Lögberg - 07.02.1929, Blaðsíða 6

Lögberg - 07.02.1929, Blaðsíða 6
S!s. 6. LÖGBERG FIMTUDAGINN 7. FEBiRÚAR 1929. KAUPIÐ AVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. Offíce: 6th Floor, Bcmk of HamlllonChamber* Mánadalurinn EFTIR JACK LONDON. “I>ögiðu,” bætti María við og lét eins og sér ofbvði. “Þú ert alveg óþolandi maður, Bert Wanhope, og eg vii ekkert hafa meira með þig að gera; skilurðu það ?” Hún fau-ði sig frá honum, og þóttist ekkért viija hafa saman við hann að sælda; en eftir örfáar mínútur hafði hún fyrirgefið honum, og þau v*oru aftur komin í sömu stellingar. “Við s'kulum annars skemta okkur vel í kveld,” sagði Bert. “Fyrst förum við inn í kaffihús og svo förum við eitthvað annað. — Hvremig lízt þér á það, Willi og ykkur, Saxon og María?” Saxon stóð þa-rna eins og hálf ráðalaus við hliðina á þessum unga manni, sem henni féll svo dæmalaust vel í geð, en sem hún í raun og veru þekti svo undur lítið. “Egheld ekki,” sagði Willi með hægð. “Eg þarf að fara snemma á fætur á morgun og \nnna allan daginn, og eg býst við stúlkurnar verði að gera það líka.” Saxon fyrirgaf Willa nú alveg, hve illa hann söng. Hann var áreiðanlega maður eftir hennar geði. Eftir slíkum manni hafði hún beðið. Hún hafði nú tvo um tvítugt. Hennar fyrsta tækifæri að giftast hafði komið, þegar hún var sextán ára, og hið seinasta nú fyrir svo sem mánuði. Það var formaðurinn í þvottahús- búsinu, sem þá hafði beðið hennar. Hann var góðijr maður og viðfeldinn, en hann var ekki ungur. En þessi maður, sem þarnn stóð hjá henni, var sterkur, góðlátlegur, vafalaust vænn piltur og ungur. Sjálf var hún enn nógu ung til að kunna að meta æskuna. Henni hefði væntanlegú liðið vel hjá formanninum, ef hún hefði gifst honum, en henni hefði ekki fundist að liún gæti elskað hann. En þessi maður-------- Hún varð þess vör, að hún var að taka óvana- lega fast og innilega í hendina á honum. “Vertu ekki að hugsa um þetta Bert,” sagði María. “Willi hefir alveg rétt fyrir sér. Við verðum að sofa dálítið og á morgun verðum við að vinna.”1 Alt í einu datt Saxon það í liug, að hún hlyti að yera eldri en Willi og við þá hugsun fór hálfgerður ónotahrollur um hana. Hún eins og bálf-stalst til að gera honum auga, og henni fanst hann vera æði unglingslegur. Sjálfsagt giftist hann stúlku, sem væri yngri en hann og þá yngri en hún. Hvað gamall var hann annars ? Gat það skeð, að hann væri of ungur fyrir hana? Við þessar hugsanir dróst hugur hennar enn nær honum. Hann var svo sterkur og prúð- mannlegur. Hún rendi buganum yfir það sem komið hafði fyrir um daginn. Alt liafði hon- um farisf svo vel og myndarlega, og hann hafði látið sér svo ant bæði um Maríu og hana líka. Og hann hafði rifið í sundur dansskrána og dansað við hana eina. Það gat ékki annað ver- ið, en honum hefði fallið hún vel, annars hefði hann ekki gert þetta. Hún hreyfði hendina ofurlítið í lófa hans, þegar þau iskildu, og hún fann að lófinn var harður eins og vanalega á þeim, sem vinna erf- iðisvinnu. Hann hreyfði hendina líka og það greip hana dálítil hræðsla eða kvíði. Hún vildi ekki, að hann væri eins og ýmsir aðrir, sem hún hafði þekt. Hún mundi hafa reiðst við hann, ef hann hefði skilið þetta þannig, að sér væri ó- hætt að taka hendinni utan um hana. En hann gerði það ekki, og því drógst hugur hennar enn nær honum en áður. Það var eitthvað af stað- festu í þessum manni, Hann var ekki eins gá- laus eins og Bert,eða eins grófgerður eins og flestir aðrir er hún hafði kynst, því hún hafði orðið fyrir þó nókkrum leiðindum og óþægind- um végna s'korts á góðri siðmenningu, þó henni væri ejálfri ekki fulikomlega Ijóst, hvað það var, í þessu samhandi, sem hún dáðist að og þráði. Svo hann var hnefleikari. Hún næstum stóð á öndinni við þá hugsun. En hann var samt sem áður ekki einsog hún hafði hugsað sér að hnefleikarar mundu vera. En þetta var ann- ars ekki nema vitleysa, hann var ékki hnefleik- ari. Hann hafði sjálfur sagt, að hann væri það eki. Hún hugsaði sér, að hún skyldi spyrja hann um það einhvern tíma seinna, ef hann skvldi skyldi taka hana út aftur. En það var nú nokkurn veginn óhætt að gera ráð fvrir því. Maður, sem dansar allan daginn við sömu stúlk- una, er ekki líklegur til að gleyma henni alveg strax. Hana hálf-langaðí til að hann væri hnef- leikari. Eitthvað var nú annars skemtilegt við það, þó þeir væru nú að vísu óttalegir menn, þessir hnefleikarar. En þeir voru ekki alveg eins og aðrir menn, algengir daglaunamenn eða handiðnamenn eða þeir, sem unnu þama í þvottahúsinu. Þeir vom einhverskonar æfin- týramenn og þeir voru ímynd orkunnár. Þeir unnu ekki fyrir einhver félög eða einsíaka menn fyrir litla borgun. Þúsundir manna borg- uðu fé fyrir að sjá þá beita sínu heljar afli. Sumir þeirra áttu bíla, og þegar þeir ferðuðust eitthvað, þá höfðu þeir með sér þjóna og að- stoðarmenn. Það var kannske aðeins fyrir hans yfirlæti8leysi, að hann sagðist vera hætt- ur hnefaleik. En svo voru þessi sigg í lófunum á honum. Þau sönnuðu, að hann var erfiðis- maður. Vi: KAPITULI. Þau kvöddust við garðshilðið, þar sem hún átti heima. Það var engu líkara, en Willi væri í hálfgerðum vandræðum, eða vissi ekki vel, hvað hann ætti að segja, og satt að segja þótti Saxon vfon.t um það. Hann var ekki einn af þessum unga mönnum, sem telja. sér alt leyfi- lcgt. Hún vildi fara inn, til að komast í rúm- ið, en beið þó dálítið Við, eins og til að gefa honum tækifæri til að segja það sem hún hélt að hann mundi segja og sem hún vildi að hann segði. “Hvenær fæ eg að sjá þig aftur?” sagði hann loksins og hélt í hönd hennar. Húh hló og hláturinn bar þess vott, að henni þótti vænt um spurninguna. “Eg á heima langt héðan, í East Oakland,” sagði hann. “Þar eru hestarnir geymdir og þar vinn eg aðallega, svo eg er ekki oft í þess- um hluta borgarinnar. En heyrðu—” Hann tók dálítið fastara um hendina á henni. “Við verðum að dansa einhvern tíma aftur. Eg skal segja þér, að Orindore klúbburinn ætlar að hafal dans á miðvikudaginn. Hefir þú nokkuð viðbundið það kveld?” “Nei,” sagði hún. “Þá kem eg á miðvikudaginn. Hvaða tími er þér hentastur?” Og þegar þau höfðu komið sér saman um tímann og hann hafði fallist á, að hún mætti dansa við aðra, ekki síður en sig, og þau boðið hvort öðru góða nótt, þá tók hann fastara um hendina og dró hana dálítið nær sér. Hún veitti dálítið viðnám, ekki mikið, en samt var það ekki uppgerð. Þetta var nú ekki nema vanalegt, en hún var hrædd um, að hann mundi misskilja sig. En samt sem áður langaði hana til að kyssa hann, meira en hana hafði nokkurn tíma áður langað til að kjrssa nokkurn mann, og þeg- ar hann kvsti hana, þá tók hún því með ánægju og var fyllilega sannfærð um, að hér byggi ekkert ilt undir. Hún fann ekki, .að hún væri að gera nokkuð sem ljótt var eða ósæmilegt. Hún hugsaði sem svo, að áreiðanlega væru ekki allir menn óþokkar. “Góða nótt,” sagði hún í hálfum hljóðum, um leið og hún lét aftur garðshliðið og gekk aftur með húsinu. “A miðvikudaginn, ” kallaði hann til henn- ar. “Já, á miðvikudaginn,” svaraði hún. Hún stanzaði og hlustaði eftir fótataki hans, þangað til liann var kominn svo langt burtu, að það heyrðist ekki lengur. Þá hélt hún áfram, fór inn í eldhúsið og svo inn í herbergið sitt og lofaði hamingjuna fyrir að Sarah var háttuð og sofnuð. Hún kveikti ljós, og þegar hún tók af sér hattinn, fanst henni hún enn finna kossinn á vörum sér. Auðvitað þýddi hann ekkert í raun og veru. Þetta var siður ungu mannanna. Þeir gerðu þetta allir. En slíkir kveðjukossar höfðu alt af strax rokið út í veður og vind, en þessi eins og sat fastur, ekki bara á vörunum, heldur líka í heilanum, að henni fanst. Hvað vár þetta? Hvers vegna var þetta svona? Eins og ósjálf- rátt datt henni í hug að líta í spegilinn. Augun voni/ skær og glaðleg og roðinn í kinnunum gerði hana blómlega. Hún gat ekki að því gert, að henni leizt vel á sjálfa sig og hún brosti, og komu’ þá í ljós tvær jafnar raðir af hvítum, heilbrigðum tönnum. Hví skyldi Willa ekki lítast vel á þetta andlit, hugsaði hún með sjálfri sér; öðrum piltum hafði litist vel á það, og öðr- um piltum leizt vel á það enn. Jafnvel hinar stúlkurnar könnuðúst við, að hún væri lagleg. Charley Long leizt áreiðanlega vel á hana, og þess vegna hlaut það að vera, að hann gat aldr- ei séð hana í friði og var henni til mestu leið- inda. Hún leit á mynd af honum, sem hún hafði stungið undir spegilinn og sem stóð hálf út- undan honum. Það var eitthvað ruddalegt við þennan mann. Augun báru þess ljósan vott, að þar var algerður skortur á blíðlyndi. Hann var óþokki. 1 heilt ár hafði hann verið henni til mestu leiðinda. Vegna hans voru aðrir piltar hraxidir við að skifta sér nokkuð af henni. Þeir máttu naumast tala við hana fyrir honum. Hún hugsaði til bókhaldarans þarna í þvottahúsinu, sem var heldur veikbygður maður, en prúður og góðlátlegur, Charley hafði barið hann, af þyí hann hafði gerst svo djarfur, að taka hana einu sinni með sér í leikhúsið, og hún sá þetta, en gat ekki að gert. Hann hafði að vísu boðið henni að koma út með sér aftur, en hún þorði ekki að þiggja það, hans vegna. En á miðvikudaginn ætlaði hún að fara út með Willa. Það yrði nátturlega ilt út úr því, en hún var ekki hrædd við það, þegar Willi var annars vegar. Henni þætti gaman að sjá, ef Charley færi að reyna að berja á honum! Hún greip myndina, og kastaði henni á kom- móðuna þannig, að myndin sneri niður. Hún lenti rétt hjá litlu upplituðu leðurveski. Hún greip myndina og kastaði henni af hendi út í eitt hornið á heyberginu. Jafnframt tók hún upp veskið. Hún opnaði það, og leit á mjög gamaldags ljósmynd af lagegri og góðátlegri konu, en hinum megin voru letruð þessi orð: “Carlton, frá Daisy. ” Hún las þetta með lotningu, því þetta var nafn föður hennar, sem hún hafði aldrei séð, og móður hennar, sem hún hafði notið alt of stutt. Samt mundi hún vel eftir henni og minning hennar var hennar dýrasti ’helgidómur. Jafnvel þótt hún hefði engar fastar trúar- skoðanir eða ákveðnar, þá var Saxon þó að eðlisfari alvarlega trúneigð. Hugmyndir henn- ar um Guð voru óljósar og þokukendar. Hún gat ekki gert sér neina ljósa grein fyrir skap- aranum. En hér var nokkuð, sem hún gat eins og glöggvað sig á. Guðsmyndin skýrðist í huga hennar, þegar hún horfði á hina ljúfu mynd móður sinnar. Hún fór ekki í kirkju. Hér var hennar hið allra helgasta. Þegar hug- urinn var dapur og henni leið illa og hún var í einhverju ráðaleysi, þá var það ávalt minn- j ingin um móður hennar, sem var henni öllu öðru fremur til huggunar og gleði og leiðbein- ingar. Henni fanst hún isjálf vera dálítið öðru- vísi, heldur en hinar stúlkumar, þær sem hún hafði .kynst, og henni fanst sínar hugsjónir göfugri en hinna, og alt það þakkaði hún móð- ur sinni hi'klaust. Minningin um móður hennar var henni leiðarljós og vörn gegn því, sem ljótt var og ógöfugt. Hún hafði áreiðanlega verið öðrum konum meiri og betri. Hvað mikið hún í raun og vera vissi um móður sína og hvað mikið af hugmyndum hennar um hana var bara ímvndun, það gerði hún sér aldrei grein fyrir. En að þessari móðurdýrkun hafði hún hlynt í huga sínum í mörg ár. En þetta var ekki ástæðulaus ímyndun. Hún opnaði neðstu skúffuna á kommóðunni og tók þar upp fornfálegan blaðastranga. Þetta vora ljóðmæli eftir móður hennar, sem hún hafði sjálf skrifað fvrir mörgum árum, löngu áður en Saxon fæddist. Hún las þessi ljóð hvert eftir annað. En hún skildi þau ekki. Ekki meir en til hálfs, og kannske ekki einu- sinni það. En engu að síður var hún viss um, að þau væru fögur ogf ljúf, háleit og göfug og j þetta vora hug'3anir móður hennar. Hún vissi ekki einu sinni hvað sum orðin þýddu, og hún stafaði þau staf fyrir staf, en kvað ekki að þeim, því hun vissi ekki, hvort hún mvndi' gera það rétt. Ef hún bara gæti skilið hinar göfugu hugsanir móður sinnar, l»á mundi henni vafalaust veitast léttara að skilja og sætta sig við margt, sem nú var henni erf- ift og ógeðfelt. Þá myndi hún betur skilja og umbera bituryrði tengdasystur sinnar og óá- nægju bróður síns, grimd þá sem Charlev Long sýndi bókhaldaranum og þetta endalausa erfiði, sem hún sjálf varð að leggja á sig, viku eftir viku og ár eftir ár. Hún hélt áfrfam að lesn, og hún hljóp yfir það, sem hún vissi að hún gat ekki skilið, en margt af þessum ljoðum fanst henni hún skilja fullkomlega og hún fann fegurðina í þeim og lireinleikann. Hún þætti að lesa, og vafði saman blöðin og lagði þau ofan í skúff- una, og hún fór eins varlega með þau eins og hún væri að fara með lielga. doma. Það sem hún nœst hafði hönd á, var eitt- hvað, sem vafið var innan í fínan umbúðar- pappír og bundið u'tan um. Hun opnaði pakk- ann með mestu varkámi, og ef einhver hefði séð hana þarna, mundi hún hafa mint á prest- inn, þegar hann stendur fyriri altarinu og heldur á hinum helgu dómum kirkjunnar. Það sem úr umbúðnuum kom, var nokkurs konar belti, útsaumað og skrautlegt; nokkurs konar forngripur frá þeim tímum, að hyítt fólk fór fyrst að flytja til Californíu. Hér voru lianda- verk móður hennar og báru þau ljósan vott um listfengi hennar og smekkvísi. Saxon borfði á þetta með hinni mestu lotningu, og þetta belti var henni sannur lielgidómur; og ótal sinnum hafa mennirnir búið sér til átrúnaðar- goð, þau er síður skyldi. Beltið var tuttugu og tveir þumlungar á lengd. Hún vissi að það var það. Hún stóð upp og lét það utan um sig. Það var einn ldutinn af þeirri helgiathöfn, sem hún var að hafa um ihönd. Það náði rétt að segja isaman, sumstaðar alveg. Undir fötunum myndi það hafa náð alveg saman. Eins og það náði sam- an á móður hennar utan yfir fötunum. Af þessu gat hún gert sér grein fyrir vexti henn- ar. Hvað liann snerti, var hún einnig lík henni. Margir höfðu sagt henni, að hún væri með af- brigðum hroðvirk. Það hafði mé>ðir hennar líka verið, á sinni tíð. Þegar fjölskyldan kom vestur yfir sléttuna, hafði hún verið yngst og minst af öllu fólkinu, en samt sem áður hafði hún oftast reynst úrræðabezt, og bræður henn- ar og systur, sem vora miklu eldri, höfðu vanalega sótt ráð til hennar. Hún liafði gert sitt til þess, að fjölskyldan tæki sig upp og flytti sig í heilnæmara loftslaig og oft hafði hennar glögga auga séð hættuna á leiðinni vestur og varað við henni. Það var hún, sem hafði barist fyrir því, gegn allri fjölskyldunni, að Villa fengi að giftast manninum, sem hún elskaði. Það var hún, sem hafði komið því til leiðar, að Lára sagði skilið við manninn sinn, isem var siðferðislegt þrotaflak, og hafði þar þó ekki aðeins fjölskylduna, heldur líka alla nágrannana á móti sér. En það var líka hún, sem kunni öllum fremur betur tök á því, að laga margan misskilning og eyða mörgu óá- nægjuefni. Sáttasemjari og bardagahetja! Ótal gaml- ar sögu komu fram í huga hennar. Efni þeirra hafði 'hún heyrt, en umbúðirnar hafði hún að miklu leyti búið til sjálf eða gert sér í hugar- lund. Sjálf hafði hún aldrei séð viltan Indí- ána, og hún hafði ekki séð “sléttuskútuna ”, og hún hafði ekki einu sinni séð vinnu-uxa. En í huga sínum sá hún afar stóra hópa af afkom- endum Engil-Saxanna feTðast svo að segja yfir þvera álfuna, með þeim ferðatækjum, sem nú voru löngu úrelt og óþekt ungu kynslóð- inni. En hún hafði heyrt ótal margar sögur um þetta ferðalag, og hún hafði heyrt þær af vörum þeirra, sem tekið höfðu þátt í því. — Henni fanst hún sæi þessar afar-löngu lestir vera að þokast smátt og smátt vestur eftir og hún sá hestana og uxana og fólkið þreytulegt, en samt örugt og einbeitt. En æfinlega var það mynd móður hennar, sem skýrast var í huga hennar, þegar hún hugsaði um þessa miklu fólksflutninga. Hún hafði þá verið að- eins á níunda árinu, en hún hafði samt verið eins örugg og úrræðagóð, eins og margur, sem eldri var. Saxon fór að hugsa um hundinn, trygga og góðilynda, sem fylgdi þeim, en var orðinn svo sárfættur, að hann gat ekki gengið lengur. Hún sá litlu stúl'kuna, Daisy, móður sína, taka hundinn og láta hann upp í vagninn, og hún sá föður hennar verða reiðan og reka hann burtu, l)ví*hálf-uppgefnir uxarnir hefðu nóg áð draga þar fyrir utan, sagði hann. En litla stúlkan var ekki ráðalaus fyrir það. Hún tók liund- inn af föður sínum, þegar hann ætlaði að skjóta hann, og bar hann sjálf í fanginu dag eftir dag. Og Saxon sá fyrir hugökotssjónum sín- um ótal fleiri myndir frá þessu ferðalagi. Saxon kysti þenna minjagrip sem hún hafði haldið á um stund. Svo bjó hún um hann eins og áður og lagði hann á sama stað. Eftir að hún var komin í rúmið, gladdi hún sig enn við margar ljúfar endurminning- ar frá bermskudögunum. A hverju kveldi sofn- aði hún með endurminninguna um móður sína í liuganum. Það liafði liún alt af gert í mörg ár. En það var ekki þessa unga og fjöraga litla Daisy, isem hún var að hugsa um. Hana hafði hún aldrei þekt. Hún var að liugsa um fullorðna konu, föla og máttfarna af langvar- andi heilsuleysi, en sem aldrei lét uligfallast, þó henni væri varnað svefns daga og nætur, og sem ekki gat hreyft sig nema með þjáning- um. En þrátt fyrir alt þetta, voru þó augun ’alt af skýr og úr þeim skein ávalt blíðlyndið og móðurástin. Saxon átti erfitt með að sofna í þetta sinn. Endurminningarnar um móður hennar komu og fóra. En hún gat ekki varist því, að liugsa einnig um Willa, þennan unga, gerfi- lega og vel eygða mann. Enn einu sinni lagði hún fyrir sjálfa sig þessa spurningu: Er þetta maðurinn? VII. KAPITULT. Vinnan í þvottahúsinu hélt áfram eins og vanalega og Saxon vann af eins miklu eða kann- ske enn meira kappi, en áður. En henni fanst þessir þrír dagar, þangað til á miðvikudags- k\reldið, vera furðulega langir. “Eg skil ekki, hvernig þú getur komið svona miklu í verk,” sagði María. “Með þessu áfram- haldi ertu viss með ag vinna þér inn þrettán eða fjórtán dali þessa vikuna.” Saxon hló, en fram undan sér fanst henni hún sjá gullna stafi, sem lesa mátti úr: Mið- vikudagur. “Hvernig felur þér Willi?” spurði María. “Mér fellur hann ágætlega, ” svaraði Saxon blátt áfram. “Lúttu það ekki ná lengra en það.” “Eg fer nú minna ferða í því,” svaraði Saxon glaðlega. “Þér er betra að fara varlega,” sagði María í aðvörunarróm. “Hann er ekki að hugsa um að gifta sig. Það eru margar stúlkur bún- að að! komast að því. Þeim hefir fleirum en þér litist fullvel á liann og dregið sig of mikið eftir honum. ” ‘ ‘ Eg ætla ekki að fara að draga mig eftir honum eða nokkram öðrum manni,” sagði Saxon. “Eg hélt bara. að eg ætti að segja þér þetta”, sagði María. “Það er ekki of varlega farið.” 'Saxon varð alvarleg á svipinn. “Hann er ekki-----ekki — Hún gar ekki lokið við spurninguna, sem hún hafði ætl- að að bera fram. ‘Nei, ekkert því líkt,” sagði María. “Þó það gæti auðvitað verið. Hann er ekki slæmur piltur, en hann verður ekki uppnæmur fvrir stúlkunum. Hann dansar og skemtir sér með stúlkunum hinum og þessum, en það nær ekki lengra. Eg veit af mörgum stúlkum, sem hafa gert sér vonir um að fá liann, en það hefir ekk- ert orðið úr því. Þú manst eftir Lily Sander- son. Þú kvntist henni í Shellmound í fyrra.. Há, ljóshærð og laigleg stúlka. Hún var með Butch Willows.” “ Já, eg man eftir henni,” sagði Saxon. “Hvað veiztu um hana?” “Hún hafði verið talsvert með Butch Wil- lows, en af því hún gat dansað, þá dansaði Willi æði mikið við hana. Butch er ekki hræddur við neitt. Hann óð að Willa og skammaði hann og það var svo auðséð, að hann var tilbúinn að fara í það versta. Willi hlustaði á þetta sein- látur og kærulaus, eins og hann var vanur, en Butoh varð alt af æfari og æfari og allir héldu, að þeir mundu fara saman. Laks sagði Willi með mestu hægð: “Ertu nú búinn?” “Já,” sagði Butdh. “Eg hefi sagt það, sem eg hefi að segja, en hvað ætlar þú að gera?” En Willi sagði. Ja, hvað heklurðu að hann hafi sagt þarna, þar sem margt fólk heyrði til og sá að Butch var tilbúinn að fara í handalög- mál. Jæja, það sem hann sagði, var bara þetta: “Eg ætla ekkert að gera.” Rétt si svona, og Butch varð svo hissa, að hann var nærri rokinn um koll. “ Og þú ætlar aldrei að dansa við hana aftur?” “Ekki ef þú segir, að eg megi það ekki”, sagði Willi rétt si svona. “Það þótti öllum skrítið, að hann skyldi láta svona undan Butch. En það gerði honum lítið til. Allir vissu, að hann var meir en mað- ur á móti Butch. Hann var svo sem ekki hrædd- ur við hann. Þetta var bara af því, að Willa var alveg sama um Lily Sanderson. En allir gátu séð, að hún var alveg vitlaus eftir hon- um.” /

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.