Lögberg - 07.02.1929, Blaðsíða 5

Lögberg - 07.02.1929, Blaðsíða 5
LÖGBERG FIMTUDAGINN 7. FEBIRÚAR 1929. > Bls. 5. 1 meir en þriðjung aldar hafa Dodd’s Kidney Pills verið viður- kendar rétta meðalið við bak- verk, gigt, þvagteppu og mörgum fleiri sjúkdómum. Fást hjá öll- um lyfsölum, fyrir öOc. askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50, eða beinl frá The Dodds Medicine Co., Ltd. Toronto, ef borgun fylgir. til þess svo að veikja mótspyrnu hans gegn því, var gripið til þess- ara miður heiðarlegu vopna. Snúum oss þá að því hverja skoðun hr. Bergman hefir á því, hver hafi haft Ingólfsmálið með höndum. Hann ætti ndkkurn veg- inn að vita í hvers víngarði hann vann. Þannig farast honum orð : “Mál þetta hefir aldrei komið þjóð- ræknisfélaginu neitt við. Félagið, sem félag, tók þetta mál aldrei á neinn hátt að sér. Stjórnarnefnd- in var kosin á almennum borgara- fundi i' Winnipeg, til þess að standa fyrir samskotunum til stvrktar hinum sakfelda, Ingólfi Ingólfs- syni. Frá þeim sama fundi fékk eg umboð mitt til þess að gegna lög- mannsstörfum í sambandi við þetta mál, og hvorki eg né nefndin bár- um að neinu leyti ábyrgð gagnvart Þjóðræknisfélaginu. Nefndin átti því alls ekki að skila af sér til Þjóð- ræknisfélagsins, né afhenda því sjóðinn, og eg vil staðhæfa það í bróðerni og fullri alvöru, að Þjóð- ræknisfélagið eigi ekki sjóðinn og hafi ekki nokurn minsta lagalegan rétt til þess að ráðstafa honum á nokkurn hátt....... Eg ætla aðeins að nota þetta tækifæri til þess að mótmæla því opinberlega að afgangur Ingólfs- ’ sjóðsins gangi i byggingarsjóð Þjóðræknisfélagsins, eða sé notað- ur á nokkur annan hátt en í þarfir Ingólfs.’’ Síðar bætir hr. Berg- man þessu við, eins og til að mýkja kverkarnar: ; “Það eina, sem Þjóð- ræknisfélagið sem félag þefir .gert i Ingólfsmálinu, sifean það tók við því, er að stöðva allar framkvæmd- ir og stinga afgangi sjóðsins í sinn eigin vasa.” ('Sbr. Lögberg 29. nóv. og 13. des. 1928/ Ekki held eg að nauðsyn beri til að tilfæra meira af orðum hr. Bergmans því til sönnunar að Þjóðræknisfélagið hafi aldrei haft Ingólfsmálið að neinu leyti til meðferðar. Það sem mestu varðar er, að öll- um starfsmönnum, sem við málið' voru riðnir, ber nákvæmlega sam- an um það, að þeir hafi starfa^ í umboði íslenzlks almennings, en alls ekki á neinn hátt í sambandi við Þjóðræknisfélagið. Skrifari nefnd- arinnar tekur þetta skýrt fram í fundargjörning borgarafundarins. Nefndin, sem heild tekur þetta einnig skýrt fram í tbréfinu, sem hún skrifar dómsmálaráðherranum, og lögfræðingurinn, sem alt málið hvíldi á, staðfestir einnig að alt sé satt og rétt, sem skrifarinn, og nefndin, sem heild segir. Vissulega er þetta mikla samræmi starfs- fól/ksins gleðiefni. Að sjálfsögðu hafa þeir tíu ménn, sem létu bóka nöfn sín, sem mótmæli gégn því að félagið legði hald á sjóðinn, haf- ið mótspyrnu sína á þeim grund- velli, aö félaginu hafi ekki komið Ingólfsmálið neitt við. Án efa hafa þeir háð orustu sina af ein- skærri löngun til að rétta hluta lít- ilmagnans, en ekki til þess að sjá nöfn sín speglast á blaðsíðum fé- lagsbókanna. Það er þvi meira en einkennilegt að þessir menn skuli geta setið hljóðir hjá, viku ,eftir viiku, og mánuð eftir mánuð, þegar þetta mikia áhugamál þeirra er orðið að deilumáli, þar sem beitt hefir verið öllum brpgðum af félagsbræðrum þeirra að sýna og sanna að mót- spyrna þeirra hafi verið á engu bygð. Ósjálfrátt minnir þetta mig á hestana, sem spertu upp eyrun og hringuðu makkana þegar úr hlaði var riðið, en reyndust aðeins gutl- arar þegar á grundirnar kom. Hverfum þá aftur að því, sem meiri þýðingu hefir, en afstaða hinna tiu. Öllum þeim, sem nokkra löngun hafa til að komast að sann- leikanum í iþessu máli hlýtur þá að vera orðið ljóst að Þjóðræknisfé- lagið hafði ekki Ingólfsmálið með höndum, og ekkert við það aö gera. Fyrir því höfum við ákveðnar sannanir frá tveimur lögfræðing- um: Hr. Árna G. Eg-gertssyni, fruimkvöðli málsins, og hr. H. A. Bergman, sem málið höndlaði í umboði íslenzks almennings. Einn- ig eigin orð allrar Ingólfsnefndar- innar í heild, og siðast en ekki @ízt fundargjörning borgarafund- arins, sem skráður er af hr. Sig- fúsi Halldórs frá Höfnum. Með það fyrir augum, að eg hafi ekki hallað réttu máli, hlýtur sú spurning að renna upp í hugum lesendanna, hvers vegna er þá Ingólfs-sjóðurinn í vörzlum Þjóð- ræknislfélagsinsþ Því miður get eg ekki svarað því. Eg þekki suma mennina persónulega, sem Ing- ólfsnefndina skipuðu, og alla meira og minna af orðspori, og veit ekki' betur, en þeir séu allir mætir menn. Og einmitt vegna þess, að eg álít þá góða drengi, verður ráðningin flóknari. Nefnd- armennirnir, ásamt lðgfræðingun- um, fengu ákveðið umboð frá fundinum, sem kaus þá, að gera alt, sem í mannlegu valdi stóð til þess að hinn sakfeldi maður næði fullum rétti sínum. Þegar svo lögfræðingurinn er búinn að vinan fyrsta stig málsins, að fá dauðadómnum breytt, bendir hann, samkvæmt skyldu sinni, nefndinni á, að meira beri að gera og að meira sé jafnvel hægt að gera fyrir hinn sakfelda mann. Hann sýnir nefndinni fram á, að vitsmunalegt ástand fangans sé þannig, að sterkar líkur séu fyrir því, að morðbletturinn geti orðið afmáður af þjóð vorri,” sem auð- vitað gat um leið orðið til að bæta íkjör fangans. DREWRVS STANDARD LAGER ■O FIMTÍU ÁRA STÖÐUG FRAMSÓKN HEFIR GERT ÞENNA DRYKK FULLKOMINN. Biðjíð um hann með nafni. The Drewrys Ltd Winnipeg Phone 57 221 402 (P l í % W é $ Enn fremur sýnir hann nefnd- armönnum fram á, að maðurinn sé dæmdur eftir svo veigalitlum líkum, að einum nefndarmanni verður það að orði, að fanginn muni vera saklaus. Einnig bend- ir hann nefndinni á, að nægilegt fé sé fyrir hendi til að framkvæma rannsókn á vitsmunalegu ástandi fangans. Og að síðustu bendir hann nefndinni á, að fé það, sem nefnd- in hafi með höndum, sé geymslu- fé, sem afnað hafi verið undir isérstökum kringumstæðum og sem nefndinni sé trúað fyrir, og að það fé geti ekki verið notað til neins annars, en í þarfir hins á- kærða manns, Ingólfs Ingólfs- sonar. Nú ber þess að gæta, að nefnd- in var blátt áfram skyldug til að hlýða og fylgja ráðleggingum hr. iBergmans. Hann fór með umboð almennings, að gera alt, sem í mannlegu valdi stæði, til að hjálpa ógæfuimanninum, sem mest og bezt hann gæti, og nefndin var kosin til að aðstoða hann við að koma því í framkvæmd. Mér er því algerlega óskiljan- legt, hvers vegna nefndin hættir þarna framkvæmdum, þegar mál- ið er aðeins í byrjun, og lögfræð- ingurinn, sem þá er nýbúinn að afkasta næstum kraftaverki, að fá dauðadómnum breytt, sýnir nefndinni fram á, að hér megi ekki staðar nema, og lengra beri að halda. Enginn sanngjam maður getur þó ásakað lögfræðinginn um að gefa ráðleggingar sínar í eigin- gjömum tilgangi, því næstu stig- in í málinu tilheyrðu læknum, en alls ekki lögfræðingum. Eg skal þá engum getum að því leiða, hvers vegna nefndin stígur þetta óheillaspor. Hún get-, ur bezt skýrt það sjálf, og það ber henni að gera, og það sem fyrst. En eitt er víst, að nefndin yfirgef- ur manninn lifandí-dauðan, sem borgarafundurinn fól henni að gera fyrir alt það, sem í mann- legu valdi stæði, að hann mætti ná fullkomnum rétti sínum. — Einnig er víst, að nefndin afhend- ir Þjóðræknisfélaginu féð, sem henni var trúað fyrir að geyma og, sem tveir lögfræðingar bentu henni á, með ákveðnum orðum, að ekki mætti nota til neins nema í þarfir Ingólfs. — Enn fremur er það víst, að Þjóðræknisfélagið tók þakksamlega við fénu. Það ætti því að vera orðið öll- um ljóst, að nafndin hafi alger- lega brugðist trausti fundarins, sem kaus hana. Þar sem lög- fræðingurinn stýrði alt af beint 1 áttina, að gera alt, sem í mann- legu vaJdi stæði til þess að skjól- stæðingur hans næði fullum rétti sínum. Alla leið ,frá borgarafund- inum og þar til málinu var siglt í strand af nefndinni. Vonandi vek eg ekkert ergelsi í huga hr. Halldórs, né heldur kveiki eld 'I nösum hans, þó eg segi, að sæmrfi hefði honum verið, sem meðlim Ingólfsnefndarinnar, að skýra fyrir almenningi hvers- vegna nefndin hætti framkvæmd- um í Ingólfsmálinu, og einnig, hvers vegna nefndin lét af hendi féð, sem henni var trúað fyrir, heldur en alt málsóknarmanið, og somuleiðis masið um “hreinu hendurnar.” Að síðustu verð eg að biðja um skíringu viðvíkjandi ábyrgðinni, sem hr. Halldórs hefir verið svo tíðrætt um upp á síðkastið. Það má heita næstum ófyrirgefanleg óvandvirkni af skrifara borgara- fundarins, að bóka ekki jafn- þýðingarmikið atriði. Herra Hall- dórs geri því svo vel að svara eftirfarandi spurningum. 1. Hvers vegna bókaði hann ekki ábyrgðina, sem hann sjálfur segir að hr. Bergman hafi kraf- ist af stjórnarnefndinni og feng- ið? 2. Hver var upphæðin, sem á- byrgst var, og hvenær féll hún í gjalddaga? 3. Hvaða veð varð hver einstak- lingur að láta, sem tryggingu fyrir ábyrgðinni? 4. Hvaða ár og mánaðardag, var nefndin leyst frá ábyrgðinni, eða heldur hr. Bergman enn þá ábyrgð á hendur nefndarmönnum? Eg er sannfærður um, að hr. Halldórs er ljúft að skýra þetta fyrir almertningi, enda aúðvelt, þar sem ábyrgðarskjalið er að sjálfsögðu í höndum ritarans. Fáein orð frá mér, í fullri ein- lægni, til meðlima Þjóðræknisfé- lagsin 1 heild sinni, ætti ekki að vera óviðeigandi á þessu stigi málsins. Ástœðuna fyrir því, að eg byrjaði að skrifa um Ingólfs- málið, skýrði eg í fyrstu og ann- ari grein minni um málið, og stendur það enn óhaggað. Eg vil því að almenningur, sem orð mín les, skilji það, að eg ber alls eng- an kala til Þjóðræknisfélagsins, sem heildar, né heldUr eintakra meðlima þess. Mér er það full- ljóst, að Þjóðræknisfélagið hefir marga mæta menn og konur innj an sinna vébanda. Mér er það enn fremur Ijóst, að slíkur fé- lagsskapur gæti kornið mörgu góðu til leiðar, og án efa hefir allareiðu gert. En á hinn bóginn er það bjargföst sannfæring mín, að Þjóðræknisfélaginu hafi orðið hrapallega fótaskortur, þegar það tileinkaði sér Ingólfs-málið, og einnig í meðferð þess á heimferð- armálinu. Mætti eg þá spyrja meðlimi Þjóðræknisfélagsins, í fullri al- vöru og sem maður, sem engan kala til þeirra ber, hvort þeir á- Iíti það vegsauka fyrir félagið og íslenzkan almenning, að Ingólfs- málinu sé nú stefnt út fyrir tak- mörk þeirra, er íslenzkt mál lesa, og inn í réttarsali þessa lands, eins og málið horfir nú við? En korni til þess, að til slíkra örþrifa ráða þurfi að grípa, sem eg vona, að ekki komi til, þá bið eg lesendurna að hafa hugfast, að til þess hefi eg aldrei eggjað, né heldur neinn, sem skrifað hefir málstað mínum til styrktar. Óska eg því einu sinni enn, og vonandi í síðasta sinni, að mál þetta verði friðsamlega til lykta leitt, þrátt fyrir beiskyrðin, sem fallið hafa milli Golíats og “smá- spörvans.” Jónas Pálsson. Kennimaður Minning utan af landi. Eftir Guðm. Friðjónsson. Hnígur sól til höfðalagsins; hlýtt og kyrt um bygða lönd. Saman hjala sær og strönd. Nóttin brosir, nýtur dagsins. Aftan leggur yfir foldu, yfir breiðir nyrztu höf rauð og blá og tá’hrein tröf. Blómin drúpa, á bæn í moldu. Gerist hverri veru vægra við að horfa birtu gegn, hljóta í næði af himni fregn, lifa í ríki dýrðar-dægra. — * Hlýðir messu hrifinn lýður, horfir upp til kennimanns. Eldi miðla augu hans; þó um leið í bragði blíður. Guðspjallið er mér í minni, mætagott að hlýða á: Kristur vatn af konu þá, gjafarinn mikli, á göngu sinni. Lávarði hjá lífsins brunni / lýsti klerkur, sá gat beitt mælsku snild og vötnum veitt. Hugsjón engi heitar unni. Mælska, er gerir vín úr vatni, vængjað getur staðan hug; karar-búi kemst á flug, finst um leið, að böl sitt batni. Syndugt fólk til sálubóta sveigja verður, hvar sem er, iðrun jafnan ávöxt ber, leiðtoga sem féll til fóta. Andvari frá efstu hæðum áheyrendum gerði dátt. Hver sem öðlast mælsku mátt, hefir vald á himna glæðum. Yængja þytur viðra mundi vitund þeirra, er hlýddu á, sumum við til sælu brá. Gott er að vera á fagnafundi. Sá á inni’ í sjóði alda, sig er bauð og lét í té fólki, er þarf að falla á kné. Þeim, sem hrífur, þökk skal gjalda. Þörf er mikil: þorsta svala, þeysidöggvum vökva^fold, gæða veigum gróðurmold, vizku styrkja, vonir ala. Betri er en brúðkaupsveizla bróðurkærleiks orðagnótt. Mannúð tigin'minkar nótt, vekur þrár og vaxtar geisla. — * Féll í valinn fræðimaður, förull út að ströndum blám, hollur mjög og þarfur þrám, eldfimur og æfa-glaður. Drottins túlkur! drauma njóttu, djarfhugi í kenning hreinn; undir lokin bjartur, beinn; sóttir lengi eld í óttu. —Lesb. Mgbl. Götuskarkalinn gerir menn heyrnarlausa og vitlausa. Götuskarakalinn í stórborgunum gerir menn með tímanum heyrn- arlausa og vitlausa, segja enskir læknar. Meira en helmingur af öllu fólki í Englandi hefir fengið skemdir í eyrun, og er það götu- skarkalanum að kenna. Hávaðinn hefir verið tekinn á grammófón-plötur, og athugaður gaumgæfilega af læknum og lærð- um mönnum. Af því að skarkal- inn er óreglulegur, með allskon- ar rynkjum og óhljóðum, ýlfri, og gauli og djöfulgangi, er hann mönnum hættuelgur, er til lengd- ar lætur og öllum sjálfstæðum hugsunum og framtaki til niður- drept. Skarkalinn er því beinn voði fyrir menning nútímans. Samanborið við umferðastraum- inn 1 London og í öðrum borgum, er mælt að London sé kyrlátur bær og hávaðalítill; því þar er gert alt, sem hægt er að gera til þess að draga úr götuskarkalan- um. J>ar t.d. gaula ekki bifreiðar- stjórar í horn sín eins og slökkvi- lið, en aka hljóðlega, einkum er þeir eru á ferð á næturþeli. — Lesb. Mgbl. Nýársmorgun 1929 Árið hið gamla í eilífðar sæ, að alföðurs vilja lýðum er horfið úr bor og úr bæ, það ber oss að skilja. v» ' ! í * Árið hið nýja á aldanna spjald nú upprann í morgun, það gefur oss líta sinn gulllega fald glansandi á torgum. Ef guðdóminn heiðrum vér, gæð- anna fjöld það gefur í mundir; vasklega fylkjum, því vantrúin köld nú verkar um stundir. Þó mótgjörðir reynum vér porgir og sút, sjálfir ei hefnum, nær hálum vér göngum úr heim- inum út til himna vér stefnum. Eilífi faðir! þín gæðanna gnótt gefi’ oss að þreyja, ungum og gömlum með andlegan þrótt og ánægðum deyja. Magnús Einarsson. CUNARD LINE 1840^-1929 10053 Jasper Ave. EDMONTON 100 Pinder Block SASKATOON 401 l^anraster lildg., CALGARY 270 Main St. WINNIPEG, Man. Gor. Bay & Wellington St». TORONTO, Ont. 230 Hospital St. MONTREAL, Que. Elzta eimskipafélagið, sem siglir Canada. Cunard línan veitir ftgætar samgöng- ur milli Canada og Noregs, Svfþjóð- ar og Danmerkur bwði tll og fríl Mon- treal og Quebec. Eitt, sem mælir með þvf að ferðast með þessari lfnu er það hve þægilegt er að koma við í London, Stærstu borg ( heimi. Cunard línan hefir sérstaka innflutn- ingaskrifstofu f \Vinnipeg, fyrir Norð- urlönd. Skrifstofustjórinn er Mr. Carl Jacobsen, sem útvegar bændum íslenzkt vinnufólk, vinnumenn og vinnukonur, eða heilar fjölskyldur. pað fer vel um frændur yðar ög vini, ef þeir koma til Canada með Cunard lfnunni. Skrifið á. yðar eigin máli, eftir upp- lýsingum og sendið bréfin á þann stað sem gefinn er hér að neðan. öllum fyrirspurnum svarað fljótt og yður að kostnaðarlausu. CiivarA V“ LINE DIXON MINING CO., LTD. Höíuðstóll 2,000,000 hlutir Löggilt undir Sambandslög , Canada. EKKERT AKVEÐID VERÐ Takið nú þátt í þessum álitlegu n á maf y rir tœkj - um í Manitoba , Óútmálanleg tækifæri þar sem centin verða að dölum. pessir hlutir seljast fljótlega. KaujtiO strax. \ /tTÍ A T T I ’RT TM ADJ JP 2 Small Diamond Drills, 1 Large Drill, 1 Complete V ILLicA LJ 1 D \_/ i N /A L/ LJ 1\. ” compressor, OUtfit with Hoist, Ore Bucket, Ore Wagon and miniature rails, 2 Complete Blacksmith Outfits, 1 Complete Assaying Outfit, 2 large Motor Boats, 1 Barge, 2 Canoes, with Outboard Engines, Horses, Caterpillar, Snowmobile, and all necessary small tools and equipment, also 3 Complete Camps. ) TÓLF SPILDUR AF NÁMALÖNDUM DIXIE SPILDAN Allar nauðsynlegar byggingar og útbúnaður. Tré hafa verið feld og landið hreinsað og grafið nið.ur að málmæðum á 3000 feta svæði og sést af því að landið er auðugt af gulli, silfri, blýi og kopar. Málm- æðin sumstaðar 11 feta breið. WAVERLEY SPILDAN Allar nauðsynlegar byggingar og útbúnaður. pessi spilda sýnir að mikið er af málmum, jafnvel ofanjarðar á svæði, sery er 300 feta langt og 4 feta breitt. Sýnishorn, sem tekin eru af handa hófi, sýna að þarna er meira en $54 af gulli, silfri, blýi og kopar í tonni. AÐRAR SPILDUR Pær rannsóknir, sem gerðar hafa verið sýna að þar er að öllum llk- indum mjög mikið af málmi., Hérumbil 5000 ekrur af landi, sem að öllum likindum er auðugt af málumum og alt nærri jámbraut- um. Ekki langt frá Flin Flon og Flin Flon brautinni. 100,000 hlutir er alt, scm selt vcrður í þetta sinn. PÖNTUNUM í 50c HLUTUM Yeitt Móttaka á Skrifstofu Vorri DIXON MINING CO., 408 Paris Bldg. LTD. WINNIPEP eða hjá Umboðsmönnum Vorum, WOOD, DUDLEY and HILLIARD, LTD., 305 McArthur Building, Winnipeg, Man. Auðug sem smjer, sætt ein8 og hnetur K0NUR 0G MÆÐUR Með það fyrir augum, sð halda fjölskyldunni heilbrigðri og veita henqi mátt til að verjast sjúkdómum, þá þurfið þjer að láta : : : : hana hafa gnótt góðrar fœðu -- sérstaklega : : : : Canada Bread Hringid upp • 33 604 Portage & Burnell Str. J. NICOLSON, Manager I

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.