Lögberg


Lögberg - 21.02.1929, Qupperneq 6

Lögberg - 21.02.1929, Qupperneq 6
Bls. 6. LÖGBERG FIMTUDAGINN 21. FEBRÚAR 1929 . Mánadalurinn EFTIR JACK LONDON. Willi hristi höfuðið. “Þetta er ekki rétt hjá þér. Eg held hún hafi mest um þetta að segja,” sagSi hann. “Jæja, segSu þaS þá,” hreytti Long út úr sér og sneri sér aS Saxon. “MeS hvorum okk- ar viltu vera, mór eSa honum? ÞaS er bezt að koinast að einhverri niðuTstöðu. ” I stað þess að svara, tók Saxon báðum höndum utan um handlegginn á Willa. “Þetta er sæmilega skýrt svar,” sagði Willi. Long liorfði illilega á Saxon og svo á Willa. “Eg held næstum, að eg ætti að berja á þér, hvað sem þessu líSur,” sagði hann. Saxon var hjartanlega glöð. ÞaS hafði ekki farið fvrir henni eins og Lily Sanderson, og þessi aSdáanlegi ungi maður hafði algerlega yfirunnið þenna heljar-stóra og illúSlega járn- 8miS, og það án þess aS snerta hendi við hon- um og jafnvel án þess að segja svo sem nokkuð við hann. “Hann hefir lengi verið að sækjast eftir mér, ” hvíslaði hún aS Willa. “Hann vill að eg sé altaf með sér og ætlar vitlaus að verða, ef eg er með nokkrum öðrum manni. Eg vildi eg sæi hann aldrei aftur. ” Willi stanzaði alt í einu. Lang, sem var á leið út til dyranna, stanzaði líka. “Hún segir, að hún vilji ekkert við þig ega,” sagði Willi við Lang. “Og það sem hún segir, það verður að hafa framgang. Ef eg nokkurn tíma fæ nokkurn grun um, að þú sért að ónáða hana hér eftir, þá er mér' að mæta. Skilurðu það?” Lang varð enn illilegri, en sagSi ekkert. “SkilurSu mig?’ endurtók Willi með meiri áherzlu. Ijang svaraði enn ekki, en það var engum efa bundið, að hann skildi mæta vel, hvað Willi var að segja. “Mundu þetta nú,” sagði Willi, “og vertu ekki í veginum fyrir mér í annað sinn, því þú hefir ekkert gott af því. ” Lang labbaði burtu, og lét nú lítið yfir sér. Haxon var eins og í sælasta draumi. Charley Lang hafði hér hitt sér meiri mann. Hann var sjáanlega hræddur við þenrian góðlátlega, blá- eygða pilt. Þetta þrekvirki hafði Willi einn getað leyst af hendi hennar vegna. Og honum hafði áreiSanlega falliS hún betur en Lily Sanderson. Tvisvar reyndi Saxon að segja W/iUa af þeim kynnum, sem hún hafði haft af Lang, en hann hafði í hvorttveggja sinn farið út í aðra sálma. “Eg kæri mig ekkert um að heyra neitt um það,” sagði hann, þegar hún vakti máls á þessu T annað sinn. “Þú ert hér með mér, og það er mér nóg.” En hún vildi endilega segja honum frá þessu, og liann varð að hlusta á það, og þegar hún hafði talað vel-lengi, klappaði hann góS- látlega á hendina á henni og sagði: “Það er öllu óhætt eftir þetta. Hann er bara hrokafullur dóni. Eg sá strax, þegar eg leit á hann, hverskonar maður hann er. Hann ónáðar þig ekki hér eftir. Hann er bara rag- menni, sem ekkert verður úr, þegar tekið er dá- lítið á móti honum. ” “En hvernig í ósköpunum fórstu að þessu?” spurði hún undrandi. “Hvernig stendur á því, að þessir náungar eru hræddir við þig? Þú ert aðdáanlegur maður. ” Hann brosti, og vildi ekki meira um þetta tala. “Heyrðu,” sagði hann. “Dæmalaust hef- irðu fallegar tennur. Þær eru svo hvítar og svo jafnar, eins og bezt getur verið. Og þær fara þér eitthvað svo undur vel. Mér finst þær vera nákvæmlega eins og tennur eiga aS vera. Eg segi þér alveg satt, mér finst eg aldrei hafi séð eins fallegar tennur í nokkurri stúlku. Eg fæ svo góða matarlyst, þegar eg sé þær. ’ ’ Þegar klukkan var orðin tólf, héldu þau Bert og María enn áfram að dansa, en Willi og Saxon fóru á stað heimleiðis. Willi hafði stungið upp á því að fara svo snemma, og hon- um fanst hann verSa að gera Saxon grein fyr- ir því, hvers vegna hann vildi fara svona snemma heim. “ÞaS er eitt, sem eg hefi lært af þessum hnefleika æfingum,” sagði hann, “og það er, að maður verður að hafa býsna góða gát á sjlálfum sér. Maður getur ekki unnið allan daginn, dansaað alla nóttina og samt haldið ó- ekerftum kröftum. Sama er að segja um það að drekka, og á eg þó ekki við að eg sé bindindis- maður. Eg hefi töluverða reynslu í þeim efn- um. Mér þykir gott að fá glas af bjór og það vel úti-látið. En eg drekk ekki eins mikið eins og lystin leyfir. Eg hefi reynt það, en það borgar sig ekki. Hugsaðu þér t. d. þennan rudda, sem réðist að okkur í kveld. Hann drekk- ur mikiÖ; það er auðséÖ á honum; holdafarið og hörundsliturinn sýnir það. Allir slíkir menn eru úthaldslausir og ekki til neins, þegar til ryskinga kemur.” “En hann er svo stór,” sagði Saxon. “Hend- urnar á honum eru helmingi stærri en á þér.” “Það þýfor ekki nokkurn skapaðan hlut. AS vera stór og þungur, er ekki það sem mest á ríður, heldur að kunna að beita aflinu og tapa ekki valdi á sjálfum sér. Þessi maður er í því ástandi, að hann hefir ekki fulla stjóm á sjálf- um sér, og ef hann mætti verulegri mótstöðu, mundi hann tryllast eins og viltur klár. Ef eg gæti ekki slegið liann niður strax, þá mundi eg lofa honum að hamast um tíma og ekki gera annað en verja mig. Hann mundi ekki endast lengi, heldur springa eins og vindbelgur, og þá gæti eg farið með hann eins og mér sýndist. Þetta grunar mig að hann viti sjálfur.” “Þú ert eini hnefleikarinn, sem eg hefi nokkurn tíma 'kynst,” sagði Saxon. “Eg er það ekki lengur,” sagði Willi. “Eg hefi lært það af þeim þátt, sem eg hefi tekið í þessum leik, að það er langbezt að eiga ekkert við hann. Það borgar sig ekki; æfingarnar gera mann svo stæltan og hraustan, aS manni finst að maður muni verða hundrað ára að minsta kosti. En svo kemur að því, að maður lendir í hnefaleik við einhvem náunga, sem er alveg eins hraustur, eins og maður er sjálfur, og þá missir maður á fáeinum mínútum alt, sem mað- ur hefir unnið og kannske miklu meira. ÞaS sem þar kemur fyrir á stuttum tíma, er oft nóg til aS stytta æfina um mörg ár, kannske um helming eða meira. Stundum eyða þessir hnefaleikarar öllum sínum kröftum á fáeinum mínútum. Eg hefi veitt þessu eftirtekt, hvað eftir annað. Eg liefi séð fíllirausta menn leika þennan leik einu sinni, og eftir eitt ár hafa þeir veriS dauðir úr tæringu eða nýrna- veiki, eða einhverju öðru. Og til hvers er þá þetta alt saman? ÞaS sem maður tapar, þegar svona ,kemur fyrir, verður ekki keypt fyrir peninga. Þess vegna hætti eg þessu og fór að keyra hesta. Æfingarnar gerðu mig harðan og stæltan, og eg ætla ekki að kasta frá mér, því sem eg hefi unnið.” “Þú hlýtur að hafa mikla ánægju af því, að vita af þessum vfir'burSum, sem þú hefir yfir aðra menn,” sagði Saxon og hvin fann til þess, að sjálf var liún stolt af afli hans og skilningi á þessum efnum. “Já, eg hefi það nú dálítiÖ,” sagði WiIIi. “Mér þykir vænt um, að eg byrjaði á þessu, því eg hefi haft gott af því. Eg hefi lært að vera aðgætinn og eins hitt, að halda skapinu í skefj- um. Eg er óttalega bráðlyndur, skal eg segja þér, og mér ofbýður það sjálfum stundum. Hér fyrrum kom það livaS eftir annaS fyrir, að eg slepti mér alVeg, en nú kemur það ekki oft fyr- ir, að eg geri nokkuS, sem eg þarf að skammast mín fyrir á eftir.” “Mér finst þú betur skapi farinn, heldur en nokkur annar maður, sem eg þekki,” sagði Saxoft. “Nei, hugsaðu það ekki. Ef þú veitir mér eft- irtekt, þá munt þú einhvem tíma sjá mig kom- ast í þann ham, að eg veit ekki sjálfur hvað eg geri. Eg verð stundum svo reiður, að eg missi alla stjórn á sjálfum mér.” Saxon gladdi sjálfa sig við þá hugsun, að hún ætti eftir að kynnast betur þessum manni. “Heyrðu mér,” sagði hann, þegar þau voru nærri komin heim til hennar, “hvað ætlar þú að gera á sunnudaginn?” “Ekkert. Eg hefi ekkert sérstakt í huga.” “Hværnig væri, aS eg fengi liesta og kerra og við keyrðum út úr borginni, til dæmis upp í fjall?” sagði Willi. Hún svaraði ekki strax, og hún var að hugsa um, hvernig það hefði gengið þegar hún hafði einu sinni farið í slíka ferð áður. Hún var að hugsa um, hvað hún hafð orðið hrædd einu sinni, þegar kerran var rétt að segja oltin um koll og hún varð að stökkva út úr henni; og hún mundi, að hún hefði orðið að ganga langa leið og orðið mjög sárfætt, og hún hafði svo sem ekkert getað sofið nóttina eftir. FerSin hafði gengið heldur illa og verið hálf óskemti- leg. En svo hugsaði hún til þess með fögnuði, að með þessum manni væri sér óhætt að fara, hvert sem vera væri. “Mér þykir ákaflega vænt um hesta,” sagði hún. “ Eg held næstum, að það sé enn skemti- legra að keyra en aS dansa. En eg veit samt ósköp lítiS um þá. Faðir minn reið stórum stríðshesti. Hann var fyrirliði í riddaraliði. Eg sá hann aldrei, en eg liefi oft hugsað um hann á hestbaki í fullum herklæðum og með sverS við hlið. George bróðir minn hefir þetta sverð nú, en Tom bróðir minn, sem eg á heima hjá, segir að eg ætti að eiga það, því það var faðir minn, sem átti það. Þeir eru bara hálf- bræður mínir. Eg er nú eina barnið, sem móð- ir mín átti með seinni manninum, og liann var maðurinn, sem eiginlega elskaði hana og hún hann.” Hún fór ekki lengra út í þetta, því henni fanst hún vera að segja heldur mikið um sjálfa sig, eða meira heldur en við ætti, og henni fanst þessar endurminningar sínar vera hluti af sjálfri sér. i “Haltu bara áfram og segÖu mér meira um þetta,” sagði Willi. “Mig langar til að heyra sem mest um gamla fólkið, og um fyrri daga. Mitt fólk var að fara á sömu stöðvar eins og þitt fólk, og sem eg held aS þá hafi verið að- gengilegri og skemtilegri heldur en nú. Eg held að lífið hafi þá verið skemtilegra og skyn- samlegra hér um slóðir, heldur en það er nú orðiS. Eg get ekki vel komið orðum að því, sem eg á við, en eg einhvernveginn skil ekki hvern- ig þetta gengur alt saman nú á dögum. Það eru þessi stóru verkamannafélög og svo sam- tök verkveitenda hins vegar. Og svo eru öll þessi endalausu verkföll og verkbönn, sem þeir kalla, og þessir “hörðu tímar” og atvinnuleysi fyrir fjölda fólks og alt það stríð, sem því fvlgir. Þetta var ekki svona í fyrri daga. Þá bjuggu allir á landi sínu og höfðu nóg að borða og yngra fólkið hafði gamla fólkiÖ hjá sér, og fór vel með það. Nú er alt komið í einhvera hrærigraut, sem eg skil ekkert í, en það er kannske vegna þess, að eg sé of heimskur til að geta skiliÖ það. En hvað sem því líður, þá haltu nú áfram, og segðu mér um móður þína. ” “Það, sem eg veit um þetta^ er í stuttu máli þaÖ,“ sagði Saxon, “að þegar móðir mín var ung stúlka, þá feldu þau liugi saman, Capt. Brown og hún. Hann var hermaður og Var kallaður austur, þegar stríðið stóð. Hún var þá að heiman, og var aS hjú'kra systur sinni, Láru. Svo komu þær fréttir, að hann hefði falliS í stríðinu. Skömmu seinna giftist hún manni, sem hún hafði þekt frá því þau voru börn. Voru samferða, þegar þau komu vestur. Henni féll Iiann vel, en hún elskaði liann ekki. Svo komu þær fréttir aftur, að Capt. Brown hefði ekki fallið, en væri enn á lífi. Þetta gerði hana þunglimda, en hún hélt lieilum sönsum fyrir því. Hún var góð kona og góð móðir og blíðlynd og hæglát og prúð í allri framgöngu, og eg held engin kona hafi nokkurn tíma haft fallegri rödd, heldur en hún hafði. Faðir minn var altaf ógiftur. Hann elskaði Iiana alt af. Eg á kvæði, sem hún orkti til hans, og það er svo fjarskalega fallegt, og það er svo undur gott að syngja það. Löngu séinna dó maður hennar, og nokkru síSar giftust þau faðir minn og hún. Það var ekki fyr en 1882, og þá var liún farin aS eldast töluvert.” Hún sagði honum enn fleira um móður sína, j þar sem þau stóðu við garðshliðiS, og Saxon J var að vonast til þess, að kveðjukossinn í þetta sinn, mundi verða töluvert lengri, heldur en hinir hefðu verið. “Hveraig væri, að eg kæmi klukkan níu?” sagði Willi þegar hann var að fara. “Hugs- aðu ekkert um að fá þér morgunmat, eg skal sjá um það. Vertu bara tilbúin klukkan níu.’” IX. KAPITULI. Saxon var komin á fætur og tilbúin góðri stundu fyrir klukkari níu. Tvisvar sinnum hafði hún farið út að framglugganum til að gæta að, hvort Willi væri kominn, og þegar hún kom þaðan í annað sinn, gat Sarah ekki lengur stilt sig um að byrja á sínum vanalegu ónotum. “ÞaS er regluleg forsmán að sjá, hvemig sumar stúlkur klæða sig. Þær geta ekkert lát- ið sér duga annað en silkisokka,” bvrjaði hún. “Líttu á mig, sem verð að þræla nótt og dag. Aldrei fæ eg silkisokka — eða skó, þrenna skó í einu. En guð er réttlátur, og þeim bregður á- reiðanlega einhverjum í brún, þegar þetta líf er á enda, og hver og einn uppsker eins og hann hefir niður sáð.” Tom sat og reykti pípu sína og hélt á yngsta barninu og var að leika við það. Hann leit til >Saxon dálítið kýmilega. Saxon gegndi því engu, sem Sarah sagði, en fór að laga hárborð- ann, á einni litlu stúlkunni. Sarah þvoði disk- ana og bollana og kom því öllu á sinn stað. Hún sýndist taka sér það all-nærri og það leyndi sér ekki, að hún var í alt annað en góðu skapi. “Svo þú svarar engu. Því segirðu ekkert? Þú hefir kannske eitthvað ofurlítiS af sómatil- finningu enn þá, þó ekki líti nú út fvrir það. Ekki nema. það þó, að vera að draga sig eftir henfaleikara. Eg heyri sagt að þú sért í miklum félagsskap við Willa Roberts. ÞaS er þokka- legur náungi, eða hitt þá heldur. En bíddu bara við, þangað til Charley Long nær í hann. Þá fær hann fyrir ferðina.” “ÞaS veit eg nú ekki,” sagði Tom. “Willi Roberts er nokkuð mikill fyrir sér, heyri eg sagt.” Saxon brosti, því hún vissi meira en þau hjón um það, sem þau voru aS tala um. Sarah sá að Saxon brosti og hún espaðist töluvert við það. “Því giftistu ekki Charley Long? Hann er vitlaus eftir þér og hann er ekki drykkju maður. ’ ’ “Eg býst við hann drekki ekki minna en hver annar,” sagði Saxon. “Það er áreiðanlegt,” bætti bróðir hennar við. “Og eg veit fyrir víst, að hann hefir alt- af bjórkvartil heima hjá sér.” “Þú hefir kannske fengið eitthvað úr því,” sagði Sarah. “Það getur vel verið,” svaraÖi Tom og strauk um munninn meS handarbakinu. “Hann getur þá að minsta kosti staðið sig við að kaupa dálítið af bjór, ef honum sýnist,” sagði Sarah og beindi nú máli sínu að bónda sínum. “Hann borgar skuldir sínar og hann aflar mikils, eða meira en margir aðrir að minsta kosti.” “Hann hefir nú heldur ekki konu og börn til að sjá fyrir,” sagði Tom. “Hann þarf heldur ekki alt af aS vera að borga peninga í þessi verkamannafélög, sem eru að engu gagni.” “ó-jú, hann þarf þess nú. Hann mundi ekki hafa mikið að gera í sinni eigin smiðju, eða nokkurri annari smiðju í Oakland, ef hann til- heyrði ekki járnsmiðafélaginu. Þú skilur ekki þessi verkamannamál, Sarah mín. Án verka- mannafélaganna mundu verkamennirnir svelta heilu hungrinu.” “Auðvitað skil eg ekkert og hefi ekki vit á neinu,” sagði Sarah með þjósti. “ÞaS er gæmla sagan, sem þú hefir oft sagt áður, og þú lætur þig liafa það, að segja þetta svo börnin heyra.” Hún sneri sér aÖ elzta barninu, sem virtist vera hrætt við móður sína. “Mamma þín er heimskingi. HeyrirSu þaS, Willi litli? FaSir þinn segir þetta og hann segir ]>að svo við bæði heyrum. Næst segir hann, að mamma þín sé vitlaus og lætur hana á vitlausra spítala. Hveraig heldurSu að þér falli að sjá mömmu Hveraig heldurðu að þér fali að sjá mömmu þína bundna og lokaða inni í klefa og barða eins og svertingjarnir voru barÖir, meðan þeir voru þrælar. Svona vill pabbi þinn að farið sé með mömmu þína. Hugsaðu þér, Willi minn, að mamma þín ætti að vera þarna innan um alt þetta aumingja fólk, sem þar er, og vera barin eins og þræll af miskunnarlausum eftir- litsmönnum, og hálf-drepin af illri meðferð—” KAUPIÐ ÁVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. Offlce: 6th Floor, Bank of HamlltonChamber*_ Þessu líkt hélt hún áfram lengi enn og út- málaði það með mörgum orðum, hve illa æfi . liún ætti, og alt væri þaÖ föður hans að kenna. Aumingja Willi svaraði engu, en lúpaði sig niður og fór að gráta. Saxon varð skapfátt rétt sem snöggvast. “Hvernig í ósköpunum stendur á því,” sagSi hún, “að við skulum ekki geta verið saman nokkra stund án þess að fara að rífast?” Sarah hætti aS tala um geÖveikraliælið og sneri sér nú að tengdasystur sinni. “Hver er að rífast?” sagði hún. “Má eg ekki segja orð án þess að tvö eða þrjú af ykkur þurfi að ráðast á mig fyrir það?” Saxon svaraði engu og Sarah vék sér að bónda sínum. “Hvernig í ósköpunum datt þér í hug að giftast mér? ÞaS þætti mér gaman að vita. ÞaS sýnist sem þér þyki miklu vænna um syst- ur þína heldur en um konuna þína, móður barn- ánna þinna. Eg hefi þó þrælað fyrir þig í mörg ár og aldrei borið neitt úr býtum nema van- þakklæti, og nú smánar þú mig frammi fyrir börnunum, með því að segja að eg sé vitlaus. Hvað hefir þú nokkurn tíma gert fyrir mig? Það þætti mér gaman að vita. Eg hefi búið til matinn fyrir þig og þvegið fötin þín og gert við sokkana þína og eg hefi vakað yfir þér á nóttunnni, þegar eitthvað hefir gengið að þér. Líttu á þetta—” Hún rétti fram annan fótinn. Þar var hvað öðru líkt, sokkurinn og skórinn, hvorutveggja mestu garmar. “Líttu á þetta. Eg segi, líttu á þetta..“ — Þetta eru einu skórnir, sem eg á. Eg, konan þín. Skammastu þín ek.ki? Eg á ekki þrenna skó, sjáðu þessa sokka.” ÞaS dró úr lienni máttinn; hún settist á stól ríð borðið og helti köldu kaffi í bolla og drakk það hægt, rétt eins og hún væri að drekka brennheitt kaffi. Það var auðséð, að hún átti óskaplega bágt með að ráða við sig. Brjóstin gengu upp og niður og hún starði út í loftið. “Reyndu nú aÖ stilla þig, Sarah mín,” sagði Tom góðlátlega. Hiín svaraði þessu ekki og sat kyr, og eftir útliti að dæma, hefði maður getað haldið, að mikill hluti af áhyggjuefnum allrar veraldar- innar hvíldu á hennar herðum. Hún tók undir- skál, hvolfdi henni á borðiS og lagði lófann of- an á hana. Svo stóð hún upp, gekk til Tom og gaf honum rokna kinnhest með flötum lófan- um. Hún orgaði upp yfir sig, eins og hún væri viti fjær af reiði, og settist svo flötum beinum á gólfið og réri sér aftur á bak og áfram, og grét ákaflega. Börnin fóru öll að ágráta. Tom fölnaði og leið auðsjáanlega mjög illa. Saxon sár kendi í brjósti um hann og hana langaði til að faðma hann að sér, en hún þorði það ekki. Tom beygði sig niður að konu sinni. “Þér líður ekki vel, Sara mín. Láttu mig hrópaSi hún af öllum mætti og reyndi að færa gera það sem eftir er að gera hérna í eldhús- inu.” “Snertu ekki á mér! — Snertu ekki á mér!” rópaði hún af öllum mætti og reyndi að færa sig sem lengst frá honum. “FarSu út með börnin, Tom,” sagði Saxon, sem auðsjáanlega tók þetta mjög nærri sér. “Fyrir alla muni, farðu út með bömin. Eg skal líta eftir henni; eg get það betur en þú.” Þegar Tom var farinn út með börnin, fór Saxon ag stumra yfir tengdasystur sinni, og varð hún að taka á allri sinni stillingu. Sarah liljóðaði óskaplega og Saxon efaði ekki, að fólk- ið í næistu húsum mundi heyra til hennnar og eins þeir, sem kynnu að fara um strætið. Mest óttaðist hún þó, að Willi mundi koma meðan svona væri ástatt í húsinu þar sem hún átti heima, og ]>ótti henni það afar slæmt. Eftir dá- litla stund hæfcti Sarah að hljóða og skömmu síðar fékk Saxon hana til að leggjast upp í rúmið. Hún var búin að fá ákafan höfuðverk út af öllum þessum æsingi og Saxon tók hand- klæði og vætti það í köldu vatni og vafði það svo um höfuðið á henni og hægðisf lienni nokkuð við það. __ Rétt í þessu heyrfði hún að keyrt var upp að húsinu. Hún efaði ekki, að nú væri Willi að koma og hún hljóp út í framdymar og veifaði hendinni til hans, og skildi hann það svo, að hún mundi fljótlega verða tilbúin. Þegar hún kom aftur fram í eldhúsið, var Tom þar og var hann í mjög þungri skapi. “Þetta er að lagast,” sagði hún. “Willi Ro- berts er kominn, og eg verð að fara. Farðu inn til hennar og sittu hjá henni dálitla stund. Hún sofnar kannske. Taktu um hendina á henni. Henni þykir kannske vænt um það. Reyndu það að minsta kosti, en láttu hana hafa sinn veg. En fyrst af öllu skalt þú taka handklæðið og væta það í köldu vatni og láta þaÖ svo aftur um höfuðið á henni.” Tom var hæglátur maður og góðmenni, en heldur ístöðulítill og ósjálfstæður. Hann fór í áttina til dyranna, eins og hann ætlaði að gera orðalaust það sem hann var beðinn, en hikaði þó og leit á Saxon ástúðlega, því honum þótti innilega vænt um systur sína. Hún sá þetta og skildi og vildi fegin gera það. sem hún gat til að h.jálpa honum í vandræÖum hans. “Þefcta er nú alt að lagast,” sagði hún. — “Farðu bara inn til hennar.” Tom hristi höfuðið.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.