Lögberg


Lögberg - 14.02.1929, Qupperneq 4

Lögberg - 14.02.1929, Qupperneq 4
Bla. 4. LÖGBERG FIMTUDAGINN 14. FEBRÚAR 1929. loutierg Gefið út hvern fimtudag af The Col- umhia. Press, Ltd., Cor. Sargent Ave. og Toronto St., Winnipeg, Man. Talsímar: 86 S27 og 86 328 Einar P. Jónsson, Editor Utanáskrift blaðsins: The Columbia Press, Ltd., Box 3172 Winnipeg, Man. Utanáskrift ritstjórans: Editor Lögberg, Box 3172, Winnipeg, Man. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram. ! The “Lögberg” is prióteS and published by ■ í; The Columbia Press, Limited, in the Columbia • ); Building, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. j Síðastliðinn fimtudag, var sambandsþingið í Ottawa sett a;f landstjóranum, lávarði Will- ingdon, með venjulegum hátíðabrigðum. Var mannsöfnuður við þingsetninguna', jafnvel meiri, en nokkru sinni fvr. Mintust leiðto^ar allra þingflokkanna kon- ungs, með hlýjum bg viðeigandi orðum, og létu í ljós yfir því fögnuð sinn, hve nú væri hann kominn á góðan bataveg. ^ Hér fer á eftir hásætisræðan, í lauslegri ís- lenzkri þ\ðingu: ‘ ‘ Hæstvirtir öldungar og neðrimálstofu þing- menn! Um leið og eg stefni til funáa hinu canad- iska þjóðþingi, leyfi eg mér að samfagna yður í djúpu þakklæti, fyrir heilsubót vors ástkæra konungs. Er það sameiginleg ósk vor, að hans hátign, konungurinn, fái komist svo til fullrar heilsu, að honum megi enn auðnast að beita þeim alúðarríku kröftum í þarfir samveldisins, er unnið hafa honum ógleymanlegan sess í hjörtum þegna sinna. Sú hin óviðjafnanlega velgengni, er í hví- vetna ríkir með þjóð vorri, hlýtur að skoðast alveg einstakt fagnaðarefni. Aldrei hafa viðskifta- og verzlunarmálin í landi hér, staðið í jafnmiklum blóma, sem á þessu síðastliðna fjárhagsári. Hefir for.sjón- in launað iðni og árvekni fólks vors, með ríku- legri uppskeru. Framleiðsla landbúnaðaráf- urða,' og annara megin atvinnugreina, hefir orðið drjúgum meiri, en nokkru sinni fvr. Á sviði bygginga og vegagerða, hafa framfarirn- ar átt engan sinn líka, og má hið sama segja um aukin viðskifti við önnur lönd. Bjartara hefir verið yfir atvinnumálum þjóðarinnar um undanfarið skeið, en venja hefir verið til, og bendir flest í þá átt, að nú- verandi velmegun muni um langt skeið, ríkja með þjóðinni. Stórkostlega athygli hefir það vakið, hve framfarnirnar á sviði námarekstursins hafa ver- ið stórstígar á síðasta fjárhagsári, svo að segja í öllum landshlutum jafnt. FLskiveiðamálunum skilaði vel áfram á liðnu ári, og varð veiðin í alt, nokkru meiri en á árinu 1927. Samkvæmt tillögum hínnar konunglegu rannsóknarnefndar, er um fiskiveiðamálin fjallaði milli þinga, hefir stjórnin mælt svo fvf- ir, að hér eftir skuli fiskiveiða ráðuneytið að- sldlið frá flotamálaráðuneytinu og hafa sérstak- an aðstoðarráðgjafa. Hefir ýmsum fleiri mikil- vægum ráðstöfunum í sambandi við umboðs- stjórn fiskiveiðanna, verið hrundið í fram- kvæmd, í samræmi við tillögur hinnar konung- legu rannsóknarnefndar. Lögð verða enn fremur fyrir vfirstandandi þing, ýms fleiri laganýmæli fiskiveiðamar áhrærandi. Undirbúningur er þegar hafinn í þá átt, að koma á fót nýrri rannsókbastofu, er veitt geti í framtíðinni alla hugsanlega vísinda aðstoð, í sambandi við hinar ýmsu tegundir framleiðsl- unnar. Á hinu liðna ári, var stofnað til nýrra sigl- inga sambanda milli Canada, Bermuda og Vest- ur indversku eyjanna. Hafa margskonar hlunnindi, er af þessari nýjung stafa, þegar komið í Ijós. Með það fvrir augum, hve stór- kostlega viðskiftavelta /vor er jafnt og þétt að aukast út á við, hljóta þessi nýju siglinga- sambönd að miða til þess, að veita þeim canad- iskum kaupsýslumönnum, er við vöruútflutningi gefa sig, gleggri og greiðari fregnir af erlend- um mahkaðsskilvrðum. Þá er og ráðgert, að skipaðir verði viðskiftafulltrúar í hinum ýmsu löndum, þar sem slíks þvkir mest þörf. Að því er samgöngurnar innanlands áhrær- ir, þykir hlýða að geta póstflutninga þeirra með loftförum, er stofnað hefir verið til, með góðum árangri. Sem ótvírætt merki aukins iðnaðar- og at- hafnalífs, má óhikað telja velgengni járnbrauta- félaganna. Urðu tekjur þeirra, árið sem leið, drjúgum hærri, en árið þar á undan. Lagningu járnbrautarinnar til Hudsons- flóa, hefir skilað vel áfram. Er nú ekki eftir að leggja teina til Churchill, nema sem svarar þrjatiu og sjö mflum. Auk þess má segja, að hafnargerðin sé vel á veg komin. Hinar risavöxnu framfarir í norður- og norðvesturlandinu, kref jast þess af járnbraut-.. arfélögunum, að þau láti ekki sitt eftir liggja, með að tryggja íbúum þeirra landshluta, næg- ar og góðar samgöngur. Mun fyrir þingið verða lagt frumvarp, er fram á það fer, að Þjóðbrautakerfinu skuli heimilað að byggja aukalínur hér og þar um Austur og Vestur- Canada. Farið verður fram á, að jámbrautalögunum verði þannig breytt, að járnbrautarráðið fái víðtækara valdsvið, að því er það árærir, að auka hlutafé. Þá verður og lagt fyrir þing, fmmvarp til laga, er út á það gengur, að hrinda í fram- kvæmd eftirlaunalögum fyrir fólk það, er í þjónustu Þjóðeignabrautanna starfar. 1 samræmi við tillögur hinnar föstu nefndar, er starfað hefir í Sambandi við akuryrkju- og innflutningamálin, hefir samkomulag náðst við hin ýmsu fylki um það, að flytja inn ung- linga frá brezku eyjunum og koma þeim fvrir í sveitum þessa lands. Einnig hefir verið far- ið fram á tíu sterlingspunda far fyrir innflvtj- endur frá Bretlanfli og norðurhluta írlands, aðra en bændur, vinnukonur og unglinga, er notið hafa lægra fars, samkvæmt gildandi ný- lendulögum. Hefir innflutningur fólks staðið í réttum hlutföllum við kröfur þjóðarinnar og þroska. Þá var á árinu liðna, skipuð konungleg rann- sóknarnefnd, er það hlutverk hefir með hönd- um haft, að rannsaka og gera tillögur um f jár- hagslega uppbót í sambandi við afbending nátt- úruauðæfa Manitobafylkis, því sjálfu í hendur, þannig, að fylkið öðlist jafnrétti við hin önnur fylki hins canadiska fylkja-sambands. Svip- aðar samkomulags tilraunir hafa einnig átt sér stað milli sambandsstjórnarinnar og fylkja- stjórnanna í Alberta, Saskatchewan og British Columbia. Enn fremur hefir skipuð verið konungleg rannsóknarnefnd, til þess að íhuga víðvarp' í Canada, og leggja fyrir stjórnina tfllögur, í sambandi við framkvæmdarstjórn og fjármála- hlið þess fyrirtækis. Frá því, er síðasta þingi sleit, hafa sam- böndin, innan velúis sem utan, skýrst til muna. Sendiherra frá Bretlandi, kom til Ottawa í septembei’mánuði síðastliðnum, sá fyrsti er til þess hefir verið skipaður, að annast um hag brezku þjóðarinnar hér í landi. Þá hafa og stjómir Frakka og Japana, stofnað til sendiherra sambanda við Canada. 1 septembermánuði síðastliðnum, tók canad- iskur sendiherra við embætti í París, og nú er í aðsigi stofnun sendiherra sambands við Japan. Má telja víst, að slíkar ráðstafanir hafi eigi að- eins í för með sér margt og.mikið nytsamt frá efnalegu sjónarmiði, heldur leiði þær og til gleggrí skilnings og meiri góðvilja út á við. Þá verður og lagður fyrir þing til samþvkt- ar, sáttmáli sá um ólöghelgun styrjalda, er canadiska stjórnin undirskrifaði þann 27. ágúst síðastliðinn, sem og uppkast að samningi milli Canada og Bandaríkjanna, um verndun nátt- úrafegurðar við Niagara-fossana. Af öðrum laganýmælum, er fvrir þingið verða lögð, má sérstaklega nefna vissar breyt- ingar á kosningalögunúm, fiskiveiðalögunum, og lögum um útrýming skaðvænna lvfja. Háttvirtir neðrimálstofu þingmenn! Fjárlögin fvrir yfirstandandi fjárhagsár, og fjárhagsáætlun fvrir næsta ár, verða lögð fram í þinginu við fyrstu hentugleika. Hæstvirtir öldungaráðs meðlimir, og hátt- virtir neðri málstofu þingmenn Um leið og eg fel yður á ný, meðferð þeirra mörgu, mikilvægu mála, er úrlausnar bíða, bið eg hina heilögu forsjón að blessa yður, og vaka yfir öllum yðar athöfnum.” Fylkisþingið í Manitoba Síðastliðinn mánudag, var fylkisþinginu í Manitoba stefnt til funda. Setti þingið hinn nýi fylkisstjóri, Hon. J. D. McGregor. Var mannfjöldi mikill viðstaddur, sem venja er til við slík tækifæri. Nýmæli þau, er hásætisræðan hafði inni að halda, voru mörg, og sum þeirra all merk. — Skulu hér tilgreind þau mikilvægustu: 1. Skipun sérstakrar nefndar, til þess að rannsaka og gera tillogur um, virkjun orku í norðurhluta fylkisins. r' 2. Mælingar á fyrirhuguðum bílvegi frá Winnipeg og norður til Pas, ásamt tilögum um nýja jámbraut til hinna norðlægu námahéraða og Fort Churchill. 3. Fjárframlög til þess að leggja nj'jar orkulínur um sveitir fylkisins. 4. Bygging nýs sjúkrahúss fvrir berkla- veikt fólk. 5. Viðauki við geðveikrahæli fylkisins. 6. Skipun héraðsnefnda, landbúnaðinum til eflingar. 7. Stofnun nýrra heilbrigðis umdæma í samvinnu við sveitastjórnir og fylkisstjórn- ina. 8. Val lóðar fyrir hás'kóla fylkisins, ásamt tillögum um nýjar byggingar. 9. Lagaákvæði lútandi að ráðstöfun á nátt- úruauðæfum fylkisins, í því falli, að nefnd sú, er sambandSstjórin skipaði í því máli, hafi lok- ið störfum sýium í tæka tíð, meðan núverandi þing á setu. Sú hefir verið venja í liðinni tíð, að þing- fundum væri frestað í einn eða tvo daga, að lokinni hásætisræðunni.' En að þessu sinni var vikið frá þeirri reglu, og tekið til venjulegra þingstarfa tafarlaust. | Konungleg rannsóknarnefnd Að því hefir áður verið vikið liér í blaðinu, að Bracken stjórnin hefði skipað konunglega rannsóknaraefnd, í sambandi við kærur þær, er leiðtogi íhaldsmanna í fylkisþinginu, Mr. Tayl- or, bar fram á hendur stjórninni, meðan á aukakosningunni stóð í Lansdowne, í sambandi við virkjunarleyfi Sjö systra fossanna. Gaf Mr. Taylor það, sem kunnugt er, í skyn, að ekki mundi alt með feldu um gjörðir stjórnarinnar, að því er snerti samning hennar við Winnipeg Electric Railway. Meginkjami ákæranna átti að vera sá, að sem þóknun fyrir að veita Winnipeg Electric félaginu umrætt virkjunar leyfi, hefði Brack- en-stjómin, eða flokkur hennar, fengið frá fé- laginu álitlega fúlgu í kosningasjóð sinn, $50,000, eða jafnvel meira. Almenningi þótti, sem von var til, kærur þessar næsta alvarlegs efnis, og mun liann því taka ráðstöfun stjórnarinnar um fyrgreinda nefndarskipun, feginsliendi, með því að á þann hátt einan, mátti þess fyllilega vænta, að sann- leikurinn yrði leiddur í ljós. Um mál þetta farast blaðinu Manitoba Free Press, meðal annars, þannig orð: “Þessi hin konunglega rannsóknarnefnd, er nú sezt á rökstóla, og mun hún kynna sér það út í æsar, livort nokkuð sé í því hæft, eða það gagnstæða, að Brackenstjórnin hafi þegið fjár- framlög frá Winnípeg Electric félaginu, eða félögum þeim öðrum, er í sambandi við það starfa, eða nokkrum öðrum félögum, í kosn- ingasjóð sinn 1927. Nöfn þeirra þriggja dóm- ara, er í nefndiluii eiga sæti, er fullkomin trygging þess, að rannsóknin öll verði fram- kværnd á ströngum, lagalegum grundvelli. Ekki er það nema sjálfsagt og rétt, að verksvið nefndarinnar verði eins víðtækt og framast má verða. Hafi það átt sér stað, að menn í opinberum trúnaðarstöðum, hafi verið keyptir af einstök- um félögum til þess að hlúa að hag þeirra, þá eiga íbúar Manitobafylkis heimting á því, að fá að vita allan sannleikann. Sé málinu á hinn bóginn þannig farið, að pólitískir flokksforingjar leyfi sér að bera sak- ir á trúnaðarmenn þjóðfélagsins, í flokkslegu Iiagsmunaskyni, þá á almenningur fulla heimt- ing á því, að fá að vita allan sannleikann í því tilfelli líka, svo hann geti komið fram ábyrgð á hendur þeim, er kærurnar báru fram. Megingildi konunglegrar rannsóknarnefnd ar, er það, að hún er hafin yfir flokkaríg. Dóm- ararnir rannsaka málin, öldungis án tillits til þess, hvaða flokkur hagnast, eða bíður halla. Þeir leita sannleikans, og einskis nema sann- leikans. Almenningi mun það nokkurn veginn fylli- lega ljóst, að í því tilfelli, að þingið eitt hefði haft full umráð yfir gangi málsins, gat auð- veldlega svo farið, að árangurinn hefði orðið lítið annað, en flokkaryk og aska. Sé Bracken stjórnin sek um, að hafa selt s'ig Winnipeg Electric félaginu, þá er hún sek um alvarlegan glæp, gagnvart íbúum Manito- bafylkis. Komi það á hinn bóginn í ljós, að kærumar séu á engum rökum bygðar, heldur bornar fram í pólitisku hagsmunaskyni, hefir líka verið framinn glæpur gagnvart siðferðismeðvitund almennings, sem fólkið vill að refsað sé fyrir. ■ Bíður almenningur úrslitanna með óþreyju, í fullu trausti þess, að öll spilin verði lögð á borðið.” Nýr leiðtogi íhaldsmanna Ihaldsflokkurinn í öldungadeild þjóðjiingsins í Ottawa, hefir kjörið Senator Willoughby frá Moose Jaw, til leiðtoga í stað W. B. Ross, sem látinn er fyrir skömmu. Er þetta í annað skift- ið, sem íhaldsmenn í öldungadeildinni, kjósa mann úr Sléttufylkjunum í slíka stöðu. Var hinn fyrri Sir James Lougheed frá Calgary. Senator Willoughby, er maður sjötugur að aldri, fæddur í Ontariofylki, en fluttist Ungur til Vesturlandsins. Átti sæti á fylkisþinginu í Saskatchewan, frá 1912 til 1917, og var um hríð leiðtogi flokks síns í fvlkinu. Árið 1917, hlaut Mr. Willoughby senators- útnefningu. INNHEIMTA EFTIR að vörur yðar eru seldar, ríður mest á [>ví af öllu, að innheimtan gangi vel og greiðlega. 1 viðbót við reynslu þá, er vér höfum í sam- bandi við þarfir seljenda, nýtur almenningur góðs af útibúum vorum í Canada og 31 öðru landi. The Royal Bank of Canada Annað opið bréí til Þjóöræknisfélagsins. 1 Lögbergi, 1. nóvember 1928, birti eg opið bréf til Þjóðræknis- félagsins, þar sem eg framvísaði bréfi frá einum af ættingjum Ingólfs Ingólfssonar til mín, er flutti þá beiðni Ingólfs, að eitt- hvað yrði gert til þess að losa hann úr fangelsisvist hanS. Eg birti bréfið alveg athugasemda- laust. Eg tók það aðeins fram, að eg hefði svarað bréfi þessu á þá leið, að eg væri að vísa því til Þjóðræknisfélagsins, sem Ingólfs- sjóðinn hefði með höndum, og að í þeim tilgangi væri það birt. Enn fremur tók eg það fram, að eg áliti ekki rétt að birta nafn bréfritarans (því til þess hafði eg ekki leyfi), en að nafn og heimilisfang hans skyldi eg að sjálfsögðu láta forseta Þjóðrækn- isfélagsins í té, ef hann óskaði þess. Þó nú séu liðnir þrír og hálf- ur mánuður síðan það bréf var birt, hefir því enginn gaumur verið gefinn, hvorki af forseta Þjóðræknisfélagsins né nokkrum öðrum embættismanni þess. Eina svarið, sem enn hefir komið fram, er svæsin árás á mig persónulega, er ritstjóri Heimskringlu, hr. Sig- fús Halldórs, lét sér ss^na að gera í ritstjórnargrein í Heims- kringlu J. nóvember 1928, með fyrirsögninnf: “Saiúur við sig.” Þó vissi hann mæta vel, að eg bar alls enga ábyrgð á því, að mér var ritað þetta bréf, né heldur á innihaldi þess. Um innihald bréfsins segir hann, að það sé ekki að eins fjarstæða, að sinna beiðni Ingólfs, heldur væri það einnig “strákskapur, svo viðbjóðs- legur gagnvart íslandi, að orðum verður eigi að komið”. Hann var svo ánægður með þennan sleggju- dóm sinn, að hann auðkendi hann með svörtu letri, og því geri eg slíkt hið sama. Eg birti þetta umrædda bréf í opinberu blaði, ekki (eins og hr. Halldórs staðhæfir) vegna þess, að eg treysti mér ekki, skaps- muna vegna, til þess að leggja bréf í póstinn til forseta eða skrifara Þjóðræknisfélagsins, eða færa þeim þetta bréf sjálfur, heldur vegna þess, að eg álít, að þetta Ingólfsmál sé almennings- mál, og eg vildi koma í veg fyrir, að bréfi þessu yrði stungið undir stól, eins og reyndin hefir orðið á með öll önnur gögn í því máli, er lent hafa í höndum Þjóðrækn- isfélagsins. Eg sé heldur enga ástæðu *til að taka til greina bendingar hr. Halldórs í þessu svari hans um, “að spyrjast fyrir um það hjá ís- lenzku stjórninni”, hvort leyfi- legt sé að reyna að fá Ingólf leystan úr fangelsi, áður en því máli sé hreyft hérna megin hafs- ins. Til þess eru tvær ástæður: önnur sú, að eg álít' að Vestur- íslendingar séu búnir að ná nægi- legum andlegum þroska til þess að útkljá þetta mál sjálfir. Hin ástæðan er sú, að ekkert leyfi var fengið frá ísiandi til þess að byrja á þessu máli, og eg veit ekki til þess, að framkvæmdir í Ing- ólfsmálinu hafi verið stöðvaðar samkvæmt bendingu frá stjórn íslands, né heldur að stjórn Þjóð- ræknisfélagsins hafi leitað eða fengið leyfi frá stjórn íslands til þess að leggja undir sig afgang sjóðsins. Það, sem hið umrædda bréf flutti, var það, sem hr. Halldórs lét sér sæma að nefna, “beiðni morðingjans Ingólfs Ingólfsson- ar.” Sök mín lá í því, að eg hafði leyft þeirri beiðni að koma fyrir almenningssjónir, þó eg gerði það alveg athugasemdalaust. Fyrir það var eg opinberlega ávíttur, og Þjóðræknisfélagið var alvar- lega aðvarað að gera sig ekki sekt í þeim “stráksskap”, að gefa þeirri beiðni nokkurn gaum. — Þetta er eina opinbera svarið, og Þjóðræknisfélagið hefir forðast, að gera sig sekt í þeim “stráks- skap”, sem hr. hr. Halldórs var- aði það svo rækilega við. Þó svar hr. Halldórs hafi verið látið duga opinberlegá, þá hefi eg orðið var við, að reynt hefir verið að breiða það út, að trúleg- ast sé að eg hafi búið þetta bréf til sjálfur og þess vegna hafi eg ekki getað birt nafn bréfritarans. ; Nú vill svo vel til, að síðastliðna I viku barst mér annað bréf frá sama ættingja Ingólfs og fyrra bréfið ritaði. Því framvísa eg nú á sama hátt og því fyrra, og læt fylgja með nafn og heimilis- fang bréfritarans, svo öllum gef- ist kostur á, að sjá, að bæði bréf- in (því hann vitnar í hið fyrra), séu egta. Þjóðræknisfélagið kemst ekki hjá því, fyr eða síðar, að svara þessari málaleitun Ingólfs á einhvern hátt opinbeflega. Sóma síns vegna getur það ekki látið það svar dragast fram yfir næsta ársþing félagsins. Bréfið læt eg fylgja hér með athugasemdalaust að öðru leyti en því, að eg vil taka það fram, að allar leturbreytingar í því eru gerðar af bréfritaranum sjálfum. Hjálmar A. Bergman. Bréfið er á þessa leið: “Hecla P. O., Man., 29. jan. 1929. Mr. Hjálmar Bergmann: Kæri herra! lEg verð að biðja velvirðingar á þvr, að eg ónáða þig enn með bréfi. Ástæðan fyrir því er sú, að eg fékk 19. þ.m. bréf frá Ingólfi Ing- ólfssyni. Eg læt það fylgja þess- um miða ásamt bréfinu, sem eg fékk í haust, ef þú vildir gera svo- vel og lesa þau yfir til skýringar. Eftir þeim skilríkjum að dæma, sem í seinni tíð hafa komið fram í þessu svo nefnda Ingólfsmáli,. finst mér Þjóðræknisfélag ís- lendinga í Vesturheimi — hvað sem því sjálfu líður — svo að ekki sé 'höggvið nærri því—ekki leng- ur geta staðist við að láta málið liggja kyrt — vegna heiðurs al- mennings, er lagði fram $4,111.50 til þess að sjá manni þessum borgið að fullu. Eg skrifaði Ingólfi með þessum pósti og sagði honum, að eg hefði skrifað þér í haust. Arangurinn af því hefði orðið sá, að þú hefð- ir gert Þjóðræknisfélaginu að- vart, hvað beiðni hans snerti. En það hefði enn ekki svarað neinu, og þess vegna hefði eg ekki get- að skrifað honum neitt um þetta mál, því að, eins og sjá má á bréfi hans^ hefir hann beðið með mik- illi eftirvæntingu .eftir svari. Eg reyndi að friða hann með því, að skjólstæðingur hans, n. L Þjóðræknisfélagið, mundi koma og frelsa hann, ef mögulegt væri,

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.