Winniþegborgar yf-
irsterkari.
Fimtudaginn 24. janúar, kl. 8
t. h., verður aftur taflfundur í
Jóns Bjarnasonar skóla. Nauð-
synlegar ráðstafanir verða þá
gjörðar fyrir starfrækslu félags-
ins, en síðan tekið til óspiltra mál-
anna og teflt svo lengi, sem tími
leyfir.
Fyrir hönd þeirra, sem sóttu
fundinn föstudaginn 17. jan.
M.
Rose Leikhúsið.
George O’Bren og Lois Moran
leika framúrsakarandi ve'l saman
í leiknum “Sharp Shooters”, sem
sýndur verður í Rose leikhúsinu
þrjá síðustu dagana af þesari
viku. Eirínig verður kvikmjmdin
“Pajamas” sýnd þar sem þau
Lawrence Grey 0g Olive Borden
leika hvert með öðru ágæta vel.
Charles Ray, sem er alþektur
leikari, leikur aðal hlutverkið í
leiknum “The Garden of Eden”,
fyrstu þrjá dagana af næstu viku.
Lowell Sherman og Edward Mar-
tindel taka einnig þátt í þessum
leik.
RAMONA BEAUTY PARLOR
íslenzkar stúlkur og konur. Þeg-
ar þið þurfið að klipa, þvo eða
laga hárið, eða skera eða fága
neglur, þá komið til okkar. Alt
verk ábyrgst. Sanngjarnt verð.
261 Notre Dame Ave.
Simi: 29 409
Inga Stevenson. Adelaide
Jörundson.
Continuous
Daily
2-1 1 p.m.
Telephone 87 025
Wonderland
Saturday
Show
starts 1 p.m
FIMTUD. FÖSTUD. LAUG ARD. þessa vilku
MILTON SILLS
in “Hard-Boiled Haggerty”
Comedy and Tarzan
MÁNUD., ÞRIDJUD. MIDVIKUD. 28. 29. 30. jan.
NORMA SHEARER
in “The Latest from Paris”
Collegians No. 2 and Screen Snapshots Telephone 87 02S
a
Lifiilhiftlhiouse Nam
Sjónleikur í þrem þáttum, verður sýndur í Good Templars
Hall, Cor. Sargent og McGee, St. 28. og 29. jan.
Byrjar stundvíslega kl. 8 e. h. bæði kveldin.
Inngangur 50 c. fyrir fullorðna og 25c fyrir börn innan 12 ára.
Fjölmennið.
99 ástavísur
Eftir Kristjón Jónsson,
Reykjavík, 1928.
Allra laglegustu vísur yfirleitt,
sumar ágætar, aðrar lakari, engin
kostalaus með öllu. Efnið er
hugðnæmt en ekki fjölbreytt í
venjulegum skilningi, en ástin
hefir margar hliðar og gefur
skáldum mjög færi á sér, 0g eng-
inn má án hennar vera, því að:
Ást er dropi lífs af lind,
leikur, þrá og styrkur.
Ástleysi er sorg og synd,
svívirðing og myrkur.
Og ástin á sér ætíð eitthvert tak-
mark, ef ekki í sjálfri sér, þá
eitthvert ytra mark, sem hún
stefnir að:
Munar værsta minning stært,
mögnuð kærstum vonum, —
leitar 'hæst og flýgur fjærst
í faðm á glæstum konum.
—En sparlega verður þó að fara
með ástina, því ekki er víst að
hún sé óþrjótandi, og ilt að hafa
ekkert upp á að hlaupa, ef hana
þrýtur með öllu:
Mannlífs yfir ólgusjó
ástina þarf að spara.
Altaf er gott að eiga þó
eitthvað ‘■ér til vara.
Djúpum söknuði lýsir þessi vísa
og ekki að ástæðulausu:
Öls við könnu oft hjá lýð
ungur svanni veitti koss;
nú er önnur orðin tíð,
alt er bannað lífsins hnoss.
Stundum finst skáldinu nóg um
allar giftingarnar og trúlofanirn-
ar og beygurinn við þjóðnýtingu
kemur upp í huga hans:
Ýmsir lofast ait um kring,
aðrir brúðkaup halda;
það er að verða þjóðnýting
þessi kæríeiksalda.
Loks huggar hann sig við þetta:
Þá eg hér úr heimi fer,
heljar píndur máti,
vona eg einhver yfir mér
yngismeyjan gráti.
Og það má segja, að yngismeyj-
arnar vilji litlu launa skáldi sínu,
ef þær vilja ekki unna honum
þessarar sæmdar. Hvað myndi þá,
ef til meira væri mælst?
Stökur þessar sóma sér yfirleitt
vel, þær eru yfirlætislausar en
raungóðar. íslenzkur alþýðu-
kveðskapur á hagan liðsmann, þar
sem Kristjón er.
Kverið er að vöxtunum ti'l helm-
ingur auglýsingar. Af því mér er
ókunnugt um efnahag útgefand-
ans, get eg ekki verið að amast við
því. G. J.
—Mgbl.
Þjóðareinkenni
Blaðamaður einn í London spurði
nýlega veitingaþjón á einu gisti-
húsi borgarinnar, hvaða efnkenni
hann sæi á gestum hótelsins eft-
ir því hverrar þjóðar þeir væri.
Kvaðst þjónninn alt af geta séð
það á mönnum, hvort * þeir væri
Þjóðverjar, Frakkar eða Norður-
landamenn. Þjóðverjar eru þung-
lamalegir, með þýkt 'hár; Norður-
landamenn hvassir á svip og ein-
beittir, Frakkar litlir vexti og
snotrir, og baða út höndum þegar
þeir tala. Það er líka hægt að
þekkja þá á því, hvað þeir drekka,
Englendingar drekka “cocktail”
fyrst, síðan ekki annað en kampa-
vin. Frakkar þurfa að fá sér-
stakt vín með hverjum rétti mat-
ar. Þjóðverjar drekka öl, en Norð-
uralndabúar hvolfa í sig ósköpum
öllum af spiritus, fig láta sér á
sama standa, ’hvaða tegundir það
eru. — Mgbl.
Frá Islandi.
Reykjavík, 21. des. ’28.
Þýzkur botnvörpungur rakst á
grunn nálægt Yigur á þriðjudag-
inn og er talinn strandaður. Kvað
hafa vilst, en ætlað til ísaf jarðar.
Kl. um 4 í fyrrnótt varð vart við
eld í bifreiðaskúr B. M. Sæþergs i
Hafnarfirði. Voru 5 bifreiðar í
skúrnum og brunnu þær allar með
skúrnum. Átti Sæberg 4 bifreið-
arnar, 2 fólksflutniniga og 2 vöru-
flutninga, og voru þær allar vá-
trygðar. Eina bifreiðina (vörufl.)
átti Guðmundur Guðmundsson bif-
rstj. í Hafnarfirði; var hún óvá-
trygð og hlaðin fiski (upsa). —
Engu varð bjargað úr skúrnum,
svo að tjón hefir orðið mikið. Var
hafin réttarrannsókn í gær út af
bruna þessum, en ekkert upplýst-
ist um upptök eldsins.—Mgbl.
A Strong, Reliable
Business School
UPWARD OF 2000 ICELANDIC STUDENTS HAVE
ATTENDED THIS COLLEGE SINCE 1909.
The Success College, of Winnipeg, is a strong,
reliable school—its superior service has resulted
in its annual enrollment greatly exceeding the
yearly attendance of all other Business Colleges
in the whole Province of Manitoba. Open all
the year. Enroll at any time. Write for free
prospectus.
BUSINESS COLLEGE, Limited
385x/2 Portage Ave. — Áinnipeg, Man.