Lögberg - 07.02.1929, Blaðsíða 1

Lögberg - 07.02.1929, Blaðsíða 1
PHONE: 86 311 For Service and Satisfaction lift PHONE: 86 311 Seven Lines 42. ARGANGUR I) WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 7. FEBRÚAR 1929 NÚMER 6 Helztu heims-fréttir Canada | séu tilgátur einar, sem ekkert hafi j við að' styðjast. Fylkisþingið í Manitoba verður sett kl. 3 á mánudaginn kemur, 11. febrúar. * * * 1 haust, fyrir aukakosningarnar í Lansdown kjördæminu, bar Mr. Taylor, leiðtogi íhaldsflokksins í Manitoba, þær sakir á fylkis- stjórnina, að hún hefði fengið stórfé ($50,000 að mintsa kosti) frá Winnipeg Electric félaginu, eða öðru félagi sem er í sambandi við það, í kosningasjóð sinn, og gaf í skyn, að þetta gerði það fullkomlega skiljanlegt, að stjórn- in hefði veitt þessu félagi, eða fé- lögum, leyfi til að virkja Sjö- systra-fossana, sem hann taldi mestu óhæfu. Nú hefir fylkis- stjórnin skipað konunglega rann- sóknarnefnd til þess að rannaska þetta og leiða í ljós sannleikann i þessu máli, eins og hann er, og hver sem hann er. 1 nefnd þessa eru valdir Macdonald yfirdómari og dómararnir Dysart og Kilgour. Hefir nefndin nú þegar tekið til starfa. * * * Vínsölunefndin í Quebec fylki hefir nýlega birt sjöundu árs- skýrslu sína. Sýnir skýrelan, að vínföng hafa verið seld á árinu fyrir $24,299,624. Ágóði sá, sem kemur í hlut fylkisins af þessari mikiu vínfangasölu, er $7,609,688. En auk þess fær sambandsstjórn- in, í sköttum og tollum, fjárupp- hæð, sem nemur $8,757,476. Vín- fangasalan var nálega tveim milj- ónum dala meiri síðastliðið ár, heldur en næsta ár á udnan. * * * Sir Rodmon P. Roblin, íyrrum forsætisráðherra í Manitob'a, er nýgiftur í Los Angeles, Calif., þar sem hann hefir verið í vetur. Hann er ekkjupiaður og nú hálf áttræður að aldri. Konan heitir Ethel May Leggett, og er' nlikið yngri, en þó komin undir fimtugt. Bandaríkin. Senator James A. Reed frá Mis- souir, hélt ræðu eina mikla í öld- ungadeildinni, nú fyrir fáum dögum, þar sem h^nn varði mjög örugglega og kröftuglega þá stefnu stjórnarinnar, að auka stór- kostlega herskipaflotann. Voru aðal ástæður hans þær, að allar þjóðir væru að efla og auka her -sinn og flota og ibúa sig undir annað alheims stríð, og sérstak- lega væru þær að búa sig undir stríð við Bandaríkin. Þess vegna riði þeim á, að vera við öllu búin til að verja sig, þegar að því kæmi að hinar þjóðirnar réðist á Banda- ríkin. Er til þess tekið, hve snjöl) ræða þessi hafi verið, enda þykir Senator Reid mikill ræðugarpur. Hann er nú að leggja niður þing- mensku og hætta að gefa sig við stjórnmálum. * * * Árið sem leið voru hundrað og fimm biljónir vindlinga reyktir í Bandaríkjunum og koma þá nærri því þúsund vindlingar á hvert mannsbarn í landinu. Stjórnar- skattur af þessum vindlingum nam $317,833,000. Þar að auki reyktu Bandaríkjamenn sjö bilj. vindla og brúkuðu þrjú hundruð fimtíu og þrjú þúsund' pund af öðru tó- baki. Alls var tóbaksskatturinn yfir 411 milj. dala. * * * Hinn 7. janúar undirskrifaði 'Coolidge forseti Kellogg friðar- sáttmálana, eftir að þeir höfðu hlotið samþykki þingsins. * * * Hinn 18. janúar fórust níu manneskjur og þrjátíu meiddust í ofviðri, sem þá gekk yfir ríkin Missouri, Illinois, Indiana og Ken- tcky. * * * Dr. Clarence Cook Little, forseti Miohigan háskólans, hefir sagt af sér stöðu sinni og háskólaráðið samþykt uppsögnina. Sumir segja, að Coolidge forseti muni taka við því embætti, en aðrir segja að það Ilvaðanœfa. Stjórnin í Kína hefir skift land- inu í sex umdæmi, Nanking, Loy- and, Wuhan, Mukden, Peking og Súðvestur Kína. Einnig hefir stjórnin ákveðið að minka herinn um sjö hundruð og fimtíu þús- undir manna. Frá Islandi. Jökulsárhlíð 28. nóv. Þetta ár hefir verið einmunatíð að kalla má. Veturinn frá nýári mjög góður, en vorið kalt alt til hvítasunnu og úrkömulaust. Sum- arið þaðan frá mjög hagstætt og heyskapartíð með afbrigðum góð. Haustið að þessu milt, aldrei fest snjó, en rignt nokkuð. Grasspretta var mikið með vcrra móti, bæði á túnum og útengjum, en þó spruttu þau tún vel, sem saltpét- ur var borinn á með húsdýra- áburðinum. Heyfengur manna var þó allgóður, sem þakka má hinni ágætu heyskapartíð. Skepnuhöld ágæt, utan dýrbítur lá mjög í fé bænda framan af sumrinu, þrátt fyrir það, þó að mikil ástundun væri lögð á að út- rýma honum. Bóndinn í Sleð- brjótseli telur, að tófan hafi drep- ið þar 50 fjár í tvö ár og á nokkr- um bæjum alt að 10 í vor. ófögn- uður þessi hefir borist hingað nú síðastliðin ár, og virðist enn vera að fjölga. Fé reyndist vel hér í haust, sér- staklega þó dilkar. Var á nokkr- um bæjum nálægt 40 kg. meðal- vigt á (lifandi) dilkum og sum- 3taðar betur. Verklegar framkvæmdir eru ekki á háu stigi hjá okkur, en eru þó á framfarastigi. Árið 1920 voru 14 bæir hér í hreppnum og nokkru fleiri búendur, en aðeins einn bær sæmilega hýstur, enginn kofi eða hlaða undir járni, ein túngirðing, engar teljandi jarðabætur og fé- lagsskapur enginn, utan ung- mennafélag. Nú er þetta komið í annað horf. í fyrra voru reist vönduð stein- steypuhús á Ketilsstöðum, Torfa- stöðum og Hnitbjörgum. Einnig vönduð baðstofa á Fossvöllum. f Sleðbrjótseli var reist steinhús 1922. Síðan hafa allar hlöður þar verið bygðar undir járnþaki; og einnig stærðar votheystóft úr steypu og í sumar var þar komið upp fullkominni rafmagnsstöð, er virt var á 7000 krónur. Nú hafa og níu tún verið girt og nokkuð sléttuð og grædd út, ein úthaga- girðing verið gerð og í ráði að gera fleiri nú á næstunni. Flestar hlöður komnar undir þak og nokk- uð af gripahúsum. Árið 1926 var vandað kirkjuhús úr steinsteypu bygl; á iSleðbrjót. Áður þurfti fó)k héðan að sækja kirkju yfir Jökulsá, að Kirkjubæ, oft nær ófæra leið. Árið 1920 bygði Magnús Krist- jánsson frá iSurtsstöðum nýbýli í Másseli og hefir nú húsað þar og ræktað svo að jörðina má telja meðaljörð. í hreppnum er nú starfandi: búnaðarfélag, lestrarfélag, kven- félag og unglingafélag. Samgöngur eru mjög erfiðar héðan til verzlunarstaða. —* Hér verzla flestir á Seyðisfirði og er- um við fimm daga, þegar okkur gengur bezt, að fara lestaferð þangað. En þær eru nú að mestu lagðar niður og er það að þakka hinum alkunna dugnaði St. Th. Jónsson- ar, kaupmanns. Hefir hann nú á hverju vori í mörg ár sent vörur og byggingarefni upp á “Ker” og lagt í ærinn kostnað við það. Ker er, eins og kunnugt er, alversta lending á Austurlandi og er ilt að þurfa að nota hana. Fögnum við því mjög, að Fagradalsbrautin er nú komin að Jökulsárbrú og von- umst við eftir henni sem fyrst út að Kaldá, en þaðan er kerru- og Abraham Lincoln (Fæðingardagur hans er 12. febrúar,) Þér blæddi til ólífis — öðrum til lífs; • hver unni þeim kúguðu betur en þú? X>ér gildi hvers manns var hans guð-borna sál; en glópskan ei skildi þá bræðralags-trú. Þú morgunsins yl barst í hrufóttri hönd; í hrukóttri ásýnd var geisli frá sól; hver svipdráttur fastur, sem feldur í stein, en fagur; hjá þér átti smælinginn skjól. Þig heimsbölið angraði, beygði þér bak; hver byrði er þyngri en mannkynsins sorg? Þú gleymdir því aldrei — vér gleymum því enn — að grátnir og hungraðir re^ka um torg. Þú kvistaðir hlekki; fékst hatur í laun; enn hræðast menn frelsisins gjallandi róm. Þú ljósinu unnir; enn hylla menn húm, og hjarta síns kyrkja, í myrkrinu, blóm. Þér blæddi til ólífis — öðrum til lífs; hver unni þeim kúguðu betur en þú? Þitt nafn blessar jafnan hver sanngöfug sál; hún sigrar að lokum þín bræðralags-trú. Richard Beck. Joseph T. Thorson, M.P. | ----- ! $■ Síðatliðinn þriðjudagsmorgun, lagði Mr. Joseph T. Thorson Isambandls- þingmaður fyrir Mið-Winnipeg kjör- diæmið hið syðra af stað til Qttawa, ásamt fjölskyldu sinni. Keniur hann austur i tæka tíð til að vera viðstadd- ur þingsetninguna, sem fram fer í dag. bifreiðarvegur af náttúrunnar hendi um alla Úthlíð. Heilsufar manna hefir verið al 1- gott, nema undanfarið hefir geng- ið inflúensa, fremur væg, og misl- ingar hafa verið á nokkrum bæj- um hér á Héraðinu. Eru þeir yf- irleitt vægir, en þó dó á Galta- stöðum í Hróarstungu tveggja ára gamalt barn úr þeim. Þ. 16. þ. m. lézt að heimili sínu í Sleðbrjótsseli ekkjan Sigurbjörg Magnúsdóttir, af innanmeini. Var hún alkunn hér um slóðir fyrir dugnað og ráðdeildarsemi. iBörn hennar eru: Björn Guðmundsson bóndi í Sleðbrjótsseli, Ólafur tré- smiður í Kaupmannahöfn, og Magnús kaupfélagsstjóri á Flat- eyri. — Vísir. Reykjavík, 3. jan. 1929. Jón Bjarnason frá Steinnesi, læknir í Borgarf jarðarhéraði, andaðist í gærkveldi á Landakots spítala. Hann var fyrir skömmu fluttur hingað veikur ofan úr Borgarfirfði. Útgerð við Faxaflóa verður með allra mesta móti í vetur. 'Verða þar um 100 línuveiðavélbátar og 20 línuveiðagufuskip. Frá Akra- nesi verða gerðir út um 20 vélbát- ar, Sandgerði 35 (þar af 3 frá Eyrarbakka og Stokkseyri, 14 frá Vestmannaeyjum fram að neta vertíð), Keflavík og Njarðvíkum 20 og frá Reykjavík 25—26 (þar af 12 frá ísafirði og 5-6 frá Siglu- firði og Eyjafirði), 9 línuveiða- gufuskip ganga héðan til veiða í vetur, sem ekki voru hér í fyrra: Andey, Gola, Sæfari, Helgi magri, Siglunes og Ármann (ex ísafold), er allir hafa átt lögheimili hér á landi áður, og þesir nýir: Péturs- ey *eig. Batelder frá Færeyjum), Sæbjörg (eig. Ól. Þórðarson í Hafnarfirði) og Óskar (eig. (íisli Magnússon í Vestmannaeyjum). Tví síðasttöldu skipin eru ný. — Seyðisfirði 3. jan. Bæjarstjórnarkosning fór fram á Norðfirði í gær á átta mönnum. Kosningu hlutu 4 jafnaðarmenn, þeir Jónas Guðmundsson, Þorv. Sigurðsson, Guðjón Hjörleifsson skipstjóri og Stefán Guðmundson trésmiður. íhaldsmenn komu að tveimur, Páli Guttormssyni og Jóni Sveinssyni, en Framsókn ingvari Pálssyni. Utanflokksmenn komu að einum, Gísla Kristjáns- syni. — Á kjörskrá voru 445. en kosningarrétt sinn notuðu 389. — Jafnaðarmenn fengu 193, íhalds- menn 93, Framsóknarmenn 54 og flokksleysingjar 49. — Norðfirð- ingar héldu fjölmenna skemtisam- komu 1. janúar, til þess að fagna hinum nýju bæjaréttindum. — Á Seyðisfirði fara fram bæjar- stjórnarkosningar 21. jan. Reykjavík, 9. janúar. Nýlátinn er Hallbjörn Erlends- son frá iSkógum í Kolbeinsstaða- hreppi, gamall bóndi. Varð hann bráðkvaddur. Hann var hættur búskap, en bjó lengi á Skógum. Nýlátinn er Marís Sigurðson, bóndi í Stóru-Gröf í Stafholts- tungum, miðaldra bóndi. —Morgunbl. Mr. og Mrs. Emile Walters áleiðtil islands Þau hjónin hr. Emile Walters list- málari og frú hans, lögðu af stað til íslands, siðastjiðinn föstudag. Gerir lir. Walters ráð fyrir að dveljasit heima eitthvað fram á vorið, enda jafnvel lengur, en frú Thorstína mun verða að heiman um tveggja mánaða tíma. tekin: ‘Guð drýgi í belgnum þín- um, Sveinn minn!” Satt að segja þykir mér öllu miður, að þú ert nú sextugur orðinn nema að reynslu og þekkiogu: þvf fleiri dagleiðir, sem búið er að feta, þess færri eru þær eftir að endastöð. Óska eg þér, að enn megir þú um langa hríð í mannheimum dvelja og beit. hjörfi dýrrar líftsþekkingar gegn andþófi illra vætta, krýndur láni og vildarhlýju hinna betri manna —- að minsta kosti—; að þér og þínu húsi megi æ lánið brosa “svo þið verðið langlíf í landinu. Hérna er höndin, Sigurður! Foam Lake, Sask., 29. jan. ’29. Jón Einarsson. I v Æfiraun Harmsaga nafnfrægrar konu. * Oleynt skeyti til dr. Sig. Júl. Jóhannessonar, Winnipeg. Kæri, gamli vinur! Eg sá það í síðastlesnu Lög- bergi, að því hafði verið veitt rækileg eftirtekt , að þú hefðir þegár haldið vist þinni um 60 ára 3keið í þessum víðætta almenn- ings hreppi, sem Veröld er kallað- ur. Þú hefir því staldrað svo lengi við í kotinu, að þú ættir að hafa öðlast nægilega ljósa hug- mynd um, hvernig gestrisni er þar háttað og þjónustubrögðum var- ið, daglega og samkvæmt veðra- brigðum; og eigi síður hitt, hve hugsjóna og menningarstefnum húsbænda og hjúa miðar á því stóra heimili, svona yfirleitt. Af því þú ert einn af okkar hjálpfúsustu læknum, hefir þér veizt tækifæri til að “diagnosa” nauið ýmsa hina algengustu kviila heimilisfólksins og um leið komast að þinni niðurstöðu um það, hverra lyfja sé mest þörf til að bæta skaplyndi þeirra, og hverskonar “diet” þeim sé hollust til þess að þola og sigra raunir komandi tíðar. Af því þú ert einn af góðskáld- unum okkar, getur þú og, ef í það slæst, kveðið kjark og bjartsýni í hina hreldu og hugdeigu, og enn fremur fjálgleik og lofgerðarhvat- ir í áttina til húsbændanna á heimilunum óþektu, sem við mun- um allir gista til langdvala síðar meir, ef sagnir rætast. Af því þú ert bindindisgarpur hinn mesti, verður þú enn, sem áður, í broddi fylkinga, gegn Bakkusi og bollum hans, enda ljóst að þessa vegna hafa góðtemplar- ar á þig heitið nú, sem fyr, til la'ndvarna gegn árásum hins vonda “óvinar guðs og manna” — eins k>g vín-andinn hefir stundum nefndur verið. Og hlæja mun það mig, ef svo eykst ykkar Sjálfboða- Ihð, hugrakkra drengja, að hnekt verði að fullu árásum og afli þeirra örgu illvætta, er um langt skeið hafa riðið húsum manna og ært vit úr tig'num sem ótignum. Af því þú ert, að auki viðtalin lýsingaratriði drengur góður, vel- viljaður, jafnan um efni fram, rétti eg þér hönd mína i gegnum “Lögberg” hlýju taki, með þakk- læti fyrir það alt, er þú hefir gott gert og bezt, sjálfum mér og öðr- um — ekki að sjálfsögðu vegna þess dýra atburðar, að þú ert 60 ára að aldri, því eg býst naumast við að þú getir vel að því gert, heldur vegna þeirra. kosta, er eg veit að þú hefir í ferðapjönkum þínum, og eg vona að þar eigi við gamla óskin þjóðsögunnar, marg- Fyrir 35 árum kóm til Bilboa á Spáni kona, sem nefndist Her- mandes. Hafði hún mikinn flutn- ing meðferðis, en í för með henni var aðeins ein þerna. Hermandez keypti skemtibústað hjá borginni og setist þar að. En í þessi 35 ár kom hún aldrei út fyrir hússins dyr, og hvernig sem borgarbúar reyndu að veiða upp úr þernu hennar einhverjar upplýsingar um hana, þá var það eins og að klappa harðan steininn. Þernan var þögul eins og gröfin. Fyrir nokkru létust þær báðar, Hermandez og þerna hennar með fárra daga millibili. Var Her- mandez þá 86 ára að aldri. Þær voru grafnar í Bilbao og svo var farið að rannsaka húsið til þess að leita upplýsinga um þessa ein- kennilegu konu. — Svefnherbergi hennar var alt tjaldað svörtu og í því miðju var fótstallur nokkur og á honum barnslíkkista með glerloki. í kistunni lá smurlingur af þriggja ára dreng. í skrifborði fanst æfisaga hennar, rituð af henni sjálfri.---- Um 1870 vakti hin fagra línu- dansmær Leoni Dorrington mikla athygli á sér í stórborgunum á meginlandi Evrópu, og hvar sem hún kom gengu karlmenn eftir henni með grasið i skónum, og ó- teljandi voru þeir auðmenn og höfðingjar, sem báðu hennar. En hún var mannvönd og hryggbraut alla. Það vakti því talsverða undrun, er hún giftist gömlum rússneskum fursta, Gartlsjinev, árið 1883. Hann átti óðul stór á Krím. Lokasýning hennar í Pet- rograd vakti mikla athygli og var hennar lengi minst, því að við það tækifæri afhenti keisarinn henni sjálfur dýrindis hálsband með fangamarki og skjaldarmerki sínu. Hjónaband hennar varð ekki farsælt, því að furstinn var ákaf- lega hræddur um hana og gat oft ekki stilt sig. iStundum varð hann svo bráður, að hann barði hana með hundasvipu að öllu þjónustu- fólki ásjáandi. Hún reyndi hvað eftir annað að flýja, en það mis- hepnaðist jafnan. Svo ól hún manni sínum erfingia, en ekki batnaði samkomulagið við það. — Hiún ellskaði barnið ákaflega heitt, en furstinn hataði það. Svo var það einn góðan veður- dag 1886, að furstinn og drengur- inn fundust báðir drepnir í svefn- herbergi furstans. Ætluðu mer.n að furstinn hefði drepið barnið og sjálfan sig á eftir. En daginn, sem jarðarförin átti að fara fram hvarf lík drengsins á óskiljanleg- an hátt og fanst ekki. Fursta- ynjan var óhuggandi. Hún seldi óðul sín á Krím og fór af landi burt. Af dagbók Hermandez sást, að hún var engin önnur en fursta- ynja Grasjinev, hin fyrverandi fræga línudansmær. Það sést og Björn Gunnlaugsson Eftir Einar Benediktsson. Hann fagnaði nátthimna dýrð eins og degi. Hans dragandi þrá var hið alstirnda kveld. Þá skygndist hans andi um skaparans vegi. Skírður og sýkn vóð hann ljósberans eld. Aldrei var tengdari hugur hjarta. Háspeki lífs skein af enninu bjarta. Og ísland hann steig undir stjarnasveigi. Sú stórdáð skal aldrei úr minnum feld. Nóttina útrænu nam hann í fóstur; og nafn hans er frægt meðan stjarna vor skín. Við fjúkandi mjallir, gadda og gjóstur hans geð tók svip við jöklanna brýn. Náttskáldið háa himnana brúar, höfðingi vits og barn sinnar trúar. Svo kleif hann hér tinda og tróð vor hrjóstur tröllstór að anda og vallarsýn. Öræfabygðir og eyðigarðar af einherja lands skráðust nær og fjær. Víðáttur Fróns, bæði fjalls og fjarðar, föstnuðu þjóð vorri kot og bær. Heljarverkið unnið af einum undraðist heimur. Hann líktist ei neinum. Nafni háns merkjast minnisvarðar miklir og hjarta fólksins nær. — Vitþyrsta andvakan eilífrar nætur utan við ljósgeim á nafn ekki til, Hún leitar síns upphafs við lindir og rætur, unz loks rekjast sporin að óskapnaðs hyl. Þar fangvefjast alveldi auðna og kyrða orðlaus á tungu jarðneskra hirða. Þar finst ekki þel, sem gleðst eða grætur, ei gneisti, sem færir skímu né yl. Eldhratt vex framsóknin alheims barna í átt á hin norrænu himnamið. Hvar orka sig fullveit þar eyðist stjarna. Ódáins veröldum haslað er svið. Utan við geyminn finst ekkert sem dregur. Alvaldsins skýring er sækjandi vegur. Efnið leitar síns eigin kjarna — svo opnast jarðsálum drottins hlið. Um lífdaginn morgna og sunnusetra skal sonur manns heyja dóm við ský. Þá alt hvað sem klerkar oss lesa og letra líður og hljóðnar í þrumugný. Vér mókum í ragnarökkvanna draumi, sem regndropi einn í hafdjúpum straumi. En röðlanna belti og brautir vetra byltast í afgrunn og tendrast á ný. Eddunnar skóla ber eilífð að skilja. Á ógrynni himna legst tala og mál. Vort eðli ber dýpi hæða og hylja. Heilögu vísindin geymdi vor sál. Höfnum ei sjálfdæmi eigin vors anda, um ódáins grunninn þjóða; og landa. Vér skynjum af jarðnesku viti og vilja, þau vé sem oss geymdu hin fornhelgu bál. Höfundur Njólu var göfgur og góður, Gylfa himins hann flutti sinn brag. Svipur hans dvelst með osá, hár og hljóður. Harpa hans flytur oss voldugt lag. Svo knúði hann óttalaus hurðir að hæðum Hreinn hann varpaði duftsins slæðum. Við reinkingsskilin var ríkur hans sjóður. Svo reis hann frá nóttu í eilífan dag. —Lesb. Mgbl. | \ f I I 1 I * s á dagbókinni, að hún hafði drep- ið bæði furstaun og barnið. Þá um nóttina hafði þeim hjónum lent saman eins og vant var og hafði furstinn þá gripið drenginn og ætlað að fleygja honum út um glugga. Til þess að bjarga syni sínum, greip furstaynjan marg- hleypu og skaut á mann sinn, en svo slysalega vildi til að kúlan hæfði höfuð drengsins og dó hann samstundi. Furstaynjan slepti sér j)á alveg og hleypti af öðru skoti, sem varð manni hennar að bana. Með aðstoð þernu sinnar gerði hún nú ýmsar ráðstafanir svo að þannig leit út, sem furstinn hefði drepið drenginn og síðan sjálfan ig. En furstaynjan mátti ekki hugsa til þess að skilja lík drengs- ins við sig. — Nokkrum klukku- stundum áður en jarðarförin fór fram, lét hún því flytja það á laun til lyfsala nokkurs, sem hun mút aði ærnu fé til þess að geyma það og smyrja. Þegar furstaynjan fór frá Krím, hafði hún líkið með sér og henni tókst að smygla því út úr Rússlandi og inn á Spán, án >ess að tollverðir yrðu varir við. Alla æfi síðan syrgði hún barnið sitt, og gáði einskis annars en sitja yfir kistu þess.—Lesb. Mgbl. WALKER Þeir, sem Walker leikúsið sækja hinn 14., 15. og 16. þ.m. mega eiga þess fulla von, að njóta þar á- gætrar skemtunar, ef þeir kunna að meta fagran söng og hafa á- nægju af honum, því hljómsveit- in, sem syngur þar þessa dagana, er afbragðs góð. Þarna syngja sjö drengir, sem valdir eru úr stórum söngflokkum, er syngja í allra stærstu og veglegustu kirkj- unum í London á Ehglandi. Auk drengjanna eru átta fullorðnir menn, sem lika eru allir úrvals- söngmenn. Breytt verður um söngskrá á hverjum degi. — Að- göngumiðar eru nú til sölu í leik- húsinu og eins hjá Lyons Club og verðið er sérstaklega lágt, eins og auglýsing á öðrum stað í blaðinu ber með sér.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.